

Bloggar | 24.7.2007 | 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 23.7.2007 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hér sit ég við stóran og fallegan glugga, sem er alveg að fara að fá gardínur og rimlatjald og skrifa á tölvuna. Ég á von á alveg einstaklega ánægjulegri heimsókn í dag, Anna og Mæja æskuvinkonur mínar úr Innbænum ætla að kíkja til mín í fjallakofann. Það verður gaman. Við erum búin að laga svo mikið til hér um helgina, að íbúðin okkar er alveg að verða fær fyrir fólk án stígvéla og annarra hlífðarfata. Það er rigning núna og kemur sér ekkert sérstaklega vel fyrir mig, ég þarf að þvo af 15 rúmum og fá það helst þurrt í gær. Ég er ekkert búin að fatta að ég er í sumarfríi, en geri mér vonir um að það lagist á morgun, þegar klukkan er orðin 10 og ég er ekki að stimpla mig inn og hendast af stað í eitthvert húsið með vel æft þolinmæðisumburðarlyndisbrosið á andlitinu. Það var að verða svolítið slitið þetta bros síðustu dagana, en það er óðum að lagast. Ég er, eins og venjulega þegar ég byrja í sumarfríi, algerlega ofvirk og læt eins og ég ætli að klára á 2 dögum allt það sem ég hef ekki komist yfir hérna heima í sumar. En ef ég þekki sjálfa mig rétt þá fer ég aðeins að slaka á næstu daga, þegar ég sé fram á að ég virkilega hef tíma til að gera það sem ég vil og þarf að gera. Þetta eru bara fastir liðir eins og venjulega og búið að vera svona svo lengi að það má líklega fara að kalla þetta hefð. Eigið góðan dag og njótið þess að vera í fríi
Bloggar | 22.7.2007 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 20.7.2007 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í dag er síðasti dagurinn fyrir sumarfrí, "aðfangadagur" sumarfrísins míns upp á sænsku, skilst mér. Stofan okkar er að verða fullkomin, bara eftir að setja upp einn lista og svo gardínur og þá er verkið fullkomnað. Og setja saman nýja tölvuborðið sem ég keypti um daginn, tölvuborð númer tvö. Næst nýjasta tölvuborðið er of breitt fyrir vegginn sem ég vil hafa það við, svo að ég fann fyrir það gott heimili hjá einum næstum því 6 ára sem er að byrja í skóla í haust. Ég er sem sagt haldin svona smá fullkomnunaráráttu, hlutirnir verða helst að passa. Að vísu hefur mér tekist að draga verulega úr þesari áráttu minni á síðustu árum, þetta var eiginlega orðið sjúklegt. Ég var orðin þannig að ég byrjaði bara alls ekki á neinu, af því að ég var svo hrædd um að ég gæti kannski ekki klárað það og það yrði ekki algerlega fullkomið. Rankaði svo smám saman við mér og sá að þetta gat bara alls ekki gengið svona lengur, reif sjálfa mig upp á rassg.... og fór að laga verulega vel til hérna uppi á efstu hæðinni hjá mér. Það er svo sannarlega alls ekki allt í röð og reglu þar í dag, en samt skárra og svo er ég alltaf af og til, að reyna að breyta og bæta. Ég er klukkuð aftur núna, verð að segja eitthvað nýtt um mig, ekki það sama og um daginn:
Ég nota ekki sama númer af fötum og þegar ég var 16
Ég er með smá fullkomnunaráráttu
Ég fer aldrei í fýlu
Ég er minni en öll systkini mín
Ég sofna alltaf á fundum
Ég nennti ekki í framhaldsnám
Ég hreinsa gullfiskaskálina allt of sjaldan
Ég þoli ekki ósanngirni
Eigið góðan dag
Bloggar | 19.7.2007 | 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér finnst virkilega gefandi að vinna með fólki og held mér takist yfirleitt vel upp, allavega er ekki búið að reka mig ennþá. Í gærkvöldi var ég úrvinda eftir kvöldvinnuna mína, þó hún byggist aðallega upp á innliti til fólks. Þetta átti að vera svo auðvelt og taka stuttan tíma, nokkrir eru tímabundið að heiman, en raunin varð önnur. Uppáhaldið mitt, 92 ára gömul kona er búin að vera lasin í nokkra daga og í gærkvöldi leist mér ekkert á og hringdi á lækni. Hann vildi leggja hana inn í hvelli og hringdi eftir sjúkrabíl. Sú gamla var nú ekki ánægð með að ég skyldi hringja á lækninn, það var sko alger óþarfi, en þegar það kom svo líka sjúkrabíll, þá varð mín kona stórhneyksluð og neitaði að hreyfa sig. Þetta var nú einum of sko, hún ætlaði sko ekkert að fara liggjandi út að keyra. Hún er ekki stórvaxin blessunin og ég hefði hæglega getað haldið á henni út, en það varð úr að ég keyrði hana á mínum bíl suður á sjúkrahús, í fylgd sjúkrabílsins. En ekki fyrr en ég var búin að lofa að ættleiða páfagaukinn hennar ef hún kæmi ekki heim aftur. Ég hef það fyrir reglu að heimsækja ekki skjólstæðingana mína eftir að þeir eru komnir af mínum höndum, á sjúkrahús eða öldrunarheimili. Það er of erfitt og tekur rosalega af mér. Ég veit að þetta er púra sjálfselska og eigingirni en það verður bara að hafa það, ég verð líka að hugsa um að eiga eitthvað eftir handa mér og mínum. Reynslan hefur kennt mér að ég verð að skilja vinnuna eftir í vinnunni, það er sko ekki alltaf auðvelt, en, svo lengi lærir sem lifir...Eigið góðan dag
Bloggar | 18.7.2007 | 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 17.7.2007 | 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í öllu mínu brasi um dagana, hef ég tekið þann pól í hæðina að hafa meðferðis sem mest af því sem ég vil kalla þolinmæði. Mjög trúlega er það svo angi af minni eðlislægu leti sem hefur hjálpað mér við að stunda alla þessa þolinmæði. Nenna ekki að takast á við hlutina fyrr en nauðsynlegt er. Að vísu vinn ég ekki svoleiðis, ég þarf að drífa hlutina af þá eru þeir bara búnir og hægt að snúa sér að næsta verkefni og klára það líka og svo koll af kolli. Og þetta með að góðir hlutir gerast hægt, hefur alltaf verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér, NEMA, þegar ég er að bíða eftir einhverju eins og til dæmis að komast í sumarfríið mitt.... þá vil ég helst reka tímann áfram með látum. Handsnúa hann áfram með frekju þangað til dagurinn sem ég vil fá, er kominn. Að vísu verður ekki mjög mikil breyting á vinnuframlagi hjá mér, daginn sem sumarfríið mitt byrjar, þann dag þarf ég að hafa tilbúin 14 uppbúin rúm fyrir gesti sem verða um helgina í gistiheimilinu. En jú, sú breyting verður auðvitað, að ég þarf ekki líka að mæta í hinar vinnurnar mínar. Þetta verður sem sé alveg frááábært ! Eitt dæmi um handsnúnu frekjuna í mér er, að ég tel ekki daginn í dag með þegar ég er að telja niður, þannig að núna teljast sem sagt bara 3 dagar þangað til ég kemst í sumarfrí. Hef ég nokkuð nefnt það hér að ég er alveg að komast í sumarfrí ? Ég held ekki............ Eigið góðan og helst dásamlegan dag
Bloggar | 16.7.2007 | 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

Bloggar | 15.7.2007 | 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, nú er víst stund sannleikans upprunnin, Gunnar bloggvinur minn KLUKKAÐI mig. Hvað kemur honum til að láta sér detta svona í hug ? Eitthvað úr uppeldinu kannski, aldrei fengið að ganga í lopaleystum eða eitthvað ! Aldrei heyrt um þetta, en ekki vill maður nú vera félagsskítur.......
1. Ég er kona
2. Ég á mann
3. Ég er húðlöt í eðli mínu
4. Mér finnst leiðinlegt að borða
5. Mér finnst vatn vont
6. Mér finnst allt fallegt í sól
7. Ég er yfirleitt fremur geðgóð, nema þegar ég er geðvond
8. Ég á afmæli 3.október
Þetta var nú ekkert svo voðalega erfitt og ég KLUKKA auðvitað hann Gunnar og Birnu systir og Jóku litlu systur og Ernu systir auðvitað, leyfi henni að nota tölvuna mína, svo er það hún Hjördís Kvaran, hún sleppur ekki heldur. Ég á ekki svona marga bloggvini ! Verð líklega að fá lánað hjá öðrum. Ok hún Lilja frænka mín og Steinar Óli bróðir hennar fá líka KLUKK frá mér og Svenni bloggvinur Jenna mágs mín og þá er þetta komið. Púff... Eigið góðan dag öll
Bloggar | 14.7.2007 | 13:59 (breytt kl. 14:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar