Skrifa ekkert um stjórnmál í dag... aldrei þessu vant... eða svoleiðisEnda nógir um það og það er vel... en það þarf líka einhver að skrifa um hvernig vorinu gengur að mæta á svæðið... og hvort sólin er of upptekin einhverstaðar allt annarsstaðar til að sýna sig hér á mínu svæðiOg líka þarf einhvern til að tjá sig um það hvernig mér og mínum líður og koma því svo til skila að ég vona að ykkur öllum líði sem allra best... það er svo margs að gæta sko
Fékk skondið símtal frá ritara Dr. Heila í stórborginni okkar... Ritarinn sagði mér að Dr. langaði að hitta mig á miðvikudaginn, 30. mars klukkan 13.20... hvort ég gæti skroppið þá ? Hm... já já, ef það verður flogið frá Akureyri þann dag, svaraði dreifbýlisbarnið. "Nú, ertu þar núna"? spurði ritarinn... Ég:"Eh... já væna mín, ég nefnilega bý þar" ! Hún er líklega bara með kennitöluna mína og svo gemsanúmerið á skrá hjá sér... og veit þá ekki betur en ég geti bara stokkið upp í strætó rétt sí svona og mætt bara af því að Dr. Heila "langar" svo að hitta migJæja... minn strætó er með vængi, það þarf að panta far með fyrirvara, hann fer ekkert ef það er vont veður og það kostar líka slatta að fá far með honum...En dreifbýlisbarnið ætlar samt að skreppa í borgina í fyrramálið og hitta Dr. Heila... af því að hann "langar" svo til þess...
Það er svo helst að frétta af vorinu og sólinni, að þau eru upptekin einhversstaðar annarsstaðar en hér á mínu svæði... svona í bili, en það stendur til bóta... og vonandi þá fyrir haustið
Ferlega góð inn í fínan þriðjudag og vona að þið séuð það líka
Farin til tannsa, bless í bili
Bloggar | 29.3.2011 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
... að vorið sé bara rétt handan við hoddnið
Sólin skín og hún er komin það hátt að hún hlýjar mér... og snjónum á pallinum mínum líkaÉg hjálpa henni nú að vísu aðeins í snjódæminu sko... með skóflunni
Allt fínt hér, er komin svo langt í vaktaplaninu mínu að ég er farin að setja inn sumarfríið mitt... hreint út sagt dásamlega, yndislega, dýrðleg tilfinningVinnan mín er skemmtileg, en ég þarf samt að fá frí stundum... og skjólstæðingarnir þurfa líka að fá frí frá mér... það verður bara ennþá skemmtilegra þegar ég byrja aftur...
Setti inn nýjustu myndirnar af yngstu ömmubörnunum mínum, Lindu Björgu(6 ára í sept)og Láru Rún(2 ára í maí) þær eiga svo von á litlu systkini í júlí...Ég spurði Lindu hvort hana langaði meira í bróður eða systur, henni er sama svo sem... en: "Amma, pabbi vill ábyggilega fá strák núna... já af því hann á svo rosalega margar stelpur sko.... mig og þig og mömmu og Láru"
Hafið það dásamlegt... ég er farin út í góða veðrið
Bloggar | 26.3.2011 | 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
... sit í besta yfirlæti með kaffibolla og hæfilegan skammt af letilegu kæruleysi við tölvuna og það er ennþá fyrir hádegi og ég er ekki í vinnunni... helgarfrí núna...Smá sólarglæta úti, frekar hlýtt og sér í bláan himinn hér og þar... yndislegt
Í janúar var stóri sólpallurinn okkar fullur af snjó og ég er ekkert að ýkja núna, þarf þess ekki... en núna eru bara eftir örlitlir snjóblettir og þeir eru þarna ennþá bara af því að ég nenni ekki að moka þeim eitthvað í burtu...
Búin að vera að vinna frekar mikið á nýja árinu... enda flensurnar á fullu að skella fólki í bælið út um allar trissur...Og þegar einhver veikist í vinnunni hjá mér þá sjáum við hin auðvitað um að manna vaktirnar á meðan...Ekki endalaust hægt að ráða afleysingafólk, vegna þess að oftast eru nú allir frískir og þá væri ekki hægt að finna verkefni handa öllum... og það er ekki í boði í kreppu skal ég segja ykkur og heldur ekki góð aðferð við að reka fyrirtæki
Farin að sjá sumarfríið mitt í hillingum... ekki nema svona um það bil 4 mánuðir í það... en það er alltaf gaman að hlakka til
Vona þið hafið það gott... alveg þangað til við skjáumst næst
Bloggar | 12.2.2011 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um leið og ég þakka ykkur fyrir allt gaman og gott á gamla árinu, vona ég að nýja árið færi ykkur allt sem þið vonist eftir og helst bara eitthvað ennþá meira og miklu betra
Ég er hérna ein... vakandi á ókristilegum tíma... og líður vel... hefur alltaf fundist gott að vera með sjálfri mér... finnst ég ekkert svo rosalega leiðinleg sko...
Gamla árið reyndist mér vel í sumu... ekki í öðru... Það eru alltaf einhver verkefni til að takast á við, sum auðveld önnur erfiðari... sum leiðinlegri, önnur skemmtilegri...
Ég er mjög mikil spákona... sérstaklega þegar ný ár eiga í hlutTreystið mér þegar ég segi ykkur að nýja árið kemur til með að færa ykkur gleði... sorgir... ánægju... vonbrigði... skuldir... gróða... og vonandi ást og frið og allt annað sem öll hin árin hafa fært ykkur... og þið öll lifað þau afGeri fastlega ráð fyrir að nýja árið komi til með að færa mér þetta allt líka... og ég komi líka til með að lifa það af
Hætt þessu bulli... spái því að ég komi til með að bulla miklu meira á árinu 2011
Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar allar
Bloggar | 1.1.2011 | 02:41 (breytt kl. 02:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Jæja... ertu búin að ÖLLU fyrir jólin... ? Uppáhaldsjólaspurningin mín af því að uppáhaldssvarið mitt fær fólk til að sýna allskonar viðbrögðMargir glotta... líklega af því að þeir þekkja mig, sumir verða vandræðalegir... halda líklega að ég sé að fíflast, margir segja mig einfaldlega ljúga... hafa þá sínar hugmyndir um þetta ALLT, en flestir samgleðjast mér nú baraUppáhaldssvarið mitt við uppáhaldsjólaspurningunni er: "Jahérna jájá.... fyrir löngu síðan auðvitað"Auðvitað er ég búin að gera allt sem ég geri... kannski ekki allt sem ég ætlaði að gera og ekki allt sem mig langaði að gera... þegar jólin ganga í garð... en jólin koma samt, sem betur fer
Ferlega góð inn í fínan föstudag, komin í þriggja daga helgarfrí... mjög ánægð með það, enda búin að vera að vinna af mér rassg... eins og ein samstarfskonan mín orðaði það svo fallega
Var algerlega óvænt kosin trúnaðarmaður á vinnustaðnum mínum um daginn...Það snaggaðist nú smá í mér þegar mér var sagt frá því... dj... andsk... er liðinu illa við mig eða eitthvað... hvað dettur þeim næst í hug ???Mig vantar sko alls ekki meiri vinnu... og eitthvað fleira svona lítið og sættEn eins og flugeldur á Gamlárskvöld dó þessi skætingur strax, bæði af því að svoleiðis er ég, get reiðst af og til en það endist ekki neitt og vegna þess að mér var bent á að hugsa út í af hverju ég hefði kosið þann sem ég merkti við... ? Hm... ha... sko, jú ég kaus eina samstarfskonu mína af því að mér líkar vel við hana, ég treysti henni og veit að hún mundi valda þessu og gera eins vel og hún gæti... "Já góða, þess vegna kusum við þig líka" var svarið sem ég fékk... útrætt mál
Hlakka til jólanna eins og alltaf... er í lengsta jólafríi sem ég hef haft í mörg ár... 4 dagar takk og það meira að segja 4 samliggjandi dagar
Hef ekkert meira að segja í bili nema: Hafið það sem allra best elskurnar mínar allar og við skjáumst ábyggilega hérna aftur fyrir jólin... vona ég
Bloggar | 17.12.2010 | 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
... þá settist ég upp í flugvél, í fyrradag... ferðinni var heitið til borgarinnar í læknisheimsóknir. Alveg jafn spennandi og það hljómar sko...Nei nei ekkert svo slæmt enda fékk ég að fljúga sem mér finnst yndislegasti og eðlilegasti ferðamáti sem ég þekki...
Ég heyri ekki nógu vel með vinstra eyra svo ég fór til Háls-nef og eyrnalæknis í ágúst. Hann sendi mig í segulómmyndatöku og hringdi svo í mig þegar hann var búinn að skoða myndina. Hann hafði fundið eitthvað í höfðinu á mér... "Já... ég vissi nú að ég væri með eitthvað í höfðinu sko" Honum fannst ég ekkert fyndin... Nei, hann fann æxli sem er að skemma heyrnartaugina, mjög sjaldgæft og fágætt og sem hann hafði bara séð einu sinni áður... En það er hægt að fjarlægja það með aðgerð eða geislun... í Svíþjóð ! Honum fannst ég heldur ekkert fyndin þegar ég sagði að það væri nú svo sem auðvitað að ég hefði þurft að ná mér í eitthvað sem er svo sjaldgæft og fágætt að það er bara einhver einn læknir í útlöndum sem getur lagað það... hvort þessi læknir væri ekki örugglega enn á lífi ?
Þessi ferð var í raun alger óþarfi... Fór fyrst í Heyrnar og talmeinastöðina, sem hefði getað beðið þangað til þau koma norður næst, sem þau gera alltaf annað slagið. Þau hefðu svo getað sent niðurstöðuna til heilaskurðlæknisins sem ég fór til eftir hádegið... jafnvel í tölvupósti bara, það kostar lítið sem ekkert... hann þurfti bara að fá að vita hvernig ég kæmi út í talgreiningu...
Doktor Heili hefði svo bara getað hringt í mig... við skoðuðum að vísu segulómmynd sem var tekin í ágúst og hann sýndi mér hvar meinið er og hvað er hægt að gera og hvað ekki... ég hefði alveg eins getað skoðað þessa mynd hér heima, hún var tekin hér... Hefði líka getað sagt honum í síma að ég vildi ekki fara í aðgerð sem gæti orðið til þess að ég lamaðist vinstra megin í andlitinu, var sko löngu búin að ákveða þaðHann sagðist vilja fá aðra mynd og það ætti að taka hana í febrúar og þá ætti ég líka að fara í heyrnarmælingu... hvort ég gæti ekki komið þá ? Ég sagði nei... það væri of dýrt, bæði fyrir mig og Tryggingastofnun, auk þess sem við ættum svona tæki fyrir norðan sko... og kynnum meira að segja að nota þau... Hann horfði svolítið hissa á þessa ótrúlega nísku, hrokafullu sveitakerlingu og það hummaði bara eitthvað í honum
Sko Tryggingastofnun borgar fyrir mig flugið... 25 þúsund kall, fyrir dútl sem hefði auðveldlega verið hægt að framkvæma fyrir brotabrot af þeirri upphæð, bara með smáskipulagningu. Hvað skyldu vera farnar margar svona tilgangslausar ferðir á hverju ári ? Þarna væri til dæmis hægt að spara helling... held bara að liðið nenni einfaldlega ekki að hugsa um það, fyrst það er ekki að borga þetta beint úr eigin vasa...
Mér leiddist samt ekkert, það var sól og yndislegt veður... og ég var með góða bók með mér... þetta var nú líka ekki langur tími... lenti í Reykjavík rúmlega 9 um morguninn og fór aftur heim með kaffivélinni
"Aldrei fór ég suður..." hvað.... ?
Annars bara góðEigið dásamlega daga elskurnar, þangað til næst...
Bloggar | 12.11.2010 | 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Var að lesa frétt um fjölskylduhjálpina í borginni... þar er búið að opna aftur eftir sumarfrí !!! Ég er svo heimsk að ég hélt að þarna væri fólk að vinna sjálfboðavinnu... og þá hlypu aðrir sjálfboðaliðar í skarðið ef einhver gæti ekki sinnt þessu... Er fólk á kaupi þarna og fer í lögboðin sumarfrí ? Er þá ekki hægt að fá afleysingafólk ? Fer maginn í svöngu fólki á öllum aldri í sumarfrí líka svona einn mánuð ári... ? Nei reyndar ekkiÞað var komin löng biðröð þar fyrir utan í morgun... löngu fyrir opnun...
Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða í röðum eftir því að fá gefins mat... og hinar og þessar nauðsynjar. Svo bendir hver á annan... nei það er ekki í verkahring sveitarfélaganna að gera neitt í þessu, það eru allir hinir sem eiga að gera eitthvað í þessu... allir hinir svara nákvæmlega eins Svo koma hálaunahimpigimpin sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af máltíðum morgundagsins, í röðum og segja að það verði að gera eitthvað í þessu, svona plástrar eins og fjölskylduhjálpin sé engin langtímalausn... Það er auðvitað alveg rétt, þetta er engin langtímalausn en svangt fólk með svöng börn bíður ekki eftir langtímalausnum, það drepst nefnilega úr hungri á meðan hálfvitarnir ykkar...
Ok, ætla ekkert að rífast meira... má ekki vera að því, ég er nefnilega svo lánssöm að hafa vinnu og verð því líklega að mæta í hana
Sjáumst seinna
Bloggar | 20.9.2010 | 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
... er alltaf á leiðinni eitthvert... kemst svo sjaldan á leiðarenda... líklega af því að ég kem mér ekki af stað...Leti, leti og leti er eiginlega það sem hrjáir mig þessa dagana... annars ferlega góð Búin að fá að vita að ég er með eitthvað í höfðinu...Fór alltaf af og til í rannsóknir á árum áður af því að ég er með eitthvað sem læknirinn minn vildi ekki meina að væri mígreni... af því að það dugðu engar mígrenitöbblur á þaðKannski hefði það gert líf hans meira spennandi að finna þetta æxli í hausnum á mér sem hann var alltaf að leita að.... nei djókHann fann aldrei neitt svoleiðis og ég fór alltaf út frá honum með vottorð um að ég væri alls ekki með neitt í höfðinu... undir öðrum kringumstæðum hefði kvenremban ég alls ekki tekið svoleiðis ummælum velÉg fór núna um daginn í segulómtækið og hausinn á mér var enn til skoðunar... fór svo sem ekkert illa um mig þennan klukkutíma nema fyrir tvennt, ég var með nál í handleggnum og það var vont og þurfti svo að hlusta á Rás 2 (fyrir hádegi) og það var verra...Jæja, doksi hringdi svo og sagði mér að ég væri með einhverja hnúta á heyrnartauginni vinstra megin og þeir þrengja að þannig að ég heyri ekki nógu vel og ef þeir eru ekki fjarlægðir endar það með að ég missi heyrnina alveg á vinstra eyra. Ég:Hm... jæja góði og hvað á að gera í því ? Dr: Ja sko það er mjög stór aðgerð ef á að fjarlægja þetta þannig... en í Svíþjóð er þetta fjarlægt með geislum, hafa víst stundað það í einhverja áratugi þar. Ég:Nú, er þetta ekki líka gert hérna ? Dr:Neineineineinei... þú verður að athuga það að þetta er mjög svo sjaldgæft... Ég:Nú já já, þá auðvitað líður mér miklu betur, það er að sjálfsögðu miklu flottara að hafa eitthvað sem er svo sjaldgæft að það er bara einn læknir í útlöndum sem kann að taka það... og hann er vonandi á lífi ennþá... ?Dr. fannst ég ekkert fyndin held ég og sagði mér frá ungum lækni sem hafði unnið við þetta í Svíaríki og hefði flutt heim fyrir einhverjum árum og byggi núna í Borg óttansHann ætlar að hafa sambandi við þennan heimflutta fræðing í heyrnartaugahnútageislun og vonandi verður það fljótlega... helst á meðan ég get ennþá heyrt með sæmilegu móti hvað hann segir í símannEn svo má nú líka alltaf senda mér bara póst.....
Gaman að bulla hérna, óska ykkur alls góðs inn í dagana og við skjáumst... næst
Bloggar | 19.8.2010 | 08:33 (breytt kl. 08:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
... öll brosin sem ég hef aldrei fengið... allir karlmennirnir sem ég hef aldrei... já eða neinei, látum það nú liggja milli hlutaVeit ekki af hverju ég var að söngla þetta í allan morgun, kannski bara komin með rugluna ! Það væri þá bara eftir öðru
Búin að fara í ferðalag sumarsins, það var fínt... og mér tókst að sjá ýmislegt sem ég hafði ekki séð áðurFórum suður Kjöl... sem ég hef gert áður... meira sá ég nú ekki af hálendinu en ég laga það bara sjálf... seinnaBrjálað gott veður allan tímann... og stundum of gott eiginlega
Ég hætti að reykja um jólin síðustu... sem eru ofsalega góðar en um leið ofsalega gamlar fréttir, en... Á meðan ég reykti var ég mjög lyktnæm, en það hefur snarversnað sótúspík og núna er það beinlínis orðið til vandræða...Ég finn alla og ég meina ALLA lykt... á löngu færi, ég er ekki að ýkja mjög mikið þegar ég segist finna svitalyktina af manninum hinum megin í Bónus... og mér finnst svitalykt mjög óþægileg lykt...Ég virkilega reyndi að vera á balli eina helgina hérna um daginn... það var mjög heitt bæði úti og inni og maður lifandi... ég hélt ég mundi kafna... svo til að bjarga lífi mínu og líklega geðheilsunni líka og vegna þess að það fer mér ekki nógu vel að vera mjög blá í framan, forðaði ég mér... og hímdi bara úti undir vegg... eða svoleiðis
Ég verð á minni eigin Innihátíð um Verslunarmannahelgina... í vinnunni... hvar annarsstaðar svo sem...Færi ekki niður í bæ þessa helgi hvort sem er... sé ekki tilganginn með því... nýt þess miklu betur að labba í bænum þegar hann er ekki alveg stútfullur af fólki, ég þarf mitt plássEn allt þetta fólk sem kemur hingað er vonandi eins og rigningin fyrir gróðurinn... og allir að sjálfsögðu með á réttum stað
Bið ykkur vel að lifa... þangað til við skjáumst hér næst
Bloggar | 29.7.2010 | 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... þessa dagana er........ hérna... skal ég segja ykkur.... jæja, kem að því seinna þegar ég man hvað það er... Held ég sé komin með einhvern minnisleysissjúkdóm... sem ég man alls ekkert hvað heitir... Annars ferlega góð inn í dagana sko ! En uss, það er búið að rigna hérna í viku og þessi þó litla sólbrúnka sem ég var komin með í andlitið og á handleggina er að skolast í burtu í öllu þessu endalausa vatni... ég ætla bara ekki að leggja meira á ykkur... Blómin á pallinum hjá mér eru að breytast í vatnaliljur... voru nú samt bara venjulegar stjúpur og eitthvað svoleiðis þegar ég plantaði þeim... Endar með að það má fara að setja bara gullfiska í tjarnir þarna... Hengdi m.a. upp 3 tágakörfur með blómum í og ein þeirra var orðin svo rennandi blaut að haldið á henni morknaði sundur og fína fína blómið lá bara á pallgólfinu í morgun... Þetta er að verða alveg nóg af vatni takk fyrir pent
Allt gott að frétta héðan svo sem... allir eins frískir og hægt er að vonast tilHafði mig loksins til háls, nef og eyrnalæknis um daginn út af suðinu sem ég er alltaf með fyrir eyrunum. Hann var ósköp indæll... var örugglega ekkert að reyna að vera leiðinlegur, þegar ég var búin að segja honum skýrt og skilmerkilega af hverju ég væri nú komin þarna, þegar hann spurði mig hvort ég heyrði þetta með eyrunum eða hvort þetta væri bara í höfðinu á mér... Hm... já, kannski lít ég út fyrir að vera svolítið klikkuð...Svo mældi hann heyrnina hjá mér... lokaði mig inni í búri með glugga á og sagði mér að ýta á takka þegar ég heyrði sérstakt hljóð og líka þegar ég héldi að ég heyrði það... Ok, lít ég út fyrir að vera ímyndunarveik kannski líka...?Hann komst að því að ég er með skerta heyrn á báðum eyrum og gáði að kennitölunni minni áður en hann sagði að ég væri nú ekkert orðin nógu gömul til að það væri eðlilegtHalló, halló ég skal alveg kannast við klikkaða ímyndunarveikisútlitið en ég lít ekki út fyrir að vera svo gömul að það afsaki þessa hegðun hjá manninum...
Einkadóttir mín hringdi um daginn frá Gautaborg og bað mig að koma ekki í nóvember þegar hún verður þrítug... Hljómar ekkert sérstaklega yndislega... en hún spurði hvort ég gæti ekki komið bara fyrr af því að hún, elsku litla stelpan mín ætlar að fara að giftast elskunni sinniAð sjálfsögðu kem ég þá fyrr...
Hætt þessu núna... ætla að fara og hitta afkomendur mína á gistiheimili hérna út með sjónum... alltaf mannbætandi að hitta það yndislega fólk
Hafið það gott öll sem eitt og Birna mín, mér finnst hárið á þér megaflott... og ég er sko ekki að ljúga því
Bloggar | 6.7.2010 | 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar