Og það held ég nú...

Ég er í fréttafríi og skammast mín ekkert fyrir það, ef ég fer að hafa áhyggjur af málum sem ég get ekkert gert við og/eða lagað, þá verð ég bara þunglynd og það algerlega til einskisWoundering Mér finnst samt ferlegt að fólk skuli vera að tapa sparnaðinum sínum og allt gangi frekar illa, vil ekki að það sé neinn misskilningur í gangi með það, en sorry... get ekkert gert þó ég fegin vildi og sé ekki tilganginn með því að vera að hlusta á allar sorgarsögurnarBlush Var að koma úr einni vinnu og á leiðinni í aðra, slabb, bleyta, kuldi, það snjóaði bara svolítið í alvöru í nótt og snjóar enn... Frown Vor háttvirti heimilisköttur hatar snjó meira en vatn og fer ekkert út þessa dagana... Alveg sama þó ég rífi þvottahúsgluggann næstum úr fyrir hann, hann horfir bara á mig með svona hálfgerðum fyrirlitningarsvip og ég les út úr honum eitthvað eins og: "Hvað dettur þér næst í hug þú þarna kona sem færð allranáðarsamlegast að búa í mínu húsi ? Fer ekki fet út í þetta hvíta ógeð þarna!" GetLost Ég fer í klippingu í dag, af því að þegar ég er farin að sjá agalega úfið útigangshross í speglinum inni á baði á morgnana, þá veit ég alveg að það er ég og ég þarf að fara að láta klippa migTounge Núna ætla ég að fara út og setja bílinn minn í gang svo hann verði orðinn hlýr þegar þessi vesalingur af guðs náð, sem er ég, þarf að keyra af stað... Whistling Eigið svo góðan og margblessaðan dag elskurnar mínar allar og passið upp á peningana ykkar sem aldrei fyrrSmile

Alveg glænýtt ;-)

Það er byrjað að snjóa... vonum seinna og akkúrat í þessum skrifuðu orðum, þá er eiginlega ullar niður og er bara býsna fallegtJoyfulÞó að veturinn sé ekki alveg uppáhalds hjá mér þá verð ég alltaf jafnhissa þegar fyrsti snjórinn fellur... eins og það sé eitthvað alveg glænýtt. Eins þegar vorið kemur með laufin á trén og lítil börn fara að ganga í fyrsta skipti og fleira og fleira sem endurtekur sig alltaf og hefur alltaf gert og kemur alltaf til með að gera... samt er ég alltaf jafn hissa. Gullfiskaminnið getur verið alveg dásamlegt fyrirbæri... svona af og tilWinkÆi núna kúrði okkar háttvirti heimilisköttur á forstofumottunni og þá kom þessi stórhættulega blaðburðarkona og skellti blaði með tilheyrandi látum og kreppufréttum inn um póstlúguna... í þeim tilgangi einum auðvitað að hræða úr honum líftóruna, prívat og persónulegaCryingHann spýttist fram í þvottahús á hraða ljóssins... en kemst ekki út, það er að verða aðeins of kalt úti til að hafa gluggann þar opinn allan sólarhringinn, svo hann verður að láta sér nægja að hendast niður í kjallara og vera skelfingu lostinn þar smá stundToungeÉg er í fríi í "fyrstu vinnunni minni" í dag, af því að ég var svo dugleg þar í gær, þess vegna er ég að slugsa núna í tölvu og líður fjarskalega vel með þvíGrinStyttist í afmælið mitt, sem er að sjálfsögðu merkisafmæli af því að það er afmælið mitt og styttist líka í að tengdadóttirin og sonardóttirin komi frá Sviss, ég sakna þeirra mikiðInLoveAnnars góð og sátt við lífið og tilveruna, hef ekki eina einustu ástæðu til annarsHeartVona að þið öll eigið góðan dag og munið að við hættum ekki að hlægja af því að við verðum gömul, við verðum gömul af því að við hættum að hlægjaSmile


Messutími ;-)

Fór með stóra bláa jeppann minn í skoðun um daginn og fékk grænan, ekkert tiltökumál svo sem... þarf að skipta um stýrisenda öðrum megin. Ok, kaupa hann... ekki til ... ok, panta hann... hann kom. Spúsi minn þessi dugnaðar altmuligman reif dekkið undan og auðvitað eitthvað fleira og eftir mikið bras, tókst honum loksins að ná ónýta stýrisendanum af...Joyful Þá passaði ekki sá nýi, vitlaust afgreitt, svo að stóri blái jeppinn minn stendur bara og bítur gras... öllum til ama og leiðinda, beint fyrir framan bílskúrsdyrnar heima hjá MágsaPinch Það þarf að fara í umboðið til að gá hvort þeir eiga réttan enda, en það er ekki hægt fyrr en á morgun og ef þeir eiga hann, þá klárar minn þetta örugglega á morgun ef ég þekki hann rétt, en ef ekki þá þarf að panta þetta að sunnan... vonandi ekki að utan samtWhistling Við vorum að slæpast úti fram á rauða nótt... spúsi og bræður voru að spila fyrir dansi hjá Harmonikkufélaginu, sem heldur alltaf böll einu sinni í mánuði og þau eru sem betur fer bara til tvö... sem er alveg yfirdrifið nóg handa mér og hinu gamla fólkinuGrin Þeir sem kunna að spila skiptast á, hver grúppa spilar í klukkutíma og bræður voru að spila núna frá eitt til tvö. Vona að þið eigið öll væran og ljúfan sunnudag, ég ætla að fara og fá mér meira kaffiSmile

Verð nú að viðurkenna...

... að ég var orðin svolítið lúin, fúin og snúin í gærkvöldi þegar ég kom loksins heim úr vinnunni um 9 leitið... byrjaði að vinna klukkan 7 í gærmorgun. Þetta er gaman samt og tilhugsunin um að það var loksins kominn föstudagur hjálpaði... og líka það að ég ákvað að gera barasta akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut í allan dag. Varaðist fimlega þá hugsun að það væri örugglega ekkert að marka samt, en það er svo allt annar handleggurWinkAnnars er langt síðan ég fann það út að það er aldrei hægt að gera bara allsalls ekkert, alveg sama þó ég sitji bara og stari út í loftið, sem ég geri að vísu aldrei en er ein til frásagnar um það að vísu, þá er ég að gera einmitt það, bæði að sitja og að stara. Alveg hreint frábær afneitun á eigin letiToungeOg í leiðinn náttulega bráðnauðsynlegar pælingar í lífinu og tilverunni...WhistlingSólin er farin að skína og það er auðvitað æðislegt og einhverjar leifar af eldgömlum löngu rykföllnum húsmóðurtendensum segja mér að þá sé flott að hengja út þvottinn, sem er búinn að vera í þvottavélinni síðan... hvað ár er núna annars ?HaloHugsa til Birnu systir í ryki og veggjabrotum og öfundast svolítið, er alveg tilbúin til að fara að byrja á að klára stofuna okkar núna. Við vorum alveg búin á því í sumar, þegar eldhúsið og svefnherbergið voru komin í stand... en nú má alveg fara að byrja afturToungeEigið góða helgi elskurnar mínar allar og takk fyrir öll kommentin í gær, hafði ekki þrek í gærkvöldi til að svara hverjum og einum eins og ég er vönHeartSmile

Pé ess: Setti inn örfáar nýjar myndir... svona fyrir áhugasama vini og ættingjaSmile


Sem betur fer....

... er kominn föstudagur... nú vissuð þið það ? Ég var að koma úr vinnu áðan og kom við í búð, úti er þessi flotta mígandi rigning, stórir dropar og eiginlega logn. Ég mætti litlum strák sem var að fara inn í búðina með pabba sínum, sá stutti var með skelfingarsvip á andlitinu og barðist við að setja hettuna á peysunni á höfuðið á sér..."Hárið á mér, hárið á mér, það verður blautt í leikskólanum"Grin   Ég ætla að hafa það gott um helgina og vinna að vísu aðeins, en Ólimpíuhugsjónin er ennþá í fullu gildi í minni vinnu, ekki málið að vinna... bara vera meðTounge Ég var nokkurnveginn viss um að það ætti að vera allvega eitt ypsilon/ufsilon í Ólimpíu, en ég man ekki hvar það á þá að vera og Púkinn segist ekki finna neitt athugavert við textann hjá mér. En það er gott að hann á ekki að dæma um innihald pistlanna, þá hefði hann aldrei hleypt neinu í gegn hjá mérLoL Hann vill alls ekki samþykkja að ég sé kölluð Ninna og að ég skuli kalla spúsa minn spúsaTounge Eigið góðan dag, það sem eftir er af honum og yndislega helgiSmile

Kumlið.....

"Hm... hvað er nú þetta... já bensíngjöfin, það er best að spara hana það er nú kreppa segja þeir... bíddu við hérna eru bremsurnar... gott að hafa fótinn bara á bremsunni, til öryggis... Það er til fyrirmyndar að fara varlega í umferðinni, þannig að það er best að fara ekkert hraðar en 20... til öryggis og það má heldur ekkert koma fyrir bílinn minn... hann er að vísu orðinn 28 ára gamall, en ekki rispa á honum... enda fer ég alltaf mjöööög hægt og varlega... Hvað er þetta, skyldi hún vera orðin vitlaus konan þarna á bláa stóra jeppanum hérna fyrir aftan mig... ég er farin að halda að hún ætli að keyra upp á skottið á bílnum mínum... Ohh þetta unga fólk í dag, alltaf að flýta sér... Hún má nú bara þakka fyrir að það skuli vera ég sem er búinn að keyra svona undurvarlega á undan henni alla leið neðan úr miðbæ upp allt Þingvallastrætið og alla Hlíðarbrautina líka, hún er svoooo að flýta sér að hún hefði annars verið á hættulegum hraða... " W00t Það var undirrituð sem var vitlausa konan á bláa stóra jeppanum næst á eftir blessuðu kumlinu á gamla bílnum og ég veit ekki hvað ég var búin að fara oft út úr bílnum á ferð í huganum að vísu, opna bíldyrnar hjá honum og spyrja hann hvort hann væri nokkuð dauður... Whistling Ég var svo sem ekkert að fara fram á að fá að keyra einhverja fantakeyrslu, bara svona uppundir 50 allavegaGetLost Ég get svo svarið það að ef hann hefði farið aðeins hægar þá hefði hann verið stopp og ég er nokkuð viss um að allir hinir ökumennirnir í þessum ca 30 bílum sem voru í röðinni á eftir mér hugsuðu eitthvað álíka... En ég hef samt bara á samviskunni að ég hugsaði ljótt til hans... ég gerði ekkert við hann alveg satt, ég er góð við gamla fólkið ! En ég hef alltaf sagt það og stend við það, karlmenn kunna ekki að keyraDevil Eigið góðan dag elsku krúttin mín og farið nú endilega varlega í umferðinniSmile

Verð að segja það...

... að sumar fréttir eru bara svo mikið alls engar fréttir og þar að auki oft einhverskonar alhæfingar sem eiga sér varla stoð í raunveruleikanum...Tounge Og þá er ég ekki að tala um fréttir af íslenskum stjórnmálum... GetLost Datt óvart inn á frétt í morgun og fyrirsögnin var : "Miklar áhyggjur af bakfitu Jennifer Lopez".... Er verið að hæðast að einhverjum með svona fréttum eða á þetta bara að vera brandari ? Hver er að hafa áhyggjur af þessu, mér er bara spurn... Shocking Skil bara ekki baun í svona fréttaflutningiWoundering Annars sprækWink Orðin dálítið undin á kvöldin þegar ég kem heim úr kvöldvinnunni um 9 leitið, en það lagast með góðum nætursvefni og bara 2 svona dagar eftir í þessari viku, þar sem fyrsta vinnan byrjar klukkan 7 og síðasta vinnan er búin klukkan 9... klikkhaus þessi kona hérnaGrin Málið er að það gerist alls ekkert minna hérna á þessu heimili, þó ég hafi bætt við mig þessari vinnu á morgnana, sem segir mér það að ég hafi hvort sem er ekki nennt að gera neitt þó ég hafi verið heima.... sem er nú að vísu alkunna og ég skil ekkert í að það skuli aldrei koma í fréttunum : "Miklar áhyggjur af leit Jónínu á morgnana"LoL Njótið þess sem eftir er, af þessum góða degiSmile

Stundum að hugsa um....

... jú það kemur víst fyrir að ég hugsa, svona af og til... já hugsa um, að ég hef það líklega allt of gott...Wink Ég á yndisleg börn og barnabörn, frábæran mann, fallegt heimili og allt til alls, systur mínar segja að ég eigi alltaf tvennt af öllu... og svo er ég farin að vinna allt of mikið... Þetta síðastnefnda er klárlega til marks um að ég er farin að fá leið á hóglífinu og á þá til að missa mig út í vinnur... Það er alls ekki svo að ég þurfi að vinna eins og vitlaus, þetta er krónískur ósiður eiginlega... Whistling En á meðan það er gaman þá held ég því sjálfsagt bara áframTounge Ég framleiddi alveg dauðóvart, ferlega fyndinn furðusvip á yfirmanninn minn um daginn, þegar hún sagði mér að ég ætti ennþá eftir 2 vikur af sumarfríinu mínu, sem ég hélt satt að segja að ég væri löngu búin meðW00t Hún spurði hvort ég vildi ekki bara klára það núna, en ég þakkaði pent og sagði henni að ég hreinlega nennti ekki að hafa meira frí í bili, hvort ég mætti ekki bara eiga það inni þangað til seinna í vetur... Hún játti því auðvitað, enda meiriháttar manneskja en horfði í leiðinni á mig, eins og ég væri græn geimvera eða með dauða önd á höfðinu eða eitthvað álíkaLoL En svona í alvöru talað það er hægt að fá nóg af öllu, líka fríumGrin Eigið góðan dag elsku krúttin mín og... já eigið bara góðan dagSmile

Jæja góðan dag...

Fór í vinnu klukkan 7 í morgun með spúsa og vann þar í 2 tíma, bjargaði auðvitað fyrirtækinu eins og það leggur sig, með þvíWhistling Fer svo núna á eftir að vinna í Heimaþjónustunni til 10-12 og aftur frá 1-3 og síðan 5-9...Cool Þetta er nú svolítið asnalegt er það ekki, en þetta er bara tímabundið, planið er að vinna fyrir hádegi í nýju vinnunni og hafa svo bara kvöldvinnuna, enga dagvinnu í Heimaþj. Bjargar miklu að þetta eru nú engar svaka vegalengdir og allt sem ég keyri í aðalvinnunni fæ ég nú borgað og nota svo litla jeppann hans spúsa míns og hans olíu, í fyrstu vinnunni á morgnanaWink   Bara gaman og ég er góðJoyful Okkar eðla heimilisköttur biður að heilsa og finnst ósköp eðlilegt að hann skyldi fá alla þessa samúð í gær, en eins og sönnum ketti sæmir þá þakkar hann auðvitað ekki fyrir sigTounge Eigið öll góðan dag elskurnar mínar og ég vona að ný vinnuvika verða ykkur auðveld og skemmtilegSmile  

Slapp fyrir horn... held ég...

Vil trúa því að ég hafi í gær bjargað húsmóðurferli mínum fyrir horn, allavega um stundarsakirWinkTók mig til og arkaði fram í þvottahús í þessu fína tiltektaræði og fann ýmislegt sem ég hafði ekki séð lengi, eins og til dæmis vaskinn og vaskabekkinnWhistlingHenti 2/3 af fletum okkar eðla heimiliskattar, ég á bara eitt rúm þannig að það ætti að duga honum líka. Fór með allar flöskur og dósir niður í kjallara, maður hendir sko ekki svoleiðis, maður fer með í endurvinnslu, verst hvað þetta er farið að taka mikið pláss eftir að gefin var út sú tilskipun að það ætti að flokka þetta nákvæmar s.s. í plast, gler og ál. Fj... þrír pokar þá í staðinn fyrir einn eins og var...GetLostÞvottahúsið okkar var nú ekki stórt þegar við fluttum inn og það stækkaði ekkert heldur, þegar við vorum búin að koma þar fyrir þvottavél og þurrkara, frystiskáp og frystikistu, hún er að vísu ekki stór eiginlega bara yfirstærð af skókassa, en hún þarf samt pláss. Og auðvitað fleti og kúkakassa okkar eðla heimiliskattar, en það slapp passlega undir vaskabekkinn, þennan sem ég fann svo aftur þarna í gærToungeÁ meðan ég var að skurka þarna frammi, truflaðist auðvitað einn af 23 föstum dagslúrum okkar eðla heimiliskattar og hann fékk pólitískt hæli frammi á forstofumottunni á meðan. Það var þá sem hann gerði sér ljóst, hvað nú blaðburðarfólk er í raun hættulegt fólkGrinÞarna lá hann og mókti í sakleysi sínu, þegar allt í einu datt blað inn um bréfalúguna og honum brá svo svakalega að hann hentist í einni hreyfingu, upp af mottunni, yfir holið, inn í eldhús, þaðan inn í þvottahús, upp á frystikistuna og út um gluggann og ég gat ekki betur séð en fæturnir kæmu ekki niður fyrr en hann var kominn út á lóðina í þarnæsta húsi... og allt tók þetta í mesta lagi 3 sekúndurLoLEigið góðan dag elskurnar mínar allar og munum brosinSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband