Færsluflokkur: Bloggar
Það er þetta með blessaðan hrokann... hann er leiðindafyrirbæri...Blindar fólk gjörsamlega á eigin galla... en margfaldar ímyndaða eigin kosti... og kemur að sjálfsögðu þá líka algerlega í veg fyrir að fólk sjái eitthvað gott í öðrum... en magnar upp getuna til að margfalda alla gallana í fari annarra ! Ég dett svo oft í að pæla eitthvað svona... er nú líka með nokkur "félagsfræði og mannfræði verkefni" í seilingarfjarlægð...Það er hroki og svo er stolt... en það er alls ekki það sama, engan veginn... ef ég er stolt af einhverju sem ég geri þá er ég ekki að hreykja mér yfir aðra... nei, ég er bara stolt af mínum eigin árangri... og þó ég sé stolt af mínum eigin árangri þá er ég alls ekki að lýsa því yfir í leiðinni að allir aðrir séu aumingjar að geta ekki það sama og ég... nei, ég er bara stolt yfir mínum eigin árangri, ekkert flóknara en þaðAf því að öllum er eitthvað gott gefið, auðvitað misjafnt hvernig og hvort fólk notar það svo... ég get ýmislegt betur en aðrir, aðrir geta ýmislegt betur en ég... algjörlega hið besta mál og kemur sér líka oft svo skemmtilega velÉg hef tekið eftir því að fólk sem hefur velvilja, manngæsku og heilbrigð viðhorf að leiðarljósi í lífinu... í núinu... og vill og reynir að horfa á hlutina á jákvæðan hátt... er laust við hrokaÞannig að niðurstaðan af mínum hávísindalegu mannfræði og félagsfræðirannsóknum er sú, að meðal annars af neikvæðninni fæðist hrokinn...Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla tómt malbik, en ég held samt... í hroka mínum... að ég sé alls ekki að því
Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar... já og þú líka
Bloggar | 20.4.2010 | 09:15 (breytt kl. 09:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Frábær dagur sunnudagurEr virkilega búin að sitja á mér að vera ekki utan í sonardætrum mínum undanfarna daga af því að oma(amma) og opa(afi) frá Sviss eru í heimsókn og þau eiga að fá að vera í friði með einu barnabörnunum sem þau eiga... enn sem komið er vonandi samt, þau eiga líka tvo syniÉg á auðvelt með að setja mig í annarra spor og er svo dásamlega heppin að sonur minn og tengdadóttir ákváðu að setjast að hér en ekki í Sviss, hennar heimalandiSvo ég get vel skilið að oma og opa finnist erfitt að geta ekki fengið að sjá þær nema nokkrum sinnum á ári og þá eiga þau líka að fá að hafa þær algerlega í friði þegar þau eru hér ! Ég get knúsað þessar dásamlegu litlu elskur hvenær sem mig langarEn núna er tillitssemin mín algerlega uppurin og þolinmæðin þorrin svo ég ætla að fara til þeirra núna á eftir, auðvitað líka til að hitta oma og opa
Það er ekki glampandi sól hérna úti núna en hún er samt alltaf með mér í huganumMér líður ekki nógu vel í sködduðu tánni minni... en það hlýtur að fara að lagast og ég ætla að hökta í vinnuna í fyrramálið og sjá til hvort það gengur ekki bara vel"Égummigfrámértilmínstefnan" sem ég er búin að taka með líf mitt virkar stórkostlega, það er bara ekki hægt að segja annað um þaðVar næstum því alveg búin að gleyma því hvernig það virkar að hugsa fyrst og fremst og vel um mig, en það kemur... svona eins og að hjóla... gleymist aldrei algerlega og rifjast fljótt upp afturOg svoleiðis verður það líka að vera, ef mig langar að láta sjálfri mér og fólkinu mínu líða vel í kringum mig, þá verð ég að hafa góðan sjóð til að sækja í og hann verð ég að byggja upp sjálf, innra með mérSumir fatta það bara alls ekki og bíða alltaf eftir því að aðrir láti þeim líða vel...Gengur ekki vegna þess að ef þú vilt dansa verður þú að bjóða upp, annars siturðu bara allt kvöldið úti í horni og horfir á alla hina dansa
Furðulegt til þess að vita en samt líka svolítið skondið eiginlega, að ég veit um fólk sem les bloggið mitt í þeim eina tilgangi að gá hvort þar er ekki örugglega eitthvað sem hægt er að finna að, setja út á og skammast út í mig fyrirÞetta sama fólk nær að taka allt til sín sem er ekki nógu jákvætt í skrifum mínum... og er algerlega með á hreinu að ég sé að skrifa bara og algerlega, eingöngu og prívat og persónulega um það og ekkert annaðHm... væri sko alveg rétt og gæti alveg passað, ef ég þekkti innan við 10 manneskjur í öllum heiminum, en það er bara ekki þannig... þekki örugglega minnsta kosti 12En bíðiði bara elskulega fólk, ég skrifa aldrei neitt neikvætt eða leiðinlegt nema þegar er troðið á mér og ég er hætt að leyfa fólki að troða á mér... svo það er þá ekki um neitt svoleiðis að skrifa
Óska ykkur öllum góðs dags... já og þér líka auðvitaðOg gaman að geta sagt frá því að minn dagur verður líka góður
Bloggar | 18.4.2010 | 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það er dásamlegt veður... séð út um gluggann... sólin að gera heiðarlega tilraun til að brjótast fram úr skýjunum, gengur nú ekkert ofsalega vel... en aldrei að gefast uppÞað er að vísu allt hvítt úti en það er snjórinn sem féll í gær sem gerir það... við heppin hérna að hafa þó ekki öskufall... þá er nú snjórinn skömminni skárri...Ég er alveg að hafa það af að klára peysu á hana Lindu mína... hef ekki verið mjög dugleg að prjóna undanfarið. Það er nú aðallega út af biluðu tánni minni... mér finnst svolítið erfitt að sitja og slappa af við prjónaskap þegar það er alltaf eins og einhver sé að klípa mig í tána... en það hlýtur að fara lagastÞað er tvennt stórkostlegt að gerast í lífi mínu þessar vikurnar en ég ætla ekki að ljóstra því upp strax... ekki fyrr en allt er í höfn... þegar þar að kemur þá fer það sko ekki fram hjá neinumAnnars er alltaf eitthvað gott að gerast hjá mér... enda ef ég vil að eitthvað gott gerist þá verð ég líka að gera eitthvað til þess sjálf... sit ekkert bara úti í horni með fýlusvip og bíð eftir að eitthvað gerist... Neibb þá nefnilega gæti ég vaknað einn morguninn og fattað að úbbs... ég er að verða áttræð... eða eitthvað svoleiðis... og ekkert hefur gerst... búin að bíða ævina af mér... og það er svo sannarlega ekki eftirsóknarvertLifa í dag en ekki í gær eða á morgun, bara í dagEr ekki með neitt plan fyrir daginn... bara hafa hann góðan og þakka fyrir að hafa nægilegt vit í kollinum til að gera ekkert að kvöldi sem lætur mér líða illa að morgni
Eigið góðan dag elskurnar... já og þú líka
Bloggar | 17.4.2010 | 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það var þriðjudagur og ég var í vaktafríi... æðislegt veður og ég vaknaði með þá hugsun í kollinum að fara nú í góðan göngutúr, jafnvel alla leið niður á Eyri og snapa þar kaffi allavega í 2 góðum húsumEn fyrst þurfti ég aðeins að sinna annarri stóru tánni minni... var búin að sýna lækni hana í vikunni áður, en honum fannst hún ekkert merkilegHún var búin að vera svo aum og mátti ekkert koma við hana... hann sagði að við skyldum sjá til...Ég hringdi í hann í gærmorgun og vildi láta líta á hana aftur, var sem sagt búin að sjá til alveg nógu lengi... það var farið að grafa í henni... ég var að úldnaJá já, sagð´ann ég á tíma handa þér næsta föstudag.... ég fór út í bíl og keyrði niður á slysadeild... sko þegar ég er farin að skemmast svona þá ER eitthvað að og þá sé ég sko ekkert til neittÉg þurfti ekkert að bíða lengi á slysó, varla hálftíma... fyrst tók á móti mér þessi yndislegi hjúkrunarfræðingur, svo kom læknir og læknirinn kallaði til sérfræðing... "Af með hana" sagði sérfræðingur og ég hélt hann meinti tána... Er það nú ekki svona aðeins of mikið í lagt... spurði ég. Nei, verður... er með sögina í vasanumOk gamansamur, mér líkar það en hann var bara að tala um nöglina, hún skyldi af og svo tók hann fram sprautu örugglega með sko alvöru fullorðins beljunál og stakk í gegnum ristina á mér... á 2 stöðum ! Djö... hvað mig langaði að stinga hann til baka... en ég stillti mig, var ekki með neitt til þess heldur...Svo beið ég og beið og beið... og hann kom aftur, ýtti mjúklega á tána og spurði hvort þetta væri vont... nei alls ekki... þá fór hann að stinga í tána með hnífi og það var vont, svo hann deyfði meira, hálffúll bara... "Þú sagðir að þetta væri ekkert vont"... sagð´ann "Búhú, væni... ég viðurkenni alveg að ég er vesalingur af Guðs náð, en er þér sama þó þú gerir þetta eins gott fyrir MIG og hægt er" sagði ég eiginlega bara svona svolítið "blíðlega"Og ég beið aðeins lengur og táin var orðin þreföld af öllu sullinu sem var búið að sprauta í hana og þá kom hann enn og aftur og byrjaði þá að skera nöglina af !!! Djööö... hvað mig langaði bara alls ekkert til að vera á hinum endanum á þessum fæti þarna... En til þess að gera nú langa sögu stutta og vera líka ekkert að lýsa því í öllum smáatriðum hversu mikill vesalingur ég er... þá er nöglin farin af, ég sit hérna með fótinn uppi á stól, kemst ekki í neina skó, á matseðlinum eru aðallega kaffi, sýklalyf og verkjatöbblur og það er farið að gjósa undir Eyjafjallajökli !
Eigið dásamlegan dag elskurnar, það ætla ég líka að eiga
Bloggar | 14.4.2010 | 08:27 (breytt kl. 08:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Las frétt í morgun um mann á Lauga(r)nesinu sem er búinn að standa alls konar þrasi við byggingafulltrúa þar út af allra handanna hraukum og byggingum, sem hann hrúgar upp í kringum sig í óleyfi. Hann segist vera að fegra umhverfið fyrir almenning og svo framvegis og ekki ætla ég að leggja neinn dóm á það, aldrei komið þarnaEn það sem ég tók eftir var að að var haft orðrétt eftir honum í fréttinni að þetta væri "experíment í environalisma" ! Ég þykist alveg skilja þetta en þessi maður er íslenskur, titlar sig að vísu listamann en samt...Kannski er það bara ég en mér finnst alveg óendanlega hallærislegt þegar verið er að sletta svona... þetta er ekkert fínt, það þótti það kannski í gamla daga en ekki lengurTilraunir í umhverfislist eða eitthvað álíka hefði alveg komist til skila sko ! Endilega þýðið þetta fyrir mig samt...
Ferlega fín inn í frábæran dag, sólin skín, ég er hress og fín og í fríi í dag... það er sem sagt NEI dagur hjá mér í dag... vaktaforritið segir þaðAlls ekki neikvæð samt, einmitt afskaplega jákvæð inn í daginn af um það bil milljón ástæðum eða svoAð vísu tvennt neikvætt sem ég veit að gerist í dag, en en allt þetta jákvæða yfirgnæfir það algerlega þannig að það kemur bara út sem minniháttar tímabundin óþægindi, sem ganga fljótt yfirÞegar sólin skín svona dag eftir dag þá fer ég að sjá sumarfríið mitt í hillingum... en það er sko ekki fyrr en í júlí ef ég fæ að ráða
Óska ykkur öllum góðs dags og ennþá betri viku
Bloggar | 12.4.2010 | 09:56 (breytt kl. 09:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Komin á fætur vel fyrir sjö á sunnudagsmorgni og bara ánægð með það... get ekkert sofið með sólargeislana í andlitinu... enda vakna ég bara alltaf þegar ég er búin að sofa, hvað svo sem klukkan er og hvað svo sem dagurinn heitirAlltaf verð ég nú jafnhissa á hverju ári þegar það er farið að glitta í vorið og sólin farin að skína... samt hefur þetta gerst hvað eftir annað og aftur og aftur, alla mína ævi... og á örugglega eftir að gerast þónokkrum sinnum í viðbótÞað má segja að snjórinn sé nokkurnveginn horfinn hérna, nema þykkustu skaflarnir og snjóhrúgurnar hér og þar... svona á þetta að vera ! Ferlega góð inn í daginn, frísk og hress og líður dásamlega með sjálfa mig og auðvitað vorkomuna. Hitti mann í gær sem var ekki eins ánægður með veðrið... spáir hreti um miðjan maí ef þetta heldur svona áfram og norðanátt hér fram í júlí-ágústJæja, ég ætla ekki að fara að hafa áhyggjur af "kannski komandi hretum", er á meðan er og ég nýt þess að hafa gott veður núna... get ekki lifað framtíðina núna, bara nútíðina...Er að klára kvöldvinnuvikuna mína í kvöld, frí á morgun og ekki er hún erfið vinnuvikan framundan... 15-21 þrjá daga og frí næstu helgi... getur bara varla verið betra, ég held ekkiFór á kaffihús í gær með góðum vinum, kláraði að sauma eldhúsgardínur, þvoði þær straujaði og setti þær upp... smá pælingar og prufur en útkoman þykir glæsilegNúna á eftir ætla ég að elda matinn fyrir kvöldið, fæ gest í mat og kem ekki til með að gefa mér tíma til að elda seinna í dag og skemmtilegra að hann sé tilbúinn nokkurnveginn á matartíma ! Nú ætla ég að hætta þessu og fara út að labba í góða veðrinu, læt góða veðrið og labbifélagann minn ekki bíða lengur eftir mérEigið eins og ég dásamlegan dag elskurnar mínar allar
Bloggar | 11.4.2010 | 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 8.4.2010 | 08:13 (breytt kl. 08:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggar | 5.4.2010 | 08:35 (breytt kl. 16:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Las frétt um konu einhversstaðar í útlöndum sem er búin að geyma páskaeggið sitt í 50 ár... OJ og auðvitað líka VÁ, ekki er ég aaaaalveg svona staðföst... ég fékk mitt páskaegg í fyrradag og er að verða búin með það... í gærFórum á skírdag austur á Fáskrúðsfjörð í fermingu Ívars systursonar míns, það var ferlega gaman, gekk fínt og hann komst held ég bara vandræðalaust í fullorðinna manna töluSvo höldum við áfram að koma fram við hann sem það barn sem hann er, eins og allir á þessum aldri... hann má ekkert meira núna heldur en daginn fyrir ferminguna...Svolítið snúið eiginlega... eins og tilveran sé ekki nógu furðuleg fyrir, á þessum aldri...Ferlega góð inn í fínan páska/sunnu/frídag og hef ekki haft tíma til að vera svo mikið í tölvu undanfarið, of margt og mikið skemmtilegt til að truflaGet nú ekki talið það alveg allt upp en þar er meðal annars mikill gestagangur, matarboð bæði hér heima og að heiman, afmæli og ýmsar aðrar heimsóknir... sem sagt ferlega gamanVeðrið já sko... það er ekki alltaf alveg eins gaman að því en fínt í dag... snjóar allavega ekki enda kominn nægur snjór handa öllum sem vilja... og eiginlega dálítið mikið meira en þaðAlltaf að pæla eitthvað auðvitað... ekki hægt að komast hjá því ef maður lifir lífinu sæmilega lifandi... fann sko upp hjólið um daginn með því að fatta að jákvæðni og velvilji geta komið svo svakalega miklu góðu í verk... bara þessi tvö verkfæri sem allir hafa einhversstaðar í sér, en eru bara misduglegir að nota þau...Ég veit auðvitað alveg asnarnir mínir að ég er ekkert að finna upp hjólið meðessu, en mér finnst gott að minna mig á og alveg bráðandsk... nauðsynlegt líkaEigið dásamlegan dag elsku dúllurnar mínar og etið nú yfir ykkur af súkkulaði, það er svo hollt... fyrir sálina
Bloggar | 4.4.2010 | 08:47 (breytt kl. 08:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 30.3.2010 | 08:27 (breytt kl. 08:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173104
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar