Getur verið...

... að ellin sé að ná mér ? Kannski ég fari þá bara og feli mig einhversstaðarTounge Sko í alvöru, þá er ég svolítið hugsi yfir tiltölulega nývöknuðum húsmóðurtendensum mínum... Á meðan börnin mín voru lítil gerði ég auðvitað allt sem gera þurfti, eldaði, þreif, prjónaði, bakaði, saumaði og allt það... úff ég verð bara þreytt að hugsa um það, þetta hlýtur að hafa verið einhver önnurWoundering Nei líklega ekki, vegna þess að ég man alveg að mér þóttu húsverk aldrei skemmtileg, en urðu að vinnast og það var enginn annar til þessGetLost Núna er ég farin að baka og finnst það gaman og hef ánægju af að halda snyrtilegu hér í húsinu og elda og ég veit ekki hvað.... Shocking Í morgun vaknaði ég svo með þá hugsun í höfðinu að nú þyrfti ég að fara að huga að jólagardínum fyrir eldhúsið... Kannski er ég komin á eitthvert seinna skeið... hvað sem það svo kallast... Grin Aftur að jólagardínum, ég er ekkert að fara að setja þær upp strax, en það tók mig svo langan tíma að finna hverdagsgardínur sem mér líkaði fyrir eldhúsið, mig langaði nefnilega ekki í neitt með myndum af bollastelli eða sveppum eða  eitthvað í þá áttina, svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið með þessarWhistling Einhver mundi kannski segja að það væri líka hægt að sleppa þeim, en sú hugmynd er bara alls ekki í boðiDevil Svo er annað sem ég er að furða mig á... ég er ekkert að ergja mig út í snjóinn...Happy Ég sem hef alltaf verið opin oní rassg... og rifist út af því að það skuli vera snjór... hvíta ógeðið og svo framvegis en nú þegi ég bara mikið til og læt mér vel líka... Joyful Jæja, batnandi fólki er best að lifa og ég ætla að fá mér meira kaffi og klára JÓLAdúkinn, sem ég byrjaði á í fyrraWhistling Látið ykkur líða sem best í allan dag og munið að setja upp brosið um leið og þið klæðið ykkurSmile Heart    

Samviskan bítur...

Einu sinni var ég að vinna hjá öldruðum hjónum, sem ég kom alltaf til þrisvar í viku, þrjá tíma í senn. Konan sagði einu sinn við mig:"Ó það er svo gott að einmitt þú skulir vera hérna hjá okkur, þú ert alltaf svo kát og glöð, alveg sama hvernig hlutirnir velta og hvað þú hefur á samviskunni !" LoLDatt þetta í hug í morgun, þegar elsku ruslakarlarnir voru að klofa skaflinn við ruslatunnuna... ég hef það á samviskunni að ég gleymdi að moka frá tunnunni í gærBlush Lesist: gleymdi að senda spúsa minn út til að moka frá tunnunni í gær...Wink Búin að vera að herða mig upp í það lengi að baka hérna í mínu flotta, stóra og fullkomna eldhúsi... hafði mig loksins í það í gærmorgun og viti menn: það var bara gamanTounge Það hafði eitthvað lekið niður í bakaraofninn og þar sem ég var sveitt við að þrífa það, sá ég að það er svakaleg prentvilla í leiðbeiningabæklinginn með ofninum. Þar stendur að ofninn sé "sjálfhreinsandi". Það hefur örugglega átt að vera EKKI sjálfhreinsandi, nema það sé bara verið að meina að ég eigi að hreinsa hann sjálf....Whistling Sem ég geri hvort sem er, það þarf ekkert að segja mér það...Shocking Annars bara nokkuð góð, ennþá að sauma JÓLAdúkinn og bara nokkuð sátt við snjóinn, halló... get ég annað ? Ekki breyti ég árstíðunumGrin Ég ætlaði nú eiginlega bara að bjóða ykkur öllum góðan dag, svo nú er ég hætt þessu bulli... í biliSmile Heart  

Stórhríð hvað ? ;-)

Iss, ég er ekkert að verða betri en ráðherrarnir okkar sem ráða ekkert yfir bönkunum, ég ræð ekkert yfir heilanum í mér... GetLost Ég er með jólalag á heilanum og mér líkar ekki þegar eitthvað festist svona í hausnum á mér... að vísu má það teljast hið besta mál að það gerist nú svona af og til, en ég vildi þá að það væri frekar til dæmis eitthvað úr bókum sem ég hef lesið eða jafnvel nöfn á fólki sem ég hitti eða bara að taka inn þvottinn áður en það kemur stórhríð... Whistling Mér finnst svo hrikalega gáfulegt og flott, þegar fólk getur komið með tilvitnanir úr einhverjum ritverkum... ég man bara einhvern fíflagang úr Andrésblöðunum eða sögum "Múnkhásen´s", man svo ekki einu sinni hvernig á að skrifa nafnið hans... Blush Annars góðGrin Beið í gærkvöldi í ofvæni eða svoleiðis, eftir stórhríðinni sem var búið að spá að mundi lemjast yfir okkur hérna á norðurhjaranum, en hún hefur kannski bara farið framhjá á meðan ég svafSleeping Gamla fólkið sem ég heimsæki í kvöldvinnunni hafði miklar áhyggjur af því hvernig það ætti svo að bjarga sér í kvöld fyrst það yrði svona vont veður... það hélt ég kæmi þá bara ekki... enda ekki vant því að láta mylja undir sigWoundering En það skiptir ekki máli hvaða dagur er eða hvernig veðrið lætur, ég kem samtCool Dagsplanið er að gera svona um það bil alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut til klukkan 5, þegar ég skrepp aðeins út að vinnaTounge Eigið svo   dásamlegan dag elskurnar mínar allar og látið ykkur líða velSmile Heart   

Sparisparsemi....

DV kom inn um bréfalúguna hjá okkur í gærmorgun... við erum samt ekki áskrifendur, en í blaðinu var sérstakt blað um Norðurland, gaman að þvíJoyful Þar er meðal annars einn af okkar fyrrverandi bæjarstjórum spurður spjörunum úr og í fyrirsögninni segir að hann vilji meðal annars, kenna íslendingum að spara... Halo Eeee... örugglega vel meint, ekki er ég að efast um það, en mér finnst það skjóta svolítið skökku við þegar fólk sem vitað er að er á mjög góðum launum, ætlar að fara að kenna okkur sauðsvörtum almúganum, að sparaGetLost Þessi ágæti fyrrverandi bæjarstjóri vor er þingmaður og alls ekki búið að reka hann úr vinnunni og það er altalað að þeir séu nú ekki á neinum lúsarlaunum, þingmennirnir okkarWink Og ég ætla að vona að ég sé ekki að ljúga upp á hann, en mig rennir grun í að hann sé líka á biðlaunum sem fyrrverandi bæjarstjóri... ef ég fer með vitleysu vona ég að einhver leiðrétti mig, en ég veit að hann var það allavegaWoundering Ég held að flestir venjulegir launamenn í þessu landi kunni nú eitthvað til sparsemi, ef ekki viljandi þá af illri nauðsyn... þyrfti miklu frekar að hafa námskeið í að kenna fólki að græða, það yrði líklega vel sóttWhistling Annars góð, það er ennþá snjór og ég er ennþá að sauma JÓLAdúkinn minnGrin Óska ykkur öllum góðs dags og ennþá betri helgar og passið ykkur á hálkunni elsku dúllurnar mínarSmile Heart     

Hvurn sjálfan....

Það snjóar og snjóar og snjóar... örugglega kominn 20 cm jafnfallinn snjór, ég fór sem sagt út á náttsloppnum með málband...Halo Nei að vísu ekki, smiðsaugað mitt segir mér þettaTounge Nú er gott að eiga jeppa eða tvo, veghefillinn sem var að ryðja hérna skildi eftir vel góðan ruðning á miðri götunni, bara svona til að opna fyrir umferð og er svo snjall að hann mokaði líka gangstéttirnar báðum megin götunnar, flotturSmile Ég keyrði spúsa í vinnuna áðan, það var fjör en ég náði því samt ekki að verða fyrst til að keyra neina götu... skandall, en nennti svo auðvitað ekkert að fara að rúnta til þess að finna algerlega ókeyrðar götur... ekki alveg svoooo gamanWhistling Vildi frekar fara heim aftur og halda áfram að sauma JÓLAdúkinn sem ég byrjaði á fyrir jólin í fyrra og ætla að klára núnaWink Fékk alveg frábæran pistil frá vinkonu minni, þar er nafnlaus kona að skrifa um þetta bull þegar verið er að hvetja fólk til í auglýsingum, til að fara núna að huga að börnum sínum, ættingjum og vinum en ekki láta hafa áhrif á sig þó það sé kannski búið að missa vinnuna og jafnvel aleiguna... Hún spyr hvurn andskotann þetta lið haldi eiginlega að við sauðsvartur almúginn, höfum verið að dunda okkur við hingað til ?GetLost Ég tek undir þá spurningu, ég veit ekki betur en allir hafi verið að vinna fyrir börnum og fjölskyldum og alveg heimsótt vini og ættingja bara líkaShocking Leiðinda kjaftæði þessar auglýsingar og hafiði þaðCool Nú ætla ég að fara að jólast smá, ekki að sækja jólatréð upp á háaloft samt eða neitt þannig, bara halda áfram að sauma JÓLAdúkinn minn og hlusta á landann rífast í útvarpinu í leiðinniGrin Eigið yndislegan dag þið öll þarna útiSmile Heart

Piss piss og pelamó....

Vinnan mín felst í að hjálpa allskonar fólki, við hin ýmsu verkefni daglegs lífs. Ég var spurð að því um daginn af hverju viss einstaklingur fengi hjálp frá bænum, viðkomandi ætti nóga peninga...Woundering Þetta snýst ekki nema að litlu leiti um peninga, ellin nefnilega fer ekki í manngreinarálit og skiptir sér ekkert af því hvort einhver á peninga eða ekki... hún kemur samt og hún fer aldrei afturWhistling Og það eru engin geimvísindi á bak við þá vitneskju, að þá á fólk það til að verða hjálparvana af einhverjum orsökum, oftast samt bara einfaldlega af elliPouty Og sem betur fer finnst mér, er þessi þjónusta tekjutengd, það er ekkert sanngjarnt að manneskja sem á milljónir á bankabók, borgi sömu örupphæð og sú sem á einungis strípaðan ellilífeyrir sér til framfærisGetLost Ég er nú samt ekki nógu fróð til að vita hlutföllin á milli þeirra sem eiga og eiga ekki inni á bankabókum, en svo mikið veit ég þó af áralangri reynslu að það eru yfirleitt ekki þeir sem eiga minnst, sem kvarta mestWink Eftir því sem innistæðan er hærri á bankabókinni, þess nískara verður blessað liðið og þess meira kvartar það yfir dýrtíðinni. Ég leyfi því að fara örlítið í taugarnar á mér, vegna þess að eitt af því sem ég þoli bara alls ekki er nískaDevil Annars bara góðHalo Það er ennþá vetur hérna á norðurhjaranum og þessi mjög svo óvirðulega fyrirsögn hefur ekkert með innihald pistilsins að gera... sem allir ættu að vera búnir að fatta sem á annað borð hafa nennt að lesa alla leið hingaðTounge Eigið góðan dag elsku dúllurnar mínar, setjið upp brosið og farið í hlýju fötin það er kalt útiSmile Heart

Hvítur er vissulega fallegur litur....

... jafnvel þó það sé hvítur snjór sem hylur allt, eins og núna. Ég er annars alls ekkert hrifin af snjó, hann á bara að vera örfáa daga um jólin og svo má hann líka vera á myndum. En það má alltaf finna eitthvað jákvætt við flest og það er til að mynda allt miklu snyrtilegra úti núna, svona hvítt og hreintWhistling Kötturinn er lagstur í hýði, hann hefur aldrei þolað snjó og telur mig prívat og persónulega bera ábyrgð á fyrirbærinu... Allavega lítur hann á mig með spurn og óþolinmæði þegar ég opna fyrir honum svo hann geti farið út... Eitthvað eins og : "Bíddu... og ætlar þú ekki að taka þetta burtu svo ég geti farið út, þúþarnakonasemfærðaðbúaímínuhúsi" ?!? GetLost "Nei góði út með þig", segi ég þá bara mjög ljúflega og skutla hans hátign út fyrir, algerlega samviskulausDevil Annars mjög góðTounge Ný vinnuvika með kvöldvinnu í startholunum og bara góð tilfinning sem fylgir því eins og venjulega, mér finnst mánudagar fínir þá er ég oftast vel úthvíld og tilbúin að takast á við komandi viku. Svo er alltaf að styttast í jólin og fljótlega get ég farið að hlakka til opinberlega en ekki í laumi, eins og ég geri mest allan októbermánuðGrin Ég elska jólin og allt sem þeim fylgir, en ég veit að það er til fólk sem kvíðir þessum tíma af margvíslegum ástæðum og mér finnst það svo sorglegt... Margir af því að þetta er svo dýrt, en það þarf alls ekkert að vera það. Það þarf ekkert að kaupa og kaupa og vera svo með allt niður um sig þegar Visareikningurinn kemurW00t Jólin koma nefnilega alveg þó við sleppum okkur ekki í verslunaræðinu og ef auglýsingarnar fyrir jólin eru að fara með fólk, þá er alveg hægt að slökkva á útvarpi og sjónvarpi og föndra jólaskraut eða eitthvað eða spila á spil eða lesa góða bók. Annars ætlaði ég bara að segja ykkur að það snjóar... LoL Eigið góða vinnuviku elskurnar mínar allarSmile Heart

Það besta í lífinu hefur alltaf verið ókeypis ;-)

Það er það ekkert frekar núna en áður, en skaðar samt ekki að leggja aukna áheyrslu á það, á þessum tímum þrengingaWinkÞað sem mér finnst vanta hjá okkur er agi og nægjusemi, sem virðast algerlega hafa dottið upp fyrir, við höfum einhversstaðar misst okkur í bruðlinuWounderingÉg verð vör við það hjá yngra fólki að nægjusemi er illa misskilið orð... Það heldur að það þýði að við eigum þá að lifa eins og allslausir munkar og aldrei leyfa okkur neitt, en það er bara alls ekki það sem orðið þýðir. En svo getur nægjusemi líka gengið of langt...FrownÉg man alltaf gömlu konuna sem ég vann hjá í mörg ár, sem hafði mikið fyrir því að biðja um útrunnar vörur og þá afslátt af þeim, þegar ég fór með hana í matvöruverslun. Hún nurlaði og skrapaði og hélt alveg hrikalega í við sig og ég vorkenndi henni svo mikið fyrir fátæktina að ég keypti stundum handa henni helstu nauðsynjar. En ég hætti því nú allsnarlega eftir að hún sagði mér að hún ætti hundruðir þúsunda á bankabók, hún var að safna fyrir jarðarförinni sinniGrinHún var líka með helling af málverkum upp á veggjum hjá sér í litlu íbúðinni, sem hún leigði hjá bænum. Einhvern daginn var ég að virða fyrir mér eitthvað klessuverk sem ég sagði að mér fyndist ljótt og hún urlaðist... Þetta var KJARVALToungeÞá höfðu hún og maðurinn hennar heitinn safnað málverkum árum saman, eftir fræga listamenn og hún var með milljónir hangandi uppi á veggjum hjá sér ! Þetta er náttulega ekki nægjusemi... þetta er eitthvað allt annaðWhistlingEigið góðan dag elskurnar mínar allar og klæðið ykkur vel, það er hálfgert skítaveðurSmileHeart


Ef þið viljið krepputal...

... farið þá á einhverja aðra síðu...Wink Þessi fíni föstudagsmorgunn heilsar með kurt og pí, það þarf til dæmis ekkert að skafa núna. Að vísu þarf ég aldrei að gera neitt svoleiðis sjálf... er auðvitað með mann í því skoInLove Var að vafra á blogginu í morgun og sá mér til furðu að síðan mín komst í dálkinn "Heitar umræður"... Veit ekki til þess að það hafi gerst áður og er auðvitað svindl, vegna þess að ég svara helst alltaf öllum sem athugasemdast á síðunni minni, svo margar athugasemdirnar eru frá mér komnar, en gaman að þessu samtLoL Ég er búin að missa nýju vinnuna mína... eiginlega áður en ég byrjaði almennilega, ég fæ mig ekkert lausa eftir 10 ára starf bara rétt si svona... En þegar til átti að taka þá var þetta víst allt saman "misskilningur á misskilning ofan" svo það á að ráða mann, með "karl" fyrir framan, en ekki mig... ég má samt alveg prófa að sækja um... GetLost En það er bara ekki séns í helv... mig langar ekki svooo mikið í þessa vinnu, ætlaði bara að nota tækifærið og skipta um og þetta var þarna fyrir fótunum á mér... svoleiðis. Nenni ekkert að velta mér upp úr því, það er að koma helgi og ekki þreif ég húsið í gær eins og ég var að hugsa um að gera... en hugsunin ein nægir víst ekki, svo að í dag er "dagurinn"Whistling Eigið góðan dag dúllurnar mínar og ennþá betri helgiSmile Heart

Ættfræði 000...

Móðuramma mín, mamma og yngsta systir eru svona ættfræðisnillingar... amma er að vísu dáin en ég geri samt ekkert ráð fyrir því að henni hafi farið neitt aftur við þaðWink Ég er kannski ekki alveg á sömu hillu og þær með ættfræðina, veit svona nokkurnveginn hvað ömmur og afar hétu... held ég... en ekkert svo rosalega mikið framyfir það. En ég er nú ekki alveg tóm samt, ein nýja bloggvinkonan mín er til dæmis tengdamóðursysturdóttir mín og næstelsta dóttir tengdadóttur föðurafa míns, er ég... þannig að þið sjáið að ég veit nú svona ýmislegtGrin Svo veit ég alveg líka hvaða börn ég á og að spúsi minn er frændi barnanna minna... sko pabbi hans og amma þeirra eða var það amma hans og pabbi þeirra... voru mikið skyld, systkini alveg örugglega eða eitthvað...Blush Jæja... alltaf í ættfræðinni bara...Whistling Ég virkilega verð að rífa mig upp á rassg... í dag og þrífa hérna í húsinu okkar, hún dugar ekkert lengur uppáhaldsaðferðin mín, þ.e. að ganga bara um með lesgleraugun á andlitinu. Þá nefnilega sé ég allt í móðu frá mér, en nú er svo komið að skíturinn er alltaf að færast nær og nær, þrátt fyrir lesgleraugun og ég get svo svarið það að ég er farin að sjá hann töluvert skýrt bara...Tounge Og þar sem ég er búin að fatta það að húsið okkar er ekki sjálfhreinsandi, ég hefði nú ekki keypt það ef ég hefði vitað það, þá verð ég líklega að argast í þetta þegar líður á daginnCool   Farið varlega í dag yndin mín öll og munið að skafa almennilega af bílrúðunum, það er beinlínis hættulegt að búa bara til eitt lítið gægjugat, svona eins og rétt fyrir annað augað, í frostið á framrúðunniSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband