Allt í einu er sumarið komið...

... og 17.júní á morgun ! Wizard

Búið að vera dásamlegt veður hér á norðurhjaranum undanfarið... og hvað ég var búin að bíða leeeengi eftir því... Grin

Já svo er ég flutt í íbúðina sem ég keypti mér... tveggja herbergja íbúð bara handa mér og engum öðrum... og ég nýt þess svo að ég á ekki nægilega mörg og sterk orð yfir það... og þá er nú langt gengið... ! Wink Reyndar í fyrsta skipti á ævi minni sem ég bý ein... það var sko löngu kominn tími til að prófa það... ! InLove Held ég hafi aldrei verið svona fljót að pakka upp úr kössum áður, enda fullt af alls konar dásamlegu dóti sem ég var löngu búin að gleyma að ég átti... bara endalaust jól og afmæli í nokkra daga...Tounge Hélt mér mundi kannski leiðast þegar það væri búið en það er nú öðru nær... mér leiðist aldrei, enda hef ég nú líka fínan félagsskap af fleirum en sjálfri mér oftar en ekki... Grin En mér hefur samt aldrei leiðst einni með mér... mér finnst ég nefnilega skemmtileg svo ég á aldrei erfitt með að vera ein... þvert á móti... án þess þó að teljast félagsfælin... Wink

Svo er ég nú líka að vinna af og til... og taka á móti gestum og gangandi... og hengja upp myndir, maður hendir þeim nú ekkert í hugsunarleysi upp á veggina... og bara njóta þess að vera til... ! Kissing

En... ég lenti í vinnuslysi um daginn... ég braut nögl ! W00t Já og það er sko ekkert fyndið... jú reyndar núna... en ekki þá, vegna þess að neglurnar mínar eru svo sterkar að það þarf heljarinnar átak til að brjóta eina svoleiðis... og það var ferlega vont skal ég segja ykkur, svo það flokkast sannarlega undir vinnuslys... að mínu mati... ! Whistling Vinn náttulega með stórvirkar vinnuvélar... hjólastóla og lyftara og svoleiðis... og ef ég get ekki slasað mig á þannig tækjum þá getur enginn það... ! Tounge Reyndi ekkert að fá frí út á þetta slys samt... enda alltaf í fríi finnst mér... þessa dagana er ég til dæmis í smá sumarfrís-bút, þangað til um næstu helgi... Smile

Jæja... nú ætla ég að halda áfram að... gera ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut... minnsta kosti hvorki af viti né gagni og hafa gaman af því... Grin

Hafið það gott við leik og störf... til sjávar og sveita... hérlendis sem erlendis... SmileHeartGrin

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband