Nú skal ég segja ykkur...

... að ég er búin að sækja borðtölvuna mína, hún er svona þvegin og skrúbbuð og straujuð og ný uppsett... ekki hárið samt, svo mikið veit ég þó um tölvurWink Ég var að láta það fara pínu í pirrurnar á mér í gær, þegar verið er að flokka hin og þessi verk í karlmannsverk og kvenmannsverk...Sleeping Ég á það sem sé til að flokka ýmislegt undir óþarfa og ég nenni ekki og skil ekki óþarfa.... og mér finnst þessi málvani eða kannski málóvani til dæmis óþarfi...GetLost Ég sé það þannig að það er bara tvennt sem kona getur gert en karl ekki, það er að ganga með börn og hafa þau á brjósti... upptalningunni lokið ! Einhver mundi segja núna að karlinn geti pissað standandi en konan ekki, en það er ekki rétt, kona getur alveg pissað standandi, það er bara sóðalegra en þegar karl gerir það, takandi tillit til mismunandi útbúnaðar ! Allir sem eru með hendur og augu og einhverja heilastarfsemi, geta unnið öll verk burtséð frá kyni hvers og eins og þar er ég ekkert að finna upp hjólið ! Ég lenti fyrir nokkrum árum í rökræðum við karlmann, sem hélt því fram að það væru einhverjar líffræðilegar ástæður fyrir því að kona gæti ekki unnið á veghefli...Shocking Ég get ekki munað rökin, enda sjálfsagt ekki gáfuleg, en var náttulega ekki sammála og þegar ég spurði í restina hvar takkinn væri þá sem þyrfti að stjórna með typpinu, þá gafst hann alveg uppDevil Hann bara gat ekki fengið þessa konu til að samþykkja það sem hann taldi að væru eðlileg rök, fyrir þessum takmörkunum kvenkynsins. En þá segi ég, að ef það er ekki verk sem unnið er með typpinu og ég veit ekki hvað það ætti svo sem að vera, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að verk megi ekki bara kallast verk og þessi gamla flokkun þá löngu úrelt og líka alger óþarfi. Málið er bara að hver geri það sem hann/hún getur og ræður við,  þetta hefur ekkert með skort eða umframboð af útlimum að geraJoyful Svo bið ég ykkur að fyrirgefa mér þennan óþarfa pistil og bíð ykkur góðan dagSmile

Í alfaraleið...

Minnst áhugaverða fyrirsögnin í vefmiðlum í dag : 28 klappstýrur festust í lyftu.....Sleeping Eina fréttin sem ég las, var um manninn í Sandgerði sem er að mótmæla kvótakerfinu með því að fara út á bátnum sínum og veiða, kvótalaus. Ég stend með honum og það gerir greinilega þingmaðurinn líka, sá sem hjálpaði honum að landa aflanumWink Mér finnst kvótakerfið ferlega vandræðalegt og alveg með eindæmum að tiltölulega fáir aðilar geti "átt" fiskinn í sjónum. Það á bara að úthluta veiðileyfum og skammta hverjum og einum eitthvað smotterí. "Ok væni, þú ert með svona stóran bát, þú þarft að veiða þetta mikið til að eiga svona nokkurn veginn fyrir olíu og reka bátinn, þú færð svona lítið af kvóta og svo verður bara að koma í ljós hvort þú getur lifað af þessu" ! Datt nefnilega í hug hvort það væri ekki fín hugmynd að nota sama kerfið og notað er handa öryrkjum og ellilífeyrisþegumHalo   Annars er ég góð svona í morgunsárið, nokkuð sátt við lífið og tilveruna... að vísu með einni smá undantekningu, það þarf að slá lóðina og það má ég alls ekki gera þessa daganaFrown Og að biðja einhvern annan að gera mín verk, er ekki mín sterkasta hlið og hefur aldrei verið... alla tíð verið arfaslakur verkstjóriWink Fiskidagurinn mikli á Dalvík er á laugardaginn, alveg brilliant uppátæki og mér finnst alltaf gaman að fara. Í þessum aragrúa af fólki sem kemur hvaðanæva að, er mórallinn svo skemmtilegur, allir glaðir og vingjarnlegir og ótrúlegt en satt, það er enginn troðningurLoL Ég veit ekki hvort ég er nokkuð spennt fyrir því að fara með tjaldvagninn og gista eins og í fyrra, en það er samkomulagsatriðiJoyful Gangið glöð inn í góðan dag og munið að nota stefnuljósin í umferðinni, það er þarna stöngin vinstra megin við stýriðSmile Ég meinti auðvitað hægra meginW00t En meina samt vinstra meginLoL

Svolítið að velta fyrir mér...

... hvernig ég leit eiginlega út áður en ég fór í þessa aðgerð sem mér finnst persónulega þessa dagana, afskræma á mér andlitið...Woundering En það á nú auðvitað eftir að lagast ! Neðri augnlokin, (held þau heiti það, þar sem neðri augnhárin eru), lafa niður á kinnar og eru staðsett mitt í bólgnum marblettum sem svo aftur ná niður fyrir nef... Þetta verður til þess að ytri augnkrókarnir vísa niður á við og ég fæ nettan hroll niður bakið við að horfa á sjálfa mig í spegli...Whistling Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er nefnilega sú, að það keppast allir sem sjá mig við að segja mér, að ég líti bara svo  vel útShocking Ef ég virði nú aðeins fyrir mér vina og ættingjahópinn.... hm.... enginn af þeim sem ég umgengst sem mest er blindur... enginn hefur fengið Óskarinn fyrir leiksigra og ekki veit ég til þess að uppistaðan í þessum hópi sé sjúklegir lygarar... en það mundi sjálfsagt enginn segja mér ef hann væri þaðGrin Góð vinkona mín sagðist nú hafa séð miklu ljótari andlit og það bara á nývöknuðu fólki... úbbsLoL Ég fór með sonardóttur mína á leikskólann í gærmorgun, daginn eftir Vessló með risastór sólgleraugu á andlitinu, í þokunniCool Mér er sama hvað foreldrarnir héldu um þessa sukklegu ömmu þarna, en ég útskýrði málið fyrir leikskólakennurunum... Gat ekki hugsað mér að litla dúllan mín hefði það með sér inní daginn að amma hennar hefði skutlað henni þangað, grúttimbruð... eða eitthvað þaðan af verraCrying Fólk er svo fljótt að dæma.... ég var að hlægja að því með sjálfri mér að það væri sjálfsagt búið að stimpla mig einhvern megasukkaraWink En svo er sjálfsagt til fleira svona hugmyndasnautt fólk eins og ég, sem annað hvort pælir ekkert í því af hverju einhver er með sólgleraugu í þoku og ef ég nú átta mig á að kannski sé eitthvað skrítið við það, er eins víst að ég fatti ekki hvað það er...Tounge Gangið glöð og bjartsýn inn í daginn elskurnar mínar allarSmile

Þriðjudagur/mánudagur....

Nú er lífið að komast í svona nokkurnveginn eðlilegt horf í kringum mig... kominn þriðjudagur í svona mánudagslíki, frekar kalt úti, allir gestir farnir, spúsi að byrja að vinna í dag eftir sumarfrí og ég ætla að fara og sækja borðtölvuna mína á verkstæðið og setja þessa óhemjuleiðinlegu fartölvu mína þangað í staðinnCool Að vísu er ég nú ekkert að fara að vinna líkt því strax, það er ekki eins og maður nenni þvíWhistling Ég fór til læknisins á sunnudagsmorguninn og hann tók saumana úr...Crying Það var alveg ógeðslega vont og þegar hann var búinn að leita lengi að endanum á einum saumnum og neglurnar á mér voru löngu komnar í gegnum leðurlíkið á bekknum og langt ofan í svampinn þar undir, sagði hann við mig þá fallegustu setningu sem hefur verið sögð við mig lengi : "Ég er búinn" ! Ég var líka búin.... að vera, þarna í augnablikinu ! En ég er nú líka vesalingur af Guðs náð, það er ekki hægt að ljúga neinu öðru upp á migBlush Fór líka heim og lagði mig í fjóra tíma og missti þar af leiðandi af "smá" kaffiboði í fermingarveislulíki hjá Siggu móðu.... rsystur minni, en eins og hennar var von og vísan þá hringdi hún í gær og bauð mér í afgangana. Afgangarnir hjá henni Siggu móðu.... rsystur minni líta sko ekkert út eins og afgangar af neinu....Joyful Þannig að ég er góð og lífið líkaGrin Eigum góðan dag og reynum að láta gott af okkur leiða..... þó ekki sé nema að brosa framan í ruslakarlinn eins og ég gerði áðan, út um gluggann hérna í tölvuherberginu mínu.... honum snarbrá að vísuSmile  

Komu ekki allir heilir....

... undan helginni ? Það vona ég svo sannarlega ! Sá loksins í gær hjartalaga rauðu ljósin hérna á umferðaljósunum, einföld og sniðug hugmynd og mér finnst að þetta megi bara fá að vera þarna áfram... eins líka grasið á Torginu. Við þurfum ekki bara tilbreytingu í kringum okkur hérna rétt yfir Vessló..... Wink Í gær lenti ég í smá karlrembu v.s. femínistar umræðum og það er alltaf gaman ! Við systurnar vorum kallaðar femínistar og það er í góðu lagi, þó við höllumst nú frekar að almennum mannréttindum en sérstökum kvenréttindum. Heitir það þá húmanismi ? Skiptir svo sem ekki öllu máli hvað það kallast, en orðið femínisti er eins og margir vita, hálfgert blótsyrði hjá sumum af tegundinni karlarTounge Ég held það sé bara fáfræði og margir af tegundinni karlar, virðast tengja femínisma við kynhneigð og í framhaldi af því við lesbíur og ofsalega margir af tegundinni karlar eru kannski ekki beint hræddir við lesbíur en eigum við að segja, mjög óöruggir gagnvart þeimLoL   Kannski spurning um að koma hugsuninni undan sænginni hjá öðru fólki, þá væri miklu auðveldara að sætta sig við langflesta bara eins og þeir eru. Lesbíur nefnilega hata ekkert karlmenn, þær taka bara konur fram yfir þá á vissum sviðumTounge Dóttir mín spurði mig einu sinni, hvort samkynhneigð væri ættgeng. Ég svaraði sem var að ég héldi það nú ekki, en gæti svo sem ekkert fullyrt neitt um það.  Hún náði mér þarna, svarið var nefnilega : Nei, ekki ef hún er stunduð eingönguLoL Njótið dagsins elskurnar mínar allar, allsstaðar og munið að brosið er bara tannasýning, ef það nær ekki til augnanna..... djúúúptSmile  

Yndislegir dagar.....

Sko nú er andlitið á blogginu mínu komið í lag og andlitið á mér að verða þannig að lítil börn eru hætt að bresta í háan grát þegar þau sjá migTounge Það er kalt úti bara 9 stiga hiti og ég fæ gæsahúð þegar ég sé fólkið hérna út um gluggann, labbandi heim af næturbröltinu.... þetta unga fólk er varla í fötum.... argaði amma gamla hneyksluðLoL Það er búinn að vera yndislega mikill gestagangur hérna undanfarna daga, fólk á öllum aldri bæði kærir vinir og ættingjar og sex manna fjölskylda í gistingu, bara frábærtHeart Ég er ennþá bara með fartölvuna til að skrifa á og það tekur ótrúlega langan tíma að fá hana í gang á morgnana, Windows er alltaf að finna sér ný "update" til að "installa" og "configurera"... kann ekki öll íslensku nýyrðin.....svoooolítið þreytandi verð ég nú að segjaGetLost En ég fæ hina á þriðjudaginn, ég er búin að ákveða það alveg sjálf og þá má þessi fara á verkstæðið í staðinnTounge Núna klukkan tíu á ég stefnumót við ungan myndarlegan lækni... við verðum bara tvö ein á allri læknastöðinni..... kannski hefði mér einhvertímann í fyrndinni fundist það eitthvað spennandi eða líklega öllu heldur skondið... en núna er ég bara ofsalega ánægð... að losna við saumana úr andlitinu á mérGrin Verslunarmannahelgarlætin ógurlegu hafa algerlega farið fram hjá okkar húsi, en það er mikil umferð leigubíla og lögreglubíla hérna um götuna og eins og svo oft áður er ég að fara á fætur um sama leiti og partýljónin eru að fara heimWink Ég rekst svo illa í hópi, ég er ekkert endilega tilbúin til að fara að skemmta mér á einhverjum svona ákveðnum dögum og bara af því að flestir aðrir eru að því... mig gæti alveg langað til að fara að dansa klukkan 8 á þriðjudagsmorgni eða eitthvað álíka... en þá eru engin böllTounge Vona bara að við öll eigum góðan dag og prófum að gefa meira af okkur en við ætlumst til að fá sjálfSmile

Frídagur verslunarmanna.....

Jæja þá er Verslunarmannahelgin að bresta á, eins gott að taka það sérstaklega fram ef það skyldi nú hafa farið fram hjá einhverjumWinkÞað eru barasta allir velkomnir til Akureyrar núna, við virðumst ætla að dusta rykið af gamalli gestrisni og nota hana eins og á að gera.... GetLostOg yfirbragð þessarar helgar á að vera ljúft og allt mælt í brosum, örugglega hið besta mál og gengur vonandi eftir og allir kátir og góðir og glaðirSmileOg góðglaðir líka, sem er bara hið besta mál hjá langflestum, það eru auðvitað alltaf einhverjir innanum og samanvið sem skemma fyrir, ég held það hljóti að teljast óhjákvæmilegt þar sem svo margir koma saman í einu.... því miðurFrown"Frídagur verslunarmanna" er líklega ein mest villandi setningin á dagatalinu mínu.... Flestir aðrir en fólk í verslunum á frí þennan dag, en samt hef ég aðeins orðið vör við að fólk í þessum geira fær einn dag frí út á þennan dag, sumar búðir loka einhvern annan dag í staðinn. Við á þessu heimili ætlum ekki á neina útihátíð, nema ef vera skyldi úti á okkar eigin sólpalli og verðum góð og glöð, en ekki líklegt að við verðum góðglöð. Á morgun er ég að vona að sem flestir af ættingjum mínum sem staddir eru hér norðlendis, komi í kaffi og pönnukökur, sem Birna systir ætlar að baka... skyldi hún vita það ? Jæja, hún hlýtur að komast að þvíToungeÉg er ennþá að leika sjúkling nefnilega og held því áfram eitthvað fram yfir helgina. Njótið dagsins með þeim sem ykkur þykir vænt um, í yndislegu veðri og ég vona innilega að allir komi alheilir undan helginniSmile


Æi...

Ég er búin að týna bloggvinalistanum af forsíðunni og hann kemur ekkert inn hvað sem ég reyni... Enda er ég nú ekki beinlínis beittasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að stillingum í tölvumGrin Ég kann að kveikja á henni og er flink á lyklaborðið og hef látið það duga, svona í aðalatriðum, hef aldrei gefið mér tíma til að fikta mig áframWhistling Ég hef líka litla sem enga þolinmæði þessa dagana.... skömm frá því að segjaBlush Augun eru bólgin og klesst saman, speglar eru ekki í uppáhaldi og lítil börn verða hrædd þegar þau sjá framan í mig og ég skil það afskaplega vel...Tounge Annars er ég á fullu að láta mér batna og hlakka til Verslunarmannahelgarinnar, þá koma Erna systir mín og fjölskylda austan af landi og Róbert bróðir minn og fjölskylda frá Danmörku og Birna systir er hér líka þessa dagana, í fyrsta skipti í mörg ár verðum við svona mörg samankomin á einum staðInLove Svo á ég stefnumót við ungan myndarlegan mann, í stóru tómu húsi klukkan tíu á sunnudagsmorguninnHalo   Hljómar kannski pínu rómó en er það samt ekki við nánari athugun... þetta er bara læknirinn sem ætlar að taka saumana úr andlitinu á mér. Fyrst ég er svona svöl að vilja fara í svona aðgerð rétt fyrir Verslunarmannahelgina, hans eigin orð, þá fæ ég alveg sérstaka þjónustu og þarf ekkert að bíða fram á þriðjudag til að láta taka þessi pyntingatæki úr andlitinu á mérTounge Lífið er ljúft, ég fæ fullt af yndislegum gestum á hverjum degi og á von á fleirum fram að helgi, það er stjanað við mig á allan hátt, það er ekki hægt að hafa það betraHeart Njótið dagsins elskurnar mínar allar, í yndislegu veðriSmile

Flottar þökur og sködduð andlit ;-)

Það má segja að það sé sama ástand á mér og moggablogginu í dag, andlitin ekki alveg eins og þau eiga að vera. Ég fór í smá aðgerð í gærmorgun til að láta laga aðeins eftir sýkingu sem ég fékk í fyrrahaust og lít út eins og gamall úrillur bolabítur núna...Tounge En það lagast og það gerir  örugglega andlitið á bloggsíðunni minni líkaWinkÉg var sjálf búin að fara með fartölvuna á verkstæði fyrir helgi og þegar ég kom heim í gær, var spúsi búinn að fara með borðtölvuna og ráterinn, það eina sem minnti á tölvur í þessu húsi var líflaus skjár á skrifborðinu. Fartölvan kom svo í gær og ráterinn og þá ætlaði legusjúklingurinn í stofunni, það er sko ég, að fara á netið en komst að þvi að það er bara hægt að fara þráðlaust á netið í fartölvu við hliðina á ráternum, en alls ekki annars staðar í húsinu, til hvers þá að hafa þráðlaust net ?Frown Of mikið fyrir mig að kyngja, sérstaklega í gær...WhistlingÉg fékk lyfseðil fyrir þessum svakalega fínu többbblummmm sem láta mér líða allt of vel, meira að segja núna í þokunni hérna í morgunsárið, en ég ætla ekki að nota þær nema eitthvað takmarkað.... vil hafa þetta allt saman í alvöru frekarGrinEn líklega mundi ég nú ekkert vera að ergja mig yfir neinu af þessu þó ég væri ekki að hakka í mig þessum többblummmLoL Langflottasta fréttin sem ég sá í gær var að einhverjir megasnillingar höfðu lagt þökur og plantað blómum á Ráðhústorgið !!!! Það lítur æðislega vel út og af myndunum að dæma er þetta það sem fólk vill hafa þarna, ekki bara þessar steindauðu gráu hellurSleepingÞetta er frábært framtak og ég veit að flestallir bæjarbúar vilja hafa þetta svona áfram !!!Loksins komið líf á torgið okkar aftur !WizardÉg vona að þið eigið öll jafngóðan dag og minn ætlar að verða, ég ætla að fara að borða többblurrrr og leika ofdekraða prinsessu í stofusófanumSmile

 


Berin eru súr...

Það er búið að vera brjálæðislega gott veður undanfarna daga og það eina sem ég hef nennt að gera, fyrir utan það að vinna, er að sitja úti í sólinni og prjóna. Að vísu kom það að sjálfu sér, við vorum nefnilega á harmonikkumóti austur á Breiðumýri og ekkert annað að gera.... ekki spila ég á harmonikku og er ekkert voðalega flink við að sitja bara og gera ekkertTounge Valið stóð á milli þess, að sitja úti í sólinni og kafna úr hita eða sitja inni í tjaldvagninum og kafna úr hita. Ég skrapp svo í vinnuna úr útilegunni og var passlega búin að fá nóg af akstri, þegar við komum heim í gær. Við stoppuðum í Fosshóli og fengum okkur að borða og það var besta hugmynd helgarinnar, vegna þess að þar hitti ég tvær góðar vinkonur mínar sem ég hef ekki séð lengi, dýrðarinnar dúllur báðar tværHeart Þó ég vilji hafa sól úti, þá verð ég ekkert endilega að vera úti í sólinni, ég brenn nefnilega undatekningalaust. Verð sjálflýsandi rauð í nokkra daga og svo bara hvít aftur.....GetLost Og er auðvitað búin að snúa því upp í það, að ef mér væri ætlað að vera brún hefði ég þá ekki bara fæðst í Afríku ? Þar kemur hún sterkt inn dæmisagan um súru berin og rebba gamlaGrin Svo núna er ég eldrauð í framan og á bringunni og öðrum handleggnum upp að öxl... ferlega smartBlush Öll systkini mín, ég á ferlega mörg, verða brún eins og skot næstum því bara við að heyra spáð sólskyni í veðurfréttunum, en ekki ég sko..... er ekki bannað að hafa eitt barnið svona útundan..... ?Whistling Njótið sólarinnar elskurnar mínar allar, það ætla ég að gera líka.... inni... í vinnunniSmile  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband