Færsluflokkur: Bloggar

Það var nú ekkert allt of hlýtt...

... í þessari meintu hitabylgju sem gekk yfir um helgina... alveg þolanlegt í skjóli samtWink Hér kemst lítið annað að en pallasmíði, enda gólfið farið að koma í ljós eins og myndirnar sýna sem ég set hérna í albúmið, þegar ég er búin að pikka þennan mjög svo innihaldsríka og djúphugsaða pistilWhistling Innistörfin hafa setið gjörsamlega á hakanum í þessu húsi, við erum að vísu bara tvö í heimili en það þarf samt að huga að þeim annað slagið... setja í þvottavél, moka nokkurnveginn gangfærar slóðir um gólfin og jafnvel elda eitthvaðTounge Hans hátign Lúkas heimilsköttur er stunginn af... hefur ekki sést í marga daga... þolir sjálfsagt ekki þessi læti í okkur endalaustPinch Ég geri fastlega ráð fyrir því að hann sé einhversstaðar að hrella blásaklausa fuglsunga, hann sem nennir nú yfirleitt ekki meiru en að hlusta á matinn syngja og fer svo í skálina og étur tilbúinn matGetLost Hann kemur eflaust aftur... nú eða þá ekki, það kemur bara í ljós. Sumarfríið mitt sem hingað til hefur verið 30 virkir dagar er núna komið upp í 40 daga... helgast af því að núna er ég komin í vaktavinnu... held ég hafi skilið þetta þegar það var útskýrt fyrir mér en þó ekki nógu vel til að segja frá því svo vel sé... skyldi nú samt mjög vel töluna 40LoL Ég fór og keypti fíflaeitur fyrir rest... það var letin í mér sem stjórnaði því... ef ég hefði keypt verkfæri til að pota fíflunum upp úr lóðinni þá hefði mér ekki enst sumarið til að losna við þá... úðunin tekur kannski hálftíma og mér líst miklu betur á það...Joyful Eigið góða daga elskurnar mínar allar... skjáumst næst þegar ég man eftir því að ég á tölvuGrin Heart

Heimilisstörf... hvað er nú það ? :)))

Bara veeerð að fara að þurrka af hérna í húsinu... hef ekki gert það síðan... hvaða ár er núna annars... ?Whistling Það er nú varla hægt að segja að ég þurrki neitt... ég er alltaf svolítið ýkt og er með sápuvatn í fötu og það heitir þá frekar að "þvo af"Tounge Ferlega góð inn í fínan dag og allir dregararnir undir pallgólfið eru komnir á sinn stað... ekki mér að þakka samt, góður vinur okkar kom í heimsókn í gærkvöldi og vildi endilega hjálpa til svo ég fór bara inn og slugsaði á meðan þeir kláruðuWink Næsta mál á þeirri dagskrá er að grafa tvær holur undir hvern dregara, 24 holur og setja smásteypu þar í til að festa járnin sem verða boltuð í hvern og einn og eiga að halda gólfinu stöðugu... það er skemmtilegra ! Og þá er hægt að fara að negla gólfið áWizard Var á vinnufundi í gær þar sem það var  loksins ákveðið hvenær ég fæ sumarfrí... fyrst vikuna 13.- 21.júlí og svo 1.águst til 6.september, alveg stórfínt skal ég segja ykkur... mér leiðist alls ekki vinnan mín, en mér leiðist alls ekkert að fá frí heldurGrin Þarf að baka tvær tertur fyrir sunnudaginn, þá verður yngsta barnabarnið hún Lára Rún skírð í MöðruvallakirkjuJoyful Oma hennar og opa, afi og amma eru að koma frá Sviss til að vera viðstödd og þau eru líka að hitta hana í fyrsta skipti. Ég er svo ótrúlega eigingjörn að ég virkilega gleðst yfir því að sonur minn og tengdadóttir skuli hafa ákveðið að búa hér á landi... en hef samt í leiðinni samúð með oma og opa... að geta ekki haft þau hjá sér...InLove Göngum glöð inn í góðan dag og reynum að hafa gaman af þessu öllu samanSmile Heart    

Fánalitirnir :)

Við erum búin að vera úti á lóð alla helgina í dásamlegu veðri að dunda okkur við pallasmíðina og  gengur mjög vel. Ég er ekkert orðin brún samt... verð það aldrei, ég er nefnilega í fánalitunum... hvít mest allt árið, rauð í sól og blá í kulda... svoooo þjóðlegTounge Spúsi minn er þá líklega í sauðalitunum... allavega er hann orðinn mjög brúnnWink Ég ætla að fara í verslunarleiðangur í dag og kaupa fíflajárn... nei ekki járn til að berja fífl... heldur til að grafa upp fíflana á lóðinni, grasfræ til að sá í staðinn fyrir fíflana, stiga svo við getum farið upp á þak og hreinsað þakrennurnar og búkka til að leggja timbrið í pallgólfið á, á meðan ég ber á það. Mér leiðist ekkert í svoleiðis búðum, en ef ég þarf að fara og kaupa mér föt þá fer ég næstum því í fýlu... má ekkert vera að svoleiðisGetLost Spúsi minn hefur aldrei skilið þetta tuskubúðaofnæmi hjá mér, hann hélt víst að allar konur hefðu gaman af að fara í búðir... hm... nei ekki þessi konaLoL Sé fram á ferlega góða viku framundan... vinn bara 4 tíma á dag og hef svo tíma til að gera helling sem mig langar að gera og jafnvel líka það sem ég þarf að geraGrin Verð dugleg með myndavélina á næstunni vegna þess að nú fara hlutirnir að gerast á hraða ljóssins eða þannig, mesta og erfiðasta undirbúningsvinnan búin og pallgólfið komið í augsýn. Ég er auðvitað búin að raða á pallinn í huganum... meira að segja komin með hugmyndir að jólaskreytingu... aðeins á undan sjálfri mér eins og stundum áðurWhistling Vona að þið öll eigið líka góða viku framundanSmile Heart

Þessi fallegi dagur... :)

Ég setti inn tvær nýjar myndir af yngstu afkomendunum okkar... (inn í albúmið hérna á síðunni minni Ásdís mín)JoyfulFínn dagur í uppsiglingu og ég er að sjá út um gluggann heilu hópana af ungu fólki labbandi hérna um götuna, greinilega á leiðinni í háttinn og ekki alveg stöðugt í göngulaginu... líklega sökum þreytu þá...ToungeHér verður haldið áfram í dag í pallasmíði... gamli minn lætur hvorki laust né fast þegar hann á frí... hann kom ekki heim fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi úr vinnunni annars hefði hann ábyggilega farið að djöflast. En af því að ég er að vinna kvöldvinnuna þá á hann eldhúsið þessa vikuna og tíminn fór í eldamennsku en ekki smíðamennskuGrinÞað var setið fyrir mér í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni... ekki neinir glæpamenn samt...ToungeFáskrúðsfirðingarnir mínir eru mættir á svæðið og þá passa ég mig auðvitað á að vera að vinna frá 2 - 21 báða dagana... eða þau passa sig á að koma bara þegar ég er að vinnaWhistlingAlltaf jafngaman þegar þau koma, þau eru hress og skemmtileg og ekkert vesen og krakkarnir eru frábærir... að vísu kom miðjubarnið ekki með til mín, hann var í bíó með vini sínum og það er eðlilega mun skemmtilegra en að heimsækja gamla frænkuWinkPlanið fyrir daginn er að fá mér meira kaffi... auðvitað, prjóna pínu, bulla aðeins, vökva runnana, bulla aðeins meira, helst að slá lóðina, bulla ennþá meira, þvælast fyrir gamla mínum í staurauppsetningum og vinna svo aðeins... held þetta dugi fyrir daginn í dagLoLVona að þessi dagur verði ykkur góður, ég ætla að fara að byrja á einhverju af því sem ég var að grobba mig af í síðustu setninguSmileHeart


Framkvæmdaskýrsla númer 436 ;)

Við vorum ekki beinlínis prúðbúin og alls ekki niðri í miðbæ í gær 17. júní. Við vorum að djöflast á lóðinni okkar, gamli minn búinn með þessar fínu tröppur... setti auðvitað inn nýjar myndir... svo nú komast ekki bara heimsmeistarar í hindrunarhlaupi inn heima hjá okkurTounge Ég var líka dugleg og tók allar gömlu gangstéttarhellurnar og staflaði þeim upp, eiginlega utan um ruslatunnuna... setti líka myndir af því auðvitað...Wink Svo gróf gamli minn síðustu stauraholuna svo nú á bara eftir að steypa niður  síðustu þrjá staurana og þá er hægt að fara að festa dregarana... (Þýðing höfundar: Timbrið sem gegnir því hlutverki að halda pallgólfinu uppi) og svo bara gólfið á sinn stað ! Svo sem ekkert "bara" en þetta er allt að koma... mætti líklega segja að í þessu sé "rífandi gangur"Joyful Það er ekta þjóðhátíðarveður hérna í dag líka... rigning og norðanátt, en það sleppur fyrir mig ég er inni, veðrið er útiCool Sumarfríið mitt virðist ætla að riðlast eitthvað þetta sumarið, virðist ekki vera auðvelt að fá afleysingafólk í mína tegund af vinnu, en það sleppur örugglega til... Ég bað þær þá bara að láta mig vita þegar ég ætti ekki að mætaLoL Eigið góðan dag elskurnar mínar allar, ég stefni á það líkaSmile Heart

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ...

... ættingjar, vinir og allir hinirGrinWizardHeart


Holan :))

Þegar allt er tekið saman þá er hann gamli minn búinn að grafa 8 metra niður í jörðina hérna á lóðinni... 10 holur að vísu, ekki bara einaTounge Hann hafði ekki leyfi til að grafa þetta á sjálfum sér enda höfum við aðgang að lítilli gröfu, en þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi var hann samt búinn að grafa eina holu bara með skóflu, haka og handleggjum... það er sú næst síðasta og alls ekki sú auðveldasta að grafa af því að við erum búin að láta valta yfir þetta allt saman...W00t Planið hans er að klára að setja upp alla staurana á morgun og byrja svo að byggja undir pallgólfið um næstu helgi... við sjáum bara til það eru nú takmörk þegar fólk er líka í fullri vinnu...Grin Ég verð alls ekkert til stórræðanna þessa viku vegna þess að ég er að fara í kvöldvinnuna þegar hann kemur heim úr sinni vinnu og fer að djöflast í þessu... En á sautjándanum er ég frekar laus við, skrepp aðeins í vinnu klukkan 2 og svo ekkert aftur fyrr en klukkan 6, svo þá get ég þvælst þarna eitthvað í kringum hann...Cool Ég er ekki frá því að runnarnir mínir hafi stækkað smá... dream on, á 4 dögum...Whistling   Örugglega kannski svona 1/4 úr millimetra, en þetta er fljótsprottin tegund og getur vaxið allt að metra á sumri svo einhvertímann hljóta þeir að byrja á þvíLoL Ég gerði ekkert í gær fyrir utan vinnuna og auðvitað mína mörgumsinnumádag runnavökvun, nema fara á uppáhaldssnyrtistofuna mína og ég fer þangað aftur í dag... það er náttulega nauðsynlegt að sinna eðlilegu viðhaldiWink Eigið dásamlegan dag elskurnar, hér er sól... en ekki hvað ?Grin Heart  

Setti inn myndir...

... í mikilli grobbþörf ! Það var svo gaman hérna á lóðinni okkar í gær... fyrir utan að standa með slönguna og vökva runnana og gangandi vegfarendur af miklum móð, bar ég á allt timbur sem við erum búin að viða að okkur. Á meðan gerðust stórir hlutir með tröppurnar... spúsi er búinn að skipta út öllu ónýtu timbri og smíða nýjan ramma... það er fátt sem þessi maður getur ekki gert og svo er hann líka nokkurnveginn óstöðvandi, hann hefði helst viljað skipta algerlega um tröppur...Grin Sumar konur kvarta yfir því að það sé erfitt að fá mennina sína til að gera hlutina, ég á frekar í erfiðleikum með að halda aftur af mínumLoL Næst er að fylla upp í með góðri möl og velja svo fallegust hellurnar úr gömlu gangstéttinni og raða þeim í og þá getum við haldið áfram að setja niður síðustu staurana fyrir nýja stóra sólpallinn okkarJoyful Þetta er mikil undirbúningsvinna og það hefur eiginlega lítið sést að það sé verið að framkvæma... nema ef vera skyldi fyrir allt draslið á lóðinniTounge En fljótlega getum við farið að smíða sjálfan pallinn og þá fara hlutirnir að gerast hraðar. Það var svo dásamlegt veður hérna í gær, sól og agalegur hiti... ekki alveg veðrið sem var búið að spá... vonandi verður það eins í dag, ég veit fátt leiðinlegra en að brasa svona úti í kulda...Frown Eftir hádegið fer ég og passa sonardæturnar á meðan foreldrarnir klára síðustu framkvæmdirnar niðri í gistiheimilinu... þau voru að gera þar nýtt eldhús og skipta um gólfefni og nú á að flísaleggja í eldhúsinu, en það er ekki mjög fljótlegt með tvö smábörn á handleggjunum... þekki þaðWink Núna ætla ég að fara út á lóð og vökva... en helst bara runnana núna...Whistling Eigið sælan sunnudagSmile Heart

Jæja góðan daginn allir sem einn :))

Það er alltaf eitthvað að gerast í þessu húsi og við þetta hús...W00t Spúsi reif tröppurnar hérna við útidyrnar í burtu í gær, þær voru skakkar og það verður að rétta þær af áður en við höldum áfram með pallinn... betra að vera vel vakandi þegar maður fer út þessa daganaWhistling Á meðan lá ég á hnjánum við að planta H(r)eggstaðavíði í beð meðfram gangstéttinni út við götuna. Ég segi nú ekki að það sjáist ekki vel í húsið okkar fyrir runnum enda plönturnar ekki nema svona 20 sentímetra háar, en það kemurTounge Það er fallegur dagur í dag, kannski líka vegna þess að ég er ekkert að vinna, þó vinnan mín sé nú frekar ánægjuleg heldur en hitt. En það er líka æðislegt að hafa stundum tíma til að vinna hérna heima, til dæmis við eitthvað andlega uppbyggilegt eins og að standa úti á lóð með slöngu og vökva runnatítlurGrin Og líka gaman þegar við erum að brasa hérna bæði samanJoyful   Það var smá kynningarfundur hérna gærkvöldi... djók... systir mín kom og kynnti  kærastann sinn fyrir okkur... viðkunnanlegur maður og ekki skemmir það að hann er Akureyringur, þó svo hann sé úr ÞorpinuWink Það sleppur alveg... besta vinkona mín er líka flutt í Þorpið svo að sá rembingur er alveg að hverfa... svo ég tali nú ekki um að ég bjó sjálf í Þorpinu í áður en við fluttum í FjallakofannLoL   Þessi kona er ferlega góð inn í þennan fína dag og setur inn myndir af framkvæmdum næst þegar hún má vera að því ! Góða helgi elskurnar mínar allarSmile Heart

Hvaða assgotans læti eru þetta... ;)

Fattaði allt í einu að ég var farin að vinna miklu meira en ég ætlaði mér... föstudag, laugardag og sunnudag... frá 2 - 21 hentist ég eins og brjálæðingur á milli húsa og skil ekkert í að ég skyldi ekki vera gómuð fyrir of hraðan aksturTounge Þetta var eiginlega dauðóvart og fyrir misskilning í yfirstjórninni en ég lifði það af, en ég var óendanlega fegin þegar þessir dagar voru liðnir... segi bara alveg eins og erSideways Það eru búnar að vera miklar og örar breytingar á vinnunni minni undanfarnar vikur, en nú held ég að sé komin ró á þau mál. Ég er eiginlega farin að vinna í nokkurskonar leyniþjónustu, þar sem ég stimpla mig ekkert inn, skila engum vinnuskýrslum og hef enga starfsstöðCool Sé alfarið bara um tvö heimili, mjög ólík... hvorutveggja krefjandi en samt í leiðinni mjög gefandi og mér líður vel á báðum þessum heimilumSmile Pallurinn okkar er hægt og sígandi að komast upp úr jörðinni... gamli minn vinnur mikið einmitt á þessum árstíma svo það er að bera í bakkafullan lækinn að ætla svo að fara að berjast í pallasmíði eftir vinnu, ég bara leyfi það ekkertWink Við verðum bara að notast við helgarnar og láta það duga ! Litla rófan hún Lára Rún verður skírð með pompi og prakt 28.júní... hún kúkaði á ömmu sína í gær og leið afskaplega vel með því... ég er ekki að ýkja ég þurfti meira að segja að þurrka framan úr mér ! En halló, til hvers eru ömmur ef ekki má kúka smá á þær...Grin   Stelpudagur í dag, fer með 3 stelpum sem eru tengdadóttir mín og sonardæturnar tvær á Glerártorg eftir hádegi, kíkjum í búðir og fáum okkur ís... gerum þetta alltaf af og til þegar ég er ekki að vinna á kvöldin líkaJoyful Eigið góðan dag elskurnar... það ætla ég að gera líkaSmile Heart  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband