Bergmálið...álið...ið...

Nú er ég byrjuð að raða inn í skápa í nýja eldhúsinu okkarWizard Ég er með tvo pottaskápa, þ.e.a.s. tvo hornskápa með snúningsgrindum og er búin að setja þá fáu potta sem ég finn, inn í þá.... Kannski á ég samt bara ekkert fleiri potta, ég var nú eiginlega með sýnishorn af pottaskáp í pínupínulitla eldhúsinu okkar í Fjallinu og stærri pottarnir voru svo uppi á eldhússkáp og inni í geymslu. Þeir eru nú svolítið einmanalegir þarna og ég er ekki frá því að það bergmáli inni í skápunum, en ekki er þó þrengslunum fyrir að fara. Svo er hrærivélin með hakkavél og öllu tilheyrandi og minni eldhústæki, dót sem var alltaf á hálfgerðum vergangi uppi í Fjalli, komið í þartilgerðan skáp. Sökkullinn er kominn á sinn stað og ísskápsferlíkið komið í samband. Ég þarf nú ekki að segja neitt sérstaklega frá því finnst mér, að uppþvottavélin er löngu komin í gang... við vorum varla búin að klára að leggja gólfefnið þegar ég heimtaði að drösla henni fram og tengja hana, svo ég gæti hætt að ergja mig yfir uppvaskinu í vaskinum í þvottahúsinuWhistling Nú bíðum við eftir Rafvirkja Tengdasyni til að klára sitt verk, setja upp og tengja kappaljósin og ganga frá endanlegum tengingum fyrir stærri tækin. Við erum með þau í sambandi með framlengingarsnúrum og fjöltengjum út um allt og erum stundum að hrasa um þetta snúrudót, en það er nú að fara að lagast. Barasta farin að sjá fram á það að okkur takist að komast frá þessu nokkurnveginn óslösuð, svona í aðalatriðumGrin Þetta er baaara æðislegt! Gangið glöð inn í góðan dag og njótið hans vel... hann kemur ekkert afturSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Búkolla mínÓjá, þetta kemur

Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gaman að fylgjast með þessi hversdags-ævintýri þínu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 08:07

3 identicon

Vííí þetta verður æði!!  kem fljótlega í te og skoða og klappa innréttingunni

Jokka (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 08:18

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Þakka þér fyrir, þú ert alltaf svo indæll, ekkert skrítið þó ættingjum mínum þyki vænt um þig

Jokka krúsidúllan mín: Sem fyrst takk ! Við hlökkum báðar til að sjá þig, ég og innréttingin

Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 08:22

5 Smámynd: Unnur R. H.

Gengur þokkalega ha Og svo nóg af myndum að öllu loknu, ekki spurning

Unnur R. H., 29.5.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Unnur mín, ég kem til með að drekkja ykkur í myndum að öllu þessu loknu

Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þett er semsagt allt á réttri leið hjá ykkur fyrir norðan

Heiður Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 11:47

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Heidi mín, alltaf

Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 11:51

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er sóóól í Kefsvona annað slagið

Birna Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 12:21

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff.. ég leti svo hratt á fyrirsögnina að mér sýndist fyrst standa,,Byrgismálið" en róaðist þegar ég las þetta hægt  .. Knús á þig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.5.2008 kl. 12:51

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Til lukku með sóóóólina, svipað hér birtir til annað slagið

Jóhanna mín: Nei nei fer aldrei út í svoleiðis hér, ég tel mig ekki þess umkomna að fjalla neitt um það hræðilega mál... En það er gott að þú ert orðin róleg og ég sendi hlýtt knús til baka

Jónína Dúadóttir, 29.5.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband