Færsluflokkur: Bloggar
... í hófi samt ! Byrjaði loksins að vinna aftur í gærmorgun eftir alveg skelfilega langt sumarfrí... Það er ferlega gaman að hlakka til að vera að fara í frí, fyrsta vikan fór í að venja mig við að æða ekki út rétt fyrir klukkan 9 á morgnana, vika tvö fór í að hugsa um að gera það sem ég hafði verið að bíða eftir að gera þegar ég kæmist í frí... en það var líka allt og sumt sem gerðist í þvíÞað eina sem þessi kona ætlaði að gera var að sitja úti á sólpallinum og njóta sumarsins = sumarfrí... það var nefnilega eitt smáatriði sem gleymdist að huga að... að hafa sumar í sumarfríinu mínuÞegar þriðja vikan rann upp var ég alvarlega að hugsa um að hringja í yfirmanneskjuna mína og fá að koma í vinnuna... en ég gerði það ekki, vil alls ekki að fólk haldi að ég sé meiri klikkhaus en ég erFjórða og síðasta vikan fór svo í að vanþakka fríið ennþá meira og hlakka til að komast í vinnuna... það á bara ekkert að vera að spandera sumarfríum á fólk eins og migFerlega fín inn í þennan góða dag... ekkert út á veðrið að setja svoleiðis... það er komið haust og þá er haustveður...Dagurinn í gær var svolítið langur, fór í vinnuna klukkan 9 og kom heim um hálf 6 í gær... sem hljómar svo sem ekkert stórkostlegt nema fyrir þá staðreynd að þessa viku vinn ég bara til klukkan eitt... fór í klippingu og sjúkraþjálfun og tvær ferðir í búð fyrir höfuð ættarinnar og skilaði haustleystunum til eigendanna. Hætt að prjóna í bili... ehh... nei annars ég ætla ekkert að gefa neitt svona út, það verður hvort sem er fljótlega bara skrökvulygiEigið góðan dag og flýtið ykkur hægt og allt það
Bloggar | 1.9.2009 | 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 28.8.2009 | 13:16 (breytt 29.8.2009 kl. 08:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir mig er einhvernvegin skemmtilegra að hlakka til sumarfrísins en að upplifa það... hálfasnalegt eiginlega...Ég er búin að vera í fríi síðan 1.ágúst og er komin með æluna upp í háls af aðgerðaleysi... það liggur við að mér sé farið að finnast ég ekki skipta máli neinsstaðar... neinsstaðar er ljótt orð en ég ætla samt að nota þaðÉg get einungis reynt að ímynda mér hvernig það er þá að vera atvinnulaus eða jafnvel öryrki... öryrkjar hafa alltaf átt alla mína samúð og nú bætast atvinnulausir við í þann hóp... Annars ferlega góð inn í þennan fína dag og hlakka til að fara aftur að vinna á mánudaginn... þetta er alveg orðið ágættFréttir eiga ekkert frekar en venjulega hug minn allan... auðvitað fylgist ég með, kemst ekkert hjá því og vil það ekkert heldur. Var snupruð fyrir það að vera ekki búin að sjá myndbandið af Sigmundi greyinu verða sér ærlega til skammar í þinginu... ég fæ bara fyrir hjartað að sjá fólk lítillækka sig og horfi aldrei viljandi á svoleiðis nokkuð... og mér er alveg slétt sama hvað hverjum finnst um það...En fyrir mér er þetta ferlega einfalt, maður er bara ekki fullur í vinnunni alveg eins og maður keyrir ekki eftir að vera búin að smakka áfengi... og þá er ég að tala um allt ofaní einn sopa jafnvel... annað hvort allt eða ekkert er oft langeinfaldast...Fór í fyrsta skipti til sjúkraþjálfara í fyrradag og er að fara aftur í dag... kvíði agalega fyrir þar sem hann lofaði/hótaði mér því að næstu tvö þrjú skiptin yrðu miklu verri en það fyrsta, sem var takk fyrir alveg nógu vontVar næstum því búin að ákveða að fara barasta ekkert aftur... en uppgjöf er eitthvað sem ég kann ekki að framkvæma og þá bara gengur það ekki... og auðvitað fer ég núna á eftirEf ég gæti gefist upp þá ætti ég að vera búin að því fyrir ofsalega mörgum árum síðan þegar lífið var virkilega erfitt... en fyrst ég gat það ekki þá hef ég enga ástæðu til þess núna og gerist almennileg pilluæta... lesist: tek verkjatöflur við væntanlegum sársauka og skrölti til hans með uppgerðar hetjubros á andlitinu og einbeiti mér að því að meiða hann ekki til baka... ekki mikið allavegaEf þú hefur nennt að lesa alla leið hingað þá geturðu líka fengið að vita að ég óska þess að þú eigir jafngóðan dag og ég ætla að reyna að hafa
Smá uppfærsla: Sjúkraþjálfarinn hringdi og sagði mér að það er allt á floti hjá þeim... allt ónýtt bara við fyrstu sýn... veggir, tölvur, bara nefna það...Lak vatn af hæðinni fyrir ofan... slökkviliðið mætt með dælur og lokað í dag, eðlilega ! Svo ég get fengið að "hlakka til" fram á mánudag
Bloggar | 27.8.2009 | 08:41 (breytt kl. 09:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sit hérna í stóra fallega eldhúsinu mínu og pikka á fartölvuna... leiðist hún eiginlega... í hvert skipti sem ég kveiki á henni birtast alls konar uppfærslumeldingar og svo meðfylgjandi endurræsingar... óþolandiÉg veit það þýðir bara það að ég nota hana ekki nógu oft en nú verður bætt úr því, enda huggulegra að sitja hérÉg var að koma frá sjúkraþjálfara... hélt hann dræpi mig... fann alveg nógu mikið til áður en ég fór inn, það hafði stórversnað þegar ég kom út aftur ! Samt fínt... nei ég er ekki masókisti... en nú sé ég loksins fram á að þetta fari að lagast og ég geti aftur farið á trampolinið með Lindu og labbað og hlaupiðEkkert af þessu hef ég getað verkjalaust í marga mánuði og það hefur svooolítið dregið mig niður... verð að viðurkenna þaðHef ekki heldur átt auðvelt með að ryksuga en það hefur aftur á móti alls ekki dregið mig neitt niðurFer aftur á fimmtudaginn... hann huggaði mig með því að það yrði miklu verra þá og ráðlagði mér að taka verkjatöflur áður en ég kæmi... kannski vegna þess að mér varð á að hóta að lemja hann ef hann hætti ekki að meiða migSíðasta vikan mín í sumarfríi og ég er alveg tilbúin til að fara að vinna aftur... þó fyrr hefði verið... var alvarlega að hugsa um að byrja bara aftur í síðustu viku... ég ætti kannski alls ekkert að vera að segja frá þvíAnnars ferlega góð inn í daginn og læt veðrið alls ekki fara í taugarnar á mér... líka fínt að prjóna inni... búin með eina lopapeysu og ferna lopaleista, þrennir eftir og svo ætla ég að prjóna eitthvað skemmtilegra, peysu á Láru litlu eða eitthvaðHafið það gott elskurnar, ég er farin út að labba/hökta
Bloggar | 25.8.2009 | 11:03 (breytt 26.8.2009 kl. 10:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 19.8.2009 | 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 18.8.2009 | 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 15.8.2009 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 9.8.2009 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Vona innilega að notalega veðrið í gær hafi ekki verið restin af sumrinu hjá okkur hérna á norðurhjaranum...Sko ég elska rigninguna, hún er góð fyrir gróðurinn og andrúmsloftið og göturnar, eyðir svifriki og hreinsar allt og skolar og svo framvegis og svo framvegis... bara nefna það... dásamleg uppfinning náttúrunnar og hvaðeina... en mér finnst samt komið nóg vatn í bili... passa sig að ofgera ekki...Sko... það er eiginlega búið að rigna non stop í tæpan mánuð og rignir enn... og ég sem var að byrja í sumarfríiÉg er alls enginn sjáandi... sem er nú bara á góðri íslensku: spákjelling... og er nú betur þekkt fyrir jákvæðni og bjartsýni en eitthvað í hina áttina... en ég var að gera því skóna um daginn að fyrst ég væri nú komin í sumarfrí þá hlyti annaðhvort að rigna eða snjóaOg það rignir... og rignir... og rignir... ok ég veit... það snjóar samt ekkiVið keyptum okkur sólhlíf á pallinn núna fyrir helgina en hún var gölluð, ekki hægt að skrúfa hana saman... fór og skilaði henni í gær og fékk aðra sem virkar... sem regnhlíf þáFerlega góð inn í þennan fína rennblauta dag, helgin var meiriháttar skemmtileg... fengum tugi yndislegra gesta, bæði okkar afkomendur og afkomendur foreldra okkar... hreint út sagt frábærtElsku bíllinn minn blái, Nissaninn er að fara að fá nýjar bremsur seinnipartinn í dag... gamli minn og vinnufélagi hans ætla að redda því... þá get ég farið að nota hann aftur... bílinnKata mín kemur frá Svíþjóð núna á föstudaginn og verður í viku, hún ætlar meðal annars að fara með aldraða móður sína... sem er ég... á ÖLL kaffihúsin á Akureyri...Hlakka mikið til að sjá elsku stelpuna mína... hún er að vísu hátt á þrítugsaldri orðin virðulegur félagsráðgjafi, en hún er og verður alltaf elsku stelpan mínEigið góðan dag í öllum veðrum, ég er sko ekkert að fara út núna... ég er í sumarfríi... íhaaaa !
Pé ess: Setti inn nýjar myndir af öllum herlegheitunum... fatta ekki alveg þetta orð "herlegheit" en finnst svo flott að nota það
Bloggar | 5.8.2009 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggar | 1.8.2009 | 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar