Færsluflokkur: Bloggar
... það eru að koma jólÞað snjóar hérna á norðurhjaranum og allt svo fallegt og friðsælt... svo yndislegt að koma fram í morgun í myrkrinu og það fyrsta sem ég sá var upplýst jólatréð...Okkar hæstvirti heimilisköttur heldur til á mottunni undir því þangað til það verður tekið niður, hann verður ekkert ánægður þegar pakkarnir eru komnir og taka af honum plássið hans... en það lagast og frá því og fram á næsta ár á hann það alveg sjálfur. Ef hann nennir leikur hann sér að einni og einni kúlu... en annars liggur hann bara þarna undir jólatrénu "sínu" milli þess sem hann drattast fram og borðar, af því að ekki sér þetta lið nú sóma sinn í að færa honum matinn...Ég er að fara að vinna núna klukkan 9 og vinn til 1... mér finnst það allt í lagi, vinn líka í fyrramálið en fæ svo jólafrí um helgina... sem reyndar er nú bara ósköp venjulegt vaktafrí með fallegu nafniEn núna ætla ég að fara fram í hreina fallega eldhúsið mitt og búa til jólaísinn, bjó til um daginn en hann kláraðist í skötuveislunni... segi eins og með kleinurnar, það þýðir bara ekkert að vera að búa þetta til... þetta klárast alltaf strax...Hér verða friðsæl jól eins og alltaf, synir mínir tveir, tengdadóttir og ömmustelpurnar mínar yndislegu verða hjá okkur í mat í kvöld og annað kvöld... sakna þess að hafa ekki dóttur mína elskulega hjá mér... en hún er á lífi, hamingjusöm í Gautaborg með sinni heittelskuðu, það nægir mér... í biliÞví miður eru ekki allir eins lánsamir og ég sendi allar mínar hlýjustu og bestu hugsanir til allra þeirra sem líður ekki vel um jólin...Og að lokum:
GLEÐILEG JÓL elskulega fólk og hjartans þakkir fyrir ánægjuleg samskipti í netheimum á árinu sem er að líða... megi nýja árið færa ykkur hamingju, friðsæld og allt annað gott sem hægt er að hugsa sér
Bloggar | 24.12.2009 | 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gamli hafði það af að kaupa handa mér jólagjöf, pakka henni inn og fela hana, á meðan ég var í vinnunni... honum er batnað... stressið farið og kvíðinn horfinn og honum finnst alveg stórkostlegt að jólin eru bara einu sinni á áriÉg sleppti því að minna hann á að ég á svo afmæli á næsta ári... óþarfi að vera að eyðileggja jólin fyrir honumVið erum búin að halda skötuveislu með tilheyrandi ólykt og óþrifum... ólyktin útskýrir sig alveg sjálf en óþrifin eru vegna þess að mér tókst að láta öll geðslegheitin sjóða út úr á eldavélinni... þó ég stæði fyrir framan hana... en það er bara partur af prógramminu þegar ég á í hlutGestirnir voru skemmtilegir og ég er yfir mig ánægð að vera búin að borða skötu fyrir þetta árið... nú tekur góði maturinn við ! Ég er ekkert búin að baka fyrir jólin... nema Sörur og rúgbrauð... og læt það dugaVinn alla daga jafnt alveg sama hvað gengur á, hvort sem eru jól, páskar eða eitthvað annað en er í vaktafríi næstu helgi og leyfi mér að kalla það jólafríið mitt ! Fór í Bónus í gær að versla meðlæti með jólasteikunum... var bara með botnfylli í körfunni og þótti sjálfsagt aumingjalegt...Við eigum nefnilega 3 hangirúllur og eitt læri með beini og 1 svínarúllu og tvær svínasteikur með beini... og ég ætla að hafa fisk á aðfangadag.... nei djókVið fengum megnið af þessu í jólagjafir... frá vinnuveitanda gamla, yngri syni mínum og bónda austur á landi. Þorláksmessudagur er planaður út í ystu æsar hjá mér... fyrst að fara með jólagjafir í póst til eins sonar okkar sem kemur ekki til Ak. fyrir jólin og gleymdi að segja okkur frá því og ég vissi það ekki fyrr en í gærkvöldi... þessir krakkar manns... svo vinna og þegar ég kem heim um 1 leitið kveiki ég á útvarpinu til að hlusta á allar jólakveðjurnar, ætla sannarlega að láta verða af því núna ! Á meðan ætla ég að þrífa smá, búa til meiri ís og bleika salatið... rauðrófur og epli... og skreyta jólatréð, sjóða hangikjötið og fer ekki fet út úr húsi nema kannski út með ruslið, jú og ég ætla að skreppa og kaupa lopa í peysu á migLæt fylgja hérna yndislega fallega jólakveðju sem ég fékk frá Svani mági mínum á Ólafsfirði í sms og geri hana að ykkar:
Hamingjan gefi þér gleðileg jól,
gleðji og vermi þig miðsvetrarsól.
brosi þér himinninn heiður og blár
og hlýlegt þér verði hið komandi ár
Bloggar | 23.12.2009 | 07:06 (breytt kl. 08:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 19.12.2009 | 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggar | 17.12.2009 | 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggar | 13.12.2009 | 08:09 (breytt kl. 19:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggar | 12.12.2009 | 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í þessum skrifuðu orðum eru um það bil tvær vikur til jóla og ég er á fullu við að... njótaSkrítin og skemmtileg spurning sem heyrist svo oft um þetta leiti: "Ertu búin að öllu fyrir jólin" ? Held þetta sé jólaútgáfan af hinni kveðjunni sem er svo mikið notuð: "Hvað segirðu gott" ? Báðar í raun jafn innihaldslausar og yfirleitt lítil meining á bak við þær...Fyrri spurningunni svara ég alltaf með: "Ja hérna já já, fyrir löngu síðan" og fæ þá stundum aðdáunaraugnaráð, en það er þá frá fólki sem þekkir mig lítið sem ekki neitt eða ég tek það fyrir aðdáun allavega... það getur líka alveg verið meðaumkvun... "Æi greyið ætli það sé ekki allt í lagi með hana" ?Ég þarf nú líka alltaf að láta eins og það sé ekki alveg allt í lagi með mig og ég get huggað ykkur með því að ég lagast ekkertMér fannst aldeilis ekki vera allt í lagi með mig í gær þegar ég var að prjóna hnappagatalistann á hettupeysu sem ég var að prjóna handa minni litlu Láru Rún í jólagjöf...Það eru sannarlega engin geimvísindi á bak við þetta tiltölulega einfalda verk á lítilli peysu, en mér tókst að vinna það þannig að ég þurfti að rekja upp 5 eða 6 sinnum... hef það að vísu mér til afsökunar að ég var að horfa á uppáhaldsglæpaþáttinn minn í sjónvarpinu í fyrstu tvö skiptin... en í öll hin skiptin hef ég enga afsökun...Rétt áður en ég fór í vinnuna í gærmorgun var ég loksins búin að þessu og peysan tilbúin fyrir tölur og jólapappír... en það var eitthvað skrítið við hana.... ég þurfti að velta henni dálítið í höndunum áður en ég fattaði hvað það var... ég eiginlega vildi ekki trúa því og segi sko aldrei nokkurri einustu manneskju frá því að ég gerði öll hnappagötin á hettunaStundum er ég einhverstaðar allt annarsstaðar en ég á að vera... veit alveg hvar ég er í huganum þessa dagana... það er góður staður en alls ekki réttur staður...Þið getið lesið um það í endurminningum mínum sem koma út eftir 80 ár... þá verður það fyrntÉg prjónaði líka peysu á eldri sonardóttur mína hana Lindu Björgu... eftir uppskrift, en las uppskriftina ekki alveg til enda... það eiga að vera hekluð blóm á kraganum en það er bara eitt smáatriði sem kemur í veg fyrir að þau verði þar: ég kann ekki að heklaFinn eitthvað út úr því... og hnappagötin á Láru peysu eru núna á bolnumEigið dásamlegan dag elsku krúttin mín
Bloggar | 9.12.2009 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Tók fram saumavélina mína í gær... sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi... nema að ég sá að það vantaði klóna á snúruna. Þá mundi ég allt í einu að þegar við vorum að setja upp jólaljósin úti um daginn þá vantaði okkur jarðtengda kló og ýkta ég var auðvitað með svoleiðis við saumavélina ! Og til þess að þurfa nú ekki að keyra langar leiðir bara eftir einni einustu kló, klippti ég hana af saumavélarsnúrunni og það varð auðvitað til þess að það þurfti að keyra langar leiðir bara eftir einni einustu kló... en þá bara í gær en ekki um daginn... !Þegar ég var komin með klóna í hendurnar úti í Byko ákvað ég að láta verða af því í leiðinni að kaupa klósettrúlluupphengi eða hvað það nú heitir og þá auðvitað líka í stíl fyrir handklæðið og ég fór að skoða. Það var ekkert þannig á baðherberginu þegar við fluttum inn og lengi vel vorum við með klósettrúlluna í gluggakistunni, þangað til einn daginn síðasta sumar, þegar ég var að koma heim að húsinu og sá að það var verið að flagga heillöngu klósettrúlluflaggi út um baðgluggann... hann var opinn og hvasst úti og það var að verða búið af rúllunniSko þetta er bara lítil plata með götum fyrir skrúfur og svo stöng á sem er eins og L liggjandi á bakinu... æi þið vitið, bara svona ósköp venjulegt eins og ég geri ráð fyrir að flestir séu með. Vildi ekki fá mér alveg það ódýrasta af því að það lítur svo aumingjalega út, en ég sneri frá hillunni þegar ég sá verðið ! Nú er ég ekkert fátæk eða nísk eða neitt en 9.900 krónur íslenskar fyrir svona litla, einfalda græju finnst mér nokkrum þúsundköllum allt of mikið og það var það næstódýrastaSkoðaði ekki einu sinni með öðru auganu handklæðaupphengidótið ! Annars ferlega góð skoHér er allt í rólegheitum eins og á helst að vera á aðventunni, ég er allt of þroskuð eða eitthvað... löt kannski... til að vera að stressa mig á þessum tíma... bara að gera klárar jólagjafir til útflutnings... til dóttur minnar í Svíþjóð og hennar fjölskyldu þarVerð svo að gera alvöru úr því að læra almennilega á myndavélina mína svo ég geti tekið mynd af jólaljósunum úti, ekki bara perunum sjálfum... í myrkri, man ég ákvað þetta líka fyrir síðustu jól... sumir eru aðeins seinni en aðrirOhh... hjálpi mér allir heilagir, hvað líf mitt er nú spennandi... !Njótið dagsins elskurnar, það ætla ég líka að gera... í vinnunni
Pé ess: Setti inn mynd af stjörnunni sem gamli smíðaði um árið, uppáhaldsjólaskrautið !
Bloggar | 6.12.2009 | 08:57 (breytt kl. 09:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Bloggar | 2.12.2009 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Bloggar | 28.11.2009 | 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar