Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 15.5.2009 | 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | 12.5.2009 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggar | 9.5.2009 | 07:50 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 7.5.2009 | 08:28 (breytt kl. 11:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Æts, ég verð að viðurkenna að það dregur nú pínulítið niður í mér þegar ég lít út í morgunsárið og sé snjó á bílnum mínum... Ekki það að ég hafi áhyggjur af bílnum... neeeei, ég var bara komin með það algerlega á hreint að það væri komið vor...Það spilar samt ekkert inni að ég er í fríi þessa vikuna, ég átti ekkert von á þessu fríi og er auk þess búin að eyða dögunum mest inni... inni heima hjá mér, inni í bankanum og inni í tryggingarfélaginu... sem enn er okkarMér tókst í alvarlegu tiltektaræði að láta lækka greiðsluþjónustuna okkar um tæp 50 þúsund á mánuði og komst að því eftir skrítnum krókaleiðum að við erum búin að borga brunatrygginguna af Fjallakofanum í meira en ár... alveg síðan við seldum hannMaðurinn sem ég talaði við hjá tryggingafélaginu reyndi eins og hann gat að rugla mig í ríminu og honum tókst mjög vel upp þegar við fórum að tala um upphæðir, gjalddaga og endurgreiðslur... allt það sem lætur mig komast í svona ástand sem ég held að líkist mest blackuot-iMinnug þess að sókn er besta vörnin, sagði ég honum að sama hvernig hann sneri út úr þessu fyrir mér, þá fyndist mér þetta samt allt of dýrt og ég væri á trítlinu á milli tryggingarfélaga til að láta gera mér einhver góð tilboð... Það virkaði eins og fínasti afruglari á hann og hann sagðist ætla að vinda sér í að reyna að lækka þetta eins mikið og hægt væri... síðan hefur ekkert til hans spurst... enda var þetta nú bara í gærEngar hvunndagshetjudáðir í dag... ég ætla að mæta á uppáhaldssnyrtistofuna mína núna fyrir hádegið og koma þaðan út ennþá fallegri en ég er... það má alltaf bæta aðeinsEigið góðan dag elskurnar mínar allar og klæðið ykkur vel, þetta var stutt vor og við verðum bara að vonast eftir snjóléttu sumri
Bloggar | 6.5.2009 | 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heyrði þessa setningu í fréttunum í hádeginu... datt fyrst í hug að einhver hefði séð til mín í morgun þegar ég fór út í bíl á náttsloppnum og sótti möppu sem mig vantaði... Ég er nú eiginlega í svolítið annarlegu ástandi... ég er í sumarfríi og var bara ekkert farin að finna fyrir neinni sérstakri þörf fyrir það... en það má alveg venjast þessu... held ég...Ég skilaði vinnuskýrslum í morgun og ætti auðvitað alls ekki að segja frá því, en ég sagði verkstjóranum mínum rétt si svona í leiðinni, af því að hún var eitthvað að vandræðast með fólk til að leysa af, að hún gæti nú alveg hringt í mig ef hana vantaði hjálp...Það er ekki allt í lagi með þessa konu... sem er égÞað fór fram alvöru skógarhögg hérna á lóðinni um helgina, sonur minn kom og sagaði helling af risaöspinni okkar og felldi svo eitt tréð sem var orðið svo ljótt. Vinur okkar kom á svona lyftaradæmi með skotbómu... nei ekki fallbyssu, heldur svona krana sem er hægt að framlengja... svo var karfa á endanum til að lyfta skógarhöggs manninum upp í hæstu hæðir. Ég gat ekki stillt mig, samt er ég svaðalega lofthrædd... og fór með upp í körfunni með myndavélina... set inn myndir því til sönnunar á eftirÉg var að drepast úr kulda eða kannski var það bara hræðslan, en þetta var tækifæri sem ég bara gat alls ekki látið ónotaðFann samt ekkert fyrir lofthræðslunni fyrr en ég var komin niður aftur...Eigið góðan dag, það sem eftir er af honum, ég ætla að halda áfram að.... gera ekkert
Pé ess: Búin að setja inn myndirnar
Bloggar | 4.5.2009 | 16:05 (breytt 5.5.2009 kl. 06:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hef ekki verið í neinu stuði til að skrifa hérna... og þá er nú fokið í flestan skít eða orðið hart um skjól eða eitthvað svoleiðis...Með hausverk og er óðum að fyllast af kvefi... frábær tímasetning þar sem ég var að byrja sumarfrísleifarnar mínar í gær...Upplifði leiðinda martröð í nótt... nei nei róleg bara, ég ætla ekkert að segja ykkur frá draumunum mínum... ætla bara að deila því með ykkur að ég vaknaði hvað eftir annað hnerrandi... bara svo þið vitið þaðÞað stóð svo mikið til um helgina, kaffi hjá bloggurum, kleinubakstur og hvaðeina, en ég fer ekki neitt og geri ekki neitt, ef mér fer ekki að líða betur þegar líður á daginn...Annars ferlega góð inn í daginn... var þetta ekki bara svona frekar sannfærandi ?Við erum að verða búin að hugsa stóra sólpallinn okkar upp úr jörðinni, erum komin með efni í hann... línu til að marka hvar staurarnir eiga að vera svo þeir verði í beinni línu, alltaf skemmtilegra... fín byrjun baraÞað eina sem mig langar að gera núna er að leggja mig... ok lasin og ekkert meira um það og af því að ég er ömurlegur sjúklingur, þá ætla ég bara að hafa það með sjálfri mér og óska ykkur öllum dásamlegrar helgar
Góður vinur minn á afmæli í dag: Til hamingju með afmælið Siggi minn
Bloggar | 2.5.2009 | 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggar | 30.4.2009 | 09:44 (breytt kl. 20:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 28.4.2009 | 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggar | 25.4.2009 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar