... og langflest þeirra halda svo líka áfram að vera dásamlegt fólk þegar þau eldast og það er einmitt það fólk sem mér finnst svo agalega gott að hafa í lífi mínu... og ég hef stóran hóp af því... ég er alltaf svo heppin....
Hef auðvitað lært á langri ævi að það skiptir akkúrat alls engu máli hvort þessi dásamlegu börn sem verða að þessu dásamlega fólki eru skyld mér eða ekki... þetta hefur ekkert með blóðið að gera... eða gen eða líkamsbyggingu eða neitt svoleiðis... Þetta hefur til dæmis eitthvað með það að gera að fólk vill vera gott og gera vel... og pælir í því af alvöru þegar það kemst til vits og ára... Ég á barnabörn sem eru ekki blóðskyld mér en ég elska þau eins og þau væru það... Ég á vini og vinkonur sem ég elska eins og systkini og þau mig... ekki alltaf milljón % sátt við allt sem ég geri, sem er svo innilega eðlilegt... en þau hætta samt ekkert að vera vinir mínir... Svo á ég líka helling af systkinum sem eru ekkert öll endilega vinir mínir... en mér þykir samt vænt um þau öll Ég á systir sem talar ekkert við mig og henti mér út af FB, af því að ég sný alltaf svo gjörsamlega rammvitlaust að hennar mati og þá er ég bara ekki með lengur, henni nægir ekki að vera vinkona mín og vera bara sammála um að vera ósammála En maður segir sig ekkert úr ættbálknum og hún getur ekki hætt að vera systir mín og mér þykir vænt um hana, bara eins og hún er En svo á ég líka systur sem eru vinkonur mínar og ég get alltaf treyst því að þær elska mig bara eins og ég er, af því að ég er eins og ég er Lífsmunstrið er svo margvíslegt og þess vegna er líka svo rosalega gaman að taka þátt í því
Ég sit þessa dagana og prjóna jólakúlur úr léttlopa... akkúrat alls ekki nokkurt einasta gagn að því, bara gaman... og ég hef nægan tíma, í bili til, að vera algerlega gagnslaus og reyna að hafa bara gaman Það fer svo lítið af lopa í hverja kúlu að mér tekst að vinna upp helling af gömlum syndum í lopa og garndeildinni minni... Fór svo líka á bak við sjálfa mig og keypti mér ekki spes tróð til að setja inní þær, nota gamla afganga í það og losna við samviskubit yfir því að geyma þá bara... og kaupa mér svo alltaf nýtt og nýtt garn til að prjóna úr Mikið ofboðslega hreint er ég nú skynsöm... sko í þessu... allavega þessa dagana
Fékk mér þrekhjól um daginn... er orðin svo afspyrnu leið á að bíða bara eftir því að ég hressist og nái aftur upp þrekinu mínu, sem ég skyldi eftir í algjöru reiðileysi einhversstaðar á ofsalega löngu kjallaragöngunum á Karolinska sjukhuset í Stockholm... Endist nú ekkert lengi í hvert skipti... ennþá... en ef ég get nú stillt mig og mæli árangurinn kannski bara vikulega, en ekki á tíu mínútna fresti eins og mér væri trúandi til í minni óendanlegu óþolinmæði, þá á þetta nú að koma...
Hún Linda Björg 6 ára ömmustelpan mín spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að gifta mig... "Eee... nei" sagði ég... "Af hverju ekki" spurði hún... "Æi, ég er góð bara svona, veist þú um einhvern sem ég gæti gifst" spurði ég... Já hún var með einn tiltækan, pabba eins skólabróður hennar vantaði konu... "Æi... nei, ég þekki hann ekkert" sagði ég... Þá kom þögn og ég hélt ég væri nú sloppin úr hjónabandssnörunni en þá sagði hún: "Amma ég veit, ég veit... þú getur gifst honum Pétri vini hans pabba... þú þekkir hann alveg" Dásamlega barn...
Eigið góðan dag elskurnar...
Bloggar | 20.10.2011 | 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Dagarnir eru frekar rólegir hjá mér... allt með friði og spekt... Mér hefur sem betur fer aldrei leiðst minn eigin félagsskapur og svo á ég líka svo góða að sem bæði koma og hringja og passa að mér leiðist ekki og svoleiðis... Mér líður í sjálfu sér ekki illa, ekki kvalin... bara að verða mjög leið og talsvert hissa á því hvað það gengur hægt að losna við afleiðingar af geislun, sem átti ekki að hafa neinar afleiðingar aðrar en þær að stoppa fjandans æxli í að vaxa... Ekki alveg að meðtaka kaldhæðnina í því... ekki nóg að hafa eitthvað svona sjaldgæft leiðindadót í höfðinu, heldur þurfti ég líka að vera ofurnæm fyrir þessum geislum... sem er svo líka mjög sjaldgæft... Ég er að verða svo sjaldgæf að ég fer að komast í útrýmingarhættu... Ennþá með svima og leiðinda ójafnvægi sem ég er að reyna að læra á... eins gott að fara þá bara ekkert á marga staði á dag... þyrfti líklega að læra á hvern fyrir sig...
Svo er ég að borða stera... þvílík uppfinning... Þeir eiga að eyða bjúg sem gæti hafa orðið eftir í mínum eðla haus eftir geislana... þá á sviminn að hætta og kannski jafnvægið að lagast líka... Ég hef aldrei borðað neitt sem gerir mig eins asnalega... ok, hef ekki prófað allt en ekki einu sinni áfengi gat gert mig svona... Ég er svakalega ör, sveitt, óglatt, kalt, skelf, æði fram og aftur, fæ hausverk og hrikalegan hjartslátt... Til að fyrirbyggja nú allan misskilnin þá geri ég mér fulla grein fyrir því að það er mjög jákvætt að hafa hjartslátt... og ég er voða fegin að hann skuli vera þarna, en ég á ekki að þurfa finna svona svakalega fyrir honum... Og svo er ég auðvitað dauðuppgefin eftir allan darraðadansinn og á erfitt með að sofna á kvöldin... en þetta á að vera svona segir læknirinn... og þá höfum við þetta bara svona...
Annars bara góð samt... fór og eyddi öllum brennivínspeningunum mínum í rándýra handavinnu í gær, á stórskemmtilegu kaffioghandavinnuhúsarölti með Auju systir og líður ferlega vel með því Sit samt ekki mikið við handavinnuna... á svolítið erfitt með einbeitinguna, en það lagast þegar ég er hætt að úða í mig þessu többlurusli... sjö dagar búnir, bara ellefu eftir
Svakalegur munur svo að hafa ykkur öll hér á Feisbúkk og blogginu... annars væri ég mikið til sambandslaus, ég er nefnilega svo agalega léleg við að taka upp símann og hringja... það hefur ekkert lagast
Óska ykkur góðs og notalegs kvölds góða fólk
Bloggar | 16.10.2011 | 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Það var allt hvítt úti þegar ég vaknaði í morgun... svo friðsælt og snyrtilegt... Ég er nú yfirleitt ekki svona róleg út af snjó, en með því fyrsta sem ég las í fréttunum með morgunköffunum mínum var að það ætti að rigna á morgun, svo ég læt vera að fjargviðrast eitthvað í þetta skiptið... geymi það þangað til næst Kveiki bara á kertum og hef það notalegt... inni
Lagaði vel til í myndunum mínum hérna á blogginu, langt síðan ég hef gert það Setti inn nýjar myndir af sonarbörnunum og svo líka myndir af stelpunum mínum í SvíþjóðÉg er svo rík af dætrum... ég á eina dóttur, tvær tengdadætur, tvær sonardætur og eina dótturdóttur Þær eru alveg helmingi fleiri en karlkynsafkomendurnir... tveir synir og einn sonarsonur... Og svo luma ég á fleirum... ég á nefnilega líka tvö yndisleg ömmubörn í Reykjavík... Ingu Mæju og Eirík Ég flokkast sko garanterað sem skrilljarðamæringur í afkomenda deildinni
Er svona svolítið í laumi farin að hlakka til jólanna... og það lagaðist ekkert við að fá hreinan og fallega hvítan snjóinn Virkilega farin að skima eftir jólagjöfum... held það sé það skemmtilegasta við jólaundirbúninginn... en allt hitt er samt svo ofsalega gaman líka... Er nú samt ekki alveg farin að spila jólalögin... en það styttist allverulega í það...
Heilsan mín er ekki algóð... en ekki alslæm heldur Fékk að vita í gær að aðeins örfáir af þeim sem fara í svona Gammageislahnífsdæmi, eru viðkvæmari fyrir geislunum en aðrir... og ég þurfti endilega að asnast til að vera ein af þessum örfáu... dæhs... En ég fer og hitti lækni í dag sem virðist hafa áhuga á að reyna að gera eitthvað fyrir þessa örfáu konu hérna... Hann talaði eitthvað um myndatöku og steratöflur... hm... kannski verð ég orðin dimmraddaður karlmaður þegar ég skrifa hérna næst.......... æi... nei, ég er ferlega ánægð með mig eins og ég er...
Eigið góðan dag elskurnar... það er skipun... ég ætla að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað... eða bara ekkert... eða kannski bara fá mér meira kaffi...
Skjáumst
Bloggar | 5.10.2011 | 10:47 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
... af því að litirnir í náttúrunni eru svo dásamlegir og húmið svo notalegt... og svo auðvitað líka af því að bráðum á ég sjálf afmæli Ferlega góð inn í þennan fína haustdag, sitjandi hér við tölvuna... enda best fyrir mig að sitja bara einhversstaðar... já og hengja mig svo líka virðulega á ljósastaura og girðingar, í þeim tilfellum sem ég hætti mér út úr húsi... Ég sem var algerlega heil heilsu þegar ég skrapp út til Svíþjóðar, kom sem hálfgerður vesalingur til baka... ég er með svima sem vill ekki hætta og ef ég hreyfi höfuðið of snöggt þá er ekki von á góðu... svo að stólar, sófar, rúm, veggir, ljósastaurar, girðingar og fleiri svona traustvekjandi og helst þungir og líka bara allir jarðfastir hlutir, eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana Og svo til að restin af mér virki nú nokkurn veginn almennilega verð ég að leggja mig og sofa, alveg tvisvar á dag... og það er nú ekki beinlínis minn stíll... En þetta er víst allt mjög eðlilegt, eins og einn læknirinn sagði þarna úti, það er búið að "grauta" svo mikið í höfðinu á mér... einstaklega skemmtilegt orðalag...
Ég grobbaði mig mikið og stórkerlingalega af því áður en ég fór út, að ég mundi koma til baka betri en ný... ég stend við það auðvitað, en ég er svona meira eins og ný-fætt folald að reyna að ganga í fyrsta sinn... held ég verði að fá mér þyngingar á lappirnar, svona eins og þær sem eru notaðar á hestana í tamningum
Annars góð sko, komst að því með hjálp góðrar konu... nefnienginnöfnenfyrstistafurinnerUnnur... að minn eðalskítahúmor er ennþá til staðar... það þarf nú meira en eitt lítið aumingjalegt geislasverð til að útrýma honum... Svo fyrir utan að vera ný-leg-svoleiðis og komin með þessa skyndilegu, ástríðufullu ást á stórum jarðföstum hlutum, þá er ég bara eins...
Eigið góðan dag þið öll... það ætla ég að eiga líka
Bloggar | 21.9.2011 | 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dásamlegt að vera komin hingað aftur í þetta hlýlega og fallega herbergi, hérna á gistiheimilinu... mér finnst eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma, en ég fór bara héðan í fyrrakvöld Ég átti til að byrja með að vera eina nótt á sjúkrahúsinu, en Gammageislahnífslæknirinn vildi endilega hafa mig síðustu nótt líka... honum fannst ég ábyggilega svona skemmtileg Enda brosti ég líka endalaust til hans... af því að ég gat ekki annað... hann er svo stórkostlegur karakter að ég átti verulega bágt með mig... en mér tókst að stilla mig Hann talar "breskustu" ensku sem ég hef heyrt, hallar alltaf undir flatt annað slagið og útskýrir mjög vel og einfaldlega allt sem við á... og svo spyr hann sjálfur inn á milli: "And whyyyy...... ?"og heldur svo áfram með næstu útskýringu... Ég átti nú líka svolítið bágt með mig að berja hann ekki... þegar hann fór að stinga, með örugglega stærstu beljunálinni sem hann átti, í höfuðið á mér til að deyfa mig áður en hann skrúfaði helv... rammann á... en mér tókst að stilla mig þá líka Það er svo fullt af góðu og frábæru starfsfólki þarna og ég var svo heppin... eins og ég er alltaf... að lenda á einmitt því fólki
Þær voru mættar hjúkkurnar á mínútunni kl. 5 að sænskum tíma til að undirbúa mig fyrir þetta og það var svo allt búið um 11 leitið f.h. og ég komin aftur upp á deild. Dagurinn leið svo með hæfilegum skömmtum af höfuðverkjum, svima og ógleði... og er ekki besti dagur ævi minnar, en hann er liðinn... og kemur aldrei aftur... Og núna er ég bara svo innilega fegin að þetta er loksins búið og slappa núna bara af og hvíli mig og hef það rólegt og legg mig og... man ekki hvernig hægt er að segja þetta á fleiri vegu, en ég held að meiningin komist alveg til skila
Og enn og aftur: Hjartans þakkir fyrir allar góðar og fallegar kveðjur og hugsanir þið yndislega fólk
Bloggar | 15.9.2011 | 11:41 (breytt kl. 11:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
... í alveg dásamlegu yfirlæti hjá Kötu minni og hennar fjölskylduÞær giftu sig í gær, hún og Anne í ráðhúsi Gautaborgar, það var svo fallegtÞar eignaðist ég yndislega tengdadóttur og í bónus fékk ég líka barnabarn, hún heitir Elina... er 9 ára og alveg jafnyndisleg og mamma hennar
Við komum hingað á föstudaginn með flugi frá Stockholm, verðum hérna þangað til í fyrramálið en förum þá með lest aftur til Stockholm. Og þá tekur alvaran við... djók... fer í einhverjar smárannsóknir á morgun, mánudag og vona að ég eigi bara frí á þriðjudaginn... Á miðvikudaginn fer ég í geislann og verð betri en ný og bila aldrei eftir það...Það er, skal ég segja ykkur elskurnar mínar, bara alls ekkert annað í boði
Í kvöld ætlum við að fara út að borða á góðu veitingahúsi... langar að reyna að endurgreiða eitthvað af gestrisninni og konunglegu móttökunum sem við erum búin að fá hér...
Hætti núna... kem næst hingað inn þegar við erum komin til Stockholm... elskið nú friðinn... alveg þangað til
Bloggar | 11.9.2011 | 13:23 (breytt kl. 13:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þá er alveg að koma að því... ég er að fara út til Svíþjóðar á föstudaginn...Er nú eiginlega svona í mestu rólegheitum að gliðna á flestöllum samskeytum úr stressi... hef með því smá svona kvíða líka... og að sjálfsögðu ögn af óþolinmæði...Alveg ákveðin í að næst... verður auðvitað ekkert... næ ég mér í eitthvað mjög algengt, sem er barasta hægt að laga á ósköp venjulegu smábæjarsjúkrahúsi í litlum bæ, á lítilli eyju, lengst út á ballarhafi... (lesist: Akureyri á Íslandi)Er auðvitað alveg til í að fara til Svíþjóðar hvenær sem er, þar býr einkadóttir mín... en þá bara til að heimsækja hana takk...
Fyrir þá sem vilja fá að fylgjast með... já og bara alla hina líka... :ég með æxli við heyrnartaugina vinstra megin í höfðinu og það er að eyðileggja heyrnina... og nógu er ég nú utan við mig samt, þó ég fari nú ekki að verða heyrnarlaus líka...Þetta er ekki illkynja og ekki krabbamein, en þetta stækkar jafnt og þétt og getur farið að skemma meira en bara heyrnina ef það er ekki stöðvað...Fer í geisla sem heitir Gamma hnífs geisli, hann stoppar þennan ófögnuð en svo þarf að fylgjast með þessu árlega. Það er hægt að skera þetta í burtu en Doktor Heili í Reykjavík sagði að ég væri... og takið nú vel eftir: of ung til að fara þá leiðina... æ lovv him...Við að skera þetta í burtu færi andlitstaugin trúlega í sundur, hún lagast kannski aftur... en kannski ekki... og hann vill ekki leika sér þannig með andlitið á mér
Það sem mér líst verst á í þessu öllu er ramminn sem á að skrúfa á höfuðið á mér...Ég spurði auðvitað eins og sú ljóska sem ég hélt ekki að ég væri, þegar það kom til umræðu: "Jahhá... og í hvað verður þá skrúfað... ?"
En ég hitti að sjálfsögðu heittelskaða dóttur mína þarna úti, tilvonandi tengdadóttur mína og líka barnabarn og svo auðvitað Jóku litlu systur...
Keyrum suður á fimmtudaginn og út á föstudagsmorgun... verð að hafa fylgd... doktors orders... stranglega bannað að fara þetta nema í fylgd með fullorðnum... bara gaman að því
Veriði nú til friðs á meðan krúttin mín... bless í bili
Bloggar | 7.9.2011 | 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Byrjuð að vinna aftur eftir sumarfrí... vinn þennan mánuð og nokkra daga í september og svo fer ég til Svíþjóðar. Eldri sonurinn og tengdadóttirin eignuðust þriðja barnið sitt fyrir rúmum mánuði síðan, dreng sem heitir Rafael Hrafn... Dásamlegur lítill drengur auðvitað og systur hans tvær, Linda Björg og Lára Rún eru virkilega hrifnar af honum... og góðar við hannÞau voru öll hjá mér smástund hérna um daginn og það passaði auðvitað að um leið og foreldrarnir voru farnir vaknaði sá stutti og þandi lungun af mikilli list fyrir ömmuna... og næsta nágrenni, dágóða stund...Hann sofnaði svo fyrir rest, ábyggilega út frá þeirri hugsun að þessi ömmupersóna þarna væri nú ekki til mikils gagns, líklega best að sofa hana bara af sérÞegar foreldrarnir komu að sækja þau, sagði Linda Björg -alveg að verða sex ára-... hálfeyðilögð yfir þessu:"Pabbi, mamma, Rafael grét og grét og amma vildi ekki gefa honum neitt að drekka" ! ......
Undirbúningur fyrir Svíþjóðarferðina mína/okkar er í góðum farvegi... enda enginn vandi að plana þegar ég hef fullt af frábæru fólki til að gera fyrir mig hlutina... Kata dóttir mín býr í Gautaborg og græjar gistingu og lestarferðir og hitt og þetta fyrir okkurSérstakur tengiliður hjá Iceland Air sá um að bóka og borga flugið, það vinnur íslenskur hjúkrunarfræðingur á deildinni sem ég er að fara á og hún tekur á móti mér og sýnir mér allt... já, eða þá maðurinn hennar sem er líka íslenskur, læknir og vinnur á sömu deild, ef hún skyldi vera að eiga barnið sem hún gengur með, akkúrat þá
Sem sagt allt gott að gerast... vona að svo sé hjá sem flestum
Bloggar | 21.8.2011 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | 25.7.2011 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | 6.7.2011 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar