Færsluflokkur: Bloggar

... og mars bara alveg að verða búinn... :-)

... skrifa í dag af því að ef ég fresta því til morguns þá haldið þið kannski að ég sé að reyna að gabba... en ég er bara alls ekkert flink við það... held það stafi mestmegnis af einhverskonar fattleysi... ;-) Og svo skrifa ég hér náttulega líka af því að ég er í fríi í dag og finnst ég hafa allan tímann í veröldinni til að hangsa við það sem mér dettur í hug... :-)

Búin að vinna núna 6 eða 7 daga í röð og mér sýnist ráðskonan hafa notað tækifærið og stungið af á meðan... :-D En það er auðvelt og ánægjulegt að bæta úr því... enda mitt eigið heimili og mér leiðist alls ekkert að dúlla mér hér... ;-) Bráðum ár liðið síðan ég keypti mér þessa íbúð og mér hefur ekki liðið svona vel í alveg ofsalega mörg ár... þegar ég flutti hingað inn var eins og ég væri að "flytja að heiman" í fyrsta skipti... hef nefnilega aldrei búið ein áður, en langað til þess afskaplega lengi... og það stendur algerlega undir öllum mínum væntingum... :-D

Lífið er einstaklega ljúft... einhvertímann hefði ég sagt "allt of ljúft" en ég er löngu hætt þeirri leiðinda hógværð... ég á allt gott skilið og rúmlega það... eins og reyndar allir aðrir... já eða... segjum langflestir aðrir... ;-)  

Á morgun eru 16 ár liðin síðan ég byrjaði að vinna hjá Heimaþjónustu Akureyrarbæjar... man bara dagsetninguna af því að það er fyrsti apríl... held samt að ég hafi ártalið á hreinu... nokkurnveginn allavega... ;-) Fór í viðtal á mánudegi, skilaði skriflegri umsókn á þriðjudegi og var byrjuð að vinna klukkan 8 á miðvikudagsmorgni... mjög svo stutt ferli... ! Of stutt fannst mér nú vegna þess að það var verið að senda mig inn á heimili til fólks... ég sjálf veit að mér er alveg treystandi, en fólk sem þekkir mig ekki neitt veit það ekki... ;-) Það var ekki haft samband við neinn fyrri vinnuveitanda... held líka að ég hafi mestmegnis verið ráðin út á nafnið hans pabba... það þekktu hann allir... held líka að langflestum hafi líkað vel við hann... og ég græddi á því... :-D

Í dag ætla ég bara að gera það sem mig langar til að gera... "vinna upp í slæpur" hérna heima... og hitta barnabörnin mín... kannski geri ég eitthvað fleira... kannski ekki... :-)

Verum góð... og brosum... líka til ókunnugra... það er svo gaman ! :-D *hjarta*

Pé ess: Bloggið mitt er orðið eitthvað ryðgað... kannski af því að ég hef ekki skrifað hér svo lengi... en ég get ekki sett inn "broskalla"... þeir vilja ekki límast... og á meðan ég fór fram að sækja mér kaffi þá hvarf hellingur sem ég hafði skrifað... ! :-D 

 

  

 

 

 

 

 


Sundurtekin lík... afmæli og almenn vellíðan... :-)

... ég átti afmæli síðasta fimmtudag... ekki svo sem í frásögur færandi, það eiga nú allir afmæli minnsta kosti einu sinni á ári... og best að eiga sem flesta afmælisdaga þá lifir maður víst lengurWink Ég lít á öll mín afmæli sem stórafmæli... bara af því bara... og mér er alveg sama hvað árin eru orðin mörg, sem sést til dæmis á því að ég stóð í þeirri meiningu og sagði öllum sem vildu heyra... og sjálfsagt fleirum... að ég yrði 57 ára en við nánari útreikning kom í ljós að ég varð 56... og það var ekki einu sinni ég sem fann það út...Tounge

Fékk marga yndislega gesti og knús og símtöl og afmæliskveðjur og dagurinn varð ennþá dásamlegri en ég hafði séð hann fyrir mér og þá er nú mikið sagt...InLove

Afmælissöngurinn var sunginn fyrir mig á fjórum tungumálum... íslensku, ensku, sviss-þýsku og hollensku... þvílík snilld...GrinHeart

Ég var búin að setja NEI-dag á afmælisdaginn í vinnuskýrslunni minni... ætlaði að vera í fríi... en eitthvað klikkaði það nú svo ég vann til 23 kvöldið fyrir afmælið mitt og byrjaði afmælisdaginn klukkan 9 morguninn eftir og vann til fjögur... hafði það samt af að setja á kökur og sollis... svaf bara aðeins minna og hafði gaman af...Grin

Ég var rétt komin heim og gestirnir mínir voru um það bil að setjast niður þá hringdi gemsinn: "Sæl ég heiti Xxxxx og ég er hérna á svörtum líkbíl fyrir utan hjá þér með tvö lík sem eru merkt þér" ! Það tók mig smástund að fatta þetta... vissi nefnilega ekki að lambakjötið mitt væri á leiðinni...Joyful Þá var þetta einhver maður... á svörtum bíl... að koma með tvo lambskrokka sem ég hafði pantað frá ágætum bónda austur á landi... líkbílstjórinn söng afmælissönginn í símann og rétti mér svo súkkulaðiköku um leið og hann afhenti mér líkin... hef ekki hugmynd um hvaða maður þetta er, aldrei séð hann áður og sé hann aldrei aftur... en þetta var alveg passlega skrítið... og skemmtilegt...Tounge

Sit hérna algjörlega afslöppuð á náttsloppnum við tölvuna og nýt þess að vera næstum því í helgarfríi... bara aðeins að vinna í kvöld og annað kvöld... það hefur snjóað hérna úti og mér finnst það allt í fínasta lagi bara...Smile Yndislegt útsýnið hérna út um gluggann... "snjóug" fjöll og risastór tré í fallegum haustlitum... gerist varla fallegra... á þessum árstíma...InLove 

Verð líklega að eyða einhverri stund niðri í geymslu í dag, við að pakka sundurteknum "líkunum" í minni pakkningar... og koma þeim betur fyrir í frystikistunni... ef ég nenni að hreyfa mig...Whistling

Svo mörg voru nú þau orð... vona innilega að öllum líði eins vel og mér... og bið ykkur vel að lifa...SmileHeartSmile 

 

 

 


Hef lítið annað að gera...

... en að fara vel og varlega með sjálfa mig... enda eins gott, ég á bara eina mig...Kissing Vaska samt upp megnið af deginum... könnuna af matvinnsluvélinni... hið mesta þarfaþing þessa dagana... sem og uppþvottaburstinn...Wink Það eru fj... sterar í töfludótinu sem ég er að setja ofan í mig og þeir æsa svo upp matarlistina að ég geng... já eða kannski frekar sit og ligg... með hungurtilfinningu allan daginn...W00t Þá gera nú súpur afskaplega lítið gagn... en súpur skulu það vera heillin...Wink

Held ég hafi aldrei áður komið inn á læknastofu sem leit svona alls ekkert út fyrir að vera læknastofa, eins og þessi þarna um daginn... það var skrifborð með tölvu og stóll og svo skoðunarbekkur... en það var ekkert á veggjunum nema gluggar og risastórt plakat með Hestalitunum... ætti kannski að fara að athuga málið eitthvað...Tounge

Sterar gera mig hálfgalna... en það kemur samt sem betur fer aðallega fram í einbeitningarleysi... svo núna er ég komin með ótal handavinnuverkefni... er meðal annars að prjóna dúkkuföt... valdi þau viljandi svo ég mundi kannski klára einhvertímann eitthvað...Whistling 

Ég hef ekki í mörg ár getað haldið lífi í pottablómum... gat það alveg hér á árum áður... var alltaf með mikið af inniblómum og fannst það alveg nauðsynlegt... fyrir utan hvað það var gamanSmile Átti nú samt tvö svolítið stór sem fylgdu mér í nokkur ár ekki alls fyrir löngu... annað var ættað úr einhverri eyðimörk og hitt úr Himalajafjöllum held ég... svo það átti hvaða klaufi sem var að geta haldi í þeim lífinu... en mér tókst að drekkja öðru og gleymdi hinu úti yfir nótt að vori til svo það fraus...Halo Átti bara eina gerfi-samt ekki úr plasti-rós þegar ég flutti hingað... held henni sé nú alveg örugglega óhætt...Grin

Habbý mágkona mín... mikil blómakona með meiru... færði mér tvö inniblóm um daginn... "Þú skalt sko víst eiga blóm og þú drepur þau ekki" sagði hún...Tounge Ætla ekkert að segja henni það... sjensinn að ég geti þagað yfir því... en mér tókst næstum að drepa annað blómið úr þurrki um daginn... en það slapp til...Shocking Nú verð ég aftur á móti að passa mig að drekkja því ekki... held mér hafi bara dottið þúsund sinnum í hug í gær að kannski ég ætti nú að fara og vökva blómin...Grin 

Annars ferlega góð inn í þennan fína dag... og þið vonandi líka...SmileHeartWink

 

 

 

 

 


Ekki drekka... ;-)

... ég er búin að finna til vinstra megin í kviðnum í nokkra daga... var búin að ákveða að það væri botnlangabólga... ætlaði bara að bíða þangað til botnlanginn gerði alvarlega uppreisn-yrði fjarlægður-málið dautt... þangað til mér var bent á að hann væri í langflestum tilfellum hinum megin... hvað ætli ég muni það...Tounge Mér líður samt alveg ágætlega ef ég hreyfi mig ekki neitt og borða ekki heldur... hvoru tveggja náttulega nauðsynlegt af og til en ekki til lengri tíma litið... ég verð stirð af hreyfingarleysi og óstyrk og geðvond af matarleysi... svo ég pantaði mér tíma hjá lækni...Cool

Ég er alltaf svo heppin og fékk tíma strax morguninn eftir... lenti hjá indælisafleysingalækni sem sagði mér að það væri ekkert þarna megin... ! Nú ? Í hverju finn ég þá til spurði ég... "nema ristillinn" sagði doksi og lauk setningunni...Grin Hann sendi mig í blóðrannsókn upp á spítala og þegar ég kom þaðan fann ég meira til í úlnliðnum... þar sem loksins tókst að kreista úr mér nokkra blóðdropa... en í síðunni...Shocking Það er samt ekki hægt að kenna snillingunum þarna uppfrá um það... þær gerðu sitt besta... það er bara ég sem er svona nísk á "eigur" mínar...Wink

Svo fór ég bara aftur í vinnuna og var passlega komin heim þegar doksi hringdi... sagði mér frá einhverjum pokum og bólgum og sýkingum þarna inni... ekkert hættulegt en hann vill að ég borði tvær tegundir af sýklalyfjum... 2 belgi 3svar á dag... og það má ekki drekka með þeim ! Errm Nú... æi... mér finnst svo vont að taka töflur án þess að drekka með þeim... "Nei það passar ekki með þessum töflum" sagði doksi... "En má ég ekki samt borða með þeim" spurði ég... "Jújú... það passar bara ekki að drekka áfengi ofan í þær" sagði hann ! Vinur... ertu að djóka ?W00t Það allra fyrsta sem mér dettur í hug þegar mér er sagt að borða einhvern haug af sýklalyfjum er að ég verði auðvitað fyrst að hendast í Ríkið áður en ég fer í Apótekið.... !Tounge

Hann spurði mig nefnilega um morguninn allt um það hvað ég væri vön að setja ofan í mig... og ég sagði honum að ég borðaði bara það sem mér þætti gott og færi vel í mig... og ég drykki ekki áfengi af því að mér þætti það ekki gott og það færi ekki vel í mig... Hann punktaði þetta samviskusamlega hjá sér en hefur líklega gleymt orðinu "ekki" þegar kom að áfenginu...Grin Nema ég líti svona agalega fyllibyttulega út...Whistling

Hann ráðlagði mér að taka það rólega í nokkra daga og bara borða súpur og svoleiðis... sem sagt ég á að lifa á lapi í viku til 10 daga... fer nú létt með að drekka bara allan matinn minn... sem má innihalda allan vökva nema áfengi...Tounge

Annars góð bara... og... það hljómar nú svolítið skemmtilega fyllibyttulega... núna ætla ég að fara að drekka hádegismatinn minn...Grin

SmileHeartWink


Ég greindist með....

... skemmtilega vandræðalega hraðablindu...Whistling Greindi mig að vísu sjálf... fór auðvitað létt með það, þar sem ég er að sjálfsögðu eini sérfræðingurinn í mér...Tounge Ég á Nissan Terrano... 7 manna bíl, alveg eðaleintak... aldrei verið svakalega sprækur en kemst allt sem ég siga honum samt... ég gríp sjálfa mig stundum við að bölva greyinu... sérstaklega á leið upp brekkur... finnst hann ekkert torka en geri honum samt oftast nær rangt til... ég gleymi nefnilega stundum... yfirleitt alltaf... að líta á hraðamælinn...Grin Þegar mér finnst hann varla komast áfram þá er mér alltaf óhætt að bæta allavega 30 við... ekki innanbæjar samt... þetta er bara út á þjóðvegum og þegar ég er ein í bílnum... alveg hreina satt...Smile Veit ég á ekkert að segja frá því en ég ók langleiðina heim til Akureyrar í gær á 90+++++ og leið alveg dásamlega...Cool

Að fara út að labba er með því leiðinlegra sem ég geri... labbið þarf að hafa tilgang... og ef hann er enginn þá nenni ég ekki... hef stundum pælt í að draga einhvern með mér á labbið en aldrei komið því í verk...Undecided En svo ákvað ég að hætta að láta svona... ég þyrfti engan með mér og tók mig til og samdi við sjálfa mig... að við mundum labba í vinnuna Ninna og ég... við mundum ekki fara inn í bílinn um leið og við gengjum fram hjá honum á bílastæðinu... það hefur gerst oftar en ég er tilbúin til að viðurkenna... og ef þetta yrði algerlega ómögulegt þá mundum við sko bara aldrei gera þetta aftur...Grin Þetta var fínt... enda brjálæðislega gott veður og mér leiddist ekkert... hitti nefnilega mágkonu mína á leiðinni og spjallaði við hana góða stund...Kissing Bendir allt til þess að þetta verði endurtekið einhvern góðan veðurdag...Tounge

Það er allt vaðandi í auglýsingum og alls konar greinum hér og þar um megrunar þetta og hraðbrennslu hitt... einn heldur því fram að það megi ekki borða þetta og ekki hitt en svo kemur einhver annar sjálfskipaður heilsugúrú og segir að það eigi einmitt að borða þetta en alls ekki hitt... getur verið mjög ruglandi fyrir venjulegt fólk að ætla að fylgjast með... sérstaklega að reyna að fara eftir þessu öllu...W00t Allskonar lífrænar... og þá með áheyrslu á lífrænt takk... grænmetisgrjónasafablöndur... búst eða hvað það er kallað... á helst að drekka í tíma og ótíma og ekkert annað getur mögulega gefið skrokknum nægilega næringu nema eitthvað svoleiðis...Errm Sko... ég borða bara það sem mig langar í og mér finnst gott og ætla að halda því áfram... ég ræð sem sagt alveg við að borða ávexti án þess að skella þeim í blandarann og drekka þá og grænmeti tygg ég einfaldlega og það rennur afskaplega ljúflega niður með kjöti og fiski... og stundum jafnvel eintómt...Wink

Heilbrigður lífsstíll er að sjálfsögðu nauðsynlegur og til að fá næga næringu þarf einfaldlega að borða fjölbreytta fæðu... það er ekkert flóknara en það... og mér finnst einmitt svo gott að hafa hlutina einfalda...Grin

Hafið það best og helst betra... þangað til næst... SmileHeartGrin

 

 


Allt í einu er sumarið komið...

... og 17.júní á morgun ! Wizard

Búið að vera dásamlegt veður hér á norðurhjaranum undanfarið... og hvað ég var búin að bíða leeeengi eftir því... Grin

Já svo er ég flutt í íbúðina sem ég keypti mér... tveggja herbergja íbúð bara handa mér og engum öðrum... og ég nýt þess svo að ég á ekki nægilega mörg og sterk orð yfir það... og þá er nú langt gengið... ! Wink Reyndar í fyrsta skipti á ævi minni sem ég bý ein... það var sko löngu kominn tími til að prófa það... ! InLove Held ég hafi aldrei verið svona fljót að pakka upp úr kössum áður, enda fullt af alls konar dásamlegu dóti sem ég var löngu búin að gleyma að ég átti... bara endalaust jól og afmæli í nokkra daga...Tounge Hélt mér mundi kannski leiðast þegar það væri búið en það er nú öðru nær... mér leiðist aldrei, enda hef ég nú líka fínan félagsskap af fleirum en sjálfri mér oftar en ekki... Grin En mér hefur samt aldrei leiðst einni með mér... mér finnst ég nefnilega skemmtileg svo ég á aldrei erfitt með að vera ein... þvert á móti... án þess þó að teljast félagsfælin... Wink

Svo er ég nú líka að vinna af og til... og taka á móti gestum og gangandi... og hengja upp myndir, maður hendir þeim nú ekkert í hugsunarleysi upp á veggina... og bara njóta þess að vera til... ! Kissing

En... ég lenti í vinnuslysi um daginn... ég braut nögl ! W00t Já og það er sko ekkert fyndið... jú reyndar núna... en ekki þá, vegna þess að neglurnar mínar eru svo sterkar að það þarf heljarinnar átak til að brjóta eina svoleiðis... og það var ferlega vont skal ég segja ykkur, svo það flokkast sannarlega undir vinnuslys... að mínu mati... ! Whistling Vinn náttulega með stórvirkar vinnuvélar... hjólastóla og lyftara og svoleiðis... og ef ég get ekki slasað mig á þannig tækjum þá getur enginn það... ! Tounge Reyndi ekkert að fá frí út á þetta slys samt... enda alltaf í fríi finnst mér... þessa dagana er ég til dæmis í smá sumarfrís-bút, þangað til um næstu helgi... Smile

Jæja... nú ætla ég að halda áfram að... gera ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut... minnsta kosti hvorki af viti né gagni og hafa gaman af því... Grin

Hafið það gott við leik og störf... til sjávar og sveita... hérlendis sem erlendis... SmileHeartGrin

 

 

  

 


Hef svolítið verið að velta fyrir mér...

... kjaftasögum... baktali... eða sem sagt þegar fólk talar um eitthvað sem það hefur bara frétt einhversstaðar um einhvern, trúir því eins og nýju neti og dreifir því svo bara áfram án þess að hafa nokkra sönnun fyrir því að það hafi bara yfirleitt átt sér stað...Woundering Við gerum þetta líklega öll... því miður... en mig persónulega langar til að halda að ég geri ekki voðalega mikið af því að fara með staðlausa stafi... ekki endilega vegna þess að ég sé svo góð manneskja... sem ég reyni nú samt að vera... heldur meira kannski vegna þess að ég er svolítið gleymin...Cool

En gleymsku minnar vegna ættu náttulega svona sögur... og þá er ég að meina um mig... að koma sér vel... ég gæti þá komist að því úr öllum áttum hvað ég gerði og sagði við hin ýmsustu tækifæri... og þyrfti þá ekki að hafa fyrir því að muna það sjálf...Tounge Ættu að koma sér vel já... en það bara virkar víst ekki þannig... ég er að heyra hinar og þessar sögur um hvað ég hef gert... og hvað ég hef ekki gert... en get ekki með nokkur móti munað eftir einu sinni helmingnum af því... sem er svolítið skrítið vegna þess að ég er nú ekki alveg dottin út sko... og svo hef ég heldur ekkert verið spurð...Wink

Það er auðvitað deginum ljósara að ef einhver vill vita eitthvað um mig... hvað ég hef gert eða ekki gert... þá er langbest að spyrja mig bara... ef mér finnst viðkomandi þurfa að vita það og líka þá svo framarlega sem ég man það, þá er mér ljúft að segja frá...Smile Alltaf best að hafa upplýsingarnar frá fyrstu hendi... svona allavega þær sem ekki komast bókstaflega á síður mannkynssögunnar... og ég leyfi mér að halda því fram að mínar athafnir... já og/eða athafnaleysi... koma ekki til með að taka pláss þar...Tounge 

Ég er ekki bara svolítið gleymin, ég er líka svolítið löt... ég sem sagt nenni bara að lifa mínu lífi... hugsa um það og einbeita mér að því... aðrir verða bara að fá að lifa sínu lífi án afskipta frá mér... og eiga líka svo innilega sjálfsagðan rétt á því...Joyful Og svo má einfaldlega bara orða það þannig að ég hef barasta ekki nokkurn einasta rétt á að skipta mér að því sem mér kemur ekkert við...GetLost

Annars bara... að venju... býsna góð inn í þennan sólríka sunnudag... sólin er sko þarna uppi, hún bara sést ekki alveg í augnablikinu... og það eru bara 10 dagar þangað til ég fæ íbúðina mína ! GrinHeartSmile


Einfalt mál... eða ekki... ;-)

... þó ég bloggi aldrei um stjórnmál þá hef ég alveg skoðanir á hinu og þessu í þeim geiranum... en skil samt ekki alveg allt þar frekar en annarsstaðar...Wink Eitt hefur dálítið vafist fyrir mér undanfarið og það eru öll þessi litlu framboð... af hverju eru þau allt í einu að koma fram korteri fyrir kosningar... ? Vissi þetta fólk ekki fyrr en rétt fyrir skilafrest til framboðs að það hefði áhuga á pólitík og langaði að vera með... ? Er ekki búið að vera alveg ljóst... og það bara nokkuð lengi... að það eru kosningar til Alþingis fjórða hvert ár hér á landi ? Hefði ekki verið skynsamlegra og vænlegra til einhvers árangurs að vera búin að stofna flokk eða einhverskonar hreyfingu til dæmis í fyrra... eða jafnvel fyrr... undirbúa þetta almennilega, kynna vel og gefa sér góðan tíma í að vanda sig við að velja fólk sem gæti verið á framboðslista... ? Mér finnst þetta ekkert traustvekjandi eða trúverðugt að koma bara svona allt í einu eins og skrattinn úr sauðaleggnum...Woundering

Mér finnst þetta svona svipað eins og fólk sem heldur alltaf jól og veit alveg að þau koma á hverju ári... og það er nú ekki einu sinni verið að rugla með dagsetninguna á þeim... en fer samt af stað í stresskasti rétt fyrir hver einustu jól eins og þau komi alltaf jafnmikið á óvart...Tounge 

Það var hringt í mig frá einu af þessum litlu framboðum um daginn og ég spurð hvort ég vildi vera á listanum hjá þeim, af því að maðurinn hafði frétt frá einhverri konu að ég væri góð í vinnunni minni... og ég varð sko að svara strax af því að listinn þurfti að fara í vél... líklega flugvél... daginn eftir... ! Hvurslags vinnubrögð eru þetta ? Shocking Ég varð auðvitað að samþykkja þetta með vinnuna mína og að þessi kona hefði auðvitað alveg rétt fyrir sér...Grin En, nei takk ég ætlaði ekki að vera með á þessum lista... þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að fólk hlýtur að fá að hugsa sig um áður en það fer út í eitthvað svoleiðis... og vill kannski líka vita eitthvað um það sem það er beðið að taka þátt í...Wink En af því að maðurinn þekkir mig alls ekki neitt og veit sem sé ekki að ég segi ekki alltaf allt sem ég meina, en meina allt sem ég segi þá strögglaði hann góða stund og spurði mig nokkrum sinnum... í einu og sama símtalinu... hvort ég mundi ekki alveg örugglega skipta um skoðun...Tounge Þegar hann svo sannfærðist að lokum um að það mundi ég bara alls ekki gera, þá bað hann mig að nefna eitthvað annað fólk sem ég héldi að mundi vilja gera þetta... honum var greinilega alveg sama hvaða vitleysingur tæki sæti á þessum lista svo framarlega sem hægt væri að manna hann áður en hann þurfti að fara í vél daginn eftir... !W00t Á það bara að vera nóg ? Mér finnst það ekki...Wink

Annars ferlega góð inn í mitt fína helgarfrí og hef ekki miklar áhyggjur af þessu...Grin Tuttugu og fimm... 25... dagar þangað til ég fæ íbúðina mína... vorið að koma... og lífið er dásamlegt...InLove  

Góða helgi góða fólk...SmileHeartSmile

 


Afslöppuð og endurnærð...

... eftir mitt prívat og persónulega "páskafrí" undanfarna tvo aðgerðaleysisletidaga...Joyful Virkilega farin að pakka í huganum þessu litla sem ég er með hér af búslóðinni minni... flyt eftir 5 vikur...Wizard Og ef ég þekki mig rétt... sem ég geri vissulega... þá verð ég sko ekki búin að ganga frá öllu... nema þá bara í huganum... 15. maí... daginn sem ég fæ íbúðina afhentaTounge Svo kannski þyrfti ég bara að fresta flutningunum þangað til daginn eftir... neinei, segi bara svona... það mundi nefnilega ekki breyta neinu...Grin

Ég hlakka alveg óskaplega til... og veit mér kemur til með að líða dásamlega... á mínu eigin heimili... loksins...InLove Það er alveg sama í hvaða herbergi eða húsi eða bæ eða landshluta eða landi maður býr... ef maður er ekki ánægður með sjálfan sig og líf sitt og það sem maður er að fá út úr því, þá getur maður alveg eins bara húkt í einhverju horni... aðrir veggir eða annað tungumál breytir þá engu þar um... þá er einhverra annarra aðgerða þörf...Errm En málið er að ég er bara svo innilega ánægð með sjálfa mig og það sem ég er að gera í lífinu, vinnunni og einkalífinu að það er miklu meira en öruggt að ég verð ánægð...Grin

Meira að segja farin að hlakka til að baka... og sauma á saumavélina mína... og það hef ég ekki gert í mörg ár... einfaldlega bara alls ekkert langað til þess... en nú er öldin önnur...Kissing

Auðvitað hef ég mín vandamál eins og aðrir... en ég kýs að hafa þau ekki uppi á borðinu, miklu skemmtilegra að að geyma þau undir borðinu só tú spík... Wink Enda eru mín vandamál meira svona lúxusvandamál frekar en hitt...Cool

Að vísu er eitt sem ég á mjög erfitt með... það er nú dálítið alvarlegt mál eiginlega... og ég veit ekki alveg hvernig ég á að tækla það... það getur enginn hjálpað mér við það... verð að finna út úr því sjálf... og það er erfitt... Halo Það er þetta með að haga mér eins og DAMA... ég þarf sko að reyna að temja mér það... sem sagt að hreyfa mig rólega og yfirvegað=dömulega þá... ef ég þarf að snúa mér við... gera það hægt og rólega=dömulega... ef ég er að reisa mig upp... gera það hægt og rólega=dömulega... til þess að ég missi ekki fjandans jafnvægið í tíma og ótíma og rúlli ekki um koll eða slagi vægast sagt miður dömulega um öll gólf...Tounge Sem betur fer er ég ekki mjög spéhrædd svo þetta "hrikalega alvarlega vandamál" liggur alls ekki þungt á sálinni... meira svona að þetta fari í taugarnar á mér... hefur kannski... en samt bara kannski... eitthvað með óþolinmæði að gera...Whistling

Annars ferlega góð bara... eins og alltaf... og fer að vinna í fyrramálið... afslöppuð og endurnærð...Joyful

Þangað til næst... látið ykkur líða vel... SmileHeartSmile

 

 

 


Alltaf eitthvað gott að gerast.... :-)

Í september í hittifyrra skrapp ég á sjúkrahús í Svíþjóð í geisla sem áttu að hægja á og helst stoppa vöxtinn í æxli í höfðinu á mér... átti bara að vera svona smá... bara tvær til þrjár vikur að jafna mig, æxlið steinsofandi og málið dautt...Smile En... smá óheppni líklega, frekar en misskilningur... ég var heima með svima, hausverk og ógleði í 6 mánuði... ekki gaman, en það er búið... svona aðalatriðum...Wink Fór að vinna í febrúar í fyrra algerlega á þrjóskunni einni saman... en æxlið virðist vera alveg steinsofandi... og sefur vonandi vært næstu áratugina...Sleeping En... það sem verra var og ég eiginlega áttaði mig ekki á lengi, var að það hvarf svo mikið við þetta brambolt... ekki bara jafnvægið og heyrnin á öðru eyranu... heldur líka þrekið, sjálfstraustið, frumkvæðið og framkvæmdagleðin... sem er alveg nauðsynlegt að hafa...Undecided Þetta allt varð að öllum líkindum eftir einhversstaðar í kjallaranum á Karólinska sjúkrahúsinu... enda engir smá rang(h)alar þar niðri skal ég segja ykkur...Tounge

Ég áttaði mig samt ekki á því að ég hafði tapað þessu öllu fyrr en það fór að koma til baka... held minnið hafi líka orðið eftir... minnir að ég hafi gleymt að telja það með...Grin Það er ekki fyrr en nú í vetur að mér fannst þetta vera að koma til baka... og þá kom það líka svo hressilega að ég hentist af stað og keypti mér íbúð... og ég sem á ekki krónu með gati ! Mætti nú vera minna og jafnara... en mikið er þetta dásamlegt samt...Wizard

Búin að vera "í hoddninu" hjá yngri syninum... og búslóðin í skemmunni hjá þeim eldri, síðan haustið 2011... átti bara að vera í örfáa mánuði... þangað til ég væri búin að fara í þessa smá geisla þarna úti... teygðist aaaaaðeins úr því, en nú er það búið og ég loksins að flytja á mitt eigið heimili 15. maí 2013... og allir voða kátir...Tounge 

Ég hef aldrei á ævi minni búið ein, en mig er búið að langa til þess í ótal mörg ár og hlakka ofsalega mikið til...GrinAlltaf annaðhvort búið með manni og börnum eða bara börnum eða bara manni... nú er það bara égummigfrámértilmín... InLoveÞað verða líka endalaust jólogafmæli hjá mér þegar ég fer loksins að taka upp úr kössunum... ég man nefnilega voða lítið hvað er í þeim...Whistling Hef auðvitað grun um það en man ekkert endilega hvað ég á og á ekki þar... enda aldrei verið í sterku andlegu sambandi við dauða hluti... nema að sjálfsögðu Elskubílinnminnbláa en það er allt önnur saga...Wink 

Ferlega ánægð með lífið... eins og alltaf að vísu... en alveg sérstaklega núorðið... svo er líka sól úti...InLove

Hafið það gott, betra og best...SmileHeartSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband