Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er eiginlega málið...

... með þennan endalausa snjó ?Pinch Alltaf þegar ég held að það sé farið að sjá fyrir endann á honum og þykist vera farin að eygja vorið þá kemur aðeins meiri snjór... mér finnst hann gæti bara haldið sig á Norðurpólnum þar sem hans er sárt saknað... af ísbjörnunum til dæmisTounge Annars ferlega góð inn í svakalega fína helgi... var úti í gærkvöldi, það var gaman og er að fara út í kvöld líka... sem verður líka gaman...Joyful Algerlega áfengislaust, annars mundi ég ekki ráða við að fara út tvö kvöld í röð... enda áfengislausar skemmtanir skemmtilegustu skemmtanirnar fyrir minn smekk og mér er alveg nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um það...GetLost Það verður hver að ákveða fyrir sig, svona kýs ég að hafa það og ætti líka öllum öðrum að vera nákvæmlega sama um þaðWink Það eru meiri líkur en minni á að ég geri þetta aftur um næstu helgi og líklega þarnæstu líka...Whistling Verð að fara á eftir og kaupa kápuna/jakkann sem ég sá á fimmtudaginn, það er svona vorkápa/jakki og líka stígvélin... þau eru með háum hælum, núna get ég nefnilega farið að ganga á hælum eins og mig er svo lengi búið að langa til... líður ekkert illa með því lengurCool Allskonar viðhald var til umræðu í hópi sem ég var með um daginn, viðhald á sjálfum sér að innan sem utan... ef maður á hús þá verður alltaf að vera að halda því við, gera við það sem bilar og finna gallana og laga þá og eins er um mann sjálfan... En fyrst verður maður auðvitað að finna gallana sína og viðurkenna þá áður en maður getur losað sig við þá...Wink Ég komst að því í vetur að ég er búin að lifa í svakalegri meðvirkni mjög lengi... hélt það væri góðmennska en það var rangur misskilningur...Shocking Púra meðvirkni og ekkert annað og ég er að losa mig við hana... segi ekki að það sé ekki eitthvað aðeins eftir, en mjög lítið samt og ég verð að segja að hún er á skemmtilega hröðu undanhaldiGrin Lífið á auðvitað helst að vera eins skemmtilegt og hægt er, en maður verður þá að gera eitthvað í því sjálfur að gera það þannig og af því að ég lifi bara einu sinni þá ætla að hafa gaman á meðanLoL Góða helgi elskurnar mínar allarSmile Heart       

Jæja, vitiði nú bara hvað...

... það er að koma helgi... svona ef einhver skyldi nú ekki vera að fylgjast með... Wink Þessi helgi verður betri og skemmtilegri en ég á að venjast og ég kem til með að njóta hennar virkilega vel, fer meðal annars út á laugardagskvöldið í frábærum félagsskap... og svo kemur afgangurinn bara í ljósGrin Er að vísu að vinna um helgina en það er nú meira svona til gamans gert... ekki þrældómur fyrir 5 aura ! Mér hefur ekki liðið svona vel í einhver ár... geng um bein í baki og virkilega langar til að brosa og upplifi mig frjálsari en mér hefur tekist lengiJoyful Umgengst bara það fólk sem mig langar að umgangast og sleppi hinum, virkilega kominn tími á þaðDevil Er að fara að kaupa mér föt í dag og háhæla skó sem ég hef ekki getað notað allt of lengiCool Alveg ferlega góð inn í fínan dag með nýviðgerða tölvuna með Windows 7 í staðinn fyrir Windows Vista sem ullaði endanlega framan í mig um síðustu helgiTounge Vona allavega að hún virki með þetta svona, annars kaupi ég mér aðra vegna þess að tölvulaus verð ég ekki... þó ekki sé nema fyrir vinnuskýrslurnar mínar sem eru alfarið á netinu núorðið, jú og fleira auðvitaðLoL Vona að þið hafið það öll eins gott og ég og með það er ég farin í vinnuna mína...Smile Heart   

Biiiiiiluð.... :))

Sit hérna og pikka á lyklaborðið við borðtölvuna... fartölvan mín sem ég hef eingöngu unnið á undanfarna mánuði, hætti að virka á föstudaginn... bara alvegW00tÉg fór með hana til viðgerðarmanns áður en ég fór í vinnuna þá og gat sótt hana aftur um kvöldið og hún virkaði fínt á laugardaginn en nennti svo ekki meiru og um hádegið í gær var hún orðin þannig að það var ekki einu sinni hægt að slökkva á henni... ég varð fyrir rest að taka hana algerlega úr sambandi ! Þoli ekki svona dót sem virkar ekki...PinchÁ eftir ætla ég að tala við annan viðgerðarmann... auðvitað með tvo í takinu sko... og gá hvort hann getur komið einhverju tauti við draslið ! Ef það tekst ekki þá fæ ég mér nýja... hef afskaplega takmarkaða þolinmæði með biluðu dótiGetLostLangar líka í venjulegt Windows... er með Windows Vista í lappanum sem er í sjálfu sér ágætt, en það á erfitt með að samsama sig öllu sem kemur frá þessu venjulega W. SleepingMorgun og kvöldvinnuvika núna og bara tæpar tvær vikur til páska... get ekkert talað um páskafrí... ég er í vaktavinnu svo fríin mín eru bara venjuleg helgarfrí en núna er ég ekki að vinna páskahelgina, sem er flott og verður virkilega gaman þáJoyfulSegi nú samt ekkert frá því hér og nú nema það felur í sér annaðhvort yndislega heimsókn eða spennandi ferðalag... ekki alveg ákveðið ennþáGrinÞað snjóar núna en mér er alveg sama, ég á hlý föt og góðan bíl til að fara út í og veit af langri reynslu að vorið kemur fyrir rest... ekki spurning hvort heldur bara hvenær ! Það vorar alltaf meira og meira í sálinni í mér og ég sé fram á laaaaaangt og yndislegt sumar... fínt ef það verður gott veður en skiptir ekki alveg öllu máli samt... ekki þetta sumarið sko... segi ykkur betur frá því í góðu tómiWinkEigið dásamlegan dag og ennþá betri vikuSmileHeart


Gæsahúð og geispar.... nei, ekki stjórnmálaumræða samt :))

Fundir allskonar hafa fyrir mér langoftast verið meira svona gæsahúðar- og geispaframleiðandi en eftirsóknarverðir...SleepingEn það er að breytast... starfsmannafundirnir sem ég er farin að sitja núna eru bara skemmtilegir, enda stórskemmtilegt og með eindæmum jákvætt og velviljað fólk sem situr þá með mér ! Mér finnst svo gott að vera þar sem er hugsað í lausnum, en ekki í vandamálum ! Ég mundi jafnvel mæta á þessa fundi þó ég fengi ekki borgað fyrir það, en ekki segja yfirdúllunni minni það samtGrinFerlega góð inn í fínt vor... það er alveg að koma vor er það ekki... og inn í nýja vinnutilhögun, nýju skjólstæðingarnir mínir eru yndislegt fólk... þau eru greindarskert en hafa á móti svo miklu meira af mannlegri hlýju, skilningi og yndislegheitum sem við hin sem talin erum með nokkurnveginn óskerta greind skortir oft tilfinnanlega... en það er nú líka til svo margskonar greind ! Mér finnst ég græða stórlega á að fá að kynnast þeimJoyfulEkki það að mér finnist ég nokkurtímann beinlínis tapa á að kynnast einhverju fólki... held ég komi alltaf út í gróða vegna þess að reynsla og þekking eru alltaf gróðiWinkLangflest fólk er þannig að mér líður vel sem manneskju við að umgangast það... SmileEn sumt fólk er aftur á móti þannig að mér líður miklu betur sem manneskju við að umgangast það bara alls ekki neittLoLVilji er allt sem þarf og ef ég vil láta mér líða vel og það vil ég, þá umgengst ég fólk sem hefur jákvæðni, velvilja og almenna gleði sem áhugamál en ekki neikvæðni, fordóma, þras og þrætur... að ævistarfi liggur viðGetLostLífið er ljúft, bara lifa því lifandi og með þeim orðum kveð ég... í bili og óska ykkur öllum alls góðs inn í daginnSmileHeart  


Svona á þetta að vera :)

... æðislegt hvað það er lítið um snjó hérna úti núna... besta mál og lyftir virkilega upp geðinu ! Að vísu er mitt geð nú yfirleitt á jafnri siglingu svona út í gegn... ég leyfi mér aldrei að vera í fýlu, það skilar engu nema minni eigin vanlíðan... og síst af öllu vil ég að mér líði illaSmileOg það móðgar mig líka enginn nema með mínu leyfi... mér finnst það svo flott setning en því miður var það ekki ég sem kom upp með hana... það var fyrrverandi forsetafrú í Bandaríkjunum og segiði svo að það komi ekki eitthvað gott þaðanWinkÉg sagði alltaf þegar ég var spurð hvort ég móðgaðist aldrei að ég nennti því ekki... en hitt er flottara... og alveg satt, það móðgar mig að sjálfsögðu enginn nema ég leyfi það. Ég stjórna því alfarið og algerlega sjálf hvort ég móðgast við einhvern út af einhverju... auðvitað ræð ég því... ef ég hefði enga stjórn á því þá væri ég ekki með sjálfa mig og mín eigin viðhorf og mínar tilfinningar innan seilingar og það er svo sannarlega ekki eftirsóknarvert og þá þyrfti ég mjög líklega hjálp frá fagaðilumBlushOg þegar ég segi ég, þá meina ég bara ég, ekki hann eða hún, bara ég um mig frá mér til mín ! Ok ? CoolEn svo er annað, ég get reiðst... alveg rosalega... en það þarf þá eitthvað mikið til, mannvonsku, ógeðslega ósanngirni eða eitthvað í þá veruna, eitthvað sem virkilega telurPinchOg þegar ég reiðist... ja þá reiðist ég nefnilega...og við viljum það ekki...WhistlingÞess vegna rífst ég líka aldrei og það hefur verið talið til ókosta minna en mér er alveg sama... ef ég reiðist þá segi ég eitthvað sem særir og töluð orð verða sko ekkert aftur tekin... og til að koma í veg fyrir það þá geng ég í burtu frekar en að láta reiðina bitna á öðrum.. og til að róa mig niður...ShockingSvo skal ég alveg tala um hlutina þegar sprengihættan er liðin hjáToungeÞoli heldur ekki fólk sem er alltaf uppi á háa C-inu, argandi og gargandi allan liðlangan daginn... skilar engu en verður að ömurlegum leiðinda óvana sem verður til þess að allavega ég hef engan áhuga á að umgangast þaðGetLostAlveg ferlega góð inn í daginn með nýja klippingu sem ég er sérlega á ánægð með... klippikonan sem ég fór til framkvæmdi nákvæmlega það sem ég hugsaði og fyrst ég er ennþá ánægð morguninn eftir þá er verkið greinilega vel heppnaðGrinSvo er ég að fara á uppáhaldssnyrtistofuna mína á eftir... þetta er svo greinilega ég um mig frá mér til mín... sem er frábært, svona í sæmilega skynsamlegum skömmtumLoL

Eigið góðan dag elskurnar mínar allar sem nenntu að lesa alveg hingað niður... og eins og Birna systir segir: Eitt glas skaðar engan.... eða var það eitt bros ? Jú líklegaSmileHeart


Er svo oft að hugsa um...

... hvað það er dásamlegt að vakna snemma á morgnana um helgar og njóta þess að vera ekki að vinna og líka að vera með heilsuna í lagiSmile Sú var nefnilega tíðin að það var alls ekkert alltaf  svoleiðis, ég hreinlega lék mér stundum að því að setja ofan í mig ólyfjan að kvöldi sem auðvitað spillti heilsunni minni að morgni... aulinn ég og þá er ég bara og eingöngu, gjörsamlega og algerlega að tala um mig sjálfa og alls engan annan eða aðra, svo það sé alveg á hreinu... ég er nefnilega eini naflinn í mínum eigin alheimi...Wink En þetta er samt að verða mér næstum því í barnsminni, það er að verða svo svakalega skemmtilega langt síðanJoyful Langa vinnuvikan mín að verða búin... eiginlega svona kerlingargrobb, ég er að reyna að láta líta út eins og vinnan mín sé svo erfið og ég sé svo dugleg... ok, ég get alveg verið dugleg þegar mig langar til og auðvitað líka þegar ég þarf þess, en vinnan mín er barasta alls ekkert erfiðTounge Loksins alveg búin með lopapeysuna mína en ekki einu sinni búin að máta hana samt.... enda skil ég svo sem ekki af hverju ég er að prjóna lopapeysu á mig... ég hef aldrei getað notað lopa-neitt án þess að klæja endalaust undan ósköpunumPinch En það er allt í lagi, ég prjónaði sko ekkert nafnið mitt í munstrið svo ég gef hana bara einhverjum sem setur það ekki fyrir sig að nota flíkur gerðar úr hálfgerðum gaddavírGrin   Hef hana með austur um páskana... og kannski skil ég hana bara eftir þar á góðu heimiliHalo Annars er ég ennþá að prjóna kjólinn á hana Lindu mína og er loksins búin að fatta þetta með ermarnar og er byrjuð á ermi númer tvö... eins og það eigi eitthvað að vera fleiri...Shocking Ég klára hann upp að vissu marki... prjóna hann og sauma hann saman en tengdadóttir mín heklar svo það sem þarf... ég er sko ekkert flink við þetta þarna hekludæmiWhistling Mér líður svo vel að ég legg af... sem er æðislegt og mig er lengi búið að langa til að gera... og þegar búin að missa nokkur kíló sem þyrftu helst að komast á systur mínar, en ég er bara ekki alveg búin að finna út hvernig það er hægt...LoL Eigið góðan dag elskurnar og ennþá betri helgi, stefnir allt í það hjá mér líkaSmile Heart

Eymd er vissulega valkostur ;)

Það hafa auðvitað langflestir ef ekki allir sem komnir eru á fullorðinsár upplifað eitthvað leiðinlegt, slæmt og/eða sorglegt, einhvertímann á ævinni... Það er bara ekki hægt að komast hjá því þó við fegin vildum... og yfirleitt setja svoleiðis atburðir eitthvað mark á okkur... eðlilega, við höfum tilfinningar og við höfum minni...Woundering En það er svolítið okkar ákvörðun samt hvernig við viljum vinna úr þeim áhrifum sem allt þetta hefur haft á okkur. Viljum við hengja okkur á og velta okkur endalaust upp úr öllu því leiðinlega og neikvæða sem komið hefur fyrir og er bara alls ekki hægt að breyta ? Láta okkur endalaust líða illa með því... og jafnvel fara alveg niður í að láta okkur, það sem eftir er ævinnar vera illa við manneskjuna sem sagði eitthvað þarna árið 1997(bæði myndlíking og ártal var valið algerlega af handahófiTounge ) sem okkur líkaði ekki ? Stunda endalausa langrækni og neikvæðni út í lífið ? Æi þvílík eymd...Crying Eða... viljum við njóta dagsins í dag... horfa fram á veginn og reyna að koma auga á og svona einhvernvegin velta okkur frekar upp úr því sem er gott og farið hefur vel, það sem við þó eigum og það sem við þó höfum... þrátt fyrir allt ? Það er nefnilega líka hægt að velta sér upp úr öllu svoleiðisJoyful Blása á smámuni eins og setninguna sem einhver sagði einhvertímann í fyrndinni (þarna ártalið og myndlíkingin sem bæði voru valin af handahófiTounge )... halda höfðinu hátt, brosa og njóta lífsins og þess góða sem við eigum... og höfum... ? Ég er svo algerlega með það á tæru og líka hreinu hvora leiðina ég vel.... ég vel leiðina sem lætur mér líða eins vel og hægt erGrin Ég fór ekkert í lakið þarna í den og er þess vegna á lífi í dag og ég lifi bara einu sinni og er eiginlega skyldug til að fara eins vel með þetta eina líf mitt og ég best kann og get ! Nú og ef ég hef nú rangt fyrir mér... og ég dúkka einhvertímann, mér algerlega að óvörum upp í einhverju öðru lífi... gjörsamlega dauðóvart... þá er bara að díla við það þegar... eða meira kannski svona ef... þar að kemurLoL Ég veit alveg að ég er ekkert að finna upp hjólið með neinu sem stendur hérna, en mér finnst bara gott að pæla í þessu annað slagið og minna mig á að þrátt fyrir ýmislegt miður gott sem hefur gerst, þá er ég á lífi og ég hef valkosti, ég get valið eymdina... eða ég get valið ánægjunaWink  Eigið svo bara dásamlegan dag elskurnar mínar, það ætla ég að gera líkaSmile Heart  

Ég held bara að það sé að koma vor.....

... allavega á sálinni í mérWinkSnjórinn er að fara og það eru pollar úti.... þetta er æðislegtJoyfulGet varla beðið eftir sumrinu... er samt með smá valkvíða gagnvart sumarfríinu mínu... en ég held ég geri bara allt sem mig langar til að gera og þá hverfur hann sjálfkrafaLoLEnda verð ég að hafa eitthvað við að vera í 6 vikna sumarfríi á kaupi... en mér kemur ekki til með að leiðast, það er á hreinuGrinSvo er ég að fara að breyta vinnunni minni, byrjar í næstu viku... þá vinn ég færri daga og hef miklu meira frí, en sama kaup samt. Annars ætti ég núna að vera að setja inn vaktirnar mínar í þetta fína forrit sem við vinnum með, en ég er svooooo að svíkjast um af því að mér finnst það svo afspyrnu leiðinlegt, en ég segi ekki nokkrum manni frá þvíWhistlingOg það líka virkar ekkert almennilega fyrir vaktatilhögun mína... verð hvort sem er alltaf að hringja í kerfisstjórann og biðja hann að setja þetta og hitt inn fyrir mig, af því að forritið ullar bara á mig og segir mér að ég fái ekki nægan hvíldartímaToungeSetti inn nýlegar myndir af uppáhaldssonardætrum mínum... á bara tvær að vísu... en þær eru líka lang yndislegastarInLove 

Ég er í átaki um þessar mundir, andlega og líkamlega... búin að missa nokkur kíló og sakna þeirra ekki baun...GrinÁt þau einfaldlega á mig út úr leiðindum og vanlíðan en núna líður mér vel og næstum því betur en það og þarf ekkert lengur að sækja mér einhverja gerfihuggun í mat og sælgætiSmileFer að vísu ekki í ræktina eins og Erna systir er svo dugleg að gera, en það gæti alveg átt eftir að breytast... maður veit aldrei...WinkVona að þið eigið öll góðan dag og munið að vera góð við þá sem eiga það skilið... og þá sérstaklega ykkur sjálfSmileHeart  


Þetta er svo sára einfalt....

Þeir sem eru ekki ánægðir með það sem ég skrifa hérna ættu þá bara ekkert að vera að lesa það sem ég skrifa hérna ! Liggur það ekki í augum uppi ? Þetta blogg mitt er alls ekki skyldulesning... ef það skyldi eitthvað vera að væflast fyrir einhverjum... og hingað dettur enginn inn dauðóvart, það þarf visst ferli til að komast hingað inn til að lesaLoLHér skrifa ég... sem er fullkomlega sjálfráða 52 ára gömul kona og það segir mér enginn hvað ég má skrifa hérna eða ekki, ég skrifa það sem ég nenni að skrifa og það sem mér dettur í hug, ég hrauna ekki yfir neinn, ég skrifa ekki um stjórnmál, ég ber ekki út kjaftasögur... geri það svo sem ekki munnlega heldur... og ég skrifa ekkert sem að öllu eðlilegu ætti að geta talist viðkvæmt... fyrir svona nokkurnveginn normal fólk ! Að sjálfsögðu er öllum frjálst að taka til sín hvað sem er hérna ef það er eitthvað sem þeir vilja eiga, hér er ekkert varið með höfundarréttiGrinSvo er líka hægt að lesa bara eitthvað annað... Séð og Heyrt til dæmis eða Viðskiptablaðið eða eitthvað álíka skemmtilegt... og hafiði það yndin mín öllWink

Smá fyrirlesturWhistlingHrikalega góð inn í daginn og horfi hress og bjartsýn fram á veginn, langa vinnuvikan mín hefst á morgun og það er fíntSmileHef svolítið verið að pæla í sjálfsmati... mínu eigin og annarra... man alveg hvernig ég var þegar ég var að brölta út úr langri sambúð með alkóhólista, trúði því fullkomlega að ég gæti ekkert, hafði ógurlegar áhyggjur af því að öllum fyndist ég vera  ömurleg og ég veit ekki hvað og hvað...FrownEn það er alltaf hægt að fá hjálp, málið er bara þiggja hana þegar hún býðst og það gerði ég sem betur fer og reyni að passa virkilega vel að fara aldrei í það far afturCoolKunni alls ekki að taka hóli til dæmis og trúði ekki fólki þegar það var að hæla mér... hélt það væri jafnvel að hæðast að mér eða í besta falli bara ekkert að meina það sem það sagði... Svo smám saman rann upp fyrir mér ljós í sortanum... það skipti ekki alveg öllu máli hvað einhver  annar sagði, það skipti miklu meira máli hvað mér fannst sjálfri, um migWounderingOg ég fór að leita... leitaði að einhverju sem mér fannst jákvætt við sjálfa mig og ég man alveg hvað það fyrsta var sem ég fann og viðurkenndi fyrir sjálfri mér: ég skrifa vel... LoLSvakalega lítið skref en samt líka svo hrikalega stórt af því að það var byrjunin á einhverju svo góðuJoyfulÍ dag læt ég það ekki skipta máli hvað einhver segir og sérstaklega ekki ef það er neikvætt, það til dæmis virkar ekkert á mig að segja mér að ég hafi það að áhugamáli að drulla yfir fólk af því að ég veit að það er ekki rétt, ég þekki mig nefnilega best af öllum... ég hef lagt mig eftir því að kynnast mér og ég er ekki þannigGrin  Ég geri mér vel ljóst að það finnst ekkert öllum ég vera eins æðisleg og mér finnst ég vera og margir þola ekki að ég er með nokkuð heilbrigt sjálfsmat og líka sjálfstraust... sem er furðulegt eiginlega, mér líkar einmitt svo vel við fólk með sjálfið á hreinuGrinEn það verður þá bara að hafa það, aldrei hægt að gera öllum til hæfis og ég get auðveldlega lifað með því þó einhverjum líki ekki við migTounge  Það kallast nefnilega ekki sjálfstraust bara að geta grobbað, það er sjálfstraust að þora að viðurkenna fyrir sjálfum sér og svo líka öðrum, góðu kostina sem maður veit að maður hefur. Sjálfsgagnrýni er auðvitað alveg  bráðnauðsynleg og ætti helst sem oftast að vera í gangi, af því að það má alltaf gera betur og laga til í sjálfum sér og hún verður þá að vera jákvæðSmileEn að rífa sjálfan sig niður í neikvæðni er ferlegt og verður bara til þess að maður er alltaf óánægður með allt, sjálfan sig og aðra og finnur sig í að setja út á og finna að... alveg endalaustPinchFyrirlestrinum er lokið og þeir sem ekki borguðu við innganginn borga bara á leiðinni útLoLEigið sælan sunnudag elskurnar mínar allarSmileHeart


Ekki að missa... heldur losa mig við :)

Föstudagur og lífið er sannarlega ljúftJoyful Ég strengdi í fyrsta sinn á ævinni áramótaheit núna um síðustu áramót, meira að segja tvö... annað var að hætta að reykja... það er í höfn, hitt var að breyta öðru mjög mikilvægu líka... það er líka í höfn, en ég segi ekkert frá því alveg strax... búin að efna þau bæði og það er bara mars ennþáTounge Svo ég strengdi bara febrúarheit líka og nú er ég líka búin að losa mig við nokkur kíló sem ég þurfti sko alls ekkert að vera að burðast með og það eru fleiri á leiðinni í burtu ! Var spurð um daginn hvort ég væri búin að missa einhver kíló, en ég lít ekki þannig á það... ef það er eitthvað sem ég vil ekki hafa þá er ég að losa mig við það og það er sko enginn missirWink Er að losa mig við ýmislegt miður hollt og ekki gott, en fæ svo rosalega margt annað og miklu betra í staðinn... má eiginlega segja að það sé stórhreingerning hjá mérLoL Fríhelgi núna og það er alltaf ljúft... ætla að gera eitthvað skemmtilegt, skemmtilegra og skemmtilegast og láta mér líða vel ! Er að henda saman lopaleistum núna handa stelpukorninu mínu í Svíþjóð, held svo áfram með kjólinn á hana Lindu mína og þegar hann er búinn langar mig að prjóna kjól á Láru litlu og... ok, komin svoooolítið fram úr sjálfri sér konan, en það er bara eðlilegt...Grin Látið ykkur líka líða vel elskurnar mínar allar, stundum er vilji einfaldlega allt sem þarfSmile Heart   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband