Bara eitthvað....

Var að lesa frétt um konu sem kom að innbrotsþjófi inni herbergi lítillar dóttur sinnar að nóttu til, þar sem hann var að stela úr sparibauk barnsins... fréttin endaði á því að móðirin hefði orðið skelkuð og andvaka...WinkÞetta er nú líklega kallað fljótfærnisvilla og ég þekki þær mjög vel sjálf, hef stundað þær næstum því af samviskusemi, það sem af er ævinniTounge En af því að ég er nú svo dugleg að finna upp hinar ýmsustu afsakanir fyrir glappaskotunum mínum og barasta oftar en ekki töluvert umburðarlyndi gagnvart þeim, þá er ég bara ánægð með að gera helst ekki sömu vitleysurnar aftur, geri alltaf nýjar og nýjar... Gullfiskaminnið mitt gerir það að vísu að verkum, að ég man ekkert stundinni lengur, svo ég get í rauninni ekkert fullyrt um að ég sé ekki að endurtaka allt heila bullið... og það kannski hvað eftir annaðGrin Annars góð... og bara gamanWink Við keyptum okkur útiarinn í gær, ekki kannski alveg rétti árstíminn og sannarlega ekki rétta veðrið ! Sé mig nú ekkert mjög skýrt í anda, sitjandi við hann úti á palli í þessari rokrigningu sem er núna, en það er líka hægt að hafa hann inni og setja í hann kerti, það er nú eiginlega frekar veður til þessJoyful Núna á eftir fer spúsi með stóra jeppann minn og setur undir hann nýtt pústkerfi, ég er víst búin að hreinsa undan honum það gamla... pústkerfið undan bílnum sko... og það sem hangir ennþá er ónýtt...Whistling Ég átti nefnilega að koma með bílinn í skoðun í ágúst, en ég virðist hafa það fyrir reglu... veit ekki af hverju... að fara aldrei með bílana mína í skoðun á réttum tímaTounge Ég ætla að hætta þessu rausi og fá mér meira kaffi og óska þess í leiðinni að þið hafið það öll sem allra best, í allan dagSmile  

Það sem ég geri ekki öðrum...

... það vil ég ekki láta gera mér ! Þetta er nú ekki alveg orðrétt upp úr Biblíunni, en meiningin er alveg sú samaWink Enda varla hægt að komast hjá því í svona agalega þykkri bók skrifaðri af fólki, sé ekki einhversstaðar eitthvað, sem hægt er að nota í mannlegum samskiptum. Mér var einu sinni sagt að ég mætti ekkert taka bara sumt úr þeirri bók og nota það, það yrði að vera annað hvort allt eða ekkert ! GlætanGetLost Það er náttulega ekki hægt, svona svipað og að eiga matreiðslubók og mega ekki nota bara nokkrar uppskriftir, sem manni líkar... annað hvort allar eða enga...Devil Sumir halda því líka fram að Æðruleysisbænin sé bara fyrir alkóhólista... það er náttulega bara helíum rugl... hún er auðvitað fyrir alla sem vilja tileinka sér hana og því fleiri, því betraJoyful Ég ætla ekkert að fara út í neina trúar eða bænaumræðu hérna, þó það líti eiginlega út fyrir það... Meira svona að minna sjálfa mig á hvað má betur fara og auðvitað mega allir nota það sem þeir vilja úr þessum pistli.. eða ekkert... frjálst valCool Það er kominn föstudagur sem er ferlega fínt, ég er nefnilega að verða komin með upp í háls af vinnunni minni... Það sem fer verst með mig er að ef skjólstæðingur hættir, þá er það aldrei vegna þess að honum batnar... hann deyr. Og ég eiginlega veit ekki hvort ég get tekist á við það mikið lengur með þeirri ró og sátt, sem ég hef þó verið að reyna að tileinka mér í gegnum árin... Ég er samt ekkert haldin neinni afneitun á staðreyndir, fólk hættir ekkert að deyja þó ég hætti að vinna við að sinna því, síðustu æviár þess... púra eigingirni, veit þaðPinch Nú ætla ég að nota helgina til að hvíla mig vel og verð þá vonandi betur til þess fallin að takast á við vinnuna mína á mánudaginnWink Eigið góðan dag elskurnar mínar og fyrirgefið mér þetta röflSmile

Aftur til upprunans ;-)

Næsta mál á dagskrá hjá okkur sambýliskornunum s.b. hjónakornum, er að leita aftur til upprunans og reyna að rifja upp hvernig á að klifra í trjámCool Greinin sem brotnaði af risaöspinni okkar í fyrrinótt er á stærð við meðaltré og við sáum svo okkur til hrellingar að tvær aðrar af svipaðri stærð eru líka brotnar, en þær hafa komið sér vel fyrir á öðrum greinum þarna uppi og virðast alls ekkert ætla sjálfviljugar niður á jörðinaFrown Öspin stendur mitt á milli hússins okkar og gangstígs, sem liggur í gegnum hverfið hérna og mig langar ekki að hugsa þá hugsun til enda, ef þessar greinar fara nú að taka upp á því einn góðan veðurdag, að hrynja í hausinn á einhverjum sem fer um gangstíginn...Crying Nú á bara eftir að ákveða hvort okkar það verður sem klifrar, en ég fann það út af mínu kvenlega hyggjuviti, að eðlilegast væri auðvitað að það okkar sem teldist hafa komið á eftir hinu niður úr trjánum, færi upp...Wink Ég get nú ekki sagt að þetta hafi vakið neina almenna kátínu á heimilinu vegna þess að af einhverjum undarlegum ástæðum, þá datt spúsa mínum í hug að ég væri þá að meina að hann ætti að klifraWhistling En svo er nú líka hægt að hringja bara og biðja um kranabílTounge Ég hef aðeins verið að pæla í að láta bara fella öspina alveg, hún er auðvitað algert skaðræði svona inni á lóð við hús, en hún er svo stór og svo falleg... á sumrinJoyful Ég veit sem er að eldri sonur minn, sem er einn af fáum skógarhöggsmönnum á landinu mundi með ánægju taka verkið að sér, en ég ætla að sjá til fyrst hvernig gengur með upprifjuninaGrin Eigið góðan dag elskurnarSmile  

Vó....

Það er eins og það gangi eitthvað á... einna líkast því að snarklikkaður skógarhöggsmaður hafi farið hamförum hérna við götuna, stórar og litlar trjágreinar liggja þvers og kruss út um allt. Það er risavaxin ösp rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar og við vöknuðum við það um miðja nótt að ein greinin á stærð við meðaltré, brotnaði af henni. Hún liggur akkúrat á þeim stað sem við erum búin að ákveða að setja niður garðhúsið sem á að hýsa frystikistuna, garðhúsgögnin, grillið og allt það dótWhistling Alltof algengt orðalag og eiginlega frekar asnalegt, yfir svona læti væri sjálfsagt geðveikt brjálað veður, ég er löngu búin að fá leið á því. Af hverju ekki alveg eins bara hjartveikt brjálað veður eða magaveikt brjálað, lungnaveikt ? Þekki einn sjö ára sem notar þetta mjög mikið, hitt og þetta er gee-ett (lesist: geðveikt )flott eða gaman, en eins og ég segi, hann er bara sjö ára. Mér finnst fullorðið fólk nota þetta allt of mikið og legg til að tekin verði meira í notkun öll þessi góðu og gildu lýsingarorð, sem við eigum nóg til af í íslenskunni... Svo legg ég líka til að blaðburðarfólki verði skipað að vera alfarið heima hjá sér í svona veðri, það má bara kveikja á útvarpinu til að fá fréttir þangað til þetta er gengið niður. Annars góðWink Eigið góðan dag og passið ykkur á vonda, vonda veðrinu og ég vona að allir komist heilir og óskaddaðir frá þvíSmile

Sérvisku... hvað ?

Nú er búið að klukka mig aftur... litla systurbeibýið mitt í Svíþjóð stendur fyrir því. Af því að ég er nú nýbúin að setja flestar upplýsingar sem ég þá man ennþá um sjálfa mig í klukkfærslu, þá datt mér í hug að breyta aðeins til. Kannski segja frá því sem mig langar til að gera... neee... of langt mál... eða því sem ég hef aldrei gert... úps, ennþá lengra mál. En samt ekki því sem ég hefði kannski  viljað gera en gerði ekki, það er svo biturt eitthvað og svo man ég bara ekki eftir neinu sem ég sé eftir að hafa ekki gert. Ég nefnilega þarf þess ekki af því að ég er ennþá lifandi og get þá bara gert það núnaToungeEða segja frá öllu því sem ég hef gleymt að gera... en ég er bara man það ekkiGrinMitt í þessum hugleiðingum mínum datt mér í hug að segja bara frá því sem ég hef komið í verk nýlega, en það er þá engin klukkfærsla, ég er alltaf að grobba mig af því fáa sem ég geriBlushÞá var það að mér hugkvæmdist að segja bara frá sérviskunum mínum, það er tiltölulega stutt og laggott : Mér finnst vatn vont, finnst leiðinlegt að borða, keyri bara sjálfskipta bíla og fer á fætur klukkan hálfsex á morgnana... búið... held égWinkOg nú langar mig til að fá að heyra um sérviskurnar ykkar, það er alveg nauðsynlegt að hafa nokkrar sérviskur og ef þið hafið þær ekki, um að gera að koma sér upp nokkrum... einhverjum... ekki samt of mörgumLoLNjótið lífsins elskurnar mínar, til þess er þaðSmile  


Rusla... strákar...

Stundvísustu menn sem ég verð vör við eru ruslakarlarnir... eiginlega ekki karlar samt þetta eru bara strákar, en það skeikar aldrei meira en 3 mínútum hjá þeim á mánudagsmorgnum, þegar þeir koma og tæma hjá okkur tunnuna. Ég veit það alveg vegna þess að ég er alltaf komin á fætur þegar þeir mætaWink Ég kláraði kvöldvinnuna í gærkvöldi, með stæl og þarf ekkert að hugsa um hana aftur fyrr en á næsta mánudag. Svo er ég að hugsa um að minnka við mig dagvinnuna svo ég vinni bara eftir hádegi, er nefnilega að pæla í að taka að mér aðra vinnu á morgnana, en það á eftir að koma í ljós fljótlega. Þrátt fyrir allt yndislega fólkið sem ég hef kynnst í heimaþjónustunni á undanförnum vel rúmum 10 árum, þá finnst mér eiginlega vera kominn tími á breytingar. Ég er ekki mikið fyrir það að vera að skipta um vinnur, en þetta sem er í bígerð gæti orðið aðalvinnan mín, þegar fram líða stundir. Meira um það seinnaWink Það er kominn 15. september... bara svona ef einhver skyldi ekki vera að fylgjast með... og það var 10 stiga hiti klukkan 6 í morgun, æðislegtGrin Svo er alveg að koma október... vissuð þið það líka kannski... og afmælið mitt og svo þarf að fara að huga að jólunum. Ég hlakka eiginlega til jólanna svona í laumi mest allt árið, ekki samt alveg yfir hásumarið, en ekki segja neinumTounge Eigið góðan dag í allan dag og farið varlega í mannlegu samskiptunum og í umferðinniSmile

Dagurinn og vegurinn...

Sonardóttir mín litla hún Linda Björg varð 3 ára í gær, hún er að heimanInLove Hún heldur nefnilega upp á afmælið sitt úti í Sviss, þar sem hún verður út þennan mánuð, með foreldrum sínum. Mamma hennar, tengdadóttir mín er frá Sviss og öll hennar fjölskylda býr þar. Hún bauð mér nú í afmælið sitt sú stutta, en letin í mér eða kannski eitthvað annað, gerði það að verkum að ég fór ekkert og bíð bara eftir veislunni sem verður haldin þegar þau koma heim afturWink Haustveðrið hérna á norður hjaranum er búið að vera yndislegt núna undanfarið, 15 - 17 stiga hiti upp á hvern dag og loksins kom hún rigningin sem hefði kannski mátt vera aðeins meira af í sumar, hefði líklega gert aðeins meira gagn þá. Það er aldrei hægt að fá allt, en það sleppur tilJoyful Einn gamli maðurinn sem ég heimsæki á kvöldin, alltaf glaður og jákvæður þrátt fyrir mikið heyrnar og sjónleysi, vill ekki alltaf borða matinn sem hann fær sendan heim. Í gærkvöldi sagðist hann vera búinn að borða, lýsti fyrir mér matnum hvað hann hefði verið góður og hann væri núna sko alveg pakksaddur... Ég sá nú að vísu um leið og ég kom inn, diskinn með öllum matnum hans ósnertum, inni í bakaraofninum, þar sem hann hafði falið hann fyrir mérGrin Mér fannst þetta svo skondið hjá honum, þetta er nefnilega alveg ný aðferð og þóttist ekkert vita, bauðst bara til að gefa honum uppáhaldsjógúrtina hans í "eftirrétt", svo hann borðaði þó eitthvað og hann þáði það eins og skot, eins pakksaddur og hann þó varLoL Lífið er ljúft, lifum því ! Eigið góðan dag, í allan dagSmile

Ég hef bara einn galla...

... flott að geta sagt það... en hann er sá, að ég hef allt of marga gallaWinkEinn af göllunum mínum er, að ég hef verið að ergja mig yfir ömurlegum skjólstæðingi í kvöldvinnunni minni... stór galli ! Það er auðvitað ferlegt að taka vinnuna svona með sér heim, en ég gáði bara ekki að mér...Pinch Stundum man ég samt eftir því að reyna að finna einn kost með hverjum galla sem ég finn, hvort sem það er hjá mér eða öðrum. Ég ákvað að taka mér tak núna í morgunsárið og reyna að finna kostina hjá þessum ömurlega skjólstæðingi... annars kvíði ég því bara endalaust að fara til hans á hverju kvöldi...ShockingEn það gengur alls ekki nógu vel, annað hvort vegna þess að ég er ekki nógu jákvæð eða að hann hefur þá bara ekki... samt vill hún Pollýanna litla ekki samþykkja að það sé til manneskja sem hefur alls enga kosti...WounderingÉg finn tvennt jákvætt samt: það er alltaf svo agalega gott þegar ég get lokað útihurðinni hans á eftir mér og verið utan við hana... og: hann er orðinn fjörgamall.... þetta síðara er ljótt, ég veit þaðBlushÞað er lítill vandi og töluvert freistandi að fylla heila blaðsíðu með göllunum hans en það nóg komið af því... Hann man til dæmis allan fjandann... og er með ættfræði á hreinu... og það getur bara verið gaman þegar ég næ honum á flug í þeirri deild. Það gerist bara ekki nógu oft, hann vill nefnilega bara kvarta... og setja útá... og tala illa um allt og alla... allt er svo heimskt og vitlaust. Ég er ekki að standa mig nógu vel í ætlunarverkinu... en fj... hafi það sumum er bara ekki viðbjargandi og þar er þessi allsekkiuppáhaldsskjólstæðingur minn efstur á blaðiDevil  Kannski ég fái mér bara eyrnatappa og pússi svo falska uppgerðarsparibrosið mitt alveg sérstaklega vel, áður en ég fer til hans í kvöldToungeGóðar stundir elskurnar mínar allarSmile


Massa þetta bara !

Ég er að prjóna peysu á sonardótturina hana Lindu Björgu "alle að verra hriggjára", það eru 6 litir í peysunni og stundum flækist allt garnið í stóra beðju sem þarf svo að leysa úr. Sú stutta var hjá mér einn daginn og þóttist vera að hjálpa mér... afsakið var auðvitað að hjálpa mér, að losa flækjuna. Hún sat þarna mjög einbeitt og rótaði með litlu höndunum sínum í beðjunni í þó nokkra stund, fórnaði svo allt í einu höndum, stundi þungan, ranghvolfdi í sér augunum og sagði : "Amma, má ég fá skæri ?"ShockingHún hefur það frá ömmu sinni mér, að vilja bara koma hlutunum í verk, einn tveir og þrír, helst að "massa þetta bara". En ég þarf líklega ekki að taka það fram, að ég lánaði ekki barninu skæri á prjónaskapinn minn...GrinEldspítur, hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri, sagði blessunin hún tengdamóðir mín heitin alltaf og það er auðvitað alveg rétt. Annað lána ég börnum heldur aldrei og það eru eyrnapinnar, en ég las um rannsókn sem var framkvæmd af einhverjum svakalegum spekingum í USA, þar sem þeir eru allt í einu búnir að finna það út, að eyrnapinnar séu hættulegir fyrir eyrun á fólkiW00tÞeir hefðu getað sparað sér alla vinnuna og peningana sem fóru í þetta, með því að spyrja svo sem eins og eina mömmuWinkNúna ætla ég að fá mér meira kaffi úr nýju geimskutlulíkiskaffivélinni, pakka inn gömlu púslunum mínum, senda þau í pósti til skvísu suður á landi og svo finn ég mér örugglega eitthvað mjög mikilvægt verkefni í kjölfarið, eins og til dæmis að prjóna eða púsla eða pakka saltfiskinum sem ég setti í bleyti í gær eða... kannski bara fá mér meira kaffiToungeNjótið dagsins gott fólk, hann kemur ekkert afturSmile


Klikkuð... nei klukkuð :-)

Ég var "klukkuð"... af honum Brynjari bloggvini mínum Jóhannssyni og færi ég honum mínar innilegustu þakkir fyrir það...CoolSvo vil ég líka þakka.... nei nei... sko svona er þetta :

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

Kirkjugarður Akureyrar, á meðan pabbi stjórnaði þarWink

Alifuglabúið Fjöregg, hrikalega gaman, en agalegt sukkWhistling

Frystihúsið á Grenivík, leiðinleg vinna skemmtilegt fólkGrin

Bóndi, neitaði alltaf að láta kalla mig bóndakonu, var miklu meira en bara þaðCool

4 bíómyndir sem ég held uppá:

Ég eiginlega á bara engar uppáhaldsbíómyndir......Sleeping

4 staðir sem ég hef búið á:

Bara fjórir.... ? Ok, lauma mér fyrir horn...Tounge

Innbærinn... auðvitað

Brekkan... núna

Þorpið... í 2 ár fyrir mörgum árum síðan 

Eyrin... í 2 mánuði fyrir ennþá fleiri árum síðan

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Eiginlega bara flestallir löggu/bófa þættir...PoliceBandit

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Canarí... ég elska sólina þar...

Svíþjóð... ég elska dóttur mína þar

Danmörk... bróðir og fjölskylda

Hálendi Íslands... aldrei nógu oft

4 síður sem ég heimsæki daglega, fyrir utan bloggsíður:

mbl.is x 2

vísir.is x 2Tounge

4 uppáhaldsréttirnir mínir:

Soðin ýsa með kartöflum, smjöri og tómatsósu

Kjúklingur að hætti Jenna mágs míns

Jólamaturinn

Og svo allur matur sem einhver annar elda ofaní migGrin

4 bækur sem ég hef lesið oft:

Nei, ég segi pass á þetta, les aldrei sömu bókina aftur...Errm

4 staðir sem ég vildi vera á núna:

Heima hjá mér

Svíþjóð

Heima hjá mér

SvíþjóðGrin

4 bloggarar sem ég klukka núna: 

Frú Sigríður Jóhannsdóttir

Fröken Birna Dúadóttir

Mín góða bloggvinkona Heidi Helga

Einhver kynjamismunun í gangi ? Ok...

Einn af mínum uppáhaldsbloggvinum: JÚDAS ( ekki skamma mig strákur )Tounge 

Meira fáið þið nú ekki frá mér í dag elskurnar mínar, vona að dagurinn ykkar verði góðurSmile

Svo kemur þessi voðalega langa þögn hérna fyrir neðan og ég veit ekkert af hverju....Blush

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband