Allt fullt af engu ;-)

Eldhúsið okkar varð alltaf flottara og flottara við hvern skáp, sem við burðuðumst með út á stétt og núna er það galtómt.... GrinGangstéttin fylltist að sama skapi af skápum og hinu og þessu dóti sem yfirleitt er haft inni í eldhúsum....Tounge Hrikalega gaman og við þurftum svo ekkert að hafa fyrir því að keyra þetta í burtu, það komu hérna ung hjón sem voru að kaupa sér hús í vetur og hirtu allt saman ! Frábært ! Gamla parketið fer út í dag og þá er hægt að fara að rétta gólfið og setja svo á það nýtt gólfefni og og og og.... loksins farið að hilla undir nýtt eldhúsInLoveÞað eru að vísu nokkrir snúningar við að fara fram í þvottahús til að fylla á kaffikönnuna og þar verður líka vaskað upp næstu vikurnar, nema ég láti bara tengja nýju uppþvottavélina úti á lóð. Ég verð nú að trúa ykkur fyrir því að það er svolítið spennandi hugmynd, uppþvottavélin á sólpallinum...en svo verð ég líka að trúa ykkur fyrir öðru: hinum helmingnum af okkur hjónunum finnst það alveg örugglega ekki eins góð hugmynd....Wink Jæja það gerir ekkert til, það er ekki það versta sem komið getur fyrir mig að þurfa að vaska upp í nokkrar vikur, bara það næstversta ! Ég alveg dýrka svona heimilistæki sem vinna húsverkin fyrir mig og var alveg ákveðin í að kaupa mér sjálfvirka ryksugu, en komst að því mér til mikillar armæðu að þær eru ekki ennþá orðnar nógu fullkomnar til að komast yfir þröskulda...Crying Skandall ! En um leið og þær eru orðnar svo fullkomnar að þær geta trítlað yfir þröskuldana og jafnvel lagað aðeins til líka..... Það kostar ekkert að láta sig dreyma, nema smáóþægindi þegar draumurinn breytist í martröð....WhistlingGangið glaðbeitt inn í sælan sunnudag og njótið vorsinsSmile Og kíkið á Topplistann hans Gunnars, hann er alltaf að endurbæta hann þessi snillingurKissing


Laugardagssólin !

Fór til læknis á fimmtudaginn, ekki svo sem í frásögur færandi.... En að gömlum og góðum sveitasið notaði ég auðvitað ferðina og var með þrennt sem ég vildi tala um við hann. Fyrst var það nú þetta og hann gaf mér upp nafn á kvensjúkdómalækni... Svo er það þetta og hann gaf mér upp nafn á lýtalækni.... Og að síðustu var það svo þetta og hann gaf mér upp nafn á bæklunarlækni.... Svo fór hann að skellihlæja og sagði að það mætti halda að hann vildi ekkert fyrir mig gera sjálfur, bara reyna að senda mig í burtu í allar áttirTounge Hann þekkir mig orðið það vel að hann veit alveg að það virkar ekkert að segja mér að "sjá til". Ég nefnilega borga ekki þúsundkall fyrir það eitt að láta segja mér að "sjá til", ég geri það bara algerlega ókeypis heima hjá mér og fer svo og borga þúsundkall fyrir almennileg svör og úrræði, sem ég svo auðvitað fékkGrin

Nú er tjaldvagninn okkar komin hingað heim á lóðina og líka blómakerin og ýmislegt sem við náðum ekki um daginn, allt frosið fast þá. Held við séum þá loksins alveg búin að flytja og allt að komast í eðlilegt horf og í dag byrjum við að rífa út úr eldhúsinu. Sögnin að rífa hljómar ferlega dugnaðarlega en við komum bara til með að skrúfa þetta allt saman, mjög settlega af veggjunumWink Ég veit ekki hvað ég er búin að fara margar ferðir í byggingavöruverslun til að kaupa útihitamæli, en hann er ekki kominn ennWhistling Í gær kom ég heim með ruslatunnu og garðslöngu í svakaflottri svona kerru, en engan hitamæli, svo ég get bara ekki séð hvað það var mikið frost í nótt.... Ekki að það geri mikið til, alveg sama þó það sé bara ein gráða það er of kalt fyrir mig, af því að það heitir frostShockingGangið glöð inn í góðan dag og gangi ykkur allt vel, sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile


Sumir dagar....

... eru bestir þegar þeir eru orðnir "í gær" eða "þarna einhvertímann um daginn" eða "fyrir löngu síðan" ! WinkÞað var eiginlega nokkuð sama hvað ég reyndi að taka mér fyrir hendur í gær, það virtist  flest dæmt til að mistakast.... Ég stóð í þeirri meiningu að ég væri einhverskonar Súper- eða Batvúman og ætlaði að storma í að setja saman skáp sem við keyptum í borðstofuna. Ha ha fyndið... ég gat ekki einu sinni dregið annan kassann fram úr herberginu og það var sá minni ! Jæja, það var svo gott veður að ég stóðst ekki freistinguna og fór út á lóð og datt þá í hug að raða saman þessari forláta en þó greinilega eldgömlu ruslatunnu, sem stendur eiginlega hálfuppgefin á lóðinni hérna. Það var nú þrautin þyngri, það þarf að sjóða á hana lokið og berja pokagrindina til, svo hún passi aftur ofaní tunnuna. Sleppa því.... GetLostVið eigum helling af textum inni í tölvunni og vinkonu mína vantaði tvo texta og þá akkúrat þessa tvo sem ég fann alls ekki. Hm... gleyma því.... Whistling  Ég datt þá um nýja snúrubandið sem á að fara á hringsnúruna og fór í úlpu til að drífa nú í því.... en þá er auðvitað hnédjúpur snjór bak við hús og klossarnir mínir ná ekki einu sinni upp í ökkla.... Geyma það til 17.júní bara.... ShockingÉg var svo í því óttalega verkefni að gera rétthafabreytingu á léninu fyrir heimasíðuna, sem við vorum með fyrir gistiheimilið og gaf upp vitlaust e-meil svo að það tók hellingstíma og vesen að breyta því..... BlushHvað sagði fólk áður en orðið "rétthafabreyting" var fundið upp ? Kannski bara "breyta nafninu á..." ? Það eru sko gerðar rétthafabreytingar, á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum núorðið og skilur enginn um hvað ég er að tala þegar ég stama eins og fárfróð sveitastelpa að ég ætli að breyta nafninu á..... Grin Gærdagurinn var fínn og þá kannski aðallega af því að hann er búinnTounge Það verða ekki gerðar neinar rétthafabreytingar á þessu bloggi í fyrirsjáanlegri framtíð og með það í veganesti sendi ég ykkur út í þennan dásamlegan dagSmile


Skammast´ín stelpa....

Stundum, en bara stundum, ok kannski svolítið oft... er ég svona dulítið fljótfær. Og hugsa ekkert allt of marga leiki fram í tímann, sem ég vil þó helst gera. Í gær var ég að stynja yfir því með sjálfri mér, að vegna helv.... flensunnar værum við orðin viku á eftir áætlun með lagfæringarnar í húsinu okkar W00t Svooo fór ég að hugsa aðeins... ehh viku... sko við ætlum að búa hérna það sem eftir er ævinnar... hvað er ein vika á milli vina ? Það er nú hægt að ergja sig yfir öllu mögulegu....GetLost Ég þoli alls ekki þegar ég er veik og á það til að vera geðvond, yfir því að geta ekki gert allt sem ég vil gera... Whistling Það stendur nú yfirleitt ekki lengi samt, vegna þess að ég er svo heppin að það er alltaf eitthvað til að hrista upp í þessari vanþakklátu frekjudollu hérna, sem er ég.... Blush Mágur minn kom hérna í gær og bara að hitta hann er nóg til að ég þakka fyrir að fá að vera bara með flensuskít ! Hann fékk slæmt heilablóðfall 58 ára gamall og er ónýtur hægra megin. Hann er jákvæðasta og duglegasta manneskja sem ég þekki, að öllum öðrum ólöstuðumHeart Hann lætur sko ekkert stoppa sig í því sem hann vill gera, kemst þó hægt fari ! Og ef hann getur ekki séð eitthvað gott út úr einhverju, þá er það bara vegna þess að það er alls ekki hægt, sumt er því miður þannig. Hann horfir alltaf bara á allt það góða í öllu og öllum og fær mig, líkamlega heilbrigða, vanþakkláta frekjudollu með smá flensuskít til að roðna af skömm. Og það er virkilega gott á mig, mér batnar nefnilega, en ekki honum ! Þó svo að taki mig til dæmis tvo daga að setja saman nokkra borðstofustóla, sem tæki mig annars tvo tíma.... Skammastu þín stelpa og segðu ekki nokkrum manni frá þessuAngry Verum góð og brosum fallega framan í alla, sérstaklega þá sem eiga það síst skilið, vegna þess að það er einmitt fólkið sem þarf mest á brosi að haldaSmile

Hið ljúfa líf Lúkasar....

Þegar við vorum búin að selja Fjallakofann og kaupa hérna niðri í mannabyggðum, þá var spurning hvað átti að gera í málefnum heimiliskattarins, hans LúkasarWoundering Ég tók að vel athuguðu máli, þá fjarskalega vandlega ígrunduðu ákvörðun, að láta lóga honum, frekar en að eiga það á hættu að hann mundi sturlast af hræðslu og stinga af frá nýja heimilinu og leggjast útCool Hann er orðinn 5 ára og aldrei búið annarsstaðar en uppi í fjallinu í rólegheitum og varla nokkurri umferð. Þegar til átti að taka, þá rann ég auðvitað á rassg... með þessa fjarskalega vel ígrunduðu ákvörðun mína og Lúkas býr líka hérna í draumahúsinu, hann hefur þvottahúsið og kjallarann alveg fyrir sig. Það eru 10 dagar síðan við fluttum hingað og í fyrradag þorði hann í fyrsta skipti út bakdyramegin, út á pallinn og sat þar alveg í eina og hálfa mínútu. Í gær fór hann niður í fyrstu tröppuna af þremur, óvenju langt stopp í það skiptið, líklega um það bil 3 mínúturWink  Í morgun fór hann þessi hugrakki köttur, alla 10 metrana yfir að næsta húsi og til baka. Ég var satt að segja farin að hafa áhyggjur af því að hann væri búin að einsetja sér það að verða inniköttur, það sem eftir væri ævinnar, sem hefndarráðstöfun fyrir allt þetta raskDevil  Yngri sonur minn fór með hann til dýralæknis á mánudaginn, þar fékk hann sprautur og þetta þarna með helv... búrið er auðvitað óþolandiAngry Ég held að sú ferð hafi sýnt honum fram á, að líklega eru til verri staðir en þetta nýja hús sem honum er boðið uppáTounge  Ég var líka að hafa áhyggjur af skallablettum sem hann var kominn með á bakið, sköllóttur köttur... alls ekki normalPinch En það er víst bara stress í honum að sleikja af sér hárið á bakinu og það lagast þegar hann venst öllu hérna. Njótið vordagsins elskurnar, ég ætla að fara að gefa ketti meðal við hárlosiSmile

Nenni ekki...

... að skrifa um flensuna mína, hún er baaaara leiðinleg og ekki um fréttirnar heldur, þær eru flestar í besta falli leiðinlegar, í versta falli skelfilegar og sorglegar....Frown  Við fengum góða gesti hingað í gær, eins og alla dagana síðan við fluttum hingað niður í mannabyggðirWink  Takk fyrir komuna Dúna mín og SvenniKissing  Núna erum við í alfaraleið enda við eina mestu umferðargötuna í Slow town. Til þess að þurfa nú ekki að leggja alla lóðina okkar undir bílastæði, þá ætla ég að fara af stað og fara fram á það við framkvæmdarvaldið hérna í  bænum, að það verði máluð hvít lína ca bíllbreidd frá gangstéttinni, svo að það sé hægt að sjá að þetta er ekki 4 akreina gata, heldur eigi og megi leggja við gangstéttina. "Hvernig er það með þig manneskja geturðu bara aldrei verið til friðs ? Allir komnir með króníska gæsahúð þegar þú bjóst uppi í fjallinu, heimtaðir hitt og þetta og ef þú fékkst ekki allt eins og skot, þá hamraðir þú á því þangað til allir gáfust upp og gerðu eins og þú sagðir !" Whistling   Þetta er sem sagt hún ég, að tala við sjálfa migTounge  Ég er alls engin baráttumanneskja í eðli mín, þvert á móti ég er hundlöt og oft svo löt að ég nenni yfirleitt ekki að hafa skoðun á öllum sköpuðum hlutum og málefnum. En sumt má bara einfaldlega betur fara að mínu mati, í kringum mig og þá geri ég eitthvað í að koma lagi á það. Og þó ég fari fram á að fólk vinni hraðar en sniglar við að laga það sem ég vil láta laga, þá er það bara betra fyrir bæjarbatteríið að hrista svolítið upp í liðinu sem vinnur þar. Að vísu er það með oss bæjarstarfsmenn, að við metum Ólimpíuhugsjónina mjög mikils... Ekki endilega málið að vinna, bara að vera meðLoL  Ég er farin að sjá í blómabeð á lóðinni okkar, undir síðasta snjóskaflinum og þar eru að koma upp annað hvort páskaliljur eða túlípanar... Hm... kemur í ljós ég hef aldrei verið mikil blómabeðamanneskja, svo kannski er bílastæði á allri lóðinni ekki svo slæm hugmynd eftir allt saman...... Grin Um daginn sagði mér vinur okkar, eðalbóndi í Borgarfirðinum að vorið kæmi í dag, þriðjudag og ekki lýgur hann ! Gangið glöð inn í vordaginn fyrstaSmile

Góðu fréttirnar eru......

.... að það eru engar vondar fréttir ! Annars eru héðan svo sem engar fréttir, ekki sem mundu rata í neina fréttamiðla alla vegaWink  Að vísu telst það nú til tíðinda að það er glampandi SÓL úti, jú þetta er örugglega hún og vorið vonandi bara rétt hinum megin við hornið.... InLove  Ég veit alltaf hvenær vorið er að koma, vegna þess að þá fer ég alltaf að verð svo skítug undir nöglunum, neglur á fingrum ekki naglar sko skiljiðiTounge  Ég einfaldlega elska þetta hús og og þetta umhverfi hérna og ef það er kallað blæti, vandræðalegt nýíslenskt orð sem ég lærði um daginn, þá verður bara að hafa það.... ég er þá með húsogumhverfisblæti...Whistling Spúsi bíður núna í símanum til að fá að tala við heimilislækninn, þessi dásamlega þolinmæði sem hann er búinn að hafa með flensunni sinni undafarna viku er uppurin. Svona satt að segja þá var hann bara svo veikur að hann hafði hvorki þrek né heilsu til að vera óþolinmóður og núna á að taka þetta á hnefanum einn, tveir og þrír og massa þetta bara á síðustu metrunumLoL  Í dag fara líklega síðustu tvö rimlatjöldin upp, fyrir hinn gluggann í tölvuherberginu og fyrir gluggann í borðstofunni og þá er það búið í bili. Ég fer ekkert í vinnuna í dag, viðurkenni vanmátt minn... helv... flensan náði mérBlush  En hún er búin að þurfa að hafa heilmikið fyrir því og ég er búin að vera í verulega heilsuspillandi afneitun síðustu daga, ég rétt hafði mig í kvöldvinnuna í gærkvöldi og hrundi svo gjörsamlega þegar ég loksins komst heim...... Vesalingur af Guðs náð, það er ég ! Njótið dagsins elskurnar í sól eða snjókomu og bara í öllum veðrumSmile  

Gata er ekki það sama og vegur.....

Annar glugginn á tölvuherberginu snýr út að götunni, úbbasía ætlaði að fara að skrifa veginum.... Uppi í fjalli var nefnilega vegur og svo heimreið. Hérna er aftur á móti gata og bílastæði, að vísu er bílastæðið að hluta til lóðin, það er svona að vera að snobba með tvo bíla og það tvo jeppa í þokkabót.... En það kemur til með að lagast, bæði þetta með bílastæðið og jeppa í fleirtölu. Yngri sonur minn sagði okkur daginn sem við fluttum hingað, að nú yrðum við að hætta að leggja bílunum eins og bændurLoL  Aðeins minna pláss hérna en í fjallinu ! Það er að vísu möguleiki að leggja úti á götunni, en þetta er mikil umferðargata og ég treysti ekki alveg öllum þeim sem fara um götuna, fyrir bílunum mínum, breyti frekar allri lóðinni í bílastæði. Það þurfa nefnilega ekki að koma margir gestir og allir auðvitað á bílum, til þess að lóðin sé orðin fullTounge  En það er seinni tíma verkefni, í dag ætla ég að myndast við að setja upp festingar fyrir rimlatjöld í hinn gluggann hérna í tölvuverinuCool Mér tókst næstum þvíhjálparlaust, að setja upp fyrir annan gluggann í gær. Spúsi er búinn að vera með svakalega flensu... hann sem fær aldrei flensu... síðan á þriðjudag og ekki getað lyft höfði frá kodda. Hann er eitthvað að hressast núna og kláraði að festa síðustu skrúfurnar svo ég gæti sett rimlana fyrir gluggann... Hljómar ekkert voðalega huggulega að skrifa þetta svonaGrin  Ég er nefnilega ekkert svakalega flink með borvél og skrúfjárn eru víst löngu komin úr tísku. Slæmt fyrir mig af því að helv... borvélin er svo þung og frekar snúið að koma henni fyrir þarna uppi í horninu á glugganum.... En þetta tekst allt með góðri samvinnu sko ekki milli mín og borvélarinnar alls ekki, heldur mín og spúsaWink  Ég setti mig í pokakellingastellingar í gær og leitaði að leiðbeiningunum sem ég hélt að ættu að fylgja heimasímanum... Það voru engar en ég komst að því í staðinn að ég er eiginlega hálfgerður steinaldarmaður í sambandi við síma ! Málið hjá mér var, að ég vildi fyrst fá són í símann og hringja svo... en það þarf víst ekkert í þessum síma... ég hringi bara... Whistling Yndislegur sunnudagur og sólin löngu komin upp, njótið velSmile

Rangur misskilningur :-)

Nú á ég fullt af nágrönnum, þekki samt engan þeirra ennþá, bara svona að systir konu sem ég vinn hjá býr í númer þetta og ekkja gamals tónlistakennara í númer hitt. Auja systir býr í þarnæstu götu sunnan við og og bróðursonur spúsa og hans kona í næstu götu norðan við. Ég er komin til manna ! Mér leið samt vel uppi í fjallinu og hélt mér gæti ekki liðið betur, en það var rangur misskilningurWink   Hér er allt í næsta nágrenni, sundlaugin sem ég heimsæki þegar fer að hlýna, pizzastaður þangað sem ég sæki sjálf pizzurnar, 10-11 verslunin sem ég kem við í á leið heim úr vinnunni og hárskeri sem ég kem ekkert til með að fara til samt. Svo er meira að segja bar, svona hverfispöbb í sömu byggingu, mér er að vísu alveg sama um hann, en fannst hann bara verða að fá að fljóta með í þessari upptalningu á öllum nýju lífsgæðunum mínumTounge  Það er líka ævintýralega stutt í mörg vinnuhúsin mín, en ég gef mér samt ekki tíma til að labba þangað, ekki enn sem komið er. Dagarnir þessa síðustu viku hafa eiginlega komið mér til að pæla í því hvort ég sé ekki bara eitthvað klikkuð....Whistling Ég vakna klukkan 5 á morgnana, af því að þá er ég bara búin að sofa ! og fæ mér auðvitað kaffi og tek svo til við að pakka upp og koma fyrir og þrífa og fer svo með hangandi haus í vinnuna klukkan 10. Í hádeginu gleymi ég svo að borða þangað til klukkan er alveg að verða 1 og hendi þá bollasúpu í glas og þamba á hlaupum á leiðinni út í bíl, í hálfgerðri fýlu yfir því að vinnan er að trufla mig ! Heim klukkan 3 og beint ofan í næsta kassa eða poka og svo í vinnuna klukkan 5...Shocking Búin að bíða í ofvæni eftir laugardeginum, til að geta fengið frið hérna heima og svo spennt að ég vaknaði löngu fyrir 5LoL  Æi jú, ég sé að ég er hæfilega klikkuð og mér líður rosalega vel með því ! Það situr hrafn á ljósastaur hérna úti, hann biður að heilsa ykkur og það geri ég líka og vona að þið eigið öll dásamlegan dagSmile  Og ekki gleyma að kíkja á Topplistann a la Gunnar... er þetta nokkuð áberandi ?Halo  Dísa mín, Þingvallastræti 32Heart

Mætt ! Og fer aldrei frá ykkur aftur elskurnar mínar !!!

Gvööööð hvað ég er búin að sakna ykkar allra Heart En nú er ég komin í samband við umheiminn og það er allt að þakka mínum gríðarlega langlundargeði og geigvænlega fattleysi Tounge  Það átti sko ekkert eftir að finna upp net og síma, það var bilun hérna inni í nýja húsinu okkarBlush  Og ég búin að rífast og skammast og..... sem sagt ekkert elskuð alveg á öllum vígstöðvum, nema greinilega hérna á blogginu, þið eruð æðisleg öll sem skrifuðuð kommentin hérna við síðustu færsluGrin Ég er búin að skemmta mér alveg stórkostlega yfir þeim núna á þessum 7 mínútum, sem liðnar eru frá því að ég kom heim úr vinnunni og sá að sím/fræðings/virkinn hafði komið og tengt netið, en ég kann samt ekki ennþá að fá són úr nýja símtækinu.... hefði kannski verið betra að henda ekki leiðbeiningunum alveg strax.... En pokarnir eru ennþá úti á palli, svo ég bara tek upp gamla pokakellingatakta og gref eftir leiðbeiningunum... seinna... Wink  Núna verð ég að fara aftur í fj... vinnuna, ég eiginlega nenni því ekki sko, miklu skemmtilegra að vera hérna heima og koma okkur fyrirInLove Það er svo mikið pláss að ég verð líklega að kaupa helling í staðinn fyrir allt sem ég er búin að henda, svona rétt til þess að það verði ekki algert tómahljóð í öllum skápumLoL  Hrikalega gaman að vera komin aftur til ykkar allra, á eftir að kíkja á bloggin ykkar þegar ég kem heim seinnipartinn, meira seinnaSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband