







Bloggar | 9.9.2008 | 07:33 (breytt kl. 09:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
... ef kærastan til margra ára gengur allt í einu í klaustur ? Las um þetta áðan, strákgreyið stendur nú mótmælastöðu fyrir utan klaustrið til að reyna að ná stúlkunni frá... Jesú ? Ég var alveg ákveðin í að gerast nunna þegar ég var 12 ára, þá fór mamma með okkur systurnar fjórar í bíó að sjá Sound of music. Þessi glópska eltist fljótlega af mér þegar unglingsárin gengu í garð og ég áttaði mig smám saman á því, að maður má sko ekki gera neitt skemmtilegt í klaustri og svo var líka alls ekkert á vísan að róa, með hann þarna fallega ríka manninn sem átti að vanta barnapíu
Ég er að byrja að vinna í dag, hef ekki unnið nema eina aumingjalega viku síðan í endann á júní og geri aðrir betur, ef það er hægt
Byrja að vísu bara í kvöldvinnunni þessa viku og skilst það verði mjög róleg vika hjá mér...
Það var búið að bæta svo mörgum skjólstæðingum við að sú sem vinnur á móti mér, var lafmóð og ekki í sínu besta skapi alla síðustu viku. Þangað til í gær, þá hringdi hún og sagðist vera búin að senda svo marga í burtu og á sjúkrahús og nú væri lítið sem ekkert að gera... Hef hana nú grunaða um að vera að ljúga upp á sig einhverjum hamförum þarna, en ég er ekkert ósátt við að byrja bara rólega
Óskin mín til ykkar er sú, að vinnuvikan verði ykkur góð, árangursrík og um fram allt skemmtileg
Bloggar | 8.9.2008 | 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)




Bloggar | 7.9.2008 | 08:04 (breytt kl. 14:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)







Bloggar | 6.9.2008 | 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Stóra langa jeppanum var lagt á ská inn á bílastæðið með afturendann út yfir gangstéttina fyrir framan bílastæðið. Mér var svo sem sama um það... svoleiðis, en mér var ekki sama um það sem gerðist í kjölfarið. Eldri maður kom gangandi, með blindrahund og hundurinn stoppaði auðvitað, hann gat ekki eins og hann var þjálfaður til, leitt eiganda sinn eftir gangstéttinni, vegna bílsins. Bíleigandinn var úti hjá bílnum og það upphófust þónokkuð háværar samræður án þess þó að ég greindi orðaskil, milli hans og blinda mannsins, sem enduðu með því að bíleigandinn við annan mann, tók sér stöðu úti á götu og hundurinn varð að leiða manninn á götunni, til að komast aftur fyrir bílinn... Ég skipti mér ekkert af þessu þar sem ég sat úti á sólpallinum mínum í góða veðrinu, mér datt ekkert annað í hug en að bíllinn væri bilaður og eigandinn hefði neyðst til að leggja honum svona. En nei ekki nú aldeilis, það var ekkert að helv... bílnum, það var greinilega eitthvað að helv... manninum sem var á honumNokkrum mínútum eftir að blindi maðurinn var farinn með hundinn sinn, fór eigandinn inn í bílinn setti hann í gang, mjög auðveldlega og færði hann út á götuna... þá fyrst
Skömmu seinna keyrði hann í burtu ! Ég var svo græn í gegn að mér datt bara alls ekki í hug að samræðurnar þarna hefðu gengið út á það að helv... jeppaeigandinn hefði verið að neita að færa bílinn fyrir blindan mann ! Þá vildi ég nú frekar vera blind á augunum eins og maðurinn með hundinn, heldur en að vera svona gjörsamlega og algerlega siðferðisstaurblind eins og þessi litli kall á sínum stóra jeppa
Þetta fannst mér ljótt... Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið tillitssemina, hún kostar okkur ekkert en við getum grætt svo óendalega mikið á henni
Bloggar | 5.9.2008 | 07:27 (breytt kl. 08:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)







Bloggar | 4.9.2008 | 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... núna síðasta klukkutímann eða svo.... Með verki í maganum, leiðindadrunga í höfðinu, svima, mér er kalt, ég svitna... á ég að fara fram og fá mér.... eða ekki... hef ekkert fengið mér síðan í gærkvöldi og það er svo sannarlega kominn tími á skammt núna... ég þarf hann... mig langar í hann... ég verð að fá hann
Ég druslaðist nú loksins fram og fékk mér morgunmat, Cheerios með undarennu... alveg að drepast úr hungri og í leiðinni, þessari óstjórnlegu leti... Þá er nú orðið hart um skít, þegar maður nennir ekki að borða
Annars góð
Var aðeins að velta fyrir mér fyrirbærinu "traust" í morgun en ætla ekki að skrifa um það, ekki núna. Ég er svolítið búin að verða fyrir skömmum frá fólki, sem þykist aldrei nokkurn tímann lesa bloggið mitt en gerir það samt greinilega, án þess þó að kvitta fyrir sig. Það er með ólíkindum að ef ég skammast yfir einhverju hér, þá eru svo margir sem taka það persónulega til sín og verða bálillir...
Æi það er nú svolítið þreytandi til lengdar, en mér er svo sem sama... svoleiðis, það gengur yfir... en það eina sem ég get sagt, er náttulega að : þær/þeir taka það þá bara til sín, ef þeim finnst þær/þeir eiga það og það er ekki á mína ábyrgð
Ég er aldrei með neitt persónulegt skítkast hérna, en ég get ekki annað en skrifað um mig, frá mér og það sem ég er að hugsa, sem tengist svo yfirleitt og óhjákvæmilega einhverju sem ég hef einhvertímann upplifað. Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar og fyrirgefið mér röflið...
Bloggar | 3.9.2008 | 09:14 (breytt kl. 09:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)



Bloggar | 2.9.2008 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mér finnst haustið yndislegur tími...Kannski vegna þess að ég er fædd að hausti, sem eitt og sér dugar jú auðvitað til að gera þessa árstíð mun merkilegri en aðrar
Við renndum í gegnum Dalvík í gær og þar sá ég fallega sjón... Við lítið hús í útjaðri bæjarins standa hlið við hlið tvö tré, að mér sýndist af sömu tegund og alveg eins, nema annað þeirra er í haustlitunum en hitt er iðagrænt. Ég veit ekki hvort þetta er gjörningur frá náttúrunnar hendi eða af mannavöldum, en mér fannst þetta skringilega fallegt
Náttúran er nú líka alltaf langbesti listamaðurinn, alveg sama hversu við mannfólkið reynum að rembast, við komumst aldrei með tærnar þar sem hún hefur hælana í listsköpun. Þegar við keyptum húsið okkar hérna, græddum við með því fjögur stór tré, ferlega fallegt birkitré sem ég held að heiti hengibjörk og er alveg út við gangstéttina, reynitré sem er aðeins innar á lóðinni, eitthvað furugrey sem er mjög há en er að missa allar greinarnar og verður felld við tækifæri og svo skartgripinn okkar, risaösp sem stendur við hliðina á húsinu. Öspin er auðvitað algert skaðræði svona inn á lóð við hús og sjálfsagt eru það ræturnar hennar sem eru að reyna að komast upp í gegnum kjallaragólfið okkar, en hún er svo stór og falleg að við tímum alls ekki að láta fjarlægja hana. Bolurinn er svo sver að við náum ekki utan um hann og blöðin svo stór að það stærsta sem ég hef séð er á stært við góðan matardisk, hún gnæfir líka langt upp fyrir húsið okkar og hef ekki hugmynd um hversu margir metrar það eru, en þeir eru nokkrir
Ég hlakka til að fá að fylgjast með þegar allur trjágróðurinn hér í kring fer í haustlitina og þegar það er búið, hlakka ég til að fara að huga að jólunum
Þið megið alls ekki segja neinum það, en ég er búin að kaupa fimm jólagjafir
Eigið góðan dag elskurnar og farið varlega
Bloggar | 1.9.2008 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það er búið að vera svo mikið að gera í skemmtanalífinu hjá mér síðan á föstudag að ég hef ekki einu sinni haft tíma fyrir bloggið... Fór í uppáhaldsbúðina mína, RL auðvitað og keypti spegil í borðstofuna, nýbúin að lýsa því yfir í þúsundasta skipti bæði hátt og í hljóði, að nú væri ég svo gjörsamlega steinhætt að versla inn í þetta hús... iss ekki orð að marka
Svo þurfti auðvitað að setja hann upp og spúsi minn fór létt með það, svona þegar ég var loksins búin að ákveða hvar átti að hengja upp fíneríið. Hlýt að fara að setja inn nýjar myndir... gerið það bara núna á eftir
Fórum svo með fleirum í draugagönguna frá Minjasafninu út að Leikhúsi á föstudagskvöldið... langminnst draugalegi labbitúr sem ég hef farið í, en ljúft í góðu veðri í skemmtilegum félagsskap. Laugardagurinn fór allur í að passa yngsta barnabarnið og allt kvöldið í að hvíla sig eftir það
Skil ekki hvernig ég fór að því að vera með þrjú í einu, þarna fyrir margtlöngusíðan og gera samt líka allt hitt sem ég gerði
Í dag ætlum við spúsi bara að njóta þess að vera saman og gerum annað hvort eitthvað eða þá ekki neitt, kemur í ljós. Í kvöld er ég svo að fara að passa áðurnefnt barnabarn, núna vegna þess að foreldrar hennar eiga brúðkaupsafmæli og þá fara þau alltaf út að borða og ég passa... til hvers haldið þið að ömmur séu annars
Líklega mundu nú ekki allir kalla þetta skemmtanalíf, en mér finnst þetta skemmtilegt líf
Bloggar | 31.8.2008 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar