Ég get með sanni sagt...

... að ég hef ekki eytt svona miklum tíma í eldhúsi, síðan ég var ferðaþjónustubóndi á seinniparti síðustu aldarW00t Að vísu eru þetta búin að vera skemmtilegri eldhúsverk en þá og ég sé ekki eftir einni einustu sekúndu, enda eldhúsið okkar glæsilegtInLove Það er sem sagt eiginlega alveg búið, að vísu eigum við eftir að flísaleggja milli efri og neðri skápanna, setja upp háfinn og koma eyjunni fyrir á sínum stað, en það eru smámunir miðað við allt hitt sem við erum búin að gera. Og til að toppa nú tilveruna er sól og yndislegt veður útiWink Það er ekki mikið um ský á himninum, svo líklega er mér óhætt að hengja út þvott, án þess að verða skömmuð fyrir að vera að dansa regndansinn með því. Ég held að ég hljóti að vera komin í beinan karllegg af índíjánskum töframanni sem sérhæfði sig í regndansi, mér finnst alltaf byrja að rigna þegar mér dettur í hug að hengja út... Blush Veit að vísu ekki hvað forfeður mínir hafa um þessa ættfræði að segja, hef ekki hitt svo marga af þeimTounge Styttist alltaf í Gautaborgarferðina okkar og ég hlakka svo til að sjá stelpuskottin mín þarHeart Yngri sonurinn er í Noregi núna, fyrstu nóttina þar gisti hann í Lærdalsoyri og þar hitti hann mann, sem hafði þekkt pabba minn, sem sagt afa hans....Grin Frábær tilviljun og sýnir svo um munar að heimurinn er ekki eins stór og halda mætti ! Svo langar mig að óska öllum sjómönnum, fyrrverandi, núverandi og tilvonandi og fjölskyldum þeirra, til hamingju með daginn og ykkur hinum líkaWizard Smile

Hvernig datt okkur eiginlega í hug....

.... að byrja á þessu í upphafi.... ? Smá þreyta farin að gera vart við sig í liðinu, á síðustu metrunum í eldhúsbrasinu.... ToungeEn nú er þetta 97% búið, háfinn setjum við upp og tengjum, í dag og svo kemur Rafvirki Tengdasonur eftir næstu viku og skellir upp kappaljósunum. Næsta mál á dagskrá er nú að raða öllu í skápa og skúffur... tæma helling af kössum sem eru orðnir verulega rykfallnir hér og þar um húsið. Sem sagt fara að koma okkur fyrir, eftir tveggja mánaða törn í eldhúsi sem við erum svo innilega ánægð með hvernig tókst til, fór eiginlega töluvert fram úr okkar björtust vonum meira að segja ! Setti inn myndir sem ég tók núna í morgun, bara yndislega fallegt og svo ofsalega mikils virði að þetta allt saman erum við búin að gera sjálf. Á þriðjudaginn sting ég af frá öllu saman í viku og á meðan ætlar spúsi minn að byrja að rífa út úr hjónaherberginu, skápa og gólf. Það þarf að laga gólfið, enda orðið gamalt og skáparnir eru ekkert sem ég kæri mig um að setja fötin okkar inní. Við erum sem sagt ekki alveg hættWinkSvo er aldrei að vita nema við flikkum aðeins upp á baðherbergið seinna í sumar eða haust... kemur í ljósGrinAnnars er ég sko komin í sumarfrí, síðan átján mínútur yfir þrjú í gærWizard  Læt þetta duga í bili og óska ykkur öllum, alls góðs inn í daginnSmile


Varstu að detta mamma ?

Hún dóttir mín í Svíþjóð sendi mér sms í gær :"Varst þú að detta mamma ? Heyrði að það hefði orðið jarðskjálfti á Íslandi....."Tounge Ég fattaði ekki djókið alveg strax, hélt þessi elska væri að hafa áhyggjur af því að ég hefði meitt mig eitthvað í þessum skjálfta..... Svaraði eins og auli:"Nei elskan, fundum engan skjálfta hérna..."Shocking Næ í rassg... á henni í næstu viku, mæti í köflóttum gúmístígvélum, lopapeysu og með íslenska fánann, syngjandi drykkjumannavísur á háskólaútskriftina hennar, við hennar virðulega skóla í GautaborgDevil   Meiri lætin þarna fyrir sunnan, Guði sé lof fyrir að ekki fór þó verr, nógu slæmt samt sýnist mér á myndum.... Hefði viljað vera þarna og reyna eitthvað að hjálpa til, fann til í hjartanu þegar það var talað við tvær ungar stúlkur sem vissu ekkert hvert þær áttu að fara og hvað þær áttu að gera.... Fjölskylda annarrar þeirra í næsta bæjarfélagi og vegurinn lokaður þangað. Vona bara að einhver hafi tekið utan um þær og þær séu í góðu skjóli núna, sem og allir aðrirHeart Í dag er síðasti dagurinn minn fyrir sumarfrí og á þriðjudaginn förum við suður, eldri sonur tengdadóttir og barnabarn og Gautaborg á miðvikudagsmorgunWizard Yngri sonurinn er farinn út með bílinn í Norrænu og sendi mér sms í hádeginu í gær, þá var hann í Færeyjum. Hann skilur vini sína tvo sem eru með honum, eftir í Noregi og kemur svo til Gautaborgar. Þar verður hann með okkur í viku, keyrir svo yfir til Danmerkur og tekur ferjuna þaðan til Færeyja, þar er stoppað í tvo daga á meðan verið er að sækja fleiri farþega til Íslands. Þetta er mánaðarlangur leiðangur hjá honum og ég veit að hann á eftir að fíla þetta í botn ! Við keyptum nú samt handa honum GPS svona rétt til öryggis og til þess að litla mömmuhjartað geti verið aðeins rólegraWink Mér er alveg sama hvað hver segir, ég veit að börnin mín eru fullorðin og bjarga sér alveg sjálf, en ég er mamman og má hafa pínu áhyggjur... í laumiBlush Njótið dagsins eins og kostur er, ég veit að hugur okkar allra er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans....Heart  

Bergmálið...álið...ið...

Nú er ég byrjuð að raða inn í skápa í nýja eldhúsinu okkarWizard Ég er með tvo pottaskápa, þ.e.a.s. tvo hornskápa með snúningsgrindum og er búin að setja þá fáu potta sem ég finn, inn í þá.... Kannski á ég samt bara ekkert fleiri potta, ég var nú eiginlega með sýnishorn af pottaskáp í pínupínulitla eldhúsinu okkar í Fjallinu og stærri pottarnir voru svo uppi á eldhússkáp og inni í geymslu. Þeir eru nú svolítið einmanalegir þarna og ég er ekki frá því að það bergmáli inni í skápunum, en ekki er þó þrengslunum fyrir að fara. Svo er hrærivélin með hakkavél og öllu tilheyrandi og minni eldhústæki, dót sem var alltaf á hálfgerðum vergangi uppi í Fjalli, komið í þartilgerðan skáp. Sökkullinn er kominn á sinn stað og ísskápsferlíkið komið í samband. Ég þarf nú ekki að segja neitt sérstaklega frá því finnst mér, að uppþvottavélin er löngu komin í gang... við vorum varla búin að klára að leggja gólfefnið þegar ég heimtaði að drösla henni fram og tengja hana, svo ég gæti hætt að ergja mig yfir uppvaskinu í vaskinum í þvottahúsinuWhistling Nú bíðum við eftir Rafvirkja Tengdasyni til að klára sitt verk, setja upp og tengja kappaljósin og ganga frá endanlegum tengingum fyrir stærri tækin. Við erum með þau í sambandi með framlengingarsnúrum og fjöltengjum út um allt og erum stundum að hrasa um þetta snúrudót, en það er nú að fara að lagast. Barasta farin að sjá fram á það að okkur takist að komast frá þessu nokkurnveginn óslösuð, svona í aðalatriðumGrin Þetta er baaara æðislegt! Gangið glöð inn í góðan dag og njótið hans vel... hann kemur ekkert afturSmile

Allir eða enginn, alltaf eða aldrei...

Þetta eru góð og gild íslensk orð, en ekki endilega alltaf rétt notuð. Þessa dagana er til dæmis mikið rætt um myndband sem sýnir lögreglumann taka hart á unglingsdreng og ekki ætla ég að mæla því nokkra bót, þvert á mótiUndecided En að dæma allalögreglumenn þá eftir því, valdníðinga og ofbeldisseggi og margt verra líka, eftir aðgerðum eins manns, er náttulega langt frá því að vera nokkuð rökrétt. Innan lögreglunnar eins og í öllum öðrum stéttum þjóðfélagsins, eru alltaf einhverjir sem virka ekki eins og skildi, gera púra vitleysur og fremja jafnvel glæpi. Prestar brjóta af sér, þingmenn, læknar, öskukarlar, starfsmenn heimaþjónustunnar líka, svo einhver dæmi séu tekin og á þá að alhæfa um þessar stéttir fólks, að allir innan þeirra raða séu bara óþverrar ? Þá væri ég með í þeim hópi, ég vinn í heimaþjónustuWink Og þar að auki, virðast þeir sem hafa sem hæst um það að barasta allir lögreglumenn séu stórhættulegar ofbeldisbullur og þá barasta alltaf, algerlega gleyma því í hita umræðunnar að það er sannað mál að ofbeldi og alls konar aðrir glæpir og miður þokkalegar gjörðir, hafa stóraukist í okkar litla og hérna áður fyrr að mig minnir, tiltölulega friðsæla þjóðfélagi. Varla gerir það störf lögreglumanna eitthvað auðveldari eða hvað ?Woundering Það væri aldrei hægt að borga mér nógu hátt kaup til að gerast lögreglumaður, ég mundi bara alls ekki þora að vinna við það og þó ekki væri nema vegna hræðslu, ábyggilega gera einhverjar risabommertur, sem yrðu þá líklega sýndar á netinuBlush Í den þótti nú frekar heimskulegt í minni fjölskyldu að hræða litlu börnin með löggunni, við vorum alin upp við að líta á lögregluna sem stétt manna sem vinnur við að hjálpa þegar eitthvað bjátar á, sem er satt og einungis þeir sem gerðust brotlegir við lögin lentu í vandræðum með hana, sem er líka satt í langflestum tilvikum. Alhæfingar eru leiðinda hugsanavillur sem ég reyni virkilega að forðast eins og ég get, sérstaklega að dæma alla eftir gjörðum einnar manneskju.... Og þar hafið þið það elskurnar mínar ! Gangið glöð inn í góðan dag og munið að hóf er best í öllu... líka alhæfingumSmile

Gula ferlíkið er mætt á svæðið !

Eitt af því dásamlega við landið okkar er tilbreytingin í veðráttunni, samt eins gott að geðheilsa mín stjórnast ekki af þessari oft á tíðum brjálæðislegu tilbreytingu, þá væri matseðillinn eingöngu róandi töflurShocking En stundum gerist það nú samt að nokkra daga í röð er gott veður, eins og núna....InLove   Þriðja daginn í röð er dásamlega hlýtt hér og sólin skín eins og henni sé borgað fyrir það. Gróðurinn rýkur upp og þar með talið grasið á lóðinni okkar og þá þarf að fara út að slá, út að slá á engi...Whistling   Litla sláttuvélin sem dugði svo vel á litlu rennisléttu lóðina í Fjallinu gafst fyrir rest grátandi upp á laugardaginn, svo ég fór í gær og keypti aðra, stóra skærgula bensínknúna með drifi. Þegar hún var nú komin í gang, lesist þegar spúsi var búinn að setja hana í gang, fór ég að slá... Grin Það gekk rosalega vel eftir smá byrjunarörðugleika, ég hefði viljað hafa fyrstu ferðina á myndbandi, hefði samt ekki sýnt neinum þaðGetLost Það eru tvær slár á haldinu sem þarf að halda í en samt ekki að kreista þeim upp að, svo að jómfrúrferðina fór ég í loftköstum.... hangandi aftan í vélinni. Ég kreysti  slárnar í byrjun að haldinu af öllu afli, bara drífa í þessu sko og þá fór þessi skærguli  klikkhaus á fulla ferð og mér brá svo að ég fattaði ekki að sleppa neeeeei, ég hélt auðvitað sem fastast, bæði til þess að fá að koma með og til að missa ekki ferlíkið út á götu í veg fyrir næsta bíl ! Smá hugsanafeill sko.... þegar ég sleppi þá nefnilega drepst á gula ferlíkinu og það stoppar...Blush  Jæja en þegar vélin var hætt að fara með mig út að slá og ég var farin að ráða ferðinni, gekk allt vel og ég er eiginlega alveg búin að slá....Wink Það er líka glampandi sól úti núna, en fer líklega að breytast, ég er nebblilega alveg að komast í sumarfríUndecided Njótið dagsins í góða veðrinu og munið að brosa hringinnSmile        

Hættulegt hverfi .... ?

Það lítur ekkert sérstaklega vel út þegar lögreglubíll með bláum blikkandi ljósum stendur hérna fyrir framan húsið okkar á laugardagskvöldi og það tvisvar sama kvöldið....Police Að vísu voru þeir nú ekki að koma hingað til okkar að skakka neina leika, þeir voru að stöðva ökumenn fyrir of hraðan akstur, þetta er íbúðagata ekki hraðbraut... asnarBanditVið búum við mikla umferðargötu og stundum er bensín/olíugjöfin troðin aðeins of langt ofaní gólfið, af fólki sem virðist halda að það sé svo miklu mikilvægara en allir aðrir og það skipti aðalmáli í lífinu að komast 1/2 til 1 mínútu fyrr en ella, á áætlaðan stað. Verulega bjánalegt... og kostnaðarsamt og ég ætla ekki að fara neitt út í umræðuna um hversu hættulegt það getur svo líka veriðGetLostÉg fór út núna á laugardagsmorgun og byrjaði að slá lóðina okkar... með áheyrslu á orðið "byrjaði". Ponsulitla babysláttuvélin mín, sem dugði svo fínt á litlu lóðina okkar í Fjallinu, lagðist grenjandi niður og neitaði alfarið að djöflast hérna í hnéháu grasinu og núna á eftir verður henni skipt út fyrir fullorðna vél með drifi á öllum, svo ég þurfi ekki að ýta henni áfram og poka, svo ég þurfi ekki að raka lóðinaGrinEins og sést svo greinilega þá reyni ég allt til að auka sjálfri mér letiWhistlingÉg er komin í sumarfrí frá kvöldvinnunni þangað til 16. júní og vinn dagvinnuna út þessa viku og er þá komin í tveggja vikna frí og í dag er rétt rúm vika þangað til við förum til GautaborgarWizardNjótið góða veðursins eins og kostur er og gangi ykkur vel í nýrri vinnuvikuSmile Pé ess: Setti inn nýjar myndir af nýjustu afrekunum okkarGrin


Hætt !?!

Nei nei, ég er ekkert hætt að kíkja á bloggið, bara mikið að geraWink Þarf að fara út og slá lóðina núna en nenni því eiginlega varla. Nota það sem afsökun að klukkan er nú ekki einu sinni orðin 8 og það er auðvitað dónaskapur  að vekja nágrannana með hávaðanum í sláttuvélinni, sem er rafdrifin á loftpúðum og framleiðir engan sérstakan hávaða. Og svo er kannski kalt úti... veit það að vísu ekki af því að útihitamælirinn liggur ennþá inni á borðstofuborði... Ekki get ég farið út á náttsloppnum til að taka veðrið... hvað mundu nágrannarnir hugsa...Errm Þessir sem ennþá hljóta að vera sofandi fyrst það þarf að fara hljóðlega við garðsláttinn...Whistling En af því að ég er ekkert mikið gefin fyrir að taka áhættur í lífinu, þá doka ég stund og blogga bara á meðanTounge Þegar byggingavöruverslunin okkar opnar núna klukkan tíu förum við og náum í eldhúsbekkplötuna og skellum henni á, setjum hurðir á skápa, höldur á hurðir og ég veit ekki hvað og hvað.... Veit ekki hversu langt við komumst í dag en ég er svooooo farin að hlakka til að sjá þetta tilbúiðHeart Við erum með tvo stærri efri skápa með glerhurðum, ég vildi ekki hafa hurðir með heilum rúðum frekar svona franskar, en þá komu auðvitað hurðir með heilum rúðumShocking Ég bara nenni ekki að skipta á þeim svo ég ætla að láta útbúa filmu í báðar hurðirnar, eins og glerið sé hamrað og láta skera skúffukökuuppskriftina mína í aðra og kleinuuppskriftina í hina, kannski með minni skrift ekki búin að ákveða það. Maður tekur ekkert svona mikilvæga ákvörðun í einu stökki skiljiði....Grin Eigið yndislegan dag elskurnar mínar allarSmile Áfram ÍslandWizard

Stundum...

... er ég svo viðutan að það fer langar leiðir upp úr öllum fyndnisskala...Blush Ég átti aldrei þessu vant að vinna með annarri um daginn, í húsi sem ég kem í vikulega... Ég beið og beið og beið, í bílnum fyrir utan blokkina og aldrei kom hún... slugsið sko ! Svo ég hringdi og spurði hvort eitthvað hefði komið fyrir, en hún sagðist vera löngu komin og biði í bílnum sínum fyrir utan.... hvar ég væri eiginlega ? Æts,það var víst næsta blokk fyrir ofan, sem við áttum að fara í !Tounge Gleymi líka svona af og til, að horfa á skiltin sem eru þarna á staurunum til að leiðbeina okkur, til dæmis um hvort það má keyra inni götu eða ekkiWhistling Ég var á leiðinni í heimsókn til vinkonu minnar niðri á Eyri um daginn og þar eru bara einstefnugötur ég get svo svarið það...W00t Ég keyrði upp götu sem lá framhjá skóla, þar voru allir að ná í börnin sín og ég skyldi ekkert í því að einhver dónakall steytti hnefann framan í mig og benti mér að bakka í tryllingi ! Hvað er þetta maður þú kemst nú alveg framhjá ! En af því að ég er svo vel upp alin og kurteis og almennileg, þá bakkaði ég auðvitað aðeins til að þessi klaufabílstjóri kæmist nú framhjá mérHalo Þá átti hann átti að brosa glaðlega og nikka fallega, til veluppöldukurteisualmennilegu konunnar en gerði það sko ekkert, starði bara á mig með fúlu augnaráði og spændi í burtu... Ohh sumir bara kunna sig alls ekkiGetLost Það var ekki fyrr en ég fór held ég áttunda hringinn á sama svæðinu að ég fattaði... ég hafði keyrt á móti umferð í enn einni fj... einstefnugötunni... Blush Ég er líka orðin ofsalega flink að klifra inn um gluggann við hliðina á vaskhúshurðinni ! Hann er alltaf opinn fyrir köttinn.... og mig þegar ég læsi kyrfilega á eftir mér útihurðinni og bíl/húslyklarnir hanga rólega á sínum stað... inni í forstofu...Shocking  Þá er gott að búa ekki á fimmtu hæð í blokkGrin Í hvert skipti sem ég geri einhverjar svona hroðavitleysur segi ég sjálfri mér að þetta segi ég sko aldrei neinum... en mér finnst þetta alltaf svo fyndið eftirá, að ég get aldrei þagað.... LoL Njótið föstudagsins í botn og hlakkið til helgarinnarSmile

Pólverjinn ????

Það getur varla hafa farið framhjá neinum sem á annað borð lesa þetta blogg, að við erum að gera upp eldhúsið okkarWhistling Við keyptum innréttingu sem við setjum saman sjálf og þar sem þetta er býsna stórt eldhús er innréttingin stór og telur einhver hundruð hluti. Við pöntum þetta hér og fáum svo sent að sunnan og sækjum góssið á flutningamiðstöð hér í bæ. Afgreiðslan er eiginlega búin að vera svolítið furðuleg...Wink Fyrst fengum við eitt bretti og þau skilaboð með að hitt brettið hefði gleymst fyrir sunnan, það kom daginn eftir. Við tökum ekki allt upp í einu, þannig að smám saman erum við að komast að því að hitt og þetta vantar, en í staðinn erum við með ýmislegt sem á líklega að fara í einhverja aðra innréttingu, hjá einhverju öðru fólki, kannski er það fólk líka orðið svolítið óþolinmóttHalo Það líður varla sá dagur að ég hringi ekki og biðji um á fá senda skápa, hurðir eða hillur.... Í fyrradag hringdi ég til að rukka um eitthvað og var þá sagt að það sem hefði verið "skilið eftir um daginn" væri komið á bretti og yrði sett á bíl samdægurs. "Samdægurs" þýðir kannski eitthvað annað í borginni en hérna úti á landsbyggðinni, það er ekkert komið ennþá....Tounge Sá sem tekur við pöntunum fyrir sunnan segir, að það sé búið að merkja þetta allt "út úr húsi" hjá þeim og enginn skilji neitt í neinu ! Ég sagði, afskaplega rólega og kurteislega að það liti út eins og þeir væri smá utan við sig borgarbúarnir og fékk það svar að Pólverjinn hefði líklega verið að slugsa...Woundering Stundum svolítið sein að fatta sko.... en í dag ætla ég að spyrja í hvaða samhengi "Pólverjinn" sé notað, er lagermaðurinn Pólverji og hefur hann þá ekki nafn eins og aðrir ? Eða er "Pólverji" notað nú orðið um þá sem slugsa í vinnunni sinni ? Það líkar mér illa, en ég vona mannsins vegna sem ég hringi í, að svarið verði fyrri kosturinn og þá ætla ég að fá að vita hvað lagermaðurinn heitir, annars  skal hann bara vera nefndur LagermaðurDevil  Njótið dagsins og munið stefnuljósin, þau eru notuð til að gefa til kynna hvert við ætlum að beygja í framtíð, en ekki hvert við beygðum í þátíðSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband