... og það verður þá bara að hafa það, trallalla ! Er ekki vísan einhvernveginn svona annars ?Nei ég veit það, en það er ekkert við þessu að gera, mér finnst öllu verra að kattarskrattinn er týndur enn eina ferðina. Ég mundi skilja betur þennan þvæling á honum ef það væri ekki löngu búið að gelda hann
Annars er allt gott hér eins og venjulega, við vorum auðvitað að brasa hérna í húsinu í gær, stefnum leynt og ljóst að verklokum um næstu helgi... helst, þetta er að verða ágætt í bili
Þegar við fluttum inn keyptum við forláta borðstofuskáp með glerhurðum, en við vorum búin að gleyma hvernig skápurinn leit út þegar við fórum að setja hann saman í gær, en hann er fínn
Settum líka upp ljós fyrir ofan borðið og klárum svo í dag að raða inn og þrífa og höldum upp á þennan áfanga með því að snæða læri þar í kvöld. Við höfum fengið ótal hrós og hamingjuóskir með allt þetta brölt okkar hérna og okkur þykir verulega vænt um það
En eitt flottasta hrósið fengum við frá yngri syni mínum, þegar hann sagði að þetta væri nú bara alls ekkert "eins og hjá gömlu fólki" !
Það er mikið hrós frá 22 ára gæja, þegar maður er á þeim aldri þá er fimmtugt fólk nú svona nokkurn veginn skriplandi á grafarbakkanum, ég man það
Njótið þessa sæla sunnudags og munið að brosa og helst sem mest til þeirra sem eiga það ekki skilið, það er fólkið sem þarf mest á brosi að halda
Bloggar | 29.6.2008 | 09:01 (breytt kl. 09:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
... ef við erum ekki bara farin að sjá fyrir endann á framkvæmdunum hérna... í biliVið fluttum rúmið okkar inn í nýja svefnherbergið í gærkvöldi. Herbergið er stórt 19 fermetrar og rúmið, sem er enn sem komið er eina húsgagnið þar inni, er eins og krækiber í helv..... en það má alveg venjast því
Mig er farið að vanta tilfinnanlega fataskápana, þeir koma í næstu viku vonandi og þá get ég farið að "pakka upp", loksins ! Í íbúðinni okkar í Fjallakofanum vorum við með þrjá glugga, stofu- eldhús- og svefnherbergisglugga, hérna í þessu húsi eru þrettán gluggar og dökk trérimlatjöld fyrir sjö af þeim og þeir eru yndislega stórir.... en allt með þykku ryklagi eftir hamagang síðustu þriggja mánaða......
Tók mig til í gærmorgun og þreif þessi tvö sem eru í stofunni og ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvort er leiðinlegra, að þrífa rimlatjöld eða mála. Ég ætla að reyna að komast að niðurstöðu í dag, á meðan ég þríf þessi 5 sem eru eftir
Ja hérna, sólin er aðeins að gægjast...
nei nei, hún fór aftur....
Var að hugsa um það áðan hvað heimilisstörf, sem hafa aldrei verið uppáhaldið mitt en eru alveg bráð andsk.. nauðsynleg samt, eru algerlega ósýnilegt starf. Þannig að það sést alveg ef það er ekki unnið, en það tekst ekki eins vel eftir því ef það er unnið sæmilega sómasamlegaKannski er það þess vegna sem ég hef aldrei getað fundið mig í því starfi... vantar athyglina.... úps...
En jæja, ég er nú samt sem betur fer meira þannig að mér nægir að vera ánægð sjálf með það sem ég geri og er bara nokkuð dugleg að hæla sjálfri mér... einhver verður að gera það
Með þessa ómetanlegu speki sendi ég ykkur inn í daginn og vona að ykkur öllum líði sem best, sem lengst
Bloggar | 28.6.2008 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)








Bloggar | 27.6.2008 | 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)






Bloggar | 26.6.2008 | 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)






Bloggar | 25.6.2008 | 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)









Bloggar | 24.6.2008 | 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þá er svefnherbergisgólfið okkar að verða tilbúið undir parket, bara eftir að flota aðeins yfir þann hluta sem þurfti að steypa í En fyrst ætlum samt við að mála veggina, það tekur enga stund, einkum og sér í lagi ef ég skyldi nú geta breytt tilvonandi veikindafríinu mínu í núverandi sumarfrí.... Það væri fínt, þá er vinnan ekki að trufla mig og okkur vinnst auðvitað betur ef við erum bæði að brasa í þessu. Ég er ekki ennþá búin að setja gardínur fyrir eldhúsgluggana, ekki fundið mér tíma í að sitja og sauma ennþá og ég eiginlega heyri gamlar konur fyrir mér, fussa yfir því.... Ætli hún sé ein af þessum nýtísku konum sem hafa bara alls engar gardínur...
Það á sko ekki upp á pallborðið hjá þeim, ég er búin að fá að heyra það svo oft
En sem sagt, ef ég er nú komin í sumarfrí, sem kemur í ljós í fyrramálið, þá fer þetta allt að ganga hraðar og ef við getum nú stillt okkur um að fara að laga stofugólfið, þá er kannski bara hægt að þrífa aðeins hérna líka. En ég treysti okkur nú ekki alveg til að vera hætt í bili, það er oft ekki orð að marka svoleiðis yfirlýsingar á þessum bæ
Annars er planið fyrir daginn að fara í hrein föt og kíkja á breytingarnar á Glerártorgi, lesist :ég ætla í R.L. búðina og gá hvort ég get ekki eytt peningum í hillur inn á baðið hérna eða eitthvað
Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar í gær
Óska ykkur svo öllum yndislegs sunnudags
Bloggar | 22.6.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)









Bloggar | 21.6.2008 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)







Bloggar | 20.6.2008 | 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)








Bloggar | 19.6.2008 | 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar