Færsluflokkur: Bloggar

Eins og hendi væri veifað...

Hinn helmingurinn af sambýlisfólkinu í þessu húsi hringdi í mig seinnipartinn í gær og bað mig fyrir alla muni að hendast upp í Norðurorku og fá kort yfir allar lagnir í bílastæðinu okkar... sem ég og gerði...W00tÞað var að vísu enginn við á teiknistofunni, held að allar klukkurnar séu töluvert á undan þarna uppi í fjallinu... ég kom vel fyrir lokunWounderingEn ég hitti á yndislegar konur þarna sem fundu fyrir mig eina manninn sem virtist vera að vinna þarna en samt á einhverri annarri hæð og hann reddaði þessuJoyfulVerktakinn sem var búinn að taka að sér að skipta út moldinni fyrir möl í bílastæðinu okkar og við erum búin að bíða eftir í nokkrar vikur, kom nefnilega allt í einu í leitirnar... á lífi og heill heilsu og það voru menn frá honum á leiðinni í þeim töluðu orðum ! Þá átti eftir að tæma bílastæðið og taka upp allar gangstéttarhellurnar... Ég kom ekki nálægt því... tók heldur betur til fótanna í hina áttina... hljómar ferlega stórkerlingalega en ég þurfti nú bara að fara í vinnunaCoolÉg setti inn mynd af nýja bílastæðinu okkar hérna í albúm sem heitir Nýja húsið... það á að vísu eftir að jafna úr hrúgunni... en það á að gerast núna með morgninum... ég ÆTLA að trúa því, þangað til það er búiðDevilÞað var aftur á móti ekki fræðilegur möguleiki og ekki heldur mögulegur fræðileiki að fá upplýsingar um hvar símalínan kemur inn á lóðina... það þarf nefnilega að hringja til Borgar óttans til að fá það uppgefið og það var búið að loka og allir farnir heim á þeirri skrifstofu, en ég mátti senda tölvupóst og þá gat ég fengið svarið Á MORGUN...GetLostVið vitum alveg núna hvar símalínan er, af því að gröfumaðurinn snjalli fann hana... en sleit hana sem betur fer ekki ! Ég hefði samt alveg getað fengið flýtimeðferð ef ég hefði viljað borga 15.000 krónur fyrir það en ég vildi það ekki... enda var enginn við til að taka við pósti frá mér, hvorki um flýtimeðferð né annað...ToungeÓska ykkur öllum góðs dags, ég er farin í vinnunaSmileHeart 


Ninna litla steliþjófur ;)

Það er svo mikil framkvæmdagleði á þessu heimili að það gefst ekki einu sinni tími til að blogga... og þá er nú langt gengiðW00tAnnað okkar tók sig til um helgina og lagaði til í kjallaranum... það var ekki ég... á meðan hitt okkar stal 11 kílóum af rabarbara af lóð nágrannans og sauð sultu úr honum... rabarbaranum ekki nágrannanum... það var égWhistlingAð vísu stóð ég ekki í þeirri meiningu að ég væri að stela... en komst að því þegar við hittum nágrannann í húsinu á bak við í fyrsta skipti í gær, að baklóðin okkar nær varla tvo metra frá húsinu og rabarbarinn er bara alls ekkert innan hennar... Ninna steliþjófurLoLNágranninn er öðlingsmaður greinilega og honum var slétt sama þó ég rændi  hann... ég ætla samt að færa honum sultu og kleinur í skaðabæturGrinVið fórum með fulla kerru af alls konar rusli upp á gámasvæði, bæði úr kjallaranum og af lóðinni, svo nú er orðið svaka fínt hjá okkur... og búið að slá lóðina líkaJoyfulVið erum búin að hafa samband við annan gröfukarl til að grafa upp úr bílastæðinu... gáfumst upp á hinum sem við erum búin að reyna að ná í undanfarnar 3 vikur... hann svarar bara alls ekki í símann sinn, kannski er hann búinn að týna honum... eða man ekki á hvaða takka maður ýtir til að svara...  ætla samt að vona að það sé ekkert alvarlegra en þaðWink  Yndislegt veður dag eftir dag og þessi kona er svakalega góð inn í daginn og vona að þið séuð það líka ! Eigið nú góðan dag elskurnar mínar allarSmileHeart

Prentvillupúkinn hérna vill ekki samþykkja að ég sé kölluð Ninna... Tounge


Það er ekki þannig...

... að fólk sé að leika sér að því að taka ákvörðun um að hætta að borga af lánunum sínum, bara af því að það vill ekki borga af lánunum sínum, rétt svona bara upp á djókið ! Ég er að heyra og lesa varnaðarorð þar að lútandi: "Óó ææ, það má bara alls ekki hætta að borga af lánunum þá fer allt í vitleysu..." Fyrirgefiði fávísa fólk... það ER allt farið í vitleysu hjá þeim sem eru að íhuga að hætta að borga af lánunum sínum og í langflestum tilfellum þarf fólk ekkert að íhuga neitt, það bara kemur af sjálfu sér ! Það er tveir kostir í stöðunni og báðir slæmir, hætta að borga eða hætta að borða... í seinna tilvikinu hættir svo fólk fyrir rest að borga, kemur af sjálfu sér þegar það er dautt úr hungri... En það þarf svo sem ekkert að hafa áhyggjur af því vegna þess að afkomendurnir koma til með að halda áfram að borga, næstu árhundruðin eða svo... Ég er svo heppin að vera nægilega blönk í höfðinu til þess að fatta ekki hvernig myntkörfulán virka svo ég neitaði að taka þannig lán þegar við keyptum húsið okkar fyrir rétt rúmu ári síðan... ég nefnilega tek ekki þátt í því sem ég skil ekki ! Það var mikið glott að þessari heimsku, þrjósku konu... en ég held að glottin séu horfin... Mér finnst alveg nógu erfitt að skilja venjuleg íbúðasjóðslán... nema ég skil alveg að ef ég lifi lánstímann allan sem er líklega ekki líffræðilegur möguleiki, þá verð ég búin að borga upphaflegu upphæðina mörgum sinnum... Þegar ég skilaði barnsföður mínum hérna á árum áður og þakkaði fyrir lánið á honum og var orðin ein með börnin mín, gerði ég þá reginvitleysu að leyfa fyrrverandi að fá veð í íbúðinni minni, fyrir láni sem hann tók. Eftir nokkra mánuði hætti hann að borga af láninu og þá átti ég auðvitað að taka við... Ég hafði þessa tvo slæmu kosti... sleppa því að borga eða sleppa því að kaupa mat ofan í mig og börnin mín... ég valdi mig og börnin, bankinn tók íbúðina og ég stóð eftir með börnin, bílinn og 1400 krónurnar sem voru í afgang þegar allt var gert upp... Ég var þó svo heppin að eiga afgang ! Hætt þessu svartagallsrausi og óska ykkur góðrar Hvítasunnuhelgar, gangið hægt um gleðinnar dyr... það er alltaf betraSmile Heart

Einn er hver einn... sinnum tveir :))

Það var skemmtilega furðulegt sýnishornaveður hérna í gær, meira að segja á okkar séríslenska veðurmælikvarða...Grin Það mígrigndi smástund og svo skein sólin smá og svo rigndi... þetta var endurtekið samviskusamlega hvað eftir annað allan daginn og mér sýnist stefna í það sama núna. Ef vor eðla heimilisköttur fengi að ráða þá færi hann út í sólinni og kæmi inn í regninu... en hann bara fær ekki að ráða... það er enginn heima til að opna og loka hurðinni fyrir hann endalaust allan daginn, svo hann verður bara að sætta sig við að einskærar tilviljanir ráði lífi hans og örlögumTounge Fínn föstudagur... föstudagar eru alltaf fínir að vísu og ég sigli inn í tveggja daga fríhelgi en tveir eru hverjir tveir.... æi nei, einn er hver einn í öðru veldi hljómar betur... eða sinnum tveir, enda ekki hægt að setja hvað sem er í fleirtöluCool Þegar ég byrjaði að skrifa hérna áðan var rigning, núna er sól og það leið ekki langur tími á milli, ég er mjög fljót að pikka...Wink Það er sko engin hætta á að veðráttan drepi mig úr tilbreytingaleysi... en það er þónokkuð mikil hætta á að skorturinn á lóðaframkvæmdunum við þetta hús geti gert það...GetLost En jæja ég er bara farin að hanna í huganum hvernig ég ætla að skreyta sólpallinn okkar fyrir jólin, hann verður vonandi kominn upp úr jörðinni þá... og svo get ég lagt fyrir í heilt ár til að kaupa sólhúsgögn á hann, í dag eigum við bara eitt lítið borð og tvo stóla sem segir ekkert á 40 m2 sólpalliWhistling Gó Pollýanna góWizard LoL Eigið dásamlega helgi elskurnar mínar allar, það ætla ég að gera líkaSmile Heart

Mannbjörg varð... ;)

Linda Björg eldri sonardóttir mín, fékk að gista hjá mér í fyrsta skipti... hringdi alveg svakalega spennt um leið og ég var búin í vinnunni í fyrradag og var búin að pakka og allt og beið í ofvæni eftir því að ég kæmi að sækja hanaJoyful Aðalfarangurinn var hjólið og ein bók að hennar sögn, en mér sýndist nú foreldrarnir eitthvað hafa haft puttana í þessu líka. Hjólið var ekkert notað, það gafst ekki tími til þess og bókin var á svissnesku svo hún var ekki lesinTounge Ég var alveg ótrúlega stressuð yfir þessu gistihugmynd hjá litlu dömunni... en auðvitað var hún eins og yndislegur engill og sofnaði snemma og allt eins og það átti að vera...InLove Nema það að ég sofnaði með henni um 9 leitið og var þá eins og lög gera ráð fyrir, glaðvöknuð um þrjúleitið um nóttina...Shocking Við komumst að því að "amma mín" kann ekkert að segja sögur...Whistling "Nei amma mín, ekki sögur af pabba mínum þegar hann var litli strákurinn þinn... amminnilega sögu... eins og mamma mín segir...!"Grin Jæja það er enginn á öllum sviðum, svo að við leystum málið með því að ég las fyrir hana nokkrar bækur sem ég á... á íslensku ! Ég lifði þetta auðvitað mjög auðveldlega af, enda engin raunveruleg ástæða fyrir stressinuLoL Ferlega góð inn í þennan fína miðvikudag... ekkert að gerast á lóðinni okkar samt... mér leiðist svona aðgerðarleysi þegar það stendur á því að einhver annar geri sín verk, svo ég geti haldið áfram með mín !GetLost Ég ætti kannski að ergja mig út af þessu en það er ekki minn stíll, ég tek bara til minna ráða mjööög fljótlegaWink Eigið dásamlegan dag... við skjáumst, fyrr eða síðarSmile Heart

Ég held...

... að sumarið sé komið... til að vera ! Það virðist samt eins og sólin viti af kreppunni af því hún skín bara annan hvern dag eða þá einungis brot úr degi... sparaTounge Hér er allt mjög rólegt... eiginlega bara ekkert að gerast... sólpallurinn okkar mjakast ekkert upp úr jörðinni... við getum ekki haldið áfram með hann af neinu viti fyrr en búið er að skipta um jarðveg í bílastæðinu og það hefur enginn mætt í það ennþá...Woundering Ég stóð í þeirri meiningu að hann kæmi um síðustu helgi... en viðkomandi hefur greinilega haft allt aðra skoðun á því... kannski var það þessi helgi... vonandi, annars hringi  ÉG í hannDevil Ég er búin að rekja upp rauða kjólinn sem ég var að prjóna á Lindu litlu... annað hvort er þessi prjónauppskrift eitthvað skrítin eða þá að ég er ekki með neina ofgnótt af glóru í hausnum...Whistling Það síðarnefnda gæti nú alveg passað, en það eru nú barasta engin geimvísindi á bak við það að fara eftir prjónauppskrift, svo mín litla glóra ætti nú alveg að duga í þaðCool Þegar ég var búin með pilsið og aðra ermina þá var garnið búið, enda kjóllinn líklegri til að passa á 10 ára en fjögurra ára. En það er ekkert mál, ég byrja bara aftur... núna á eftir... þegar ég er búin að bulla hérna aðeinsGrin Heyrði í dótturinni minni frá Gautaborg í gærkvöldi og hún sagði mér þær gleðifréttir að hún kemur í heimsókn í ágúst ! Mikið hlakka ég tilInLove Ég fékk einhverskonar kast í gær milli vinna... skúraði og bónaði eldhúsgólfið og baðgólfin... það er náttulega ekkert vit að láta svona og það í góða veðrinu sem var hérna í gær...LoL Nú ætla ég að fá mér fleiri köff og byrja aftur að prjóna rauða sparikjólinn á Lindu Björgu...Joyful Góða helgi elskurnarSmile Heart

Og þá er nafnið komið :)

Nýja litla sonardóttir mín, litla systir Lindu Bjargar heitir Lára Rún... falleg nöfn á fallegar litlar stúlkurInLoveÞó mér finnist ungbörn yndisleg og falleg og allt það, þá hef ég nú samt meira gaman að þeim þegar þau stækka og það er hægt að fara að hafa samskipti við þau á einhverjum skiljanlegum nótum... WhistlingEnda hef ég rosalega gaman að þeirri eldri núorðið... hún er svo kotroskin, minnir mig á dóttur mína þegar hún var lítil... nema Linda Björg er vitlaus í kjóla og allt svoleiðis pjátur sem dóttir mín hafnaði alfarið eftir tveggja ára aldurinnGrinHér er yndislegt veður, sól og hlýtt og á að vera allavega í dag... er á meðan er... tökum bara fyrir einn dag í einuWinkNú er ég farin að vinna frá 9 - 13 og svo 17 - 21 aðra vikuna, svo ég hef 4 tíma frí þarna inn á milli... hina vikuna vinn ég svo frá 9 - ca 15.30... og mér líkar þetta bara vel... alltaf gott að breyta ofurlítið tilJoyful

Systursonur minn er veikur... elsku vinurinn... við hugsum hlýtt til þín elsku Dóri minn, fólkið þitt  hérna fyrir norðan og vonum innilega að þér batni sem allra fyrstHeartHeartHeart

Eigum góðan dagHeart


Ef ég yngist um 10 ár...

... við hvert nýtt barnabarn eins og ég held svo ákveðið fram, þá eru svona um það bil 80 ár þangað til ég fæðist...Tounge Við eigum núna nefnilega samtals 13 barnabörn... ótrúlegt ríkidæmiGrin Fór eftir vinnu í gær og tók myndir að nýjustu afurðinni og setti inn hérna og kíkti síðan í laumi á bleika miðann á vöggunni hennar... gleymdi nefnilega að spyrja um þyngd og lengd á sunnudaginn... hún reyndist vera 14 merkur og 53 sentímetrar við fæðingu... falleg og heilbrigð stúlka með alveg sérlega góð lungu að sögn foreldranna...Joyful Þetta var viðburðarík helgi hjá okkur... spúsi mætti með minigröfu á laugardeginum til að grafa fyrir undirstöðunum undir sólpallinn... þær eru svo margar af því að pallurinn er svo stór ca 40 m2. Ég bannaði honum að grafa þetta allt saman á sjálfum sér... og auðvitað gegnir hann þessi elskaWink Svo fékk ég símhringingu um hálf 3 aðfararnótt sunnudags... sonur minn bað mig að koma og lúra hjá Lindu á meðan þau færu og gerðu mig að ömmu í annað skipti... Linda vaknaði svo eins og lög gera ráð fyrir um hálf 7 og og hafði þá verið stóra systir í klukkutíma... ég neita því ekki að ég var svoooolítið syfjuðLoL Litla stúlkan er sunnudagsbarn... það er pabbi hennar líka og það á að vera svo gott... hin börnin mín tvo fæddust á miðvikudegi og föstudegi en eru nú samt líka alveg afskaplega yndislegt fólkInLove Góður dagur fyrir alla vonandi, ég er farin í vinnunaSmile Heart

Svolítið þreytt amma :)

Það fæddist lítil stúlka klukkan 5.50... móður og barni heilsast vel ! InLoveÞannig hljómaði sms-ið sem ég las á símanum mínum um 7 leitið í morgun... frá stoltum föður sem ennfremur er sonur minn ! Nú á Linda Björg 3 og 1/2 árs litla systir og hún hoppaði nú ekki hátt þegar henni var sagt frá því..."Ég vissi alveg að litla barnið mitt var stelpa" og það er alveg rétt... hún hefur alltaf talað um litla systirGrinVið yngri sonur minn, sem var mín stoð og stytta í morgun þar sem ég druslaðist um milli svefns og vöku með þverúðuga stelpuhnátu sem neitaði að fara í sokkabuxur og vildi fara strax með bækur til litlu systur, fórum í heimsókn með stóru systurina og ég gleymdi auðvitað myndavélinni úti í bíl...ToungeEn það er ekki hundrað í hættunni, sú stutta er komin til að vera og það er nægur tími til að mynda hana í bak og fyrirKissing

Þetta er nú það sem ég vildi deila með ykkur á þessum dásamlega degiSmileHeart


Amma mín... ;)

Um daginn fór ég með Lindu sonardóttur mína þriggja og hálfs árs á leikskólann, mamma hennar var að fara í próf í skólanum sínum. Þegar við komum inn var þar fyrir leikskólakennari að taka á móti og þegar hún heilsaði okkur sagði Linda: "Þetta er amma mín, hún er svona á litinn"GrinHún hringir yfirleitt í mig á hverjum degi og þegar hún kveður kemur annað hvort allt í einu eitt snöggt bless eða þá að restin af símtalinu breytist í einhverskonar athöfn þar sem hún týnir til allar kveðjutegundir sem hún man eftir... "Takk fyrir daginn, gaman að sjá þig aftur, bið að heilsa afa, sjáumst, ég skal segja pabba og mömmu að þú biður að heilsa, takk fyrir komuna" og alltaf hækkar röddin við hvert ávarp og endar í nokkurskonar kveðjuhrópi og svo er skellt áToungeVið vorum í djúpum samræðum um daginn, um gildi þess að vera alltaf góður við þá sem eru litlir... og af því að hún er að verða stóra systir einhvern næstu daga taldi amman eðlilegt að nefna sérstaklega að maður ætti alltaf að vera góður við ungbörn... "Hm... amma mín, það er nóg að vera bara góð við litla barnið mitt" ! Jæja, það nægði mér... í biliWinkÉg þarf varla að taka það fram að mér finnst hún dásamleg lítil mannvera og verð alltaf hrifnari af henni eftir því sem ég kynnist henni beturInLove"Amma mín ég skal hjálpa þér í skóna" Nú, af hverju ætlar þú að gera það ? "Af því að afar eru gamlir og þá eru ömmur líka gamlar"JoyfulSkal segja ykkur það að unga stúlkan var í snarheitum frædd á því að ömmur eru aldrei gamlar, þær eru bara eldri en litlar stelpuhnáturLoL"Amma mín, áttu enga peninga ?" Jú, af hverju spyrðu að því ? "Aþþí þú átt enga fötu og skóflu handa mér"WounderingHún er nefnilega búin að uppgötva það að afi bjó til þennan líka risasandkassa eingöngu handa henni... malarflæmið þar sem sólpallurinn okkar verðurGrinEigið frábæran dag... "amma mín" ætlar að fara út að kaupa fötu og skófluSmileHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband