Farðu í pásu væni....

Í fyrradag þurfti ég að hringja í þjónustunúmer símafyrirtækisins míns vegna þess að ég komst ekki þráðlaust á netið í fartölvunni. Þegar ég hef hringt í þetta númer hingað til, hef ég alltaf lent á hressu lifandi fólki, en ekki núna sko... Drengurinn sem svaraði talaði svo lágt að ég heyrði ekki nema annað hvert orð sem hann sagði, kannski var það þess vegna sem honum tókst ekkert að hjálpa mérWhistlingAnnað hvort var hann svona svakalega syfjaður eða honum fannst ég bara svona afspyrnu leiðinleg... iss örugglega bara syfjaðurToungeHann þagði svo lengi inn á milli setninga að ég hélt alltaf að hann væri  sofnaður... Góðan daginn, þetta er hérna á Akureyri, Jónína heiti ég, ég kemst ekki inn á netið í fartölvunni minni. Þögn... Hvernig tölvu ertu með ? Fartölvu. Þögn.... Já hvernig er hún ? Eeee hvernig.... hvað meinarðu ? Þögn... Hvað heitir hún ? Já, hún heitir Acer. Þögn...Hvernig er hún ? Hvað meinarðu hvernig er hún.... hún er flöt, grá... hvað viltu fá að vita ? Þögn...Ekkert.... er kveikt á henni ? Já, þannig veit ég að ég kemst ekki á netið. Þögn... Kanntu að fara inn á netið ? Já ég kann það ! Þögn... Hvernig ? Gegnum Internet Explorer. Þögn... Slökktu á ráternum ! Ok, búin að því... 10 sekúndur... 20... 30... 40... 50... Halló ertu þarna ennþá ? Þögn... Ég er búin að slökkva á ráternum. Þögn... Kveiktu á ráternum og farðu inn á netið ! Neibb, virkar ekki. Þögn... Þú verður að koma með hana hingað á verkstæðið til okkar í Nafnágötuíborginni. Ég á heima á Akureyri. Þögn... Nú... Eruð þið ekki með verkstæði hérna ? Þögn... Á ég að fara bara með hana í verslunina á Glerártorgi ? Þögn... Ha, hvar er það ? Á Akureyri væni minn ! Heyrðu farðu nú bara í langa, góða pásu og ég skal redda þessuDevilÞögn... svo lagði hann bara pent á, enda ekki talandi við svona leiðinda kellingu úti á landi sem heldur vöku fyrir fólki í vinnunniGrinNjótið dagsins elskurnar mínar allar, það ætla ég að reyna að gera líkaSmile


Næstu dagana....

... blogga ég örugglega bara um gott veður, svo þið getið þá kannski alveg eins farið bara inn á veðurstofan.is... ef það er tilTounge Kom því loksins í verk í gær að skila restinni af eldhúsinnréttingunni, þá rýmkaðist aðeins hérna inni í tölvuverinuWink Ætlaði líka að heimta með frekju, að fá haldið á síðasta skápinn... það er nú eiginlega komið að frekjunni sko, það er að verða svo svakalega langt síðan ég bað um þetta... en ég gleymdi þvíPinch Hélt nú ekki að vinnan mín væri neitt svo voðalega stressvaldandi, en um leið og ég byrjaði að vinna aftur fór ég að verða eins og einhver hefði misst hrærivél á yfirsnúningi inn í hausinn á mér og ég gleymi og fatta ekki og athyglisgáfan langt úti á túni....Blush Skyldi ég ekki geta fengið örorkubætur út á þetta ? Mér sýnist nefnilega af fréttum að það eigi að fara að skella einhverri upphæð í málefni öryrkja og af því að frekjan í mér er til umræðu, þá verð ég að segja að mér finnst upphæðin alls ekki nógu há, það er búið að svelta þetta málefni svo lengi. Og svakalega svíður það svo að vita, að töluvert af þessari upphæð fer beinustu leið til  gerviöryrkjanna... þeir eru til, ég veit það og þið vitið það. Fólk sem hefur tekist að arga sig inn á bætur, en getur alveg unnið og gert allt sem það langar til og þarf að gera, vinnur svart, svíkur það allt undan skatti og kvartar svo yfir því að bæturnar séu ekki nógu háarShocking Það er svoleiðis fólk sem kemur óorði á þá sem  virkilega í alvöru, neyðast til að þiggja þessar aumingjalegu lúsabætur og geta barasta alls ekkert unnið og aukið með því tekjur sínar, hvorki löglega né ólöglega.....Angry Áður en ég missi mig alveg og geri veðurstofan.is að mun skemmtilegri lesningu en bloggið mitt, ætla ég að óska ykkur öllum góðs dags og góðs veðursSmile    

Hmmm... hvort vil ég nú heldur...

... rigningu eða rigningu ? Ég vel rigninguna, alveg hiklaust... aðallega af því að ég get ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að skrúfa fyrir hanaTounge Nú er ég byrjuð að vinna aftur á fullu og það er  bara gaman, ég er í startholunum að fá að kynnast helling af nýju fólki, sem er örugglega líka gaman svona þangað til og þá ef, eitthvað annað kemur í ljós. Enda ekki svo erfitt að láta sér þykja gaman að þurfa bara að vinna eina viku og vera þá aftur komin í 4 vikna frí, veikindafrí að þessu sinni. Fer í smá aðgerð á næsta þriðjudag, með áheyrslu á smá, en ég verð svæfð svo þá heitir það aðgerðWink Vá hvað ég kynntist frábærri konu í gær... hún er ekkert voðalega gömul ekki alveg orðin sjötug, en ég held að það sé flest að henni sem getur lagst á eina manneskju... nema eitt: "Hún er nú ekki dauð" svo ég vitni beint í hennar eigin orðGrin Hún hefði alls ekkert getað gert, til að koma í veg fyrir neitt af því sem hefur komið fyrir hana um ævina, en hún talar eins og það hafi allt átt að koma og eins gott að láta þetta bara allt á eina manneskju, frekar en að dreifa því á marga.... Hún er persónugerfingur æðruleysisins þessi kona, svona langar mig að verða þegar ég verð stór... InLove   Ég hef alveg samúð með henni, ekki halda neitt annað en þessi kona er þannig að maður verður örlítið betri manneskja, hvort sem maður vill eða ekki, bara við það að kynnast henni aðeinsHeart Njótið þessa yndislega rigningardags elskurnar mínar allarSmile

Núna þegar ég fer á fætur...

... þá fer ég ekkert bara í fötin sem ég ætla að vera í, ég fer líka í líðanina eða kannski má segja að ég fari í karakterinn sem ég ætla að "vera í" yfir daginn. Og ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég hugsa meira um í hvaða karakter ég ætla að vera, en í hvaða fötum.... ég hef aldrei verið mikil áhugamanneskja um föt, nota þau aðallega til að hylja nekt og halda á mér hita. Þau mega gjarnan vera heil samt og hrein og ekki neinum æpandi litum og karakterinn líka... eiginlegaWink  Þetta er fyrir löngu síðan orðið að vana, ég stend ekkert fyrir framan spegil á hverjum morgni og æfi svipi eða setningar eða neitt svoleiðis, ég er ekkert að fara að flytja leikritTounge Þetta er meira þannig að ég ætla að reyna að gera daginn góðan svo ég geti hugsað með ánægju til hans í kvöld þegar ég fer að sofa, muna að ég hef svo margt til að gleðjast yfir, brosa, taka eftir því sem vel er gert og muna að tala um það, ekki bara hugsa það og helst gera góðverk, en ég lendi bara allt of sjaldan í þeirri aðstöðu að geta gert góðverkBlush Þetta snýst auðvitað allt um að mér líði vel, þannig að ég er í rauninni að lýsa því í allt of mörgum orðum hvernig ég er innrætt... eigingjörn og sjálfselskGrin Í dag er ég að fara að vinna, núna er sumarfríið búið og ég verð send út um hvippinn og hvappinn í dagvinnunni alla vikuna, svolítið stressandi að vera bara á nýjum heimilum, en það er samt meira stressandi fyrir fólkið sem ég fer til, að vera alltaf að fá nýjar konur inn á heimilið. Svo er ég líka í kvöldvinnunni, en er svo þrælheppin að tveir af ekkibeinlínisuppáhaldsskjólstæðingunum eru að heiman alla vikuna, þannig að ég geng inn í daginn ferlega ánægð og vona bara að það smitist sem víðastLoL Vona svo að þið öll eigið yndislegan dag og munið að brosa sem mest til þeirra sem eiga það síst skilið, þeir þurfa nefnilega mest á því að haldaSmile   

Eru ekki allir í stuði ?

Ég er það allavega, komin heim aftur úr hringferð um landið, búin að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina eða þannig og nú skal haldið áfram með lífið þar sem frá var horfiðJoyful Hélt ég hefði skrifað hérna pistil áður en ég fór um fyrirhugaða... en auðvitað núna þá afstaðna ferð, en ég finn hann bara ekki Birna mínWoundering Jæja, en ég skrifaði þar um muninn á ferðalagi og útilegu, við vorum sem sé á ferðalagi og gistum hjá sonum spúsa míns, hér og þar um landið og fengum yndislegar móttökur að sjálfsögðu. Kíktum til Ernu systur á Fáskrúðsfirði, flottur bær, frábært hús og gott að finna hvað þau eru öll ánægð að vera þarna. Takk fyrir síðast Erna mín og þið öll, ég á eftir að koma aftur og stoppa lengur... þetta er samt bara loforð, ekki hótunGrin Það er þetta dásamlegt veður hérna Steini minn og það er engin hætta á að það slái að mér hérna núnaLoL En það passar auðvitað til, á morgun er sko sumarfríið mitt búið og þá fyrst kemur góða veðrið, kannski ég geri fólki bara þann greiða að sleppa sumarfríinu á næsta ári svo það haldist gott veðurGetLost Sjensinn, það verður ekki í þessu lífiTounge Sá að hún Jóhanna M&V mín góða bloggvinkona er loksins komin í langþráð sumarfrí, til hamingju með það heillin góðKissing Ég var eins og hann Högni minn hrekkvísi, föst úti á landi og bloggaði ekkert, nennti ekki að hafa fartölvuna með til að reyna að stelast inn á þráðlaust einhversstaðar eða fá að troðast í tölvu hjá einhverjum, svo ég ákvað bara að geyma blogg þangað til akkúrat núnaHappy Í dag liggur fyrir að slá lóðina hérna, spúsi bað "einhvern" að sjá um það á meðan við værum í burtu , en sá sami "einhver" hlýtur að hafa gleymt því, en það skiptir ekki máli við höfum gert það áður og getum alveg örugglega gert það afturCool Nú ætla ég að fá mér meira kaffi og fara svo að púsla smástund og óska ykkur öllum yndislegs dags svona í leiðinniSmile

Hér er ró og hér er friður....

... hér er gott að setjast niður.... og púslaGrin Nú er það loksins að verða nokkuð greinanlegt að ég er í sumarfríi, ég settist niður snemma í gærmorgun, við hreint borðstofuborð og fór að púsla og það geri ég bara þegar ég hef lítið sem ekkert að gera. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég hef setið og púslað eða ráðið krossgátur.... Það er óhætt að telja í árum, en það að ég skuli gefa mér tíma í það sýnir bara að ég er farin að haga mér eins og manneskja með fullu... ja sko eða allavega einhverju viti og hætt að vinna eins og ég hafi fyrir 12 manna fjölskyldu að sjá.... sem ég hef ekki, við erum samtals alveg tvö í heimili og vinnum bæði útiGetLost Það var töluverður gestagangur hér í gær, spúsi minn átti afmæli og yngist með hverju árinuWink Honum finnst aldrei vera stórafmæli nema það telji sléttan tug, en ég held því hins vegar fram að öll afmæli séu merkisafmæli, alveg sama hvaða tala er til umræðu og gef mig bara alls ekkert með það. Enda eiga langflestir bara afmæli einu sinni á ári og bara gaman að halda aðeins upp á það, en til þess að það fari nú enginn að vera með ranghugmyndir þá bakaði ég ekkiGrin Það er ekki alveg komið að því ennþá, en það gerist... á þessu ári meira að segjaLoL Mín ósk inn í daginn til ykkar allra þarna úti, er að ykkur líði yndislega og gangi vel í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile  

Enginn vandi að plata mig....

Ef eitthvað er sagt þráðlaust, þá skil ég það þannig að það sé þá þráðlaust.... engar snúrur... er það ekki það sem þetta orð "þráðlaust" þýðir ? Hélt það, en það er ekki alveg svona einfalt.....GetLost Við fórum í gær og skoðuðum heimabíó, sem er í rauninni bara margir hátalarar, sem dreift er út um alla stofu. Mér er alveg sama þó hérna séu alls konar hljóðkerfi, eitt fyrir tónlist, annað fyrir sjónvarpið, það má vera spes fyrir útvarpið þess vegna... og fuglasönginn úti og mjálmið í kettinum ef því er að skipta... allt í lagi svo framarlega sem það er ekki fj... snúrufargan út um allt gólfShocking Mín krafa er sem sé engar snúrur, skipti mér ekki mikið svo af hljómgæðum, fattarinn minn er svolítið takmarkaður þar, ég viðurkenni það fúslegaWhistling Þó ég sé mjög lagviss og geti alveg sungið þó ég geri ekki mikið af því, þá heyri ekkert endilega hvort það er búið að klípa af háu tónunum eða hvort bassinn er flatur eða hvort gítarinn heyrist í réttum hátalara í einhverju laginu... æi eða þarna eitthvað svoleiðis....Wink Og ég tek þetta bara alla leið og viðurkenni að mér er eiginlega slétt sama, ef það eru bara engar snúrur ! Heimabíókerfið sem við komum með heim var kyrfilega merkt "þráðlaust" á  nokkrum tungumálum og ég ferlega ánægð... þangað til farið var að taka upp úr kassanum og upp kom að mér sýndist, um það bil kílómetri af snúrumW00t Ok, smáa letrið : Það eru engar snúrur frá sjónvarpinu meðfram veggjunum að sófanum hinum megin í stofunni, en við tvo veggi eru snúrur, sem hægt væri að hengja á allan þvottinn úr þvottavélinni minni og hún tekur 7 kíló af þvotti...Grin   Njótið dagsins elskurnar mínar allar og hafið það ofsalega gott, ég ætla að passa mig að hrasa ekki um "snúrurnar" í "þráðlausa" heimabíókerfinuSmile

Trambolin/trampólín....

....hvernig sem það er nú stafsett, eru sko líka fyrir ömmurWinkÉg er auðvitað búin að prófa þetta leiktæki heima hjá sonardóttur minni og það er ferlega gaman ! Ég sýndi að vísu enga snilldartakta, nei annars hvaða vitleysa er þetta...Shocking Auðvitað á ég að segja að þetta hafi verið snilldartaktar hjá mér, enginn til frásagnar nema Linda Björg alvegaðverðaþriggjára, henni fannst amman ekki hoppa nógu hátt og ekki sjens í helv... (orðbragðið er mitt) að fá hana til að fara í kollhnís... ToungeEn sú stutta er ekki komin með bloggsíðu svo ég þurfti nú ekki að vera að segja neinum frá þessuHalo  Mamma hennar tók mynd af mér á leiktækinu, hún var ekkert viss um að henni yrði trúað nema hafa einhver sönnunargögn... ömmur eru víst ekki mikið á trampólíniGrinÍ dag er ró yfir húsinu, svefnherbergið orðið svo fínt að það liggur við að það megi ímynda sér að þar búi settleg miðaldra hjón, segir spúsi minn... WhistlingJæja, en það lítur að minnsta kosti ekki lengur út eins og subbulegt smíðaverkstæði með hjónarúmi og við erum ferlega ánægð með þaðKissingÉg er að vinna í kvöld, var plötuð til að vinna eitt kvöld í sumarfríinu mínu, þarf að leysa af fyrir afleysingamanneskju afleysingamanneskjunnar minnar... Það er í lagi, tveir af ekkialveguppáhaldskjólstæðingunum eru nefnilega ekki heimaDevil  Set inn myndir á eftir af settlega miðaldrafólks svefnherberginu okkar og með þær upplýsingar í farteskinu óska ég þess, að öllum líði eins vel og mér líður í dag... og mér líður rosalega velSmile


Það er til svo fullt af yndislegu fólki....

Nýja rúmið kom í gær, akkúrat á meðan spúsi minn skrapp til að sækja hurðirnar á fataskápinn. Það var ungur strákur sem kom með það hingað úr búðinni og hann skutlaði botnunum inn eins og ekkert væri, en við áttum í smáerfiðleikum með dýnuskrímslið....Grin Hún er 160 x 200 og var til að byrja með í pappakassa, en hann festist þversum í bílnum svo við drógum dýnuna bara út úr honum. Við tepptum auðvitað hálfa götuna og alla gangstéttina með þessum æfingum okkar, en inn í hús fór dýnan með dyggri hjálp ókunnugrar konu, sem kom gangandi og bauðst til að hjálpa okkur ! Þakka þér aftur ókunnuga konaSmile Svo nú er ég klædd og komin á ról, útsofin og hress úr nýja góða rúminu og meira að segja með ný náttborð, sem við settum saman í gærkvöldi. Ég sagði allsekkertnóguglaðlegaungamanninum, sem sá um afgreiðsluna á lagernum að ég væri komin til að sækja náttborðin mín, en hann tjáði mér of hátt og hranalega að þetta væru skúffueiningar! Mér er alveg sama, hann má þess vegna kalla náttborðin mín baðker ef honum sýnist svo, þetta eru samt náttborðDevilÍ dag fara svo hurðirnar fyrir háu fataskápana okkar og eitthvað fleira leggst okkur nú til hérna í húsinu ef ég þekki okkur réttToungeGamla rúmið fór út á kerru og yfir í næstu götu hérna norðan við og þar nýtist það vonandi vel. Eigið dásamlegan dag og munið að sólin er þarna, en í augnablikinu eru bara allar rásir uppteknar eða hún utan þjónustusvæðisSmile


Stress fer illa með sumt fólk....

... mitt stress kemur mér nú oftast til að flissa eða öllu heldur afleiðingarnar af því...Wink Tók eftir því í morgun að ég gleymdi ekki að setja könnuna mína undir bununa úr kaffivélinni, ég hef ekkert ætt út í bíl nýlega, læst á eftir mér og skilið hús og bíllyklana eftir inni í forstofu, ég tek líka eftir því að ég veit oftast í hvaða föt ég er að fara á morgnana, ég er ekki með tvær skúringafötur með vatni í, í gangi í einu þó ég sé að þrífa hérna, hef ekkert reynt lengi að opna allar hurðir með fjarstýringunni af bílnum mínum, man oftast eftir að borða og eiginlega alveg hætt að gleyma að líta eftir bílum þegar ég er að bakka út af bílastæðinu hérna, sem er bara ferlega fínt af því að þetta er mikil umferðagata sem við búum viðCool Það að ég er nokkurnveginn hætt að velta út svona um allt eins og grjótskriða ofan úr brattri fjallshlíð, þýðir bara eitt og það er, að ég er orðin tiltölulega óstressuð og það er frekar nýtt hjá mér. Enda engin ástæða til að vera stressuð þessar vikurnar, ég er í sumarfríi, ekkert gistiheimili til að reka, sem var gaman en bara allt of mikil vinna, geri bara það sem mig langar til að gera og langar til að gera það sem ég er að geraGrin Einhver sagði mér um daginn að ég hefði það allt of gott... kannski það, en ég held það sé þá plús að ég kann virkilega að meta það. Það liggur hver eins og hann hefur um sig búið krakkar mínirWhistling Og talandi um að búa um... við erum búin að kaupa okkur rúm, ég veit að vísu ekki hvernig það reynist, kemur í hús í dag vona ég, en okkur var tjáð af sölumanninum að dýnan væri hönnuð hjá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna og koddarnir líka sem við keyptum okkur og kostuðu jafnmikið og svefnsófinn í gestaherberginu.... jú ég er greinilega farin að hafa það allt of gottLoL Það stefnir allt í fínan dag og ég vona að hann verði ykkur góður líkaSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband