Færsluflokkur: Bloggar

Sko...

... ég skrifaði þessa líka frábæru færslu hérna í gær, hún var eins og gefur að skilja fyndin, andrík og fræðandi... minnir kannski svolítið á söguna um stóra laxinn sem slapp... ýtti á vista/birta og hún hvarf út í tómið og hefur ekki sést síðan...Woundering Ég skrifaði umsjónarmanni bloggsins sem hefur stundum hjálpað mér, en hann sagðist ekki sjá nein merki um að ég hefði verið að skrifa neittPinch   Nei... jæja góði, ég fór þá auðvitað bara í fýlu og skrifaði ekkert meira þann daginn... nei nei, smá skrökvulygi... gaf mér ekki tíma bara...Tounge Búin að lengja vinnudaginn í annan endann... byrja fyrr suma morgna og er þá búin fyrr á daginn í staðinn... það er fínt. Hér er bara ekkert lát á sumrinu... sól og fínn hiti... hélt ég mundi steikjast lifandi hérna úti á palli um miðjan daginn í gær... en það slapp til öllum til mikils léttis... líklega þó aðallega mérGrin Vaknaði eins og venjulega klukkan 5 að staðartíma og líður vel með því... hef aðeins fengið að heyra að þetta sé hálfgerð geðveiki og meira að segja hefur mér verið ráðlagt ekki af lækni samt, að fá mér svefntöflur við þessu...Shocking Það verður nú ekki í þessu lífi sko... ég ætla ekki að fara að bryðja töflur við þeirri einföldu staðreynd að ég læt ekki tölustafina á klukkunni stjórna því hvenær ég er útsofinCool Elskurnar mínar ég er farin út í sólina... ég ætti kannski að klæða mig fyrst... þegar líður á þennan dásamlega morgun fer ég svo út "að þjónusta" skjólstæðingana mína... Smá íslenskubaga fyrir Sigga og syniLoL Eigið yndislegan dag elskurnar mínar allar... það stefnir allt í það hjá mér líka, vegna þess að ég er ákveðin að hafa það svoleiðisSmile Heart

Vorvindar glaðir....

Bara verð að skrifa aðeins hérna þó ekki nema rétt til að geta skipt út þessari leiðinda fyrirsögn í síðasta pistli... Tounge Hér er nefnilega sól...arglæta núna og klukkan sjö í morgun var kominn 10 stiga hiti, baaaara dásamlegt og hlaut að fara að koma að þessuGrin Einhvern næstu daga fáum við mann með alls konar útbúnað til að moka upp úr þessu meinta bílaplani okkar hérna við húsið og gera það að alvöru bílaplani, þar sem aðaláheyrslan verður lögð á efnið möl í staðinn fyrir efnið mold. Mold er góð sem undirlag fyrir gras og í beð, en afskaplega óhentugt efni í bílastæðiShocking Svo er bara að smíða pallinn... það verður gaman og lítur einna helst út fyrir að við getum klárað hann í sumar... sem væri mjög fínt af því að svoleiðis nýtist eiginlega best á þeim árstímaJoyful Ferlega góð inn í þennan frábæra dag og farin að bíða eftir barnabarninu okkar númer 36... neinei bara númer 13 og ég vil ekkert bull um þessa tölu... tæknilega séð er þetta bara mitt barnabarn númer tvö... en okkar sameiginlega númer 13... Spúsi á 11 barnabörn... 8 alvöru og 3 fengin að láni, ég er alveg að ná honum sko...Halo Blessað barnið á að koma í heiminn í kringum næstu helgi, en af því að ungbörn eru þekkt fyrir að koma helst aldrei á fyrirfram ákveðnum tíma þá er ég ekki búin að taka til neinn sérstakan dag... LoL Bara bíð og hlakka til, ég gegni nefnilega afskaplega mikilvægu hlutverki í þessu öllu, ég sé um að gæta tilvonandi stóru systur á meðan hún er að eignast litla systkynið sittInLove   Farin í vinnuna... rétt bráðum... aðeins að prjóna fyrst... eigið dásamlegan dagSmile Heart

Uss nú er það svart maður...

... bara allt orðið hvítt ! Muna: klára allt sumarfríið á þessu ári... og þá helst á árstíma þar sem er minni hætta á snjókomu... til dæmis í júní - júlí - ágúst... góð hugmyndGrin Annars svo sem gerir það mér ekkert til þó það sé snjór yfir öllu... hann er úti, ég er inni... og hef það svakalega gott, hef það eiginlega allt of gott bara...Joyful Ég er að prjóna... ekkert svakalega fréttnæmt... rauðan kjól á enn sem komið er, yngsta barnabarnið... Dundaði mér við það þó nokkra stund í gærkvöldi, sem kallast á mínu máli að "prjóna aftur á bak"... læt ekki ná mér dauðri við að viðurkenna að ég hafi þurft að rekja upp...Tounge Nýjasta afkomendaafurðin okkar á að líta dagsins ljós núna einhvern næstu daga... þá verður hún Linda litla sonardóttir stóra systir og hún er orðin svooo stór að hún er komin með stærra herbergi og fullorðins rúm og risasæng og allt... ekkert litlubarnadót þar skoInLove Ég píndi með ekkert svakalega móðurlegri aðferð, út úr syni mínum hinum verðandi tveggja barna föður, hvað barnið ætti að heita og fékk stelpunafnið, fallegt nafn... lofaði samt að segja ekki frá því...Wink En strákanöfnin leist mér ekkert á... ég held nú samt að hann hafi bara verið að hefna sín á mér fyrir frekjuna...LoL Hann sagði að barnið ætti að heita Friðþjófur eða Stormur... ok Friðþjófur er svo sem gott og gilt íslenskt nafn, en blessað barnið á svissneska móðurfjölskyldu og ég veit ekki hvernig útkoman verður þegar svisslendingarnir ætla að fara að bera það fram... gæti nú orðið svolítið skondið að vísu en ekkert gaman fyrir blessað barnið þegar frá líðurShocking Og Stormur finnst mér fínt nafn á hest...  ! Annars ferlega góð inn í þennan frábæra dag, farin að fá mér fleiri köff... og prjónaCool Eigið góðan dag í allan dag elskurnar mínarSmile Heart

Ég get alveg sagt ykkur það...

... og ég stend við það... ef þessi ungi maður sem núna á yfir höfði sér að afplána dóm fyrir eiturlyfjasmygl í Brasilísku fangelsi væri sonur minn eða náinn ættingi, þá væri ég núna farin á límingunum af áhyggjum og vanlíðan... og rúmlega það. Ég mundi vilja að hann færi í fangelsi fyrir það sem hann braut af sér, en ég mundi ekki vilja að hann væri dæmdur til pyntinga og/eða dauða samt... Eins og það sé ekki nóg fyrir aðstandendur þessa unga manns að hafa þurft að fylgjast með honum verða þessum hryllingi að bráð... eiturlyfjunum. Ég er svo ljónheppin að hafa ekki þurft að upplifa það að börnin mín leiddust út í fíkniefnaneyslu og ég þakka það engu öðru en einskærri heppni ! Það er skelfilegt að vera svo háður fíkniefnum að viðkomandi gerir hvað sem er til að nálgast efnin... og þá meina ég hvað sem er ! Það er líka skelfilegt að vera aðstandandi fíkils og geta ekkert gert til að stoppa þetta, hjálpa honum, laga... neyðast til að horfa upp á börnin sín og/eða aðra ættingja í þeim sporum. Það er alveg sama hversu börnin okkar eru vel gefin og svo framvegis... það fer ekkert endilega eftir því frá hvernig heimilum þau koma... það er í raun ekkert sem við getum gert nema reyna að tala við þau... og oft er það ekkert nóg heldur. Einhversstaðar sá ég sagt um þennan ógæfusama unga mann að hann væri glæpamaður inn við beinið... mér finnst það virkilega vanhugsuð fullyrðing. Hann er auðvitað orðinn fíkill inn við beinið, en en ég get ekki séð að það sé neitt samasemmerki þar á milli. Svo aftur á móti leiðist fólk út í glæpi vegna fíkninnar... vegna þess að það er eina úrræðið sem það hefur orðið eftir til að fjármagna þetta heita helvíti. Ég er ekki að afsaka eða reyna að réttlæta það sem hann gerði, mér finnst bara sárt að lesa hvað sumir eru skammsýnir og dómharðir... Í rauninni vorkenni ég þessum unga manni ekki svoleiðis, þú hefur val... þú þarft ekki að taka fyrsta sopann, fyrstu töfluna, fyrstu línuna... sprautuna eða hvað svo sem þetta heitir allt saman...hann vissi hvað hann var að gera og hann gat farið aðrar leiðir, en líklega er skynsemin og rökhugsunin það fyrsta sem fer forgörðum í fíkninni... er það ekki rökrétt ? Ég hef mikla samúð með fjölskyldu hans og ástvinum...Heart

Af mínum hvunndagshetjudáðum ;)

Æts, ég verð að viðurkenna að það dregur nú pínulítið niður í mér þegar ég lít út í morgunsárið og sé snjó á bílnum mínum... Ekki það að ég hafi áhyggjur af bílnum... neeeei, ég var bara komin með það algerlega á hreint að það væri komið vor...GetLostÞað spilar samt ekkert inni að ég er í fríi þessa vikuna, ég átti ekkert von á þessu fríi og er auk þess búin að eyða dögunum mest inni... inni heima hjá mér, inni í bankanum og inni í tryggingarfélaginu... sem enn er okkarWinkMér tókst í alvarlegu tiltektaræði að láta lækka greiðsluþjónustuna okkar um tæp 50 þúsund á mánuði og komst að því eftir skrítnum krókaleiðum að við erum búin að borga brunatrygginguna af Fjallakofanum í meira en ár... alveg síðan við seldum hannWounderingMaðurinn sem ég talaði við hjá tryggingafélaginu reyndi eins og hann gat að rugla mig í ríminu og honum tókst mjög vel upp þegar við fórum að tala um upphæðir, gjalddaga og endurgreiðslur... allt það sem lætur mig komast í svona ástand sem ég held að líkist mest blackuot-iShockingMinnug þess að sókn er besta vörnin, sagði ég honum að sama hvernig hann sneri út úr þessu fyrir mér, þá fyndist mér þetta samt allt of dýrt og ég væri á trítlinu á milli tryggingarfélaga til að láta gera mér einhver góð tilboð... DevilÞað virkaði eins og fínasti afruglari á hann og hann sagðist ætla að vinda sér í að reyna að lækka þetta eins mikið og hægt væri... síðan hefur ekkert til hans spurst... enda var þetta nú bara í gærToungeEngar hvunndagshetjudáðir í dag... ég ætla að mæta á uppáhaldssnyrtistofuna mína núna fyrir hádegið og koma þaðan út ennþá fallegri en ég er... það má alltaf bæta aðeinsJoyfulEigið góðan dag elskurnar mínar allar og klæðið ykkur vel, þetta var stutt vor og við verðum bara að vonast eftir snjóléttu sumriGrinHeart

 


"Kona um fimmtugt í annarlegu ástandi..."

Heyrði þessa setningu í fréttunum í hádeginu... datt fyrst í hug að einhver hefði séð til mín í morgun þegar ég fór út í bíl á náttsloppnum og sótti möppu sem mig vantaði... ToungeÉg er nú eiginlega í svolítið annarlegu ástandi... ég er í sumarfríi og var bara ekkert farin að finna fyrir neinni sérstakri þörf fyrir það... en það má alveg venjast þessu... held ég...WinkÉg skilaði vinnuskýrslum í morgun og ætti auðvitað alls ekki að segja frá því, en ég sagði verkstjóranum mínum rétt si svona í leiðinni, af því að hún var eitthvað að vandræðast með fólk til að leysa af, að hún gæti nú alveg hringt í mig ef hana vantaði hjálp...WhistlingÞað er ekki allt í lagi með þessa konu... sem er égShockingÞað fór fram alvöru skógarhögg hérna á lóðinni um helgina, sonur minn kom og sagaði helling af risaöspinni okkar og felldi svo eitt tréð sem var orðið svo ljótt. Vinur okkar kom á svona lyftaradæmi með skotbómu... nei ekki fallbyssu, heldur svona krana sem er hægt að framlengja... svo var karfa á endanum til að lyfta skógarhöggs manninum upp í hæstu hæðir. Ég gat ekki stillt mig, samt er ég svaðalega lofthrædd... og fór með upp í körfunni með myndavélina... set inn myndir því til sönnunar á eftirLoLÉg var að drepast úr kulda eða kannski var það bara hræðslan, en þetta var tækifæri sem ég bara gat alls ekki látið ónotaðCoolFann samt ekkert  fyrir lofthræðslunni fyrr en ég var komin niður aftur...HaloEigið góðan dag, það sem eftir er af honum, ég ætla að halda áfram að.... gera ekkertSmileHeart

Pé ess: Búin að setja inn myndirnarGrin


Það var og...

Hef ekki verið í neinu stuði til að skrifa hérna... og þá er nú fokið í flestan skít eða orðið hart um skjól eða eitthvað svoleiðis...ErrmMeð hausverk og er óðum að fyllast af kvefi... frábær tímasetning þar sem ég var að byrja sumarfrísleifarnar mínar í gær...PinchUpplifði leiðinda martröð í nótt... nei nei róleg bara, ég ætla ekkert að segja ykkur frá draumunum mínum... ætla bara að deila því með ykkur að ég vaknaði hvað eftir annað hnerrandi... bara svo þið vitið þaðToungeÞað stóð svo mikið til um helgina, kaffi hjá bloggurum, kleinubakstur og hvaðeina, en ég fer ekki neitt og geri ekki neitt, ef mér fer ekki að líða betur þegar líður á daginn...GetLostAnnars ferlega góð inn í daginn... var þetta ekki bara svona frekar sannfærandi ?WhistlingVið erum að verða búin að hugsa stóra sólpallinn okkar upp úr jörðinni, erum komin með efni í hann... línu til að marka hvar staurarnir eiga að vera svo þeir verði í beinni línu, alltaf skemmtilegra... fín byrjun baraGrinÞað eina sem mig langar að gera núna er að leggja mig... ok lasin og ekkert meira um það og af því að ég er ömurlegur sjúklingur, þá ætla ég bara að hafa það með sjálfri mér og óska ykkur öllum dásamlegrar helgarWinkHeart

Góður vinur minn á afmæli í dag: Til hamingju með afmælið Siggi minnKissingWizard  


Það er ekkert leyndarmál...

... að ég mála mig alls ekki á hverjum degi... andlitið á mér þyrfti þess sjálfsagt örugglega við, en ég í sjálfinu mínu hef enga þörf fyrir þaðWink Ég mála mig nú samt stundum þegar mig langar að vera voðalega fín og sæt fyrir spegilinn, en það er aldrei á dagskrá hins venjulega hversdags hjá mér. Klikka svo aldrei á að fara reglulega í plokkun og litun, annars sæist bara drapplitt blað þar sem andlitið á mér erWhistling Datt inn á góðan þátt á Skjá 1 í gærkvöldi sem heitir Nýtt útlit... virkilega góð ráð sem maðurinn gaf og gaman að sjá hvað hægt er að gera margt gott fyrir útlitið, bæði andlit og líkama. Ég fylgdist með af áhuga þangað til hann fór að sýna alla burstana til að nota við förðun, en þá var mér nú eiginlega allri lokið... einn fyrir kinnbeinin, einn fyrir ofan augun, annar fyrir neðan augun, einn í kringum nefið og svo framvegis..... fyrir púðrið og fyrir augnskugga og jahérna jájá, nefndu það baraW00t Ef ég hef fram að þessu haldið að ég kynni að mála mig, þá hvarf það álit mitt í einu hendingskasti...Crying Mér létti nú samt gífurlega þegar hann tók það fram að það væri nú kannski ekki alveg bráðnauðsynlegt að eiga alla 24 burstana... sem er gott vegna þess að ég kæmist aldrei nokkur tímann fram úr þvíTounge Ég á samt alltaf rakakrem fyrir andlitið og nota það meira að segja, átti bæði dag og næturkrem... næturkremið notaði ég þegar dagkremið var búið... enda get ég ekki skilið að það skipti máli hvort er hvað, ég er alltaf með sama andlitið... bæði á daginn og nóttunniGrin Og þá vitiði það... og núna ætla ég að fara út í þetta yndislega veður, alla leið útí bíl og bruna í vinnuna... ómáluðLoL Eigið dásamlegan dag elskurnar og ég meina þaðSmile Heart

Það er komið vor...

... bæði í mig og náttúrunaGrin Ég vakna í björtu og jafnvel stundum í sól, alveg sama hvað klukkan er og borða líka kvöldmatinn í björtu ! Ég geri nú fastlega ráð fyrir því að þetta sé svona hjá fleirum en mér, örugglega til dæmis niðri á Eyri og jafnvel úti í Þorpi líkaTounge Ferlega góð inn í þennan fína dag, þó svo að fjármálin séu svolítið að þvælast fyrir mér þessa dagana... en það lítur úr fyrir að lagast þegar líður á sumarið og ég verð nú að segja að ég er mjög ánægð með það, þó það mætti nú alveg gerast áðan...Devil Mér og mínum að meinalausuHalo Svo er ég ánægð með þá staðreynd að í dag er vinnuvikan hálfnuð... ekki á morgun eins og venjan er, ef þið skylduð nú ekki hafa áttað ykkur á því...Wink Enn eitt er ég ánægð með og það er að klukkan 15.18 á fimmtudag er ég komin í 10 daga frí... alveg í frí úr öllum vinnum nema sjálfboðavinnunni hérna heima auðvitað ! Síðustu forvöð að klára gamla sumarfríið, svo vinn ég í mánuð og fer þá í sumarfrí 2009... í svona 2 mánuði eða svo ! Það er nú ekki eins og maður/kona nenni að vinna eitthvað... Enda hef ég heyrt sagt um  bæjarstarfsmenn að þeir fari í öllu eftir hinni göfugu Ólympíuhugsjón... ekki endilega málið að vinna... bara vera meðLoL Á laugardaginn er bloggarakaffi, fyrsta skiptið sem ég get mætt og það ætla ég sannarlega að gera, ég verð nú að fá að hafa gaman líka. Þessar elsku dúllur breyttu dagsetningunni núna, svo að við sem vinnum alltaf aðra hvora helgi gætum líka mættKissing Hætt þessu bulli og farin að gera eitthvað af viti... fá mér meira kaffi eða eitthvað... égummigfrámértilmínCool Eigið góðan dag í vorinu elskurnar mínar allarSmile Heart   

Ja hérna ... ;)

Er eiginlega í smákrísu... ekki með kosningarnar samt, veit alveg hvað ég ætla að kjósa... með eina konuna sem ég er að vinna hjá...Sideways Hún er óþolandi á góðum degi, ímyndið ykkur þá hvernig hún er á slæmum degi... Tounge Hún er svo illa haldin af stjórnsemi og tuskubrjálæði að hún rekur manninn sinn út þegar ég kem að þrífa hjá þeim... ég hef aldrei séð hann, samt er ég búin að koma þarna í nokkra mánuði...Woundering Henni er alveg sama um mig prívat og persónulega... ef það væri hægt, mundi henni finnast nóg að hendurnar á mér kæmu...Shocking Þegar ég er í fríi vill hún samt ekki fá neina aðra og fór í alvöru fram á að ég kæmi til hennar á meðan ég verð í sumarfríinu mínu... ég gæti nú ekki haft svo mikið að gera að hefði ekki tíma til að hjálpa henni aðeins... GetLost Þetta er hún:"Þegar fólk er að hjálpa manni á maður ekkert að vera að skipta sér af því... kveiktu ljósið, þú sérð ekkert...  hvernig það gerir verkin... vertu hinum megin við borðið þegar þú þurrkar af því... bara ef þau eru unnin... þú átt ekki að gera þetta svona... maður á bara að vera þakklátur fyrir hjálpina... ertu viss um að þú sért búin að ryksuga þarna... maður á alls ekkert að vera að stjórna neitt... stattu á tröppunni þegar þú gerir þetta... og það er ljótt að vera að tortryggja þá sem eru að hjálpa manni... er ekki blettur þarna... eða vera með nefið niðri öllu... farðu úr peysunni, þér verður allt of heitt... "LoL Vó, þegar ég les þetta yfir get ég ekki annað en hlegið, en það er samt ekkert broslegt við það sem ég hugsa þegar ég er hjá henni...Devil Krísan er ekki í sjálfu sér að vera hjá þessari konu, heldur það að það er engin að vinna með mér sem ég vil svo illt, að þurfa að þola  þessa "elsku"...Halo Ákveð í hvert skipti sem ég fer út frá henni að biðja nú yfirmanninn minn að bjarga mér frá henni... eða henni frá mér, veit ekki alveg hvort gæti reynst réttaraWhistling Annars ferlega góð inn í þennan fína dag og mér líður miklu betur eftir að vera búin að ausa öllu þessu úr mérGrin Eigið góðan dag elskurnar og ennþá betri helgiSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband