Færsluflokkur: Bloggar
"Eitthvað gáfulegt" ... þá er það búiðFyrir utan húsið okkar við bakdyrainnganginn er risastór grjóthrúga, sem var einu sinni og það ekkert fyrir mjög löngu síðan, strompurinn í húsinu. Gamli minn æsti sig í það um liðna helgi, á meðan ég var í vinnunni, að brjóta hann í frumeindir og moka honum út... Það var ekkert hægt að nota þetta strompflykki... lítið gaman að hafa arinn í þvottahúsinu, vantaði líka á hann toppinn og hann tók allt of mikið pláss, pláss sem ég þarf sjálf að nota ! Nú bý ég í stóru húsi fullu af ryki og líður ekkert illa með því... hef líka ekki verið alveg nógu hress til að vera að þrífa, þjáist að næturógleði... er sem sagt ófrískNei í alvöru talað, ég hef lítið sem ekkert sofið í tvær nætur af því að mér er svo óglatt og af því að ég er ekki alveg frísk hlýt ég að vera ófrískSamt alltaf jafn óborganlega fyndin, það klikkar nú ekkiAnnars allt voða rólegt hérna í mínu litla leikriti, allir framúrskarandi frískir... nema ég... og fallegir... ég líka... og dásamlegt vorveður dag eftir dag... vona bara að það haldist alveg fram á sumar... kostar nú ekkert að láta sig dreymaUm næstu helgi ætlum við svo að fara að rífa litlu snyrtinguna hérna, þurfum að byrja á að skrúfa klósettið laust og fara með það niður í kjallara, ætlum að setja það niður á stóra baðinu þegar við tökum það í gegn.... svo bara tæta niður veggina og stækka þvottahúsið...Samt gott að við ákváðum að gera ekkert fyrr en um næstu helgi, ég er ekki til stórræðanna í dag en ég þarf að geta verið með, þetta er svo agalega gamanÆtla samt að taka mig til í andlitinu á eftir... ekki meika mig samt... frekar svona að rífa mig upp á rassg... og fara út að labba... gá hvort ég get ekki bara gengið úr mér þetta leiðinda slen...Heilsur...
Bloggar | 19.1.2010 | 12:29 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 16.1.2010 | 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 13.1.2010 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... sem mér hefur alltaf fundist óþarfi að hafa með í árinu... hann er langur, leiðinlegur, dimmur, kaldur og algerlega tilbreytingarlaus...Febrúar er ekkert mikið skárri í mínum huga, en hann má svo sem hanga inni út af Bolludegi, Sprengidegi og ÖskudegiSvo fer þetta nú að lagast þegar komið er fram í mars, það má nú svo sem bara hlaupa yfir hann... en í apríl fer ég svo sannarlega að blómstra... langt á undan öllum gróðrinum auðvitað, ég er nú líka alltaf að flýta mér eitthvað ! Svo áður en ég veit af er sumarið komið, búið og farið... komið haust aftur og ég fer að hlakka til jólanna... afturAnnars er ég óvenjusátt við janúar 2010, mér datt nefnilega allt í einu í hug að breyta einhverju... til að gera þetta aðeins meira spennandi, svo ég steinhætti að reykja allt í einu... bara datt það í hug og hætti ! Ekkert mál, það er bara gert og þá langaði mig að finna eitthvað fleira... svo mér datt þá í hug að láta verða af því að klára nú einu sinni lopapeysu á sjálfa mig og er langt komin með hana, geri meira segja ráð fyrir að nota hana sjálf í stað þess að gefa einhverjum öðrum hana... eins og ég er vönÉg held ég sé að reyna að finna allt annað en það sem ég þarf að fara að gera... það er að taka niður jólaskrautið... Tók mig meira að segja til í dag og bakaði bananabrauð og skúffuköku og á morgun tryllist ég í kleinubakstur ! Ég hef orðið gaman af því að baka... viðurkenni það samt aldrei... kona verður nú að passa kúlið skoEn eldhúsið mitt er svo stórt og bjart og æðislegt að það er bara alveg hreint virkilega gaman að brasa þar...En nei ég er ekki ofvirk... blóðið í mér er bara farið að renna aftur, held það sé vegna þess að frostið hérna á norðurhjaranum okkar snarminnkaði allt í einuLátið ykkur líða vel, farið vel með ykkur og hafið það gott
Pé ess: Og ég læt ekki grípa mig nema dauða við að skrifa um málið sem allir eru að skrifa um þessa dagana... þið verðið að lesa um það annarsstaðar en hjá mér
Bloggar | 6.1.2010 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
... veðrið hérna... Sólin er að reyna að teygja sig til að skreyta fjallstoppana og lýsir líka upp skýin með alls konar fallegum litum... það er kalt jú en eins fallegar froststillur og hægt er að hugsa sér hérna á norðurhjaranumÉg er ekki að fara að taka niður jólaskrautið strax... það verður að vera eitthvað til að gleðja augað hérna innanhúss líka, nógu tómlegt þegar þetta er allt saman fariðEn á meðan hækkar sólin alltaf meira og meira og sýnir mér samviskulega fram á það að ég þarf alls ekkert að sitja bara og láta mér leiðast... þá fer nefnilega allt að koma í ljós sem ég hefði samkvæmt aldagamalli hefð átt að þrífa í tryllingi fyrir jólin...Hm... það er nú líka hægt að mála... eða nei annars það er fljótlegra að þrífa...Það sést á þessu "skrif"ræðuefni mínu að heilinn í mér er frosinn líkt og flest annað hérna á hjaranum... en það gerir ekkert til ég þarf hvort sem er ekkert að nota hann svo mikið...Ég reyni að leiða ekki hugann að Ís-sparnaðinum ógurlega, algerlega búin að fá upp í háls af enska orðinu og nefni það aldrei aftur... get ekkert annað en beðið og séð til hvernig það fer allt saman, bara eins og allir hinir... því umræðuefni lokið... í biliSé fram á bjartari tíma... eðlilega sólin er farin að hækka á loft... en sé kannski ekki fram á blóm í haga alveg strax... en ferlega góð inn í byrjandi vinnuviku með 4 tíma dútli fyrir hádegi og svo frí um næstu helgi
Farin... að gera eitthvað... kannski... eða kannski ekki
Bloggar | 3.1.2010 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
... leið eins og venjulegur Nýársdagur hefur gert hjá mér undanfarin ár, ég ótimbruð og að vinna en gamli rétt skreið á milli rúms og sófa sökum heimatilbúins heilsuleysis... hann fór í út til vinar síns eftir að ég sofnaði á Gamlárskvöld og kom heim eftir að ég fór á fætur á Nýársmorgun... sem sagt ósköp venjulegur Nýársdagur...Ég hef sjaldan unnið eins mikið eins og núna yfir jólin og áramótin... en allt í lagi samt... skjólstæðingarnir mínir eru indælis fólk heim að sækja og ekkert vesen og engin leiðindi og mun meira líf hjá þeim en heima hjá mérÉg hef aldrei stigið á stokk og strengt áramótaheit... mér finnst ekki nóg að gera viðhorf mín og venjur bara upp einu sinni á ári og svo er mér alveg sama um hvort ég missi eða fæ einhver aukakíló sem virðist vera eitt af vinsælustu áramótaheitunum...Ég er að vísu búin að ákveða að láta nú loksins verða af því að kaupa mér hjól í vor en það hefur ekkert með áramótaheitstrengingar að gera... hefur nú meira að gera með bankareikninginn minnAnnars tók ég eina ákvörðun og lét hana passa við þessa dagsetningu 1.1.10. en ég segi ekkert frá henni hér... ekki fyrr en ég er alveg búin að framkvæma hanaAnnars ferlega góð inn í þennan fína dag skal ég segja ykkur og fegin að ég er ekki með ávísanahefti lengur.... jú sko, ég var alltaf svo lengi að fatta nýtt ártal að ávísanirnar mínar voru allar útkrassaðar langt fram í febrúarÉg er að vinna í allan dag og ég er að vinna á morgun og svo tekur hún við vikan þar sem ég vinn bara 4 tíma á dag og fríhelgi í kjölfarið... þetta gerist um það bil tvisvar sinnum í hverjum mánuði og er alveg ásættanlegt skoEigið góðan dag og ennþá betri helgi... ég ætla að hafa það svoleiðis líka, núna ætla ég að halda áfram að prjóna lopapeysuna á sjálfa mig
Bloggar | 2.1.2010 | 06:22 (breytt kl. 06:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggar | 1.1.2010 | 06:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 31.12.2009 | 07:51 (breytt kl. 07:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
... með að fatta sálarlíf fólks sem virðist hafa það að áhugamáli að finna allt það neikvæða í kringum sig, leggja verulega ríka áheyrslu á það og passa virkilega vel upp á að allir aðrir í kring fái alveg örugglega að fylgjast með því öllu... í beinni og helst aftur og aftur...Ekki reyna að finna neitt jákvætt við neitt eða neinn... ekki gleðjast yfir neinu... ekki þakka neitt... Það má ýmislegt um mig segja bæði gott og svo verra, en andskotakornið að ég stundi svoleiðis rugl... Mér sjálfri mundi leiðast ég sjálf svo svakalega og það gengur ekki vegna þess að ég sit uppi með mig og ég nenni ekki að láta mér leiðast ! Gott rak ?Annars góð og nenni ekki að velta mér upp úr svona liði... reyni eins og ég get að umgangast það bara sem minnst, ef tilraunir mínar til að vekja það aðeins til jákvæðni bera alls engan árangur... Ég er ekkert alltaf þolinmóð en ég er þolgóð... gefst ekkert svo auðveldlega upp en svona fólk fær mig til að viðurkenna vanmátt minn... sem mér hefur nú að vísu stundum fundist bara vera setningin "að gefast upp" klædd í sparifötMottóið mitt: Eftir því sem ég best veit þá lifi ég bara einu sinni og ætla að hafa gaman og láta mér og helst sem flestum í kringum mig líða vel, svona rétt á meðan...Þurfti niður í miðbæ í gær, ætlaði að kaupa mér skófatnað sem er sérhannaður í þetta vetrarfæri hérna á norðurhjaranum, á bara svona skvísustígvél með algerlega rennisléttum botnum, af því að botninn datt úr kuldastígvélunum mínum... bókstaflega ! Það er ekki hægt að leggja alveg við búðina sem ég ætlaði í svo ég þurfti að skrönglast... á mínum flughálu skvísustígvélum... eftir ósléttum gangstéttum fóðruðum með svelli, langar leiðir að búðinni til þess eins að lesa á miða á hurðinni að það væri lokaðSkriplaði aftur alla leið að bílnum og skil ekki hvernig mér tókst að halda mér uppréttri... vona bara að það gangi þá jafnvel seinna í dag þegar ég prófa aftur...
Talandi um skó, það var verið að tala við sprenglærðan stjórnmálafræðing á Bylgjunni í gær um Icesave, hann var á móti því að samningurinn væri samþykktur og sagði að ef svo færi, þá yrði íslenska þjóðin "bundin í báða enda" Datt í hug uppáhaldsvinkona mín hún Bibba á Brávallagötunni...
Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið að jákvæðni og bros kosta ekkert en það er hægt að græða heilmikið á því að nota það
Bloggar | 29.12.2009 | 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 26.12.2009 | 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar