






Bloggar | 1.10.2008 | 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það er byrjað að snjóa... vonum seinna og akkúrat í þessum skrifuðu orðum, þá er eiginlega ullar niður og er bara býsna fallegtÞó að veturinn sé ekki alveg uppáhalds hjá mér þá verð ég alltaf jafnhissa þegar fyrsti snjórinn fellur... eins og það sé eitthvað alveg glænýtt. Eins þegar vorið kemur með laufin á trén og lítil börn fara að ganga í fyrsta skipti og fleira og fleira sem endurtekur sig alltaf og hefur alltaf gert og kemur alltaf til með að gera... samt er ég alltaf jafn hissa. Gullfiskaminnið getur verið alveg dásamlegt fyrirbæri... svona af og til
Æi núna kúrði okkar háttvirti heimilisköttur á forstofumottunni og þá kom þessi stórhættulega blaðburðarkona og skellti blaði með tilheyrandi látum og kreppufréttum inn um póstlúguna... í þeim tilgangi einum auðvitað að hræða úr honum líftóruna, prívat og persónulega
Hann spýttist fram í þvottahús á hraða ljóssins... en kemst ekki út, það er að verða aðeins of kalt úti til að hafa gluggann þar opinn allan sólarhringinn, svo hann verður að láta sér nægja að hendast niður í kjallara og vera skelfingu lostinn þar smá stund
Ég er í fríi í "fyrstu vinnunni minni" í dag, af því að ég var svo dugleg þar í gær, þess vegna er ég að slugsa núna í tölvu og líður fjarskalega vel með því
Styttist í afmælið mitt, sem er að sjálfsögðu merkisafmæli af því að það er afmælið mitt og styttist líka í að tengdadóttirin og sonardóttirin komi frá Sviss, ég sakna þeirra mikið
Annars góð og sátt við lífið og tilveruna, hef ekki eina einustu ástæðu til annars
Vona að þið öll eigið góðan dag og munið að við hættum ekki að hlægja af því að við verðum gömul, við verðum gömul af því að við hættum að hlægja
Bloggar | 30.9.2008 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)





Bloggar | 28.9.2008 | 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
... að ég var orðin svolítið lúin, fúin og snúin í gærkvöldi þegar ég kom loksins heim úr vinnunni um 9 leitið... byrjaði að vinna klukkan 7 í gærmorgun. Þetta er gaman samt og tilhugsunin um að það var loksins kominn föstudagur hjálpaði... og líka það að ég ákvað að gera barasta akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut í allan dag. Varaðist fimlega þá hugsun að það væri örugglega ekkert að marka samt, en það er svo allt annar handleggurAnnars er langt síðan ég fann það út að það er aldrei hægt að gera bara allsalls ekkert, alveg sama þó ég sitji bara og stari út í loftið, sem ég geri að vísu aldrei en er ein til frásagnar um það að vísu, þá er ég að gera einmitt það, bæði að sitja og að stara. Alveg hreint frábær afneitun á eigin leti
Og í leiðinn náttulega bráðnauðsynlegar pælingar í lífinu og tilverunni...
Sólin er farin að skína og það er auðvitað æðislegt og einhverjar leifar af eldgömlum löngu rykföllnum húsmóðurtendensum segja mér að þá sé flott að hengja út þvottinn, sem er búinn að vera í þvottavélinni síðan... hvað ár er núna annars ?
Hugsa til Birnu systir í ryki og veggjabrotum og öfundast svolítið, er alveg tilbúin til að fara að byrja á að klára stofuna okkar núna. Við vorum alveg búin á því í sumar, þegar eldhúsið og svefnherbergið voru komin í stand... en nú má alveg fara að byrja aftur
Eigið góða helgi elskurnar mínar allar og takk fyrir öll kommentin í gær, hafði ekki þrek í gærkvöldi til að svara hverjum og einum eins og ég er vön
Pé ess: Setti inn örfáar nýjar myndir... svona fyrir áhugasama vini og ættingja
Bloggar | 27.9.2008 | 08:50 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)





Bloggar | 26.9.2008 | 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)





Bloggar | 25.9.2008 | 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)








Bloggar | 24.9.2008 | 12:23 (breytt kl. 12:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)







Bloggar | 23.9.2008 | 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)






Bloggar | 22.9.2008 | 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Vil trúa því að ég hafi í gær bjargað húsmóðurferli mínum fyrir horn, allavega um stundarsakirTók mig til og arkaði fram í þvottahús í þessu fína tiltektaræði og fann ýmislegt sem ég hafði ekki séð lengi, eins og til dæmis vaskinn og vaskabekkinn
Henti 2/3 af fletum okkar eðla heimiliskattar, ég á bara eitt rúm þannig að það ætti að duga honum líka. Fór með allar flöskur og dósir niður í kjallara, maður hendir sko ekki svoleiðis, maður fer með í endurvinnslu, verst hvað þetta er farið að taka mikið pláss eftir að gefin var út sú tilskipun að það ætti að flokka þetta nákvæmar s.s. í plast, gler og ál. Fj... þrír pokar þá í staðinn fyrir einn eins og var...
Þvottahúsið okkar var nú ekki stórt þegar við fluttum inn og það stækkaði ekkert heldur, þegar við vorum búin að koma þar fyrir þvottavél og þurrkara, frystiskáp og frystikistu, hún er að vísu ekki stór eiginlega bara yfirstærð af skókassa, en hún þarf samt pláss. Og auðvitað fleti og kúkakassa okkar eðla heimiliskattar, en það slapp passlega undir vaskabekkinn, þennan sem ég fann svo aftur þarna í gær
Á meðan ég var að skurka þarna frammi, truflaðist auðvitað einn af 23 föstum dagslúrum okkar eðla heimiliskattar og hann fékk pólitískt hæli frammi á forstofumottunni á meðan. Það var þá sem hann gerði sér ljóst, hvað nú blaðburðarfólk er í raun hættulegt fólk
Þarna lá hann og mókti í sakleysi sínu, þegar allt í einu datt blað inn um bréfalúguna og honum brá svo svakalega að hann hentist í einni hreyfingu, upp af mottunni, yfir holið, inn í eldhús, þaðan inn í þvottahús, upp á frystikistuna og út um gluggann og ég gat ekki betur séð en fæturnir kæmu ekki niður fyrr en hann var kominn út á lóðina í þarnæsta húsi... og allt tók þetta í mesta lagi 3 sekúndur
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munum brosin
Bloggar | 21.9.2008 | 08:07 (breytt kl. 16:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar