Eldhúsið okkar varð alltaf flottara og flottara við hvern skáp, sem við burðuðumst með út á stétt og núna er það galtómt.... Gangstéttin fylltist að sama skapi af skápum og hinu og þessu dóti sem yfirleitt er haft inni í eldhúsum....
Hrikalega gaman og við þurftum svo ekkert að hafa fyrir því að keyra þetta í burtu, það komu hérna ung hjón sem voru að kaupa sér hús í vetur og hirtu allt saman ! Frábært ! Gamla parketið fer út í dag og þá er hægt að fara að rétta gólfið og setja svo á það nýtt gólfefni og og og og.... loksins farið að hilla undir nýtt eldhús
Það eru að vísu nokkrir snúningar við að fara fram í þvottahús til að fylla á kaffikönnuna og þar verður líka vaskað upp næstu vikurnar, nema ég láti bara tengja nýju uppþvottavélina úti á lóð. Ég verð nú að trúa ykkur fyrir því að það er svolítið spennandi hugmynd, uppþvottavélin á sólpallinum...en svo verð ég líka að trúa ykkur fyrir öðru: hinum helmingnum af okkur hjónunum finnst það alveg örugglega ekki eins góð hugmynd....
Jæja það gerir ekkert til, það er ekki það versta sem komið getur fyrir mig að þurfa að vaska upp í nokkrar vikur, bara það næstversta ! Ég alveg dýrka svona heimilistæki sem vinna húsverkin fyrir mig og var alveg ákveðin í að kaupa mér sjálfvirka ryksugu, en komst að því mér til mikillar armæðu að þær eru ekki ennþá orðnar nógu fullkomnar til að komast yfir þröskulda...
Skandall ! En um leið og þær eru orðnar svo fullkomnar að þær geta trítlað yfir þröskuldana og jafnvel lagað aðeins til líka..... Það kostar ekkert að láta sig dreyma, nema smáóþægindi þegar draumurinn breytist í martröð....
Gangið glaðbeitt inn í sælan sunnudag og njótið vorsins
Og kíkið á Topplistann hans Gunnars, hann er alltaf að endurbæta hann þessi snillingur
Bloggar | 20.4.2008 | 06:31 (breytt kl. 06:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fór til læknis á fimmtudaginn, ekki svo sem í frásögur færandi.... En að gömlum og góðum sveitasið notaði ég auðvitað ferðina og var með þrennt sem ég vildi tala um við hann. Fyrst var það nú þetta og hann gaf mér upp nafn á kvensjúkdómalækni... Svo er það þetta og hann gaf mér upp nafn á lýtalækni.... Og að síðustu var það svo þetta og hann gaf mér upp nafn á bæklunarlækni.... Svo fór hann að skellihlæja og sagði að það mætti halda að hann vildi ekkert fyrir mig gera sjálfur, bara reyna að senda mig í burtu í allar áttir Hann þekkir mig orðið það vel að hann veit alveg að það virkar ekkert að segja mér að "sjá til". Ég nefnilega borga ekki þúsundkall fyrir það eitt að láta segja mér að "sjá til", ég geri það bara algerlega ókeypis heima hjá mér og fer svo og borga þúsundkall fyrir almennileg svör og úrræði, sem ég svo auðvitað fékk
Nú er tjaldvagninn okkar komin hingað heim á lóðina og líka blómakerin og ýmislegt sem við náðum ekki um daginn, allt frosið fast þá. Held við séum þá loksins alveg búin að flytja og allt að komast í eðlilegt horf og í dag byrjum við að rífa út úr eldhúsinu. Sögnin að rífa hljómar ferlega dugnaðarlega en við komum bara til með að skrúfa þetta allt saman, mjög settlega af veggjunum Ég veit ekki hvað ég er búin að fara margar ferðir í byggingavöruverslun til að kaupa útihitamæli, en hann er ekki kominn enn
Í gær kom ég heim með ruslatunnu og garðslöngu í svakaflottri svona kerru, en engan hitamæli, svo ég get bara ekki séð hvað það var mikið frost í nótt.... Ekki að það geri mikið til, alveg sama þó það sé bara ein gráða það er of kalt fyrir mig, af því að það heitir frost
Gangið glöð inn í góðan dag og gangi ykkur allt vel, sem þið takið ykkur fyrir hendur
Bloggar | 19.4.2008 | 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
... eru bestir þegar þeir eru orðnir "í gær" eða "þarna einhvertímann um daginn" eða "fyrir löngu síðan" ! Það var eiginlega nokkuð sama hvað ég reyndi að taka mér fyrir hendur í gær, það virtist flest dæmt til að mistakast.... Ég stóð í þeirri meiningu að ég væri einhverskonar Súper- eða Batvúman og ætlaði að storma í að setja saman skáp sem við keyptum í borðstofuna. Ha ha fyndið... ég gat ekki einu sinni dregið annan kassann fram úr herberginu og það var sá minni ! Jæja, það var svo gott veður að ég stóðst ekki freistinguna og fór út á lóð og datt þá í hug að raða saman þessari forláta en þó greinilega eldgömlu ruslatunnu, sem stendur eiginlega hálfuppgefin á lóðinni hérna. Það var nú þrautin þyngri, það þarf að sjóða á hana lokið og berja pokagrindina til, svo hún passi aftur ofaní tunnuna. Sleppa því....
Við eigum helling af textum inni í tölvunni og vinkonu mína vantaði tvo texta og þá akkúrat þessa tvo sem ég fann alls ekki. Hm... gleyma því....
Ég datt þá um nýja snúrubandið sem á að fara á hringsnúruna og fór í úlpu til að drífa nú í því.... en þá er auðvitað hnédjúpur snjór bak við hús og klossarnir mínir ná ekki einu sinni upp í ökkla.... Geyma það til 17.júní bara....
Ég var svo í því óttalega verkefni að gera rétthafabreytingu á léninu fyrir heimasíðuna, sem við vorum með fyrir gistiheimilið og gaf upp vitlaust e-meil svo að það tók hellingstíma og vesen að breyta því.....
Hvað sagði fólk áður en orðið "rétthafabreyting" var fundið upp ? Kannski bara "breyta nafninu á..." ? Það eru sko gerðar rétthafabreytingar, á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum núorðið og skilur enginn um hvað ég er að tala þegar ég stama eins og fárfróð sveitastelpa að ég ætli að breyta nafninu á.....
Gærdagurinn var fínn og þá kannski aðallega af því að hann er búinn
Það verða ekki gerðar neinar rétthafabreytingar á þessu bloggi í fyrirsjáanlegri framtíð og með það í veganesti sendi ég ykkur út í þennan dásamlegan dag
Bloggar | 18.4.2008 | 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)







Bloggar | 17.4.2008 | 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)








Bloggar | 16.4.2008 | 07:40 (breytt kl. 07:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)








Bloggar | 15.4.2008 | 07:52 (breytt kl. 07:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)







Bloggar | 14.4.2008 | 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)







Bloggar | 13.4.2008 | 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)








Bloggar | 12.4.2008 | 06:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)








Bloggar | 11.4.2008 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar