Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 27.3.2010 | 07:46 (breytt kl. 07:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 25.3.2010 | 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sit hérna og pikka á lyklaborðið við borðtölvuna... fartölvan mín sem ég hef eingöngu unnið á undanfarna mánuði, hætti að virka á föstudaginn... bara alvegÉg fór með hana til viðgerðarmanns áður en ég fór í vinnuna þá og gat sótt hana aftur um kvöldið og hún virkaði fínt á laugardaginn en nennti svo ekki meiru og um hádegið í gær var hún orðin þannig að það var ekki einu sinni hægt að slökkva á henni... ég varð fyrir rest að taka hana algerlega úr sambandi ! Þoli ekki svona dót sem virkar ekki...Á eftir ætla ég að tala við annan viðgerðarmann... auðvitað með tvo í takinu sko... og gá hvort hann getur komið einhverju tauti við draslið ! Ef það tekst ekki þá fæ ég mér nýja... hef afskaplega takmarkaða þolinmæði með biluðu dótiLangar líka í venjulegt Windows... er með Windows Vista í lappanum sem er í sjálfu sér ágætt, en það á erfitt með að samsama sig öllu sem kemur frá þessu venjulega W. Morgun og kvöldvinnuvika núna og bara tæpar tvær vikur til páska... get ekkert talað um páskafrí... ég er í vaktavinnu svo fríin mín eru bara venjuleg helgarfrí en núna er ég ekki að vinna páskahelgina, sem er flott og verður virkilega gaman þáSegi nú samt ekkert frá því hér og nú nema það felur í sér annaðhvort yndislega heimsókn eða spennandi ferðalag... ekki alveg ákveðið ennþáÞað snjóar núna en mér er alveg sama, ég á hlý föt og góðan bíl til að fara út í og veit af langri reynslu að vorið kemur fyrir rest... ekki spurning hvort heldur bara hvenær ! Það vorar alltaf meira og meira í sálinni í mér og ég sé fram á laaaaaangt og yndislegt sumar... fínt ef það verður gott veður en skiptir ekki alveg öllu máli samt... ekki þetta sumarið sko... segi ykkur betur frá því í góðu tómiEigið dásamlegan dag og ennþá betri viku
Bloggar | 22.3.2010 | 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fundir allskonar hafa fyrir mér langoftast verið meira svona gæsahúðar- og geispaframleiðandi en eftirsóknarverðir...En það er að breytast... starfsmannafundirnir sem ég er farin að sitja núna eru bara skemmtilegir, enda stórskemmtilegt og með eindæmum jákvætt og velviljað fólk sem situr þá með mér ! Mér finnst svo gott að vera þar sem er hugsað í lausnum, en ekki í vandamálum ! Ég mundi jafnvel mæta á þessa fundi þó ég fengi ekki borgað fyrir það, en ekki segja yfirdúllunni minni það samtFerlega góð inn í fínt vor... það er alveg að koma vor er það ekki... og inn í nýja vinnutilhögun, nýju skjólstæðingarnir mínir eru yndislegt fólk... þau eru greindarskert en hafa á móti svo miklu meira af mannlegri hlýju, skilningi og yndislegheitum sem við hin sem talin erum með nokkurnveginn óskerta greind skortir oft tilfinnanlega... en það er nú líka til svo margskonar greind ! Mér finnst ég græða stórlega á að fá að kynnast þeimEkki það að mér finnist ég nokkurtímann beinlínis tapa á að kynnast einhverju fólki... held ég komi alltaf út í gróða vegna þess að reynsla og þekking eru alltaf gróðiLangflest fólk er þannig að mér líður vel sem manneskju við að umgangast það... En sumt fólk er aftur á móti þannig að mér líður miklu betur sem manneskju við að umgangast það bara alls ekki neittVilji er allt sem þarf og ef ég vil láta mér líða vel og það vil ég, þá umgengst ég fólk sem hefur jákvæðni, velvilja og almenna gleði sem áhugamál en ekki neikvæðni, fordóma, þras og þrætur... að ævistarfi liggur viðLífið er ljúft, bara lifa því lifandi og með þeim orðum kveð ég... í bili og óska ykkur öllum alls góðs inn í daginn
Bloggar | 18.3.2010 | 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
... æðislegt hvað það er lítið um snjó hérna úti núna... besta mál og lyftir virkilega upp geðinu ! Að vísu er mitt geð nú yfirleitt á jafnri siglingu svona út í gegn... ég leyfi mér aldrei að vera í fýlu, það skilar engu nema minni eigin vanlíðan... og síst af öllu vil ég að mér líði illaOg það móðgar mig líka enginn nema með mínu leyfi... mér finnst það svo flott setning en því miður var það ekki ég sem kom upp með hana... það var fyrrverandi forsetafrú í Bandaríkjunum og segiði svo að það komi ekki eitthvað gott þaðanÉg sagði alltaf þegar ég var spurð hvort ég móðgaðist aldrei að ég nennti því ekki... en hitt er flottara... og alveg satt, það móðgar mig að sjálfsögðu enginn nema ég leyfi það. Ég stjórna því alfarið og algerlega sjálf hvort ég móðgast við einhvern út af einhverju... auðvitað ræð ég því... ef ég hefði enga stjórn á því þá væri ég ekki með sjálfa mig og mín eigin viðhorf og mínar tilfinningar innan seilingar og það er svo sannarlega ekki eftirsóknarvert og þá þyrfti ég mjög líklega hjálp frá fagaðilumOg þegar ég segi ég, þá meina ég bara ég, ekki hann eða hún, bara ég um mig frá mér til mín ! Ok ? En svo er annað, ég get reiðst... alveg rosalega... en það þarf þá eitthvað mikið til, mannvonsku, ógeðslega ósanngirni eða eitthvað í þá veruna, eitthvað sem virkilega telurOg þegar ég reiðist... ja þá reiðist ég nefnilega...og við viljum það ekki...Þess vegna rífst ég líka aldrei og það hefur verið talið til ókosta minna en mér er alveg sama... ef ég reiðist þá segi ég eitthvað sem særir og töluð orð verða sko ekkert aftur tekin... og til að koma í veg fyrir það þá geng ég í burtu frekar en að láta reiðina bitna á öðrum.. og til að róa mig niður...Svo skal ég alveg tala um hlutina þegar sprengihættan er liðin hjáÞoli heldur ekki fólk sem er alltaf uppi á háa C-inu, argandi og gargandi allan liðlangan daginn... skilar engu en verður að ömurlegum leiðinda óvana sem verður til þess að allavega ég hef engan áhuga á að umgangast þaðAlveg ferlega góð inn í daginn með nýja klippingu sem ég er sérlega á ánægð með... klippikonan sem ég fór til framkvæmdi nákvæmlega það sem ég hugsaði og fyrst ég er ennþá ánægð morguninn eftir þá er verkið greinilega vel heppnaðSvo er ég að fara á uppáhaldssnyrtistofuna mína á eftir... þetta er svo greinilega ég um mig frá mér til mín... sem er frábært, svona í sæmilega skynsamlegum skömmtum
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar sem nenntu að lesa alveg hingað niður... og eins og Birna systir segir: Eitt glas skaðar engan.... eða var það eitt bros ? Jú líklega
Bloggar | 16.3.2010 | 08:15 (breytt kl. 08:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggar | 13.3.2010 | 09:10 (breytt kl. 09:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 11.3.2010 | 08:18 (breytt kl. 15:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
... allavega á sálinni í mérSnjórinn er að fara og það eru pollar úti.... þetta er æðislegtGet varla beðið eftir sumrinu... er samt með smá valkvíða gagnvart sumarfríinu mínu... en ég held ég geri bara allt sem mig langar til að gera og þá hverfur hann sjálfkrafaEnda verð ég að hafa eitthvað við að vera í 6 vikna sumarfríi á kaupi... en mér kemur ekki til með að leiðast, það er á hreinuSvo er ég að fara að breyta vinnunni minni, byrjar í næstu viku... þá vinn ég færri daga og hef miklu meira frí, en sama kaup samt. Annars ætti ég núna að vera að setja inn vaktirnar mínar í þetta fína forrit sem við vinnum með, en ég er svooooo að svíkjast um af því að mér finnst það svo afspyrnu leiðinlegt, en ég segi ekki nokkrum manni frá þvíOg það líka virkar ekkert almennilega fyrir vaktatilhögun mína... verð hvort sem er alltaf að hringja í kerfisstjórann og biðja hann að setja þetta og hitt inn fyrir mig, af því að forritið ullar bara á mig og segir mér að ég fái ekki nægan hvíldartímaSetti inn nýlegar myndir af uppáhaldssonardætrum mínum... á bara tvær að vísu... en þær eru líka lang yndislegastar
Ég er í átaki um þessar mundir, andlega og líkamlega... búin að missa nokkur kíló og sakna þeirra ekki baun...Át þau einfaldlega á mig út úr leiðindum og vanlíðan en núna líður mér vel og næstum því betur en það og þarf ekkert lengur að sækja mér einhverja gerfihuggun í mat og sælgætiFer að vísu ekki í ræktina eins og Erna systir er svo dugleg að gera, en það gæti alveg átt eftir að breytast... maður veit aldrei...Vona að þið eigið öll góðan dag og munið að vera góð við þá sem eiga það skilið... og þá sérstaklega ykkur sjálf
Bloggar | 10.3.2010 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þeir sem eru ekki ánægðir með það sem ég skrifa hérna ættu þá bara ekkert að vera að lesa það sem ég skrifa hérna ! Liggur það ekki í augum uppi ? Þetta blogg mitt er alls ekki skyldulesning... ef það skyldi eitthvað vera að væflast fyrir einhverjum... og hingað dettur enginn inn dauðóvart, það þarf visst ferli til að komast hingað inn til að lesaHér skrifa ég... sem er fullkomlega sjálfráða 52 ára gömul kona og það segir mér enginn hvað ég má skrifa hérna eða ekki, ég skrifa það sem ég nenni að skrifa og það sem mér dettur í hug, ég hrauna ekki yfir neinn, ég skrifa ekki um stjórnmál, ég ber ekki út kjaftasögur... geri það svo sem ekki munnlega heldur... og ég skrifa ekkert sem að öllu eðlilegu ætti að geta talist viðkvæmt... fyrir svona nokkurnveginn normal fólk ! Að sjálfsögðu er öllum frjálst að taka til sín hvað sem er hérna ef það er eitthvað sem þeir vilja eiga, hér er ekkert varið með höfundarréttiSvo er líka hægt að lesa bara eitthvað annað... Séð og Heyrt til dæmis eða Viðskiptablaðið eða eitthvað álíka skemmtilegt... og hafiði það yndin mín öll
Smá fyrirlesturHrikalega góð inn í daginn og horfi hress og bjartsýn fram á veginn, langa vinnuvikan mín hefst á morgun og það er fíntHef svolítið verið að pæla í sjálfsmati... mínu eigin og annarra... man alveg hvernig ég var þegar ég var að brölta út úr langri sambúð með alkóhólista, trúði því fullkomlega að ég gæti ekkert, hafði ógurlegar áhyggjur af því að öllum fyndist ég vera ömurleg og ég veit ekki hvað og hvað...En það er alltaf hægt að fá hjálp, málið er bara þiggja hana þegar hún býðst og það gerði ég sem betur fer og reyni að passa virkilega vel að fara aldrei í það far afturKunni alls ekki að taka hóli til dæmis og trúði ekki fólki þegar það var að hæla mér... hélt það væri jafnvel að hæðast að mér eða í besta falli bara ekkert að meina það sem það sagði... Svo smám saman rann upp fyrir mér ljós í sortanum... það skipti ekki alveg öllu máli hvað einhver annar sagði, það skipti miklu meira máli hvað mér fannst sjálfri, um migOg ég fór að leita... leitaði að einhverju sem mér fannst jákvætt við sjálfa mig og ég man alveg hvað það fyrsta var sem ég fann og viðurkenndi fyrir sjálfri mér: ég skrifa vel... Svakalega lítið skref en samt líka svo hrikalega stórt af því að það var byrjunin á einhverju svo góðuÍ dag læt ég það ekki skipta máli hvað einhver segir og sérstaklega ekki ef það er neikvætt, það til dæmis virkar ekkert á mig að segja mér að ég hafi það að áhugamáli að drulla yfir fólk af því að ég veit að það er ekki rétt, ég þekki mig nefnilega best af öllum... ég hef lagt mig eftir því að kynnast mér og ég er ekki þannig Ég geri mér vel ljóst að það finnst ekkert öllum ég vera eins æðisleg og mér finnst ég vera og margir þola ekki að ég er með nokkuð heilbrigt sjálfsmat og líka sjálfstraust... sem er furðulegt eiginlega, mér líkar einmitt svo vel við fólk með sjálfið á hreinuEn það verður þá bara að hafa það, aldrei hægt að gera öllum til hæfis og ég get auðveldlega lifað með því þó einhverjum líki ekki við mig Það kallast nefnilega ekki sjálfstraust bara að geta grobbað, það er sjálfstraust að þora að viðurkenna fyrir sjálfum sér og svo líka öðrum, góðu kostina sem maður veit að maður hefur. Sjálfsgagnrýni er auðvitað alveg bráðnauðsynleg og ætti helst sem oftast að vera í gangi, af því að það má alltaf gera betur og laga til í sjálfum sér og hún verður þá að vera jákvæðEn að rífa sjálfan sig niður í neikvæðni er ferlegt og verður bara til þess að maður er alltaf óánægður með allt, sjálfan sig og aðra og finnur sig í að setja út á og finna að... alveg endalaustFyrirlestrinum er lokið og þeir sem ekki borguðu við innganginn borga bara á leiðinni útEigið sælan sunnudag elskurnar mínar allar
Bloggar | 7.3.2010 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Bloggar | 5.3.2010 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173104
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar