Þannig er mál með vexti að...

... ég er byrjuð að vinna aftur eftir næstum því hálfs árs slugs í leti og ómennsku... já eða svima og hausverkjum öllu heldur...Whistling Ég er annars ferlega góð, svoleiðis... er á rólegu vöktunum enn sem komið er, en er samt gjörsamlega uppgefin þegar ég kem heim... en ekki lengur óglatt af þreytu eins og fyrstu daganaTounge Fékk svo hjartanlegar móttökur bæði hjá skjólstæðingum og samstarfsfólki að ég er að hugsa um að fara alltaf í löng veikindafrí á hverju ári, það er svo gaman að koma aftur...Cool Nei, bara að bulla... en allt þetta yndislega viðmót minnti mig bara enn og aftur á af hverju ég dýrka vinnuna mína...Kissing

Ég vildi svo óska þess að ég gæti haldið því fram með réttu að ég hefði þróað með mér þolinmæði á þessu hálfa ári... en það get ég bara alls ekki, þá væri ég að ljúga...Tounge Hefði virkilega þurft rauðvín og róandi í dágóðum skömmtum svona um það bil á hverjum degi, þegar það var farið að grilla í jólin og ég ekki ennþá orðin vinnufær...Halo Hef ekkert lagast í þeirri deildinni... hef enga þolinmæði í svona kjaftæði, sérstaklega þegar lagt var upp með það í upphafi að þetta yrðu bara svona 2-3 vikur... en ekki 23 vikur ! Og svo vissi enginn hvenær þetta mundi lagast og einstaka sérfræðingur var svo farinn að hvísla þarna ljóta orðinu "hvort" í staðinn fyrir fallega orðinu "hvenær" ! Devil Þá var bara um tvennt að velja fyrir mig... spennitreyju og lokaðan gúmíklefa á Kleppi eða vinnuna... og ég valdi vinnuna...Grin 

Það voru nú ekki allir sammála mér um að ég gæti farið strax að vinna, en ég er að sanna að ég get það víst... enda með eindæmum þrjósk og gefst aldrei upp... og er komin í vinnuna til að vera... nema á morgun, þá er ég í fríi... og ætla í klippingu...Grin

Góð vinkona mín sem mér þykir undurvænt um er að skilja við manninn sinn... þau eru bæði yndislegt fólk og þetta gengur ótrúlega rólega og friðsamlega fyrir sig eftir því sem ég best veit. Samt er alltaf til fólk sem "heldur með" öðrum aðilanum... það hefur mér alltaf fundist svo innilega fáránlegt... ég held alltaf bara með börnunum þar sem þau eru í spilinu og engum öðrum. Ef þau væru að skilja af því að annað hefði níðst á hinu, þá mundi ég taka afstöðu með þeim/þeirri sem níðst var á... en þegar ekkert svoleiðis er til staðar þá sé ég ekki að það þurfi eitthvað að skipta liði... einmitt ekki !Shocking

Ég skildi til dæmis ekki við sambýlismanninn til 10 ára af því að ég er svo vond kona... og ekki heldur af því að hann er svo vondur maður... þannig að það þurfti alls ekkert að skipta í lið þar. En hans fólk "stóð auðvitað með honum" og flest af því hefur ekki talað við mig síðan... en það er auðvitað frjálst val, ég neyði engan til vináttu við mig...Tounge Ég skildi við hann af því að mér fannst hann leyfa sér að verða allt of gamall andlega miðað við árin sem hann var búinn að lifa... hann hafði allt of mikla minnimáttarkennd fyrir minn smekk... fannst virkilega passa að reyna að stjórna mér með fýluköstum og var afskaplega ósáttur við að mig langaði ekki að drekka áfengi...Wink Það að ég skyldi ekki gera sjálfri mér það að lifa við þetta miklu lengur, er mitt mál og það þarf enginn að fyrtast neitt fyrir mína hönd... en það gerir mig heldur ekki að vondri konu sem fólkið þarf að forðast í tryllingi... prófi þau bara að búa með honum...Grin Og hann er ekkert vondur maður... þó honum finnist engin ástæða til að vinna í sjálfum sér og reyna að losa sig við hina ýmsustu ósiði, þá er það barasta algerlega og eingöngu hans vandamálCool Enda vona ég að fólkið mitt sé ekkert að forðast hann... það er enginn mannsbragur á því... það er að segja ef hann er eitthvað að reyna að hafa samband við það... sem ég veit bara ekkert umWink Við erum alveg sama fólkið og þegar við bjuggum saman... við bara búum ekki saman...Grin

Annars ferlega góð sko... og alveg elska það að vera byrjuð að vinna aftur... ef það skyldi nú virkilega hafa farið fram hjá einhverjumGrin 

Og kannski er ég líka bara byrjuð að blogga aftur... JoyfulHeart

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<3

Jokka (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 23:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín:

Jónína Dúadóttir, 7.3.2012 kl. 23:33

3 identicon

Góður pistill hjá þér Ninna mín eins og venjulega. Gott að þú þolir að vinna það bætir sál og líkama að hafa góða vinnu. Ég er sammála þér með að skilji fólk þá þarf ekkert að skilja við alla fjöldskylduna, stundum bara vex fólk einhvern veginn hvort frá öðru eða í sitt hverja áttina, það er nú varla samnæmt. En svona er lífið og svona er sumt fólk bara þröngsýnt. Það hefur engin leyfi til ð stjórna öðrum með fílunni í sér, en það er gert víða. Haltu bara áfram að vera þú sjálf heillin góð þú er svo ljómandi ágæt þannig.  Njóttu frídagsins og næstu daga.

Ásrún (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 08:24

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásrún mín: Þakka þér fyrir...

Jónína Dúadóttir, 8.3.2012 kl. 08:49

5 Smámynd: Dagný

Svo satt - svo satt. Enginn getur breytt neinum nema sjálfum sér og það þýðir ekki að reyna það þannig að best er að vera ekkert að ergja sig á svoleiðis vitleysu ;-) Þú ert frábær eins og þú ert og bara flott að vera ekkert að búa við eitthvað sem þú ert ekki sátt við. Það reyni ég líka að gera ;-) Góða skemmtun í vinnunni þinni ljúfust mín :-)

Dagný, 8.3.2012 kl. 09:08

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Rétt hjá þér mín kæra... ég breyti ekki öðrum en ég get breytt mér... og fært mig til ef mér líkar ekki staðurinn...

Þakka þér fyrir falleg orð elskuleg og sömuleiðis bara...

Jónína Dúadóttir, 8.3.2012 kl. 09:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg hugvekja um skilnaði.  Enn flottari umsögn um þraugseiga konu sem neitar að gefast upp fyrir veikindum sínum.   Þú ert frábær Jónína mín.  Mikið skil ég vel að þú hafi ekki viljað eyða meiri tíma í að tjónka við mann sem vildi ekkert vinna í sínum málum.  Hvað hans fjölskyldu varðar, sýnir mér bara á hvaða leið þau eru, sem er sorglegt.  Því öll höfum við gott af að heyra fleiri hliðar á málum og þurfum að takast á við þá eiginleika okkar sem draga okkur niður og eru okkur til trafala í lífinu.  Gott að þú ert byrjuð að vinna aftur.  Gangi þér allt í haginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 17:50

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Allt þetta hól komandi frá akkúrat þér, er mér meira virði en orð fá líst... ég hef nefnilega þá trú að þú vitir hvað þú segir og segir það sem þú meinar... Þakka þér fyrir...  

Jónína Dúadóttir, 8.3.2012 kl. 19:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jónína mín svo sannarlega meina ég hvert orð af fullri einlægni.  Þegar maður er orðin 67 ára þá hefur maður kynnst mannlegri reisn og líka mannlegri niðurlægingu og allt það á milli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 19:37

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

gott hjá þér og ef þú byrjar að blogga meira skal ég líka gera það En ég held samt með þér af því ég þekki fyrrverandi sambýlismann þinn svo gott sem ekki neitt og fyrst ég náði ekki að kynnast honum þegar þið voruð saman sé ég enga ástæðu til að fara að kynnast honum núna...

Jóhanna Pálmadóttir, 8.3.2012 kl. 20:07

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín 

Jónína Dúadóttir, 8.3.2012 kl. 21:30

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Tek þig á orðinu... blogga í fyrramálið

Jæja... eins gott að einhver heldur með mér þá... Og ég held mér sé óhætt að fullyrða að þú nennir ekkert að þekkja fólk eins og hann... og hefur ekkert með það að gera heldur...

Jónína Dúadóttir, 8.3.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband