... og þakka ykkur öllum fyrir gamla árið...
Þetta er ekki svona pistill þar sem ég fer yfir allt sem gerðist á árinu 2011... það sem gerðist, það gerðist bara og það sem gerðist ekki, nú... það gerðist ekki...
Nýju ári fylgja allskonar nýir sigrar... og sjálfsagt líka einhverjir ósigrar... en við reynum að gera eins lítið úr þeim og við mögulega getum... reynum að láta sigrana vera þess meira áberandi...
Ég á ekki von á að ég breytist mikið á nýja árinu... finnst ég alveg ágæt eins og ég er... fyrir utan smá heilsukvilla sem ég geri mitt besta til að reka í burtu... með illu... Það hefur að vísu ekkert að segja hvað ég geri í því, en mér finnst samt alltaf betra að gera eitthvað heldur en ekki neitt... og stunda til dæmis (ó)þolinmæði alveg í tryllingi... Þarf svo auðvitað að sníða svona hina og þessa vankanta af sjálfri mér... en það fylgir ekkert endilega nýju ári, bara hverjum einasta degi eiginlega...
Óska öllum góðrar heilsu... andlega sem líkamlega og alls hins besta sem hægt er að óska fólki... og helst að allir hafi það betra en á gamla árinu... ef það er hægt...
Hætti með þetta núna... ætla að blogga á þessu ári... get auðveldlega lofað því og staðið við það... ætti alveg að geta þröngvað því einhversstaðar inn í dagskrána næstu 363 daga... Og ég ætla að halda áfram að láta mig dreyma ..................... um að fara að komast í vinnuna fljótlega !
Bloggar | 2.1.2012 | 23:33 (breytt kl. 23:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
... það er orðið albjart núna akkúrat í þessum skrifuðu orðum... svona um það bil einu hænuskrefi fyrr en í gærmorgun... eða voru það tvö hænuskref á dag... ? Breytir ekki öllu fyrir mig, ég skil þessa mælieiningu hvort sem er bara alls ekki... En allavega lengist dagsbirtan á hverjum degi þangað til uppúr 20. júní á næsta ári... 2012... og það er æðislegt...
Á meðan ávísanaheftin voru allsráðandi þá var ég nú yfirleitt ekki búin að læra nýtt ártal fyrr en í febrúar það árið... Skiptir ekki eins miklu máli núna á tölvuöldinni... allt munað fyrir mig, dagar... ártöl... símanúmer og hvaðeina... Annars gáði ég á "snjall"símann minn í morgun til að fræðast um hvaða númer væri á deginum í dag og þar stóð 27.12.2011 og klukkan var 22.09... þarna rétt rúmlega tíu í morgun... jájá... og í dag er 28. en, hann hafði alveg mánuðinn og árið rétt... vill í alvöru enginn eiga´ann ? Annars á ég helling af klukkum... oftast er engin þeirra eins... og ég fer yfirleitt ekki eftir neinni þeirra... en þær eru samt algjört möst að eiga... Þegar ég á svo að mæta í vinnuna þá treysti ég á klukkuna á einhverjum af mínum mörgu símum...
Dagatal á ég alltaf... fæ auðvitað frá öllum bönkum sem ég hef einhvertímann labbað inn í... þau hrúgast í tryllingi inn um bréfalúguna þessa dagana... Og síðan eldri sonur minn... sá sem sér um barnabarnaframleiðsluna fyrir mig... eignaðist fyrsta barnið, hafa þau hjónin alltaf látið útbúa dagatöl með myndum af barninu og svo börnunum eftir að þeim fór að fjölga... algerlega uppáhalds... ég fékk sjötta dagatalið frá þeim núna um jólin...
Jafnvægið mitt og ég erum alltaf að verða meira og meira sammála um hvernig... og hvert, ég vil labba... að vísu virka ég ekki ennþá nógu vel ef ég sný mér of hratt... en kannski er málið bara að hætta að hreyfa mig hratt þá... og fara að hreyfa mig virðulega og dömulega... nei... bara djók, held það sé alveg útilokað að það verði nokkurtímann... Enda er ég alveg ágæt eins og ég er og ef ekki væri fyrir þetta smá ósamkomulag milli mín og jafnvægisins, þá væri lífið 150% fullkomið... en það er einungis 149% fullkomið enn sem komið er...
Geri eitthvað skemmtilegt í dag eins og alla daga... það er ótrúlegt hvað dagarnir eru fjölbreyttir og ég samt ekki í vinnunni... En það fer að lagast... ég er orðin mjöööööög langeyg/ð eftir þeim degi sem ég get byrjað að vinna aftur og lífið kemst aftur í sínar föstu skorður... ef hægt er að tala um fastar skorður í vaktavinnu... En sá dagur hlýtur bara að vera þarna rétt hinum megin við hornið... ekki alveg á þessu ári samt... enda ekki nema örfáir dagar eftir af því...
Eigið góðan dag... í allan dag...
Bloggar | 28.12.2011 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
... við að setja inn nokkrar myndir hérna í albúmið... Svolítið seinlegt... en hafðist
Bloggar | 27.12.2011 | 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tækni og ég eigum ekki alltaf samleið... en það er svolítið erfitt fyrir mig að játa það, vegna þess að ég stend nú satt að segja í þeirri meiningu að ég sé bara þó nokkuð fær/t tækni(h)undur... svona miðað við aldur og fyrri störf... Ég á... er mér sagt... eina elstu útgáfuna af "snjall"síma og það er svo flókið að finna allt út í þessum síma að það hálfa væri heill hellingur... Ég er nokkuð viss um að mér endist hvorki líf né andleg heilsa til að læra á hann... enda er ég jafnvel að hugsa um að henda honum....
Bara það að taka úr honum kortið fyrir myndavélina krefst næstum því náms á sviði geimvísinda... loksins þegar mér tókst að ná blessuðu kortinu úr... sem var ekki auðsótt mál, þá kom gluggi sem á stóð: Betra er að nota aðgerðina "Fjarlægja kort" áður en kortið er tekið úr... ! Jájá, það gæti ég alveg gert ef mér tækist með einhverju andsk.... móti að finna aðgerðina "Fjarlægja kort"... hún er kannski bara í einhverjum öðrum síma... ! Svo ég hætti að reyna að gera þetta tæknilega og sleit kortið úr með flísatöng... það er nebblega svo pínulítið að það var nánast himnesk heppni að ég skyldi yfirleitt finna það...
Ég á svo kortalesara sem tekur öll minniskort og ég kann alveg á hann... enda engin geimvísindi þar á bak við... Þegar ég hleð inn af myndavélinni minni þá fara allar myndirnar sjálfkrafa í möppu sem heitir á góðri íslensku: My pictures... og ég sá ekki betur en það væri lokaáfangastaður myndanna af símakortinu og var ferlega ánægð með sjálfa mig og þennan fína árangur... En neibb... ef eitthvað er of gott til að geta verið satt þá er það sko ekki satt... Þegar ég ætlaði svo að prenta út myndirnar af ömmustelpunum mínum, syngjandi kátum með jólasveinunum á Glerártorgi til að setja inn í jólakort, þá fann ég ekki myndirnar... og þá meina ég hvergi... hvorki í tölvunni né annarsstaðar...
Ég leitaði... og ég leitaði... þegar færi gafst á milli jólaboða og veislumáltíða... en ekkert gekk fyrr en í gær... Þá hafði einhversstaðar í dimmu skoti, djúpt í iðrum tölvunnar minnar leynst eldgömul mappa sem hét því skemmtilega nafni: My pictures...! Í þessari möppu var ekki ein einasta mynd... enda er ég með allar myndirnar mínar á kristaltæru... en inn í þessa rykugu möppu tókst mér... með dyggri hjálp ekkialvegsnjallastasímansíeiguminni að kúðra öllum myndunum... og ekki bara einu sinni... neinei... þar voru þrjú eintök af hverri mynd...
Hendi nú kannski ekki símanum... hann er svo sem í lagi, en stór og þungur og "frekar" flókinn... enda meiningin á bak við nafnið "snjallsími" líklega sú að hann sé miklu snjallari en ég... í að gera einfalda hluti flókna... og ég sem hélt að ég tæki öllu/m fram við það En nú legg ég honum... ég er alveg búin að reyna að gefa þennan síma út um hvippinn og hvappinn en það vill hann enginn... hef að vísu ekki boðið þeim hann á Þjóðminjasafninu...
Á sem betur fer annan... einfaldan... auðskiljanlegan... með myndavél, sem sendir bara myndirnar mínar með "blútúþþ" þangað sem ég vil að þær fari... enda ekki skreyttur með neinu svona fínu snjallsímaheiti eða hvað svo sem allir fínu og rándýru símarnir heita í dag... Það er ekki hægt að horfa á sjónvarpið og ekki hægt að vafra á netinu og ekki hægt að kaupa bensín á bílinn og ekki hægt að skoða kort af Evrópu og ekki hægt að hlusta á hljóðbækur eða panta borð á veitingahúsi í honum... hann er einfaldlega bara sími og það dugar mér...
Eigið góðan dag yndin mín öll...
Bloggar | 26.12.2011 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Yndislegur tími aðventan og jólahátíðin... sérstaklega þetta árið, allt svo stresslaust og dæmalaust ánægjulegt... ekkert vesen, vandræði og leiðindi... bara sátt, samlyndi og tilhlökkun Hefði nú gjarnan viljað vera í vinnunni samt, en það þýðir ekkert að tuða um það
Aðfangadagskvöldið var dásamlegt... rólegt og blítt eins og mér finnst það eiga að vera... gjafirnar yndislegar... ég fékk allt sem mig langaði í og mig langaði líka í allt sem ég fékk
Í kvöld... Jóladagskvöld er svo borðað heima hjá eldri syninum, tengdadótturinni og barnabörnunum þremur... vantar tilfinnanlega einkadóttur mína og hennar fjölskyldu frá Gautaborg...
Vona að þið séuð öll góð inn í daginn og engir timburmenní gangi... ekki núna... Það eru svona um það bil 360 aðrir dagar á árinu sem er hægt að nota í svoleiðis... Jólin eru hátíð barnanna... þarf að segja eitthvað meira um það... ?
Gleðilega jólahátíð þið öll...
Bloggar | 25.12.2011 | 11:04 (breytt kl. 11:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... ég er orðin lasin í veikindafríinu mínu... eins asnalega og það nú hljómar... Mér hefur greinilega tekist að ná mér í einhverja umgangspest... ekkert hættulega en allt svoleiðis hefur alltaf farið svo yfirgengilega í taugarnar á mér... eitthvað svona algerlega ónauðsynlegt og gjörsamlega tilgangslaust, engum til gagns eða nauðsynja... Annars fæ ég ekki oft pestar... líklega of eitruð fyrir þær... svo ég var farin að ímynda mér að fyrst ég drattaðist nú til að elda í gærkvöldi þá væri ég kannski bara með matareitrun... En... nei það getur að sjálfsögðu ekki staðist... ekki það að ég sé ekki góður kokkur, sem ég er auðvitað... heldur það að hráefnið sem ég nota býður einfaldlega ekki upp á svoleiðis... held ég... vona ég En það er líklega bara óskhyggja að ég sé með matareitrun, mér hefur nefnilega sjaldnast fundist gaman að elda og uppáhaldsmaturinn minn er allur matur sem einhverjir aðrir elda, svo kannski er það bara letin í mér sem er þarna að reyna að finna gilda afsökun fyrir mig til að elda ekki...
Ætlaði að afreka ýmislegt í dag en búin að aflýsa öllum uppákomum... að minnsta kosti fyrri part dagsins... leiðinda leiðindi, af því að ég var farin að hlakka til og þarf líka svolítið að plana fyrirfram, svona á meðan ég er ekki alveg frjáls ferða minna... eða svoleiðis Annars fer það nú að breytast... mér finnst jafnvægið mitt vera betra undanfarna daga... dett ekkert alveg alltaf þó ég hugsi ekki áður en ég sný mér við... þó ekki sé nema í hálfhring... en slaga alltaf samt eins og ég sé dulítið drukkin... Er virkilega að rembast við að reyna að læra á þetta jafnvægisleysi mitt, en það gengur frekar hægt... ég þarf helst að læra á hvern stað, byggingu, aðstæður fyrir sig og það er svolítið seinlegt... en við Ninna litla ætlum að láta það hafast... Svo auðvitað veit ég ekkert hvað ég get gert ef ég prófa það ekki...
Ég er til dæmis búin að finna það út að ég á ekkert að vera að príla uppi á stólum til að reyna að gera eitthvað... eins og að hengja upp jólaskraut eða skipta um peru... nema að halda mér með báðum höndum... En þá er nú tilgangurinn með stólaprílinu að engu orðinn... til hvers að standa bara eins og auli uppi á stól og halda sér með báðum höndum... Mér leiðist ekki alveg nógu mikið til að ég sé farin að stunda eitthvað svoleiðis... ekki ennþá... en ég sé þetta alveg fyrir mér samt...
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar.....
Bloggar | 19.12.2011 | 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Datt það svona í hug í morgunsárið að þetta ár er víst að verða búið... þá þarf ma´r að fara að huga að áramótaheitinu/heitunum.... not Tvisvar um ævina hef ég strengt áramótaheit... um síðustu áramót og líka þau þar á undan... og sömu heitin í bæði skiptin... Strengdi þess heit að losna við þrennt óþægilegt úr lífi mínu... stóð við eitt af því fyrri áramótin og kláraði hin tvö snemma á þessu ári... Er alveg hrikalega góð með mig... og líður afskaplega vel með því... núna er lífið eins og ég vil hafa það...
Ætti samt kannski að strengja eitthvað eða einhver heit þessi áramót... og hafa þau þá á jákvæðu nótunum... þó það sé nú kannski ekki alltaf neikvætt að losa sig við eitthvað... það sem mér tókst að losa mig við í fyrri tilrauninni voru reykingarnar Ég hef enga löngun til að strengja þess heit að losa mig við einhver kíló... fer nú ekki að spandera árámótaheiti á eitthvað svoleiðis... Ætti þá frekar að reyna að losa mig við eitthvað annað... þrjósku, óþolinmæði, fljótfærni... en það tæki líklega svo mörg áramót að ég væri löngu dauð áður en mér tækist að losna við það allt saman... Þá er að finna eitthvað annað... heilsunni stjórna ég víst ekki núna, mikið búin að reyna það... fólki breyti ég ekki, hef lengi haft vit á að reyna það ekki... þá er bara ég sjálf eftir... ég finn eitthvað sem ég get fært til betri vegar...
Annars er ég ferlega fín inn í daginn... og líka bara inn í nýtt ár ef því er að skipta... Er alger milljarðamæringur í fjölskyldufjársjóðum... á dásamleg börn og barnabörn og tengdadætur... yndislegar systur og frábæra vini... það er ekkert hægt að hafa það betra
Það eina sem mig vantar er heilsan... til að geta farið að vinna og taka þátt í daglegu amstri og bara í lífinu eins og ég er vön... Þar kemur óþolinmæðin mín aftur við sögu... ég veit alveg að mér batnar ekkert fyrr þó ég sé óþolinmóð... en ég verð samt ekkert þolinmóðari við að vita það...
Hætt þessu rausi og farin að skrifa á örfá jólakort... eigið góðan dag... þið ÖLL
Bloggar | 18.12.2011 | 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
... að vísu fyrir um það bil 2 vikum síðan, er hver er svo sem að telja Sjaldan verið svona jólalegt úti og inni fyrir jólin... eða kannski er það bara gullfiskaminnið mitt og ég sem erum eitthvað að leika okkur saman núna... Eða þá sú staðreynd að ég hef virkilega tíma til að taka eftir og njóta... hef ekkert unnið síðan í september og það hefur ekki komið fyrir áratugum saman að ég hafi ekki verið að vinna af mér rassg... þessa mánuði fyrir jól...
Í gömlu vinnunni minni var alltaf langmest að gera í desember, allir... eða eiginlega frekar allar... vildu láta gera hreina alla skápa og glugga og ljós og helst veggi og loft líka... Það er sem betur fer búið að breyta reglunum verulega í þessari vinnu til þess að gera nú ekki algerlega út af við þær sem vinna við þetta... Og viðhorfin hafa breyst líka... og þau máttu alveg gera það... við kyndum ekkert lengur með kolum eða olíu svo það verður ekkert eins skítugt inni hjá okkur eins og í gamla daga...
Búin að græja jólagjafirnar handa börnum og tengdabörnum og barnabörnum... Og svo líka eitthvað svona fleira sem ég er ekkert að segja neinum frá... enda geri ég það mestmegnis svo peningarnir mínir skemmist ekki... þeir gera það ef þeir eru ekki notaðir... og auðvitað til þess að mér sjálfri líði vel... ekkert nema sjálfselskan og eigingirnin...
Er formlega búin að skipta um nafn á þessu langa, leiðinlega veikindafríi mínu... núna heitir það hinu virðulega nafni Vetrarfrí (á Unnur Arnsteinsdóttir-ísku) og eftir nokkra daga breytist það og heitir þá Jólafrí...(bara svona á íslensku)... Ég er að hugsa um að fara í Jólafríið í kringum 20. desember... það verður alveg ný upplifun, man ekki til þess að ég hafi fengið jólafrí lengi... ekki á þessari öld allavega Jólafríið endist svo eitthvað framyfir áramótin og upp úr því ætla ég að fara að Vinna aftur... er að vísu búin að segja það nokkuð oft undanfarna mánuði, en ekkert verið að marka hingað til... Sko, jafnvægið mitt hefur alveg lagast... það mátti það nú líka... en mikið ósköp og skelfing gengur það nú hryllilega hægt... rauðvín og róandi næstum því alveg þaddna hinum megin við hoddnið bara... allavega með sama áframhaldi...
Aðventan er yndislegur tími og ég vona innilega að sem flestir geti upplifað hana þannig... og það ætti alveg að vera hægt, flest eigum við eitthvað sem við megum alveg missa... eitthvað sem gæti þá komið sér vel einhversstaðar annarsstaðar...
Eigið góðan dag yndin mín öll...
Bloggar | 15.12.2011 | 11:39 (breytt kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... í neinu ofvæni, en hann kom nú samt En ég var að bíða eftir nóvembermánuði og stundum fæ ég bara mun meira en ég bið um og langar í... oftast fínt bara
Í nóvember eiga tvö eldri börnin mín afmæli... og auðvitað fleira flott fólk, pabbi þeirra líka Og annað sem er svo gott við nóvember... á eftir honum kemur desember... uppáhaldsmánuðurinn minn, fyrir utan alla hina mánuði ársins... Hlakka alltaf svo til nóvember og desembermánaða... enda er það eiginlega aðal tilfinningin og meiningin með þessu finnst mér... tilhlökkunin... tónlistin... undirbúningurinn... samveran... fallegu ljósin og skrautið... Ætla ekkert að nefna bakstur eða neitt svoleiðis... finnst það ekki skipta öllu... og ekki ætla ég að mála... ekki að skipta neinu út, hvorki húsgögnum né gólfefnum... en ég væri vís með að skipta út gamla skítnum fyrir nýjan samt... Það eina sem ég ætla að eyða peningum í eru jólagjafir handa mínum nánustu... og sjálfri mér líka... auðvitað...
Það var ennþá október þegar ég tók yndislega jólahúsið mitt úr kassanum og kveikti á því... það er svo fallegt... skiptir litum svo rólyndislega... Þegar ég er búin að kveikja á einhverju svona jólajóla þá slekk ég ekki á því fyrr en ég tek það niður, einhvertímann í janúar og mér er alveg sama hvað hver segir...
Nenni ekki að skrifa mikið um heilsuna mína... á ekkert bágt... nema með fj... jafnvægið og smá hausverk af og til... verra gæti það nú verið... finnst samt verst að vera ekki farin að vinna ennþá... Kann ekki að vera bara heima og hugsa alfarið um bara mig og ekkert annað... það eru nú takmörk fyrir öllu...
Eigum góðan dag öll sem eitt... já... þú líka...
Bloggar | 2.11.2011 | 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... að ég taki hausinn af mér og hendi honum í næstu ruslarennu... ég er alltaf með hausverk, svima og leiðinda jafnvægisleysi og allt þetta í einum ógeðshrærigraut gerir mér ömurlega erfitt fyrir... bæði andlega og líkamlega Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað ég geri eða geri ekki... ég er svo skynsöm og samviskusöm að ég er fyrir löngu síðan orðin hrikalega hreint hrútleiðinleg... Tek lýsi og vítamín, reyki ekki, drekk ekki áfengi, drekk bara vatn og vel af því... borða hollan mat, ávexti og grænmeti allt í réttum skömmtum, fæ hæfilega hreyfingu á þrekhjólinu mínu oft á dag, passa að fá alltaf ferskt loft í gusum alla daga og í kaffidrykkjunni er ég komin á botninn í neðstu deild... Og svo hvað... ég er samt alveg ennþá og alltaf með hausverk og svima og leiðinda jafnvægisleysi... Og ef einhverjum skyldi nú detta í hug að nefna blótsyrðið þolinmæði einhversstaðar nálægt mér eða þessum reiðiblæstri, þá gæti höfuð viðkomandi alveg fengið að rúlla niður ruslarennuna um leið og mitt....
Kannski skemmtilegra og að ég tali nú ekki um uppbyggilegra, fyrir ykkur elskurnar mínar að fara í messu.....
Annars andsk... góð bara......... Ást og friður....
Bloggar | 23.10.2011 | 14:09 (breytt kl. 14:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar