






Bloggar | 9.7.2008 | 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
... en nú er ég bara alls ekki viss. Annars er þetta líklega bara eins og það á að vera, hér fáum við í mesta lagi 3 daga góða með sól og jafnvel tveggja stafa hitatölum og svo kemur þoka og rigning. Það er mikið talað um að hitastig fari hækkandi í heiminum vegna áhrifa frá eyðingu ósonlagsins, en ég er nú ekki að finna fyrir því hérna í norðlenska sumrinu Ég var nú svona ykkur að segja, pínulítið að vona að veðurguðirnir yrðu góðir við mig í fyrsta alvöru sumarfríinu mínu í áraraðir, en þeir virðast vera uppteknir við eitthvað allt annað en að huga að mér
Svo gala ég alltaf um að rigningin sé góð fyrir gróðurinn og það er auðvitað alveg rétt en það getur líka orðið of mikið af því góða, það er verulega gott fyrir grasið á lóðinni að fá rigningu en það bitnar á mér, ég þarf að slá oftar. Yfir öllu má nú kvarta....
Ég er að fara að passa barnabarnið mitt hana Lindu Björgu núna fyrir hádegi, það er að segja ef hún kærir sig þá eitthvað um að koma með mér
Hún er á einu af milljón mótþróaskeiðum barnsins þessa dagana og ætlar að stjórna öllu og öllum, en amman er eitthvað treg í taumi svona af og til og ekki alltaf allra vinsælasta persónan í lífi lítillar prinsessu
Hún er sko búin að ákveða að hún sé orðin of stór til að sofa á daginn.... skelfilegt hvað mín er úrill seinnipartana, en ég hafði auðvitað vit á að bjóðast til að hafa hana fyrir hádegi, þá er hún fín
Hún er nefnilega barnabarnið mitt en ekki barnið mitt og ég tek ömmuhlutverkið mjög alvarlega, sem sagt ég má leika mér að því að hafa hana þegar hún er góð og skemmtileg, en svo er foreldranna að sjá um afganginn
Hún er yndisleg
Njótið dagsins í hvívetna og verið góð hvort við annað, það er svo mannbætandi
Bloggar | 8.7.2008 | 07:51 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)







Bloggar | 7.7.2008 | 07:04 (breytt kl. 07:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)







Bloggar | 6.7.2008 | 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)






Bloggar | 5.7.2008 | 11:29 (breytt kl. 19:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
... og svo margt sem ég skil ekki... Nú er búið að reka úr landi hjón með lítið barn, sem eftir öllum fréttum að dæma virðist vera fyrirmyndarfólk, svona fólk sem við ættum að bjóða velkomið að búa í landinu okkar. Þau leita hingað vegna þess að hann gæti átt á hættu að verða drepinn heima hjá sér, án þess þó að hafa gert annað af sér en að hafa aðrar skoðanir en þarlend stjórnvöld
En nei við höfum engan áhuga á að leyfa þeim að búa hér, við viljum frekar fá heilu hópana af þjófum og alls kyns vitleysingum, sem gera svo ekki annað en að brjóta af sér og skattpeningarnir okkar fara svo í að taka þá til fanga, rannsaka málin þeirra og rétta yfir þeim..... Og það má ekki einu sinni fara fram á að þeir sýni sakavottorð við komuna...
Íþróttamenn, sem mér finnst nú ekki að hægt sé að segja að geri mikið gagn fyrir þjóðfélagið, frekar bara skemmtun fyrir þá sem kunna að meta það, virðast fá ríkisborgararétt bara 1,2 og 3....
Svo er voða gott að vera tengd inn í fjölskyldu fólks sem fer með völd hér og á peninga, það er örugg ávísun til að fá 1,2 og 3 flýtimeðferð á dvalarleyfi hér.....
En við skyldum passa okkur á því að fara ekki að hleypa inn í landið ósköp eðlilegu fólki, fólki sem til dæmis hefur unnið að velferðarmálum í stórum stíl og það meira að segja í samvinnu við okkur íslendinga, sem erum auðvitað að okkar eigin mati alveg hreint einstakir mannvinir og þá skyldum við alveg sérstaklega passa okkur á svona eðlilegu heiðarlegu fólki, sem virðist ekki vera líft í sínu eigin heimalandi...
Ég segi eins og ein góð bloggvinkona mín í pistli um daginn, þegar hún var ferlega hneyksluð: "Eru ekki allar hænurnar heima ?"
Hm.... njótið dagsins eins og kostur er....
Bloggar | 4.7.2008 | 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er líklega ekki í frásögur færandi hjá fólki svona yfirleitt, en ég bakaði pönnukökur í gær. Mér finnst full ástæða til að færa það í letur, vegna þess að ég er þekkt fyrir að baka... yfirleitt aldrei Ég held því statt og stöðugt fram að ég hafi bakað yfir mig í ferðaþjónustubransanum í sveitinni í denn, en ég á nú líka afskaplega auðvelt með að finna hinar ýmsustu afsakanir fyrir letinni í sjálfri mér
En í gær hafði ég virkilega gaman af því að brasa þetta og upplifunin var allt öðruvísi en þegar ég var að þessu í denn tid, þá gerði ég þetta af skyldurækninni einni saman og mikið fannst mér það leiðinlegt
Að baka í eldhúsi þar sem er nóg pláss, allt er við höndina, staður fyrir allt og allt á sínum stað, það er flott. Engar meiri háttar tilfæringar með örbylgjuofninn og kaffikönnuna, þó það eigi eitthvað að gerast á eldhúsbekknum, eins og það var í öreldhúsinu okkar í Fjallakofanum. Þar þurfti ég líka að reka alla út úr eldhúsinu ef ég ætlaði að gera eitthvað aðeins umfangsmeira en bara að skipta um skoðun, til dæmis að baka pönnukökur. Ég sé framtíðina fyrir mér í einhverskonar hillingum... ég bakandi og brasandi í fína eldhúsinu mínu daginn út og daginn inn.... nei nei, það er ljótt að ljúga svona
En mér finnst miklu meira gaman að vinna þessi verk í þessu eldhúsi en öllum öðrum eldhúsum sem ég hef unnið í og það er bara hið besta mál
Og ekki skemmdi það fyrir, að það kom fullt af bæði litlu og stóru, yndislegu fólki til að borða pönnukökurnar
Ég óska ykkur öllum ljúfs og góðs dags og það er alveg að koma gott veður.... vona ég
Bloggar | 3.7.2008 | 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)





Bloggar | 2.7.2008 | 08:23 (breytt kl. 10:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)







Bloggar | 1.7.2008 | 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)








Bloggar | 30.6.2008 | 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar