Færsluflokkur: Bloggar

Bööööööö.... !

Ég klæddi mig í svarta flíspeysu og gúmmíklossa og þrammaði fram, ég var loksins búin að herða mig upp í þetta... stiginn var á sínum stað, ég stillti honum upp og fór upp í þriðju tröppu... Það ískrar í klinkunni á hleranum og hann opnast niður... uppi er svarta myrkur og kuldinn streymir á móti mér og til að kveikja ljósið þarf ég að fara upp í myrkrið. Nú hefst klifrið fyrir alvöru... efst upp í stigann... upp á frystiskápinn og svo að hífa sig upp á höndunum... Arrrg... það hreyfðist eitthvað við eyrað á mér !!! Hjúkkett... það var bara peysuermin mín... Reyndi einu sinni að fara upp með vasaljós, en það gekk ekki vel... ég þarf að nota báðar hendur við að klifra og í hvert skipti sem ég stari þarna upp í óendanlegt myrkrið man ég að ég ætlaði að skilja vasaljós eftir á skörinni... Ok, sest upp á skörina og þá tekur leitin við... að rofanum... hann er hægra megin... nei ekki þarna... ok, fann bitann sem hann er á og strauk upp eftir honum og fékk flís... reiddist og teygði hendina aðeins lengra... Þá fann ég rofann og var þá passlega komin með gæsahúð um allan líkamann... og komst að því mér til lítillar ánægju að peran var ónýt... þoli ekki svona ! Niður aftur sem er jafnvel erfiðara en upp... ég þarf fjandakornið að gera allt afturábak sem ég gerði þó áfram áðan... Fæ mér svona námumannaljós næst ! Komst niður með öruggu aðferðinni, það er að segja  hrundi ekki niður á þvottahúsgólfið... ég klifraði eins rólega og virðulega og hægt er við þessar kringumstæður... fann peru og aftur upp. Þegar ég var komin upp aftur hófst leitin að horngrýtis perustæðinu.... það er of langt mál að lýsa því hvernig það gekk, en það gekk... og þá var að finna déskotans rofann af því að ég hafði þá ekkert kveikt á honum... Hélt ég væri komin á réttan stað þegar hendin á mér rakst í eitthvað loðið... ég auðvitað argaði þakið næstum því af húsinu, stökk út í loftið og fann rofann... og kveikti. Þegar ég sneri mér við, ægilega góð með mig að vera komin með sjónina og ætlaði að snúast til varnar við þetta loðna eitthvað, sá ég að það voru bara bangsarnir krakkanna minna, sem ég hafði sjálf komið fyrir þarna. Ég réðist ekkert öskrandi á þá... Ég fann jólaskrautskassana mína og tók seríurnar, vafði þeim um hálsinn á mér og hóf afturábak klifrið... Ég leit dásamlega út þegar ég var komin niður aftur... með jólaseríur um hálsinn, kóngurlóavef í hárinu og flís í hendinni. Ég hlakka svo innilega til jólanna, en þið ? Grin

Nú er sko nóg komið... ;)

Þessi kona sem hér skrifar er búin að vera frá vinnu í alveg 3 og 1/2 dag og er við það að missa alla þolinmæðina sem hún fæddist með og góðan slatta af þeirri sem hún hefur þroskað með sérW00tVar eitthvað svo ömurleg... slöpp með svima, bara hundeiðinleg og gat ekki hugsað mér að vagga um annars staðar en heima hjá mér... gat lítið gert hérna... eða svo ég segi alveg eins og er þá gerði ég ekkertGetLostVerst að önnur öxlin á mér hefur ekki haft gott af að liggja bara og gera ekkert... held hún sé ónýt... set nýja öxl á jólagjafalistann sem ég sendi jólasveininum... málið dauttToungeOk ég veit að þrír og hálfur dagur er ekki rassg... margir eru veikari miklu lengur og sumum batnar aldrei... svo steinþegiðu góða mín ! Já ég skal þegja, enda orðin nógu hress til að treysta mér til að hjálpa skjólstæðingnum mínum úr og í rúm/i og stól, svo ég fer í vinnuna í fyrramálið... hvað sem tautar og raularCoolÁ morgun eftir vinnu ætla ég svo að storma... lesist; klöngrast... upp á háaloft og sækja jólaskrautskassana mína.. loksins komið að þvíWizardÉg ætla að setja seríurnar í gluggana svona smám saman næstu daga, bara þrífa þá fyrst og "elskudökkutrérimlagardínurnar" líka...ShockingMér finnst flott að hafa þær og þær fara alveg ágætlega fyrir gluggunum... þangað til ég asnast of nálægt þeim með gleraugun á nefinu og sé rykið á þeim...PinchEn skítt og laggó, þetta er í síðasta skipti á árinu sem ég þarf að þrífa þær... það væri frábært að geta sagt það sama í janúarGrinSvo geng ég líka frá lopapeysunum, gat ekki skolað úr þeim af því að baðherbergið var upptekið... fékk þá frábæru hugmynd að mála það... en nú er það búið og ég get farið að sulla þar aftur. Ég er komin með síðustu jólagjöfina á prjónana, hún þarf ekki að vera tilbúin fyrr en á jóladag svo ég er ekkert stressuð... fínt að prjóna þetta fyrir framan sjónvarpið... sofna þá ekki á meðan, held égLoLHætti núna og óska ykkur góðrar vikuSmileHeart 


Lasin, veikari... svo hvað... dauð ? Nei, bara fíbblagangur... :))

Það er föstudagur og ég er ekki í vinnunni... ekki í gærkvöldi heldur... hlýt að vera eitthvað eins og... hvað heitir það nú aftur... jú, lasin eða eitthvað... eiginlega lak niður þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og svaf... um hábjartan daginn... í tvo tíma...UndecidedRétt rankaði við mér til að afboða fund klukkan 4 og vinnu klukkan 5... BlushTók svo núna í morgunsárið þá yfirgengilega þroskuðu ákvörðun að vera heima í dag... fara sem sagt bara alls ekkert í vinnuna... hvað er það nú ?WhistlingÉg er nefnilega aldrei lasin... bara veik og þá á sjúkrahúsi... þannig að ég er líklega bara svona ofurlöt eða kannski  ímyndunarveik... ég verð að passa kúliðToungeEn ég er með frábæra afleysingu svo ég er alveg róleg... geri mér nefnilega fulla grein fyrir því að ég er ekki ómissandi og ég vil líka alls ekki vera það, það finnst mér sannarlega ekki eftirsóknarvertShockingOg ekki nóg með það, ég ákvað líka að sjá svo bara til hvort ég færi í vinnuna á morgun... hvar endar þetta eiginlega... sviminn sem ég er með hlýtur að orsakast af allt of stórum skammti af skynsemiGrinEnda er fólk sem trúir því að það sé ómissandi... og ég þekki allt of marga þannig... afskaplega og mjög alvarlega veruleikabrenglaðGetLostMér finnst einmitt svo notalegt akkúrat núna að geta farið vel með mig og verið heima, þegar ég er ekki alveg eins og ég á að mér... það er bara til ein ég svo ég er skyldug til þess... og vita að allt gengur samt sem áður vel þó ég sé ekki með puttana í því... það er góð tilfinningJoyfulAuðvitað var þarna einhversstaðar undir og á bak við, smá svona samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni, en ég talaði við yfirdúlluna mína núna í morgunsárið og hún losaði mig snarlega við megnið af því bulli og ég skolaði svo afganginum niður með nokkrum góðum köffumLoLNúna hlusta ég á jólalög, hef kveikt á kertum og... bara slugsa, get eiginlega ekki annaðWinkGóða helgi elskurnar mínar og farið vel með ykkur... ég er að rembast við það líkaSmileHeart


Klæddur hverju... ??? :))

Það vakti athygli mína í gær þegar ég var að hlusta á fréttir á Bylgjunni og verið var að segja frá manni sem réðist til atlögu með haglabyssu einhversstaðar í Reykjavík... sá sem las fréttina sagði orðrétt: "Árásarmaðurinn var klæddur lambhúshettu" ! Bíddu... var hann ekki í neinu öðru ?W00t Það eitt og sér hefði nú verið nógu skelfilegt fyrir mig, að opna útihurðina og sjá þar mann klæddan lambhúshettu, hann hefði ekkert þurft haglabyssuna...Tounge Mér finnst maður ekki klæða sig í húfu eða eins og í þessu tilviki lambhúshettu... maður setur á sig umræddan höfuðfatnað er það ekki... eða er einfaldlega með hann á höfðinu... ?Woundering Til öryggis vil ég að taka það skýrt og skilmerkilega fram að ég er ekki á nokkurn hátt að gera grín eða fíflast með umræddan atburð, hann er skelfilegur og ekki fj... fávitanum með haglabyssuna að þakka að ekki fór verr...Angry Ég er einungis að grínast með orðalagið sem var notað til að lýsa fatnaði árásarmannsinsWink Ferlega góð inn í þennan fína dag og ætla til tilbreytingar að prjóna á tannlæknabiðstofu...LoL Smá útskýring: skjólstæðingurinn er að fara til tannlæknis og ég vinn við að fylgja honum þangað sem hann þarf að faraGrin Þegar ég kem svo heim um eittleitið mála ég seinni umferðina með rúllunni á baðherberginu, gamli er auðvitað búinn að mála allt með penslinum og hann bannaði mér að klára með rúllunni... en hann kemst bara upp með að banna mér það sem ég leyfi honum...Tounge Svo fer ég í klippingu... og eftir það, aftur í vinnuna...Smile Það er svo á morgun sem ég ætla í RL búðina á jólarúntinn... sakna þess að hafa ekki tengdadótturina og Lindu litlu með, við erum vanar að fara saman á fyrsta jólarúntinn þar, en aðeins of langt að koma þangað frá Sviss svo ég fer bara ein núna ! Eigið góðan dag krúttin mín, það ætla ég að leggja áheyrslu á líkaSmile Heart

Hundalíf ;)

Ég hef þann lítt dásamlega hæfileika að geta hvað eftir annað spillt þessum fáu fríhelgum sem ég þó hef með mínu fáránlega hugmyndaflugi, þannig að ég kem þreyttari undan helginni en þegar ég er að vinnaLoL Nýjasta afurð fáránleikans var að láta mér detta í hug að mála stærra baðherbergið hérna í húsinu okkar... það er orðið rosalega hreint og líka fínt en ég er dr.... þreyttTounge Fékk þessa hugmynd... sem ég veit ekki hvaðan kom eiginlega... á laugardagskvöldið þegar ég fattaði allt í einu að það var enginn vandi að færa ljóta frístandandi sturtuklefann fram á gólf og þrífa bak við hann og undir honum... og fyrst það var nú líka til nóg af málningu var best að klúðra þessu almennilega og mála bara í leiðinniShocking Við höfum ekkert gert við þetta baðherbergi síðan við fluttum inn nema þrífa það aðeins, raða inn í það og setja upp gardínu. Ég æsti gamla í að hjálpa mér að færa klefann og við dunduðum okkur svo við að mála í allan gærdag... milli þess sem ég fór og sinnti hundi eldri sonar míns. Hann, kona og börn eru farin til Sviss og verða þar í mánuð og ég veit um ömmu og afa þar sem eru svo innilega ánægð núnaInLove Örverpið mitt ætlar að búa í húsinu þeirra á meðan og sinna dýrinu, en hann skrapp vestur í Ísafjarðardjúp um helgina svo þá tók ég við... geta þessir blessaðir ungar mínir ekki bara verið heima hjá sér... en hann er nú kominn heim aftur þannig að ég er sloppinGrin Annars ferlega góð inn í þennan fína dag, búin með lopapeysuskammt ársins og er að klára síðustu prjónuðu jólagjöfina... jólin nálgast óðum og það er yndislegt...Joyful Ég er að byrja kvöldvinnuviku núna og það er fínt bara og gamli bannaði mér að klára að mála eða gera nokkuð inni á baðherberginu... en ég fékk samt náðarsamlegast leyfi til að fara í sturtu og það er það sem ég er ætla að gera núnaWink Eigið góðan dag börnin mín blíð og góð og ennþá betri viku... í vinnu eða ekkiSmile Heart

Lukkutalan 13.... ;)

Einu sinni var ég 17 ára... mér finnst ekkert svo agalega langt síðan samt...Wink Þá átti ég kærasta, hann var ekki bara hrikalega fallegur, hann var líka góður strákur. Hann var að vinna í litlu þorpi austur á landi, var búinn að vera þar í rúman mánuð að mig minnir og ég hafði heimsótt hann eina helgi... ekki svo gott að fá frí í vinnunni sem ég var nýbyrjuð í. Eina helgina í ágúst þegar við vorum búin að vera saman í rúmt ár, ætlaði ég að að fara austur í heimsókn með frænda hans og vini... en fékk ekki frí... ekki til að tala um... karltruntan yfirmaður minn hótaði að reka mig ef ég færi... Þessa helgi hringdi svo Dísa besta vinkona mín í mig... og sagði mér að hann væri dáinn... hefði verið að keyra bíl frænda síns þarna í litla þorpinu fyrir austan og keyrt á hús... Síðan hvarf allt í móðu nema ég rankaði aðeins við mér á flugvellinum, í fanginu á pabba... var á leiðinni suður að jarðarförinni... Við höfðum verið að tala saman í símann daginn áður, kærustuparið og vorum svo innilega sammála um það í reynsluleysi og fáfræði okkar unga aldurs, að við vildum heldur vita af hvort öðru dauðu en með einhverjum öðrum... Það kom í minn hlut að sitja eftir með þá skelfilegu vitneskju að það var svo sannarlega ekki rétt... hefði frekar viljað sjá hann með öllum öðrum... Þetta var 13. ágúst og við vorum búin að vera saman í 13 mánuði... og bíllinn sem hann var á var 13. bíllinn sem frændi hans átti... Á mánudeginum átti ég að taka bílprófið... og gerði það, en bara vegna þess að Dísa vinkona mín lét mig gera það og fékk meira að segja að vera með í bílnum í prófinu... annars væri ég ekki með bílpróf í dag... Ég hengdi mig í þessa tölu 13, eiginlega hálfsturluð þá... hélt því fram að hún  væri happatalan mín... geri það enn þann dag í dag en samt bara af gömlum vana... En mér verður alltaf hugsað til hans þegar talan 13 kemur upp... Ég ætla að deila með ykkur smá leyndarmáli... yngri sonur minn heitir eftir honum... nöfnin þeirra byrja á sama staf... mér tókst að koma því þannig fyrirJoyful Eigið góða helgi elskurnar mínar allar og fyrirgefið mér röflið...Smile Heart  

Kvöldstund... og prjóna"skap"...

... og skapið ekki upp á það besta svoleiðis... ganga frá endunum á lopapeysunum... sauma upp á milli... klippa og prjóna svo kantana eða hvað það svo sem heitir... þær verða báðar hnepptarW00t   Úff... ekki skemmtilegasta verkið skal ég trúa ykkur fyrir... hélt á tímabili að ég mundi hengja mig í öllu spottakraðakinu...GetLost En ég slapp, er á lífi og við hestaheilsu, takk fyrir að spyrjaTounge Og hef ekki yfir neinu að kvarta nema einhverju svona ómerkilegu og vildi svo innilega óska þess að allir gætu sagt það sama...Woundering Ég er komin með tvo yndislega jólakarla á skenkinn á holinu og á morgun fer ég upp á háaloft og athuga rétt si svona hvort ekki sé allt í lagi með jólaskrautiðHalo Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á morgun fer ég svo líka og kaupi síðustu jólagjafirnarJoyful Dásamlegur tími í uppsiglingu og ég hlakka svo til að fara að hlakka opinberlega til jólanna... er nú aðeins byrjuð að spila eitt og eitt jólalag... er með alla tónlistina mína í tölvunni svo það er ekki langt að læðastWink   Vinn bara frá 9-13 og ekkert á kvöldin þessa viku og finnst ég hafa allan tímann í veröldinni til að gera allt sem mér dettur í hug... eða næstum allt skulum við segjaWhistling Það er búið að vera yndislegt veður hérna í marga daga... ótrúlegt að það sé kominn nóvember... sól, tiltölulega hlýtt og smá ofankoma af og til en samt einungis í formi rigningar en ekki snjókomu.... sem er frábærtGrin Vona þið hafið það virkilega gott sem lesið hérna og allir hinir líka baraSmile Heart

Morgunstund...

Vorið, sumarið, haustið og jólin eru uppáhalds hjá mér... veturinn finnst mér ekkert sérstaklega spennandi svona heilt yfir en jólin bjarga því sem bjargað verðurGrin Nú er ég komin í það stuð að mig er farið að langa til að sjá einn og einn glugga með jólaljósum og auðvitað verður mér að ósk minni eins og svo oft í lífinu...Wink Það er meira að segja búið að skreyta eitt hús að utan stutt frá aðal vinnustaðnum mínum og yndislegt að sjá það þegar ég er að fara heim úr vinnunni, á kvöldin í myrkrinuJoyful Ég væri alveg til í að fara að setja upp jólaljós en hinn helmingurinn af okkur í þessu húsi færi á samskeytunum ef ég skellti þeim upp strax... svo ég stilli mig... alveg til 1.desemberDevil Lengi vel bjuggu engin barnabörn okkar hérna í nágrenninu, engin sem mega halda jól það er að segja, en sonur minn og tengdadóttir brugðu undir sig betri fætinum og redduðu því og nú eru tvær litlar dúllur á svæðinu sem hægt er að halda jólin með... börnin eru nefnilega algerlega ómissandi hluti af jólum og jólaundirbúningiInLove Ég keypti fyrstu jólagjafirnar í september og er svo hægt og rólega búin að prjóna peysur á 4 skvísur á öllum aldri... svo ætla ég að prjóna trefla handa 2 skvísum og setja bækur með og svo segi ég ekki meira ef eitthvað af fólkinu okkar skyldi lesa hérna... Svo ætla ég að gefa yngri syni mínum 1 dekk með umfelgun í jólagjöf... pakka því samt ekki inn handa honum, gæti orði snúið þar sem það er komið undir nýja bílinn hans...Tounge Svakalega er nú hægt að hafa mörg orð yfir akkúrat ekki neitt...LoL En til að segja nú eitthvað sem skiptir einhverju máli þá óska ég ykkur góðs dags og kveðSmile Heart

Hún á afmæli í dag...

... mín yndislega, prívat og persónulega einkadóttir hún KataWizard Mér finnst ekkert svakalega langt síðan hún fæddist, enda er hún ekkert orðin neitt svakalega gömulGrin Hún er langsamlega fallegasta barn sem ég nokkurtímann hef séð... að báðum bræðrum hennar og öllum öðrum ungbörnum samt ólöstuðum... og hún er ennþá svona falleg ! Ég man eins og gerst hafi í gær... nei nei ég ætla ekkert að fara að rekja ævisöguna hennar, enda er þetta ekki minningargrein þetta er afmælisgrein um góða, fallega, vel gefna, skemmtilega og duglega stúlku... InLove Hún er virðulegur félagsráðgjafi í Gautaborg og er búin að búa þar hrikalega lengi... allt of lengi fyrir minn smekk auðvitað, en á meðan hún er ánægð og hamingjusöm þá má hún búa hvar sem er... en helst á Akureyri samtGrin Til hamingju með afmælið elsku stelpan mín, vonandi færðu tíma til að líta aðeins upp úr vinnunni í dag og vona líka að pakkinn sé kominn... og lestu svo bloggið mitt krakkiLoL Heart Kissing   

Stundum er bara enginn heima...

... þó öll ljós séu kveikt og allt galopið útW00t Er að prjóna seinni ermina á síðustu lopapeysu þessa árs... svo sem engar stórfenglegar fréttir... en ég gat ekki með nokkru móti fengið munstrið til að vera eins og á fyrri erminni...Woundering Eftir að hafa rakið tvisvar upp sama munstrið með hæfilegum skammti af "smá" svona ergelsi datt mér loksins í hug að skoða fyrri ermina og sá að ég hafði hlaupið á harðaspretti yfir eina umferð í munstrinu á henni... en þar sem ég var að gera allt rétt á þeirri seinni var ekki séns í helv... að þetta yrði einsPinch Sem fangi yfirgengilegrar fullkomnunaráráttu fyrri ára hefði ég drifið í að rekja upp fyrri ermina, gert þetta rétt og farið svo í þá seinniTounge En núna þegar mér hefur tekist að losa mig við 90% af þeim ófögnuði sem brjálæðisleg fullkomnunarárátta er, geri ég bara sömu vitleysuna á seinni erminni, kalla það mína eigin hönnun, glotti og er herfilega góð með mig... er þar af leiðandi að verða búin með seinni ermina og styttist í hálsmáliðLoL Bara góð inn í daginn, finn að vísu fyrir smá tilbreytingarleysi í skammdeginu... langar að fara á jólatónleika fyrir sunnan en hef bara ekki efni á því... hlýtur að kallast gott að geta haft góðærisáhyggjur á krepputímum...Wink Fyrir rúmu ári samþykkti ég í góðri trú að lána stóra peningaupphæð, sem fæst líklega ekki greidd til baka... svo til að geta klárað það sem við þurftum að gera hérna heima urðum við að taka lán og upphæðirnar sem ég hefði notað til að gera eitthvað skemmtilegt fara í staðinn til að borga af því lániAngry Ég er svoooo að reyna að láta þetta ekki fara alveg með mig og ég veit að þetta eru "bara" peningar en það vill svo til að ég eins og allir aðrir þarf að nota þá til að gera hluti... og þetta "var" sparnaðurinn okkarCrying Ok nú er ég hætt... í biliDevil Hafið það gífurlega gott inn í daginn krúttin mín, það er kominn miðvikudagur og styttist í helginaSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband