Ok vert þú þá í fýlu, ég er ekki með í því :-)

Þetta sem kallað er að "fara í fýlu" er ein birtingarleið andlegs ofbeldis, þá er ég að tala um þegar fullorðið fólk fer í fýlu. Börn fara stundum í fýlu ef þau mega ekki/fá ekki eitthvað, en það eru bara börn...Wink Einhver "spekingur" sagði mér þegar ég fullyrti að einungis börnin hefðu leyfi til að fara í fýlu, að þetta væri nú merki um að fólk væri ekki búið að gleyma barninu í sér...Shocking Ég var svo ofsalega mikið að vona að þetta ætti að vera einhverskonar brandari, frekar lélegur að vísu, en því miður var það ekki...GetLost Ég blæs á svona bull skal ég segja ykkur ! Þegar barn fer í fýlu, er það merki þess að þar fer lítil manneskja, sem er ekki búin að ná meiri tilfinningaþroska en það...InLove Þegar fullorðin manneskja fer í fýlu, er hún eða hann eingöngu og viljandi, að beita andlegu ofbeldi, punkturDevil Ég þekki fólk í mínu nærumhverfi, sem notar þetta fyrirbæri óspart og ég hef allt of oft leyft því að nota það á mig, með þeim afleiðingum auðvitað að mér líður illa og geri þá oftar en ekki eins og viðkomandi vill eða ætlast tilBlush Ég er samt alltaf í ströngum æfingabúðum hjá mér, til að minna mig á að hætta að gefa út þetta asnalega leyfi á sjálfa mig, með misjöfnum árangri þó... en það gengur nú yfirleitt vel samt og alltaf betur og beturJoyful Eitt er ég algerlega komin með á hreint: Sá eða sú sem fer í fýlu, gerir það algerlega á eigin ábyrgð og það  getur aldrei verið mér eða einhverjum öðrum að kenna á nokkurn hátt. Að fara í fýlu er meðvituð ákvörðun hvers og eins og eingöngu notuð til að ná sínu fram með góðu eða illu. Ég nota þetta ekki sjálf og samþykki ekki að það sé notað á mig, spila ekki með og hafiði þaðJoyful Þá er tilgangurinn enginn með fýlunni og það eina sem gerist er að viðkomandi líður illa og er einmana í því og bara svona svolítið leiðinleg/urSleeping   Og vertu svo bara í fýlu greyið mitt, mér er alveg samaLoL Æfingabúðalífið virkarWink Eigið dásamlegan föstudag í roki og rigningu og munið að tala um hlutina, miklu betra að leyfa að rjúka aðeins heldur en að fara í fýluSmile

Útsalaaaaaaa...

Lauslega útreiknað gæti ég víst grætt einhverja tugi þúsunda, til dæmis bara strax í dag, ef ég hefði nú vit á að drattast á útsölur... Errm En það hef ég ekki, svo langt nær víst ekki viðskiptavitið mitt og verð ég þar af leiðandi af hellings pening... eða hvað ? Er ég að stórtapa eða... getur verið að ég sé jafnvel að græða aðeins með því að vera bara heima ? Woundering Ef ég fer nú og kaupi mér *eitthvað* sem ég hef bara alls ekkert með að gera, bara vegna þess að það kostaði áður 10 þúsund krónur en kostar núna bara 5 þúsund, hvort er ég þá að græða 5 eða tapa 5 þúsund krónum ? Mitt svar: ég er auðvitað að tapa 5000 krónum og svo langt nær nú viðskiptavitið mitt að mér finnst það ekkert spennandi... GetLost Auðvitað er það gömul rassvasasálfræði sem virkar vel að auglýsa útsölur og ekkert við það að athuga, allir vilja fá sitt, en ég er nú líka bara til í að halda mínuWink Ég fer til dæmis ekki og kaupi bara eitthvað, sem ég fatta bara alls ekki hvað er og til hvers á að nota, í snemmverslaðar jólagjafir handa barnabörnunum okkar, af því að það kostaði áður 6.842 krónur en kostar núna bara 1.945Tounge Ég er ekkert alltaf að gefa þessum greyjum eitthvað, svo þegar ég geri það vil ég að það skipti máli og svo vil ég líka hafa einhverja hugmynd um hvað það er sem ég er eiginlega að kaupa ! En ég kaupi ekki bara af því að það er ódýrt og eins gleypi ég ekki allt hrátt, bara af því að það er gefinsTounge Og eftir þennan fræðsluþátt um efnahagsmál sendi ég ykkur góðar kveðjur inn í daginn og munið að rigningin er góð fyrir... ahh... gróðurinn.... hm... það er komið haust... jæja...Smile  

Það er líka hægt að gleðjast....

... yfir alls engu ! Í nokkur ár þurfti ég að fara á 3 mánaða fresti í myndatöku með hausinn á mér. Ekki af því að ég væri ljósmyndafyrirsæta að atvinnu, nei það var alltaf verið að gá hvort ég væri með eitthvað í höfðinu... Tounge Ég fór nefnilega að fá sjóntruflanir þarna á árum áður og það var ákveðið að ég væri með mígreni, en engin þar til gerð lyf vildu samt virka á þessi leiðindi. Þá var farið í að prófa að meðhöndla mig sem flogaveikissjúkling, en það virkaði ekkert heldur af öllu töfludótinu sem ég innbyrti. Mér var farið að líða eins og mús á rannsóknarstofu... alltaf nýjar og nýjar töflur, þangað til ég fékk æluna upp í háls og neitaði að borða fleiri andsk.. töflurPinch Aukaverkanirnar af öllu þessu dóti voru að gera út af við mig, svo ég kaus að hafa frekar sjóntruflanir svona af og tilCrying Þá kom maður í læknaslopp sem vildi meina að ég gæti verið með eins og eitt stykki heilaæxli... kannski af því að ég neitaði að halda áfram að éta töflurGetLost  Jæja, ég fór í myndatökur og skanna og hvað þetta hét allt saman en þeir fundu ekkert æxli, en í hvert skipti sem ég fékk niðurstöðurnar, varð ég ofsalega glöð yfir því að vera með vottorð upp á það, að ég væri bara alls ekki með neitt í höfðinuGrin   Ég hef ekki fundið fyrir þessu í nokkur ár... ekkert síðan móðurlífið var tekið úr mér... þangað til í gær, en ég ætla ekki að segja neinum frá því sem klæðist hvítum læknasloppiJoyful Ég ætla bara að halda áfram að trúa því og í þetta skipti algerlega hjálparlaust, að ég sé alls ekki með neitt í höfðinu og vera bara glöð með þaðLoL Eigið dásamlegan dag þið öll, þarna útiSmile

Minningarathöfnin um Ólympíugullið....

Varð vör við það með öðru auga og eyra í sjónvarpinu í gærkvöldi, að það voru sýnd valin atriði úr  leikjum handboltaliðsins íslenska á ÓL. Mér brá bara... þetta var eins og sorgleg minningarathöfn og það þegar allir ættu að vera bara og eingöngu glaðir og stoltir, yfir því hvað þessir drengir eru búnir að standa sig ofsalega vel ! Þetta lið er samsafn af bestu handboltamönnum 300 þúsund manna smáþjóðar, á agnarlitlu eyjarkríli lengst úti í ballarhafi og þeir eru að sigra lið sem eru valin úr sjálfsagt jafnmörgum handboltamönnum og við erum mörg í allt, hérna á skerinu okkar. Það er eiginlega gegn flestum lögmálum að þessir hrikalega duglegu strákar skyldu komast í úrslit yfir höfuð, hvað þá að þeir skyldu vinna til silfurverðlauna ! En að vera bara að einblína á það að þeir skyldu ekki ná gullinu og væla yfir því, finnst mér ömurlegt vanþakklæti og frekja og með því verið að gera lítið úr þessum stórkostlega árangri þeirra. Ég hef ekki baun gaman af því að horfa á íþróttir yfir höfuð, en það kemur upp í mér alveg risarembingur ef einhverjir frá okkar litlu þjóð, gera miklu betur en stórþjóðir, sem hafa úr miklu fleira fólki að velja. Og þessir strákar náðu miklu betri árangri en nokkurtímann var hægt að gera ráð fyrir og/eða fara fram á af þeim og við eigum bara að vera þakklát, stolt og glöð yfir því að þeir skuli koma heim með SILFURVERÐLAUN af ÓL ! Getum við hin gert eitthvað betur ? Mér þætti gaman að sjá það ! Að öðru leiti er ég góð og brosi hringinn í rigningunni og vona að þið gerið það líka ! Farin út að ná í þvottinn....Smile


Játningar ráðskonu í sjálfboðavinnu...

Það er er svona varla að ég geti hugsað þetta upphátt, en ég læt vaða...Cool Ég er farin að hafa gaman af því að elda og stússast hérna á heimilinu og ég hélt ég ætti aldrei eftir upplifa það. Hef nefnilega aðeins farið að finna fyrir þeirri tilfinningu síðan ég flutti í þetta hús, en vildi lengi vel ekki trúa því... GetLost Ég sem hef aldrei verið húsmóðir, ég hef alltaf verið ráðskona í sjálfboðavinnu og er enn. Aðal og reyndar algerlega eina ástæðan fyrir því að ég fór út í þessa sj.b.vinnu var sú, að ég eignaðist börnin mín og varð að sjá um að þau hefðu það gott í uppvextinumInLove Eina ástæðan fyrir því að ég er svo ennþá í þessari sj.b.vinnu, þó að börnin mín séu löngu farin að heiman er sú, að enginn annar hefur tekið það að sér að sjá um að ég fái að borða, hafi sæmilega snyrtilegt í kringum mig og að ég hafi hrein föt...Tounge Ég er fínn kokkur og get líka alveg bakað hvað sem er og er alveg þokkalega fær í þessari sj.b.vinnu, þó ég segi sjálf frá og vanda mig, eins og við allt sem ég geri... sérstaklega þó það sem mér finnst frekar leiðinlegtWink Ég hef alltaf dáðst að fyrirmyndarhúsmæðrum og geri enn, en hef aldrei haft snefil af löngun til að fylla þeirra hóp og geri aldrei. Alveg eins og ég verð aldrei kosin nein fyrirmyndarmóðir, nóg fyrir mig að börnin mín sögðu svo oft við mig, að ég væri besta mamman þeirra í öllum heiminumLoL Ég hef aldrei farið fram á neitt af börnunum mínum, annað en að þau séu góðar og heiðarlegar manneskjur og þeim líði vel. Sagði þeim alltaf í uppvextinum að ég  mundi styðja þau í öllu því sem þau vildu gera í lífinu, nema ef þau ætluðu að verða rónar þá mundi ég ekki sjá þeim fyrir brennivíni... þau fóru ekkert í það heldurGrin Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og sleppið ykkur nú ekki alveg yfir boltanum, það er ekki gott fyrir blóðþrýstinginn svona snemma á sunnudagsmorgniSmile Áfram ÍslandWizard

Mér finnst...

... æðislegt hvað "við" erum dugleg í handboltanum á ÓL, en ég held samt alveg vatni yfir þvíWink Ég hneykslaði fullt af fólki í gær þegar ég aðspurð, sagðist ekki hafa horft á leikinn... en úrslitin gátu ekki á nokkurn hátt farið fram hjá mér samtTounge "Nú varstu að vinna ?" Ég nei, ég er heima... í veikindafríi... "Sko alveg sama þó maður hafi ekki áhuga eða gaman af handbolta þá eru allir íslendingar skyldugir til að horfa á svona leiki" var ein yfirhalningin, sem ég fékk, vó...Grin Ég er kannski bara svona fúllyndur gleðispillir á skemmtanabremsunni, en ég var að sauma og saumavélin er bara ekki fyrir framan sjónvarpið og ég var búin að steingleyma þessuLoL Svo þegar vinkona mín sendi mér sms um að við hefðum unnið, þá fattaði ég að leikurinn hlaut að vera búinn. En það kom nú ekki að sök, það var ekkert nema handbolti í fréttunum og öllum mögulegum og ómögulegum fréttatengdum þáttum, á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi, svo ég missti ekki af neinu. Ég heyrði eitthvert fyrirmennið segja í gærkvöldi, að þetta væri líklega einn stærsti atburður í menningarsögu okkar. Er það ?Joyful Ok, þá ætla ég að vera obbosslega menningarleg og horfa á sjónvarpið klukkan 8 í fyrramálið, ég kemst sjálfsagt ekki upp með að gleyma því í þetta skiptið,  spúsi minn æsir sig 100% öruggt á fætur þáLoL Njótið dagsins með eða án handbolta og auðvitað læt ég fljóta með í leiðinn í anda frú Sigríðar vinkonu minnar í Stafholtinu: Wizard

Eigi veit ég það svo gjörla....

... en hitt veit ég... að það er kominn föstudagurWink Ekki að það skipti svo miklu máli fyrir mig, ég er ekkert að vinna þessar vikurnar. Eina breytingin er sú, að spúsi verður heima næstu tvo daga, ég ætla ekkert að segja að hann verði í fríi, ég er með langan verkefnalista handa honumWhistling Nei nei bara smá kerlingagrobb, láta ykkur halda að ég stjórni sko á mínu heimiliTounge Ég er búin að dunda mér við að sauma gluggatjöld fyrir fjóra eldhúsglugga og tvo svefnherbergisglugga... samt eru bara tveir gluggar á eldhúsinu og einn í svefnherberginu.... Ég sá nefnilega þegar allt var komið upp að ég vildi hafa þau allt öðruvísi, svo ég tók allt heila glataríið niður aftur og endurhannaði og saumaði upp á nýtt.... og þannig fékk ég út þennan fáránlega gluggafjölda... Grin Ég komst nokkuð harkalega að því um daginn að ég hafði gleymt að gera skattaskýrsluna fyrir mömmu núna í vor... Allt í einu var hún farin að fá rukkanir frá sýslumanni og alls konar hótunarbréf frá skattinumBlush Hún átti að borga þetta mikið og hitt átti að lækka svona mikið af því að hún eða öllu heldur ég, hafði ekki skilað skattframtali...W00t Ég fór af stað, vel á seinna hundraðinu, til að reyna nú að bjarga sem mestu úr brennandi rústum fjárhags gömlu konunnar og gekk alveg hrikalega velJoyful Komst að því að ellilífeyrisþegar eiga rétt á að starfsfólk skattstofunnar geri fyrir þá skýrsluna og það var gert bara 1,2 og 3 á staðnum. Svo fékk ég nákvæmar leiðbeiningar um hvert ég átti að fara og við hvern var best að tala til að það yrði hætt að draga af henni, af því að auðvitað átti hún ekki að borga neitt, hún átti að fá endurgreitt. Konan sem ég var svo heppin að hitta á, á skattstofunni var svo ljúf og hjálpsöm að ég hef bara sjaldan kynnst öðru eins. Þetta var allt saman bara ekkert mál og það sem meira var, þetta var bara gaman en ég ætla nú samt ekkert að endurtaka þetta ferli að ári..Blush   Njótið þessa frábæra föstudags og finniði bara hvað það er gott að hlakka til... frí næstu tvo dagaSmile

Ein.....

Við hjónaleysin eigum samtals 12 barnabörn og þó spúsi minn hafi komið með megnið af þeim inn í sambúðina s.s. 11/12 hluta þá kalla þau mig langflest ömmu. Meira að segja stúlkur sem komu með mæðrum sínum inn í sambúðir með sonum hans, þær kalla mig líka ömmu og ég er sannarlega amma þeirraHeart Mér finnst það vera upphefð að þeim skuli þykja nógu vænt um mig til að kalla mig ömmu og miklu meiri heiður heldur en að fá öll heimsins heiðursmerki eða eitthvað þessháttar hjóm...GetLost Yngsta barnabarnið er úr minni framleiðslu og ég fékk hana aðeins lánaða í gær, hún er alveg að verða þriggja ára, að flýta sér að verða sextán held ég stundum...Tounge Mamma hennar tengdadóttir mín, er svissnesk og pabbinn sonur minn, þá þar af leiðandi íslenskur og dúllan talar þrjú tungumál... Wink Sko íslenskuna, Svissþýskuna og svo eitthvað sem ég gæti trúað að væri sanskrít eða esperantó eða eitthvað... allavega er það eitthvað tungumál sem ég skil ekki...Grin Hún notar það að vísu minna eftir því sem hún eldist, en það gat oft valdið verulegum erfiðleikum í samskiptum okkar áður fyrr, af því að amman var bara alls ekki nógu fróð um akkúrat þetta tungumálWhistling Mér finnst ungabörn æðisleg og dásamleg og falleg og allt það, en ég hef miklu meira gaman að börnunum þegar þau eru farin að tjá sig með fleiri aðferðum en argi, gráti, öskrum og þessu þarna þriðja tungumálinu...InLove Gangið glöð inn í góðan dag og... já, læt það bara duga núnaSmile

Fólk er eins misjafnt....

... eins og mennirnir eru margir... og sem betur ferJoyfulÉg á auðvelt með að umgangast fólk, allskonar fólk bæði í vinnunni minni, þar sem er sannarlega fjölbreytt flóra og svo bara líka í einkalífinu. Auðvelt þarf samt ekkert alltaf að vera gaman, ég er ekkert að segja það en fjölbreytnin er skemmtileg. Ég man ekki eftir því að ég hafi nokkurtímann kynnst manneskju sem ég þoli alls ekki... að vísu er ég nú snillingur í að gleyma viljandi öllu því sem er leiðinlegt og eða vont... nenni ekki að dragnast með það með mér í gegnum lífiðWinkEn ein kona sem ég þekki smávegis og hef unnið með, kemst svona næst því að vera manneskja sem ég þoli ekki. Ég held samt að það hljóti að vera sjálfri mér að kenna, hvernig ég lít hana...Woundering Það gerist til dæmis alltaf eitthvað furðulegt með mig þegar þessi kona opnar munninn og fer að tala... ég tek fyrst andköf og svo fer ég að flissa eins og fífl og fljótlega breytist flissið í hlátur og ég fæ undantekningarlaust sársaukafull olnbogaskot frá sessunautum mínum... það er svolítið sárt að hlusta á hanaToungeEn þessi kona er sko enginn grínisti og er aldrei að reyna að segja brandara, aldrei ! Hún var ekki yfirmaður, en hún vildi samt stjórna, hún hafði unnið sömu vinnu í borginni og fannst hún langt yfir okkur sveitavargana hafin og svo kenndi hún okkur að þvo baðker : "Þegar þú þværð baðker Jónína, átt þú að krjúpa ofan í því annars ferð þú svo illa með bakið á þér" ! Þá vildi ég auðvitað fá að vita, hvort þær hefðu haft blautbúninga í vinnunni þarna í stórborginni, en það eina sem ég hafði uppúr því var  olnbogaskotWhistlingSvo kom að því að henni var ráðlagt að fá sér vinnu þar sem mannleg samskipti eru ekki aðalatriðið... af hverju ætli það hafi verið ?HaloÞá breyttust starfsmannafundirnir okkar aftur í það svefnlyf, sem þeir höfðu verið fyrir mig og nú fæ ég bara olnbogaskot þegar ég er farin að dottaLoL  Eigið ljúfan og góðan dagSmile 


Á ég að hringja... eða ekki ?

Ef ég verð vör við að einhver er að aka undir áhrifum áfengis... á alþýðumáli keyra full/ur... er þá eitthvert vafamál hvort ég á að hringja í lögregluna og kæra ? Ég held ekki að ég þekki neinn sem notar einhver önnur eiturlyf, vinahópur minn er frekar þröngur þannig séð, svo ég læt keyra full/ur dugaWink Það ætti ekkert að þurfa að veltast neitt fyrir mér, en hefur samt gert það og ég er því miður ekkert ein um það. Ég hef sleppt því að kæra ölvunarakstur á árum áður, í alvöru og það af ómerkilegum ástæðum búnum til af mér...Blush Ástæðum sem eru svo miklu ómerkilegri en aðstæðurnar sem gætu skapast vegna þess að einhver er að keyra full/ur. Æi... hann/hún er nú vinur minn, ættingi, faðir barnanna minna, maki, fyrrverandi skal tekið fram og eitthvað svona kjaftæði... Gæti kostað vináttumissi, reiði allra hinna ættingjanna, börnin mundu frétta það, hann gæti skilið við mig... bla bla kjaftæði... Á hinum endanum á ölvunarakstrinum eru nefnilega vinir, ættingjar, barnsfeður og makar einhverra annarra, sem gætu svo orðið fyrir bíl þess sem keyrir full/ur og það með miklu skelfilegri afleiðingum...Crying Ég skammast mín svakalega fyrir þetta, en hef verið svo heppin hingað til að ekkert hefur komið fyrir í þessum tilvikum. Mér hefði fundist það vera mér að kenna og það hefði líka verið það, af því að ég gerði ekki akkúrat það sem ég átti að gera, hringdi ekki í lögregluna og kærði viðkomandi ekkifyrir ölvunarakstur, til þess að reyna þó eitthvað til að afstýra mögulegum hörmungum... En ég get sagt ykkur elskurnar mínar, að það var þá en þetta er núna.... ég tek umsvifalaust upp símann, ef það er það eina sem ég get gert til að koma í veg fyrir að einhver aki undir áhrifum áfengis, s.s. keyri full/ur ! Njótið dagsins í dag, hann kemur ekkert afturSmile  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband