






Bloggar | 30.4.2008 | 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)







Bloggar | 29.4.2008 | 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)








Bloggar | 28.4.2008 | 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þegar við vorum búin að henda út eldhúsinnréttingunni þessari gassalega grænu og byrjuðum að slíta gamla parketið af gólfinu, kom ýmislegt í ljós sem við áttum nú ekkert frekar vona á. Þar undir var meðal annars annað lag af parketti á hluta gólfsins, gamall gólfdúkur sumstaðar, hinar og þessar spítur og fjalir, nokkur göt í gegn þar sem sást beint niður í kjallara, legókubbar, pennar og rauður barnatannbursti. Það eina sem við áttum von á að sjá var að gólfið var frekar sigið í annan endann og klukkan 2 í nótt kláruðum við að leggja í gólfið, það er múraramállýska sem þýðir að sletta helling af steypu á gólf og slétta úr henni í réttri hæð fyrir leiservælirinn. Já ég veit að það heitir leisermælir en ég er ennþá með ýlfrið frá honum í eyrunum.....Sem sagt, þegar ég var búin að hræra meiri steypu en ég hef nokkurtímann látið frá mér áður held ég, með þar til gerðu rafmagnsverkfæri og spúsi var búinn að sletta og slétta úr öllu saman, vorum við komin með rétt og slétt eldhúsgólf. Ég veit ekki hvað það er sem þessi elska getur ekki gert, hef að vísu ekki hleypt honum nálægt saumavélinni minni, en það er ekkert persónulegt, það bara fær ekkert karlkyns að snerta saumavélina mína. Kynjamisrétti ? Já ég veit það og skammiði mig bara
Í nótt þar sem við stóðum og dáðumst að nýja eldhúsgólfinu okkar, grá og guggin bæði af steypurykinu og þreytu, ákváðum við að gera akkúrat ekkert í dag, en ég veit að það verður erfitt að standa við það
Silvía Oddný systurdóttir mín, verður fermd í dag og það stóð til að mæta þar, en það var bara ekki hægt, því miður. En ég hugsa til hennar og knúsa hana þess meira og betur í júní þegar ég kem við hjá þeim á leiðinni til Gautaborgar. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU SILVÍA
Vona að þið öll eigið yndislegan sunnudag og að því sögðu set ég punkt hér.
Bloggar | 27.4.2008 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)






Bloggar | 26.4.2008 | 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)









Bloggar | 25.4.2008 | 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)







Bloggar | 24.4.2008 | 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Í gær fékk ég bréf frá skattinum..... ég las það auðvitað en gat ekki með nokkru lifandis móti, skilið hvað í ósköpunum stóð í því, mér sýnist nú samt vera á íslensku og ég er bara nokkuð góð í henni.... hélt ég Á meðan ég rak gistiheimilið þurfti ég að hafa virðisaukaskattsnúmer og fyrst ég er hætt þeim rekstri, fór ég niður á skattstofu til að losa mig við það. Það er bara alls ekki eins auðvelt og það hljómar, ég var þar í klukkutíma og allt sem ég þurfti að vita og muna......
Fyrst náttulega mundi ég alls ekkert VSK númerið... engan áhuga á því sko, svo mundi ég ekki kennitölu mannsins sem keypti húsið, skrítið, séð hann alveg tvisvar og man ekki kennitöluna hans ! Svo átti ég að greina frá birgðastöðu gistiheimilisins á söludegi.... fyrirgefðu góði maður, þetta er ekki verslun.... hvaða birgðir eru í gistiheimili ? Á ég að skrifa hversu mörg rúm, koddaver og teskeiðar eru þar ? Nei nei líklega engar birgðir sko.....
Þarna þurfti að koma fram á hvað húsið var selt og á hvað reksturinn var seldur.... Það er sko miklu flóknara að losa sig við þetta bévítans númer, en að verða sér úti um það... eins og að reyna að losa sig við gamlan plástur....
Ég var voða góð með mig loksins þegar þetta var nú yfirstaðið, en þá kom bréfið..... Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skýra frá því hvað ég held að standi í þessu bréfi, nema að ég virðist vera að reyna að svíkja og svindla og það er talið upp í mörgum furðulegum orðum í ennþá furðulegri setningum
Ég fór með það til bókarans og hann vildi fá nokkra daga til að pæla í þessu og hann er sko enginn byrjandi í faginu....
Hann spurði mig hvort ég þekkti manninn sem skrifar undir bréfið ? Ha nei það held ég ekki.... Nei.... honum bara datt í hug, hvort ég hefði einhvertímann gert honum eitthvað.....
Verið góð og passið að stíga ekki á tærnar á fólki, það gæti verið í vinnu hjá skattinum
Bloggar | 23.4.2008 | 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)






Bloggar | 22.4.2008 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)







Bloggar | 21.4.2008 | 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar