Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur....

Við sem sagt lögðum land... eða búðir... undir fót, sonardóttir mín hún Linda og ég í gærmorgunWink   Fyrst fórum við í Europris, þar sem sú stutta sagðist þurfa að kaupa eitthvað handa kettinum mínum að borða af því að hann væri alltaf vælandi og nýja skó á afa sinn af því að hann væri búinn að sulla svo mikilli málningu á gömlu skóna. Það er gott að einhver hugsar um þá félaga, ekki virðist ég standa mig neitt sérlega vel í þvíWhistling Svo fórum við á Glerártorg og þegar hún var búin að prófa öll leiktækin á göngunum þar, skanna Tossaröss leikfangabúðina frá A til Ö, fá ís í brauði sem hún skyldi svo eftir inni í Tiger í kassa fullum af böngsum, skamma ömmu sína hástöfum svo glumdi í einni verslunarmiðstöð eða svo, fyrir að vilja endilega fara inní Nettó sem væri leiðinleg búð, brosa og knúsa út pakka af frosnum bláberjum inni í þessari sömu leiðinlegu búð og týnast minnst tuttugu sinnum á þessum klukkutíma, þá var kominn tími til að amman færi í klippingu...Grin Ég lýg því ekki að amman hefði með einstakri ánægju farið til tannlæknis og notið þess, eftir einn svona klukkutíma verslunarleiðangur með tæplega þriggja ára stelpuskotti....Tounge En þetta var svakalega gaman og þegar ég fór svo að týna upp úr pokunum þremur þegar ég kom heim, kom í ljós að það eina vitræna sem hafði farið ofan í þá, var matur handa vælandi ketti og nýjir skór handa málaranum sullandi.... og hún ég ætlaði nú bara að kaupa AjaxLoL Njótið dagsins elskurnar mínar allar... og barnabarnanna ef þið eruð svo heppin að eiga þauSmile  Pé ess: Ég setti inn mynd af nýja "ekkialvegtilbúnaenlangtkomna" fataskápnum okkarJoyful

Hélt að sumarið væri komið.....

... en nú er ég bara alls ekki viss. Annars er þetta líklega bara eins og það á að vera, hér fáum við í mesta lagi 3 daga góða með sól og jafnvel tveggja stafa hitatölum og svo kemur þoka og rigning. Það er mikið talað um að hitastig fari hækkandi í heiminum vegna áhrifa frá eyðingu ósonlagsins, en ég er nú ekki að finna fyrir því hérna í norðlenska sumrinuWhistling Ég var nú svona ykkur að segja, pínulítið að vona að veðurguðirnir yrðu góðir við mig í fyrsta alvöru sumarfríinu mínu í áraraðir, en þeir virðast vera uppteknir við eitthvað allt annað en að huga að mérBlushSvo gala ég alltaf um að rigningin sé góð fyrir gróðurinn og það er auðvitað alveg rétt en það getur líka orðið of mikið af því góða, það er verulega gott fyrir grasið á lóðinni að fá rigningu en það bitnar á mér, ég þarf að slá oftar. Yfir öllu má nú kvarta....GetLostÉg er að fara að passa barnabarnið mitt hana Lindu Björgu núna fyrir hádegi, það er að segja ef hún kærir sig þá eitthvað um að koma með mérWinkHún er á einu af milljón mótþróaskeiðum barnsins þessa dagana og ætlar að stjórna öllu og öllum, en amman er eitthvað treg í taumi svona af og til og ekki alltaf allra vinsælasta persónan í lífi lítillar prinsessuGrin Hún er sko búin að ákveða að hún sé orðin of stór til að sofa á daginn.... skelfilegt hvað mín er úrill seinnipartana, en ég hafði auðvitað vit á að bjóðast til að hafa hana fyrir hádegi, þá er hún fínInLove  Hún er nefnilega barnabarnið mitt en ekki barnið mitt og ég tek ömmuhlutverkið mjög alvarlega, sem sagt ég má leika mér að því að hafa hana þegar hún er góð og skemmtileg, en svo er foreldranna að sjá um afganginnLoLHún er yndislegHeartNjótið dagsins í hvívetna og verið góð hvort við annað, það er svo mannbætandiSmile


Ég hef ekkert lagast....

...síðan í gær.... ég er ennþá með fordóma gagnvart ofnotkun á áfengi, tuskuæði og fólki með kynþáttafordóma... annars er ég bara góðWink Mér finnst ég þessa dagana aðeins vera að ná í skottið á sjálfri mér, bæði innra með mér og hérna á nýja heimilinu okkar. Ég er næstum því alveg hætt að ímynda mér að ég þurfi að mæta einhversstaðar klukkan eitthvað, losna nú sjálfsagt aldrei alveg við það samt.... finnst endilega að ég eigi að mæta einhversstaðar í dag... kannski í klippingu baraJoyful Og ég er farin að laga til hérna heima og gera huggulegt, plantaði sumarblómum í dalla og körfur, er ekki sumarið komið annars ? Við löguðum líka til á sólpallinum, svo núna lítur hann ekki lengur út eins og geymsluport fyrir trésmíðaverkstæði, búið að planta þar sólhúsgögnum úr RL búðinniTounge Var meira að segja að hugsa um að slá lóðina í gær, en nennti því svo ekki og ég má alveg nenna því ekki, ég er nefnilega í sumarfríiGrin Við keyptum  hillur til að hafa á baðherberginu svona til að byrja með, fyrir allt dótaríið sem er lengi búið að veltast í pappakössunum á gólfinu og sáum þá að við eigum eiginlega tvennt og þrennt af öllu inn á baðherbergi.... Spúsi á rakvélar og raksápubrúsa fyrir næstu árin og ég ætla ekkert að gefa upp hvað ég á margt af hinu og þessu dóti, sem ég fór og keypti af því að ég nennti ekki fyrir mitt litla líf, að leita endalaust í þessum kössum.... Whistling Svo er eiginlega komin beinagrind á ferðalag, leggjum líklega af stað næsta mánudag. Það er eiginlega ekki hægt að fara fyrr af því að ég lét plata mig til að vinna kvöldvinnu næsta sunnudagskvöld og við ætlum líka að gefa okkur góðan tíma til að klára skápana í svefnherberginu, svo förum við austur á land og  vísiterumJoyful Lífið er ljúft, lifum þvíSmile

Góðan daginn, allan daginn :-)

Það er dásamlegt að vakna snemma á sunndagsmorgni, í góðu veðri, vel út sofin og heil heilsuGrin Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði var svakalega góð byrjun á fataskáp inni í herberginu okkar, hann erum við búin að dunda við að smíða um helgina. Okkur fannst fataskápur fyrir tæpa hálfa milljón vera aðeins of mikið af því góða, svo við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum efnið í hann. Við eigum eftir að fá hurðir á herlegheitin en í allt kostar þetta innan við 150 þúsund, samt er þetta frekar stór skápur. Og nú eru fötin okkar, rúmfötin, handklæðin og allt það dót, komið upp úr pokum og kössum og ferðatöskum, inn í grindurnar sem við settum upp í gær. Það versta við allt svona bras er, að okkur finnst þetta svo gaman og svo erfitt að hætta....Whistling En það er bara gott enn sem komið er, það er nóg eftir sem okkur langar til að gera og slatti líka sem við eiginlega bara þurfum að geraWink Okkur finnst þetta miklu skemmtilegra en að vera einhversstaðar drukkin fram á miðja morgna og hafa svo ekki heilsu til að hugsa heila hugsun daginn eftir, að ég tali nú ekki um að gera eitthvað sem gagn er að, þannig að "skemmtanalífið" fer alveg fram hjá okkur á þessu heimiliTounge Við þekkjum allt of mikið af fólki á okkar aldri, sem setur bara stefnuna á föstudaginn með það í huga að "hrynja í það".... vikan fer öll í það að hlakka til næsta helgarfyllerís....GetLost Svo setur þetta sama fólk óspart út á okkur fyrir að vilja frekar vinna í húsinu okkar, en málið er að það er bæði skemmtilegra og gefur okkur miklu meira en öll þeirra fyllerí til samansLoL Og með þessa speki sendi ég ykkur öll inn í yndislegan sunnudag og vona að þið hafið það ofsalega gott í dagSmile

Ég er enn í hláturkasti....

... eftir að hafa lesið pistil hjá bloggvinkonu minni Jóhönnu M&V, þar sem hún vitnar í blogg hjá manni sem heldur því fram að samkynhneigð sé eitthvað sem fólk velur sérLoL Og það þurfi að bjarga samkynhneigðum... frá sjálfum sér þáWink Ok ég veit það er ekki fallegt að hlægja að fávisku og skorti á almennri skynsemi, en ég bara get ekki hamið það... sorry... Það er árið 2008 eftir því sem ég best veit, ekki 1908 nefnilegaTounge Ég vil taka það fram að nú veit ég ekki á hvaða aldri hann er þessi viskubrunnur, en varla getur hann verið kominn hátt á níræðisaldur, held ekki að fólk á þeim aldri bloggi mikið... Whistling Sko fólk komið á þann aldur er langflest nefnilega með fordóma, það segir sig sjálft og eitt karlrassgat á tíræðisaldri þekki ég sem kallar samkynhneigða alltaf kynvillinga. Fordómar vaxa af fávisku og engu öðru og í gamla daga, segjum snemma á síðustu öld þá var engin vitræn umræða í gangi um samkynhneigð, ef hún var þá nokkur í þá daga.... En í dag árið 2008, er talað og skrifað um allt milli himins og jarðar, sem betur fer og það ætti enginn að þurfa að lifa í fáfræði svo framarlega sem viðkomandi er læs, heyrir sæmilega og skilur mælt mál. Nú ætla ég að fara út í góða veðrið og gá hvort ég finn ekki einhvern til að bjargaHalo   Njótið dagsins elskurnar mínar Smile

Það er svo margt skrítið......

... og svo margt sem ég skil ekki...Woundering Nú er búið að reka úr landi hjón með lítið barn, sem eftir öllum fréttum að dæma virðist vera fyrirmyndarfólk, svona fólk sem við ættum að bjóða velkomið að búa í landinu okkar. Þau leita hingað vegna þess að hann gæti átt á hættu að verða drepinn heima hjá sér, án þess þó að hafa gert annað af sér en að hafa aðrar skoðanir en þarlend stjórnvöldWounderingEn nei við höfum engan áhuga á að leyfa þeim að búa hér, við viljum frekar fá heilu hópana af þjófum og alls kyns vitleysingum, sem gera svo ekki annað en að brjóta af sér og skattpeningarnir okkar fara svo í að taka þá til fanga, rannsaka málin þeirra og rétta yfir þeim..... Og það má ekki einu sinni fara fram á að þeir sýni sakavottorð við komuna...WounderingÍþróttamenn, sem mér finnst nú ekki að hægt sé að segja að geri mikið gagn fyrir þjóðfélagið, frekar bara skemmtun fyrir þá sem kunna að meta það, virðast fá ríkisborgararétt bara 1,2 og 3....Woundering Svo er voða gott að vera tengd inn í fjölskyldu fólks sem fer með völd hér og á peninga, það er örugg ávísun til að fá 1,2 og 3 flýtimeðferð á dvalarleyfi hér.....WounderingEn við skyldum passa okkur á því að fara ekki að hleypa inn í landið ósköp eðlilegu fólki, fólki sem til dæmis hefur unnið að velferðarmálum í stórum stíl og það meira að segja í samvinnu við okkur íslendinga, sem erum auðvitað að okkar eigin mati alveg hreint einstakir mannvinir og þá skyldum við alveg sérstaklega passa okkur á svona eðlilegu heiðarlegu fólki, sem virðist ekki vera  líft í sínu eigin heimalandi...WounderingÉg segi eins og ein góð bloggvinkona mín í pistli um daginn, þegar hún var ferlega hneyksluð: "Eru ekki allar hænurnar heima ?" Angry Hm.... njótið dagsins eins og kostur er....Heart


Hillingarnar... ógurlegu......;-)

Það er líklega ekki í frásögur færandi hjá fólki svona yfirleitt, en ég bakaði pönnukökur í gær. Mér finnst full ástæða til að færa það í letur, vegna þess að ég er þekkt fyrir að baka... yfirleitt aldreiGrin  Ég held því statt og stöðugt fram að ég hafi bakað yfir mig í ferðaþjónustubransanum í sveitinni í denn, en ég á nú líka afskaplega auðvelt með að finna hinar ýmsustu afsakanir fyrir letinni í sjálfri mérToungeEn í gær hafði ég virkilega gaman af því að brasa þetta og upplifunin var allt öðruvísi en þegar ég var að þessu í denn tid, þá gerði ég þetta af skyldurækninni einni saman og mikið fannst mér það leiðinlegtBlushAð baka í eldhúsi þar sem er nóg pláss, allt er við höndina, staður fyrir allt og allt á sínum stað, það er flott. Engar meiri háttar tilfæringar með örbylgjuofninn og kaffikönnuna, þó það eigi eitthvað að gerast á eldhúsbekknum, eins og það var í öreldhúsinu okkar í Fjallakofanum. Þar þurfti ég líka að reka alla út úr eldhúsinu ef ég ætlaði að gera eitthvað aðeins umfangsmeira en bara að skipta um skoðun, til dæmis að baka pönnukökur. Ég sé framtíðina fyrir mér í einhverskonar hillingum... ég bakandi og brasandi í fína eldhúsinu mínu daginn út og daginn inn.... nei nei, það er ljótt að ljúga svonaLoLEn mér finnst miklu meira gaman að vinna þessi verk í þessu eldhúsi en öllum öðrum eldhúsum sem ég hef unnið í og það er bara hið besta málJoyfulOg ekki skemmdi það fyrir, að það kom fullt af bæði litlu og stóru, yndislegu fólki til að borða pönnukökurnarHeartÉg óska ykkur öllum ljúfs og góðs dags og það er alveg að koma gott veður.... vona égSmile 


Jæja.....

Við fórum í gær í verslunina þar sem við keyptum eldhúsinnréttinguna og ætluðum að kaupa þar eitt stykki fataskáp í svefnherbergið okkar. Við þyrluðumst út úr búðinni á ólöglegum hraða hvort um annað þvert, þegar við sáum verðið á herlegheitunum.....Wink  Við vorum svo heppin að við keyptum eldhúsinnréttinguna rétt áður en allt fór áleiðis til andsk... í efnahagsmálunum hérna og þóttumst góð með það. Ekkert agalegt að borga hálfa milljón fyrir stóra eldhúsinnréttingu í vor, en ekki sjens í helv... að fara að borga sömu upphæð núna, fyrir eitt stykki fataskápPinch Sölumaðurinn talaði um einhverja 35% hækkun sem hefði komið ofan á þetta dót, en ég er ekki alveg svo léleg í reikningi að ég fáist til að trúa því, að innrétting sem kostaði hálfa milljón þá og kostar milljón í dag hafi bara hækkað um 35%.....GetLost Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en mér finnst þetta frekar vera 50%Við erum svo heppin aftur, að vera ekki öryrkjar og ekki ennþá komin á ellilífeyrisaldur, sem þýðir að við höfum alveg nóg á milli handanna, en það eru samt takmörk. Svo við smíðum bara skápinn sjálf og spörum okkur nokkra hundraðþúsundkalla á þvíGrin Hætt, farin að smíða skáp með spúsa mínum ! Njótið dagsins, það er alveg að koma gott veðurSmile   

Hef ekkert....

... til að kvarta yfir eða rífast um eða ergja mig á..... Woundering Nema ef vera skyldi veðrið, en ég nenni bara ekki að vera að láta eitthvað fara í taugarnar á mér sem ég ræð ekki við. Sumt fólk virðist hreinlega hafa skoðanir á öllu, sama hvort það þekkir nóg til málanna eða ekki og stundum finnst mér vera búið til hálfgert fjaðrafok út af engu... bara til að þyrla fjöðrum. Ég hef alls ekki skoðanir á öllu, ég nenni því ekki og þarf þess alls ekki heldur og þá þyrfti ég líka að fara að setja mig algerlega inn í allt og ég kemst ekki yfir það. Fullkomnunaráráttan mín losar sem sagt blogglesendur mína og fleiri, við alls konar leiðindi og segiði svo að áráttur geti ekki komið sér velWink Ég hef aðra áráttu sem er held ég kölluð miðjubarnakomplex, þarf alltaf að vera að laga allt og gera gott úr öllu og allir eiga að hafa það gott og líða vel, en ef ég kann að telja þá er ég samt alls ekki miðjubarnLoL  Á tímabili gekk þetta svo langt að það lá við að ég skipaði fólki að láta sér líða vel, en ég er mikið farin að róastGrin Mig langaði aldrei til að vera hárgreiðslukona eða hjúkrunarkona eða gifta mig í hvítum brúðarkjól þegar ég var lítið, mig langaði bara til að laga allt, hafa svona viðgerðarverkstæðiHalo Og til að bæta nú gráu ofan á svart þá þoldi ég ekki Bítlana, sem spúsi minn kemst ekki yfir að skilja og las ekki blöð nema þau væru heftuð saman í miðjunniWhistling Njótið dagsins og munið að rigning er góð...  fyrir gróðurinnSmile    

Í fréttum er þetta helst :

Helmingurinn af okkur hjónunum skúraði megnið af gólfunum í þessu húsi í gær... og það eru sko fréttirWhistling Ætla ekkert að segja frá hvort okkar það var sem sýndi af sér þennan geigvænlegan dugnað, en núna eru neglurnar á mér miklu hreinni en þær hafa lengi verið, ekkert steinryk eða sagryk eða málning eða spartl eða drulla af neinu tagiTounge Alveg spurning að skúra bara oftar, en það hefur bara ekki þjónað neinum tilgangi að vera að basla við það, bara til að hafa hreint undir næsta skítalag...GetLost Kannski ekki alveg jafn miklar fréttir, að það er ekki alltaf hægt að taka mark á alveg öllu sem sagt er í þessu húsi og kemst á þetta blogg... Verklok um næstu helgi hvað.... ?Blush Við sem sagt ákváðum í gær að skella okkur bara í stofuna líka, rífa upp gamla gólfið og gera nýtt, fyrr yrðum við ekkert almennilega ánægð. Og þá getum við líka klárað að taka upp úr þeim kössum sem eftir eru, við erum ekkert búin að setja neitt í skápana í stofunni, vegna þess að efri hluti skápanna er ca 10 sentímetra frá vegg, þó þeir séu alveg upp við vegginn að neðan og alveg spurning hvort þeir detta bara ekki fram fyrir sig, þegar allt blessað glataríið sem við eigum er komið í þáGrin Við vissum alveg þegar við keyptum húsið að stofugólfið er ónýtt, en ætluðum eiginlega að geyma það þangað til í haust.... er ekki annars komið haust, veðrið gæti alveg bent til þessHalo Mér tókst að tæma 8 kassa í gær úr stæðunni sem er þessa dagana inni í stofu og það var gaman ! Megnið fór í nýja borðstofuskápinn og slatti í eldhúsið, en þar eru ennþá þó nokkrar skúffur svo tómar að það bergmálar í þeimLoL Eigið góðan dag í dag, á meðan þessir klikkhausar hérna halda áfram að rífa og tætaSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband