Opn eða lok ?

Við þurftum að kaupa okkur nýja kaffivél í gær, sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi, en ég ætla samt að færa það hér í frásögu...Wink Gamla kaffivélin, sem er ekki nema um það bil 2 mánaða gömul gafst upp á að hafa alltaf nýuppáhellt kaffið á hitaplötunni, svo hún hætti fyrir rest að halda heitu því sem var í könnunni. Ég man nú ekki hvort það var sérstaklega tekið fram að það væri ekki gott fyrir hana, en ég bara geri ekki ráð fyrir því að rafmagnstæki virki lengi blaut...Woundering Það var nefnilega ekkert svona dropstop á henni og þegar fólk má ekki vera að því að bíða eftir því að kaffið sé allt komið niður, þá fer sem fer... Tounge Jæja við komum heim með kaffivél í geimskutlulíki, kannan í henni er líka hitabrúsi, sem er ferlega fínt. Ekki nenni ég nefnilega þeirri svakalegu vinnu sem felst í því að hella kaffi úr glerkönnu í hitabrúsa... sem ég veit líka ekkert alltaf hvar er... ég er með svo stórt eldhús...Whistling Ofan á þessari nýju flottu kaffivél er lok og undir því er trektin til að setja kaffið í, skýrir sig sjálft sko... en það er bara ekkert hægt að loka því nema annað slagið og þegar það tekst þá má ekki hósta nálægt vélinni eða hreyfa sig óvarlega, hvað þá snerta hana þá hrekkur það opið...Undecided Það fylgja henni vissulega leiðbeiningar en þær eru á sanskrít, svahili og hollensku en þar sem að ekkert af þessum tungumálum er mér sérlega tamt í munni, þá sé ekkert um það hvort þetta er opn eða lok eða jafnvel ætlast til þess að þetta sé hvortveggja...Frown Til þess að gera mér nú lífið sem auðveldast, sem ég legg alltaf verulega mikla mikla áheyrslu á, fer ég bara með nýja fallega geimskutlulíkiskaffivélarkrúttið okkar aftur í búðina og læt kenna mér á hana eða skila henni og fæ aðra sem virkar eins og ég vilGrin Eigið góðan dag elskurnar mínar, það er dásamlegt veður hérna... fyrir utan gluggann, sól og 5 stiga hitiSmile

Skyldi það vera talið framhjáhald...

... ef kærastan til margra ára gengur allt í einu í klaustur ? Las um þetta áðan, strákgreyið stendur nú mótmælastöðu fyrir utan klaustrið til að reyna að ná stúlkunni frá... Jesú ? WounderingÉg var alveg ákveðin í að gerast nunna þegar ég var 12 ára, þá fór mamma með okkur systurnar fjórar í bíó að sjá Sound of music. Þessi glópska eltist fljótlega af mér þegar unglingsárin gengu í garð og ég áttaði mig smám saman á því, að maður má sko ekki gera neitt skemmtilegt í klaustri og svo var líka alls ekkert á vísan að róa, með hann þarna fallega ríka manninn sem átti að vanta barnapíuGrinÉg er að byrja að vinna í dag, hef ekki unnið nema eina aumingjalega viku síðan í endann á júní og geri aðrir betur, ef það er hægtToungeByrja að vísu bara í kvöldvinnunni þessa viku og skilst það verði mjög róleg vika hjá mér...SleepingÞað var búið að bæta svo mörgum skjólstæðingum við að sú sem vinnur á móti mér, var lafmóð og ekki í sínu besta skapi alla síðustu viku. Þangað til í gær, þá hringdi hún og sagðist vera búin að senda svo marga í burtu og á sjúkrahús og nú væri lítið sem ekkert að gera...  Hef hana nú grunaða um að vera að ljúga upp á sig einhverjum hamförum þarna, en ég er ekkert ósátt við að byrja bara rólegaWinkÓskin mín til ykkar er sú, að vinnuvikan verði ykkur góð, árangursrík og um fram allt skemmtilegSmile 


Mikið agalega finnst mér hallærislegt...

... þegar fólk er að henda rusli út um bílgluggana hjá sérShocking Ég hélt satt að segja að allir ættu að vera svo vel upplýstir og uppaldir, að gera þetta ekki lengur... það er árið 2008 og umhverfismál og umgengni um náttúruna er alltaf svo mikið í umræðunni. Fyrir utan það að við hvert einasta hús er þar til gerð tunna sem við setjum ruslið okkar í og svo eru menn í vinnu við að tæma tunnurnar.... við hverja einustu sjoppu og verslun eru líka ruslatunnur/fötur/dallar og sjálfsagt á fleiri stöðum. Ég bý hérna við mikla umferðargötu og á hverjum degi týni ég eitthvað rusl af lóðinni okkar sem hefur verið skutlað út um bílglugga einhvers hugsunarlauss umhverfissóðans. Að vísu er ég að vera voða kurteis að kalla þetta fólk bara hugsunarlausa umhverfissóða, ég á miklu sterkari lýsingarorð yfir helv... sóðana, en ég geymi þau meira í huganumCool Það er lenska og ein tegund af  fáfræði, að kenna allaf unglingunum okkar, fullum eða edrú um flest sem aflaga fer, en það eru sko ekkert bara ungu vitleysingarnir sem gera þetta. Ég hef séð miðaldra karlhálfvita henda tómri plastflösku út um bílgluggann hjá sér um hábjartan dag, í miðbænum... eins og ekkert væri eðlilegra. Ég var að labba þarna, tók flöskuna og rétti manninum hana inn um gluggann aftur með þeim orðum, að svona geri maður ekki. Hann hló bara og sagði að eitthvað þyrftu krakkarnir í unglingavinnunni að hafa að gera, keyrði áfram nokkra metra og henti henni aftur út um gluggann. Ég ætla ekkert að vera að lýsa því hér, hvað mig langaði til að gera við fíbblið, en það var sko alls ekkert lítið og alls ekkert sættDevil Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munum að ganga vel um úti, ekki bara heimaSmile  

Allar frásagnir...

...af "partýljónsku"  minni eru mjög örðum auknar, ef ekki bara haugalygiWink Manneskja sem getur ekki einu sinni haldið sér vakandi til tíu á föstudagskvöldi, verðskuldar ekki titilinn partýljón... Ekki það að ég hafi nokkuð verið að sækjast eftir því, að vinna mér inn þann titil...GetLost Ég hrökk upp við símhringingu inni í sófa í gærkvöldi, klukkan ekki einu sinni orðin tíu og á línunni var vinkona mín. "Halló" svaraði ég rámri röddu... Hún: "Æi fyrirgefðu var ég að vekja þig ?" Ég: "Heyrðu, já það er allt í lagi, hvernig átti þér að detta í hug að ég væri sofandi, núna..." Hún: "Hm... hverjar eru líkurnar... föstudagskvöld, sjónvarp, þú... jú ég mátti vita það"... Ég hef svoooolítið á tilfinningunni að hún hafi verið að gera grín að mér... neeee... haldið að það geti nokkuð verið ?Tounge Svo er ég auðvitað líka komin á fætur fyrir allar aldir eins og einhver klikkhaus, hvort sem það er helgi eða ekki. En mér líður vel með þessu og hef alltaf verið svona og ekkert við þessu að gera nema þá að skjóta mig og það tímir enginn að gera... heimurinn má ekki við því að missa mig straxDevil Ég bloggaði ekki um leið og ég kom á fætur, af því að ég vildi ekki vera að vekja ykkur, þarna svefnpurkurnar ykkarSleeping Bara rétt að kíkja hingað inn til að óska ykkur öllum góðs dags og góðrar helgarSmile   Prentvillupúkinn hérna vill ekki viðurkenna orðið "klikkhaus", vill samt alveg "klinkhaus" og "blikkhaus"LoL

Hvor er svo blindari ?

Stóra langa jeppanum var lagt á ská inn á bílastæðið með afturendann út yfir gangstéttina fyrir framan bílastæðið. Mér var svo sem sama um það... svoleiðis, en mér var ekki sama um það sem gerðist í kjölfarið. Eldri maður kom gangandi, með blindrahund og hundurinn stoppaði auðvitað, hann gat ekki eins og hann var þjálfaður til, leitt eiganda sinn eftir gangstéttinni, vegna bílsins. Bíleigandinn var úti hjá bílnum og það upphófust þónokkuð háværar samræður án þess þó að ég greindi orðaskil, milli hans og blinda mannsins, sem enduðu með því að bíleigandinn við annan mann, tók sér stöðu úti á götu og hundurinn varð að leiða manninn á götunni, til að komast aftur fyrir bílinn... Ég skipti mér ekkert af þessu þar sem ég sat úti á sólpallinum mínum í góða veðrinu, mér datt ekkert annað í hug en að bíllinn væri bilaður og eigandinn hefði neyðst til að leggja honum svona. En nei ekki nú aldeilis, það var ekkert að helv... bílnum, það var greinilega eitthvað að helv... manninum sem var á honumPinchNokkrum mínútum eftir að blindi maðurinn var farinn með hundinn sinn, fór eigandinn inn í bílinn setti hann í gang, mjög auðveldlega og færði hann út á götuna... þá fyrstW00tSkömmu seinna keyrði hann í burtu ! Ég var svo græn í gegn að mér datt bara alls ekki í hug að samræðurnar þarna hefðu gengið út á það að helv... jeppaeigandinn hefði verið að neita að færa bílinn fyrir blindan mann ! Þá vildi ég nú frekar vera blind á augunum eins og maðurinn með hundinn, heldur en að vera svona gjörsamlega og algerlega siðferðisstaurblind eins og þessi litli kall á sínum stóra jeppaDevilÞetta fannst mér ljótt... Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið tillitssemina, hún kostar okkur ekkert en við getum grætt svo óendalega mikið á henniSmile


Hebbði ég haldið´ða...

Við keyptum okkur sjónvarp fyrir um það bil ári síðan... fyrirgefið þetta er ekki bara sjónvarp, þetta er fjárfesting... GetLost Á verðmiðanum stóð 227 þúsund... og við gerðum ekki eins og Páll Óskar, þessi yndislega dúlla segir í bankaauglýsingunni, keyptum það ekki þegar við vorum búin að safna fyrir því... við settum það á raðgreiðslur. Á nýjasta mánaðarlega skuldarablaðinu voru eftirstöðvar lánsins komnar í töluvert hærri upphæð en fjárfestingin kostaði í upphafi. Mætti halda að þeir hafi kannski eitthvað ruglast hjá bankanum, þeir hafi óvart bætt við, því sem við borguðum en ekki dregið það af... Lítur þannig út allavega... Shocking Ok í gær tókum við okkur til og borguðum upp þetta lán, bara svona allt í einu, af því að við komumst yfir peninga til þess og viti menn, upphæðin sem við þurftum að borga var þá bara talsvert lægri en það sem fjárfestingin kostaði í upphafi...W00t Gott mál fyrir skuldarann, verra fyrir skuldareigandann... Enda erum við ekkert voðalega vinsæl þegar við gerum svona... Devil Bara besta mál og núna eigum við þá þessa fjárfestingu skuldlaust og ég get með góðri samvisku sofið fyrir framan hana, vitandi það að ég er ekki að borga þessi ósköp tvisvar... Wink Það er sko miklu betri svefn, að sofa fyrir framan sjónvarp, sem kostar bæði augun úr, en að sofa fyrir framan eitthvað ódýrt túbudót, sem sem kostaði þó ekki nema annað augað úr og var auk þess borgað út í hönd... ha... eða er þaggi annars ?Whistling Eigið góðan dag elskurnar og gangi ykkur allt vel sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile    

Mér er búið að líða herfilega...

... núna síðasta klukkutímann eða svo.... Með verki í maganum, leiðindadrunga í höfðinu, svima, mér er kalt, ég svitna... á ég að fara fram og fá mér.... eða ekki... hef ekkert fengið mér síðan í gærkvöldi og það er svo sannarlega kominn tími á skammt núna... ég þarf hann... mig langar í hann... ég verð að fá hannW00t

Ég druslaðist nú loksins fram og fékk mér morgunmat, Cheerios með undarennu... alveg að drepast úr hungri og í leiðinni, þessari óstjórnlegu leti... ToungeÞá er nú orðið hart um skít, þegar maður nennir ekki að borðaGetLostAnnars góðLoL Var aðeins að velta fyrir mér fyrirbærinu "traust" í morgun en ætla ekki að skrifa um það, ekki núna. Ég er svolítið búin að verða fyrir skömmum frá fólki, sem þykist  aldrei nokkurn tímann lesa bloggið mitt en gerir það samt greinilega, án þess þó að kvitta fyrir sig. Það er með ólíkindum að ef ég skammast yfir einhverju hér, þá eru svo margir sem taka það persónulega til sín og verða bálillir...ShockingÆi það er nú svolítið þreytandi til lengdar, en mér er svo sem sama... svoleiðis, það gengur yfir... en það eina sem ég get sagt, er náttulega að : þær/þeir taka það þá bara til sín, ef þeim finnst þær/þeir eiga það og það er ekki á mína ábyrgðWinkÉg er aldrei með neitt persónulegt skítkast hérna, en ég get ekki annað en skrifað um mig, frá mér og það sem ég er að hugsa, sem tengist svo yfirleitt og óhjákvæmilega einhverju sem ég hef einhvertímann upplifað. Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar og fyrirgefið mér röflið...Smile


Alveg furðulegur andsk....

... þessi uppfinning, peningar....Woundering Ég er alveg hætt að þekkja þá sundur, ég þekki alveg þúsundkall frá krónu og svoleiðis, en svo eru þeir eitthvað meira merktir, án þess þó að ég fatti hvernig. Sko, það eru til peningar merktir flugmiðum handa ráðamönnum þessa ofsalega hamingjusama, svakalega ríka lands okkar, til Kína til að horfa á boltaleik... það eru líka til peningar merktir einhverjum ómerkilegum húskofum, sem koma að litlum notum í okkar ofsalega hamingjusama,  svakalega ríka landi... það eru líka til peningar merktir kauphækkun til hæstlaunuðu forstjóranna sem þó gera yfirleitt minna gang en þeir ættu að þurfa að gera og svona má lengi telja. Það er nefnilega ekki sama hverjum þeir eru merktir og það finnast til dæmis ekki neinir peningar merktir kauphækkun handa ljósmæðrum, svo þær haldi áfram að taka á móti börnum þessa ofsalega hamingjusama, svakalega ríka lands... það finnast heldur ekki neinir peningar merktir húsnæði fyrir útigangsfólk þessa ofsalega hamingjusama, svakalega ríka lands og svona má líka lengi telja. Þetta er hundleiðinlegt umræðuefni, af því að það þarf alltaf að vera að endurtaka það... það nefnilega breytist ekkert...Shocking Hvernig á venjuleg manneskja að læra að þekkja í sundur peninga, sem eru merktir með einhverju ósýnilegu bleki og virðast oftar en ekki vera notaðir til þess að moka undir þá sem eiga alveg nóga peninga fyrir, en ekki handa þeim sem mest þurfa á þeim að halda ? Svari mér sá sem veit..... Eigið góðan dag elskurnar, það er að segja þið ykkar sem virkilega nenntuð að lesa alveg hingað niður...Smile

Náttúrulist !

Mér finnst haustið yndislegur tími...InLoveKannski vegna þess að ég er fædd að hausti, sem eitt og sér dugar jú auðvitað til að gera þessa árstíð mun merkilegri en aðrarWinkVið renndum í gegnum Dalvík í gær og þar sá ég fallega sjón... Við lítið hús í útjaðri bæjarins standa hlið við hlið tvö tré, að mér sýndist af sömu tegund og alveg eins, nema annað þeirra er í haustlitunum en hitt er iðagrænt. Ég veit ekki hvort þetta er gjörningur frá náttúrunnar hendi eða af mannavöldum, en mér fannst þetta skringilega fallegtJoyfulNáttúran er nú líka alltaf langbesti listamaðurinn, alveg sama hversu við mannfólkið reynum að rembast, við komumst aldrei með tærnar þar sem hún hefur hælana í listsköpun. Þegar við keyptum húsið okkar hérna, græddum við með því fjögur stór tré, ferlega fallegt birkitré sem ég held að heiti hengibjörk og er alveg út við gangstéttina, reynitré sem er aðeins innar á lóðinni, eitthvað furugrey sem er mjög há en er að missa allar greinarnar og verður felld við tækifæri og svo skartgripinn okkar, risaösp sem stendur við hliðina á húsinu. Öspin er auðvitað algert skaðræði svona inn á lóð við hús og sjálfsagt eru það ræturnar hennar sem eru að reyna að komast upp í gegnum kjallaragólfið okkar, en hún er svo stór og falleg að við tímum alls ekki að láta fjarlægja hana. Bolurinn er svo sver að við náum ekki utan um hann og blöðin svo stór að það stærsta sem ég hef séð er á stært við góðan matardisk, hún gnæfir líka langt upp fyrir húsið okkar og hef ekki hugmynd um hversu margir metrar það eru, en þeir eru nokkrirGrinÉg hlakka til að fá að fylgjast með þegar allur trjágróðurinn hér í kring fer í haustlitina og þegar það er búið, hlakka ég til að fara að huga að jólunumHeartÞið megið alls ekki segja neinum það, en ég er búin að kaupa fimm jólagjafirWhistlingEigið góðan dag elskurnar og farið varlegaSmile


Draugalegt skemmtanalíf ?

Það er búið að vera svo mikið að gera í skemmtanalífinu hjá mér síðan á föstudag að ég hef ekki einu sinni haft tíma fyrir bloggið... JoyfulFór í uppáhaldsbúðina mína, RL auðvitað og keypti spegil í borðstofuna, nýbúin að lýsa því yfir í þúsundasta skipti bæði hátt og í hljóði, að nú væri ég svo gjörsamlega steinhætt að versla inn í þetta hús... iss ekki orð að markaToungeSvo þurfti auðvitað að setja hann upp og spúsi minn fór létt með það, svona þegar ég var loksins búin að ákveða hvar átti að hengja upp fíneríið. Hlýt að fara að setja inn nýjar myndir... gerið það bara núna á eftirSmileFórum svo með fleirum í draugagönguna frá Minjasafninu út að Leikhúsi á föstudagskvöldið... langminnst draugalegi labbitúr sem ég hef farið í, en ljúft í góðu veðri í skemmtilegum félagsskap. Laugardagurinn fór allur í að passa yngsta barnabarnið og allt kvöldið í að hvíla sig eftir þaðGrinSkil ekki hvernig ég fór að því að vera með þrjú í einu, þarna fyrir margtlöngusíðan og gera samt líka allt hitt sem ég gerðiWinkÍ dag ætlum við spúsi bara að njóta þess að vera saman og gerum annað hvort eitthvað eða þá ekki neitt, kemur í ljós. Í kvöld er ég svo að fara að passa áðurnefnt barnabarn, núna vegna þess að foreldrar hennar eiga brúðkaupsafmæli og þá fara þau alltaf út að borða og ég passa... til hvers haldið þið að ömmur séu annarsLoLLíklega mundu nú ekki allir kalla þetta skemmtanalíf, en mér finnst þetta skemmtilegt lífInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband