Já er það ekki bara.... ;-)

...sit hérna við tölvuna og hlusta á Gullbylgjuna... gömul og yndisleg lög... fullt af lögum sem ég var búin að gleyma að voru til...Smile Hundurinn liggur rétt við stólinn minn eins og venjulega... hún fer aldrei langt frá mér blessunin... ég á þar lítinn skrítinn skugga, en skömmin er ekkert líkur mér...Grin Hún eltir mig alltaf um allt... úti og inni... og skilur ekkert í því að hún skuli ekki líka fá að fara með mér á klósettið... en mér er alveg sama, ég rígheld í þau mannréttindi mín að fara þangað einPinch Hún er ósköp hlýðin greyið og indæl... en hún fer svo úr hárunum að ég skil ekki að hún skuli ekki vera orðin sköllótt fyrir löngu síðan... sem er gott samt, ég held það færi henni ekkert vel... en það er farið af henni tróð í þó nokkra kodda síðan hún kom hingað í vor...Crying Hún geltir afar sjaldan sem er æðislegt... nema náttulega á póstinn þegar hann kemur inn um lúguna... það er sjálfsagt eitt af hennar meðfæddu skylduverkum þó að ég skilji það ekki...Wink Og á kvöldin þegar allt er orðið hljótt, þá á hún það til að reka upp nokkur gelt þegar minnst varir... og ég hrekk alltaf svo hressilega við að ég held það sé orðið nokkuð öruggt að hjartað í mér stoppar ekki næstu árhundruðin....Tounge

Búin að fara í berjamó á þessu ári... fór út á Grenivík og við Hóffa vinkona fórum upp í Dal... ættaróðal fjölskyldu hennar. Við týndum helling af berjum en vorum ekkert lengi samt... verð nú að leiðrétta þetta aðeins... hún týndi helling... ég týndi í einn lítinn dall og setti hann svo ofan í annan stóran og þykist þá hafa týnt í tvo...Grin Burtséð frá magninu af berjunum þá var þetta yndislegt, að vera svona úti í náttúrinni í frábærum félagsskap og góðu veðri... fátt sem toppar það...Kissing Nema ef vera skyldi kaffið og heimabakaða Gunnu-kakan hjá pabba hennar, sem við ruddumst inn á eftir berjamóinn... kakan var góð en móttökurnar voru ennþá betri...Smile

Á morgun ætla ég svo í aðra sveit... hérna megin við fjörðinn... fara og knúsa tengdadóttur mína og barnabörnin þrjú... þau voru að koma heim í kvöld úr þriggja vikna dvöl hjá fjölskyldunni hennar í Sviss...Smile Ég er búin að sakna þeirra mikið, en ég er svo heppin og endalaust þakklát fyrir að þau skuli kjósa að búa hér en ekki þar úti... það er svo vont að hafa ungana sína langt í burtu... veit það af því að elsku stelpuskottið mitt hún Kata er búin að búa í Svíþjóð í hundrað ár... eða eiginlega næstum því alveg...InLove En hún er hamingjusöm og það skiptir öllu máli... henni líður vel, hún á yndislega konu og stjúpdóttur og er í góðri vinnu...Smile

Nóg að gera við að halda áfram að láta mér líða vel og njóta þess að vera í sumarfríi... njóta góða veðursins sem er búið að vera alveg einstakt núna lengi... og njóta þess að vera eins frísk og ég er orðin... hvað er hægt að biðja um meira ? Fátt... held ég...Whistling

Þangað til næst... hafið það gott yndin mín öll...SmileHeartSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Já gæludýrin væru mun minna mál ef hárið gæti tollað á þeim ;p

Gott að barnabörnin eru komin heim - ekkert eins notalegt og að knúsa barnabörn ♥

Dagný, 19.8.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla Jónína mín eins og þín er von og vísa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2012 kl. 10:12

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það sem þú skrifar er ævinlega mannbætandi. Takk

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 19.8.2012 kl. 13:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Oooo... já... ef andsk... hárin gætu nú bara tollað...

Svo rétt hjá þér... fór og fékk svo yndisleg knús... frá 3 dásamlegum gullmolum 

Jónína Dúadóttir, 19.8.2012 kl. 16:51

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir mín kæra

Jónína Dúadóttir, 19.8.2012 kl. 16:52

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Anna Dóra mín: Takk sjálf...

Jónína Dúadóttir, 19.8.2012 kl. 16:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2012 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband