... þá væri svo sem ekkert athugavert við þetta veður... en það er 9. júní... Þessi duglega kona hérna... sem er auðvitað ég... sáði sumarblómum og þau bíða eftir því að komast út... í sumarið sko...Annars er ég í seinni vikunni af tveggja vikna sumarfríi og nýt þess algerlega milljón prósent... hæfir minni eðlislægu leti að gera ekkert þegar mig langar tilMundi hvort sem er ekkert liggja í sólbaði en vildi nú samt alveg hafa sólina og geta verið úti án vetrarklæðnaðarÁtti inni vikufrí seinnipartinn í maí í fyrra og þá snjóaði... Það skyldi þó ekki vera eitthvað samhengi þarna... sumarfríin mín= kalt og vont veður... ? Svo fer ég sko næst í frí í byrjun júlí... í fjórar vikur... ekki pakka úlpunum ykkar strax...
Annars allt gott að frétta bara... er á góðri leið í lífinu, leiðinni sem ég valdi mér sjálf, af því að mig langaði að fara akkúrat þá leið og líður dásamlega með þvíFer ekkert út í smáatriðin strax... framhald í þarþarþarþarþarnæsta bloggi
Hef eiginlega svolitlar áhyggjur af áhyggjuleysinu mínu... eina sem ég hef "áhyggjur" af er hvar munstrið á teppinu... sem ég er að prjóna... endar, þegar garnið er búið... Asni... ég ? Já, ég veit það
Hafið það gott elskurnar mínar allar og munum: við eigum bara þetta eina líf til að leika okkur með og það borgar sig alls ekki að eyða því í fúllyndi, svartsýni og neikvæðni... allavega tími ég því sko alls ekki
Bloggar | 9.6.2011 | 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er helst í fréttum að ég er komin í sumarfrí... að vísu bara tvær vikur núna, en sumarfrí samt Ætla bara að njóta rólegheitanna, en skrepp samt af bæ í 2-3 daga... Tek svo fjórar vikur seinna í sumar og þá er löngu ákveðið að fara 1 viku í sumarbústað... og svo fer ég eitthvað fleira sem ég segi ekki frá opinberlega... ekki alveg strax sko
Rétt rúmur mánuður í fæðingu sjötta barnabarnsins mínsEintóm sæla... já eða sexföld sæla, öllu heldur...
Hef enn ekkert heyrt frá Dr. Heila með Stockholmsferðina mína... fer bráðlega að halda að þetta sé eitthvað svo mikið leyndarmál að meira að segja ég megi ekki vita það... En jæja... það skýrist einhvern daginn... vona ég
Veðrið í dag hefur verið ótrúlega gott, miðað við undanfarnar vikur... hitinn fór að ég held alveg í 10 stig og það skein líka sól dágóða stund... bara hitabylgja
Verið stillt og góð þangað til við skjáumst hér næst krúttin mín...
Bloggar | 2.6.2011 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vonandi fljótlega... eða þá bara ekki fyrr en í haust, ef ég fæ að ráða... á ég að fara í Gamma-hnífa-geislun í Svíþjóð. Svakalega flott orð yfir klukkutímageislun... en með tilheyrandi rammaskrúfingum og svo líka höfuðverkjum og einhverjum svoleiðis leiðindum eftirá... ætla að vísu ekkert að hafa nein svoleiðis leiðindi lengi samt... og að sjálfsögðu stjórna ég Annars er ég alltaf að bíða eftir því að fá að vita HVENÆR þetta á að gerast... ég er orðin hálfhissa á að fá ekkert að vita, ég þarf alveg smáfyrirvara... það er ekki eins og þetta sé bara eitthvað smáskrepp til Reykjavíkur... Vinnuveitandinn minn er með í maganum... ég vinn á svo mörgum starfsstöðvum og ekkert grín að finna manneskju til að kenna að leysa mig af, með kannski litlum eða engum fyrirvara... auðveldara ef ég ynni bara á einni starfsstöð, en ég er nú ráðin sem Þeytipíka...Og svo fæ ég ekkert að fara þetta nema með fylgd og auðvitað þarf fylgdarmaðurinn að fá frí í sinni vinnu líka...
Annars er ég svakalega upp með mér af því hvað margir hafa boðist til að fara með mér... ég er farin að láta fólk taka númer... eða þannig... en röðin er orðin löngVildi ég gæti tekið þau öll með og mundi gera það ef ég bara... tímdi því... djók En ég varð að velja bara einn, fæ ekki leyfi fyrir fleirum...
Annars góð bara, stefni á 13 daga sumarfrí í byrjun júní og ætla að gera ýmislegt gaman þá...
Skrifa ekkert um gos... eða kulda... eða öskufall... eða stjórnmál... það eru nógir um það
Eigið góða daga elskurnar... þangað til næst...
Bloggar | 23.5.2011 | 18:56 (breytt kl. 18:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Komandi helgi er ég í vaktafríi og var auðvitað búin að hlakka mikið til, það er nú ekki eins og mar nenni að vinna sko... En það varð að vera eitthvað til að spilla því... ef mér tekst ekki sjálfri að gera það, með því að láta plata mig til að vinna aukavakt... þá er bara spáð heimsendi... og eins og það sé ekki nóg þá er líka spáð vorhreti með snjókomu og frosti... í sumrinu mínu...
Veit ekki hvort er asnalegra... veit náttulega ekkert um heimsendi annað en það að honum er spáð reglulega af misheimsku fólki... Ok, líklega ljótt að segja um fólk sem trúir svona svakalega á eitthvað að það sé heimskt, en... halló... hafið þið heyrt/lesið rökin fyrir þessu... steinöld hvað... og svo rætist það aldrei...Eða... ætti ég kannski að vera róleg í fullyrðingunum þangað til eftir helgina.... ?
Svei mér, ef mér er ekki bara ver við vorhretið... finnst alltaf allt of mikið af snjó náttulega, líka á veturna... hvað þá þegar allur gróðurinn er orðinn dásamlega grænn og fallegur og allt orðið svona yndislega lifandiJá já, ég veit að það er bara maí ennþá og alltaf allra veðra von á Íslandi og svo framvegis og svo framvegis... það þarf ekkert að tyggja það í mig skoEn ég þarf ekkert að vera ánægð með það samt...
Niðurstaðan er þá líklega sú, að af tvennu illu vel ég frekar heimsendinn en vorhretið...
Annars bara ferlega góð inn í tveggja ára afmælisdag yngsta barnabarnsins míns, hennar Láru Rúnar Kristjánsdóttur Keel
Bloggar | 17.5.2011 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stundum dettur mér í hug að ég verði að fara og kaupa mér buxur... og mér sem finnst svo afspyrnu leiðinlegt að kaupa föt... Sest frekar niður með saumavélina og meira að segja stundum bara nál og tvinna og geri við buxur af mér... En svo kemur að því að ekkert er að verða eftir af buxunum nema tvinninn og þá einfaldlega neyðist ég...
Það kom að því hérna um daginn að ég hleypti í mig hörku, setti undir mig hausinn og hunskaðist af stað, eftir þriggja daga afsakanabull... þóttist ekki hafa tíma, var í fríi... svo mikið að gera heima, erum tvö í heimili... endilega að laga til í hillunum í þvottahúsinu, sem ég var nú hvort sem er búin að fresta allan veturinn... Niður í bæ, æddi inn í tuskubúð og fræddi huggulega afgreiðslukonu á besta aldri um það, að mig langaði í svartar gallabuxur. "Þær eru ekki til" sagði sú huggulega... "þær eru ekki í tísku í dag" ! Ég glotti og sagði að mér væri nú alveg sama um það, ég færi bara eftir minni eigin tísku... en hvort hún ætti einhverjar gallabuxur ? "Já... bláar, þú notar ábyggilega sama númer og ég" fullyrti sú huggulega...
Ég er sko ekki beint tággrönn og hef aldrei verið tággrönn... jú einu sinni missti ég 15 kíló á 2 vikum, en þá var ég líka fárveik og mæli alls ekki með þeirri megrunaraðferð... Mér sýndist nú sú huggulega vera töluvert grennri en ég, en sagði ekkert vegna þess að hún á að vita betur en ég þegar kemur að fatastærðum, hún kynni kannski bara að klæða þetta svona vel af sér...
Hún rétti mér tvennar buxur, tvær stærðir og ég fór með þær í mátunarklefann... algerlega það ömurlegasta af öllu ömurlegu að máta föt skal ég segja ykkur Og ég kom þeim stærri ekki einu sinni upp á lærin... Urrr... hvað var konan eiginlega að pæla... er hún ekki starfi sínu vaxin eða bara hálfblind, hugsaði ég í ergelsi mínu... og steinhætti við að kaupa mér buxur... Bara "nei takk, skoða fleira" og ákvað að fara næst bara í Seglagerðina
En ergelsið rann fljótt af mér af því að ég fattaði hvað sú huggulega var að pæla... hún hélt í alvöru að hún væri að byggja mig upp í sambandi við útlitið, af því að allar eigum við að vera svo grannar og spengilegar... Vel meint örugglega, en snerist algerlega upp í öndverðu sína þegar inn í mátunarklefann var komið og ég komst að því að buxurnar sem áttu að passa á hana líka, voru allt of litlar á mig !?! Mér leið líka alveg vel í smástund að fá að ímynda mér að ég væri svona grönn eins og sú huggulega, ég neita því ekkert...
Búin að komast að því að Seglagerðin er ekki með útibú á Akureyri
Skjáumst elskurnar...
Bloggar | 15.5.2011 | 20:40 (breytt 16.5.2011 kl. 07:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í bréfinu stendur að "Siglinganefnd" hafi samþykkt beiðni frá Dr. Heila, um að Sjúkratryggingar Íslands greiði fyrir mig meðferð erlendis... nánar til tekið á Karolinska sjukhuset, Stockholm, Svíþjóð. Sama stofnun greiðir svo líka ferðakostnað sem og sjúkrahúsvist og einnig er samþykkt fylgd, fargjald og dagpeningar ! Og meðferðin sem ég er að fara í heitir "Gamma hnífs geislun"... hljómar eins og eitthvað úr Stjörnustríðsmynd Mér finnst nafnið á nefndinni flott... Siglinganefnd... mér dettur fyrst í hug skip og bátar Þegar ég las þetta bréf og sá allt þetta sem á að borga fyrir mig, fór ég að hallast að því að það væri líklega eitthvað að mér í höfðinu... Hingað til hefur það verið frekar óraunverulegt og ég hef nánast ekkert pælt í því... bara af og til fíflast með að það væri þó gott að geta sagst vera með eitthvað í höfðinu... en ég virðist nú vera algerlega ein um að finnast það eitthvað fyndið Ég hef engar áhyggjur... ég lýg því, það er þetta með rammann sem á að skrúfa á höfuðið á mér... það líst mér ekkert á, en hann verður trúlega tekinn af aftur og ég ætla að láta taka mynd af mér með hann... Allt annað er ég pollróleg með, enda er ég svo heppin -eins og alltaf- að það er ekkert að mér sem ekki er hægt að laga Svo á ég bara eftir að fá að vita hvenær þessi ósköp eiga að dynja yfir
Skjáumst krúttin mín
Bloggar | 12.5.2011 | 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það er eitthvað hvítt á pallinum mínum núna í morgunsárið... mér datt í hug hvort ég kæmist ekki bara upp með að láta eins og það væru hrísgrjón...Það er bara eitt í því... sólin er farin að skína og hún er að verða búin að bræða "hrísgrjónin"...
Páskafríið mitt er búið og ég skunda í vinnuna núna á eftir... maímánuður rétt ókominn... skellur á um næstu helgi... þetta er allt að koma
Fer fín inn í daginn með þá meðvituðu ákvörðun að leyfa engum að stjórna því hvernig ég lifi mínu lífi og ennfremur með þá ákvörðun að leyfa mér heldur ekkert að reyna að stjórna annarra lífi.... það verður að sjálfsögðu að vera meðFyrri ákvörðunina er auðvelt að taka en erfiðara að standa við... þetta að halda friðinn og passa að allir séu sáttir og svo framvegis, eru gamlir ósiðir sem getur verið snúið að losa sig við... en það er samt alveg hægt og alls ekkert mitt að sjá um heldur Seinni ákvörðunin er miklu minna mál og það held ég að komi einfaldlega til af minni eigin leti... ég nenni ekkert að vera að stjórna í öðrum... nema auðvitað börnunum mínum... djók En, á meðan allt gengur sæmilega vel og allir reyna að gera sitt besta þá skiptir ekki svo miklu máli hvernig fólk snýr...Ég sinni mínu og aðrir sinna þá líka bara sínu en ekki mínu... hljómar vel er það ekki ? Mér finnst það
Eigið góðan dag gullin mín
Bloggar | 25.4.2011 | 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sé ekki betur en vorið, sem ég var að heimta, sé bara komið... svona þegar ég horfi út um gluggann að minnsta kostiÞessi dagur ætti nú eiginlega að heita Vordagurinn fyrsti... það væri rökréttara, en hvað með það... sólin skín, fáninn á flaggstönginni við húsið á móti blaktir fallega í sunnangolunni, snjórinn er opinberlega farinn og ég er í fríi... bið ekki um meira... í bili
Vona innilega að þetta sumar verði besta sumarið ykkar hingað til... það er sumargjöfin mín til ykkar þetta árið
Þakka ykkur öllum fyrir veturinn
Bloggar | 21.4.2011 | 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er meira vor þessa dagana í sáðbökkunum í eldhúsinu hjá mér en úti í náttúrunniEn það lagast, ekki spurning hvort... heldur bara hvenær...
Æddi í svakalegum vorfíling í blómabúð um daginn og fór í loftköstum í frædeildinni... fékk mér tvær tegundir af sumarblómafræjum og þrjár tegundir af kryddjurtafræjum...Legg ekki meira á ykkur og þá ekki á sjálfa mig heldur... hef nefnilega ekki hingað til verið þekkt fyrir græna fingurEr að fylgjast með þessu nýja lífi kvikna þarna í bökkunum á eldhúsbekknum mínum og virkilega að velta því fyrir mér, hvort það hefði nú ekki mátt sleppa einhverju af þessu og hvar í ósköpunum sjálfum ég hafði eiginlega hugsað mér að hafa pláss fyrir þetta alltSpyr sá sem ekki veit sko....
Það er töluvert af svona "ekkispurninghvortheldurhvenær"viðburðum í lífi mínu þessa dagana... vorið, Svíþjóðarlæknisferðin og sumarfríið mitt, svo eitthvað sé nefnt. Og svo eitthvað meira sem er ekki alveg eins ánægjulegt og þetta sem var talið fram þarna... en meira svona óhjákvæmilegt... En það getur auðvitað ekkert alltaf verið gaman...
Sigli núna inn í vikuvinnutörn og svo lengsta páskafrí þessarar konu í mörg ár... alveg 5, segi og skrifa fimm dagar... í röðBúið að plana eitthvað af þessu fríi... verð alls ekkert bara heima allan tímann...Ætlaði nú að leika mér eitthvað með ömmudúllurnar mínar, en mamma þeirra fer með þær til Sviss í 10 daga páskafríinu sínu frá skólanumÞað verður yndislegt fyrir oma og opa í Sviss að fá þær í heimsókn, ég get alltaf náð þeim seinna
Eigið góða daga... þangað til ég kem hérna inn næst
Bloggar | 13.4.2011 | 12:50 (breytt kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
... en bara til að hitta Dr. Heila... ferðin tók í allt 8 tíma og ég var inni hjá honum í korter... Hann er voða indæll... þakkaði mér með handabandi fyrir að koma alla þessa leið til að hitta hann... sætt af honum...Eins og mig grunaði hefði hann alveg eins getað hringt... en hann er kannski bara blankur greyið... korters spjall inni hjá honum kostaði 5.300 krónur íslenskar...Engar rannsóknir eða neitt... enda væri ég þá farin beinustu leið á hausinn, miðað við verðlagninguna á spjallinu einu samanÞað er helmingi ódýrara að fara með leigubíl frá flugvellinum og til baka þangað... og bílstjórarnir líka töluvert kjafthressari... !
Hann ætlar að senda mig til Svíþjóðar í geislameðferð... meðferð er nú eiginlega heldur sterkt til orða tekið, þetta er bara eitt skipti og á að duga eitthvað... allavega í ár... Helst vill hann að þetta gerist fyrir júníbyrjun, áður en allir fara í sumarfrí þarna úti... jæja okei þá... Hann lýsti auðvitað fyrir mér hvernig þetta fer fram... það verður skrúfaður rammi á höfuðið á mér, fjórar skrúfur... en ég verð nú deyfð áður en þeir byrja að skrúfa... vá takk...En sko "deyfð"... er það allt og sumt ??? Hvað með "svæfð" ? Nei nei, enga vitleysu sko, ég þarf að vera vakandi inni í einhverju geislatæki í klukkutíma... mér er nú eiginlega strax farið að leiðast...
En... Pollýanna vinkona mín verður með í för eins og svo oft áður og ég ætla að hitta dóttur mína og tengdadóttur og stjúpdótturdóttur sem búa þarna úti...Að vísu verð ég að dunda mér þarna inni í einhverri vél í Stockholm en þær búa í Göteborg... en annaðhvort fer ég til þeirra eða þær koma til mín, nema hvorutveggja gerist bara... ég hlakka til
En akkúrat núna ætla ég að fara og þrífa bílinn minn... að utan og innan
Góða helgi elskurnar
Bloggar | 2.4.2011 | 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar