.... sínar eigin leiðir !

Næstsíðasta kvöldið mitt í Gautaborg, sællar minningarInLove var hringt í mig úr Fjallakofanum okkar fyrrverandi og mér sagt að kötturinn okkar væri að sniglast þar í kring, þá hafði hann ekkert látið sjá sig hérna heima í 4-5 dagaPinch Ég bað konuna sem hringdi að hleypa honum ekki inn og gefa honum alls ekki að borða, annars sætu þau uppi með hann. Mér datt ekki í hug að senda einhvern til að sækja hann, hann hefur áður bjálfast þarna uppeftir og skilað sér heim aftur og hann gat bara gott og vel gert það líka í þetta skiptiGetLost Ég hef haft gluggann í þvottahúsinu opinn og mat í skálinni, ef hans hátign skyldi nú þóknast að heiðra okkur með nærveru sinni. Núna áðan heyrði ég allt í einu þetta kunnuglega ráma, aumingjalega, sem á að heita mjálm, hérna fyrir utan baðgluggann.....Tounge Kötturinn Lúkas er mættur á svæðið, eftir um hálfs mánaðar útileguWizard Að sjálfsögðu að drepast úr hungri og vosbúð og á allan hátt illum aðbúnaði, eins og venjulega..... að hans eigin mati. Hann lítur andstyggilega vel út og ég get ekki einu sinni með góðum vilja, séð að hann hafi lagt af um einn milljónasta úr grammi, svo ég get ekki beinlínis vorkennt honumDevil Kannski er hann bara að skreppa aðeins heim til að fara í sturtu og skipta um föt og fer svo aftur... hver veit ? Honum er nefnilega alveg meinilla við hávaðann í verkfærunum sem við erum allaf að hamast með hérna, öll svona rafmagnstæki sem gefa frá sér hljóð eru ekki vel séð hjá hans hátign. Í dag erum við að fara að  berjast um með rafmagnssög við að saga til gólfplöturnar á svefnherbergisgólfið okkar, svo kannski stoppar hann bara stutt við í þetta skiptiðGrin  Njótið dagsins og verið nú góð við hann Lúkas minn ef hann bankar uppáSmile

Takk fyrir blómin !

Á útihurðinni okkar er verulega sterkleg skeifa sem gegnir hlutverki hurðabankara, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að setja á hurð... nema þá kannski í kastala !GetLost Stundum er hún notuð svo hressilega að ég held að litla rúðan í hurðinni sé í stórhættu og það hljómar frekar eins og einhver sé að reyna að brjótast inn, en ekki bara bankaBandit Að vísu er húsið sæmilega stórt og það þarf jú eitthvað verklegt til að gefa til kynna að fólk vilji ná sambandi við íbúana, í gegnum dyrnar. Mig hefur alltaf langað í dyrabjöllu sem gefur frá sér ljónsöskur, ég held að það gæti verið ferlega kúl/svalt, en einu bjöllurnar sem ég hef rekist á eru með dingdong og meira að segja hægt að hafa jólalög í sumum. Surprise... ég ætla að taka þetta af um leið og hurðin verður tekin í gegn og máluð og setja dyrabjölluna sem ég keypti í staðinn fyrir útihitamælinn fyrir einhverjum vikum síðan. Hún hefur held ég bara einn hringitón, en hún var nú líka á útsöluWink Birna systir og Ellen vinkona hennar voru hérna um helgina og máluðu bæinn rauðan... eða grænan... jæja ég er nú aðeins að ljúga upp á þær, ég má það alvegTounge Þær fóru í gær og færðu okkur blóm áður en þær stormuðu suður á leið aftur, fyrstu blómin sem við fáum í nýja húsinuSmileTakk fyrir komuna elskurnar það var virkilega gaman að þið skylduð koma og takk fyrir blóminHeartGrinÉg mundi ekki að það er 17. júní fyrr en ég fór að verða vör við allt unga fólkið sem er að labba hérna úti með svolítið skrykkjóttu göngulagi og háværum samræðumLoLTil hamingju með daginn allir íslendingar, nær og fjærWizardOg Gunnar minn,  takk fyrir póstinn! Ég fer í þetta við fyrsta tækifæri, ég ætla sko alveg örugglega að vera meðKissingEigið góðan þjóðhátíðardag elskurnarSmile


Góðan daginn !

Þá er byrjuð ný vinnuvika, vonandi öllum til hinnar mestu gleði og ánægju ! Vinnuvikan mín verður  ekki nema fjórir dagar, það er nú ekki eins og ég nenni eitthvað að vinna....Tounge Vinn að vísu á 17. júní þegar flestir aðrir eru í fríi, en ég lifi það af. Fer í smá aðgerð á föstudaginn og verð frá í 4 - 6 vikur, fer eftir batanum og eftir það tek ég þær 4 vikur sem ég á þá eftir af sumarfríinu mínu. Ég fer að vinna aftur einhvertímann undir jól með sama áframhaldiWink Ég er komin í beinan karllegg af regnmanninum ógurlega.... gaf mér tíma til að hengja út í gær en gaf mér aftur á móti ekki tíma til að taka inn í gærkvöldi... lesist nennti því bara alls ekki.... og þá fór auðvitað að rigna... Sem er gott fyrir gróðurinnGrin Erum líka með tjaldvagninn í viðrun og ákváðum náttulega að loka honum ekki í gærkvöldi heldur í dag ! Við erum búin að rífa upp gólfið í því herbergi sem á að vera svefnherbergið okkar í framtíðinni, það hafði auðvitað sigið á árum áður og þá var byggð trégrind til að slétta allt saman, en hún var öll laus og það olli næstum því sjóveiki að ganga á gólfinu....Whistling Við erum komin vel á veg með að smíða nýja grind, svo verður sett hnausþykk spónaplata ofaná og nýtt parket og nýir fataskápar líka, allt skrúfað og límt og neglt og massað og hvað þetta heitir nú allt saman.  Kassarnir og pokarnir sem núna gegna hlutverki fataskápa eru orðnir fjarskalega leiðinlegir..... svo ekki sé meira sagtHalo Gangið glöð inn þennan magnaða mánudag og gangi ykkur allt í haginn inn í daginnSmile  

Eldhúsið okkar eins og það er núna og eins og það var !

P6140007P3110001Sama hornið, allt annað eldhús Grin

Klikkhausinn ég :-)

Sumt fólk lætur eins og það að vakna á morgnana, sé barasta það hræðilegasta sem komið getur fyrir það...W00t  Fatta ekki fullfrískt fólk sem yfirleitt virðist líða vel og vera ánægt með lífið, er eins og þrumuský bara við það eitt, að fara á fætur fyrir hádegi..... úldið og ömurlegt og vill helst bíta hausinn af öllu og öllumShocking Ég er svo heppin með spúsa minn, hann er bara eðlilegur á morgnana og gerir grín að mínum "fjósaferðatíma"Grin Ég er alltaf komin á fætur fyrir allar aldir eins og einhverskonar klikkhaus, skilst mér á mörgum og ég er alltaf í góðu skapi þegar ég vakna. Af því að þannig vil ég hafa það og hef líka bara alls enga ástæðu til annars, ég er frísk og lifi hrikalega góðu lífi, á frábæran mann og yndislega fjölskyldu og get gert allflest sem mig langar til að geraSmile Að vísu er ég auðvitað ein til frá sagnar um skapgæði mín við dagrenningu og get ekkert sannað, vegna þess að enginn vill neitt með mig hafa á mínum fótaferðartíma, ég þekki engan sem kærir sig um að fá mig í heimsókn og hella upp á handa mér ..... klukkan 6 á morgnana og það jafnvel um helgarTounge Og það er líka í góðu lagi, það er mér algerlega að meinalausu þó fólk sofi þó ég sé vakandi, ég er að fara á fætur af því að ég er búin að sofa, ekki af því að einhver tímamælir segir að það sé komin fótaferðatími og ekki af því að það er almennt álitið að það eigi að sofa lengur um helgar. Ég tími ekki að sofa af mér frí, ég vil vera vakandi og vita að ég er í fríi, öðruvísi nýt ég þess ekkiWink Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru alveg bráðnauðsynlegar upplýsingar fyrir ykkur um mig, inn í daginn og án þeirra hefðuð þið örugglega ekki getað vaknað almennilegaHalo Það er glampandi sól og töluverð umferð hérna úti á götunni en flest af því fólki sem ég sé labba hérna er greinilega ekki að fara á fætur, frekar að fara heim í háttinnLoL  Njótið dagsins elskurnar mínar allarSmile  Púkinn vill ekki samþykkja orðið "klikkhaus", vill frekar hafa það "blikkhaus"Tounge

Sumarfrí hvað ???

Það skemmtilegasta við bloggið finnst mér, er að fá athugasemdirnar frá mínum fáu, ég er svo fjandi vandlát, en kæru  bloggvinum og svo tveimur skvísum sem eru ekkert með blogg hérna en nenna samt að kíkja hingað. Það leiðinlegasta finnst mér aftur á móti, þegar ég hef bara alls ekki tíma til að kíkja á það heilu dagana.... sumarfrí hvað ? Mér finnst gaman að geta svarað hverjum bloggvini fyrir sig... mín sérviska, en í gær var ég bara eins og dóni og svaraði engum, þannig að ég tek bara allan pakkann núna í þessum pistli og þakka fyrst fyrir öll þessi yndislegu "velkominheim"Heart Heidi mín, ég ætlaði ekki að fara með alla sólina með mér sko... það var óvartBlush Takk Dísa mín, drífðu kallinn með þér á sólarströnd, þær virkaKissing Jenný mín, þetta er dásamleg borg og ég skilaði helling af kveðjum frá þérTounge Jokka mín, við erum heimaJoyful Einarminn, ehhh sko ég prófaði þetta með essssin og það var með naumindum að ég slapp við að vera lögð inn á vitleysingjahæliShocking Hallgerður mín, að fá frí í vinnunni minni er eins og að reyna að rífa garnirnar út um ra... á yfirmönnunum mínum.... fín hugmynd að vera líka í fríi á mánudag en ekki sjens í helv... GetLost Steini minn, ja hérna... 25 stk. ! Þú ert dúlla, þakka þér fyrir að nenna þessuHeart Högni minn takk fyrir öll knúsin, þau eru komin og ég saknaði þín líkaGrin Aðalástæðan fyrir þessu tímaleysi mínu er sú að ég er í sumarfríi ! Jamm veit það hljómar fíbblalega en ég kann ekkert að vera í sumarfríi og frekar en að gera ekkert í gærmorgun og njóta þess, fór ég og hjálpaði spúsa í vinnunni, hann er einn núna af því að hinn helmingurinn af starfsmönnunum er í fríi. Þeir eru tveir sem vinna þarna og reikniði svoLoL  Svo til að kóróna nú allt saman byrjuðum við í gær að rífa upp gólfið í framtíðarsvefnherberginu okkar ! Eldhúsið er nefnilega komið í gagnið og ég held ég sé búin að finna flest sem á að vera þar og segja í skápana, þetta er dááásamlegt eldhúsInLove Svo er ég að vona að ein systir mín og vinkona hennar komi norður í dag, ég ætla að bjóða þeim að gista í tjaldvagninum okkar hérna á lóðinni ef þær viljaCool Njótið þessa fína föstudags í botn, hann kemur aldrei aftur.... en það geri ég afur á mótiSmile

Elskan, ég er komin heim.....

Eftir 7 daga dvöl í Gautaborg, sem var æðislegt, er ég komin heim, sem er líka æðislegtInLove Við vorum í 25 - 28 stiga hita allan tímann, svo að svalinn sem mætti mér hérna í morgun þegar ég skrapp í búðina að kaupa kaffi, var svolítið kærkominn. Húsið mitt heilsaði mér hlýlega, allt svo hreint og fínt, það skal tekið fram að það er ekki sjálfhreinsandi og spúsi var heimaWink Flísalögnin í eldhúsinu komin vel á veg, seinlegt að vinna með svona litlar flísar og svo var nú engin vinnuskylda hér, á meðan ég var í útlöndum. Húsið í sænska skóginum þar sem við vorum var yndislegt, rúmgott og bjart og minnti einna helst á byggingu úr sögum um Emil strákskratta í Kattholti nema að innan, það var of nýtískulegt til þess. Að sitja úti eldsnemma morguns með kaffið mitt og bók, í glampandi sól í rjóðri í skógi er alveg ný upplifun fyrir mig. Talandi um bækur, ég las þrjár bækur á þessari viku, sem er þremur bókum meira en ég hef lesið, það sem af er þessu áriTounge Gautaborg er falleg og hlýleg borg og stelpurnar mínar þarna úti yndislegar að venju og alltaf gaman að koma til þeirraHeart En nú tekur við framhald af eldhústilfæringum, með ánægjuGrin Og af því að ég fer nú ekkert að vinna fyrr en á mánudag aftur, þá förum við kannski bara í útilegu með tjaldvagninn ef okkur sýnist svo, ef veðrið verður gott um helgina og ef það er til einhver skógur annar en Vaglaskógur til að tjalda íWhistling  Ég óska ykkur öllum yndislegs dags og þakka fyrir allar heimsóknirnar á meðan ég var ekki tengd, ég saknaði ykkar allraSmile

Heitt heitara heitast......

Hér erum vid í 25 stiga hita hjá dóttur minni og tengdadóttur í Angered.... ad kafna úr hitaGrin Og ég elska tad !!!!! Nýútskrifadi félagsrádgjafinn og konan hennar eru á fullu í eldhúsinu ad útbúa piknik fyrir bádar fjolskyldurnar tá saensku og íslensku og vid forum med matinn út í park sem er hér rétt hjá, núna á eftir. Sumarhúsid sem vid hofum býdur ekki uppá internettengingu en tad er allt í lagi, Emil í Kattholti á heima í naesta húsi... liggur vidWink Húsid er inni í skógi, rautt med hvítum gluggum og svortu thaki, yndislegt. Stutt samt inn í borgina, sérstaklega vegna thess ad yngri sonur minn maetti á bílnum sínum og keyrir okkur út um alltTounge Tad er bara yndislegt ad vera hérna og ég blogga meira seinna.... kannski bara tegar ég kem heim aftur, naesta fimmtudagKissing  Hafid tad öll sem allra best og vid verdum í bandiSmile

Banvænt hreinlætisbrjálæði.....

Yfirleitt hef ég nú haldið því fram að tuskuæði sé hálf bjánalegt og eiginlega bara alger óþarfi og geti jafnvel verið heilsuspillandi. Það er ekki letinginn í mér sem talar, heldur skynsemin.... víst get ég verið skynsöm, svona af og til...GetLost Jæja, ég hef sem sagt þá skoðun, að allt of yfirgengilegt hreinlætisæði sé alls ekkert hollt og svo ótal, ótal margt annað skemmtilegra og uppbyggilegra hægt að taka sér fyrir hendur í lífinu, en að vera alltaf að þrífa.....Tounge Hingað til hef ég nú samt alls ekki  haldið því fram að tuskuæði sé beinlínis banvænt, þó ég sé nú svolítið ýkin... frekar kurteislega til orða tekið... en líklega fer ég hér eftir að hugsa þetta allt saman upp á nýtt og það er vegna míns eigins prívat og persónulegs tuskuæðisWhistling Það telst nú varla til yfirgengilegs hreinlætisbrjálæðis, þó ég sé búin að vera að þrífa húsið okkar í tryllingi undanfarna daga, sko nauðsyn brýtur lög... líka þau sem ég set mérJoyful Framkvæmdirnar hér í húsinu eru búnar að standa yfir í tvo mánuði og óhreinindin eru orðin miklu meira heilsuspillandi en tuskuæði getur nokkrntíma orðiðWink  Ég var lengi búin að hafa það í huga að það þurfti líka að þrífa fiskaskálina og dreif í því í gær... Cool Hm... blessuð sé minning þeirra Sindra og Péturs... þeir hétu það, gullfiskarnir mínir... Ég skil ekki hvað gerðist, þeir fóru að hegða sér ferlega undarlega í tárhreinu vatninu í glansandi skálinni, syntu á hlið og létu eins og þeir væru dauðir, þangað til ég bankaði í skálina þá tóku þeir nokkra sundspretti af og til. Í morgun voru þeir ekkert að "play dead", þeir voru "dead"....W00t Útförin fór fram í kyrrþey, við undirleik vatnsniðs... úr klósettkassanumHalo Ég er að fara suður í dag, gisti hjá Birnu systir og hlakka til að hitta hanaWizard   Njótið dagsins elskurnar mínar allar, ég tala næst frá GautaborgGrin   

Góðan daginn....

... kæru landar og aðrir nærsveitamennTounge Það er óvenju lítið af hörmungum í fréttunum í dag eða er ég bara orðin ónæm ? Æi, ég vona ekki.... ef ég er orðinn ónæm fyrir ógæfu og erfiðleikum annarra, er þá ekki eitthvað lítið eftir að mannlegu eðli í mér ? Blush Ég sem get ekki horft á hvaða mynd sem er í sjónvarpi eða bíó, þó ég viti að það er leikið efni... ef það er ofbeldi eða önnur ógeðslegheit, þá fer ég fram eða í besta falli loka augunum. Það er mikið gert grín að mér fyrir þetta og hefur alltaf verið gert, en mér er alveg sama. Mér finnst allt of mikið til af ofbeldi í hinum raunverulega heimi, þó það sé ekki búið til svokallað skemmtiefni úr því líkaPinch Eldhúsmyndir eru þær myndir kallaðar sem mér finnast of ofbeldisfullar og ljótar, af því að þá hætti ég að horfa og fer fram í eldhús ! Svona er ég nú mikill vesalingur ... Og þá vitiði það ! Cool Annars er ég ekki í skemmtilegasta djobbinu núna... ég er að skrifa vinnuskýrslur fyrir maímánuð og það finnst mér alveg hreint þrautleiðinlegt...Shocking Þetta eru fjórar tegundir af skýrslum sem ég þarf að skila og blöðin eru alltaf í kringum 30.... En ég er alveg að verða búin, það er sól úti, þvotturinn sem ég gleymdi að taka inn í gærkvöldi er ennþá þurr og ég er að fara suður á morgun og gista hjá Birnu systir, sem er æðislegtInLove  áður en við förum til Gautaborgar, sem er líka æðislegt !Heart Njótið dagsins kæru landar og aðrir nærsveitamennSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband