Færsluflokkur: Bloggar

Frí eru fín...

... í hófi samt !Sleeping Byrjaði loksins að vinna aftur í gærmorgun eftir alveg skelfilega langt sumarfrí... Það er ferlega gaman að hlakka til að vera að fara í frí, fyrsta vikan fór í að venja mig við að æða ekki út rétt fyrir klukkan 9 á morgnana, vika tvö fór í að hugsa um að gera það sem ég hafði verið að bíða eftir að gera þegar ég kæmist í frí... en það var líka allt og sumt sem gerðist í þvíGetLostÞað eina sem þessi kona ætlaði að gera var að sitja úti á sólpallinum og njóta sumarsins = sumarfrí... það var nefnilega eitt smáatriði sem gleymdist að huga að... að hafa sumar í sumarfríinu mínuCryingÞegar þriðja vikan rann upp var ég alvarlega að hugsa um að hringja í yfirmanneskjuna mína og fá að koma í vinnuna... en ég gerði það ekki, vil alls ekki að fólk haldi að ég sé meiri klikkhaus en ég erToungeFjórða og síðasta vikan fór svo í að vanþakka fríið ennþá meira og hlakka til að komast í vinnuna... það á  bara ekkert að vera að spandera sumarfríum á fólk eins og migLoLFerlega fín inn í þennan góða dag... ekkert út á veðrið að setja svoleiðis... það er komið haust og þá er haustveður...WinkDagurinn í gær var svolítið langur, fór í vinnuna klukkan 9 og kom heim um hálf 6 í gær... sem  hljómar svo sem ekkert stórkostlegt nema fyrir þá staðreynd að þessa viku vinn ég bara til klukkan eitt... fór í klippingu og sjúkraþjálfun og tvær ferðir í búð fyrir höfuð ættarinnar og skilaði haustleystunum til eigendanna. Hætt að prjóna í bili... ehh... nei annars ég ætla ekkert að gefa neitt svona út, það verður hvort sem er fljótlega bara skrökvulygiCoolEigið góðan dag og flýtið ykkur hægt og allt þaðGrinHeart  


Gaddavírsgirðing... ;)

Maðurinn sem ég bý með kom heim úr vinnunni um hálf 9 í gærkvöldi... hann rétti mér pakka þegar hann kom inn, með orðunum: "Ég ætla að gefa þér þetta af því að þú ert svo mikill böðull" ! Hann er nú stundum álíka rómantískur og ruslatunna eða gaddavírsgirðing með stífkrampa... þessi elskaGetLost   Ehhh... hvað þá... er ég hvað ??? Hm... langur flatur pakki/böðull... er mannfjandinn í alvöru að gefa mér öxi ???W00t Jæja ég opnaði samt pakkann með hálfum huga þó... það er nú alltaf gaman að fá gjafir... en úr flata pakkanum til böðulsins kom ekki öxin sem ég gat átt vona á, það var nýtt lyklaborð fyrir tölvunaTounge Af gefnu tilefni vil ég að það komi skýrt fram að sá helmingur sambúðarfólksins í þessu húsi, sem situr hér og hripar þessar línur er ekki heimilistækjaböðull hússinsWink Til að hefna mín fyrir brandarann fór ég með elsku bílinn minn bláa í skoðun og ætlaði að búa til verkefni fyrir gamla svo hann hefði eitthvað annað að brasa við en að finna upp allt mögulegt til að gera at í mér með...Devil En þar kom vel á vondan... bíllinn minn er í fullkomnu lagi og engrar viðgerðar krafistLoL

Yfir öllu má nú kvarta...

Fyrir mig er einhvernvegin skemmtilegra að hlakka til sumarfrísins en að upplifa það... hálfasnalegt eiginlega...ShockingÉg er búin að vera í fríi síðan 1.ágúst og er komin með æluna upp í háls af aðgerðaleysi... það liggur við að mér sé farið að finnast ég ekki skipta máli neinsstaðar... neinsstaðar er ljótt orð en ég ætla samt að nota þaðWinkÉg get einungis reynt að ímynda mér hvernig það er þá að vera atvinnulaus eða jafnvel öryrki... öryrkjar hafa alltaf átt alla mína samúð og nú bætast atvinnulausir við í þann hóp... WounderingAnnars ferlega góð inn í þennan fína dag og hlakka til að fara aftur að vinna á mánudaginn... þetta er alveg orðið ágættJoyfulFréttir eiga ekkert frekar en venjulega hug minn allan... auðvitað fylgist ég með, kemst ekkert hjá því og vil það ekkert heldur. Var snupruð fyrir það að vera ekki búin að sjá myndbandið af Sigmundi greyinu verða sér ærlega til skammar í þinginu... ég fæ bara fyrir hjartað að sjá fólk lítillækka sig og horfi aldrei viljandi á svoleiðis nokkuð... og mér er alveg slétt sama hvað hverjum finnst um það...GetLostEn fyrir mér er þetta ferlega einfalt, maður er bara ekki fullur í vinnunni alveg eins og maður keyrir ekki eftir að vera búin að smakka áfengi... og þá er ég að tala um allt ofaní einn sopa jafnvel... annað hvort allt eða ekkert er oft langeinfaldast...CoolFór í fyrsta skipti til sjúkraþjálfara í fyrradag og er að fara aftur í dag... kvíði agalega fyrir þar sem hann lofaði/hótaði mér því að næstu tvö þrjú skiptin yrðu miklu verri en það fyrsta, sem var takk fyrir alveg nógu vontToungeVar næstum því búin að ákveða að fara barasta ekkert aftur... en uppgjöf er eitthvað sem ég kann ekki að framkvæma og þá bara gengur það ekki... og auðvitað fer ég núna á eftirCryingEf ég gæti gefist upp þá ætti ég að vera búin að því fyrir ofsalega mörgum árum síðan þegar lífið var virkilega erfitt... en fyrst ég gat það ekki þá hef ég enga ástæðu til þess núna og gerist almennileg pilluæta... lesist: tek verkjatöflur við væntanlegum sársauka og skrölti til hans með uppgerðar hetjubros á andlitinu og einbeiti mér að því að meiða hann ekki til baka... ekki mikið allavegaLoLEf þú hefur nennt að lesa alla leið hingað þá geturðu líka fengið að vita að ég óska þess að þú eigir jafngóðan dag og ég ætla að reyna að hafaGrinHeart

Smá uppfærsla: Sjúkraþjálfarinn hringdi og sagði mér að það er allt á floti hjá þeim... allt ónýtt bara við fyrstu sýn... veggir, tölvur, bara nefna það...UndecidedLak vatn af hæðinni fyrir ofan... slökkviliðið mætt með dælur og lokað í dag, eðlilega ! Svo ég get fengið að "hlakka til" fram á mánudagTounge


Endurræsa mig líka ;)

Sit hérna í stóra fallega eldhúsinu mínu og pikka á fartölvuna... leiðist hún eiginlega... í hvert skipti sem ég kveiki á henni birtast alls konar uppfærslumeldingar og svo meðfylgjandi endurræsingar... óþolandiPinchÉg veit það þýðir bara það að ég nota hana ekki nógu oft en nú verður bætt úr því, enda huggulegra að sitja hérJoyfulÉg var að koma frá sjúkraþjálfara... hélt hann dræpi mig... fann alveg nógu mikið til áður en ég fór inn, það hafði stórversnað þegar ég kom út aftur ! Samt fínt... nei ég er ekki masókisti... en nú sé ég loksins fram á að þetta fari að lagast og ég geti aftur farið á trampolinið með Lindu og labbað og hlaupiðGrinEkkert af þessu hef ég getað verkjalaust í marga mánuði og það hefur svooolítið dregið mig niður... verð að viðurkenna þaðBlushHef ekki heldur átt auðvelt með að ryksuga en það hefur aftur á móti alls ekki dregið mig neitt niðurWinkFer aftur á fimmtudaginn... hann huggaði mig með því að það yrði miklu verra þá og ráðlagði mér að taka verkjatöflur áður en ég kæmi... kannski vegna þess að mér varð á að hóta að lemja hann ef hann hætti ekki að meiða migToungeSíðasta vikan mín í sumarfríi og ég er alveg tilbúin til að fara að vinna aftur... þó fyrr hefði verið... var alvarlega að hugsa um að byrja bara aftur í síðustu viku... ég ætti kannski alls ekkert að vera að segja frá þvíWhistlingAnnars ferlega góð inn í daginn og læt veðrið alls ekki fara í taugarnar á mér... líka fínt að prjóna inni... búin með eina lopapeysu og ferna lopaleista, þrennir eftir og svo ætla ég að prjóna eitthvað skemmtilegra, peysu á Láru litlu eða eitthvaðSmileHafið það gott elskurnar, ég er farin út að labba/höktaGrinHeart


Nú er það svart... held ég ... ;)

Hún ég er að fara í sjúkraþjálfun... en er samt ekki sjúklingur... ekki séns í helv...Angry En mér er búið að líða frekar illa í bakinu... svona sirkumbil síðan um áramótin síðustu... beið alltaf eftir að það batnaði af sjálfu sér og verandi þessi samviskusama dúlla sem ég er, passaði ég að hreyfa mig alltaf rétt og reyna jafnt á bak og hné og svo framvegis... en alveg sama hvað ég reyndi að bíða þetta af mér það lagaðist ekkert, þvert á mótiPinch Ég datt illa rétt fyrir jólin, rúllaði með glamúr og glæsibrag niður hálfan stigagang í blokk... vinnutengt.... og svo af því að mér tókst nú ekki að gera þetta  almennilega þá, braut ekkert og var ekki með neina skrámu sem sást og ég gat fengið samúð út á, þá endurtók ég gjörninginn rúmu hálfu ári seinna... úti á miðri götu um hábjartan dag... vinnutengtShocking Þetta gæti alveg misskilist þannig að vinnan mín væri hættuleg, hugmynd: áhættuþóknun... en nei það er rangur misskilningur... vinnan mín er ekki hættuleg, það er frekar ég sem er hættuleg... en samt þó bara sjálfri mérTounge Ég get alveg þolað smáverk af og til, finn nú yfirleitt ekkert til nema þegar ég hreyfi mig... og þegar ég sit... og þegar ég ligg og eitthvað svoleiðis... en þegar ég var næstum búin að missa uppáhaldsskjólstæðinginn minn niður á gólf, við að hjálpa honum úr stólnum yfir í rúmið af því að ég fékk sting í meiddið, fór ég alvarlega að hugsa minn gang... eða svo ég segi bara alveg eins og er, að þá hafi ég yfir höfuð farið að hugsa eitthvað, hugs... hugs...Woundering Og svo hjálpaði það líka að allt mitt fólk  hótaði mér öllu illu ef ég færi ekki til læknis... svo ég fór og var send í myndatöku sem sýndi að allt var heilt og á sínum stöðum og hélt ég væri hólpin... Grin "Nei góða, svona gengur þetta ekki fyrir sig... þú ferð samstundis í sjúkraþjálfun" ! Hvarta segja maður, ég er ekkert slösuð... svoleiðis... það er óþarfi að gera svona mikið úr einum verk, er ekki bara hægt að sprauta í þetta og málið dautt ? Ég hata sprautur samt sko ! "Nei, út með þig og haltraðu strax með þetta blað til næsta sjúkraþjálfara !"Devil Hmprfff... mæta á þriðjudagsmorgun klukkan 9... LoL Eigið góðan dag elskurnarSmile Heart

Ég er bjartsýnismanneskja...

... það er sko engin lygi og bara hið besta mál auðvitaðHappy En stundum getur nú bjartsýnin gengið út í öfgar hjá mér... Mig dreymir um að geta setið af og til úti á pallinum mínum í notalegum stól og prjónað... í sumarfríinu mínu... Hef eiginlega engin önnur sérstök plön... en þetta var að vísu með þeim formerkjum að það yrði gott veður...  og skaðaði alls ekki ef það væri sólCool En það var aðeins of mikil bjartsýni... jafnvel af mér að veraShocking Veðrið hérna á norðurhjaranum er búið að vera í svona smáskammtasýnishornastíl það sem af er ágúst... nokkrum sinnum hef ég verið komin af stað út á pall með prjónana og kaffiglasið... þá hvarf hún umsvifalaust... með glott á andlitinuGetLost Hún stoppar yfirleitt svo stutt við blessunin að ég hef varla tíma til að þrífa prjónadótið og kaffið og koma mér út á pall... þó ég taki til fótanna... hún hleypur alltaf hraðar en égPinch Fannst ég samt vera svakalega heppin áðan... komst út á pall, sat þar og prjónaði tvær umferðir... á ermi... og þá var draumurinn búinnCrying Ég þarf að klára þessa lopapeysu fyrir helgina, konan sem á að fá hana fer aftur út til Sviss í endaðan ágúst og þá þarf líka að vera búið að setja rennilásinn í en ég geri það ekki sjálf, þekki góðar konur sem sem reka saumastofu og eru miklu flinkari við það en égWink Ætlaði að prjóna inni í eldhúsi núna eftir hádegið... en þá þurfti ég að fara að vera með vesen... datt í hug að það þyrfti nú að taka utan af rúminu... og setja smellurnar í sængurverin sem ég ætlaði að setja utanum... þyrfti líka að ryksuga hérna... og rykið á hillum og í gluggum veit ég að er komið vel fram yfir síðasta söludag og er ábyggilega orðið heilsuspillandiWhistling  En þegar ég sit úti tek ég upp afgang af gamalli afneitun sem ég geymi á góðum stað og þykist ekkert vita um neitt af öllu því sem þarf að gera hérna inniTounge Annars ferlega góð inn í fínan dag og frábæra viku... leti, slugs og öll ómennska önnur er þema daganna hjá mérLoL Farið vel með ykkur elskurnar mínar... það geri ég sko líkaSmile Heart

Hér er vaði úr einu í annað... :)

Þá er stelpan mín farin aftur út til Gautaborgar, það er nú svolítið tómlegt hérna... verð að segja það... það var svo notalegt að hafa hanaInLove Þegar hún kom spurði ég hana hvað hún vildi svo gera þessa viku... ekkert sérstakt sagði hún, ég er ekki komin hér sem túristi... heldur sem dóttir, systir og frænka ! Yndisleg... og kemur aftur um jólinKissing Ég er ennþá í sumarfríi... sem sést á veðrinu... þeir eru ekki margir dagarnir sem ekki hefur rignt eitthvað síðan ég byrjaði í fríinu 1. ágúst... og rignir ennGetLost Spurning um að fara bara aftur að vinna... selja sólhlífina eða bara eitthvað... það er alltaf eins og ég sé að dansa regndansinn með því að fara í frí...Tounge Fór nú samt út í gær og bar fúavörn á veggina á pallinum... það sést að vísu ekki... ég valdi nefnilega glæra fúavörn með smá grænni slikju... þetta er allt of stór pallur til að vera með dökkbrúna veggi á alla kantaWink Saumaði líka eldhúsgluggatjöld, skipti úr rauðum yfir í hvítar og er komin með allt annað yfirbragð á eldhúsinu. Les stundum fréttir, það er oft hægt að skemmta sér yfir orðalaginu í þeim... las um daginn að "einhverjum manni verður brottvísað af landinu" ! Af hverju er ekki bara hægt að vísa honum brott af landinu... virkar það ekki lengur... fer hann þá ekki eða... ? Og þetta með að lögreglan er að "haldleggja" hitt og þetta... geta þeir ekki bara fengið að halda áfram að leggja hald á... ? Í þessum stíl er ég þá að kaffidrekka og bloggskrifa og á eftir fer ég að þvottupphengja og ef ég nenni ætla ég líka að bílþrífa og gólfskúraGrin Fer samt svolítið eftir því hvort við förum í útilegu fram í fjörð eða ekki... gamli er að fara að spila í grillpartýi hjá vinnufélaga sínum... en varla ef það heldur áfram að rigna... þá nenni ég nú ekkiCool Hin útilegan okkar á þessu ári var líka farin af því að gamli var að spila... þetta útileguþema verður barasta alls ekki notað næsta sumar... trúið mérLoL Góða helgi elskurnar mínar allar... yfir og út... sko ekki út úr húsinu... það rignirSmile Heart

Já, nú er gaman....

... dóttir mín og ég hér samanWizard Hún Kata mín er komin frá Svíþjóð og ætlar að vera hér hjá okkur í viku... hún er fallegri, skemmtilegri og hamingjusamari en þegar ég hitti hana fyrir ári síðan... en þá var hún mjög falleg skemmtileg og hamingjusömGrin Mig skortir alveg fegurðina og skemmtilegheitin en ég er afskaplega hamingjusöm yfir því að hún skuli vera kominJoyful Ég fór ekki á Fiskidaginn mikla á Dalvík þetta árið... nokkrum tugum þúsunda of margt fólk fyrir mig og nokkrum tugum lítra of mikið af áfengi í fólki... fyrir minn smekk...Cool Við erum búin að fara tvisvar áður þess vegna veit ég þetta... En ég mæli samt alveg með því að fólk fari minnsta kosti einu sinni, þetta er frábært framtak hjá Dalvíkingum ! Var bara heima í rólegheitunum, gamli fór út eftir og dóttir mín og yngri sonur heimsóttu föðurafa sinn á dvalarheimilið á Grenivík og pabba sinn og fjölskyldu í sveitinni þar. Heppin ég fékk frábæra heimsókn á föstudaginn... Ásdís bloggvinkona mín og maðurinn hennar komu í heimsókn... takk fyrir komuna yndislega fólkKissing Af gömlum og góðum íslenskum sveitasið  kemur núna smá um veðrið... það er fínt... 17 - 20 stiga hiti en engin sól... og ekkert meira um það að segjaTounge Sem sagt allt gott hér og þessi kona alveg dúndrandi fín inn í daginn ! Hafið það gott allir sem lesa hérna og já... bara allir hinir líka !Smile Heart

Það er vatn... lesist: það rignir :)

Vona innilega að notalega veðrið í gær hafi ekki verið restin af sumrinu hjá okkur hérna á norðurhjaranum...WounderingSko ég elska rigninguna, hún er góð fyrir gróðurinn og andrúmsloftið og göturnar, eyðir svifriki og hreinsar allt og skolar og svo framvegis og svo framvegis... bara nefna það... dásamleg uppfinning náttúrunnar og hvaðeina... en mér finnst samt komið nóg vatn í bili... passa sig að ofgera ekki...W00tSko... það er eiginlega búið að rigna non stop í tæpan mánuð og rignir enn... og ég sem var að byrja í sumarfríiCoolÉg er alls enginn sjáandi... sem er nú bara á góðri íslensku: spákjelling... og er nú betur þekkt fyrir jákvæðni og bjartsýni en eitthvað í hina áttina... en ég var að gera því skóna um daginn að fyrst ég væri nú komin í sumarfrí þá hlyti annaðhvort að rigna eða snjóaShockingOg það rignir... og rignir... og rignir... ok ég veit... það snjóar samt ekkiToungeVið keyptum okkur sólhlíf á pallinn núna fyrir helgina en hún var gölluð, ekki hægt að skrúfa hana saman... fór og skilaði henni í gær og fékk aðra sem virkar... sem regnhlíf þáWinkFerlega góð inn í þennan fína rennblauta dag, helgin var meiriháttar skemmtileg... fengum tugi yndislegra gesta, bæði okkar afkomendur og afkomendur foreldra okkar... hreint út sagt frábærtWizardElsku bíllinn minn blái, Nissaninn er að fara að fá nýjar bremsur seinnipartinn í dag... gamli minn og vinnufélagi hans ætla að redda því... þá get ég farið að nota hann aftur... bílinnJoyfulKata mín kemur frá Svíþjóð núna á föstudaginn og verður í viku, hún ætlar meðal annars að fara með aldraða móður sína... sem er ég... á ÖLL kaffihúsin á Akureyri...GrinHlakka mikið til að sjá elsku stelpuna mína... hún er að vísu hátt á þrítugsaldri orðin virðulegur félagsráðgjafi, en hún er og verður alltaf elsku stelpan mínInLoveEigið góðan dag í öllum veðrum, ég er sko ekkert að fara út núna... ég er í sumarfríi... íhaaaa ! LoLHeart

Pé ess: Setti inn nýjar myndir af öllum herlegheitunum... fatta ekki alveg þetta orð "herlegheit" en finnst svo flott að nota þaðTounge


Héðan er það helst að frétta...

... að ég er komin í sumarfrí... fatta það líklega ekki til fullnustu samt fyrr en eftir helgina, þegar ég ætti að fara að mæta í vinnunaWizard Elsku bíllinn minn blái er bilaður... einna helst álitið að hann sé fastur í bremsu á öðru framhjólinu... eitthvað að þar allavega, það var skelfileg brunalykt frá því svæði og felgan of svört til að það geti talist eðlilegtWoundering Og síðast en ekki síst: það rignir ekki á Akureyri... þessa stundina ! Að vísu er mér persónulega nokk sama svoleiðis, ég get ekkert breytt veðrinu svo mér dettur ekki í hug að láta það fara í taugarnar á mérJoyful Ég er náttulega komin upp fyrir allar aldir... af því að ég vil hafa það svoleiðis... og það er mikil umferð hérna um götuna... töluvert um leigubíla og líka fólk sem er nokkuð örugglega ekki að koma á fætur og virðist einna helst þjást af einhverskonar valkvíða... getur ekki ákveðið hvora gangstéttina það á að velja til að ganga á eða hvort það er ekki bara betra að ganga á götunniTounge Þegar líður á morguninn ætla ég að útbúa mitt eigið grillkjöt... ekki í sparnaðarskyni neitt samt... mér bara finnst það betra en það sem hægt er að kaupa í búðWink Svo þarf ég að breyta ásýnd baðherbergisins hérna í húsinu... það er orðið líkara kamri á fjölmennum ferðamannastað heldur en baðherbergi á heimili... svona er það þegar ráðskonan í sjálfboðavinnunni, lesist: "húsmóðirin á heimilinu" nennir ekkert að gera dögum samanLoL Ef þið hélduð að ég ætlaði að skrifa um Icesave eða eitthvað svoleiðis kjaftæði hérna, þá skjátlast ykkur illilega... læt aðra algerlega um það skoGrin Skil ekki helminginn, fatta ekki restina og veit svo ekkert hverju ég á að trúa... svo ég geri það eina sem ég ræð við, læt það afskiptalaust og sé til hvað geristUndecided Vona innilega að þið öll eigið ánægjulega daga framundan og komið frísk og spræk undan helginniSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband