Í fyrradag þurfti ég að hringja í þjónustunúmer símafyrirtækisins míns vegna þess að ég komst ekki þráðlaust á netið í fartölvunni. Þegar ég hef hringt í þetta númer hingað til, hef ég alltaf lent á hressu lifandi fólki, en ekki núna sko... Drengurinn sem svaraði talaði svo lágt að ég heyrði ekki nema annað hvert orð sem hann sagði, kannski var það þess vegna sem honum tókst ekkert að hjálpa mérAnnað hvort var hann svona svakalega syfjaður eða honum fannst ég bara svona afspyrnu leiðinleg... iss örugglega bara syfjaður
Hann þagði svo lengi inn á milli setninga að ég hélt alltaf að hann væri sofnaður... Góðan daginn, þetta er hérna á Akureyri, Jónína heiti ég, ég kemst ekki inn á netið í fartölvunni minni. Þögn... Hvernig tölvu ertu með ? Fartölvu. Þögn.... Já hvernig er hún ? Eeee hvernig.... hvað meinarðu ? Þögn... Hvað heitir hún ? Já, hún heitir Acer. Þögn...Hvernig er hún ? Hvað meinarðu hvernig er hún.... hún er flöt, grá... hvað viltu fá að vita ? Þögn...Ekkert.... er kveikt á henni ? Já, þannig veit ég að ég kemst ekki á netið. Þögn... Kanntu að fara inn á netið ? Já ég kann það ! Þögn... Hvernig ? Gegnum Internet Explorer. Þögn... Slökktu á ráternum ! Ok, búin að því... 10 sekúndur... 20... 30... 40... 50... Halló ertu þarna ennþá ? Þögn... Ég er búin að slökkva á ráternum. Þögn... Kveiktu á ráternum og farðu inn á netið ! Neibb, virkar ekki. Þögn... Þú verður að koma með hana hingað á verkstæðið til okkar í Nafnágötuíborginni. Ég á heima á Akureyri. Þögn... Nú... Eruð þið ekki með verkstæði hérna ? Þögn... Á ég að fara bara með hana í verslunina á Glerártorgi ? Þögn... Ha, hvar er það ? Á Akureyri væni minn ! Heyrðu farðu nú bara í langa, góða pásu og ég skal redda þessu
Þögn... svo lagði hann bara pent á, enda ekki talandi við svona leiðinda kellingu úti á landi sem heldur vöku fyrir fólki í vinnunni
Njótið dagsins elskurnar mínar allar, það ætla ég að reyna að gera líka
Bloggar | 25.7.2008 | 07:22 (breytt 26.7.2008 kl. 17:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)







Bloggar | 23.7.2008 | 07:19 (breytt kl. 07:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)






Bloggar | 22.7.2008 | 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)






Bloggar | 21.7.2008 | 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)










Bloggar | 20.7.2008 | 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)






Bloggar | 14.7.2008 | 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)







Bloggar | 13.7.2008 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
....hvernig sem það er nú stafsett, eru sko líka fyrir ömmurÉg er auðvitað búin að prófa þetta leiktæki heima hjá sonardóttur minni og það er ferlega gaman ! Ég sýndi að vísu enga snilldartakta, nei annars hvaða vitleysa er þetta...
Auðvitað á ég að segja að þetta hafi verið snilldartaktar hjá mér, enginn til frásagnar nema Linda Björg alvegaðverðaþriggjára, henni fannst amman ekki hoppa nógu hátt og ekki sjens í helv... (orðbragðið er mitt) að fá hana til að fara í kollhnís...
En sú stutta er ekki komin með bloggsíðu svo ég þurfti nú ekki að vera að segja neinum frá þessu
Mamma hennar tók mynd af mér á leiktækinu, hún var ekkert viss um að henni yrði trúað nema hafa einhver sönnunargögn... ömmur eru víst ekki mikið á trampólíni
Í dag er ró yfir húsinu, svefnherbergið orðið svo fínt að það liggur við að það megi ímynda sér að þar búi settleg miðaldra hjón, segir spúsi minn...
Jæja, en það lítur að minnsta kosti ekki lengur út eins og subbulegt smíðaverkstæði með hjónarúmi og við erum ferlega ánægð með það
Ég er að vinna í kvöld, var plötuð til að vinna eitt kvöld í sumarfríinu mínu, þarf að leysa af fyrir afleysingamanneskju afleysingamanneskjunnar minnar... Það er í lagi, tveir af ekkialveguppáhaldskjólstæðingunum eru nefnilega ekki heima
Set inn myndir á eftir af settlega miðaldrafólks svefnherberginu okkar og með þær upplýsingar í farteskinu óska ég þess, að öllum líði eins vel og mér líður í dag... og mér líður rosalega vel
Bloggar | 12.7.2008 | 09:55 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýja rúmið kom í gær, akkúrat á meðan spúsi minn skrapp til að sækja hurðirnar á fataskápinn. Það var ungur strákur sem kom með það hingað úr búðinni og hann skutlaði botnunum inn eins og ekkert væri, en við áttum í smáerfiðleikum með dýnuskrímslið.... Hún er 160 x 200 og var til að byrja með í pappakassa, en hann festist þversum í bílnum svo við drógum dýnuna bara út úr honum. Við tepptum auðvitað hálfa götuna og alla gangstéttina með þessum æfingum okkar, en inn í hús fór dýnan með dyggri hjálp ókunnugrar konu, sem kom gangandi og bauðst til að hjálpa okkur ! Þakka þér aftur ókunnuga kona
Svo nú er ég klædd og komin á ról, útsofin og hress úr nýja góða rúminu og meira að segja með ný náttborð, sem við settum saman í gærkvöldi. Ég sagði allsekkertnóguglaðlegaungamanninum, sem sá um afgreiðsluna á lagernum að ég væri komin til að sækja náttborðin mín, en hann tjáði mér of hátt og hranalega að þetta væru skúffueiningar! Mér er alveg sama, hann má þess vegna kalla náttborðin mín baðker ef honum sýnist svo, þetta eru samt náttborð
Í dag fara svo hurðirnar fyrir háu fataskápana okkar og eitthvað fleira leggst okkur nú til hérna í húsinu ef ég þekki okkur rétt
Gamla rúmið fór út á kerru og yfir í næstu götu hérna norðan við og þar nýtist það vonandi vel. Eigið dásamlegan dag og munið að sólin er þarna, en í augnablikinu eru bara allar rásir uppteknar eða hún utan þjónustusvæðis
Bloggar | 11.7.2008 | 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)






Bloggar | 10.7.2008 | 07:54 (breytt kl. 07:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar