Ég er ekki að skrökva því....

... að ég hef bara ekki haft neitt til að skrifa um hérna... eiginlegaToungeNúna er ég að passa yngri sonardóttur mína Láru Rún eins árs, sem er lítill engill... sótti hana um 10 leitið, hún borðaði skyr og banana og smá afgang af kjötbúðingi frá kvöldmatnum í gær, ég lagði hana í vagninn, hún lokaði augunum... og sofnaði bara á innan við mínútu... ég er ekki einu sinni að ýkja, hvað þá skrökvaGrin

Ég sko skrökva nefnilega aldrei... en það er auðvitað haugalygiWinkÉg held ég skrökvi einhverju á hverjum einasta degi... allt árið... En það er ekki sama að skrökva og ljúga finnst mér... ég skrökva til dæmis til að láta fólki líða vel... "Jú þú ert rosa flott" (með grænar strípur í bleiku hári... ) "Jú elskan litla þetta er svooooo falleg mynd af ömmu"(eiginlega meira svona bleikt skrímsli sko... )"Já það er alveg agalega gaman að vinna hérna öll kvöld og allar helgar... " (kaupið gleður, sérstaklega eftir margar langar kvöldvaktir í röð... )WhistlingMér finnst vera munur á að skrökva og að ljúga... mér finnst ljótt að ljúga viljandi og vil ekki gera það... auk þess kemst það alltaf upp svo ég nenni ekki að vera að leggja það á mig. Pabbi minn "braut mig niður" að því leiti þegar ég var unglingur... ég var að reyna að ljúga í hann að mig vantaði peninga fyrir skólabókum... á miðjum vetri, þegar mig vantaði fyrir sígarettum...HaloHann sagði blákalt upp í opið geðið á mér að ég kynni þetta bara ekki, hefði alls enga hæfileika á þessu sviði og ætti að leggja eitthvað allt annað fyrir migCoolSvo glottum við bæði og ég bað hann um pening... fyrir sígarettum, hann lét mig oftast hafa peninga eftir það, ef ég bara reyndi ekki að ljúga í hannLoLÉg skrökva líka um jóla og afmælisgjafir og það má alveg, það er eiginlega skylda skoJoyful

Á móti kemur að mér finnst líka agalega vont þegar er logið í mig, viljandi... af ásettu ráði. Mér líður eins og sé verið að kasta í mig drullu... eins og viðkomandi láti sem ég sé eitthvað ómerkilegt fyrirbæri sem skiptir ekki máli...FrownÉg veit alveg að ég er það ekki, en mér getur sárnað að finna að ég teljist ekki meira virði en það, sérstaklega ef viðkomandi skiptir einhverju máli í lífi mínu...PinchMér finnst það barasta verulega andstyggilegt og ég gæti ekki hugsað mér að koma svo ómerkilega fram við nokkra þá manneskju sem mér er hlýtt til... og geri ekki, þegi þá frekar ef það er í boði. Það er mjög erfitt að umgangast fólk sem sér ekkert athugavert við að ljúga... ég þarf að geta treyst fólki sem ég umgengst, en það getur reynst þrautin þyngri þegar ég veit aldrei hvort það er að ljúga eða segja satt... og þegar það veit það kannski ekkert endilega sjálft heldur...Devil

En... hér er búið að vera gestkvæmt í dag, yndislegt fólk af öllum stærðum og gerðum... fólk sem gefur lífi mínu gildi... og það er sko engin lygi !!! GrinInLoveHeart


Sól um sól.... :-)

Hér er sól dag eftir dag... lesist: alveg tvo daga í röð... og það er yndislegtInLoveStóri sólpallurinn er tilbúinn... búið að smíða allt sem hægt var að smíða, bera á hann líka og komin blóm út um alltJoyfulÉg er bara með blóm í döllum en engin blómabeð, er ekki svo dugleg... gamall vani líka frá því að ég vann myrkranna á milli og fannst ég ekki hafa tíma í svoleiðis... ef ég er með eitthvað þannig vil ég geta sinnt því almennilega og ef ég get það ekki þá sleppi ég því frekar... nú orðið bara nenni ég því ekki... einfalt málToungeEr samt með eitt runnabeð, meðfram gangstéttinni út við götuna og það var orðið þannig um daginn að annaðhvort varð ég að fara og reyta úr því eða hreinlega setja það í umhverfismat... GrinEn ég tók mig til og hreinsaði það og er að fara í það aftur núna á eftir. Fór svo og keypti hitamæli um helgina og pallurinn er svo skjólgóður að það var 35 stiga hiti þar í gær og fyrradag... eiginlega klikkun, en alveg yndisleg klikkunLoL

Búin að taka margar ákvarðanir um sjálfa mig og mitt líf undanfarið... sumar góðar, aðrar sjálfsagt ekki eins góðar en það kemur þá bara í ljós... eiginlega skilorð í gangi skoWinkAlveg komin með það á hreint að sumt fólk er einfaldlega fíbbl... og ég get ekkert gert við því, hætti bara að umgangast það... mín vegna...CoolOg er líka alveg hætt að þykjast nokkuð með það... enda er það ekki góð rússneska og fer illa með mig og það má auðvitað ekkiSmile Í alvöru talað... ef ég þarf ekki að umgangast fólk sem mér líkar ekki við, þá geri ég það bara ekki og ekkert meira með þaðJoyful 

Annars ferlega góð inn í fínan dag og stutta vinnuviku og búin að sjá að það er alveg hægt að venjast því að vera í helgarfríi margar helgar í röðGrinStefnir í þriðju fríhelgina í röð, en svo er ég að vinna 17. júní og líka helgina þar á eftir... en það er allt í lagiCoolSumarfríið mitt er í styttra lagi þetta sumarið, kom í ljós að ég hafði fengið allt of langt frí í fyrra... en ég hef barasta alls engar áhyggjur af því... raða vöktunum þannig að ég fæ fleiri þriggja daga helgarfrí og tek svo viku og viku í einu af og til í sumar og haustSmile  

Hætti núna og fer út í sólina... að hreinsa runnabeð ! Eigið góða daga... við skjáumst þegar ég dett hérna inn næst...WinkHeart

Ekki alveg hætt... set inn myndir á eftir...Tounge


Það er mikið rætt og ritað um undanfarið...

... hvort samkynhneigðir eigi að fá að gifta sig í kirkju eða bara alls ekki... Vitiði... ég skil ekki að það skuli þurfa að ræða það eitthvað sérstaklega...WounderingEkki það að ég sé svo biblíufróð og endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en er ekki einhversstaðar skrifað í þeirri ágætu bók Biblíunni að allir séu jafnir fyrir Guði ? Og hvað þýðir það ? Að ALLIR séu jafnir fyrir Guði, að hann líti með sömu velþóknun á allt fólk... eða er ég kannski bara að misskilja þetta svona hrapalega ? Segjum sem svo að ég sé nú ekki að misskilja þetta og það standi þar að ALLIR séu nú jafnir fyrir hans hátign... af hverju er þá fullt af fáránlega fáfróðu fordómafullu fólki að reyna að mótmæla hans ákvörðun ? Hm... svarar sér eiginlega sjálft eða er það ekki... það er auðvitað vegna þess að það er fáránlega fáfrótt og fordómafullt........... Grin

Að líta á hjónaband sem einhverskonar "kassa" utan um bara karl og konu, þar sem þau eiga eingöngu að búa til börn og stofna heimili er löngu orðið úrelt... það úrelti sig sjálfkrafa fyrir svo ofsalega löngu síðan...WinkEf ég skyldi nú einhvertímann gifta mig þá væri það svo sannarlega alls ekki til þess að fara að búa til börn... ég er nefnilega löngu komin úr barneign og mætti ég þá nokkuð gifta mig, af því að ég ætla sko ekkert að fara að búa til börn ?W00tEr fólk bara að gifta sig til þess að fara að búa til börn ? Er það eitthvað skilyrði að fólk búi til börn þegar það er búið að gifta sig ? Það er alltaf hægt að búa til börn, með eða án giftingar sko... og það vita nú allirTounge

Er fólk ekki að fatta alveg þetta með samkynhneigðina ? Samkynhneigt fólk er fólk... eins og ég og eins og þú... fólk sem finnur sér lífsförunaut sem það elskar og vill eyða lífinu með og gifta sig og eignast börn með... kannski ekkert endilega í þeirri röð, ekkert frekar en við "hin gagnkynhneigðu" skoWhistling Mér finnst þetta sára einfalt og hefur alltaf fundist það, ég sé ekki að neinum komi við hvað ég geri undir sænginni minni og ég get svo svarið það, að mér er alveg nákvæmlega sama hvað annað fólk gerir undir sænginni sinni... málið dauttGetLostOg ef Jón og Jón eða Gunna og Gunna, hafa einhvern áhuga á að gifta sig í kirkju bara svona rétt eins og Jón og Gunna, þá meiga þau bara gera það, öllum öðrum algerlega að meinalausu ! Hvað gæti mögulega gerst ? Farið að gjósa ? Neibb... gýs hvort sem er... Mundu öll hjónabönd gagnkynhneigðra fara fjandans til ? Neibb þau gera það hjálparlaust nú þegar... CoolÉg hef ekki hugmyndaflug í að láta mér detta í hug hvað gæti mögulega gerst við það... kannski er það bara vegna þess að það mundi ekkert gerast nema það að samkynhneigt fólk mundu gifta sig í kirkju bara eins og allir aðrir sem hafa áhuga á því að gifta sig í kirkju... púnktur og bastaWinkSkil ekki hvernig fólk nennir að vera að gera mál úr engu... frekar að fá sér sitt eigið líf og hugsa um það og láta aðra í friði... lifa sínu eigin lífi en ekki annarra... Og það er ráðleggingin inn í daginn, vikuna, mánuðinn, árið og öldina...SmileHeart

 


Hæ :-)

Langt síðan ég hef komið inn hérna ! Enda enginn tími til að hanga í tölvu og líka svo mikið og margt að gerast að ég hef ekki undan að skrifa það allt... þarf að hafa mig alla við að njóta þess baraGrin  Vorið er komið, vinnan mín er skemmtileg þó það sé mikið að gera á köflum og einkalífið blómstrar sem aldrei fyrrWhistlingÍ fyrsta skipti í ég veit ekki hvað mörg ár er ég í 3 daga helgarfríi um Hvítasunnuhelgina... frábært ! Tengdadóttir mín er með litlurnar mínar úti í Sviss þessa dagana, þær fóru á laugardaginn og verða í tvær vikur úti að hitta oma og opa og alla móðurfjölskylduna sínaJoyful  Auðvitað sakna ég þeirra en ég er sko heppni aðilinn í þessum barnabarnabisness... sonur minn og tengdadóttir kusu að búa á Íslandi en ekki í Sviss... það var ekkert sjálfgefiðInLove

Við erum á fullu að klára sólpallinn okkar stóra... erum búin að tvöfalda veggina og byrjuð að setja flétturnar uppá efst og eitt ljósið af þremur komið á sinn staðSmileAð vísu er gamli meira í þessu þessa vikuna af því að ég er að vinna á kvöldin... fer að vinna rétt áður en hann kemur heimToungeAnnars er engin regla á þessum vöktum hjá mér núorðið, fluttist á milli skjólstæðinga um daginn... minn "aðal" flutti á dvalarheimili og þar með var ekkert meira með mig að gera hjá honum. En það er nóg eftirspurn eftir þjónustu okkar svo ég hef nóg að gera, ég gegni hinu virðulega starfsheiti Þeytipíka í sumarLoLEr í aðlögun á öllum þjónustustöðvunum í bænum og utanbæjar líka, svo það verði hægt að senda mig hvert sem er hvenær sem er í afleysingar ! Það er svolítið erfitt stundum en samt alveg hrikalega gamanGrin

Fór af stað um daginn og ætlaði að kaupa mér hjól, en hætti við... kaupi mér ekki hjól á 40-60 þúsund... og eina notaða hjólið kostaði 20 og leit ekki út eins og neitt sem ég gat hugsað mér að ferðast um á.... En ég gefst ekkert upp, gefst aldrei upp sko... Wink

Eigið góða daga elskurnar.... skjáumst næst þegar ég hendist hingað innSmileHeart


Það er komið vor.... eða... er það ekki ? :-)

... og ég gef mér einfaldlega ekki tíma til að hanga í tölvu... hangi allsstaðar annarsstaðar...ToungeTil dæmis úti undir beru lofti... og í vinnunni... ég er í aðlögun eins og litlu börnin á leikskólanum og það er gamanGrinEkkert í nýrri vinnu samt... en allt annað nýtt, nýir skjólstæðingar og ný og mismunandi verkefni hjá hverjum og einum...  allskonar vaktir á öllum tímum... ekki á nóttunni samt, en á bilinu frá 8 á morgnana til 23 á kvöldin bæði virka daga og helgar og mér líkar það vel. Svo skemmir ekki heldur að það virðist vera komið vor... svolítið varkár í yfirlýsingunum samt... ég vissi svo sem að það mundi koma einhvertímann... var bara ekki alveg með á hreinu hvenær... en akkúrat núna er bara virkilega góður tími skoWinkFæ víst ekki alveg eins mikið sumarfrí og ég hélt, af því að þó ég hafi ekki verið að skipta um vinnu þá var ég að flytjast á milli deilda og byrjaði upp á nýtt að safna dögum, en það gerir ekkert til... Það koma alltaf 2 og 3 dagar inn á milli vaktatarna og það dugar alveg... mér finnst líka gott að vinna þannig, stutt og laggott og missi ekki sambandið við nýju skjólstæðingana mína sem ég mundi gera ef ég tæki 6 vikna sumarfrí á einu brettiJoyfulFæ samt alveg sumarfrí sko... svona inn á milliLoLLæt þessu lokið í bili og fer í sturtu og svo út að hjóla og í eina heimsókn...Kissing

Hafið það gott, betra, best og farið vel með ykkur, það gerir það enginn annar...SmileHeart


Slúðurgenið..........

Fólk hefur auðvitað hin ýmsustu áhugamál og ekkert nema gott um það að segja...WounderingVonandi ekki mjög stór hópur en líklega samt alltaf of stór, hefur áhugamál sem mér mislíkar og mun aldrei taka upp... það er slúður...FrownJú það er líka hægt að hafa það fyrir áhugamál.... þá er sko allt "fréttir" og þá meina ég allt og þær sko sagðar allsstaðar, öllum, hvort sem fólk vill heyra eða ekki...PinchOg það virðist ekkert endilega skipta máli hvert innihaldið er... og hvort það er satt eða ekki... hvort það snertir viðkvæmustu einkamál annars fólks eða bara eitthvað sem þetta lið ímyndar sér, býr til og dreifir svo... mér dettur alltaf í hug skítadreifarinn í sveitinni... en djö... sjálfur hafi það, hann gerir þó gagnDevilBörn eru alin upp við þetta og eins og börn eru þá apa þau eftir og ég þekki einn ungan dreng sem er allt of andsk... áhugasamur um þetta áhugamál... og því miður verð ég að segja, bara mjög efnilegur...CryingHann hefur sagt mér hverja söguna af annarri sem hann hefur heyrt heima hjá sér... oftar en ekki ruglað saman fleiri en einni sögu blessaður og farið rangt með staðreyndir, enda er hann líka bara barn og fólk á að passa sig hvað það lætur út úr sér þegar börnin heyra... ShockingOg þó ég hafi reynt að stoppa hann af þá hefur það enga þýðingu... þetta er almennt áhugamál heima hjá honum og ekki svo létt fyrir utan að komandi að breyta því... GetLostÞó að fyrirsögnin sé Slúðurgenið þá held ég samt ekkert að fólk hafi þetta í genunum... þetta er eitthvað sem allt of margir venja sig á og alast upp við líka og er bara ljótt, ómerkilegt og oft á tíðum hreinlega hættulegt áhugamál...  hið ágæta orð mannorðsmorðingjar var búið til um fólk með þetta áhugamál...DevilOg svo er þetta háheilagt lið sem ekkert má fréttast um og ætti miklu frekar að halda sig bara algjörlega við sitt eigið líf... jafnvel fá sér eðlilegt líf... og reyna að gera það gott, heilbrigt og innihaldsríkara en bara með slúðrið innanborðs...AngryEitt af baráttumálum dagsins ? Já, því ekki... Wink

Slúðrinu lokið... í biliTounge

Hafið það gott betra og best inní 1. maí 2010...Smile Já... auðvitað þú líkaGrinHeart


... hvað verður það næst :-)))

Þegar ég er búin að vinna á kvöldin þarf ég að fara í aðstöðuna okkar og skila lyklum, hljómar nú ekkert mjög flókið... á bíllyklakippunni minni er ég meðal annars með 2 lykla að þessu húsnæði annan að ytri hurð, hinn að innri hurðum en á kippunni sem ég skila eru engir lyklar að þessari aðstöðu, bara að íbúðum skjólstæðinga. Eins og lög gera ráð fyrir fór ég þangað í gærkvöldi opnaði   allar hurðirnar, slökkti á öryggiskerfinu, fann lykilinn að skápnum opnaði hann, setti lyklakippuna í þar til gerðan dall, læsti skápnum, endurræsti kerfið fór út og skellti í lás á eftir mér... Allt eins og venjulega og í fullkomnum rólegheitum, enda konan afburða afslöppuð núorðið... greinilega aðeins of afslöppuð samt vegna þess að það var bíllyklakippan sem ég læsti svo kyrfilega inniW00t Jæja af gömlum og góðum vana hugsa ég í lausnum en ekki vandamálum, svo ég ákvað að hringja í eina dúlluna sem vinnur með mér og skutlast bara og fá hennar lykla......Sideways Neinei... rólegan hamagang stúlka mín... bíllyklar... læstir inni bak við 2 hurðir og eitt öryggiskerfi... hringir það einhverjum bjöllum ?LoLLausnin varð auðvitað sú að hringja í dúlluna jú, en fá hana til að koma og opna fyrir mér svo ég gæti náð bíllyklunum mínum... svo ég gæti þá farið til hennar og fengið lykla.... Múnkhásen... veit að nafnið hans er ekki rétt skrifaðToungeHún hoppað ekkert hátt af hissu sko, sagðist sjálf hafa gert þetta... það var nú svolítill léttir, verð að segja þaðWinkMér tókst að finna bílinn... kannski af því að hann var eini bíllinn þarna á planinu... og aka heim... án fleiri afrekaWhistlingEf ég á að hafa góða yfirsýn yfir allt sem ég þarf að gera, muna alla skapaða hluti og hafa allt á hreinu þá þarf ég helst að vera stressuð.... sem ég er bara alls ekki lengur... svo þá er bara að bíða eftir því hvað gerist næst og ég skal alveg leyfa ykkur að fylgjast meðGrin

Farið vel með ykkur elskurnar mínar og látið ykkur líða vel, það ætla ég líka að geraGrinHeart


Smá grobb....

... í myndaalbúminu mínuTounge Var að setja inn nýjustu myndirnar af ömmudúllunum mínumInLove

Já... ég held það barasta.... :-)

Alveg kominn tími til að skrifa eitthvað hérna... hef svo sem ekkert glænýtt eða sérlega merkilegt að skrifa um...JoyfulJa, nema það að mér líður betur núna en mér hefur liðið í nokkur ár... mér finnst lífið virkilega farið að bjóða mér upp á svo margt spennandi og gleðilegt sem ég hélt að væri ekki til staðar lengur...WounderingEn auðvitað var það alltaf til staðar, það var bara ég sem var hætt að koma auga á það út af svo mörgu sem ég lét byrgja mér sýn og er bara ekkert skemmtilegt að hugsa um... hvað þá skrifa umToungeEnda ég þeim kostum gædd að eiga auðvelt með að gleyma... víst getur það verið kostur... þá er ég ekkert að velta mér upp úr einhverjum gömlum leiðindum sem gera ekkert annað en að spilla fyrir mér í núinu og mjög trúlega líka í framtíðinni þá... af því að núið er hjá mér á hverjum degi, mínútu, sekúndu... það sem ég á eftir ólifað.... jafnóðumGrinOg mér finnst svo hrikalegt að spilla því endalaust með einhverjum "uppúrveltingum" og svoleiðis vitleysum... ShockingEnda miklu auðveldara og að sjálfsögðu á allan hátt skemmtilegra að muna það sem var gott og var vel gert... og mér líður líka miklu betur með þvíWinkÆtla ekkert að fara að taka með mér einhvern farangur inn í framtíðina sem bara dregur mig niður... er of fyrirferðarmikill og einfaldlega fyrir mér í því sem mig langar að gera, sem er að hafa gaman af lífinu og líða vel... nei takkGetLostEn ég ætla nú samt helst ekki að láta mér líða vel á annarra kostnað... en aðrir mega alveg vera með á minn kostnaðLoL

Ég er eiginlega á fullu að plana sumarfríið mitt... það er í júlí sem er alveg að koma bara... næstum því...WhistlingHeld helst að ég verði ekki mikið heima... þarf eiginlega að fara út um allt land og hálendið líka sko.... og hitta svo ótalmargt fólk sem mig er búið að langa lengi til að heimsækja, en ekki getað... af því að ég leyfði mér að láta utanaðkomandi aðstæður takmarka mig, sem er slæmt... og algerlega óþarft, í mínu tilviki allavegaGrinÉg ætla að hitta ættingja og vini og bloggvini og kannski líka framtíðarvini... allt til í því auðvitaðKissing

En núna ætla ég að láta þessu lokið í þetta skipti og óska ykkur alls góðs inn í næstu daga, alveg þangað til ég kem hér inn næstSmileHeart


ღƸ̵̡Ӝ̵̨̄Ʒღ♥Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn♥ღƸ̵̡Ӝ̵̨̄Ʒღ

Vona bara að hann fari að klárast... ég er búin að bíða eftir vorinu í nánast allan veturGrinÞegar það er orðið svona bjart fram á kvöld og löngu bjart meira að segja þegar ég æði á lappir á morgnana þá finnst mér vorið vera komið... en veturinn og ég erum aldrei sammála...WinkMér finnst dónalegt að hanga í heimsókn einhversstaðar þegar gestgjafinn er löngu orðinn leiður á manni, en það er til dæmis þar sem okkur greinir á vetrinum og mér...ToungeHonum er alveg sama þó hann sé að misnota gestrisnina og fer þegar honum sýnist og ekki degi fyrr... og það er barasta ekkert sem ég get gert við því, nema nöldrað pínulítið...LoL

Eigið góðan dag elskurnar... já og þú líkaSmileHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband