Færsluflokkur: Bloggar

Allt fínt að frétta héðan sko ;)

Það er rigning og mér finnst það frábært... grasið á lóðinni er að verða grænt, alveg að missa þennan eyðimerkurgrábrúna lit sem hefur skreytt það... líklega vegna þess að ég hef ekki verið nógu dugleg að vökva... og líka vegna þess að hér hefur bara alls ekkert rignt í allt sumarWoundering Það eru bara þrír... 3... segi og skrifa ÞRÍR dagar með deginum í dag, þangað til ég kemst loksins í mitt langþráða sumarfrí... alveg í heilan mánuðWizard Það eru ekki allir jafnsáttir við að ég fari yfir höfuð í sumarfrí... þá nefnilega fer sólin... hugsið ykkur bara og ég á eftir að vera í fríi í heilan mánuð...Wink   Held það sé hafin undirskriftasöfnun... "Ninna, halda áfram að vinna"Tounge Annars tókst mér að slasa mig í gærmorgun... fréttir ehh... nei eiginlega ekki... ef ég finn einhversstaðar sléttan blett eða einhvern öruggan stað þá dett ég eða rek mig í eða eitthvað... en er alveg viss um að það kæmi ekkert fyrir mig þó ég stæði úti á hraðbraut í Þýskalandi heilan dag... en tækist að stórslasa mig ef ég væri pökkuð inn í bómullBlush Ég var nú bara að ganga yfir götuna að bílnum mínum og ökklinn sem ég missteig mig svo herfilega á rétt fyrir síðustu jól og átti bara að vera viku að jafna sig, gaf eftir og ég kútveltist á götunni... eins og bolti eiginlegaGrin Löng vika þetta... mér finnst meira eins og það séu komnir 7 mánuðir síðan þetta átti að lagast, en hver er svo sem að telja... ?Whistling En jæja, úbbasía og ég dauðfinn til í hinum ökklanum, hnénu, mjöðminni, bakinu, úlnliðnum, olnboganum og öxlinni... hvergi annarsstaðar samt og sem betur fer er þetta allt sömu megin og ég finn bara til ef ég hreyfi mig... annars ekkiLoL Ferlega góð inn í þennan fína dag og hlakka mikið til helgarinnar... hingað stefna næstum því bara öll börn og barnabörn og systur og systkinabörn og vonandi bara enn fleiri og dóttir mín kemur svo 7.ágúst frá Svíþjóð og þetta er allt æðislegt ! InLove Eigið öll yndislegan dag og enn betri helgiSmile Heart  

Svona á þetta að vera :)

Enginn tími til að vera í tölvu...Cool Alltaf að gera eitthvað allt annað... sem er gaman, það er líka sumar krakkar mínirGrin Hún er líka orðin eitthvað lasin blessunin... tölvan sko... svo agalega sein og svo er vírusvörnin að renna sitt síðasta... veeeerð að muna að hringja í tölvukarlinn í dag ! Ég á að vísu líka ferðatölvu, en mér leiðist húnTounge Það er smárigning og einhver vindur úti núna, ég er mjög sátt við rigninguna... hún er allt of sjaldséður gestur hérna. Helst hefði ég viljað fá mígandi rigningu og almennilegt rok og það er algerlega í eiginhagsmunaskyni... þá er ég ekkert að taka tillit til annarra...Whistling Grasið á lóðinni er með ljósbrúnum blæ af þurrki þess vegna vantar mig mígandi rigningu og fræin af risaöspinni okkar hérna við húsvegginn eru endalaus... mig vantar rok til að hrista þau bara í eitt skipti fyrir öll niður  af þessum glæsilega risa þarna ! Það er bara ekki meiri rigning en svo að það er þurrt undir trjánum, þau eru allt of góðar regnhlífar... um vindinn veit ég lítið... er ekki farin út ennþá, en trén hreyfast nú eitthvaðJoyful Annars er ég ekkert fúl út af öllum asparfræjunum... þetta er síðasta sumar þessa falleg risa... Þegar sonur minn var að snyrta hana til fyrir okkur í vor sá hann að hún er farin að fúna innan frá... hún verður felld á næsta áriCrying Ferlega góð inn í þennan fína dag... skapið mitt fer ekki eftir veðri eða vindum, það fer eftir því hvernig ég ákveð að hafa það þegar ég vakna að morgni... gamall og góður vani sem hefur hjálpað mér í gegnum ýmislegt í gegnum árinWink Vona að þið eigið í vændum yndislegan dag, í öllum veðrum... við skjáumst....Smile Heart

Ég get allt... :))

Í fyrsta skipti í mörg herrans ár finnst mér sumarið ekki vera að fara fram hjá mér... þvert á móti er ég virkilega að njóta þess... sem er gottJoyful Ég hef yfirleitt fattað að hausti að sumarið hefur bara liðið án þess að ég hafi eiginlega tekið eftir því, þegar ég hef verið hér á landi það er að segja og ákveð þá alltaf að næsta sumar verði ég meira úti við og minna í vinnu... Það hefur bara ekkert verið að marka þær ákvarðanir og þá auðvitað ekkert orðið neitt úr neinu...Blush En nú ber nýrra við... ég er meira úti en inni... það sést til dæmis afskaplega greinilega á gólfum þessa húss... og vinnan mín orðin þannig að ég fæ orðið meira kaup fyrir minni vinnu... sem er svolítið furðulegt en það má alveg venjast þvíWink Sat úti á palli í góða veðrinu í gær og komst að því að ég get víst prjónað munstur þó það sé prjónað fram og til baka en ekki í hring... og tók á móti gestum í gríð og erg...Grin Og komst líka að því að það getur alveg sett í skafla á sumrin... aspirnar eru í fullum blóma núna og þurfa virkilega að leyfa öllum að vita það, svo það snjóaði hér í allan gærdagLoL Búin að vera viku í sumarfríi, vinn núna í 10 daga og fer þá í frí aftur... í heilan mánuð... ekki vinnufriður fyrir þessum fríumTounge Hef góðar vonir um að fá að sjá mikið af okkar fólki á næstu vikum og það barasta án þess að þurfa nokkuð að hreyfa mig af pallinum... dóttir mín kemur, sem er náttulega toppurinn á tilverunni, systur mínar ætla að þjóta í gegn og stjúpsynirnir með vonandi öll barnabörnin mæta líka... er hægt að hafa það betra ? Nei það held ég ekki...InLove Sól núna í morgunsárið og stefnir bara allt í góðan dag, vonandi hjá ykkur líkaSmile Heart

Nægur tími...

... til að hugsa, það er líka nauðsynlegt svona af og til... enda er ég í sumarfríiWizardTók mig til í gær á milli þriggja heimsókna og eldamennsku... saltkjöt og baunir skal ég segja ykkur... og ákvað að  setja til hliðar rándýra koddann minn sem ég er búin að sofa með í heilt ár ! Sko við eigum svona geimfararúm... þrýstingsjöfnunarsvampdýnu dæmi og fengum okkur eins kodda, sem er líka svona þrýstingsjöfnunarsvampdýnu dæmi. Þetta er frábært rúm, en ekki fyrir hálsinn og herðarnar á mér... svo þessum mínum ekkert svo allt of oft virka ofurheila, datt allt í einu í hug að kannski væri koddinn sá sekiWounderingTók bara venjulegan RL kodda úr gestaherberginu... neibb, það er sko ekkert mulið undir gestina í þessu húsi...ToungeSvaf með hann í nótt og viti menn: ég vaknaði ekki eins og niðurlútur, lúbarinn hundur í morgunsáriðJoyfulÞað er ekki að spyrja að heilastarfseminni hérna megin... tók bara ár að fatta þettaShockingFerlega góð inn í þennan fína dag... ég er nú líka í sumarfríi... og verulega ánægð með heimsóknirnar mínar í gær, þær voru ein ánægjuleg til vinkonu minnar, ein nauðsynleg til fótsnyrtifræðingsins og ein eiginlega nauðsynleg til gamals manns sem ég heimsótti alltaf í gömlu kvöldþjónustunni. Hann var búinn að spyrja mikið um mig og bað stúlkuna sem gefur honum að borða í hádeginu að hringja nú og boða mig í heimsókn til sín og talaði mikið um hvað það væri nú erfitt fyrir mig að vera búin að skipta um vinnu, en þegar hann fór að ræða kynlíf eldri borgara þá tók ég til fótannaGrinVar ég annars búin að taka það fram að ég er í sumarfríi ?WhistlingSólpallurinn er á bið... enda engin sól... en gaman að segja frá því að ég er í sumarfríi núna... ef ég skyldi ekki hafa verið búin að taka það framLoLHætt þessu bulli, eigið góðan dag elskurnar mínar allar og ennþá betri helgiSmileHeart  


Af hverju amma mín ??? :)))

Linda Björg: Amma mín... af hverju var hitt húsið of stórt ? A: Af því að það var líka gistiheimili þar. L.B: Af hverju viltu ekki eiga gistiheimili ? A: Af því að mér finnst það vera of mikil vinna. L.B: Af hverju mátti ég ekki hjálpa þér að vinna þar ? A: Af því að þú varst of lítil. L.B: Amma mín, af hverju áttiru heima uppi í fjalli ? A: Af því að við afi keyptum húsið þar. L.B: Af hverju áttiru ekki heima í Grýtubakka ? A: Ég átti einu sinni heima í Grýtubakka. L.B: Þegar þú varst mamman pabba míns ? A: Já. L.B: Þú ert ekkert hætt að vera mamman pabba míns amma ? A: Nei auðvitað ekki, ég hætti aldrei að vera mamman hans. L.B: Af hverju ? A: Af því að ég elska hann og finnst hann góður og fallegur. L.B: Mér finnst pabbi minn sætur... og skemmtilegur... og ég ætla að giftast honum ! Amma mín veist af hverju ég ætla að giftast strákurinn þinn ? A: Nei segðu mér... ? L.B: Af því hann er svo sætur... thíhí ! Grin

Linda Björg: Amma mín, hvað er afi gamall ? A: Hann er 57 ára í dag. L.B: Hahaha... 57 ára, það er ekki til svo mikið ! LoL


Síðast þegar ég var í sumarfríi...

... þá snjóaði... það var að vísu undir miðjan maíTounge Núna er ég komin í alveg 9 daga sumarfrí, sólin er farin úr augsýn og ætlar ekkert að mæta hingað þessa viku... en það snjóar samt líklega ekki núna... snjóþungt sumarfrí er ekkert sérstaklega aðlaðandiGrin Spúsi á afmæli í dag, ég sendi hann með smurbrauðstertu í vinnuna og set svo á eitthvað smá í viðbót til að eiga handa gestum, allir velkomnir að gleðjast með unga manninumWizard Í tilefni dagsins ætla ég að þrííífa hérna... húsið lítur út eins og það hafi ekkert verið gert í þeirri deild mjög lengi og svoleiðis er það líka ! Það er búið að vera svo frábærlega yndislegt veður núna lengi og þá er kona ekki inni að þrífa... ekki þessi kona að minnsta kostiCool Pallurinn okkar er kominn með skjólvegg... að vísu bara ytra byrðið, en það verður látið duga í bili. Andlitið á mér og handleggirnir eru komnir með rauðbrúnleita áferð og það er ekki bara fúavörnin mahóní...Wink En það kostar svo sannarlega fyrir mig að fá þennan lit... fyrst brenn ég nokkrum sinnum og það er andstyggilegt, síðan klæjar mig í einhverja daga og það er óþolandi og gerir mig geðvonda, en svo þegar það er loksins ekkert eftir lengur sem getur brunnið, þá kemur þessi rauðbrúna áferð... ég hef það fyrir reglu að fækka bara alls ekki fötum í sól, af skiljanlegum ástæðumLoL Vona að þið eigið öll dásamlegan dag... ég er að fara á stefnumót... við sápubrúsa, ryksugu, moppur og afþurrkunarklútaSmile Heart   

Elsku hausinn minn ;)

Gærdagurinn fór ekki alveg eins og ég vildi frekar en sumir aðrir dagar...Wink Ég var rétt komin heim úr vinnunni um eitt leitið þegar ég fékk migreni og þá lá leiðin bara inn í rúm í nokkra klukkutímaPinch Fyrir nokkrum árum var móðurlífið tekið úr mér ásamt einhverju fleiru í þeirri deild og þá fann ég ekkert fyrir mígreni í ein fjögur ár, en undanfarin tvö ár hef ég verið að fá þetta að meðaltali þrisvar í mánuði eða svoGetLost Hef stundum velt því fyrir mér hvort það þurfi að taka eitthvað fleira innan úr mér svo þetta hætti aftur, en mér finnst bara ég ekki mega missa neitt fleira, allt í notkun skoTounge Ég var hætt að eignast börn svo það var allt í lagi að móðurlífið færi, það þarf ekkert að hafa það til að geta eignast barnabörn... alveg klár á þvíJoyful Þegar ég er með migreni væri mér eiginlega alveg sama þó hausinn væri tekinn af... en svo bráir af mér og þá verður mér ljóst að mér þykir svo undurvænt um vitlausa hausinn á mér, svo hann er ennþá á sínum staðGrin Ferlega góð inn í þennan fína dag, spáin yndisleg... já ég skrifa auðvitað um veðrið, ég er nú íslendingur... og fjórir vinnudagar þangað til ég kemst í viku sumarfrí. Ég vinn um næstu helgi ef vinnu skyldi kalla, er bara með tvo skjólstæðinga og hjá öðrum þeirra eru fullorðnir synir í heimsókn svo þá er ekki eins mikil þörf fyrir mig á meðan og á hinum staðnum eru þetta bara smáheimsóknir, það er nær að segja að ég sé bara á kaupi um helginaLoL Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar, ég ætla að skreppa aðeins í vinnunaSmile Heart

Allt er gott sem endar vel... ;)

Dagurinn í gær byrjaði ósköp venjulega eins og allir dagar hjá mér... en svo fór nú eitthvað að síga á ógæfuhliðina þegar ég var komin í vinnuna...BlushEins og mér einni er lagið og auðvitað með miklum glæsibrag, tókst mér að missa síma skjólstæðingsins í gólfið með þeim afleiðingum að hann fór algerlega í frumeindir og virkaði svo bara alls ekki eftir það... þó hann væri settur saman aftur... skrítiðW00tEn sem betur fer er ég tryggð í bak og fyrir í vinnunni, enda svo sem ekki þekkt fyrir neins konar bræðiköst eða óeðlilega mikla eyðileggingaráráttu... fyrsta skipti á 11 árum sem ég skemmi eitthvað í vinnunni og þá skyldi það vera almennilega gert...WhistlingÉg hringdi í yfirmann minn og hún sagði að ég þyrfti að fara og kaupa sambærilegan síma, koma með nótuna og vinnan mín mundi borga ... mér skilst að þetta verði svo ekki dregið af kaupinu mínu... sem er gottWinkÞegar það var í höfn og ég fór að búa um rúmið þarna missti ég sjónvarpsfjarstýringuna á gólfið... en hún slapp með skrekkinn... ég var að opna stofuskáp og gleymdi að taka af mér lesgleraugun, opnaði vitlausa hurð og dúndraði henni næstum í hausinn á skjólstæðingnum...PinchNei, mér er í alvöru alls ekkert illa við þennan mann, þvert á móti... ég passaði mig á að koma bara sem minnst nálægt honum eða dýrum tækjum þessa heimilis það sem eftir var dagsins...GrinEftir vinnu fór ég í Netto fyrir mömmu til að versla töluvert eins og ég geri stundum... var búin að fylla körfuna þegar ég mundi hverju ég hafði gleymt... fara í hraðbanka og taka út peninga til að borga fyrir vörurnar...GetLostÉg fékk svolítið undarleg augnaráð frá fólki þegar ég lagði körfunni fullri af vörum við næsta rekka og æddi út úr búðinniToungeAsnalegur dagur eiginlega en endaði samt stórslysalaust í skemmtilegu afmæli hjá  vinkonu minni og manninum hennar... ég eyðilagði ekkert þar og slasaði engan... en komst að því að ég hafði gleymt að koma með innflutningsgjöfina þeirra...ShockingÞyrfti eiginlega að láta athuga þetta með gleymskuna í mér... ég bara man aldrei eftir þvíLoLEigið góðan dag elskurnar... skjáumst næst þegar ég man eftir því að ég á tölvuGrinHeart


Enginn verkefnaskortur á þessum bæ ;)

Núna erum við búin að smíða gólfið á pallinn okkar og byrjuð að skrúfa veggfjalirnar áWizardSet inn myndir á eftir ef ég má vera að, sökum anna... ég er svo agalega upptekin við að vera í öðru helgarfríinu mínu í röð... GrinSkuggalega langt síðan þær hafa verið tvær í röð, en lagast seinna í sumar þegar kemur að mér að fá sumarfríJoyfulPlanið í dag er að fara út og slá lóðina og gera ekki mikið annað frekar en venjulega... jú kannski halda við nokkrar spýtur og skrúfa kannski í nokkrar... jú og kannski úða lóðina aftur með fíflaeitrinu, náði nefnilega ekki alveg öllum þarna um daginnDevilJú svo langar mig í kjúkling í kvöldmatinn og ætla að láta það eftir mér og kannski þrífa bílinn minn og húsið... Ja hérna og ég er í helgarfríi... ? GetLostSko líklega og eiginlega vonandi, enda ég bara sitjandi einhversstaðar úti í góða veðrinu og hreyfi mig ekki spönn úr rassi, ég er nefnilega orðin svo þreytt á allri þessari upptalningu...LoLSpúsi og Súkkujeppinn hans hans gáfust loksins upp á hvor öðrum í gær... það er ekki einu sinni hægt að keyra hann á milli hverfa í þessum ekkert voðalega stóra bæ, án þess að það fari að koka í honum... sko jeppanum, svo það er líklega komið að því að gera smá hlé á pallasmíði og snúa sér að smá bílaviðgerðum svo sem eins og eina helgi eða svo... svo þarf líka að kíkja á jeppann minn fyrir skoðun, hann þarf svo sannarlega ekkert að kvarta yfir verkefnaskorti í helgarfríunum sínum skoToungeVona innilega að ykkur öllum líði eins vel og mér inn í þennan fína laugardag og óska öllum góðrar helgarSmileHeart

Prentvillupúkinn hérna vill ekki samþykkja "Súkkujeppi", vill frekar hafa "Dúkkujeppi"LoL


"Kúlið mitt" :))

Það var svo heitt hérna í gær bæði með og án sólar að það var gjörsamlega að drepa mig... en það er sko bara allt í lagi, ég elska svona veður samtInLove Pallasmíðin skotgengur og loksins fann ég aðferð til að hægja svolítið á honum gamla mínum... að vísu algerlega dauðóvart...Wink Ég hafði ekki tíma til að bera á 10 síðustu gólffjalirnar í gær vegna útréttinga, vinnu og vinnufundar og harðbannaði honum líka að snerta á penslinum "mínum" á meðan ég væri í kvöldvinnunni, svo það var sjálfhætt fyrir hann og það á nokkuð skikkanlegum kvöldmatartímaTounge Gólfið klárast í dag og þá er næsta mál á dagskrá að æða út í Húsasmiðju og kaupa efnið í veggina... það er kominn júlí og ef við viljum geta gert eitthvað með þennan pall í sumar annað en bara að smíða hann, ja þá er bara að halda áfram. Ég verð í fríi komandi helgi líka, langt langt langt síðan ég hef haft tvær fríhelgar í röð og mér finnst það æðislegtGrin Ég er búin að vera svo mikið úti undanfarið að bera á timbur að ég er ekki frá því að ég geti, með jákvæðu hugarfari og góðum vilja greint smá brúnan lit á andliti og handleggjum... eða kannski er það bara fúavörnin...Woundering En hvernig getur það passað... ég sem nefnilega sulla ekki þegar ég er að málaWhistling Ég æddi um lóðina okkar á mánudaginn og úðaði með fíflaeitri... morguninn eftir þegar ég leit út um gluggann sá ég að þeir voru flestallir farnir að lúta höfði... mér fannst það smá stund bara sorglegt... þetta var mér að kenna... en ég segi ekki nokkurri manneskju frá því að mér hafi liðið svona... það mundi nefnilega gjörsamlega eyðileggja "kúlið" mittCool Ferlega góð inn í þennan frábæra dag og sé fram á sumarfrí annan mánudag 13.júlí, alveg í heila vikuLoL Farið vel með ykkur elskurnar mínar og munið að stundum er vilji allt sem þarfSmile Heart   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband