Gula ferlíkið er mætt á svæðið !

Eitt af því dásamlega við landið okkar er tilbreytingin í veðráttunni, samt eins gott að geðheilsa mín stjórnast ekki af þessari oft á tíðum brjálæðislegu tilbreytingu, þá væri matseðillinn eingöngu róandi töflurShocking En stundum gerist það nú samt að nokkra daga í röð er gott veður, eins og núna....InLove   Þriðja daginn í röð er dásamlega hlýtt hér og sólin skín eins og henni sé borgað fyrir það. Gróðurinn rýkur upp og þar með talið grasið á lóðinni okkar og þá þarf að fara út að slá, út að slá á engi...Whistling   Litla sláttuvélin sem dugði svo vel á litlu rennisléttu lóðina í Fjallinu gafst fyrir rest grátandi upp á laugardaginn, svo ég fór í gær og keypti aðra, stóra skærgula bensínknúna með drifi. Þegar hún var nú komin í gang, lesist þegar spúsi var búinn að setja hana í gang, fór ég að slá... Grin Það gekk rosalega vel eftir smá byrjunarörðugleika, ég hefði viljað hafa fyrstu ferðina á myndbandi, hefði samt ekki sýnt neinum þaðGetLost Það eru tvær slár á haldinu sem þarf að halda í en samt ekki að kreista þeim upp að, svo að jómfrúrferðina fór ég í loftköstum.... hangandi aftan í vélinni. Ég kreysti  slárnar í byrjun að haldinu af öllu afli, bara drífa í þessu sko og þá fór þessi skærguli  klikkhaus á fulla ferð og mér brá svo að ég fattaði ekki að sleppa neeeeei, ég hélt auðvitað sem fastast, bæði til þess að fá að koma með og til að missa ekki ferlíkið út á götu í veg fyrir næsta bíl ! Smá hugsanafeill sko.... þegar ég sleppi þá nefnilega drepst á gula ferlíkinu og það stoppar...Blush  Jæja en þegar vélin var hætt að fara með mig út að slá og ég var farin að ráða ferðinni, gekk allt vel og ég er eiginlega alveg búin að slá....Wink Það er líka glampandi sól úti núna, en fer líklega að breytast, ég er nebblilega alveg að komast í sumarfríUndecided Njótið dagsins í góða veðrinu og munið að brosa hringinnSmile        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með gula ferlíkið og Góðan daginn.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 06:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Gunnar minnEintóm hamingja þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 07:05

3 identicon

Tíhí hefði viljað sjá þig þú hefur sennilega verið eins og flagg aftaní gulu hættunni  en gott að þið eruð búin að finna út hvor ykkar stjórnar, vona þú hafir samt ekki slegið þessar fallegu páskaliljur sem blómstra svo fallega hjá þér

Jokka (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:04

4 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína!  Það er ekki fyrr en á vorin og frekar seint á vorin sem ég öfunda þig af því að búa í þessu Þorpi..........En, mér finnst rigningin góð!

Júdas, 27.5.2008 kl. 08:08

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Búkolla mín: Góðan daginn, bíddu bara... hún kemur

Jokka mín: Gaman? Já þú segir það...Páskaliljurnar sluppu, en bara af því að vélin sneri í áttina frá þeim í fyrstu ferðinni...

Júdas minn: Góðan daginn, jamm nú er gott að búa hér... er þetta þorpið með stórum staf ? Mér finnst rigningin líka góð

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 08:15

6 identicon

Það hefði verið gaman að sitja hátt upp í tré og horfa á guluhættuna draga þig um garðinn!

Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Þakka þér fyrir... kærlegaÖruggast já hefði verið að sitja hátt uppi í tré

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 08:32

8 Smámynd: Einar Indriðason

Hér er uppástunga að keppni fyrir þig:  Geturðu slegið garðinn þinn á betri tíma?  Farið hraðar yfir?  Geturðu "fiffað" eitthvað á gula skrímslinu svo það sé auðveldara að stýra?  Ættirðu að fá þér kannski snjósléða og festa sláttuvélina aftan í?  Eða fá þér þotuhreyflin í sláttuvélina?

Annars las ég "gula skrímslið" fyrst sem Sólina blessuðu, en ... sá fljótlega að það bara gat ekki passað... ekki flýgurðu á eftir sólinni, eins og flagg að húni, í 10 vindstigum?  (Eða er það?)

Einar Indriðason, 27.5.2008 kl. 09:22

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar góður að venjuÞetta með sólina, aldrei að vita hverju ég lendi í

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 09:54

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæl Jónína mín. Ljótt að missa af sláttuævintýrinu þínu með gula ferlíkinu. Átti einu sinni sláttuvél með drifi, en núna er ég með svo lítinn blett að ég þarf ekki svona ferlíki. Hafðu það gott og njóttu sólarinnar meðan hún er hjá okkur hér fyrir norðan, aldrei að vita hennar hún bregður sér af bæ.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:06

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sæl Ólöf mín, ég veit þú hefðir hlegið að mér enda ekki annað hægtHaf þú það líka gott í sólinni... sem sést að vísu ekki alveg núna í hádeginu

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 12:16

12 Smámynd: Tiger

  ... Konudýr og vélar!

Það er næsta víst að ef þú miðar vel þá ættir þú að geta slegið bletti nágranna þinna um leið og þú tekur þinn í gegn, enda er greinilegt að þú ræður ekki för - og ef ég þekki konur rétt þá er erfitt að stoppa þær þegar þær byrja.

  Það er eins gott að þú sért ekki með rafmagnstannbursta! Hvað þá rakvél (en mér sýnist á öllu að þú hafir misst þig með höfuðrakvél - miðað við síðustu súlumynd af þér)...

  Ég mæli með því að þú farir bara út á tún með skæri og klippir bara rólega hvert strá fyrir sig, það er öruggast og það eina sem þú þarft að passa eru puttarnir á þér. Ef til vill væri líka gott mál að kaupa bara eina geit og hafa hana úti í garðinum - og skila gula ferlíkinu bara aftur.

  Annars er ekki gott að hleypa svona skæruliðum eins og þér út í náttúruna - aldrei að vita hvað gerist og aldrei að vita hvaða jurt lendir undir á leið þinni. Sendi samt knús yfir heiðar - og þar sem ég veit að þú ert með háf - þá munt þú örugglega geta veitt það þegar það flýgur yfir. *knúsípúsí*...

Tiger, 27.5.2008 kl. 16:53

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 18:06

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Látt´ekki sona... þig langar bara í svona flotta sláttuvélÉg skal alveg lána þér mína... einhverntímann... kannski....Fór út með háfinn og gómaði obbosslega sætt og hlýtt knús sem er örugglega frá þér

Birna mín: Velkomin

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 19:59

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Takk fyrir þaðOg kær kveðja og þakklæti frá Sylvíu

Birna Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 20:37

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kysstu Silvíu frá mér

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 20:47

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með sólina, þú átt hana örugglega skilið!

 Fæ lánað blómið ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband