Færsluflokkur: Bloggar

Þetta er einfalt...

... það eru að koma jólInLoveÞað snjóar hérna á norðurhjaranum og allt svo fallegt og friðsælt... svo yndislegt að koma fram í morgun í myrkrinu og það fyrsta sem ég sá var upplýst jólatréð...KissingOkkar hæstvirti heimilisköttur heldur til á mottunni undir því þangað til það verður tekið niður, hann verður ekkert ánægður þegar pakkarnir eru komnir og taka af honum plássið hans... en það lagast og frá því og fram á næsta ár á hann það alveg sjálfur. Ef hann nennir leikur hann sér að einni og einni kúlu... en annars liggur hann bara þarna undir jólatrénu "sínu" milli þess sem hann drattast fram og borðar, af því að ekki sér þetta lið nú sóma sinn í að færa honum matinn...GetLostÉg er að fara að vinna núna klukkan 9 og vinn til 1... mér finnst það allt í lagi, vinn líka í fyrramálið en fæ svo jólafrí um helgina... sem reyndar er nú bara ósköp venjulegt vaktafrí með fallegu nafniGrinEn núna ætla ég að fara fram í hreina fallega eldhúsið mitt og búa til jólaísinn, bjó til um daginn en hann kláraðist í skötuveislunni... segi eins og með kleinurnar, það þýðir bara ekkert að vera að búa þetta til... þetta klárast alltaf strax...ToungeHér verða friðsæl jól eins og alltaf, synir mínir tveir, tengdadóttir og ömmustelpurnar mínar yndislegu verða hjá okkur í mat í kvöld og annað kvöld... sakna þess að hafa ekki dóttur mína elskulega hjá mér... en hún er á lífi, hamingjusöm í Gautaborg með sinni heittelskuðu, það nægir mér... í biliJoyfulÞví miður eru ekki allir eins lánsamir og ég sendi allar mínar hlýjustu og bestu hugsanir til allra þeirra sem líður ekki vel um jólin...HeartOg að lokum:

 

GLEÐILEG JÓL elskulega fólk og hjartans þakkir fyrir ánægjuleg samskipti í netheimum á árinu sem er að líða... megi nýja árið færa ykkur hamingju, friðsæld og allt annað gott sem hægt er að hugsa sérKissingHeartSmileHeart 


Þorláksmessa :)

Gamli hafði það af að kaupa handa mér jólagjöf, pakka henni inn og fela hana, á meðan ég var í vinnunni... honum er batnað... stressið farið og kvíðinn horfinn og honum finnst alveg stórkostlegt að jólin eru bara einu sinni á áriGrinÉg sleppti því að minna hann á að ég á svo afmæli á næsta ári... óþarfi að vera að eyðileggja jólin fyrir honumToungeVið erum búin að halda skötuveislu með tilheyrandi ólykt og óþrifum... ólyktin útskýrir sig alveg sjálf en óþrifin eru vegna þess að mér tókst að láta öll geðslegheitin sjóða út úr á eldavélinni... þó ég stæði fyrir framan hana... en það er bara partur af prógramminu þegar ég á í hlutWinkGestirnir voru skemmtilegir og ég er yfir mig ánægð að vera búin að borða skötu fyrir þetta árið... nú tekur góði maturinn við ! Ég er ekkert búin að baka fyrir jólin... nema Sörur og rúgbrauð... og læt það dugaJoyfulVinn alla daga jafnt alveg sama hvað gengur á, hvort sem eru jól, páskar eða eitthvað annað en er í vaktafríi næstu helgi og leyfi mér að kalla það jólafríið mitt ! Fór í Bónus í gær að versla meðlæti með jólasteikunum... var bara með botnfylli í körfunni og þótti sjálfsagt aumingjalegt...WhistlingVið eigum nefnilega 3 hangirúllur og eitt læri með beini og 1 svínarúllu og tvær svínasteikur með beini... og ég ætla að hafa fisk á aðfangadag.... nei djókToungeVið fengum megnið af þessu í jólagjafir... frá vinnuveitanda gamla, yngri syni mínum og bónda austur á landi. Þorláksmessudagur er planaður út í ystu æsar hjá mér... fyrst að fara með jólagjafir í póst til eins sonar okkar sem kemur ekki til Ak. fyrir jólin og gleymdi að segja okkur frá því og ég vissi það ekki fyrr en í gærkvöldi... þessir krakkar manns... svo vinna og þegar ég kem heim um 1 leitið kveiki ég á útvarpinu til að hlusta á allar jólakveðjurnar, ætla sannarlega að láta verða af því núna ! Á meðan ætla ég að þrífa smá, búa til meiri ís og bleika salatið... rauðrófur og epli... og skreyta jólatréð, sjóða hangikjötið og fer ekki fet út úr húsi nema kannski út með ruslið, jú og ég ætla að skreppa og kaupa lopa í peysu á migLoLLæt fylgja hérna yndislega fallega jólakveðju sem ég fékk frá Svani mági mínum á Ólafsfirði í sms og geri hana að ykkar:

 Hamingjan gefi þér gleðileg jól,

gleðji og vermi þig miðsvetrarsól.

brosi þér himinninn heiður og blár

og hlýlegt þér verði hið komandi árSmileHeart


Ææææ... nú er illt í efni...

... hann gamli minn er í stresskasti... með valkvíða... og eflaust eitthvað fleira því tengt ! Og ekki út af neinni ómerkilegri ástæðu... hann er að fara að kaupa handa mér jólagjöfW00t Það er komið að því... enn einu sinni... og ég geri sjálfsagt illt verra með því að reyna eitthvað að vera að einfalda þetta fyrir hann... eins og til dæmis að segja honum nákvæmlega hvað hann gæti keypt... og hvar það fæst...Tounge Ég hef aldrei lent í svona hremmingum eins og hann karlgreyið... enda sé ég bara um 30 jólagjafir fyrir jólin, kaupi sumar og bý til aðrar... man eftir öllum, pakka, merki og sendi megnið af þeim út á land og til útlanda... allt í tímaWink Ég var að gera grín að honum áðan út af þessu en hann þóttist ekkert heyra hvað ég var að segja og varð allt í einu svona svakalega áhugasamur um spegilinn á borðstofuveggnumHalo Það kvað svo rammt að þessu í fyrra að ég fór fyrir rest með hann í verslun hér í bæ, benti honum á kápuna sem mig vantaði, hann borgaði hana, við fórum með hana heim og allir sáttir... málið dauttJoyful Mig langar ekki í neitt sérstakt núna... á allt, vantar ekkert... svo ég sagði honum að núna væri hann einn á báti... vonda konanDevil Ég ætlaði að "skreppa" áðan á Glerártorg en steinhætti við... bílastæðin eru gjörsamlega pökkuð og ég sá fram á að þurfa að leggja uppi við löggustöð, svo ég ákvað að ég hefði ekki tíma fyrir þetta núna... ekki í nógu langri pásu í vinnunniLoL Ég fer bara eftir hádegi á mánudaginn, þarf hvort sem er að kaupa skötuna og allt sem henni tilheyrir... skötuveisla fyrir syni mína, tengdadóttur og dætur og dóttur gamla, tengdason og syni þeirra. Ég er ekki alin upp við skötuát fyrir jólin, en eftir að ég kynntist þessum sið finnst mér hún ómissandi... mér finnst hún alls ekki góð... hún er svo skemmtilega vond að það er gaman að borða hana... í góðum félagsskapTounge Farin aftur í vinnuna... bara vinna á morgun og þá er ég því sem næst komin í jólafrí... eins mikið og það verður eða sem sagt bara alls ekkert...Grin Ég er að vinna á morgnana alla næstu viku en er svo í vaktafríi næstu helgi... það er bara fínt ! Góðan dag elskurnarSmile Heart

Jólasagan... :)

Það var Þorláksmessa og ég átti bara eftir að pakka inn jólagjöfinni til eldri sonar míns og konu hans, en ætlaði að gera það um kvöldið, þau ætluðu að koma þá. Hann hringdi upp úr hádegi og sagði að þau mundu koma með jólagjöfina til okkar klukkan 5, hvort við yrðum ekki örugglega heima... við yrðum að vera heima klukkan 5... og litli bróðir hans sem enn bjó hjá okkur, hann yrði að vera heima líka, ég yrði bara að sjá til þessW00t Hvaða hvaða... það er naumast...Woundering Þegar klukkan var alveg að verða 5 var ég ekki enn búin að pakka inn handa þeim en þá hringir hann... hvort við séum ekki örugglega heima og litli bróðir líka... þau séu á leiðinni með jólagjöfina... Ég er ekkert vön svona stressi og látum frá honum, fannst þetta líka algerlega ástæðulaust og hálf ergileg, tuðandi yfir krakkaskrattanum, æddi ég inn í herbergi og fór að pakka inn handa þeim... best að henda þessu þá í hausinn á honum fyrst honum lá svona lífið áGetLost Og argaði á yngri soninn að hann færi ekkert strax úteftir til pabba síns með jólgjafirnar... brjálæðingurinn hann stóri bróðir hans væri að koma til að láta hann hafa jólagjöfina og hann væri greinilega mjög tímanaumur... hmprff...Angry Og ég hélt áfram að reyta jólapappírinn utan um gjöfina og festi límbandið á höndunum á mér og það gekk allt á afturfótunum af því að ég var að flýta mér í fússi...Tounge Svo heyri ég einhver læti frammi og frumburður minn yndislegur stendur á arginu og skipar mér að koma fram og taka við jólagjöfinni... það var farið að sjóða á mér og ég þrammaði fram og ætlaði sannarlega að láta hann heyra það... en steinþagði bara og glápti í forundran á jólagjöfina mína sem stóð skælbrosandi fyrir framan mig og sagði "Hæ mamma"Grin Strákpjakkurinn og konan hans voru þarna komin með dóttur mína elskuna sem býr í Svíþjóð... höfðu boðið henni til landsins í nokkra daga yfir jólin og mig grunaði ekkert og þau skemmtu sér auðvitað alveg konunglega yfir þessu... ég var margbúin að tala við hana og senda henni jólagjafirnar og alltLoL Þetta er langbesta, flottasta og yndislegasta jólagjöf sem ég hef nokkru sinni fengið að öllum öðrum samt ólöstuðum... það er bara alls ekki hægt að gera betur en þettaInLove Ég sakna hennar alltaf og mundi glöð þyggja hana í jólagjöf á hverjum jólum, en eins og kerlingin sagði: "Jólin eru nú ekki á hverjum degiWink Þarf ég eitthvað að taka það fram að ég fyrirgaf  strák"skrattanum" fullkomlega fyrir frekjulætin ? Grin Heart

Legg ég á og mæli... vitlaust :))

Við erum með sjónvarp í gegnum Internetið og þá þarf að vera netsnúra frá ráternum... beininum... yfir í afruglarann við sjónvarpið... ok ? Nú er beinirinn við tölvuna sem er öðrum megin í húsinu, en sjónvarpið er akkúrat í hinum endanum, hol og borðstofa þarna á milli. Ég sem get aldrei beðið eftir því að aðrir geri hlutina og þarf helst að gera allt strax í gær... óþolinmóð hvað, má það ekki bara kallast drifin, svona af því að það er messutími... Halo Jæja ég tók mig til þarna fyrir nokkrum vikum og vopnaðist málbandi og fór að mæla hversu langa snúru ég þyrfti að láta útbúa fyrir þetta. Meiningin var að leggja snúruna upp í gegnum loftið úr tölvuherberginu, yfir háaloftið og niður í stofuna... einfalt mál og engar snúrur út um allt að ergja migWink Það var sem sagt þetta með málbandið... sko ég er mjög vel læs bæði á stafi og tölur og sé alveg ágætlega með lesgleraugum og vil meira að segja meina líka að ég eigi auðvelt með að hugsa heila hugsun... svona af og til allavegaTounge Þess vegna skil ég ekki hvernig mér tókst að finna það út að það þyrfti 12 metra langa snúru þegar hún átti að vera 20 metrar...Pinch Þegar ég kom heim með snúruna rétt náði hún í beinni línu milli þarna a og b... á gólfinu og til þess að við þyrftum ekki að hoppa yfir hana við að ganga um, þurftu beinirinn og afruglarinn að vera niðri á gólfi... Óþolandi asnagangur...GetLost Í gær átti svo að arga sig í að fara út og kaupa nógu langa snúru og ganga almennilega frá þessu, en þá datt rafvirki tengdasonur inn úr dyrunum, reddaði snúru og plöggum... hentist upp á háaloft... snúra niður í öðru horninu, svo í hinu horninu... plöggin á, beinir og afruglari upp á borð, tengja... búið málGrin Ég get næstum því svarið að þetta tók ekki mikið meira en 7 mínútur... kannski smá ýkjur en mikið djö... vinnur þessi maður hratt og skipulega... ekkert droll þar takkJoyful Bara eins og nýtt gólf... engin snúra... en ég lyfti samt ennþá fótunum yfir hanaLoL Njótið þriðja sunnudags í Aðventu elskurnar mínar allarSmile Heart  

Ljúúúúúft :))

Við vorum með mág minn í mat... asnaleg setning... við átum hann ekkiTounge Mágur minn borðaði með okkur í gærkvöldi, íslenska kjötsúpu og líkaði vel, auðvitað ! Hér eftir fram að jólum verður ekki haft mikið fyrir máltíðum í þessu húsi... jólahefð sem ég hef haldið mjög fast í, aðallega af því að mér hefur aldrei fundist neitt svakalega gaman að eldaGrin Annars fæ ég ábyggilega fínan mat í kvöld... litlu jólin í vinnunni hjá gamla... þau byrja klukkan 8 alveg passlega seint fyrir mig ég er nefnilega að vinna til 9. Leysi af í kvöldvinnunni þessa helgi, þannig að kvöldvaktin mín byrjar klukkan 2 í dag í staðinn fyrir klukkan 5 næsta mánudag og lýkur ekki fyrr en 21.00 að kvöldi 20. desember... en ég lifi það af ! Ég er í venjubundnu kvöldvaktarfríi annan og þriðja í jólum svo það telst líklega jólafríið mittWink Þetta er ekkert mál, ég fer alltaf snemma á fætur svo ég hef nógan tíma til að gera það sem ég nenni, fyrir jólin... eða kannski ég geri barasta akkúrat alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut... svona rétt eins og venjulegaLoL Allsherjarjólahreingerning er eitthvað sem er ekki lengur til í minni orðabók.. sem betur fer... þetta var slík klikkun að þvo allt frá gólfi til lofts og þá meina ég bókstaflega allt W00t En það var samt eitt við það... þegar þá jólin komu var ég búin að vinna svo mikið fram fyrir mig að ég þurfti virkilega ekkert að gera jóladagana, sem betur fer ég hefði ekkert haft krafta í það hvort sem er...GetLost Núna þríf ég bara eins og venjulega... þurrka af, þríf baðherbergin og gólfin... það eina sem ég geri aukalega fyrir jól er að skreyta og stússast í jólagjöfumInLove Þríf líka framan af eldhússkápunum mínum... en þau þrif fara nú alltaf fram af og til vegna þess að mér finnst eldhúsið mitt svo fallegt og gaman að hafa það hreint... sem er skemmtilega nytsamlegt viðhorfGrin Og svo að þessu dæmalaust innihaldslausa bulli loknu óska ég ykkur góðs dags og yndislegrar helgarSmile Heart

Hér sé... stuð ;)

Í þessum skrifuðu orðum eru um það bil tvær vikur til jóla og ég er á fullu við að... njótaInLoveSkrítin og skemmtileg spurning sem heyrist svo oft um þetta leiti: "Ertu búin að öllu fyrir jólin" ? Held þetta sé jólaútgáfan af hinni kveðjunni sem er svo mikið notuð: "Hvað segirðu gott" ? Báðar í raun jafn innihaldslausar og yfirleitt lítil meining á bak við þær...WinkFyrri spurningunni svara ég alltaf með: "Ja hérna já já, fyrir löngu síðan" og fæ þá stundum aðdáunaraugnaráð, en það er þá frá fólki sem þekkir mig lítið sem ekki neitt eða ég tek það fyrir aðdáun allavega... það getur líka alveg verið meðaumkvun... "Æi greyið ætli það sé ekki allt í lagi með hana" ?WounderingÉg þarf nú líka alltaf að láta eins og það sé ekki alveg allt í lagi með mig og ég get huggað ykkur með því að ég lagast ekkertToungeMér fannst aldeilis ekki vera allt í lagi með mig í gær þegar ég var að prjóna hnappagatalistann á hettupeysu sem ég var að prjóna handa minni litlu Láru Rún í jólagjöf...GetLostÞað eru sannarlega engin geimvísindi á bak við þetta tiltölulega einfalda verk á lítilli peysu, en mér tókst að vinna það þannig að ég þurfti að rekja upp 5 eða 6 sinnum... hef það að vísu mér til afsökunar að ég var að horfa á uppáhaldsglæpaþáttinn minn í sjónvarpinu í fyrstu tvö skiptin... en í öll hin skiptin hef ég enga afsökun...SidewaysRétt áður en ég fór í vinnuna í gærmorgun var ég loksins búin að þessu og peysan tilbúin fyrir tölur og jólapappír... en það var eitthvað skrítið við hana.... ég þurfti að velta henni dálítið í höndunum áður en ég fattaði hvað það var... ég eiginlega vildi ekki trúa því og segi sko aldrei nokkurri einustu manneskju frá því að ég gerði öll hnappagötin á hettunaW00tStundum er ég einhverstaðar allt annarsstaðar en ég á að vera... veit alveg hvar ég er í huganum þessa dagana... það er góður staður en alls ekki réttur staður...WhistlingÞið getið lesið um það í endurminningum mínum sem koma út eftir 80 ár... þá verður það fyrntLoLÉg prjónaði líka peysu á eldri sonardóttur mína hana Lindu Björgu... eftir uppskrift, en las uppskriftina ekki alveg til enda... það eiga að vera hekluð blóm á kraganum en það er bara eitt smáatriði sem kemur í veg fyrir að þau verði þar: ég kann ekki að heklaGrinFinn eitthvað út úr því... og hnappagötin á Láru peysu eru núna á bolnumHaloEigið dásamlegan dag elsku krúttin mínSmileHeart 


Eitthvað virðulegt ? Jú, t.d: annar sunnudagur í aðventu :)

Tók fram saumavélina mína í gær... sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi... nema að ég sá að það vantaði klóna á snúruna. Þá mundi ég allt í einu að þegar við vorum að setja upp jólaljósin úti um daginn þá vantaði okkur jarðtengda kló og ýkta ég var auðvitað með svoleiðis við saumavélina ! Og til þess að þurfa nú ekki að keyra langar leiðir bara eftir einni einustu kló, klippti ég hana af saumavélarsnúrunni og það varð auðvitað til þess að það þurfti að keyra langar leiðir bara eftir einni einustu kló... en þá bara í gær en ekki um daginn... !ToungeÞegar ég var komin með klóna í hendurnar úti í Byko ákvað ég að láta verða af því í leiðinni að kaupa klósettrúlluupphengi eða hvað það nú heitir og þá auðvitað líka í stíl fyrir handklæðið og ég fór að skoða. Það var ekkert þannig á baðherberginu þegar við fluttum inn og lengi vel vorum við með klósettrúlluna í gluggakistunni,  þangað til einn daginn síðasta sumar, þegar ég var að koma heim að húsinu og sá að það var verið að flagga heillöngu klósettrúlluflaggi út um baðgluggann... hann var opinn og hvasst úti og það var að verða búið af rúllunniLoLSko þetta er bara lítil plata með götum fyrir skrúfur og svo stöng á sem er eins og L liggjandi á bakinu... æi þið vitið, bara svona ósköp venjulegt eins og ég geri ráð fyrir að flestir séu með. Vildi ekki fá mér alveg það ódýrasta af því að það lítur svo aumingjalega út, en ég sneri frá hillunni þegar ég sá verðið ! Nú er ég ekkert fátæk eða nísk eða neitt en 9.900 krónur íslenskar fyrir svona litla, einfalda græju finnst mér nokkrum þúsundköllum allt of mikið og það var það næstódýrastaGetLostSkoðaði ekki einu sinni með öðru auganu handklæðaupphengidótið ! Annars ferlega góð skoWinkHér er allt í rólegheitum eins og á helst að vera á aðventunni, ég er allt of þroskuð eða eitthvað... löt kannski... til að vera að stressa mig á þessum tíma... bara að gera klárar jólagjafir til útflutnings... til dóttur minnar í Svíþjóð og hennar fjölskyldu þarJoyfulVerð svo að gera alvöru úr því að læra almennilega á myndavélina mína svo ég geti tekið mynd af jólaljósunum úti, ekki bara perunum sjálfum... í myrkri, man ég ákvað þetta líka fyrir síðustu jól... sumir eru aðeins seinni en aðrirGrinOhh... hjálpi mér allir heilagir, hvað líf mitt er nú spennandi... !LoLNjótið dagsins elskurnar, það ætla ég líka að gera... í vinnunniSmileHeart

 

Pé ess: Setti inn mynd af stjörnunni sem gamli smíðaði um árið, uppáhaldsjólaskrautið !


Það snjóar og snjóar...

... og snjóar og snjóar... meiningin kannski alveg komin til skilaWink Það er virkilega fallegt að sjá út... það snjóar í algeru logni og passar alveg við desember... en þetta er nú samt að verða alveg ágætt ! Til þess sem málið varðar: "Það má alveg skrúfa fyrir... núna... strax... hóf er best í öllu" ! Hér er auðvitað allt í ró og spekt... datt einhverjum eitthvað annað í hug... Shocking Við erum búin að ákveða hvað við rífum næst í þessu húsi... held okkur líði ekkert nógu vel ef það er ekki eitthvað á hvolfi einhversstaðar í húsinu...Tounge Það var starfsemi í þessu húsi áður en við keyptum það, svo það varð að gera auka snyrtingu, við þurfum hana ekki, við búum bara tvö hérna og plássið fyrir hana var tekið af þvottahúsinu sem varð við það bæði lítið og skrítið í laginu. En af því að ég er svo góð að raða... verð að hæla mér sjálf, það er enginn annar til þess... þá komumst samt frystiskápur, frystikista, þvottavél, þurrkari og kattarbæli með tilheyrandi kúkadalli og matardöllum fyrir þarna frammi. Þarna í þessari krumpulegu kompu er líka vaskabekkur, stiginn niður í kjallara, bakdyrnar, uppgangan upp á mitt yndislega háaloft og ótengdur skorsteinn. Það er gangfært þarna en ekkert meira en það... en þegar þetta er búið þá get ég snúið mér við með þvottakörfuna í fanginu án þess að reikna fyrst út með hávísindalegum aðferðum hvernig best er að bakka og snúa við án þess að lenda á einhverju... eða bara niðri í kjallaraGrin Mér finnst nefnilega skipta töluverðu máli að geta hreyft mig svo til óhindrað þegar ég er að gera eitthvað...GetLost Við tókum þessa ákvörðun um síðustu helgi og ég get ekki neitað því að ég var alveg til í að byrja strax... en jólin eru að koma... svo það verður ekki byrjað fyrr en á næsta ári... svona um það bil klukkan eitt eftir hádegi 1. janúarWhistling Ég vinn þannig vinnu að ég fæ ekkert jólafrí... bara mín venjulegu vaktafrí og mér finnst það bara allt í lagi eiginlega. Jólavikuna er ég bara að vinna til eitt á daginn og það er að verða komið upp í vana að vinna áramótin, enda aldrei komin heim seinna en klukkan 9 á kvöldin. Það snjóar enn... það er greinilega ekkert verið að hlusta á mann hérnaLoL Eigið góðan dag elskurnar ég ætla að fara út og setja bílinn minn í gang, það er auðvitað ómögulegt að prinsessan hérna á bauninni þurfi að setjast inn í kaldan bílSmile Heart

Vitiði bara hvern ég sá...

... í speglinum áðan ? Einstein gamla sjálfan... já eða segjum hárið á honum...Tounge Þetta var nú að vísu hárið á mér, fyrir þá sem ekki fatta og það leit út eins og ég hefði stungið sjálfri mér í samband með öllum jólaseríukílómetrunum sem ég er búin að setja hérna í gluggana okkarW00t Ég byrjaði að jólaljósast á mánudaginn og var farin að halda að mér tækist bara ekki að koma þessu upp fyrir áramót...Woundering Ástæðan fyrir því var sú að þessi hörkuduglegi sambýlingur minn elti mig á milli glugga með pensil á lofti og í hvert sinn sem ég var búin að þrífa einn glugga og var farin að munda seríu, tók hann sig til og bar á timbrið í glugganum og eftir sat ég... með kaffibolla í hendinni og jólaseríu um hálsinn...Whistling Náði samt 2 gluggum... sem hann bar á í fyrra... án þess að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir málningarpenslinum... en málning hefur þá skemmtilegu eiginleika að þorna fyrir rest svo ég gat  alveg klárað þetta og nú á ég bara eldhúsgluggana eftirGrin Mér finnst þetta gaman, er algerlega óstressuð og nýt þess bara að stússast svona, enda jólin bara einu sinni á ári ! Ef ég fengi að ráða ein og sjálf, þá mundi ég ekki hafa neinar smákökur og kaupa bara laufabrauðið tilbúiðHalo Og vitiði enn eitt, ég er löngu búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég held ekki jól af neinum sérstökum trúarástæðum, mér finnst þetta bara svo svakalega gaman... og mér finnst piparkökur vondar svo ég fletti nú fullkomlega ofan af mínum myrku leyndarmálumLoL Það er falleg, hvít, þunn ábreiða yfir öllu hérna á norðurhjaranum... ég tala nú yfirleitt ekki svona fallega um snjó... en hann er alveg í setteringum við aðventuna sem byrjar á morgunJoyful Góða helgi elskurnar mínar allar og eins og litla systir í Svíþjóð segir: Gangið hægt um gleðinnar dyr og galvösk inn í góðan dagSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband