Færsluflokkur: Bloggar

Nú bara verð ég að segja eitthvað gáfulegt !

"Eitthvað gáfulegt" ... þá er það búiðWinkFyrir utan húsið okkar við bakdyrainnganginn er risastór grjóthrúga, sem var einu sinni og það ekkert fyrir mjög löngu síðan, strompurinn í húsinu. Gamli minn æsti sig í það um liðna helgi, á meðan ég var í vinnunni, að brjóta hann í frumeindir og moka honum út... CoolÞað var ekkert hægt að nota þetta strompflykki... lítið gaman að hafa arinn í þvottahúsinu, vantaði líka á hann toppinn og hann tók allt of mikið pláss, pláss sem ég þarf sjálf að nota ! Nú bý ég í stóru húsi fullu af ryki og líður ekkert illa með því... hef líka ekki verið alveg nógu hress til að vera að þrífa, þjáist að næturógleði... er sem sagt ófrískWhistlingNei í alvöru talað, ég hef lítið sem ekkert sofið í tvær nætur af því að mér er svo óglatt og af því að ég er ekki alveg frísk hlýt ég að vera ófrískWinkSamt alltaf jafn óborganlega fyndin, það klikkar nú ekkiGrinAnnars allt voða rólegt hérna í mínu litla leikriti, allir framúrskarandi frískir... nema ég... og fallegir... ég líka... og dásamlegt vorveður dag eftir dag... vona bara að það haldist alveg fram á sumar... kostar nú ekkert að láta sig dreymaHaloUm næstu helgi ætlum við svo að fara að rífa litlu snyrtinguna hérna, þurfum að byrja á að skrúfa klósettið laust og fara með það niður í kjallara, ætlum að setja það niður á stóra baðinu þegar við tökum það í gegn.... svo bara tæta niður veggina og stækka þvottahúsið...JoyfulSamt gott að við ákváðum að gera ekkert fyrr en um næstu helgi, ég er ekki til stórræðanna í dag en ég þarf að geta verið með, þetta er svo agalega gamanLoLÆtla samt að taka mig til í andlitinu á eftir... ekki meika mig samt... frekar svona að rífa mig upp á rassg... og fara út að labba... gá hvort ég get ekki bara gengið úr mér þetta leiðinda slen...ShockingHeilsur... SmileHeart


Tek hann í sátt fljótlega...

... janúarmánuð það er að segja... hann er nefnilega hálfnaður bara strax... og hið ágætasta veður dag eftir dag... og það hefur áhrif, alveg sama hvernig maður snýr þvíWink Kom því í verk í gær að taka jólaljósin úr sambandi úti... dugleg... en síðan ekki söguna meir... Það er nefnilega stór stór skafl ofan á rafmagnssnúrunum og ég veit ekki hvað þyrfti eiginlega að koma fyrir mig til þess að ég færi að taka mig til og moka snjó... ekki séns í... þið vitið hvarDevil Ég leyfi bara móður náttúru að sjá um sitt, ég sé svo um mitt þegar hún er búinLoL Annars ferlega góð inn í daginn... eyði að vísu ekki tímanum fyrir framan spegla akkúrat núna... fyrir því liggja tvær ástæður: hárið á mér er nákvæm eftirmynd af kollinum á Einstein gamla í roki og annað augað eins og ég hafi verið í slagsmálum, hvítan eldrauð upp á miðjan augastein...Frown Þetta með hárið lagast í sturtunni á eftir, en augað er svona vegna þess að í gær fór ég í plokkun og litun og fékk litinn inn í augað og stúlkan var ekki með augnskol... hafði bara ekki heyrt um það og fullyrti að þetta yrði allt í lagi...Pinch Fyrir hana kannski... en ef hún væri að vinna í dag færi ég til hennar og sýndi henni augað og færði henni í leiðinni augnskolglasGetLost Þetta eru nú umkvörtunarefnin mín inn í þennan ágæta dag... gott ef allir væru jafnheppnir að hafa bara eitthvað svona ómerkilegt... sem lagast...Woundering Dóttirin mín í Gautaborg útskrifaðist sem félagsráðgjafi í fyrravor og kærastan hennar útskrifaðist svo í gær úr sama námi, ég er svakalega stolt af þeim báðumInLove Er að láta mig dreyma um að þær komi í sumar, það væri frábærtGrin Fyrir alla muni ekki vera neitt að pæla í því til hvers í ósköpunum ég var að skrifa allt þetta... ég veit það ekki sjálf, svo það er ekki vona að þið vitið það...Tounge Eigið bara góðan dag og ennþá betri helgiSmile Heart  

Ekki trufla mig...

... ég er að púslaTounge Kvöldvinna þessa viku og þá er ég sko í fríi milli eitt og fimm og held fast í það... er nú samt búin að taka niður jólaskrautið innanhúss og fara með það inn í gestaherbergi... það fer ekki upp á háaloft strax. Við erum nefnilega að fara að brjóta og bramla í þvottahúsinu um næstu helgi og líka uppi á háalofti... það er að segja gamli ætlar að mæta með brotvél og fara að mylja niður gamla skorsteininn, sem nær upp undir þak uppi á háalofti. Mundum nota hann til að gera arinn ef hann væri inni í miðju húsi en svo heppin var ég nú ekki, en það er alltaf hægt að redda arni á einhvern annan háttWink Það var starfsemi hérna í þessu húsi áður en við keyptum það og þess vegna var gerð auka snyrting og plássið fyrir hana tekið af þvottahúsinu sem er núna í laginu eins og L og eftir því þröngt og óhentugtGetLost Nú ætlum við að fjarlægja þessa snyrtingu líka... við erum bara tvö í heimili svo að baðherbergi og auka snyrting hlýtur nú að teljast ofgnótt... stærra þvottahús nýtist okkur betur þegar bæði strompurinn og snyrtingin verða farinJoyful Þá getum við líka gert almennilega manngenga uppgöngu upp á háaloftið og  þurfum ekki lengur að hætta lífi og limum við að fara þangað upp... annars er það nú alltaf hálfgert ævintýri að príla þangaðGrin Við erum líka búin að hafa svo fínt í húsinu of lengi held ég... allt á sínum stöðum og ekkert ryk inn um allt, engar framkvæmdir... það er einna helst álitið að við séum komin með slæm fráhvarfseinkenniLoL   Ferlega góð inn í dagana, eins og alltaf... enda ákveð ég þegar ég vakna á morgnana hvernig ég vil hafa daginn og það gengur oftar en ekki eftirWink Vona að þið öll hafið það eins gott og ég og óska ykkur góðs dagsSmile Heart  

Janúar er sá mánuður...

... sem mér hefur alltaf fundist óþarfi að hafa með í árinu... hann er langur, leiðinlegur, dimmur, kaldur og algerlega tilbreytingarlaus...GetLostFebrúar er ekkert mikið skárri í mínum huga, en hann má svo sem hanga inni út af Bolludegi, Sprengidegi og ÖskudegiWinkSvo fer þetta nú að lagast þegar komið er fram í mars, það má nú svo sem bara hlaupa yfir hann... en í apríl fer ég svo sannarlega að blómstra... langt á undan öllum gróðrinum auðvitað, ég er nú líka alltaf að flýta mér eitthvað ! Svo áður en ég veit af er sumarið komið, búið og farið... komið haust aftur og ég fer að hlakka til jólanna... afturToungeAnnars er ég óvenjusátt við janúar 2010, mér datt nefnilega allt í einu í hug að breyta einhverju... til að gera þetta aðeins meira spennandi, svo ég steinhætti að reykja allt í einu... bara datt það í hug og hætti ! Ekkert mál, það er bara gert og þá langaði mig að finna eitthvað fleira... svo mér datt þá í hug að láta verða af því að klára nú einu sinni lopapeysu á sjálfa mig og er langt komin með hana, geri meira segja ráð fyrir að nota hana sjálf í stað þess að gefa einhverjum öðrum hana... eins og ég er vönWhistlingÉg held ég sé að reyna að finna allt annað en það sem ég þarf að fara að gera... það er að taka niður jólaskrautið... GrinTók mig meira að segja til í dag og bakaði bananabrauð og skúffuköku og á morgun tryllist ég í kleinubakstur ! Ég hef orðið gaman af því að baka... viðurkenni það samt aldrei... kona verður nú að passa kúlið skoCoolEn eldhúsið mitt er svo stórt og bjart og æðislegt að það er bara alveg hreint virkilega gaman að brasa þar...JoyfulEn nei ég er ekki ofvirk... blóðið í mér er bara farið að renna aftur, held það sé vegna þess að frostið hérna á norðurhjaranum okkar snarminnkaði allt í einuLoLLátið ykkur líða vel, farið vel með ykkur og hafið það gottSmileHeart

 

Pé ess: Og ég læt ekki grípa mig nema dauða við að skrifa um málið sem allir eru að skrifa um þessa dagana... þið verðið að lesa um það annarsstaðar en hjá mérTounge


Það er dásamlega fallegt...

... veðrið hérna... Sólin er að reyna að teygja sig til að skreyta fjallstoppana og lýsir líka upp skýin með alls konar fallegum litum... það er kalt jú en eins fallegar froststillur og hægt er að hugsa sér hérna á norðurhjaranumJoyfulÉg er ekki að fara að taka niður jólaskrautið strax... það verður að vera eitthvað til að gleðja augað hérna innanhúss líka, nógu tómlegt þegar þetta er allt saman fariðBlushEn á meðan hækkar sólin alltaf meira og meira og sýnir mér samviskulega fram á það að ég þarf alls ekkert að sitja bara og láta mér leiðast... þá fer nefnilega allt að koma í ljós sem ég hefði samkvæmt aldagamalli hefð átt að þrífa í tryllingi fyrir jólin...ToungeHm... það er nú líka hægt að mála... eða nei annars það er fljótlegra að þrífa...WhistlingÞað sést á þessu "skrif"ræðuefni mínu að heilinn í mér er frosinn líkt og flest annað hérna á hjaranum... en það gerir ekkert til ég þarf hvort sem er ekkert að nota hann svo mikið...HaloÉg reyni að leiða ekki hugann að Ís-sparnaðinum ógurlega, algerlega búin að fá upp í háls af enska orðinu og nefni það aldrei aftur... get ekkert annað en beðið og séð til hvernig það fer allt saman, bara eins og allir hinir... því umræðuefni lokið... í biliSleepingSé fram á bjartari tíma... eðlilega sólin er farin að hækka á loft... en sé kannski ekki fram á blóm í haga alveg strax... en ferlega góð inn í byrjandi vinnuviku með 4 tíma dútli fyrir hádegi og svo frí um næstu helgiGrin

Farin... að gera eitthvað... kannski... eða kannski ekkiLoLHeart


1.1.10...

... leið eins og venjulegur Nýársdagur hefur gert hjá mér undanfarin ár, ég ótimbruð og að vinna en gamli rétt skreið á milli rúms og sófa sökum heimatilbúins heilsuleysis... hann fór í út til vinar síns  eftir að ég sofnaði á Gamlárskvöld og kom heim eftir að ég fór á fætur á Nýársmorgun... sem sagt ósköp venjulegur Nýársdagur...GetLostÉg hef sjaldan unnið eins mikið eins og núna yfir jólin og áramótin... en allt í lagi samt... skjólstæðingarnir mínir eru indælis fólk heim að sækja og ekkert vesen og engin leiðindi og mun meira líf hjá þeim en heima hjá mérJoyfulÉg hef aldrei stigið á stokk og strengt áramótaheit... mér finnst ekki nóg að gera viðhorf mín og venjur bara upp einu sinni á ári og svo er mér alveg sama um hvort ég missi eða fæ einhver aukakíló sem virðist vera eitt af vinsælustu áramótaheitunum...ShockingÉg er að vísu búin að ákveða að láta nú loksins verða af því að kaupa mér hjól í vor en það hefur ekkert með áramótaheitstrengingar að gera... hefur nú meira að gera með bankareikninginn minnToungeAnnars tók ég eina ákvörðun og lét hana passa við þessa dagsetningu 1.1.10. en ég segi ekkert frá henni hér... ekki fyrr en ég er alveg búin að framkvæma hanaWinkAnnars ferlega góð inn í þennan fína dag skal ég segja ykkur og fegin að ég er ekki með ávísanahefti lengur.... jú sko, ég var alltaf svo lengi að fatta nýtt ártal að ávísanirnar mínar voru allar útkrassaðar langt fram í febrúarLoLÉg er að vinna í allan dag og ég er að vinna á morgun og svo tekur hún við vikan þar sem ég vinn bara 4 tíma á dag og fríhelgi í kjölfarið... þetta gerist um það bil tvisvar sinnum í hverjum mánuði og er alveg ásættanlegt skoGrinEigið góðan dag og ennþá betri helgi... ég ætla að hafa það svoleiðis líka, núna ætla ég að halda áfram að prjóna lopapeysuna á sjálfa migSmileHeart


Gleðilegt nýtt ár...

... og þakka ykkur öllum fyrir allt gaman og gott á gamla árinuWizard Heart Grin

Já þið segið það... ;)

Síðasti dagur ársins 2009 runninn upp... og auðvitað ýmislegt búið að ganga á eins og hjá öllum öðrum... Hjartkærir ættingjar og vinir horfið yfir móðuna miklu og skilið eftir sorg og söknuð, en líka góðar minningar sem ylja...Heart Litlar dásamlegar manneskjur fæðst og lýsa upp tilveruna eins og börnum einum er lagið... eins og velkomin sorgarjöfnun...InLove Ekki ætla ég að telja allt upp sem hefur gerst hjá mér og mínum undanfarna 364 daga, það væri ógjörningur af ýmsum ástæðum... Þá yrði ég til dæmis að sitja við tölvuna í allan dag og það er ekki ásættanlegt... og líka að ég sem man ekki á milli herbergja get auðvitað ekki munað eftir hverjum og einum einasta degi af þessum öllum... og svo auðvitað eitt og annað sem ég hef ekki leyfi til að segja fráWink Ekki veit ég frekar en aðrir hvernig nýja árið kemur til með að verða en get bara vonað að það verði betra en það gamla og reynt að gera mitt besta til þessJoyful En mér finnst gaman að geta sagt samt að ég veit upp á mínútu hvað ég er að gera það sem eftir er ársins... ekki erfitt auðvitað þegar það er ekki nema hálfur sólarhringur eftir af því...Tounge Ég er að fara að vinna núna á eftir og hringja í eina dásamlega konu og vinna aðeins meira, svo erum við búin að bjóða yngri syni mínum að borða með okkur síðustu kvöldmáltíð ársins, eftir það tekur við prjónaskapur og sjónvarpsgláp og auðvitað fylgist ég með flugeldabrjálæðinu líka... kaupi enga sjálf en það er stórfenglegt að fylgjast meðWizard Svo skála ég fyrir nýja árinu í kaffi og kóki, sendi SMS út um allar trissur og fer tiltölulega snemma að sofa af því að ég byrja nýja árið í vinnunni.... hljómar yfirgengilega spennandi er það ekki ?Grin Ekkert partý, ekkert fyllerí = ekkert gaman ?LoL Ferlega fín inn í daginn og vona að þið öll séuð það líka... og við "skjáumst" í fyrramáliðánæstaári, þegar ég kem hérna inn og óska ykkur gleðilegs ársSmile Heart  

Ég á svo bágt...

... með að fatta sálarlíf fólks sem virðist hafa það að áhugamáli að finna allt það neikvæða í kringum sig, leggja verulega ríka áheyrslu á það og passa virkilega vel upp á að allir aðrir í kring fái alveg örugglega að fylgjast með því öllu... í beinni og helst aftur og aftur...ShockingEkki reyna að finna neitt jákvætt við neitt eða neinn... ekki gleðjast yfir neinu... ekki þakka neitt... ErrmÞað má ýmislegt um mig segja bæði gott og svo verra, en andskotakornið að ég stundi svoleiðis rugl... Mér sjálfri mundi leiðast ég sjálf svo svakalega og það gengur ekki vegna þess að ég sit uppi með mig og ég nenni ekki að láta mér leiðast ! Gott rak ?GrinAnnars góð og nenni ekki að velta mér upp úr svona liði... reyni eins og ég get að umgangast það bara sem minnst, ef tilraunir mínar til að vekja það aðeins til jákvæðni bera alls engan árangur... Ég er ekkert alltaf þolinmóð en ég er þolgóð... gefst ekkert svo auðveldlega upp en svona fólk fær mig til að viðurkenna vanmátt minn... sem mér hefur nú að vísu stundum fundist bara vera setningin "að gefast upp" klædd í sparifötToungeMottóið mitt: Eftir því sem ég best veit þá lifi ég bara einu sinni og ætla að hafa gaman og láta mér og helst sem flestum í kringum mig líða vel, svona rétt á meðan...WinkÞurfti niður í miðbæ í gær, ætlaði að kaupa mér skófatnað sem er sérhannaður í þetta vetrarfæri hérna á norðurhjaranum, á bara svona skvísustígvél með algerlega rennisléttum botnum, af því að botninn datt úr kuldastígvélunum mínum... bókstaflega ! Það er ekki hægt að leggja alveg við búðina sem ég ætlaði í svo ég þurfti að skrönglast... á mínum flughálu skvísustígvélum... eftir ósléttum gangstéttum fóðruðum með svelli, langar leiðir að búðinni til þess eins að lesa á miða á hurðinni að það væri lokaðLoLSkriplaði aftur alla leið að bílnum og skil ekki hvernig mér tókst að halda mér uppréttri... vona bara að það gangi þá jafnvel seinna í dag þegar ég prófa aftur...Tounge

Talandi um skó, það var verið að tala við sprenglærðan stjórnmálafræðing á Bylgjunni í gær um Icesave, hann var á móti því að samningurinn væri samþykktur og sagði að ef svo færi, þá yrði íslenska þjóðin "bundin í báða enda" GrinDatt í hug uppáhaldsvinkona mín hún Bibba á Brávallagötunni...LoL

Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið að jákvæðni og bros kosta ekkert en það er hægt að græða heilmikið á því að nota þaðSmileHeart


Ekki meiri snjó takk... gjöra svo vel... hætt´essu !

Það er búið að snjóa nokkurnveginn stanslaust hérna í 3 daga, allt á kafi og ekkert lát á sýnist mér... fór út og leitaði að krana eða takka til að stoppa þetta en fann engan...Pinch Enda klofa ég snjóinn á skvísustígvélunum mínum... skófatnaður sem er svo sannarlega alls ekki hannaður fyrir snjó og hálku... kuldastígvélin mín eru nefnilega ónýt... síðan í gærWhistling Ég var að koma heim úr vinnunni rétt eftir hádegið í gær og sá að það logaði ekki á stjörnunni okkar fallegu og óð snjóinn upp í klof á stóra sól/snjópallinum til að komast að fjöltenginu og setja hana í samband aftur. Þegar ég kom inn hjálpaði gamli mér að losna við snjóinn af fötunum og tók kuldastígvélin mín og lamdi þeim við... snjórinn fór alveg af þeim, en það gerði líka sólinn undan öðru stígvélinuTounge Þau eru núna úti í ruslatunnu... blessuð sé minning þessara flughálu, mígleku platkuldastígvéla... þau kostuðu líka ekki mikið og sannast enn einu sinni að ef þú ætlar að fá almennilega vöru, verður þú líka að borga vel fyrir hanaGetLost Annar í jólagjöf á mánudaginn... verð að eiga almennileg kuldastígvél eða skóWink Annars ferlega góð og nýt jólanna eins og þau komi aldrei aftur, enda alveg í tveggja daga jólafríi ! Er eiginlega búin að fá nóg af kjöti... vorum með svínakjöt á Aðfangadag, hangikjöt á Jóladag og í dag langaði mig í fisk... eða allavega þá kjúkling eða eitthvað svona létt... en ég lét eftir gamla að hafa hrygg...Shocking Um hádegi á morgun kemur einn sonur hans og fjölskylda, þau borða með okkur í hádeginu... LÆRI...LoL Svo er þetta alveg orðið ágætt og ég vil fá fisk nema á Gamlárskvöld og svo í hverja einustu máltíð alveg fram á vor... þangað til grilltíminn hefstGrin Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og gleðilega restSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband