Færsluflokkur: Bloggar
Loksins gaf flensuskrattinn eftir og hleypti mér í vinnuna... og ég fór aldrei þessu vant ekki 2 dögum of snemma af stað...Ekkert orðin algóð... af kvefinu... en samt hrikalega borubrött og þakka fyrir að vera ekki atvinnulaus ! Ég veit ekki hvernig ég færi að því að lifa dagana af þannig, sök sér að vera lasin, maður má hvort sem er ekkert fara eða gera og getur það heldur ekki...En að hafa enga vinnu og eins og í mínu tilfelli lítið heimilishald þannig, allir vinir og ættingjar að vinna eða í skóla alla daga... væri kannski smá tilbreyting fyrstu dagana... en almáttugur hvað ég yrði hrikalega leiðinleg til lengdar... að eigin matiOg ég er bara að meina mig, sjálfa mig prívat og persónulega og engan annan... svona rétt til öryggis...Hef aðeins fengið að heyra að hið ótrúlegasta fólk les bloggið mitt og tekur allt til sín sem þar stendur og bara á neikvæðum nótum... les eitthvað á milli línanna sem ég hef bara alls ekki skrifað þar... skrifa nefnilega á línurnar, ekki á milli þeirraEf ég skrifa t.d. að ég sé leiðinleg, þá stendur víst á milli línanna að ég sé þá að meina að þessi eða hinn þarna sé leiðinleg/ur... en hér er hugmynd: af hverju þá ekki alveg eins að taka til sín þegar ég skrifa að ég sé skemmtileg ?Nú jæja, allt er þetta auðvitað spurning um viðhorf elskurnar mínar... jákvæð eða neikvæð viðhorf til lífsins og það hlýtur að vera hrikalega erfitt að vera alltaf með neikvæðu viðhorfin og sjá andskotann og ömmu hans í hverju horniJæja, móðgist það bara, það er aldrei hægt að gera svo öllum líki, hætt að reyna þaðAlveg þrælgóð inn í daginn, kannski aðeins of mikill snjór fyrir minn smekk og aðeins of kalt líka og svona til að kvarta aðeins meira: aðeins of langt í vorið fyrir minn smekk... en þá er líka kvartið búiðHlakka mikið til að fara austur um páskana í ferminguna hjá Ívari systursyni á SkírdagVona að það verði gott veður og færi... hef nefnilega bara þann dag í frí, þarf svo að vinna á Föstudaginn langa en frí laugardag og Páska(sunnu)dag... vá... ég er bara alltaf í fríiVæri sniðugt að skreppa þá bara suður alla þessa tvo frídaga mína... þar er nefnilega fólk sem mig langar mikið til að hitta, en ég læt það koma í ljós Vona að öllum líði eins vel og mér og bið ykkur vel að lifa
Bloggar | 2.3.2010 | 07:27 (breytt kl. 07:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 25.2.2010 | 13:55 (breytt kl. 17:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... allt um það hvað ég er búin að vera lasin undanfarna daga, en ég ætla ekkert að fara að útlista það neitt hérnaHef ekkert verið í vinnunni síðan á sunnudagskvöldið, þá lak ég niður heima á forstofugólfi og komst ekki lengra og alls ekki verið fær um að gera neitt... minnsta kosti ekkert sem krefst einhverrar hugsunar... eða aðgerðaVar að reyna að prjóna tölulistann á lopapeysuna mína í fyrradag... sá í morgun að ég hafði ekki tekið lykkjurnar upp alla leið upp í hálsmálið.... bara svo sem eins og hálfa leiðina.... enda skildi ég ekkert hvað ég var snögg að prjóna hverja umferðSvo var ég að reyna að setja inn vaktirnar mínar í vaktakerfi í tölvunni, en gat ekki með nokkru móti fattað einföldustu færslur... svo ég hringi bara í yfirskutluna í dag og hún hjálpar mér með þetta Ég missti röddina alveg... flestum eflaust til mikillar ánægju... en hún er að megninu til komin aftur... mér til mikillar ánægjuMér sem sagt líður aðeins betur... er samt ekki að fara að vinna strax... læt það vera þangað til á mánudaginn... búin að lofa fullt af fólki að hvíla mig nú almennilega og ekki fara í vinnuna 2 dögum of snemma eins og venjulegaOg alveg ferlega góð inn í daginn sko... með fáeinum leiðinda undantekningum sem verða ekkert raktar hér ! Vá, byrjaði færsluna með því að segjast ekkert ætla að tala um lasið mitt en hef ekki skrifað um neitt annað alveg hingað..Ætti kannski frekar að skrifa um Tæger karlskinnið Vúdds og framhjáhaldið hans, en það vekur engan áhuga hjá mér frekar en aðrir leiðindaatburðir hjá mér alókunnugu fólki einhversstaðar langt úti í hinum stóra heimi...Ég sé aftur á móti að hérna í mínu litla leikriti er snjór úti og frost... og húsið mitt er skítugt að innan... ætlaði sem sagt að nota þessa viku í allt annað en að vera lasin... en það má alltaf segja eitthvað svoleiðis...Hætt, búin, farin inn í rúm... eigið góðan dag dúllurnar mínar allar og bara svo þið vitið það: Ég þoli ekki þegar fólk segir "öllsömul" með ELL í endann... skil ekkert hvaðan þetta ELL kemur, finnst þetta forljótt orðskrípi og ætla að halda áfram að nota "öllsömun" með ENN í endann, eins og ég er búin að gera síðan ég man eftir mérKnús á ykkur öllsömuN elskurnar mínar... og hafiði það
Bloggar | 18.2.2010 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... enda lítill tími til að hanga við tölvuna þessa dagana... barnabörnin, góða veðrið, prjónaskapurinn og vinnan taka frá manni allan tímannMér þykir samt vænt um þetta svæði og hef ekki uppi nein áform um að hætta hér og færa mig eitthvað annað, gott að koma hér og lesa pistlana frá þeim bloggvinum sem skrifa þegar þeir hafa tíma og nennu og svo finnst mér líka gott að skrifa hérna þegar mér dettur eitthvað... eða jafnvel bara ekkert... í hugEr að glíma við tvö lúxusvandamál nú um stundir... köttinn og þurrkarann ! Við erum búin að eiga köttinn í 6 ár eða svo og fljótlega eftir að hann kom fór að bera á óþægindum hjá mér sem löngu seinna voru greind sem "mögulegt" kattarofnæmi... eina ráðið til að komast að því hvort það er það, er að losa sig við köttinn... Ég er ekki ennþá búin að því samt... held mér mundi finnast ég vera vond kona ef þetta héldi svo samt áfram þó ég væri búin að láta lóga honum... en samt... Svo er það þurrkarinn... það er kemur svo agalega vond lykt af þvottinum sem ég þurrka í honum... keypti eitthvað sveppaeitur og þvoði hann allan að innan og líka þvottavélina, en það virðist ekki skipta neinu máli. Ég nota hann ekki mikið en hann á samt að vera almennilegur...Ég hika sko ekkert við að láta lóga honum ef þetta lagast ekki
Annars ferlega góð eins og alltaf... ekki ennþá farin að nota lopapeysuna mína enda ekki alveg búin með hana... á eftir að opna hana og prjóna listana framaná og skola úr henni... geri það líklega frekar fyrr en seinna... eða öfugt...Kjóllinn sem ég er að prjóna á hana Lindu mína tekur alla athyglina, enda miklu skemmtilegra verkefni. Hér eru allir frískir og fallegir og tvær af systrum mínum sem búa úti á landi, verða á Akureyri um helgina og ég hlakka til að hitta þær dúllurnar einhverja stund
Sama fólkið er sífellt að spyrja mig hvernig mér gangi í reykleysinu... það er svoooolítið byrjað að fara í mínar fínustu... þannig...Líklega vegna þess í og með, að mér leiðast alltaf sífelldar endurtekningar og af því að ég hef það á tilfinningunni að þetta sama fólk sé að vonast eftir því að fá að heyra einhverjar svakalegar dramatískar sögur af hrikalegri vanlíðan minni og langi svolítið til að fá að heyra líka að ég hafi fallið á þessu... Get bara ekki sagt neinar svoleiðis sögur og þó ég gæti það mundi ég náttulega samt steinhalda kjafti um það... bara rétt si svona til að gleðja þetta sama fólk alls ekkiMér gengur auðvitað vel, hvers vegna ætti það ekki að vera ? Ég er bara hætt... eldgamlar fréttir og málið löngu dautt
Hafið það gott elskurnar mínar allar og eins og maðurinn sagði: Við sjáumst þegar við hittumst... annað hvort hérna eða einhversstaðar allt annarsstaðar
Bloggar | 13.2.2010 | 07:42 (breytt kl. 07:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
... sem er frekar sjaldgæft fyrirbæri verð ég að segja. Er búin að fá að vita að vinnunni minni verður breytt um næstu mánaðarmót... ekki alveg samþykktur vinnutími sem ég vinn, of langar tarnir og of fá frí... það á með öðrum orðum að brjóta upp vinnumunstrið mitt svo ég endist lengur ! Verð samt hjá aðalskjólstæðingnum aðra hverja viku eins og áður, morgna og kvöld og "hina hverja" vikuna vinn ég 2 kvöldvaktir á 2 öðrum stöðum... þannig að sú vika verður ennþá minni vinna og miklu meira slugs ! Nei nei þetta virkar minna en er það ekki, bara allt öðruvísi vinnutímiÍ dag er ég að fara að steikja kleinur og ef dugnaðurinn endist ætla ég líka að baka eitthvað sem mér finnst gott...Og fara út á göngu með gamla manninn sem ég bý með... nei oj hvernig ég get látið...Við ætlum að fara í göngutúr í dag ég og sambýlingurinn... við ætlum líka í góðan göngutúr á morgun en hann bara veit það ekki ennþá...Lífið gengur sinn vanagang svona bara eins og það á að gera... allir frískir og fallegir, ég líka... enginn snjór, sólin farin að hækka á lofti og ég veit ekki hvað er hægt að hafa það betraMinn "árlegi ömmudagur" var á fimmtudaginn... ég sótti Lindu Björgu 4 ára á leikskólann og við fórum í heimsókn í búðina til yngri sonar míns þar sem hann er verslunarstjórinn og hún fékk að fara á bak við búðarborðið til hans. Henni fannst það alveg æðislegt... hún segir að hún sakni hans alltaf, hann er beeesti frændi hennarSvo fórum við í smá göngutúr og bökuðum vöfflur... og borðuðum þær... bara ljúft hjá okkur. Þegar ég sagði henni svo að ég ætlaði að keyra hana heim spurði hún af hverju hún þyrfti að fara heim. Ég svaraði því til að það væri vegna þess að ég segði það, þá hló sú stutta og sagði: "En amma mín, það er nú hann afi minn sem er húsbóndinn á þessu heimili"Dásamleg lítil mannvera Vona að þið hafið það öll eins gott og ég, njótið helgarinnar... og hvors annars
Bloggar | 6.2.2010 | 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
... sem betur fer, þá hef ég tækifæri til að læra alltaf meira og meira...Eitt rekst ég stundum á og skil ekki... þegar fólk lætur fara í taugarnar á sér ef einhver kallar það vin eða vinu, fólk fær aulahroll í hrúgum, ælurnar upp í háls og ég veit ekki hvað og hvað... Það skil ég ekki, mér er alveg sama þó einhver kalli mig vinu... tek því bara þannig að viðkomandi sé að vera vingjarnleg/ur...Það skyldi þó ekki vera einhver önnur, dýpri og ógeðslegri merking á bak við það ?Leyfi mér að efast um það, en þó svo væri þá næ ég því ekki og er þá bara alveg sama, enda algerlega laus við að þurfa alltaf endilega að hafa brjálæðislega æpandi skoðanir á öllum sköpuðum hrærandi hlutum... og passa að þær fari nú ekki fram hjá neinumÉg held það hljóti að vera alveg einstaklega stressandi að vera svo svakalega vakandi yfir öllu og fylgjast með hverju smáatriði og mynda sér skoðun á því öllu saman og koma svo öllum skoðununum jafnóðum á framfæri...Og oftar en ekki heyrast allar neikvæðu skoðanirnar miklu betur en þær jákvæðu... Auðvitað er öllum frjálst að hafa skoðanir á öllu, en mér er líka frjálst að hafa engar skoðanir á neinu ef mér sýnist svoEn elskurnar mínar það er bara ég og ekkert við mér að gera, nema lesa hérna allt um allar skoðanir mínar á öllum skoðunum annarraFerlega góð inn í fínan dag, sólin hækkar alltaf meira og meira á lofti og er ótrúlega dugleg að sýna sig hérna á norðurhjaranum hjá okkur... allir frískir, enginn snjór, engin kvöldvinna og ég geri ekkert af viti frekar en venjulega... þannig að allt er bara eins og það getur best orðiðFarið vel með ykkur og ykkar... og eigið góðan dag
Bloggar | 3.2.2010 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
... trapped with no means of escape... ? Then yes, I´m happy...Ég er að prjóna kjól á 4 ára sonardóttur mína... varla í frásögur færandi... en ekki er það neitt svakalega fljótlegt... ég er búin með 4 umferðir núna... vil helst ekki segja frá því en þetta er mjög einfalt munstur og það er enginn að trufla mig hérna... en í þessum skrifuðu orðum er ég búin að prjóna hverja umferð 2 sinnum svo ég ætti með réttu að vera komin helmingi lengraSný ofan af mér með því að skreppa í tölvu smá stund
Las á FB að það er 9 stiga frost úti núna, fljótlegra að lesa um það á tölvunni en að lesa á útihitamælinn okkar, hann er svo kjánalega staðsettur að ég þarf að finna vasaljós til að sjá á hann og ég baaaara nenni því ekki
Mér gengur vel í reykleysinu mínu og virkilega nýt þess. Vildi alveg geta glatt fullt af fólki með því að segja að þetta sé búið að vera hræðilega erfitt... ég er svo mikið spurð að því... en það er bara alls ekki rétt, ég bara hætti og málið þar með úr sögunniNú vil ég taka það fram að ég er eingöngu að tala fyrir sjálfa mig og dytti frekar niður dauð en að fara að halda einhverja fyrirlestra yfir fólki sem reykir eða skipta mér af því á nokkurn hátt... mér er blessunarlega alveg sama hvort fólk reykir eða ekki, það eina sem breyttist var að ég hætti og öðrum á svo líka að vera alveg nákvæmlega sama um það að ég skuli vera hætt
Ferlega góð inn í þessa fínu helgi, er að vísu að vinna en það er ekkert mál... mest svona viðvera bara og svo rólegheit heima þess á milli... alls ekki með nokkru móti hægt að kalla þetta þrældóm skoVona að þið eigið eins góða helgi og mín stefnir í að vera
Bloggar | 30.1.2010 | 09:12 (breytt 31.1.2010 kl. 08:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 25.1.2010 | 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fór á námskeið í gær... ekki sjálfviljug samt, fer aldrei á neitt þannig að eigin frumkvæði... vissi ekki einu sinni um hvað það átti að fjallaEn þetta var gaman og seinni hlutinn er í næstu viku. Ég var að læra að setja inn mína eigin vinnuskýrslu, vaktirnar, frí, breytingar og hvaðeina. Þegar ég fór inn í forritið fann ég algerlega autt pláss þar sem mín vinnuskýrsla átti að vera... leit út eins og ég inni bara hvergi, fengi kaup fyrir það en mætti samt alltaf eins og einhver fáráðlingur...Það var nú lagað fljótlega en þegar ég fór svo að setja inn vaktirnar mínar eins og þær eru, lentum við upp á kant forritið og ég... fékk hvað eftir annað upp glugga þar sem stóð að þessi færsla væri ólögleg, vegna þess að það væru alls engar hvíldir eins og ættu að veraÉg vissi það nú en það hefur bara ekkert verið hægt að gera í því... en nú virðist hafa opnast möguleiki til þess... sem sagt að raða þessu öðruvísi, fækka dögunum sem ég vinn og fjölga frídögum, samt án þess þó að ég vinni færri tíma. Ég get ekki sagt annað en ég fagni því, ekki það að vinnan sé eitthvað þrælapúl eða skjólstæðingarnir mínir séu ekki fínir... en eins og leiðbeinandinn á náskeiðinu sagði, þetta er eiginlega ómanneskjulegt... hef bara 4 daga frí í hverjum mánuði og stundum ekki einu sinni það, í desember var ég í fríi í alveg tvo daga...
Við erum að undirbúa okkar eigið litla Þorrablót... ja, undirbúa er nú svolítið djúpt í árina tekið, en við keyptum hákarl og súran hval handa gamla og harðfisk og algerlega ósúra sviðasultu handa mér, suðum hangikjöt og svið og ætlum að narta í þetta á milli þess sem við rústum litlu snyrtingunni okkar... fólk finnur sér ýmislegt til dundurs á Þorranum skoSvo er ég líka í fríi þessa helgi og verð að fylla hana með einhverjum svona verkefnum, kann ekki að sitja bara og gera ekki neitt, leiðist það líkaEr að vísu að prjóna lopapeysu á sjálfa mig en það gengur hægt... það er ekki búið að vera neitt lopapeysuveður svo lengi hérna á norðurhjaranum okkar... 6-8 stiga hiti dag eftir dag, snjórinn allur að hverfa og ég sé sko ekkert eftir honum
Óska ykkur öllum sem lesa þetta alveg hingað og hinum bara líka, góðs dags og ennþá betri helgar og segi eins og alveg yngsta, yngsta systir mín: Gangið hægt um gleðinnar dyr og galvösk inn í góðan dag
Bloggar | 23.1.2010 | 08:56 (breytt kl. 08:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... var að vafra á mbl.is og rakst á blogg sem var tengt við frétt um að það væri búið að gefa út held ég 1700 veiðileyfi á hreindýr hér á landi á þessu ári. Konan sem bloggar er örg yfir villimennskunni að vera að drepa þessi fallegu dýr og sagði að ef fólk vildi endilega borða þetta kjöt gæti það bara farið út í búð og keypt það !!! Mér datt í hug hvort hún héldi virkilega að hreindýrin lölluðu sjálf inn í búðina og leggðu sig bara rétt si sonna í kjötborðið þar ! Sumt fólk...
Já jæja ég er orðin frísk... svaf rúma 4 tíma um hábjartan dag í gær, næstum því heil nótt hjá mér og var ekki alveg viss um hvort ég væri feig eða þá bara frísk.... ég valdi auðvitað að vera frísk, það er miklu skemmtilegra ! Enda hundleiðinlegt að vera lasin... alls ekki nógu fersk til að fara í vinnuna en samt einhvernvegin ekki nógu veik til að hanga heima... ekki lengur allavega ! Enda er ég að fara að vafra um á Glerártorgi í vinnunni þennan daginn og þetta eru líka bara 4 tímar á dag þessa vikuna... verð auðvitað ekkert lasin í kvöldvinnuvikunni minni... skyldi það vera einhverskonar húsbóndahollusta...
Ferlega góð inn í fínan dag og hlakka til helgarinnar... brjóta og bramla frammi í þvottahúsi... það er skemmtanalíf okkar sambýlinganna í hnotskurn
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar
Bloggar | 21.1.2010 | 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar