Hvað þýðir það:

....að vera "fín frú" ? Vann hjá einni um daginn, sem gefur sig út fyrir að vera "fín frú" og er alltaf að koma því að, með hlægilegum hrokasvip á andlitinu, sem hún heldur eflaust að sé eitthvað fínn og virðulegur.... Tounge Einhver sagði við hana sko, að fín frú eins og hún... og annar sagði að svona fín frú þetta.... Ég læt íbúðina og útganginn á "fínu frúnni" liggja á milli hluta í smáatriðum, en fín frú hlýtur að hafa fínt í kringum sig og vera smekklega klædd eða er það ekki ? GetLost  Hún kemur fram við manninn sinn, eins og hann sé niðursetningur í gamalli íslenskri þjóðsögu, skammar hann til hægri og vinstri, skipar honum fyrir og stjórnar í öllum hans minnstu athöfnum. Niðurlægir hann á allan hátt og það sýnir líka hrokann í kerlu að hún var ekkert að vanda sig neitt þó ég væri þarna, þangað til ég kynnti mig með föðurnafni, þá lak smeðjan af henni eins og ógeðslegt klístrað marmelaðiWink    Svo komu líka gestir..... og þá umturnaðist hún enn meira og allt var svo yyyyyyndislegt og elsku maðurinn minn hitt og elsku maðurinn minn þetta. Oj bjakk bara, svona þoli ég ekki sko, enda talaði ég mest við karlgreyið og þóttist ekkert heyra, þegar hún var að tala ofan í hann og reyna að stjórna samræðunum. Hann hlýtur að vilja hafa gesti allan sólarhringinnWizard Sko mín skilgreining á fínni frú stangast algerlega á við þetta. Í mínum augum er fín frú, vel gefin, snyrtileg og vönduð manneskja, sem kemur vel fram við allt og alla, gengur vel um, er ekki með neina andstyggðar sýndarmennsku og ekki alltaf opin ofaní rassg... Fer til dæmis í sömu fötunum út í búð og hún er í heima, en það gerði þessi elska ekki, sá hana í búð seinna sama dag og þá var sko allt annað útlit á "dömunni"Grin Ég er svo heppin að hafa kynnst nokkrum "orginal, heilum í gegn, fínum frúm" um ævina en sem betur fer eru svona fyrirbæri eins og þessi frenja, frekar sjaldgæfLoL  Njótið dagsins elskurnar mínar og ekki láta snjóinn fara í taugarnar á ykkur, hann ferSmile

Viðurkenni vanmátt minn.....

....sérstaklega þó gagnvart tölvum, þessa dagana. Ég get líka ekki með nokkru lifandis móti fundið hjá mér snefil af áhuga á að vita hvernig þær vinna, þarna hinum megin við skjáinn.... þær eiga bara að gera það sem ég skipa þeim að gera og ekkert vesenGetLost En ég þarf svo sem ekkert að kunna mikið meira en bara á lyklaborðið, ég er í fastri áskrift hjá tölvusnillingi, sem hefur alltaf reddað tölvunum mínum, þegar ég er strand..... og oftar en ekki hefur hann skemmt sér bara ágætlega yfir erindunum. Gott að honum leiðist ekki Devil  Ég er búin að vera að rífast og skammast við borðtölvuna mína í nokkrar vikur, hún var orðin svo hæggeng, að farast úr leti held ég.... Tölvusnillinn sagði mér þegar ég ruddist inn til hans með tölvuskömmina í gær, að það væri í henni vírusvörn og það þyrfti að sinna henni ! Halló ? Ég vinn við að sinna fólki og tek vinnuna ekki með mér heimCool  Mér sýndist á svipnum andlitinu á honum, að þetta væri nú ekki alveg aðalbrandari dagsins, en maður getur jú aldrei gert öllum til geðsTounge  Mér sýndist líka á andlitinu á sorphreinsunarmanninum, sem ég var að fylgjast með áðan, að honum fyndist ekki aðkoman að nýju ruslatunnunni minni... þessari sem ég kom með heim þegar ég fór til að kaupa útihitamælinn.... vera neinn brandari heldur. Ég fór að pæla í því að það er eins og ég hafi verið að búa til hraðahindranir fyrir hann, gamall risastór pottofn, mjólkurbrúsi og býsna myndarlegur hraukur af garðverkfærum, þar á meðal tvær hrífur með gaddana upp í loft, er meðal þess sem hann þarf að klofast yfir til þess að komast að sorpílátinu. Þetta heitir víst alls ekkert ruslatunna lengur... Fyrirgefðu barasta fimm hundruð sinnum kæri sorphreinsunarmaður, hún er nefnilega staðsett þar sem letinginn ég á auðveldast með að komast stystu leiðina að henni.... Whistling Verð búin að gera leiðréttingu á þessu, þegar hann kemur aftur eftir viku, ef ég þá kemst að henni fyrir snjó.... það sko snjóar hérna í norðlenska sumrinuShocking En iss, mér er alveg sama, nú eigum við flottasta flotaðasta eldhúsgólfið, tilbúið undir marmarakorkinn, sem mig langar til að hafa. Njótið þessa þrælfína þriðjudags og ég biðst afsökunar á því hvað ég pikka hægt, er alltaf miklu lengur að skrifa á fartölvunaSmile   

Engar frægðarsögur....

.... af mér og mínum, eftir gærdaginn. Að vísu þrifum við aðeins og gengum frá verkfærum og svona dóti og slugsuðum svo bara. Tókum á móti gestum og fórum á vorhátíð Síðuskóla, þrír dóttursynir spúsa eru í þeim skóla og við skoðuðum það sem þeir eru búnir að gera í vetur, alltaf gaman að fá að fylgjast aðeins með. Svo var selt kaffi og "meððí", allt of mikið úrval af tertum og kökum og alls konar góðgæti, glæsilegt að venju ! InLove Ég fer og skila leiserVælinum á eftir, með ánægju og þarf svo að taka smástund í að afgreiða skattmannCool Nei ég ætla ekki að stúta honum sko.... bara borga það sem ég hefði auðveldlega getað komist hjá að borga, ef ég hefði vit á að vera óheiðarleg og fattað að ljúga aðeinsPinch En ég burðast greinilega ekki með nógu mikið af viti til þess að geta fundið upp á einhverju svoleiðis. Og það verður bara að hafa það, mér líður líka bara vel með þessum skorti mínum á svindlgeninu og finnst líka alltaf best, einfaldast og auðveldast að hafa allt á hreinu. Vitiði að ég svindla ekki einu sinni í kapli.... auðvitað á ég ekki að segja frá svona og svo sem ekkert líklegt að neinn trúi mér, en svona er þetta nú bara.... Blush  Nú er að byrja ný vinnuvika með engri kvöldvinnu og seinna í dag verður eldhúsgólfið flotað og á morgun byrjar Tengdasonur Rafvirki að töfra upp hin ýmsustu ljós og tengla og verður snöggur aðGrin  Hann er algjör perla þessi drengur og ekki ónýtt að eiga hann að og ekki bara í rafmagninu. Ég held hann geti allt og hann mætti alveg snerta mína háheilögu saumavél, ég veit nefnilega að hann hefur saumað gardínur og eflaust eitthvað fleiraWink Farin í Húsasmiðjuna ( dulin auglýsing ? Tounge  ) Njótið dagsins og munið að hafa brosið með og gefa stefnuljósSmile

Vá algjör steypa......

Þegar við vorum búin að henda út eldhúsinnréttingunni þessari gassalega grænu og byrjuðum að slíta gamla parketið af gólfinu, kom ýmislegt í ljós sem við áttum nú ekkert frekar vona á. Þar undir var meðal annars annað lag af parketti á hluta gólfsins, gamall gólfdúkur sumstaðar, hinar og þessar spítur og fjalir, nokkur göt í gegn þar sem sást beint niður í kjallara, legókubbar, pennar og rauður barnatannbursti. Það eina sem við áttum von á að sjá var að gólfið var frekar sigið í annan endann og klukkan 2 í nótt kláruðum við að leggja í gólfið, það er múraramállýska sem þýðir  að sletta helling af steypu á gólf og slétta úr henni í réttri hæð fyrir leiservælirinn. Já ég veit að það heitir leisermælir en ég er ennþá með ýlfrið frá honum í eyrunum.....ToungeSem sagt, þegar ég var búin að hræra meiri steypu en ég hef nokkurtímann látið frá mér áður held ég, með þar til gerðu rafmagnsverkfæri og spúsi var búinn að sletta og slétta úr öllu saman, vorum við komin með rétt og slétt eldhúsgólf. Ég veit ekki hvað það er sem þessi elska getur ekki gert, hef að vísu ekki hleypt honum nálægt saumavélinni minni, en það er ekkert persónulegt, það bara fær ekkert karlkyns að snerta saumavélina mína. Kynjamisrétti ? Já ég veit það og skammiði mig baraLoL Í nótt þar sem við stóðum og dáðumst að nýja eldhúsgólfinu okkar, grá og guggin bæði af steypurykinu og þreytu, ákváðum við að gera akkúrat ekkert í dag, en ég veit að það verður erfitt að standa við þaðWhistling

Silvía Oddný systurdóttir mín, verður fermd í dag og það stóð til að mæta þar, en það var bara ekki hægt, því miður. En ég hugsa til hennar og knúsa hana þess meira og betur í júní þegar ég kem við hjá þeim á leiðinni til Gautaborgar. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU SILVÍAHeartInLove

Vona að þið öll eigið yndislegan sunnudag og að því sögðu set ég punkt hér.Smile


Hvað skyldi eitt eldhúsgólf vera þungt ?

Það væri gaman að vita það, vegna þess að þá get ég grobbað mig almennilega af því, hvað ég hélt á miklu magni af múrbroti út úr eldhúsinu okkar á sumardaginn fyrsta ! Það hljómar svona aðeins of groddalegt að segjast hafa haldið á heilu eldhúsgólfi.... flottara að segja xxx kíló... 16.4 m2 x 2 cm og reikniði svoTounge  Ég fór á skyndihjálparnámskeið í gær og mér var svo andstyggilega illt í bakinu eftir að hafa haldið á heilu eldhúsgólfi, var ég nokkuð búin að nefna það ? að reyndi ekki einu sinni að hnoða lífi í æfingadúkkuna, leiðbeinandinn bauð samt 100 þúsund ef við gætum lífgað hana við ! Allir voða vitlausir og hömuðust á grey dúkkunni....LoL  Ég var svakalega fegin að þetta var ekki lifandi manneskja sem ég hefði þurft að hnoða í gang.... hún hefði trúlega hrokkið uppafWhistling En samt hefði ég nú lagt það á mig að láta eins og ég væri ekki með neitt bak, ef þetta hefði verið í alvöru, maður gerir svoleiðis. Annars sagði mér ein gamlan sem ég kíki til á kvöldin, að ég þurfi ekkert námskeið til að halda hjartanu í henni gangandi. Hún hrekkur alltaf svo við þegar ég hringi dyrasímanum hjá henni, að hjartað í henni stoppar ekkert á næstunni segir hún. Elskurnar mínar, ef þið eruð hjá einhverjum sem fer í hjartastopp, trítlið þá bara niður í forstofuna í blokkinni og hringið dyrasímanum hjá viðkomandi... örskyndihjálparnámskeiðið búið, takk fyrir þátttökunaGrin  Núna á eftir förum við og leigjum okkur iðnaðarryksugu til að þrífa eldhúsgólfið og svo steypum við í það í dag og flotum á morgun, þetta er að verða miklu raunverulegra og skemmtilegra núna, þegar við erum farin að byggja upp, í staðinn fyrir að brjóta endalaust niðurWink  Njótið helgarinnar elskurnar mínar allar og brosið hringinn þó það snjói aðeinsSmile

Mér gremst það......

... hvað stjórnvöldin í þessu landi virðast hafa ríka tilhneigingu til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ok, ég geri töluvert af því sjálf í mínu prívatlífi til að auka sjálfri mér leti, en ég kýs samt að níðast ekki á minnimáttarGetLost En núna vantar peninga í ríkiskassann og hvert er þá farið til að sækja þá ? Þangað sem það er nóg til af þeim, í stóru fyrirtækin sem velta milljörðum á milljarða ofan og til stórefnafólks, sem sumt á orðið svo mikla peninga að það hefur oft ekki nægilegt hugmyndaflug til að eyða þeim ? Woundering Eða kannski frekar þangað sem er auðveldast að ná í þá, til eldri borgara og öryrkja, sem eiga oft bara ekki bót fyrir boruna á sér og hafa oft ekki nægilegt hugmyndaflug til að finna út næstu sparnaðarleið, nema kannski þá að hætta að borða ?Shocking Þetta er engin spurningakeppni og engin verðlaun veitt fyrir rétt svar.... mér finnst rétta svarið nefnilega liggja svo í augum uppi.....Pinch Og mér finnst það ólýsanlega sorglegt.... Peningar eru vald og þeir sem hafa ekki þetta vald, geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og þá er auðvitað árangursríkast að þjösnast á þeim. Öryrkjar og eldri borgarar hafa tekjur sem eru sýnilegar öllum sem sjá vilja, þeir geta ekkert falið neitt eða skotið undan og geta alls ekki komið sér hjá því á nokkurn hátt að borga það sem heimtað er af þeim. Það er bara tekið hvort sem þeim líkar betur eða verr, þeir eiga ekkert val. Þarna er nú eiginlega verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hruninn....Frown Það mætti halda að skap mitt fylgdi veðrinu, það er þoka úti núna engin sól..... Wink Erna systir sem býr í Svíþjóð núna, en býr svo á Íslandi frá og með júlí, á afmæli í dag ! Grin Til hamingju með daginn stelpuskottWizard   Brosið inn í daginn og gangi ykkur allt í haginnSmile  

Gleðilegt sumar !

Og þakka ykkur fyrir veturinn og ég vil líka þakka fyrir að hann skuli vera búinn !Kissing Og það að ég skuli hreinlega vera á lífi.... hélt nefnilega í morgun að ég væri að syngja mitt síðasta eða sko svoleiðis.... Ég var samt ekkert að syngja, ég var að sturta niður út klósettinu. Þá upphófst þessi líka heljarinnar hávaði í allri þögninni og það fyrsta sem mér datt í hug var, að það væri stór bíll að keyra inn í húsið mitt og ég svo heppin að vera þá akkúrat þar sem hann mundi leggjaW00t En svo þegar mesta fátið fór nú af mér, fattaði ég að þessi svakalegu læti komu innan úr bévítans klósettkassanum.... Blush Þá hafði vatnið verið tekið af einhvertímann í nótt og það var auðvitað loft í leiðslunum og það var sá hávaði sem orsakaði það, að ég hélt að ég mundi líklega ekki ná því að verða fimmtíu og eins. Á sko ekki afmæli fyrr en í október..... En að öllum líkindum næ ég því núGrin Er ekki til eitthvað svona gamalt kjaftæði um að ef vetur og sumar frýs saman þá verður sumarið það besta hingað til ? Það ætti þá að vera alveg frábært sumar árið 2008, ég sé ekki betur en rúðurnar á bílunum hérna úti, séu hélaðar. En mér er alveg sama það er nefnilega sól úti og ég er að fara að labba eina eftirlitsferð hérna um hverfið, rétt svona til að gá hvort allir eru ekki búnir að draga frá eldhúsgluggunum og svoleiðisWhistling Skjáumst elskurnar mínar og njótið og njótið og njótið Sumardagsins fyrsta !Smile Heart

Gæsahúð og grænar.....

Í gær fékk ég bréf frá skattinum..... ég las það auðvitað en gat ekki með nokkru lifandis móti, skilið hvað í ósköpunum stóð í því, mér sýnist nú samt vera á íslensku og ég er bara nokkuð góð í henni.... hélt égWoundering Á meðan ég rak gistiheimilið þurfti ég að hafa virðisaukaskattsnúmer og fyrst ég er hætt þeim rekstri, fór ég niður á skattstofu til að losa mig við það. Það er bara alls ekki eins auðvelt og það hljómar, ég var þar í klukkutíma og allt sem ég þurfti að vita og muna...... W00tFyrst náttulega mundi ég alls ekkert VSK númerið... engan áhuga á því sko, svo mundi ég ekki kennitölu mannsins sem keypti húsið, skrítið, séð hann alveg tvisvar og man ekki kennitöluna hans ! Svo átti ég að greina frá birgðastöðu gistiheimilisins á söludegi.... fyrirgefðu góði maður, þetta er ekki verslun.... hvaða birgðir eru í gistiheimili ? Á ég að skrifa hversu mörg rúm, koddaver og teskeiðar eru þar ? Nei nei líklega engar birgðir sko..... ToungeÞarna þurfti að koma fram á hvað húsið var selt og á hvað reksturinn var seldur.... Það er sko miklu flóknara að losa sig við þetta bévítans númer, en að verða sér úti um það... eins og að reyna að losa sig við gamlan plástur.... ShockingÉg var voða góð með mig loksins þegar þetta var nú yfirstaðið, en þá kom bréfið..... Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skýra frá því hvað ég held að standi í þessu bréfi, nema að ég virðist vera að reyna að svíkja og svindla og það er talið upp í mörgum furðulegum orðum í ennþá furðulegri setningumWhistlingÉg fór með það til bókarans og hann vildi fá nokkra daga til að pæla í þessu og hann er sko enginn byrjandi í faginu....WinkHann spurði mig hvort ég þekkti manninn sem skrifar undir bréfið ? Ha nei það held ég ekki.... Nei.... honum bara datt í hug, hvort ég hefði einhvertímann gert honum eitthvað.....GrinVerið góð og passið að stíga ekki á tærnar á fólki, það gæti verið í vinnu hjá skattinumSmile 


Tillitssemi 103

Mér finnst yfirleitt gaman í vinnunum mínum, skemmtilegt að umgangast fólk, pæla í alls konar fólki og þá reynir oft á Pollyönnu litlu og það er bara fínt. En hún er ekkert alltaf með samt og þá alveg sérstaklega ekki þegar fólk sýnir af sér fádæma ósanngirni og ömurlegt tillitsleysi gagnvart öllu og öllum. Þá gleymist hún Pollýanna litla og fram kemur Ninna litla sem þolir þetta bara ekki og ræður ekki alltaf við sig....Whistling Það eru svo margir sem villast inn á þá braut að halda að ég sé bara rola, af því að ég kýs að vera tillitssöm og er ekki alltaf opin oní þarna "þiðvitiðhvað", en ég er alls engin rolaDevil  Gamalt fólk er oft hrikalega tillitslaust og dónalegt eiginlega, en það orsakast oftar en ekki bara af hræðslu og fattleysi, það er auðvelt að fyrirgefa það, því verður ekki breytt úr því sem komið er. En það er yngra fólkið, sem ég er að pæla í, ekki unglingarnir samt, sem hefur alveg möguleika á að rífa sig upp á "þiðvitiðhverju" og siða sjálft sig aðeins til. Allt of margir virðast nefnilega halda að þegar mamma og pabbi eru hætt að ala okkur upp, þá sé bara verkið búið, en það er bara ekki svoleiðis... þá verðum við nefnilega að taka við að ala okkur sjálf upp og því líkur aldrei ! Ég þekki alveg sorglega mikið af fólki sem fattar þetta ekki og hef verulegar áhyggjur af því að þetta fólk komi til með að koma óorði á eldri borgara, með tíð og tímaErrm Sem betur fer verð ég ekki að vinna með þetta fólk, ég mundi sjálfsagt gera eitthvað ljótt við það !Bandit Það er yfirleitt auðvelt og bara gaman að sýna tillitssemi, allavega finnst mér það og sérstaklega þegar það kallar fram bros og oft skemmtilegan undrunarsvip í mörgum tilfellumGrin  Og á þeim orðum líkur þessum langa pistli og ég óska ykkur góðs dags, líka þeim sem nenntu ekki að lesa alla leið hingaðSmile    

Ég er ennþá að hrylla mig....

... yfir draumnum sem mig dreymdi í nótt... fékk jólakort frá skáfrænku minni og hennar fjölskyldu í draumnum, hún skrifaði meðal annars nöfnin á öllum börnunum þeirra. En í staðinn fyrir nafnið á yngstu dúllunni sem fæddist í janúar og er búin að fá fallegt nafn, skrifaði hún drengsnafn og það var óhuggulegt nafn á litlu barni.... Hann hét Grafinn Xxxxx, X-in standa fyrir nafnið á pabba skáfrænkunnar, sem dó fyrir ekkert löngu síðan..... Í þau örfáu skipti sem ég man það sem mig  dreymir, þá þarf það að vera eitthvað svona..... Frown Ég er samt ekkert að ímynda mér að þessir draumar rætist eða að ég sé berdreymin eða eitthvað álíka, ég trúi jafn mikið á það og ýmislegt annað, sem ekki er hægt að sanna fyrir mér, sem sagt alls ekki. Mér finnst þetta bara vont og  stundum laumast nú að mér grunur um, að það sé eitthvað stórbilað á efstu hæðinni hjá mér... Whistling   Eina martröð man ég svo lengi sem ég lifi.... Fyrir mörgum árum síðan,  dreymdi mig nefnilega að ég væri að reyna að troða gamalli konu á næsta bæ, undir þvottavélina hennar og svo ætlaði ég víst að skjóta hana með haglabyssu....W00t Mér leið illa í langan tíma á eftir, þessi gamla kona var yndisleg og mér þótti verulega vænt um hana og skil ekki enn þann dag í dag, hvurs lags klikkun var í gangi í höfðinu á mér..... Blush Að vísu leið mér illa á þeim tíma og stuttu seinna fór ég frá fyrri manninum mínum með börnin og bílinn, en þessi indæla kona hafði akkúrat ekkert með það að geraShocking En núna líður mér frábærlega, fyrir utan það hvað ég er skítug eftir eldhússlaginn um helgina, en það má laga með einni einfaldri sturtu og verður gert núna á eftir, svo ekki skýrir það þessa leiðinda martröð. Fötin sem ég var í í gær standa sjálf ein og óstudd á gólfinu frammi í þvottahúsi, neglurnar á mér sem eru frekar langar og alltaf heilar, eru svo skítugar að ég verð að klippa þær af og hárið á mér verður tekið í misgripum fyrir hamp, ef ég hætti mér út úr húsi án þess að þvo það.... ég ætla samt ekki að klippa það afTounge  Þar fyrir utan er allt í glimrandi góðum gír og ég vona að þið öll, getið sagt hið sama og njótið svo þessa magnaða mánudags í vorsólinniSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband