
Bloggar | 16.8.2007 | 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sko nú erum við kominn heim til Kötu og Ninu i Gautaborg og erum hér í gódu yfirlæti á ekta sænskan máta. Flugið gekk vel og lendingin gekk vel og við leigðum okkur svo bara bílaleigubíl til að komast yfir meira af umhverfinu. Nú sitja þau hin inni í stofu yfir korti og eru að plana hvað við gerum við morgundaginn, stelpurnar voru svo æðislegar að taka sér frí í vinnunum sínum á meðan við erum hér. Dásamlegar dúllur ! Við komum aðeins til Birnu systir í gærkvöldi í Keflavík til að gá hvernig hún hefði það. Hún lifir líklega af bæði kvefið og heilsugæsluna í Kef, þóttumst geta séð það. Það var mígandi rigning hér þegar vélin lenti um hádegið en samt 20 stiga hiti. Og það er ennþá svona heitt, yndislegt að vera hérna. Eigið öll góðan dag og ég blogga líklega eitthvað á morgun líka
Bloggar | 15.8.2007 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þá er hann runninn upp, dagurinn sem ég er búinn að bíða eftir í langan tíma. Uppáhaldsferðalagið mitt, án þess þó að vera að lasta önnur ferðalög sem við höfum farið í, er að hefjast núna í kringum hádegið. Svona um það bil, þegar annað okkar er búið að pakka niður í töskurnar, laga aðeins til, henda öllu rusli, skrifa langan lista handa ráðsmanninum, taka til nokkur herbergi fyrir væntanlega gesti, fara í bankann, skella inn auglýsingu í Dagskrána, kaupa fullt af íslensku nammi handa sænsku stelpunum okkar og kokteilsósu handa Jóku litlu systir, kasta kveðju á Höfuð ættarinnar(minnar) og setjast út í bíl. Hitt okkar sér svo um að hlaða í bílinn. Við ætlum að hafa gamla sjónvarpið okkar með til öryggis, nei nei, það hellist nú úr lestinni í Borg Óttans, við vorum svo heppin að finna fyrir það gott heimili þar. Svo ætlum við að reyna að ná í skottið á Birnu systir í Keflavík í kvöld, alltaf svo fín vítamínsprauta að hitta hana. Og klukkan 7 í fyrramálið fljúgum við á vit ævintýranna í Gautaborg, enga væmni Ninna mín. Ég hef auðvitað fartölvuna með, var að fatta það áðan, seint fatta sumir en fatta þó, þá kemst ég inn á póstinn og get, ef tími vinnst til, jafnvel bloggað aðeins. Svo að við bara kannski bloggumst á sænsku næstu viku, sénsinn kann það ekki, tengdadóttirin mín hún Nina er búin að vera á íslenskunámskeiðum undanfarna vetur og talar meiri íslensku en ég sænsku. Eigið góðan dag, hvar í heiminum sem þið eruð
Bloggar | 14.8.2007 | 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Bloggar | 13.8.2007 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)

Bloggar | 12.8.2007 | 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)


Bloggar | 10.8.2007 | 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)

Bloggar | 9.8.2007 | 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)


Bloggar | 8.8.2007 | 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Morgunmaturinn minn þennan ágæta þriðjudagsmorgun, var pizzusneið, afgangur frá í gærkvöldi. Ákveðin vísbending um, að ég virðist eitthvað vera farin að átta mig á að ég er í alvöru, í sumarfríi. Þá fer mataræðið í vitleysu og ég gleymi líka oft alveg að borða. Ég má alveg við því að sleppa úr einni og einni máltíð, það er ekki það, en það er bara svo ansi óþægilegt til lengdar. Ég ætla að fara núna á eftir og kaupa mér föt, ekki af því að mig langar til þess, heldur af því að ég neyðist til þess. Uppáhaldsgallabuxurnar mínar eru sko, fyrir löngu síðan, komnar langt fram yfir síðasta söludag, mér finnst bara svo hrikalega leiðinlegt að fara af stað til að kaupa mér föt. Ég er samt kona, fékk nú eiginlega nokkurskonar fræðilega staðfestingu á því, núna í morgun. Við nefnilega keyptum okkur 40 tommu sjónvarp/flatskjá á föstudaginn. Fyrir utan að vera ofsalega flott og meira að segja fallegt og ofsalega stórt, með ofsalega fínum myndgæðum og ofsalega góðu "sándi" þá er þetta nú bara sjónvarp. Hélt ég..... þar til núna í morgunsárið, þegar yngri sonur minn sýndi mér fram á það, skýrt og skilmerkilega, að ég geri mér svo sannarlega alls enga grein fyrir alvöru málsins : "Nei sko mamma, þetta er alls ekkert bara sjónvarp, oh.... þú ert svo greinilega kvenmaður bahh..... þú skilur þetta alls ekki........" ! Hm... og hafðu það góða.... Sem sagt ég er samt svo greinilega kvenmaður, þó mér finnist leiðinlegt að kaupa mér föt. Eigið nú góðan dag, þið öll, allsstaðar
Bloggar | 7.8.2007 | 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 6.8.2007 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar