





Bloggar | 21.5.2008 | 08:13 (breytt kl. 09:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)









Bloggar | 20.5.2008 | 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)






Bloggar | 19.5.2008 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
.... að ef ég hengi út á snúru, þá fer oftast að rigna ! Þegar við bjuggum í fjallinu var þetta líka svona og fólkið í hinu húsinu reif alltaf inn þvottinn sinn um leið og ég hengdi minn útÞað er eins og ég finni á mér að það sé að fara að rigna, heilinn snýr skilaboðunum við og útkoman er sú að ég hendist út á snúru með þvott... til að láta hann þorna... í vætunni
Mér hefur stundum dottið í hug að hengja bara óhreina þvottinn út, strá yfir hann sápu og bíða svo bara á meðan það skolast úr honum...
Mér dettur nú líka svo mörg heimskan í hug... Það er sem sé rigning hérna og ég er búin að kaupa útihitamælinn langþráða, hann liggur á borðstofuborðinu og það er 19 stiga hiti... hérna inni
Það gerðist ótalmargt hérna inni í 19 stiga hitanum í gær, við festum alla neðri skápana, búið að græja vaskaskápinn, loka óvirkum tenglum, tengja nýja og ég veit ekki hvað og hvað ! Svo föttuðum við að hliðar á skápum sem snúa ekki að vegg, eiga ekki að vera bara hvítar svo við verðum að taka annan stóra skápinn í sundur aftur og setja litaða hlið í hann
Sem betur fer er hann ennþá laus frá ! Svo föttuðum við líka að eyjan, sem er bara 2 skápar sem standa úti á miðju gólfi, á að vera með lituðum hliðum og baki, en það fylgir bara alls ekkert með til að gera hana þannig
Sko... ef ég væri ekki alveg svona þolinmóð í eðli mínu.....
Það er alls ekkert hægt að setja út á gæði vörunnar, en mér dettur í hug að sá/þeir sem tók/u til pöntunina hafi kannski bara verið að hugsa um eitthvað allt annað.... í vinnunni sinni, við erum með slatta af dóti sem við höfum ekkert með að gera, en vantar svo ýmislegt sem við þurfum að nota. En núna á eftir tökum við okkur smá pásu frá eldhúsinu og förum á fimleikasýningu, þar sem meðal annarra þrjú barnabörn okkar ætla að sýna snilli sína
Njótið lífsins á þessum sæla sunnudegi og kíkið inn á vinsældarlistann hans Gunnars hérna hægra megin á síðunni minni
Bloggar | 18.5.2008 | 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)







Bloggar | 17.5.2008 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)






Bloggar | 16.5.2008 | 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)




Bloggar | 15.5.2008 | 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Veit alveg að ég er frekar illa upplýst um vanda þjóðarbúsins og stöðu gjaldeyrisjöfnunarsjóðs og svo framvegis..... Ég þarf líka ekki að vita mikið um það, vegna þess að ég get ekkert lagfært það... Sjálfhverfan í sinni verstu mynd... Aðal ástæðan fyrir því að ég er svona illa upplýst er að ég horfi helst ekki á fréttir þessa dagana... Ég bara get það ekki... Þúsundir fastir undir rústum húsa í Kína, með myndum... tugþúsundir drukknaðir í Burma, með myndum... feður nauðga börnum sínum, með mjög óvelkomnum myndum í huganum... svo eitthvað sé nefnt. Allskonar hryllingur og skelfilegar hamfarir í 4 fréttum af hverjum 5 og ég gefst upp á að horfa, hlusta og lesa... Samt bara tímabundið, ég fer að reyna að fylgjast með aftur, af því að ég er alltaf að bíða eftir því góða líka... Til þess að reyna aðeins að hryllingsjafna þetta allt, horfi ég ennþá betur í kringum mig í mínu nánasta umhverfi og reyni eins og ég get, sjálfsagt af sorglega takmörkuðu hugmyndaflugi þó, að sjá allt gott og gleðilegt í öllum hornum, hversu smátt sem það er og reyna eitthvað til að gleðja einhvern, þó ekki sé nema brosa.... Mér tókst þó að gera þrennt gott í gær sem ég er búin að reyna lengi, fyrir skjólstæðinga í vinnunni minni. Það hljómar eflaust frekar hrokafullt þegar ég held því fram að stundum þýðir ekkert annað en að tala beint við yfirmenn, ekki lægra setta... en mér er sama, ég nota bara þau meðul sem virka Sólin er langt komin að hrekja burt þokuna, sem lá hérna yfir öllu í morgun og uppþvottavélin mín nýja þvoði heilan helling af leirtaui fyrir mig í gærkvöldi. Og ég fékk alveg lygilega mikið hól í starfsmannaviðtalinu í gær.... grobba mig kannski af því þegar ég er búin að njóta þess aðeins lengur, með sjálfri mér ! Gangið bjartsýn inn í góðan dag og líði ykkur öllum eins vel og hægt er
Bloggar | 14.5.2008 | 07:31 (breytt kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)








Bloggar | 13.5.2008 | 07:19 (breytt kl. 07:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það rignir hérna núna og virðist vera tiltölulega hlýtt, þó engin hitamet sem ég veit um, hafi verið slegin það sem af er dagsins, sem er að vísu kannski ekki alveg byrjaður að margra mati... Ég veit, ég veit... "hvað ertu að gera svona snemma á fætur og það er frí"Hef heyrt þennan söng svooo oft, en eina svarið sem ég hef við því, er að ég er með þeim ósköpum gerð að vakna bara þegar ég er búin að sofa
Og get einhvernvegin ekki sætt mig við að einhver pínulítill raf- eða rafhlöðuknúinn tímamælir fái að stjórna því hvort og þá hvenær ég fer að fætur
Vakna, opna augun, líta á klukkuna, sjá að hún er bara 6, loka augunum og halda áfram að sofa... Get þetta ekki, mér er nefnilega alveg slétt sama hvað klukkan er, ef ég þarf ekki að mæta einhversstaðar
Við kláruðum í gær að setja saman þá neðri skápa í eldhúsinu okkar, sem voru rétt afgreiddir..... Í stuttu máli þurfum við á morgun, að skila tveimur 60 cm breiðum skápum og fá tvo 80 cm breiða í staðinn. En það er ekkert vandamál, bara verkefni til að leysa. En það er verra með uppþvottavélina nýju..... Við vorum hrikalega góð með okkur í gær og drösluðum henni fram og tengdum hana við vatn og rafmagn og mikið var ég nú farin að hlakka til að hún færi að vaska upp í staðinn fyrir mig. En... við getum ekki opnað hana og leiðbeiningarnar sem fylgja, eru inni í henni
Til þess að geta opnað hana, verðum við að lesa leiðbeiningarnar, en til að lesa leiðbeiningarnar, verðum við að opna hana..... ekta Munkhausen
Ég óska ykkur öllum góðs dags og vona að þið njótið frísins, en þið sem eruð að vinna: Gangi ykkur vel
Bloggar | 12.5.2008 | 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar