Góðan og blessaðan....

Núna eftir hádegi er ég að fara í smá aðgerð og kem úr henni betri en ný og bila aldrei....Cool Það eina sem ég má svo gera næstu fjórar vikurnar, er að fara út að labba og leika mér í tölvunni, það eru sko ekki allir svo heppnir að vera með læknisvottorð upp á þaðGrin Ég er að farast úr stressi að vísu og það birtist þannig að ég verð helmingi rólegri en venjulega, utanaðfráséð og sæki í að þrífa og laga til, sem er nú bara besta mál eiginlegaWink Kvíði mest fyrir því að mega ekkert borða fyrr en um kvöldmat og svo að vakna upp úr svæfingunni... vakna svo illa af svona gervisvefniCrying Annað er það nú ekki, ég trúi því alveg að þetta hafi verið læknirinn sem ég talaði við, en ekki húsvörðurinn og að hann bara viti hvað hann er að gera... það er að segja læknirinnTounge Fram að aðgerð, ætla ég að vera í hlutverki handlangara inni á svefnherbergisgólfinu okkar, sem er btw vel hálfnað að setja nýjar spónaplötur á og eftir það að flota aðeins upp við tvo veggi og svo bara parket !Skjáumst seinna elskurnar, þegar ég samkvæmt læknisráði fer með tölvuna út að labba.... eða kannski hef ég ekki náð þessu alveg rétt.....Grin Óska ykkur góðs dags og ennþá betri helgarSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Ninna mín gangi þér vel og fáðu góðan bata ég verð svo að fara að kíkja á þig er nú búin að aka framhjá og sjá húsið annars er ég í keng núna fékk svona í bakið og get ekkert gert nema bíða eftir fæðingu barnabarnsins sem á víst að koma í dag

Dísa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk mín kæraLeiðindavesen á bakinu á þér, vona það batni fljótt svo þú getir allavega haldið á barnabarninuHvort "barnið" er að fjölga sér núna?

Jónína Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 09:12

3 identicon

Sandra Mjöll

Dísa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Gangi þér vel!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.6.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gangi þér vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Til hamingju með barnabarnið og ástarkveðjur til Söndru

Jóhanna mín: Þakka þér fyrir

Jenný mín: Þakka þér líka

Ragna mín: Þakka þér, finn fyrir þeim

Þið eruð allar svo yndislegar

Jónína Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 10:05

7 identicon

Hjartað mitt! Gangi þér vel, og mundu að anda bara djúpt þegar þú vaknar, þá gengur þetta miklu hraðar yfir (að koma svæfingarefninu úr kerfinu og blóðþrýstingnum upp á við )

Þetta verður búið áður en þú veist af, og svo get ég haldið þér e-hvern félagsskap tíhí..

sendi þér góðar og hlýjar hugsanir heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 10:16

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gangi þér vel

Birna Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 10:31

9 Smámynd: Tiger

 Æi, vonandi kemur þú ekki til með að sofa of lengi - er þó glaður yfir því að nú færðu heilagt vottorð um blogggleðidaga framundan. Vona að allt gangi brilljant vel hjá þér í aðgerðinni.

Sjálfur sef ég vel í aðgerð, sef fast og duglega - en finnst oft sem það taki mig óratíma að sofna og er alltaf að segja þeim að bíða með að skera í mig þar til ég er örugglega sofnaður sko!! :)

Væri alveg til í að vera fluga á tré í garðinum þínum þegar þú ferð út að labba með tölvuna, vonandi í ól en ekki dragandi hana á snúrunni .. örugglega bara gott fyrir tölvuna að fá smá göngutúr en hanga ekki alltaf inni.

Knús á þig ljósið mitt og ég sendi ljós og hlýjar kveðjur inn í svefninn þinn þarna í aðgerðinni.

Tiger, 20.6.2008 kl. 13:41

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gangi þér allt í haginn Ninna mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 13:55

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Gangi þér vel og gerðu svo minna en ekkert þegar þú ert komin heim

Erna Evudóttir, 20.6.2008 kl. 18:04

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er ekki alveg farin að sjá Ninnu gera lítið sem ekkert,aldrei að vita samt

Birna Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 18:06

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gangi þér vel í aðgerðinni Jónína mín. Farðu þér svo hægt á eftir og reyndu að láta heimilisfólkið snúast í kring um þig. Þú átt það örugglega inni hjá þeim. Það getur nú kannski orðið þér erfitt að mega ekkert gera dugnaðarforkurinn þinn . En talvan getur nú hjálpað.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:08

14 identicon

Ninna mín mundu svo að slappa af eftir aðgerðina þó það sé erfitt þú veist að aðrir geta alveg gert það  sem gera þarf við þurfum ekki að gera allt sjálfar barnið er ekki fætt ennþá en Tumma systir á afmæli á morgun svo kannski kemur Tumi litli þá ,hver veit?

Dísa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:58

15 Smámynd: Einar Indriðason

Já, gangi vel.

Einar Indriðason, 21.6.2008 kl. 02:50

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vá, hvað ég er búinn að vera lengi frá bloggheimum...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.6.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband