Færsluflokkur: Bloggar
Hinn helmingurinn af sambýlisfólkinu í þessu húsi hringdi í mig seinnipartinn í gær og bað mig fyrir alla muni að hendast upp í Norðurorku og fá kort yfir allar lagnir í bílastæðinu okkar... sem ég og gerði...Það var að vísu enginn við á teiknistofunni, held að allar klukkurnar séu töluvert á undan þarna uppi í fjallinu... ég kom vel fyrir lokunEn ég hitti á yndislegar konur þarna sem fundu fyrir mig eina manninn sem virtist vera að vinna þarna en samt á einhverri annarri hæð og hann reddaði þessuVerktakinn sem var búinn að taka að sér að skipta út moldinni fyrir möl í bílastæðinu okkar og við erum búin að bíða eftir í nokkrar vikur, kom nefnilega allt í einu í leitirnar... á lífi og heill heilsu og það voru menn frá honum á leiðinni í þeim töluðu orðum ! Þá átti eftir að tæma bílastæðið og taka upp allar gangstéttarhellurnar... Ég kom ekki nálægt því... tók heldur betur til fótanna í hina áttina... hljómar ferlega stórkerlingalega en ég þurfti nú bara að fara í vinnunaÉg setti inn mynd af nýja bílastæðinu okkar hérna í albúm sem heitir Nýja húsið... það á að vísu eftir að jafna úr hrúgunni... en það á að gerast núna með morgninum... ég ÆTLA að trúa því, þangað til það er búiðÞað var aftur á móti ekki fræðilegur möguleiki og ekki heldur mögulegur fræðileiki að fá upplýsingar um hvar símalínan kemur inn á lóðina... það þarf nefnilega að hringja til Borgar óttans til að fá það uppgefið og það var búið að loka og allir farnir heim á þeirri skrifstofu, en ég mátti senda tölvupóst og þá gat ég fengið svarið Á MORGUN...Við vitum alveg núna hvar símalínan er, af því að gröfumaðurinn snjalli fann hana... en sleit hana sem betur fer ekki ! Ég hefði samt alveg getað fengið flýtimeðferð ef ég hefði viljað borga 15.000 krónur fyrir það en ég vildi það ekki... enda var enginn við til að taka við pósti frá mér, hvorki um flýtimeðferð né annað...Óska ykkur öllum góðs dags, ég er farin í vinnuna
Bloggar | 4.6.2009 | 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það er svo mikil framkvæmdagleði á þessu heimili að það gefst ekki einu sinni tími til að blogga... og þá er nú langt gengiðAnnað okkar tók sig til um helgina og lagaði til í kjallaranum... það var ekki ég... á meðan hitt okkar stal 11 kílóum af rabarbara af lóð nágrannans og sauð sultu úr honum... rabarbaranum ekki nágrannanum... það var égAð vísu stóð ég ekki í þeirri meiningu að ég væri að stela... en komst að því þegar við hittum nágrannann í húsinu á bak við í fyrsta skipti í gær, að baklóðin okkar nær varla tvo metra frá húsinu og rabarbarinn er bara alls ekkert innan hennar... Ninna steliþjófurNágranninn er öðlingsmaður greinilega og honum var slétt sama þó ég rændi hann... ég ætla samt að færa honum sultu og kleinur í skaðabæturVið fórum með fulla kerru af alls konar rusli upp á gámasvæði, bæði úr kjallaranum og af lóðinni, svo nú er orðið svaka fínt hjá okkur... og búið að slá lóðina líkaVið erum búin að hafa samband við annan gröfukarl til að grafa upp úr bílastæðinu... gáfumst upp á hinum sem við erum búin að reyna að ná í undanfarnar 3 vikur... hann svarar bara alls ekki í símann sinn, kannski er hann búinn að týna honum... eða man ekki á hvaða takka maður ýtir til að svara... ætla samt að vona að það sé ekkert alvarlegra en það Yndislegt veður dag eftir dag og þessi kona er svakalega góð inn í daginn og vona að þið séuð það líka ! Eigið nú góðan dag elskurnar mínar allar
Prentvillupúkinn hérna vill ekki samþykkja að ég sé kölluð Ninna...
Bloggar | 2.6.2009 | 06:44 (breytt 4.6.2009 kl. 06:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggar | 30.5.2009 | 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 29.5.2009 | 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 27.5.2009 | 08:39 (breytt kl. 10:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 23.5.2009 | 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýja litla sonardóttir mín, litla systir Lindu Bjargar heitir Lára Rún... falleg nöfn á fallegar litlar stúlkurÞó mér finnist ungbörn yndisleg og falleg og allt það, þá hef ég nú samt meira gaman að þeim þegar þau stækka og það er hægt að fara að hafa samskipti við þau á einhverjum skiljanlegum nótum... Enda hef ég rosalega gaman að þeirri eldri núorðið... hún er svo kotroskin, minnir mig á dóttur mína þegar hún var lítil... nema Linda Björg er vitlaus í kjóla og allt svoleiðis pjátur sem dóttir mín hafnaði alfarið eftir tveggja ára aldurinnHér er yndislegt veður, sól og hlýtt og á að vera allavega í dag... er á meðan er... tökum bara fyrir einn dag í einuNú er ég farin að vinna frá 9 - 13 og svo 17 - 21 aðra vikuna, svo ég hef 4 tíma frí þarna inn á milli... hina vikuna vinn ég svo frá 9 - ca 15.30... og mér líkar þetta bara vel... alltaf gott að breyta ofurlítið til
Systursonur minn er veikur... elsku vinurinn... við hugsum hlýtt til þín elsku Dóri minn, fólkið þitt hérna fyrir norðan og vonum innilega að þér batni sem allra fyrst
Eigum góðan dag
Bloggar | 20.5.2009 | 08:25 (breytt 21.5.2009 kl. 13:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 19.5.2009 | 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það fæddist lítil stúlka klukkan 5.50... móður og barni heilsast vel ! Þannig hljómaði sms-ið sem ég las á símanum mínum um 7 leitið í morgun... frá stoltum föður sem ennfremur er sonur minn ! Nú á Linda Björg 3 og 1/2 árs litla systir og hún hoppaði nú ekki hátt þegar henni var sagt frá því..."Ég vissi alveg að litla barnið mitt var stelpa" og það er alveg rétt... hún hefur alltaf talað um litla systirVið yngri sonur minn, sem var mín stoð og stytta í morgun þar sem ég druslaðist um milli svefns og vöku með þverúðuga stelpuhnátu sem neitaði að fara í sokkabuxur og vildi fara strax með bækur til litlu systur, fórum í heimsókn með stóru systurina og ég gleymdi auðvitað myndavélinni úti í bíl...En það er ekki hundrað í hættunni, sú stutta er komin til að vera og það er nægur tími til að mynda hana í bak og fyrir
Þetta er nú það sem ég vildi deila með ykkur á þessum dásamlega degi
Bloggar | 17.5.2009 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um daginn fór ég með Lindu sonardóttur mína þriggja og hálfs árs á leikskólann, mamma hennar var að fara í próf í skólanum sínum. Þegar við komum inn var þar fyrir leikskólakennari að taka á móti og þegar hún heilsaði okkur sagði Linda: "Þetta er amma mín, hún er svona á litinn"Hún hringir yfirleitt í mig á hverjum degi og þegar hún kveður kemur annað hvort allt í einu eitt snöggt bless eða þá að restin af símtalinu breytist í einhverskonar athöfn þar sem hún týnir til allar kveðjutegundir sem hún man eftir... "Takk fyrir daginn, gaman að sjá þig aftur, bið að heilsa afa, sjáumst, ég skal segja pabba og mömmu að þú biður að heilsa, takk fyrir komuna" og alltaf hækkar röddin við hvert ávarp og endar í nokkurskonar kveðjuhrópi og svo er skellt áVið vorum í djúpum samræðum um daginn, um gildi þess að vera alltaf góður við þá sem eru litlir... og af því að hún er að verða stóra systir einhvern næstu daga taldi amman eðlilegt að nefna sérstaklega að maður ætti alltaf að vera góður við ungbörn... "Hm... amma mín, það er nóg að vera bara góð við litla barnið mitt" ! Jæja, það nægði mér... í biliÉg þarf varla að taka það fram að mér finnst hún dásamleg lítil mannvera og verð alltaf hrifnari af henni eftir því sem ég kynnist henni betur"Amma mín ég skal hjálpa þér í skóna" Nú, af hverju ætlar þú að gera það ? "Af því að afar eru gamlir og þá eru ömmur líka gamlar"Skal segja ykkur það að unga stúlkan var í snarheitum frædd á því að ömmur eru aldrei gamlar, þær eru bara eldri en litlar stelpuhnátur"Amma mín, áttu enga peninga ?" Jú, af hverju spyrðu að því ? "Aþþí þú átt enga fötu og skóflu handa mér"Hún er nefnilega búin að uppgötva það að afi bjó til þennan líka risasandkassa eingöngu handa henni... malarflæmið þar sem sólpallurinn okkar verðurEigið frábæran dag... "amma mín" ætlar að fara út að kaupa fötu og skóflu
Bloggar | 16.5.2009 | 07:41 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar