Það er alltaf eitthvað gott að gerast...

... núna skín til dæmis sól hér á norðurslóðum... svona eins glaðlega og hún er fær um á þessum árstíma... dagurinn í dag er lengri en gærdagurinn... veit um slatta af feykilega flottu fólki sem er að hætta að reykja... og ég kemst alltaf aðeins nær því að ná fullri heilsu og komast loksins aftur í vinnuna mínaSmile Mér finnst bara full ástæða til að brosa breitt yfir þessu öllu...Smile

Auðvitað er líka alltaf eitthvað... bæði gott og vont... að gerast í þjóðmálunum, en af því að ég setti mér þá reglu þegar ég byrjaði að blogga hérna að blogga ekki um fréttir, þá verðið þið bara að lesa þær sjálf einhversstaðar annars staðarSmile En það skal tekið fram rétt si sona til öryggis, að það er mér og mínum algerlega að meinalausu þó aðrir bloggi um fréttir... ég bara geri það ekkiSmile

Þegar ég hætti að reykja... fyrir rúmum 2 árum síðan... þá fóru svo margir sem þá reyktu alveg í flækjur, fóru sumir flikkflakk og heljarstökk líka...Smile Ég held að fæstir hafi fattað þegar ég reyndi að útskýra, að það var bara eitt sem breyttist við það að ég hætti að reykja... og það var það: "Að ég hætti að reykja" ! Mér var og er alveg sama þó fólk reyki... mér kemur það ekkert við... ég bara reyki ekki sjálfSmile

Mér hefur sjaldnast tekist að vera með ofstæki... held ég... sem er eiginlega stundum svolítið slæmt kannski... Það kemur til dæmis algerlega í veg fyrir það að ég djöflist í einhverri líkamsræktarstöðinni oft í viku... enda með aukakíló sem eiga alls ekki að vera... en það er algerlega bannað, eins og auðvitað allir vitaSmile En... mér er bara alveg sama... ef mér fer að líða illa með þeim þá losa ég mig við þau... alltaf verið dugleg að losa mig við það sem mér líður illa með... og þangað til hef ég engar áhyggjur...Smile

Búin að prjóna lopapeysu á sjálfa mig... og byrjuð á annarri... grobba mig af því á Feisbúkk og fæ óspart hól fyrir...Smile Það er ferlega fallega hugsað og mér þykir virkilega vænt um það, en mér finnst samt varla ástæða til að hæla mér fyrir að gera bara það sem mér finnst gaman... Ég er nefnilega í þeirri aðstöðu... að vísu ekki að eigin vali... að hafa tíma til að dunda mér við hitt og þetta... og monta mig svo hægri/vinstri af því litla sem ég geri...Smile

Mig langar alveg ofsalega til að fá mér hund... mér hefur tekist að hemja mig hingað til og á svona frekar von á að mér takist það eitthvað framvegis... en mig langar samt í hund... alveg virkilega !

Bara ein tegund af broskörlum hjá mér í dag... bara aþþí bara... vona að ég verði ekki farin að gelta þegar ég skrifa hérna næst...Smile  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þú ert sólargeisli Sérð alltaf sólina þrátt fyrir skýin,,,,hún er þarna

Ragna Birgisdóttir, 12.1.2012 kl. 13:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Þakka þér fyrir... Þú ert nú ein af fyrirmyndunum mínum í því

Jónína Dúadóttir, 12.1.2012 kl. 13:40

3 identicon

Já það er farið að muna um birtulengdina á góðum degi, er svo fegin því. Það fer nú að verða manns aldur síðan ég hætti að reykja árið (1985), en mér finnst of svo gott að finna lyktina þegar kveikt er í sigarettu. Og svo er ég svo klikkuð að ég þoli ekki að mínir gestir standi eins og þeir séu óvelkomnir út á tröppum og reyki, banna svoleiðis. Þeir sem kom til mín koma með kostum og göllum og þannig vil ég hafa þá. Þetta þykir mörgum skrítið, en ég er bara svona skrítin. Dugnaður er þetta í þér kona í prjónaskapnum. Gott að hafa eitthvað skemmtilegt að gera á daginn.

Ásrún (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 13:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Rögnu þú ert sólargeisli Jónína mín  Takk fyrir þessa ljúfu færslu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 13:58

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásrún mín: Já ég er líka svo glöð að það skuli vera farið að birta svona...

Og ef þú ert skrítin þá er það bara af hinu góða og mér líkar það vel... ég nefnilega hugsa líka svona... að vísu vill íbúðareigandinn ekki að það sé reykt inni hjá honum og það er bara besta mál, hann ræður því En þegar ég er komin í mína eigin íbúð þá breytist ýmislegt auðvitað...

Já er á meðan er... ekki viss um að ég geri fleiri lopapeysur núna... en svo er oft ekkert að marka það sem ég segi....

Jónína Dúadóttir, 12.1.2012 kl. 15:46

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Segi þá bara eins og ég sagði við Rögnu: Þú ert líka ein af fyrirmyndunum mínum...Og hvernig er annað hægt en að vera jákvæð... ég er náttulega fædd með þessum ósköpum... svo ákvað ég líka fyrir mörgum árum síðan, þegar allt var sem erfiðast, að nota bara jákvæðni og bjartsýni og er svo þar að auki umvafin einstöku ljúflingsfólki bæði í netheimum og kjötheimum....

Jónína Dúadóttir, 12.1.2012 kl. 15:52

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara svo frábær hugmyndafræði elskuleg mín, og ég er afskaplega ánægð með sjálfa mig að geta verið jákvæð þrátt fyrir allt sem miður fer.  Þess vegna er ég líka svo glöð að finna sálufélaga sem hugsar einsÞað styrkir svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 17:19

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Fyrst þú getur verið jákvæð, þá á ég að geta það mjög auðveldlega... og já sálufélagi minn, rétt...

Jónína Dúadóttir, 13.1.2012 kl. 00:18

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband