Færsluflokkur: Bloggar

Já já... :))

... nú á algerlega að kaffæra mann í snjó hérna á norðurhjaranum... það ullar svo niður núna að það hálfa væri helmingi meira en nóg ! Sko ég á afmæli að hausti... ekki vetri... hélt það væri alveg ljóst en þetta er greinilega eitthvað að riðlast...GetLost Ég á sem sagt afmæli í dag og ekki datt mér í hug að mér gæti liðið svona svakalega vel að vera 52 ára, en það er sko klárlega langbesti aldurinn... ykkur er óhætt að fara að hlakka til börnin góðWizard Ég setti á kökur í gærkvöldi af því að mér finnst svo yndislegt þegar fólkið mitt kemur að heimsækja mig og þá sérstaklega á afmælunum mínum af því að þá get ég leyft þeim að halda að ég sé húsmóðirTounge Mér er alveg sama hvort einhver kemur á jarðarförina mína... sem er btw alls ekki á dagskrá næstu áratugina... ég er alveg með það á hreinu að það er prívat og persónulega miklu skemmtilegra fyrir mig að fólk heimsæki mig á meðan ég þó tóri ! Kökur í fleirtölu er nú kannski aðeins orðum aukið, en þær eru jú tvær og þá gildir náttulega fleirtalan...Whistling Önnur er  rjómaterta og ég var í alvöru að hugsa um að setja kerti á hana en svo eftir smá umhugsun hætti ég við það... ég held að það mundi myndast svo rosalegur hiti af 52 kertum á einni svona venjulegri stærð af köku að rjóminn mundi bara bráðna...Woundering Það yrði til þess að ég þyrfti að þrífa helling og ég geri nú flest til að komast hjá því og svo væri tertan þá ekkert hæf til átuGrin Hann gamli minn gaf mér ekki bara leðurstígvélin sem mig langaði í... fyrsta skipti í mörg á sem mig langar í skó... heldur keypti hann líka miða í leikhúsið og við erum að fara í kvöld að sjá "Við borgum ekki... við borgum ekki" ! Langflottastur þessi elskaInLove Við erum búin að koma okkur upp alveg gulltryggri aðferð við afmælis og jólagjafainnkaup handa mér... bæði svo hann geti sofið fyrir stressinu og ég fái það sem mig langar í... við förum saman í búðina þar sem gjöfin tilvonandi fæst, ég bendi og hann borgar... allir sáttirLoL Eigið yndislegan dag elskurnar, það ætla ég að gera líkaSmile Heart

Fer ekki fet... :))

Hér er ég búin að blogga síðan í janúar 2007, mér líkar það vel og ég ætla að halda því áframWink Það voru systur mínar sem hvöttu mig til að koma hingað af því að þær voru hér, en ekki stjórnmálaskoðanir mínar eða álit mitt á ritstjóra einhvers blaðs, sem ég hef aldrei verið áskrifandi aðCool Þegar ég skráði mig hérna inn fyrst þá hafði ég ekki hugmynd um hver var ritstjóri Morgunblaðsins, leiddi ekki hugann að því einu sinni og var þá greinilega alveg sama... og undarlegt nokk, mér er líka alveg nákvæmlega sama hver er ritstjóri blaðsins í dag ! Á meðan hann lætur mig í frið þá læt ég hann í friðiTounge Hún Jenný bloggvinkona mín er farin yfir á eyjuna og lætur okkur "aðdáendum Davíðs" eftir að blogga hér, ég sé nú að vísu ekki samhengið neitt ofsalega skýrt... en Jenný er eins og hún er og ég tek henni þannig, það eru aðeins meiri snúningar fyrir mig með músina að komast til að lesa bloggið hennar í dag en mér finnst það alveg þess virðiGrin Hér er snjór yfir öllu og ég er búin að gleyma hvernig á að setja bílinn minn í drifin... segi náttulega ekki nokkrum lifandi manni frá því, var eitthvað að fikta við það í gærmorgun en ákvað svo að ég væri þvílíkur snilldarbílstjóri að ég þyrfti ekkert á því að haldaDevil Enda allur snjór farinn af götunum þegar ég fer af stað í vinnuna undir hádegi... klukkan 9... og eiginlega alveg horfinn þegar ég var búin um eittleitið. Á morgun á ég afmæli, mér dettur ekki í hug að segja að það sé ekkert merkisafmæli að verða 52 ára, öll mín afmæli eru auðvitað merkisafmæli sem kemur af sjálfu sér... það er ég sjálf sem á afmæli og ég svo hef ég aldrei prófað að vera 52 ára áðurJoyful Ég held það hljóti að vera frábært bara, enda lifi ég til að hafa gaman og hef gaman af því að lifaLoL Eigið/hafið góðan dag elskurnar og ennþá betri helgiSmile Heart

Hæ :)

Það er dimmt úti þegar ég fer á fætur og mér finnst það notalegt... ég þarf ekkert út líkt því strax, er inni í hlýja húsinu mínu og hef allt sem ég þarf....Joyful Ég er auðvitað að prjóna út í eitt en mér finnst ég aldrei koma nógu miklu í verk á þeim vígstöðvum... og get ekki kennt um vinnunni minni... er bara að vinna 4 tíma á dag þessa vikunaWhistling Ekki get ég heldur kennt um yfirgengilegum dugnaði í húsverkum... þó ég hafi tekið mig til og þrifið þvottahúsið í gær... duglegHappy Ég veit alveg að þetta prjónastress í mér skrifast á tóma vitleysu, ég er nefnilega alltaf búin að ákveða minnsta kosti fjögur verkefni fram í tímann... er núna að rota lopaleysta sem ég ætla að senda litla bróður mínum í Danmörku í afmælisgjöf. Hann er nú vel rúmlega einn og áttatíu á hæð "sá litli" en hann er 2 árum yngri en ég og er svo mikill steinaldarmaður að hann er ekkert í tölvu og les ekki bloggið mitt... svo ég kemst alveg upp með þetta litlabróðurtal og get líka alveg sagt frá því á veraldarvefnum hvað ég ætla að gefa honum í afmælisgjöf og það fer algerlega fram hjá honumGrin Svo á ég eftir að prjóna fjögur pör af leistum til að senda til Svíþjóðar og tvær lopapeysur líka og svo ætla ég að prjóna aðeins meira á barnabörnin okkar og leista á yngri son minn og allt þetta ætla ég að vera búin með í nóvember... hreinlega lafmóð bara... ég á mér nefnilega líka líf fyrir utan prjónana... eða er það ekki annars...Tounge Ég er farin að hlakka til jólanna... lofaðu að segja engum frá því samt...LoL Nú óska ég þér góðs dags lesandi góður og vona að þú farir eins vel með þig og þína og kostur erSmile Heart

Jahérna hér....

Það snjóaði aðeins hérna í morgun, svona rétt til að minna okkur á að stutta sumarið okkar er örugglega búið og laaaangi veturinn rétt handan við hoddniðTounge Gamli minn varð sér úti um gröfu og er búinn að grafa upp snúrustaurinn okkar, hringsnúrustaur sem við keyptum með húsinu... hann hallaði svo mikið undir flatt, staurinn, að þegar ég var með þvott úti þurfti ég alltaf að fara annað slagið og snúa honum svo allt þornaði núSideways Núna liggur staurinn alveg á hliðinni og það gerir ekkert til, hann verður reistur upp á morgun, enda nenni ég ekki að hengja út í svona kulda... þykir allt of vænt um puttana mína og svo er það bara tvíverknaður... þornar ekkert svo það þarf þá hvort sem er að setja þvottinn á grindina eða í þurrkarannGetLost Þurrkarinn okkar er hálfklikkaður, hann vill ekkert í gang nema þegar ég pota undir takkann með sporjárni og lem svo einu sinni á hann með skaftinu á sporjárninu... að öðru leiti er þetta bara mjög góður þurrkariGrin Við erum tvisvar búin að setja hann í viðgerð, en hann lagaðist bara ekkert við það... það eina sem gerðist var að það varð bara mun rýmra í veskinu mínuWink Ég þekki eina góða konu sem var með svakalega stórkerlingalegar yfirlýsingar í sumar um að hún ætlaði aldreialdreialdrei að prjóna eina einustu lopapeysu framar... það er akkúrat ekkert að marka þessa konu, sem ykkur gæti jafnvel grunað að væri ég...Whistling Það  verða nefnilega tvær fullorðins lopapeysur í jólagjafahrúgunni í ár ! Dóttir mín í Svíþjóð og hennar  heittelskaða sem btw voru að trúlofa sig um síðustu helgi, fá lopapeysur að eigin vali í jólagjafir... með því skilyrði að þær verði í sauðalitunum... að eigin vali hvað ?LoL Og það var fíbblið ég sem bauð þetta... sumum er bara ekkert viðbjargandi skoShocking Ég er á nokkurskonar bakvakt í vinnunni minni, akkúrat núna, verð að fara af stað aftur...Joyful Góða helgi elskurnar og fyrirgefið bullið í mérSmile Heart

Það er haust... um haust...

Haustið er sem sagt mætt... og ég hef barasta vit á að vera sátt við það... ég get nefnilega ekkert breytt þvíToungeBúin að klára hin ýmsustu haustverk og önnur í burðarliðnum... búin að gera okkar árlegu lifrarpylsu og búa til sviðasultu úr gömlu sviðunum síðan í fyrra og mæta í afmæli eldri sonardóttur og tengdadóttur, er að setja pening í afmæliskort handa 2 ömmudúllum fyrir austan sem eiga afmæli akkúrat þessa dagana. Halldóra og Rebekka heita þær og eru núna að verða 9 og 10 ára yndislegar og fallegar skvísur... ég eignaðist þær þegar þær voru 2 og 3 áraInLoveSvo er alveg að koma að næststærsta atburði ársins... alveg án tillits til árstíða... sem er afmælið mittWizardEldri börnin mín 2 eiga síðan bæði afmæli í nóvember og eftir það er komið að aðal-aðal-atburðinum á árinu: jólunumKissingÉg er búin að kaupa nokkrar jólagjafir... gerði það um helgina... kaupi mestmegnis bækur, prjóna líka aðeins... dálítið margar gjafir nefnilega þó við gefum bara börnum okkar og barnabörnum, svo það er alveg nauðsynlegt að byrja tímanlega ! Sé það hefur snjóað í Vaðlaheiðina og datt í hug í morgun að líklega væri kominn tími á að taka inn af pallinum... allavega sólhlífinaGrin Tökum húsgögnin inn og pökkum grillunum og arninum vel inn í eitthvað... tími ekki að láta óvin númer eitt (lesist: veturinn) eyðileggja þetta allt saman fyrir mérGetLostAnnars er lífið lítið annað en vinna, éta, sofa... sem er bara fínt... mætti gera meira af sumu en minna af öðru og hefði alveg getað hugsað mér aðeins meiri sól þetta árið, en það kemur ár eftir þetta árCoolPlan þessa ágæta dags er vinna, pósthús með afmæliskortin, sláturgerð með tengdadóttur, vinna og .... ehh... svo bara slugs ! Vona þið eigið góðan dag öll sem eittSmileHeart


Það er svo ótalmargt...

... sem ég hef engar áhyggjur af...JoyfulVar að renna yfir fréttir hér á vefnum eins og ég geri á hverjum morgni og get lesið um svo ótalmargt sem ég hef alls engar áhyggjur af, hvað þá að ég hafi á því áhuga ! Þessi fræga persóna var ómáluð... jööö, önnur hafði víst ekki greitt sér... ertu vitlaus kona og einn var með sárabindi um höndina... ææ meiddi, einhver fræga daman var í þessum skóm eða svona buxum... blahhhShockingÞetta eru ábyggilega mjög mikilvægar fréttir fyrir einhverja, en ég vona samt þeir séu ekki margir/ar... en hvað veit ég svo sem... alls ekki viðræðuhæf í málefninuToungeEn hér er eitt sem ég ætla að deila með ykkur... ég les alltaf Séð og heyrt ef ég kemst í eintak af því merka riti á biðstofu einhversstaðar... það er nefnilega svo góð brandarasíða í því... annað efni fer nú fyrir ofan garð og neðanGrinMálið er nefnilega að ég get ekki komið mér upp áhuga á lífi og athöfnum fólks sem ég þekki ekki baun og er þess utan afskaplega ólíklegt að ég kynnist nokkurtímann... Og þá vitiði þaðWinkÞessi innihaldslausa færsla hefur engan tilgang og er örugglega jafn uppörvandi og áhugavekjandi og svefntöflur eða eitthvað, hún er eiginlega bara fyrir puttana mína svo þeir hafi eitthvað að gera, mig vantar nefnilega prjón sem ég get ekki fengið mér í fyrr en eftir hádegi og get þar af leiðandi ekki haldið áfram að prjónaWhistlingÉg ætla í bláum gallabuxum, svartri mussu og svörtum gúmmíklossum í vinnuna, er ekki búin að ákveða hvort ég verð í sokkum, reynslan segir mér að það séu svona 75% líkur á að ég gleymi að greiða mér og að minnsta kosti 100% líkur á að ég máli mig bara alls ekki neittLoLFerlega góð inn í daginn og vona að þið öll séuð það líkaSmileHeart

Prentvillupúkinn strikar undir allar -ar endingar hjá mér með rauðuTounge


Hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún...

... Linda Björg Kristjánsdóttir JónínusonarWizardHeartInLoveHún er 4 ára í dag litla hnátan hennar ömmu sinnar og veit að hún er orðin stór núna... heldur ekkert um þaðGrinÉg er auðvitað svo fullkomin amma að ég setti á tertu og bakaði pönnsur og fer með til þeirra á eftir... bara fyrst að vinna smá og mæta svo klukkan 3 í partý ! Keypti svakalega krúttlegan bleikan ruggustól handa henni frá okkur afa og tveggja metra langa bangsa-margfætlu frá Kötu frænku í SvíþjóðJoyfulNæst þegar ég annaðhvort nenni að nota borðtölvuna eða hengslast til að færa myndavélasnúruna frá borðtölvunni yfir í þessa, þá set ég inn myndirWhistlingÞað er dýrðarinnar dásamlegt veður úti, í tilefni dagsins auðvitað og ég ætla núna út og njóta þess að prjóna á pallinum mínum áður en ég fer að vinna klukkan 2 !

 

Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allarSmileHeart


Týnd og tröllum "seld"...

... ekki gefin... gef mig aldrei sko, sel mig að vísu aldrei heldur... en, nú er ég á góðri leið með að eyðileggja þennan frábæra brandara minnCool Ég er eitthvað svo andlega flöt þessa dagana... nenni engu og meira að segja langar ekki í neitt... kannski vegna þess að ég hef allt.. veit það ekki... þarf virkilega að fara að gera birgðatalninguWink Auðveld leið væri að tala bara við lækninn og fá einhverjar gleðipillur.. en ég fer ekki auðveldu leiðirnar... kannski af því að ég sé þær ekki alltaf, möguleg ástæða: sjónskekkjan mín ? Tounge Annars á ég lyfseðil upp á róandi többlur... hann gæti verið kominn fram yfir síðasta söludag, veit það ekki og er alveg sama... enda sko alls ekki róandi sem ég þarf á að halda þessa daganaGetLost Fékk þennan lyfseðil samt ekki af því að ég var eitthvað trekkt, nei fékk hann af því að ég er alltaf með suð fyrir eyrunum og það gæti mögulega farið í geðið á mér og það mátti sko greinilega alls ekki gerastW00t Það hefur ekki gert það ennþá... mér skilst að ég losni við þetta suð þegar ég missi heyrnina, þannig að á meðan ég er með það er ég líka með heyrnina... ekki satt ? Joyful Erna systir sagði mér að þetta hyrfi ekkert þó ég missti heyrnina en ég tek eins og eitt stykki afskaplega vandaða afneitum á þá fullyrðingu og lifi sæl í minni trúGrin Eftir svo sem tvo tíma skunda ég í verslun RL og kaupi bleikan ruggustól handa litlu Lindu minni... fyrirgefðu prinsessa: "stóru" Lindu minni, hún er sko að verða fjögurra ára og er þá að eigin sögn sko bara alls ekkert lítil lengurLoL Ja hérna já já, mikil ósköp... barasta komin langt á fullorðinsárInLove Það er helgi og ég er að vinna sem er allt í lagi, það er sól úti sem er ennþá betra og ég er bara býsna góð inn í daginn sem er auðvitað langsamlega best ! Góðan dag og góða helgi elskurnarSmile Heart

Margur verður af aurum api.....

... það þarf nú að vísu ofsalega, ofsalega marga aura til þess... Einn af fjármálasnillingum okkar íslendinga segir það óábyrga meðferð á sínum eigin peningum ef hann asnaðist til að fara að borga skuldir með þeim, ekki kannski alveg orðrétt en alveg nógu nálægt því. Þetta má nú alveg til sanns vegar færa, mér finnst til dæmis mjög óábyrg meðferð á mínu eigin fé að vera að borga allar þessar skuldir sem hafa hlaðist á mig undanfarið... GetLostÞó er kannski þarna smá munur á milli okkar hans og mín sko, hann sjálfur kom sér í þær skuldir sem hann sér ekki nokkra einustu ástæðu til að borga, en ég átti engan þátt í að koma mér í allar mínar skuldirPinchÉg er enginn fjármálasnillingur, sést til dæmis á því að ég stend staðfastlega í þeirri trú að mér beri að borga þær skuldir sem ég stofna sjálf til og reyni bara ekkert að koma mér undan því... fíbblið égToungeSvo er ég líka ekki nógu rík af peningum til þess að hafa efni á að láta fella niður skuldirnar mínar... hljómar ferlega asnalega en þetta er alveg rétt. Eftir því sem fólk á meiri peninga þess meiri eru líkurnar á að það geti labbað sér inn í bankann sinn og fengið felldar niður svo sem eins og nokkur hundruð milljónir... ShockingEn Jón og Gunna í næstu götu sem hafa ekkert til saka unnið annað en það að reyna að koma þaki yfir höfuðið á sér og létu gabbast af hlýlega alltvitandi ráðagóða bankamanninum sem fékk þau til að standa í þeirri trú að þau væru bæði heimsk og vitlaus ef þau tækju ekki helvítis myntkörfulán... þau skulu sko borga það allt og meira til. Það er nefnilega ekki í "mannlegum mætti" að laga neitt til í þeirra skuldum, eins og einhver landshöbbðinginn okkar tók svo gáfulega til orða einhvertímann um daginnW00tÞað er auðvitað ekkert annað en bölvað ekkisens kjaftæði... það er ekki hægt að vekja löngu látinn mann upp frá dauðum, það er ekki hægt að stoppa vindinn með hendinni, ég kaupi það... en það er alveg hægt að laga til í lánum fólks. Það er hægt ef þú átt helling af peningum og þá er það líka hægt þó þú eigir ekki krónu... og það er bara nákvæmlega sama aðferðin notuð í báðum tilvikum ! Ég er ekkert í slæmum málum samt, ég nefnilega tek ekki þátt í einhverju sem ég skil ekki og ég skil ekki myntkörfulán... þess vegna er ég bara með venjulegt íslenskt húsnæðislán sem er út af fyrir sig alveg nóg... mér var nefnilega alveg slétt sama þó heill her bankamanna stæði og glotti að heimsku konunni sem hafði ekki vit á að reyna að græða á engu... GrinOfboðslega góð inn í góðan dag samt og vona að allt gangi ykkur í haginn í daginnSmileHeart


Jæja elskurnar..

... er ekki allt gott að frétta annars ? Hérna líka, svoleiðis... engar fréttir eru sagðar góðar fréttir... eitthvað gamalt sem ég týndi upp...WinkÉg átti bara að vinna fyrir hádegi þessa vikuna en blessunin mín sem vinnur á móti mér í kvöldvinnunni er veik og afleysingin okkar er veik líka og þá er bara ég eftirWounderingEins og útlitið er núna vinn ég helgina líka og byrja svo á minni viku á mánudaginn, en það er bara allt í góðu lagi... mér líkar vel að vinna þar sem ég er virkilega að gera gagn. Svo hjálpar það nú líka að skjólstæðingarnir eru þetta líka indælisfólkJoyfulÞau eru mikið veik og þeim er ekki að batna, þurfa mikla hjálp en kvarta aldrei og þá meina ég aldrei, við öll gætum lært mikið af þeim...BlushEnda er það margsannað, að vísu ekki með neinum viðurkenndum rannsóknum virtra vísindamanna eða neitt í þá áttina... bara mínum mikilsvirtu upplifunum, að þeir sem hafa það best kvarta nú bara yfirleitt mestGetLostEinhver mannvitsbrekkan sagði að það væri nú ekkert skrítið þó fólk með alla þessa hjálp þyrfti ekkert að kvarta... þá varð ég ill, vond, reið og andstyggileg og það eina fallega sem ég sagði var að ég vildi nú frekar halda heilsunni og sleppa hjálpinniPinchHef allt hitt sem ég lét út úr mér alls ekki eftir... það er svo afskaplega langt frá því að vera prenthæft...DevilEn annars ferlega fín inn í daginn sem ég ætla að gera að góðum degi og svo er góð spá fyrir helgina hérna hjá okkur... kannski nenni ég að grilla... túnfisk og jafnvel líka hrefnukjötGrinHellisbúinn sem ég bý með samþykkir ekki með góðu móti neitt annað en lambakjöt á grillið... í besta falli svínakjöt... helst ekkert annað kjöt og ekki fisk takk fyrir pentToungeEnda sér hann um að grilla svona yfirleitt og fær þá að ráða... með mínu leyfiLoLHafið það gott í dag og gangið glöð inn í helgina.. það ætla ég að gera líkaSmileHeart 

Og Ásdís mín: Farðu vel með þig ljósið mitt og gefðu þér tíma til að láta þér batnaWinkHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband