Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 3.11.2009 | 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... eftir barnapass í gærkvöldi ! Fór um fimmleitið í gær til sonar og tengdadóttur til að passa litlu dúllurnar þeirra svo þau gætu farið út að borða, austur í Vaglaskógi með vinnufélögum hans. Átti nú ekki að vera svo flókið eða erfitt skoLinda Björg 4 ára var svo ánægð með að amma ætlaði að passa að hún kvaddi varla foreldrana...Enda allir verstu ósiðirnir stundaðir af miklum móð hjá ömmunni... hún mátti borða inni í stofu og horfa tvisvar á nýja Strumpadiskinn og fékk svo alveg tvo ísa... Hún var líka eins og sá engill sem hún er, allan tímannLára Rún 5 og hálfs mánaða var svo sem ánægð með ömmuna líka... til að byrja með...En um hálfáttaleitið þegar hún átti að fá pelann þá upphóf hún raust sína og það munar svo sannarlega um það þegar hún byrjar þessi elska...Þetta litla brosmilda, meðfærilega og yfir höfuð virkilega þægilega litla kríli argaði í einn og hálfan tíma... eftir klukkutíma konsert gaf ég henni stíl... vissi ekki mitt rjúkandi ráð og hefði virkilega þurft eitthvað af þessum stílum sjálf og mikið af þeimÞað virtist nú samt ekkert vera að henni af því að hún var ágætlega ánægð niðri í stofu... upprétt og þá varð smá hlé á tónleikunumEn ef ég lagði hana útaf... í fanginu á mér, það var nú ekki eins og ég væri að pína hana í rúmið... þá var hléið búið og pelann vildi hún alls ekki sjá Eftir þennan afskaplega þreytandi konsert fyrir okkur báðar, sem hlýtur að hafa hljómað vel greinanlega út um alla sveitina sofnaði hún loksins og ég gat sett hana í rúmið... uppgefin á sál og líkama eiginlegaVar einhversstaðar undir öllu þessu háværa eyrnakonfekti alvarlega farin að hugsa um að hringja í foreldrana en þau voru í þriggja kortera keyrslufjarlægð svo ég lét það vera, þau fara ekki svo oft eitthvað bara tvö saman og svo vildi ég nú ekki heldur láta grípa mig dauða við að ráða ekki við eitt smábarn...Elskan litla var ennþá með ekka í svefninum þegar ég fór heim um hálftólf... Vona bara að henni hafi ekki orðið meint af passinu hjá þessari vitlausu konu sem virtist bara alls ekkert kunna að gera hlutina rétt... mér varð ekkert meint af þessu, ætla bara ekki að passa alveg strax afturNúna er ég í helgarfríi og ætla virkilega að njóta þess... góða helgi elskurnar mínar allar
Pé ess: Prentvillupúkinn hérna vill ekki samþykkja "barnapass" en sér ekkert athugavert við barna"hass" !
Bloggar | 31.10.2009 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
... og lítið hægt að gera við því nema þakka öllum fyrir sumarið og vona svo að næsta sumar komi sem fyrst... helst bara strax eftir jólinÉg var á báðum áttum um daginn hvort ég ætti að fara í H1N1 sprautuna... hætt að kalla þetta svínaflensu, ömurlegt nafn... af því að ég hef alltaf veikst af flensusprautumÞað voru einu skiptin sem ég fékk flensu, strax daginn eftir sprautu og lá í viku í hvert skipti svo ég hætti að láta sprauta mig við þeim og hætti þar með að fá flensur. Ég sá tvo kosti í stöðunni núna... annað hvort að sleppa því að fá sprautuna og fá kannski þessa flensu og smita þá alla í kringum mig eða láta sprauta mig, veikjast kannski eitthvað en smita ekkiTók auðvitað seinni kostinn, fórna sér fyrir málstaðinn krakkar mínir, hef ekkert orðið veik og hélt ég væri sloppin... en svo frétti ég að það geti tekið 3 vikur fyrir þetta dót að fara að virka... jamm við sjáum þá bara til í 2 vikur í viðbót...Búin með bolinn og aðra ermina á fyrri lopapeysunni sem ég er að prjóna, ætla að klára hina ermina í dag á milli þess sem ég skrepp af og til í vinnunaVið Andrea tengdadóttir mín fórum á búsáhaldamarkað á föstudaginn og það er agalegt hvað ég hef gaman af að fara á svona markaði, sérstaklega þar sem er líka jóladót... og hættulegt fyrir veskið mitt Annars eru helstu fréttir héðan þær, að það er bara yfir höfuð alls ekkert að frétta... Ég les þetta yfir og sé að líf mitt einkennist af hverjum hörkuspennandi atburðinum á fætur öðrum, skemmtanalíf mitt er greinilega í algleymingi og dagskráin þétt setin af einstökum viðburðumTil að toppa þetta nú endanlega verð ég líka að segja frá því að ég keypti mér peysu á 8000 kall og festi upp kertastjaka á vegginn í borðstofunni... þeir voru búnir að rykfalla uppi í hillu í meira en árVona svo að þið skiljið hvað það getur verið erfitt að lifa sífellt í allri þessari spennu... og af hverju ég bara ræð ekki við að skrifa meira um þaðEigið góðan dag elskurnar, það lítur út fyrir að ég komi til með að eiga það líka
Pé ess: Ég setti inn nokkrar myndir, í fyrsta skipti í marga mánuði...
Bloggar | 25.10.2009 | 09:07 (breytt 26.10.2009 kl. 06:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggar | 23.10.2009 | 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... nú er ég komin á fullt í jólagjafaundirbúningEr nú samt ekkert byrjuð að skreyta en mér finnst gaman að sjá að það er aðeins byrjað hérna í bænum samt ! Fyrri lopapeysan af 2 komin á prjónana og svo ætla ég ekkert að prjóna meira af jólagjöfum, kaupi bækur handa restinni af liðinu... mér finnst nefnilega að börn eigi að lesa meira en þau gera. Það er svo sem engin trygging fyrir því að þau lesi bækur sem ég gef þeim en ég úthluta sjálfri mér samt priki fyrir að reynaSvo er fyrir mér alger leyndardómur hvað við getum gefið öllum fullorðnu börnunum okkar, fólk sem er búið að koma sér fyrir í lífinu og á allt... en ég finn trúlega eitthvað út úr þvíLífið þessa dagana er eiginlega bara vinna, éta, sofa, prjóna og ég er nokkuð sátt við það svona í aðalatriðum. Að vísu er tvennt að angra mig hérna nálægt mér... út af öðru er ég sár og hinu reið... er að leita leiða til að gera eitthvað af viti í þessu tvennu en sé ekki ennþá að ég geti gert neitt... en get samt ekki fundið leið hjá mér til að sætta mig við ástandið eins og það er... en ég geri eitthvað í þessu... ég er kona framkvæmda og það fer ekkert fram hjá neinum þegar ég byrjaÆi þetta var nú svona hálf vandræðalegur útúrdúr sko...Ég ætla að setja inn hinar og þessar myndir á eftir, hef ekkert gert af því svo lengi en samt er alltaf eitthvað að gerast sem mér finnst vera myndefni ! Það er eiginlega tvennt sem ég hef ætlað að gera fyrir mörg undanfarin jól en ekki komist til þess... fara að minnsta kosti þrisvar sinnum í Jólahúsið og kaupa mér bláa sérryflösku... nú ætla ég að láta verða af þessu... að minnsta kosti klikka ég ekki á Jólahúsinu þetta áriðSko ég er ekkert alltaf alveg normal... ég skil alveg þetta með Jólahúsið en ekki þetta með sérrýflöskuna... drekk ekki svoleiðisÞað er fallegt haust/vetrarveður þessa dagana og ég sakna þess ekkert að hafa ekki snjó, hann má heldur ekki koma alveg strax af því að ég lofaði yngri syni mínum að prjóna á hann hnéháa lopaleysta sem hann ætlar að nota þegar hann fer á snjóbretti, en hef bara alls ekki tíma til þess alveg á næstunniVona að dagurinn verði ykkur góður
Dásamlega gáfuleg fyrirsögn hjá mér...
Bloggar | 21.10.2009 | 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | 18.10.2009 | 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ef ég ætla að vera hraust, grönn, ung, hress, fitt, falleg, ánægð og hamingjusöm ævina út þá verð ég að taka mig á og fara að borða... Ekki það að ég borði ekki... svona yfirleitt á hverjum degi þegar ég man eftir því... en ég verð algerlega að breyta mataræðinu... Það er ekki nóg að borða góðan morgunmat... eins og ég geri alltaf ég má nú eiga það... og sem fjölbreyttasta fæðu það sem eftir er dagsins og endurtaka þetta helst daglega... Nei sko... ég þarf að fara í heilsubúð og kaupa mér alls konar töflur og safa sem auka virkni ristilsins, eyða óæskilegri magafitu, hreinsa lifrina, styrkja hjartað, hressa upp á minnið, yngja húðina, bæta sjónina, margfalda heilastarfsemina og svo eitthvað fleira sem ég man ekki... Mætti kannski athuga þetta með minnistöflurnar...Og þó svo ég væri í líkamsrækt daginn út og inn... sem ég er alls ekki... til þess að vera nú allt það sem ég nefndi í fyrstu málsgrein og til að halda mér grannri, grannri og grannri... það er ekkert annað sem blívur eins og allir vita... þá er það samt barasta alls ekki nóg... Ég yrði að kaupa mér fæðubótarefni sem hjálpa magavöðvunum og annað sem eykur úthaldið og eitthvað fleira sem er alveg hreint bráðnauðsynlegt til að líkamsræktin skili bara yfir höfuð einhverjum árangri ! Þegar þarna er komið sögu er ég orðin illa blönk, þunglynd, lögst í ódýrt skyndibitaát og orðin 100 kíló plús...Mér líst ekkert á það svo ég læt mér nægja minn bara sæmilega skynsamlega matseðil með lýsi og C-vítamíni, sleppi öllu hinu og nota peningana frekar til að kaupa mér ávexti, grænmeti og góða skó... Fer svo út að labba þegar ég get, fer stigana í staðinn fyrir að taka lyftur... bæði vegna þess að það er hollara fyrir skrokkinn og vegna þess að mér er illa við lyftur... og svo brosi ég, hlæ og fíflast út í eitt, sem er líklega þegar upp er staðið langsamlega heilsusamlegasta líkamsræktinLeti og níska ? Kannski það en ég er ung, hraust, heilbrigð, ánægð og hamingjusöm...Ofsalega grönn hef ég aldrei verið og verð aldrei, fyrir nokkrum árum missti ég nú samt 10 kíló á 15 dögum en þá var ég veik og ég mæli ekki með þeirri megrunaraðferð... og mér leið ekki vel fyrr en ég var komin aftur í mína kjörþyngd ! Jæja elskurnar mínar, ykkur hlýtur að líða miklu betur eftir þennan fyrirlestur í heilsufræði, þið borgið svo bara um leið og þið farið útGóðan dag allir
Bloggar | 15.10.2009 | 06:55 (breytt 16.10.2009 kl. 14:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggar | 12.10.2009 | 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... það er égEkki einn einast nýr pistill eftir bloggvini mína sem býður eftir mér til að lesa í góðu tómi eldsnemma að morgni yfir kaffibollanum mínum... aldrei gerst áður...Að vísu eru nú þrír bloggvinir mínir "opinberlega" hættir að blogga hér á þessu svæði út af einhverjum kalli sem sem þáði starf sem ritstjóri á dagblaðinu sem heldur úti þessu bloggi...Leiðindagaur það, virðist hafa þennan lítt dásamlega hæfileika að skapa úlfúð hjá stórum hópi fólks, eingöngu með því að vera til virðist vera... jú og líklega fyrir sum verk sín líka sem hafa ekkert vakið almenna aðdáun og þá er ég ekki að meina sögur hans eða ljóðEn, sumir virðast bara komast upp með næstum því hvað sem er í krafti valds og peninga, en ég læt bara frekar erfiðlega að stjórn og rekst líka herfilega illa í hóp þannig að ég leyfi bara ekkert þessum manni né nokkrum öðrum að stjórna því hvað ég geri eða hvernig mér líður eða hvar ég er...Ekki þekki ég þennan mann nokkurn skapaðan hrærandi hlut, mjög trúlega hefur hann eitthvað til síns ágætis eins og flestir aðrir... hef eingöngu lesið um afrek hans í fréttum og veit ekki nákvæmlega hvað hann er gamall en veit þó að hann nálgast það óðfluga eins og kemur fyrir á bestu bæjum, að verða gamall. Það er ekkert að því að verða gamall, það endar með því hjá flestum ef þeim endist aldur til, en ég hef þó nokkra reynslu af því að vinna með gömlu fólki og þykist hafa séð að þegar fólk eldist skiptist það að megninu til í tvo hópa, stjórnsama beturvitrunga... nokkurnvegin óþolandi einstaklingar verð ég að segja... eða þá að það einhvernvegin koðnar smám saman niður andlega, líklega bara þreytt eftir langa ævi... en eiginlega ekkert auðveldari einstaklingar samt að umgangastSvo er sem betur fer til þriðji hópurinn... í sorglega miklum minnihluta og því miður ekki eins áberandi og hinir tveir... en sem ég virkilega elska... og það er fólkið sem leyfir sér ekkert að hætta að hlægja og lifir lífinu lifandi... af því að það er á lífiHeld að þessi maður sem fólk leyfir að stjórna sér og líðan sinni sé í fyrsta hópnum... slæmt en svona er lífið...Ég prívat og persónulega ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að passa inn í síðastnefnda hópinn þegar ég verð stór... hef áætlanir um að verða allra kerlinga elst.... og skemmtilegustGóðar stundir elskurnar mínar allar
Bloggar | 9.10.2009 | 08:23 (breytt kl. 20:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggar | 7.10.2009 | 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar