Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 23.11.2009 | 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þessi kona sem hér skrifar er búin að vera frá vinnu í alveg 3 og 1/2 dag og er við það að missa alla þolinmæðina sem hún fæddist með og góðan slatta af þeirri sem hún hefur þroskað með sérVar eitthvað svo ömurleg... slöpp með svima, bara hundeiðinleg og gat ekki hugsað mér að vagga um annars staðar en heima hjá mér... gat lítið gert hérna... eða svo ég segi alveg eins og er þá gerði ég ekkertVerst að önnur öxlin á mér hefur ekki haft gott af að liggja bara og gera ekkert... held hún sé ónýt... set nýja öxl á jólagjafalistann sem ég sendi jólasveininum... málið dauttOk ég veit að þrír og hálfur dagur er ekki rassg... margir eru veikari miklu lengur og sumum batnar aldrei... svo steinþegiðu góða mín ! Já ég skal þegja, enda orðin nógu hress til að treysta mér til að hjálpa skjólstæðingnum mínum úr og í rúm/i og stól, svo ég fer í vinnuna í fyrramálið... hvað sem tautar og raularÁ morgun eftir vinnu ætla ég svo að storma... lesist; klöngrast... upp á háaloft og sækja jólaskrautskassana mína.. loksins komið að þvíÉg ætla að setja seríurnar í gluggana svona smám saman næstu daga, bara þrífa þá fyrst og "elskudökkutrérimlagardínurnar" líka...Mér finnst flott að hafa þær og þær fara alveg ágætlega fyrir gluggunum... þangað til ég asnast of nálægt þeim með gleraugun á nefinu og sé rykið á þeim...En skítt og laggó, þetta er í síðasta skipti á árinu sem ég þarf að þrífa þær... það væri frábært að geta sagt það sama í janúarSvo geng ég líka frá lopapeysunum, gat ekki skolað úr þeim af því að baðherbergið var upptekið... fékk þá frábæru hugmynd að mála það... en nú er það búið og ég get farið að sulla þar aftur. Ég er komin með síðustu jólagjöfina á prjónana, hún þarf ekki að vera tilbúin fyrr en á jóladag svo ég er ekkert stressuð... fínt að prjóna þetta fyrir framan sjónvarpið... sofna þá ekki á meðan, held égHætti núna og óska ykkur góðrar viku
Bloggar | 22.11.2009 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er föstudagur og ég er ekki í vinnunni... ekki í gærkvöldi heldur... hlýt að vera eitthvað eins og... hvað heitir það nú aftur... jú, lasin eða eitthvað... eiginlega lak niður þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og svaf... um hábjartan daginn... í tvo tíma...Rétt rankaði við mér til að afboða fund klukkan 4 og vinnu klukkan 5... Tók svo núna í morgunsárið þá yfirgengilega þroskuðu ákvörðun að vera heima í dag... fara sem sagt bara alls ekkert í vinnuna... hvað er það nú ?Ég er nefnilega aldrei lasin... bara veik og þá á sjúkrahúsi... þannig að ég er líklega bara svona ofurlöt eða kannski ímyndunarveik... ég verð að passa kúliðEn ég er með frábæra afleysingu svo ég er alveg róleg... geri mér nefnilega fulla grein fyrir því að ég er ekki ómissandi og ég vil líka alls ekki vera það, það finnst mér sannarlega ekki eftirsóknarvertOg ekki nóg með það, ég ákvað líka að sjá svo bara til hvort ég færi í vinnuna á morgun... hvar endar þetta eiginlega... sviminn sem ég er með hlýtur að orsakast af allt of stórum skammti af skynsemiEnda er fólk sem trúir því að það sé ómissandi... og ég þekki allt of marga þannig... afskaplega og mjög alvarlega veruleikabrenglaðMér finnst einmitt svo notalegt akkúrat núna að geta farið vel með mig og verið heima, þegar ég er ekki alveg eins og ég á að mér... það er bara til ein ég svo ég er skyldug til þess... og vita að allt gengur samt sem áður vel þó ég sé ekki með puttana í því... það er góð tilfinningAuðvitað var þarna einhversstaðar undir og á bak við, smá svona samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni, en ég talaði við yfirdúlluna mína núna í morgunsárið og hún losaði mig snarlega við megnið af því bulli og ég skolaði svo afganginum niður með nokkrum góðum köffumNúna hlusta ég á jólalög, hef kveikt á kertum og... bara slugsa, get eiginlega ekki annaðGóða helgi elskurnar mínar og farið vel með ykkur... ég er að rembast við það líka
Bloggar | 20.11.2009 | 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggar | 17.11.2009 | 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggar | 16.11.2009 | 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | 14.11.2009 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 9.11.2009 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 7.11.2009 | 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 5.11.2009 | 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | 4.11.2009 | 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar