
Bloggar | 5.8.2007 | 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)



Bloggar | 4.8.2007 | 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér finnst ekkert að ég þurfi alltaf að hafa skoðanir á öllu, þess vegna blogga ég til dæmis ekki um fréttir. En, þegar ég hef skoðun á einhverju þá fer það ekki framhjá neinum, fá sjálfsagt fleiri að heyra en vilja. Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér, hvort það geti verið að ég sé að verða eitthvað fúllynd og óþolinmóð með árunum. Ég, sem hef alltaf stært mig af því að vera jafnlynd, meira þá í átt til "glað" en "fúl" og töluvert yfir meðallagi þolinmóð. Ég læt nú orðið fara í taugarnar á mér ýmislegt, sem ég heyri fólk tala um og þótt það eigi að vera í einhverskonar gríni, þá finnst mér það ekkert alltaf fyndið. Mér finnst til dæmis ekkert fyndið þegar fólk er að tala um að "fá sér eina tælenska" eða "eina svarta" til að vinna skítverkin á heimilinu og fyrir eiginmanninn svo hann geti "hvílt" konuna sína. Mér finnst þetta svo ekki fyndið, mér finnst þetta bara ósmekklegt. Og þá langar mig oft til að hrista eitthvert smá vit inn í hausinn á viðkomandi, í einum grænum hvelli, af því að mér finnst að fullorðið fólk eigi að vera löngu búið að ala sjálft sig upp úr svona heimsku. Og það virkar ekkert á mig að fá að vita að "svona var ég nú bara alin/n upp", það er annað sýnishorn af fyrirmyndar heimaræktaðri heimsku. Þegar foreldrahúsum sleppir og við farin undan verndarvæng uppeldis mömmu og pabba, þá hljótum við að taka sjálf við hlutverkinu. Halló sko, ég fór sjálf að heiman fimmtán ára og ef ég hefði ekki tekið til við að ala mig upp sjálf, hvernig væri ég þá í dag ? Vil ekki hugsa um það ! Ég er ekki að halda því fram, að ég sé eða hafi nokkurntímann verið fyrirmyndar uppalandi fyrir hvorki sjálfa mig né aðra, en ég fæ þó prik fyrir að hafa áhuga á að reyna. Tek það fram að ég fer fram á minnsta kosti 2 prik ! Fúllynd og óþolinmóð eða bara slæmur félagsskapur ? Hvað um það, eigið góðan dag og gangið hægt um gleðinnar dyr um komandi helgi
Bloggar | 3.8.2007 | 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)

Bloggar | 2.8.2007 | 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Alveg frá því að ég man eftir mér, hefur mér og ofsalega mörgum sem þekkja mig, fundist ég vera hálf sauðaleg, utan við mig, gleymin, í öðrum heimi, bjöllungur, álfur út úr hól, annars hugar og svo framvegis. Í seinni tíð hefur mér stundum dottið í hug "kvarts"heimer og elliglöp ýmiskonar. Ég fer t.d. úr eldhúsinu, inn í stofu, til að gera eða sækja eitthvað og er búin að gleyma því þegar ég kem þangað, eftir alveg 3 metra labb skal ég segja ykkur. Þá þarf ég að fara aftur fram í eldhús og "ná í" hugsunina, það er engu líkara en hún hafi orðið eftir þar ! Ég get ekki sagt með sanni, að ég hafi nokkurn tímann haft áhyggjur af þessu, frekar gert grín af þessu af því að þetta hefur ekki skaðað neinn, getur samt verið leiðigjarnt, svona ef ég er mikið að flýta mér. En við lestur greinar á vísi.is eða á mbl.is, sem sé man ekki hvar, rann upp fyrir mér ljós í myrkrinu : ég er bara mjög eðlileg miðað við aðstæður. Ég hef greinilega fæðst með eitthvað sem kallast : Hómers-heilkennið. Hefði nú eiginlega viljað annað nafn á þetta, Hómer Simpson hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, en maður getur aldrei fengið allt. Íslensk kona, prófessor í einhverju, hefur verið að rannsaka þetta fyrirbæri og fundið út að þetta er heilkenni, ekki sauðsháttur. Hún tók sem dæmi að maður setur tannkremið á hárburstann eða fer út í bílskúr til að sækja eitthvað en man ekki hvað, þegar á staðinn er komið. Ég kynnti mér ekkert þessa rannsókn, sá bara þetta tvennt og komst að raun um, að ég er líklega ekkert mjög illa haldin af Hómers-heilkenninu. Ég hef aldrei sett tannkremið á hárburstann minn, oj bara, og ég hef aldrei farið út í bílskúr og gleymt hvað ég ætlaði að ná í. Við eigum nefnilega engan bílskúr. Eigið góðan og blessaðan dag
Bloggar | 1.8.2007 | 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 31.7.2007 | 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)


Bloggar | 29.7.2007 | 20:38 (breytt 30.7.2007 kl. 09:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

Bloggar | 27.7.2007 | 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gafst upp seint á tólfta tímanum í gærkvöldi, að bíða eftir gestum sem ætla að vera hér á gistiheimilinu í nokkrar nætur. Það var orðið dónalega seint, fyrir minn smekk, "prinsessan á bauninni syndromið" kannski. Ég er A manneskja, fer snemma á fætur, af því að mér líður betur þannig og fer þar af leiðandi frekar snemma að sofa, ekki mikið seinna en ellefu helst. Mér finnst æðislegt að geta sagst vera A manneskja í einhverju. Að vísu fékk ég alltaf A og B í öllu í skóla, þangað til í 3. bekk í Gagganum, þegar ég komst á enn eitt mótþróaskeiðið í lífi mínu og þau eru búin að vera þó nokkur í gegnum tíðina. Ég hef ekki grænan grun um, hverju ég var svo sem að mótmæla þarna, með því að hætta að nenna að líta í skólabók. Það var ekkert að mér, ég var ekki þunglynd, ég var ekki í neinu sukki og svínaríi, ekkert meira en gekk og gerðist þá og ég átti frekar auðvelt með að læra. Ég bara hætti að læra, kannski bara af einskærri leti og ómennsku. Ég sótti ekki einu sinni einkunnirnar mínar þá um vorið. En það besta/versta er, að ég hef aldrei séð eftir því, af einhverjum ástæðum. Samt hef ég farið að átta mig á, svona á efri árum, að ég sé frekar eftir einhverju sem ég hef ekki gert, frekar en því sem ég hef gert. Ein af ástæðunum fyrir því gæti verið sú, að ég rembist eins og rjúpan við staurinn við að vera sæmilega góð manneskja og ef ég geri engum neitt, minnsta kosti ekki viljandi, þá þarf ég heldur ekkert að sjá eftir því. En, ef grannt er skoðað þá er þetta í rauninni bara hreinræktuð eigingirni og sjálfselska, ÉG reyni að vera góð við aðra svo MÉR líði vel ! Úps.. ætti kannski bara að hætta þessari naflaskoðun í bili og fara að hengja.... út þvott ! Eigið góðan dag í öllu brasi hvunndagsins
Bloggar | 26.7.2007 | 07:29 (breytt kl. 07:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)



Bloggar | 25.7.2007 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar