Á ég að trúa þessu....

Mér finnst rökrétt að álykta að allir trúi á eitthvað, hvað sem það svo er... einhvern guð/guði eða á náttúruna, kannski mátt sinn og megin eða bara trúa ekki að það sé til guð/guðir... það er náttulega líka trúWink Ég trúi líka einhverju, en ætla ekkert að útlista það hér og dytti aldrei í hug að reyna að fá aðra til að trúa því sama og ég. Að vísu er mín trú líklega í friðvænlegri kantinum, þannig að ég mundi gjarnan vilja að allir hefðu þá sömu trú, en ég læt sko ekki ná mér dauðri við neinskonar trúboðCool Mér finnst ferlega sorglegt þegar fólk er að gera allrahandanna vitleysur og fremja jafnvel glæpi og fela sig á bak við það að einhver guð/guðir hverju nafni sem það nú nefnist, vilji hafa það svoleiðis. Það sýnist mér vera raunveruleikaflótti á hæsta stigi og raunveruleikaflótti leiðir held ég aldrei til neins góðs. Eftir því sem ég best veit, þá lifi ég bara einu sinni og finnst bara verulega sniðugt að reyna að vanda mig þá aðeins, af því að fyrir mér er þetta ekki æfing, þetta er frumsýningin og um leið eina sýningin...Joyful Endurtek, legg áheyrslu á og undistrika að þetta er eftir því sem ég best veit, kemur svo líklega síðar í ljós, hvort ég hef rétt fyrir mér í því eða ekkiGrin Það er kominn mánudagur og ný vinnuvika hjá þeim, sem nenna að vinna það er að segja og það er ekki hægt að telja mig með í þeim hópi... að vísu er ég í veikindafríi og má ekki vinna en það er önnur saga...Tounge Ég ætla samt að tæpa á tvennu sem ég trúi og læt mér í léttu rúmi liggja hvort einhverjir fleiri trúi því, en ég trúi því að dagurinn í dag verði góður og ég trúi því líka að ég klári að sauma eldhúsgluggatjöldin mín í dagLoL Brosum og verum góð hvort við annað og trúið mér þegar ég segi, að ég óska öllum alls góðs inn í daginnSmile

Ef ég hef ekki sagt það áður...

... þá ætla ég að segja það núna: Það er bannað að berja börn ! Ofbeldi er aldrei lausn á neinu, bætir aldrei neitt og gerir engan góðan, þvert á móti ! Það eru til miklu meira en milljón aðferðir til þess að tjónka við börn, en ofbeldi er ekki ein þeirra leiða og á ekki að líðast... aldrei... hvergi... Faðir barnanna minna ætlaði einu sinni að flengja eldri son okkar sem þá var 4 ára, fyrir það að koma ekki á réttum tíma inn í kvöldmat... Hann var fjögurra ára, hafði álpast upp á tún með hinum krökkunum og kunni ekki á klukku ! Getiði bara hvort hann komst upp með að berja barnið ! Ekki séns í helvítiDevil Og hann ætlaði bara að skella einu sinni í rassinn á drengnum, en nei takk, aldrei með mínu samþykki. Við ræddum þetta... eða ég öllu heldur hélt heljarinnar ræðu... og vildi til dæmis fá að vita hvaða gagn hann héldi að það gerði, hvort drengurinn yrði þá allt í einu fullnuma á klukku ef hann yrði barinnGetLost Hann hélt það nú ekki, en þetta var bara alltaf notað á hann og systkini hans í gamla daga ef þau gerðu ekki það sem ætlast var til af þeim... Hann fékk svo sannarlega að vita að það væri búið að innleiða nýjar uppeldisaðferðir og ef hann ætlaði að fara að berja barnið, þá væri ég farin og barnið að sjálfsögðu líkaAngry Ég held hann hafi aldrei svo mikið sem hugsað það aftur að nota þetta úrræðiWhistling Börnin okkar eiga að hafa skjól hjá okkur foreldrunum, ef þau hafa það ekki hjá okkur, hvar eiga þau þá að finna það ? Þau eiga auðvitað alls ekki að komast upp með allan fjandann sem þeim dettur í hug, en það er löngu búið að finna upp talmálið til dæmis og langflest börn sem betur fer, skilja mælt mál og þá notar maður það óspartWhistling Það verður enginn að betri manneskju við að vera barinn... Eigið góðan dag öll sem eitt og munið, að aðgát skal höfð í nærveru sálarSmile

Engin pólitík hér.....

... nenni henni ekki, sérstaklega ekki þessa dagana... læt aðra um það...Wink  Það er örugglega margt gott gert á þeim vettvangi og væri nú gaman að fá að vita meira um það jákvæða, en ekki samt bara korteri fyrir kosningarWoundering Ég hef lítið sem ekkert verið í vinnunni síðan í endann á júní og núna eru "gömlurnar mínar" farnar að hringja í röðum...Wink Flestar eru bara að gá hvernig ég hef það, en inn á milli eru svona frekjutruntur sem er alveg sama hvernig mér líður, hafa meiri áhuga á hvernig rykinu þeirra líður. Í gær hringdi ein, sem ég er búin að biðja um að fá að hætta hjá og henni fannst  að ég gæti nú bara alveg komið til hennar og þrifið, þó ég væri í veikindafríi...Shocking Hún er nefnilega búin að bíta það í sig að ég vinni betur en allar aðrar, sem er auðvitað bara helíum rugl... Ég veit að vísu fyrir víst, að ég geri betur en sumar sem vinna þessa vinnu, þannig er á öllum vinnustöðum auðvitað, en alls ekkert betur en megnið af þeim. Hún vill ekki fá neina aðra og setur ýmislegt fyrir sig... ein var meira að segja of stór...LoL Einn dag í viku er ég á 2 heimilum sem mig langar að hætta á, þetta er annað þeirra og er búin að biðja um breytingu, en ekkert gerist... Ég er ekki nógu frek, en það má alveg laga það, nú eða fara í plan B... minnka aðeins við mig vinnuna og hætta að vinna akkúrat þann dag, vinna dagvinnuna bara 4 daga í vikuWhistling Nóg komið, eigið yndislegan dag þið öll þarna úti og munið að hamingjan er ekki endastöð, hún er í hverju augnabliki fyrir sigSmile

Af gefnu tilefni...

... vil ég taka það fram að mér leiðist aldreiGrin Það á ekkert að lesa á milli línanna af því að það stendur ekkert þar... það á að lesa orðin sem mynduð eru úr bókstöfunum, sem standa hvert á eftir öðru í línunum... vitleysingarnir ykkarDevil Að vísu verð ég að viðurkenna að mér leiðist svolítið að geta ekki opnað útvarp, sjónvarp eða lesið blöðin án þess að þurfa að heyra, sjá og/eða lesa Ruglið í Reykjavíkurborg. Það er alveg furðulegt að þarna skuli geta safnast saman í einu ráðhúsi, svona stór hópur af fólki sem virkilega hefur það bæði sem atvinnu og áhugamál, að sjóða saman rugl og vitleysu og troða á vinum og óvinum, flokkssystkinum sem og fólki úr öðrum flokkum... Pinch Ég er alveg hætt að nenna að fylgjast með þessu fáránlega, en þó um leið verulega sorglega leikriti og ég get bara ímyndað mér hvernig fólki í sjálfri borginni líður... Bara til dæmis það, að sjá verulegan slatta af peningunum sem borgin hefur til umráða, þessum þarna peningum sem borgarbúar svitna við að vinna sér inn, flögra í risastórum  fúlgum í formi biðlauna, til allra þessara fyrrverandi borgarstjóra sem hafa setið, bara á þessu kjörtímabili og það er ekki líkt því búið.... GetLost Hlýtur að vera ferlega svekkjandi og fólk yrði alveg örugglega sáttara við að sjá þessa peninga fara í eitthvað þarfara... Shocking Borgarbúar, þið eigið alla mína samúð og ég vona að þið séuð búnir að fá að sjá síðasta þáttinn í þessu fáránlega leikriti, sem er bæði illa samið og illa leikið. Stjórnmálaumræðu lokið þennan daginn, næst kem ég með einhver öðruvísi leiðindiTounge Gangið glöð inn í daginn og munið að stefnuljósastöngin er vinstra... nei hægra... nei vinstra megin...Smile

Öfugmæli... og eitthvað fleira... ;-)

Ég er að farast úr leiðindum og veit ekkert hvað ég á að gera í því... Það kemur alls enginn til að skemmta mér og það gerist aldrei neitt af sjálfu sér.... Og ég skil það bara alls ekki, ég sem sit alltaf á sama stað, hreyfi mig ekki neitt til öryggis, svo skemmtilegheitin finni mig nú... Smá öfugmæli eiginlegaWink Mér leiðist aldrei, ég er helst með 3 - 4 verkefni í höndunum í einu, sauma, slappa af, prjóna, taka því rólega, púsla, leggja mig og svona má lengi teljaHalo  Smá galli á minni annars fullkomnu persónu og svo er alltaf einhver að detta inn úr dyrunum á hverjum degi. Og ef mér finnst það ekki nóg þá á ég góðan bíl sem nýtist vel í að fara eitthvað í heimsókn eða versla kannski aðeins... Whistling Engan óþarfa samt, þó það sé nú samt alveg undantekning að ég sjáist fara inn í matvöruverslun.... keypti efni í eldhúsgardínur og stengur líka og púsl handa mér og dúkkuföt handa Lindu og myndir á veggina í svefnherberginu... eins og sést þá er ekkert verið að versla neinn óþarfa á þessu heimiliTounge Og svo mér til ómældrar ánægju er ég nú loksins búin að komast að því hvað rúmið heitir sem við fengum okkur um daginn. Ég vissi aldrei hvað ég átti að segja þegar ég var spurð hvernig rúm við hefðum fengið okkur, en nú veit ég það ! Ég var alltaf með einhverjar svona vandræðalegar langlokur um sko... svona dýna sem Nasa hannaði, svampur sem leggst að líkamanum... bla bla...Nú er þetta komið á hreint og þessi ákveðna tegund af rúmi, heitir því stutta og snaggaralega þjála nafni: Þrýstingsjöfnunarsvampdýnurúm ! Óþarfi að vera að velta því meira fyrir sérGrin Eigið yndislegan dag elskurnar mínar allar, mér sýnist ætla að verða dásamlegt veður handa ykkurSmile

Það eru nú ekki alltaf vegirnir...

Það er alltaf í umræðunni af og til, að Reykjanesbrautin eða hlutar af henni séu ekki nógu góðir. Það efast ég ekkert um og alltaf má gera betur. Ég keyri þennan veg að meðaltali þrisvar á ári og þykist góð að þurfa ekki að gera það oftar. Góður vegur, slæmur vegur, mjór vegur, breiður vegur, malbik eða möl, keyrum eftir aðstæðum hverju sinni og þá komumst við mjög trúlega örugg á leiðarendaWink Sumir eru svo veruleikafirrtir að þeir halda að þeir séu mikilvægustu manneskjur í öllum heiminum og allt lífið standi og falli með því að þeir komist 3 mínútum fyrr á leiðarenda...GetLost Eða er það ekki annars þess vegna sem fólk keyrir langt yfir hámarkshraða ? Ef ekki það, hvað þá ?Lífið getur jú oltið á því, oft annarra líf og heilsa, vegna þess að fíflið keyrir of hratt og þá alls ekki eftir aðstæðumAngry Svo eru þeir sem keyra allt of hægt, en það er efni í aðra færslu... Er eitthvað flókið við skiltin sem sýna leyfilegan hámarkshraða á vegum ? Við þurfum að vera læs til að geta tekið bílpróf og mega keyra bíl og þá á nú flestum ekki að verða skotaskuld úr því, að lesa max tvo tölustafi og skilja þá ! Ef það þarf eitthvað að útskýra þessi skilti þá skal ég alveg taka það að mér.... Þegar tölustafirnir 9 og 0 eru saman á skilti þá þýðir það níutíu.. 90 og það er ekki verið að meina að þeir sem eru undir eða yfir 90 kíló, megi eða megi ekki keyra þarna. Það er ekki verið að meina hámarks þyngd og það er ekki heldur bara verið að skreyta útsýnið með þessum skiltumPinch Meiningin með þessum tölustöfum á þessum skiltum er að sýna okkur hraðann sem við eigum að halda okkur á til þess að umferðin gangi sem öruggust fyrir sig ! Það er sem sé ekki flókin áletrun á þessum skiltum, en virðist samt vera verulega flókið fyrir sumt fólk að skilja hana og fara eftir henni... Og það kostar mannslíf hvað eftir annað, sem er hryllilegt....Crying Akið glöð inn í góðan dag og akið varlegaSmile  

Eitt og annað... og enn eitt...

Held það sé komið haust... 3 stiga hiti úti þegar ég fór á fætur og fólkið sem labbar hérna upp og niður götuna er með vettlinga...Joyful Ég hef alltaf elskað haustið og mundi elska það jafnvel enn meira ef það kæmi ekki vetur á eftir því, hlýt að hafa fæðst í vitlausu landi...Tounge Ég er haldin valkvíða... ég get ekki ákveðið hvernig gardínur ég á að setja fyrir eldhúsgluggana... Verð að fara að skella einhverju fyrir þá, þó ekki sé nema vegna gömlu konunnar í næsta húsi, svefnherbergisglugginn hennar er beint á móti stærri eldhúsglugganum og eins og ég þekki gamlar konur, þá vill hún fara að sjá þó ekki væri nema einhverjar druslur, hangandi fyrir glugganum...Grin Ég var líka að hafa áhyggjur af því að ég skyldi vera með áhyggjur af því, að það gæti kannski vantað tvo kubba í púslið mitt... Blush Vá, slík og þvílík áhyggjuefni gætu nú bara sligað fólk.... ha ?Whistling Mér fannst vanta stóra mynd á vegginn fyrir ofan rúmið okkar svo ég fór auðvitað í Húsasmiðjuna... mér hefði að vísu ekki dottið sú verslun í hug nema vegna þess að besta vinkona mín sem er líka minn viskubrunnur, sagði mér að þar fengjust einhverjar stórar myndirWink Sú sem ég keypti er svo stór og litrík að það verður sjálfsagt ekki svefnfriðurGrin Nú hætti ég þessu bulli og fer á stigvélina mína.... ég hef greinilega allt of lítið að gera, enda heima í veikindafríi og finnst ég ekkert vera veik... en ég verð samt að hreyfa mig eitthvað en má ekki vera úti í vindi, ekki í kulda, ekki í hita, ekki í sól... sem sagt má þá bara ekkert vera útiGetLost Eigið góðan og vonandi áhyggjulausan dag og njótið þess að vera útiSmile

Kannski mundi honum sárna......

Las frétt um nálgunarbann, vissi ekki að það væri komið í notkun hér á landi. Hefði kannski aðeins þurft að hafa not af því í den, en þá var það eiginlega bara til í amerískum bíómyndum. Fréttin sem nálgunarbannið kom fyrir í, lýsir svo viðbjóðslegri mannvonsku að ég verð reið og nú er ég ekki oft reið. Mannkvikindi níddist svo á sambýliskonu sinni á allan hátt, í einhver ár og ég gat ekki á heilli mér tekið eftir lesturinn. Mikið svakalega hefði ég níðst á honum sjálf ef ég hefði náð honum þá, friðsemdarmanneskjan ég.... Það er auðvitað ekki fallegt að kalla einhvern mannkvikindi en mér er alveg sama og ég segi það aftur og aftur... Helvítis mannkvikindi ! Og ef einhverjum dettur í hug að fara að afsaka þetta helvítis mannkvikindi á einhvern hátt þá er mér að mæta ! Ég hlusta ekki á að kannski hafi hann fengið slæmt uppeldi eða verið níðst á honum í æsku eða lent undir valtara með hausinn eða drukkið einhverja ólyfjan ! Mér er alveg sama þó það væri allt þetta, það hefur samt ekki getað komið í veg fyrir að hann gerði sér grein fyrir því, að svona kemur maður ekki fram við aðra manneskju ! Það vantar alveg greinilega heilu kaflana í hausinn á helvítinu, en allt þetta sem hann gerði konunni var sko ekkert óvart eða ómeðvitað.... Ekkert væl um neitt svoleiðis í mín eyru ! Og ef einhverjum svo mikið sem dytti í hug að hugsa að konan sjálf beri einhverja ábyrgð á því hvernig komið var fram við hana þá verð ég ekki eldri og missi alla trú á mannfólki ! Ok þetta er svona upphrópunarmerkjapistill en ég gat ekki setið á mér... Ég var ekki alltaf í góðum málum síðustu árin í minni sambúð, svo ég þekki upplifun fórnarlambsins og fyrir mig var það alveg miklu meira en nóg, en svona hrylling þurfti ég þó aldrei að upplifa eins og þessi vesalings kona.... Svo skil ég ekki af hverju helvítis mannkvikindið gengur laus og það má ekki framlengja nálgunarbannið. Af hverju ekki ? Gæti honum sárnað ?!?! Ég sendi þessari vesalings konu allar mínar hlýjustu hugsanir og vona að Guð gefi að hún nái sér sem best og helvítis mannkvikindið fái meira en 2 mánuði skilorðsbundið eða eitthvað annað álíka hneyksli... Búin, hætt, farin....

Var að röfla um daginn....

... um eitthvað sem mér finnst óþarfi, datt fleira í hug í þeim dúr núna í morgunsárið. Endalaust svona "smápikk" í samskiptum fólks, finnst mér til dæmis vera alger óþarfi og það er það ! Í besta falli alger óþarfi, í versta falli skemmandi og særandi fyrir þann sem verður fyrir því. Sá/sú sem stundar "pikkið" gerir sér sjálfsagt ekkert endilega grein fyrir því og oft hef ég heyrt setninguna: "Maður segir nú bara svona..." Afsakaðu en, nei það gerir maður nú bara ekki ! Ég held að þetta  megi kallast andlegteineltisofbeldi... svakalega fínt orð er það ekki ? Það er nefnilega þannig að töluð orð verða ekkert aftur tekin og það er svo óhemju auðvelt að hugsa áður en maður talar... Mér finnst þetta vera skelfilegur leiðinda ósiður og ekki sæmandi nokkuð eðlilegu fullorðnu fólki ! Punktur og bastaAngryAð öðru, ég fann ekki túbuna með augnkremdropunum mínum í morgun... fór að leita og fann hana auðvitað á síðasta staðnum sem ég leitaði á.... Eeeee nema hvað ? Liggur í hlutarins eðli að ég held ekki áfram að leita eftir að ég er búin að finna það sem var tínt og þar af leiðandi hlýtur hluturinn alltaf að vera á síðasta staðnum sem ég leita á.... ég og minn ofurheili....WinkOg þar með líkur röflinu héðan í morgunsárið.... eigið góðan dag og njótið sólargeislanna, þeim fer óðum fækkandiSmile      


Drepum þá....

Að standa fyrir framan spegilinn á baðinu, með gleraugun á nefinu, litla túbu með einhverju sýklasullkremi í annarri hendinni og reyna að sprauta því í augun á sjálfri mér, er ekki alveg það gáfulegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur um ævina...GetLost Og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum....Whistling Vitið var rétt nóg til þess, að ég prófaði þó bara tvisvar.... Wink Í fyrra skiptið er ég ekki alveg viss hvort það fór eitthvað upp í augun eða hvort þessi óþægindi voru bara vegna þess að ég rak helv... túbuna inn í augun á mér.... Blush Í seinna skiptið fór eitthvað inn í augun, en megnið eiginlega bara allsstaðar þar í kring.... ég hef lúmskan grun um að ég hafi steindrepið alla sýkla sem létu sér detta í hug að koma einhversstaðar á andlitið á mérCool Hver fær líka þá hugmynd að búa til krem til að setja í augun ? Hvað varð um ósköp venjulega augndropa, mér er spurn ?W00t Og svo stendur á umbúðunum að það eigi að setja 2-3 dropa af þessu í augun, krem er ekki mælt í dropum !Shocking Til að kóróna nú alla vitleysuna, þá á ég að endurtaka þessar æfingar 6 sinnum á dag ! Ég verð orðin blind eftir tvo daga með sama áframhaldi, ennþá með sýkingu í augunum....Crying En örugglega samt engar sýkingar annars staðar í andlitinu... sem er gott... held égTounge En til að halda nú bæði sjón og sönsum, hef ég ákveðið að láta bara spúsa minn um þettaLoL Göngum glöð inn í góðan dag og brosum hringinnSmile  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband