Ég tek ofan.....

.... fyrir trukkabílstjórum, einstæðum foreldrum, vaktavinnufólki, löggunni, eldri borgurum, skátunum, bændum og búaliði, skíðafólki, hundaeigendum, þeim sem fann upp kaffivélina mína, símvirkjum og ykkur öllum líka sem lesið bloggið mittGrin  Bara af því að mig langar til þess ! Fórum í gær og völdum okkur nýtt símanúmer, gamla númerið verður eftir hér svo ég þurfi ekki að vera að svara í símann fyrir gistiheimilið Glerá næstu árinTounge  Ég man ekkert nýja númerið, ég þarf þess líka ekkert, ekki þarf ég að hringja í mig... held ég... Halo Í dag er dagurinn, the day, dagen, tagen... að öllu bulli slepptu, í dag flytjum við alla stóru hlutina héðan með dyggri hjálp og í kvöld sofum við fyrstu nóttina í nýja húsinu okkarHeart Þegar það er búið og allt komið þangað niður eftir bjóðum við öllu liðinu í mat, ég sem er alþekkt fyrir mína fyrirmyndarhúsmóðurtakta... ætla alveg sjálf og hjálparlaust, að panta pizzur handa okkur öllumCool  Pæling dagsins : Sko, pizzastaðurinn er þarna eiginlega bara spölkorn frá húsinu okkar, sendillinn er varla kominn út í bílinn, þegar hann er kominn niður eftir til okkar. Á ég þá að sækja pizzurnar sjálf eða á ég að láta senda mér þær heim.... ? Þau gerast nú varla flóknari eða erfiðari vandamálin.... ha ?Wink  Svo var ég í alvöru að gera það að vandamáli að ég verð alveg í fríi í sumarfríinu mínu, kann það ekki... en ég er komin á þá skoðun að það leysist alveg örugglega farsællega. Við eigum t.d. systkini og börn og barnabörn út um allt land sem við þurfum að heimsækja og svo er líka lóð við húsið og sumarfríið verður búið áður en ég veit af og verður sjálfsagt ekki nógu langtWhistling Ég veit ekkert hvort ég blogga eitthvað næstu dagana, það tekur nefnilega 5-10 daga að virkja netið í nýja húsinu.... nei, það þarf ekki að leggja símalínuna þangað, hún er til staðar ! Woundering Ég veit ekki af hverju það tekur svona langan tíma en ég vona bara að þið gleymið mér ekki á meðan ! Skjáumst elskurnar, hafið það best, ég ætla að fara að tæma frystiskápinnSmile

Ég er búin að vera.....

... ekki samt alveg uppgefin "búin að vera"... Wink  Frekar svona búin að vera að rifja upp og finna ýmislegt gleymt og ferlega fyndið, undanfarna daga... haldandi til í geymslunni minni hérna, af öllum stöðumGetLost  Eitt af því sem ég er búin að finna er ryk, mælanlegt í tonnum held ég... sumt orðið minnst 7 ára gamalt, vegna þess að ég fann nefnilega nokkra kassa sem við höfðum bara alls ekkert opnað þegar við fluttum hingað og það eru sko 7 ár síðan það varTounge  Ussuss, ég bara bókstaflega týndist í rykskýinu þegar ég hreyfði þá og ekki batnaði það þegar ég herti mig upp og opnaði þá ! En margur er ríkari en hann hyggur og þarna fann ég ýmislegt sem ég var auðvitað löngu búin að gleyma að ég átti og virðist þá ekki vera alveg lífsnauðsynlegt að geyma eða hvað ? Og af því að ég er svo ferlega skynsöm, lesist löt, þá lokaði ég þeim bara aftur og fór fram á meðan rykskýið settist nógu mikið til þess að ég rataði þarna inni aftur. Stofan hérna í Fjallakofanum er mjög tómleg, bara sófinn og borðið og sjónvarpið... ok, fj.. sjónvarpið er alveg nógu stórt en það virkar samt eitthvað svo aumingjalegt, svona eitt uppi á veggGrin  Svo er auðvitað talvan líka eftir og hún verður auðvitað ekki hreyfð fyrr en kaffivélin og tannburstinn hafa "left the building"Cool Mér finnst asnalegt að skrifa tölvanBlush  En sama hvernig það er skrifað þá verður tölvan/talvan aldrei inni í stofu hjá mér aftur, ég snobbhænan ógurlega verð nefnilega með alveg spes tölvuver ! Það er að vísu bara eitt lítið herbergi í nýja húsinu en orðið er svo flott, tölvuverLoL Njótið dagsins elskurnar og kíkið endilega á nýjasta afrekið hans Gunnars bloggvinar míns, TopplistannSmile

Týndur....

Öll nýju eldhústækin okkar komu í hús í gær, nýja húsið. Það er að segja ég hélt það væru öll tækin, þangað til ég fór að telja það sem borið var inn í húsið... bakaraofn, já.. helluborð, já.. örbylgjuofn, já.. uppþvottavél, já.. háfur, já... nei enginn háfur ! Woundering Ég hringdi í verslunina og spurði um háfinn og fékk að vita að flutningafyrirtækið hafði týnt honum. Ehh... ok ég hefði skilið ef þeir hefðu týnt leiðbeiningunum með honum... en ekki háfnum sjálfum... þetta er nú enginn smápakki sem gæti leynst á bak við stól eða eitthvað og enginn tekur eftir ! "Siggi sölumaður" hló bara þegar ég lýsti hneykslan minni á þessu og sagði að þetta væri ekkert óeðlilegt hjá þessu þarna fyrirtæki sem, takið eftir : sérhæfir sig í að flytja vörur, þangað sem þær eiga að faraPinch Mér finnst þetta óeðlilegt... En svo ákvað ég það að ef háfurinn liggur kannski einhversstaðar í flutningabíl, sem er stopp á Reykjanesbrautinni í mótmælaaðgerðum eða kannski á Hafnarfjarðarveginum, þá ætla ég ekki að rífast meira, ekki alveg strax allavega....Devil Að vísu skil ég ekki alveg hvað hann ætti að vera að gera þar, en það er önnur sagaWink Við fórum með allar stóru myndirnar okkar í gær og hengdum þær upp í borðstofunni, á naglana sem voru þar fyrir og borðstofan okkar lítur núna út eins og málverkasýning hjá blindum listamanni, en það á eftir að lagast. Við fórum líka með borðstofuborðið, sem er eiginlega barasta heljarinnar hlunkur og á leiðinni út stéttina slógum við niður, með borðinu, fína keramik útiarininn minn, svo hann liggur núna þarna úti í snjónum... í frumeindumWhistling   Það er líklega kallað fórnarkostnaður ! Hætt í bili, vona þið njótið dagsins í dag, sem ég veit alveg að er fimmtudagurSmile

Mér telst svo til....

... að með nýjustu eldsneytislækkuninni þá minnki olíukostnaðurinn hjá mér um heilar 140 krónur á mánuði.... farin til Florida fyrir sparnaðinn... eyði svo bara afganginum í einhverja vitleysu....Shocking Heldur þetta lið að við séum hálfvitar ? Bara við það eitt að nota orðið lækkun í staðinn fyrir hækkun, þá verði bara allir ofsalega glaðir....Pinch Ég ætla að selja jeppann minn, en ég ætla samt að eiga bíl. Nú þegar ég þarf ekki að keyra fjallvegi nema að eigin vali og mér til skemmtunar og óblandinnar ánægju, en ekki bara til að komast heim, þá þurfum nú við ekki að eiga tvo jeppa, en ég hjóla ekki ! Og ef ég ætlaði nú af einhverjum undarlegum ástæðum að fara að labba í vinnurnar mínar, þá mundi mér ekki endast sólarhringurinn til að komast á milli allra staðanna sem ég vinn áTounge  Þessa dagana erum við á fullu að flytja litla draslið okkar niður eftir í nýja húsið, mér finnst að vísu dótið okkar ekki vera drasl nema þegar ég þarf að hafa eitthvað fyrir því....Blush Ég er búin að henda svo miklu og margvíslegu dóti/drasli, undanfarið og er virkilega búin að njóta þess ! Og er ekkert hætt, bara ekki segja spúsa frá því, honum er farið að finnast nóg um held égWink  Núna á eftir ætla ég að taka niður öll stóru málverkin og myndirnar og búa til flutnings og kannski gera eitthvað fleira... eða ekkiWhistling   Njótið dagsins í dag, sem ég held að sé örugglega miðvikudagurSmile

Ég slapp fyrir horn.....

Á laugardagskvöldið, vorum við að undirbúa árshátíðina og ég var svo lengi að brasa niðurfrá að loksins þegar ég fór heim, þá hafði ég bara þrjú korter til að fara í sturtu, hrein föt, laga á mér hárið og mála mig. Þannig að ég gaf aðeins of mikið í á leiðinni upp veginn í átt að Fjallakofanum ! Það var auðvitað eins og við manninn mælt, sko í þau fáu skipti sem ég myndast til við að brjóta lögin, þá kemur löggan.... Police Ég er nefnilega ekkert löghlýðin, ég er skal ég segja ykkur bara svo óheppin og þess vegna nenni ég bara ekkert að vera glæpon ! Og þarna mætti ég auðvitað löggunni og hraðamælirinn minn sýndi vel á annað hundrað... "Óskaplega ert þú nú að flýta þér kona góð, veistu að þú mældist á hundrað og égveitekkihvað kílómetra hraða !?!" Ja sko, herra lögregluþjónn, sagði ég agalega smeðjuleg í von um að sleppa þá ódýrara út úr þessu, ég er að halda árshátíð hérna niðurfrá og ég hef ekki nema þrjú korter til að framkvæma eftirfarandi : fara í sturtu, finna einhver föt til að fara í, laga á mér hárið og mála mig !!! Blessaður maðurinn horfði á mig með skelfingarsvip á andlitinu og argaði upp yfir sig: "Bara þrjú korter, ja hérna, þú verður þá aldeilis að drífa þig, farðu bara við sektum þig ekkert núna, þetta er greinilega neyðartilfelli" W00t

Er ekki annars fyrsti apríl í dag ? WhistlingNjótið hansSmile


Hann rak mig ! :-)

Mikið svakalega er ég fegin að þessi helgi er búin og kemur ekki aftur, ég hafði ekki einu sinni tíma til að blogga og þá er nú orðið hart um skít ! Að vísu fannst mér hún bara byrja nokkuð vel... ég var nefnilega rekinWinkÍ vinnunni á föstudagskvöldið var karlillfygli eitt sem ég lít alltaf inn til, í svo vondu skapi að hann var að gera mig gráhærða. Eftir klukkutíma eyrnakvalir sagði ég honum að nú þyrfti ég að fara og sinna fleirum, en þá argaði hann á mig að ég færi sko ekki neitt fyrr en hann leyfði ! Ég sprakk úr hlátri, réð bara ekki við það og honum sárnaði svo karlkvölinni að hann rak mig og ætlaði líka að klaga mig fyrir bæjarstjóranum !LoLÉg var svo auðvitað í fríi í laugardagskvöldið og var virkilega að vona þegar ég hringdi bjöllunni hjá honum í gærkvöldi að hann mundi ekki vilja hleypa mér inn, en það var nú allt of gott til að geta verið satt.... GetLostÁrshátíðin á laugardagskvöldið fór stórvel fram, það var svakalega gaman og ekkert svo sem meira um hana að segja. Nú er byrjuð þessi líka fína vika, með engri kvöldvinnu og flutningunum ! WizardLoksins ! Fyrsti farmurinn fer í dag og við þurfum líka að skipta um lása á útihurðunum, aldrei að vita hvort einhverjir húslyklar séu ekki einhversstaðar í annarra eigum. Planið er að flytja minni hluti og kassa á hverjum degi fram að næstu helgi og laugardagurinn fer svo í að flytja stóru hlutina með dyggri aðstoð. Sunnudagurinn verður notaður til að þrífa íbúðina hérna og á mánudaginn afhendum við svo nýju eigendunum húsið ! Nú ætla ég að fara að.... gera eitthvað... vonandi.... og fara svo að vinna smávegisTounge Megið þið öll njóta dagsins í dag og verum góðSmile


Engin örfærsla núna !

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar í tilefni húsakaupanna !!!! Þið eruð öll yndislegHeartÖrfærslur eru ekki minn stíll, ef ég þarf eitthvað að taka það sérstaklega framTounge Þakka ykkur fyrir Gunnar minn og Ólöf mínInLove Hann Steini bloggvinur minn varð svo hrifinn af, vægast sagt skrautlegu eldhúsinnréttingunni í nýja húsinu, að smá stund var ég að hugsa um að senda honum allt heila klabbið.... en ég get bara ekki hugsað mér að gera henni Helgu hans þaðWink Erna litla systir mín dáðist að súlunni í borðstofunni og ef hún veit ekki til hvers svona súlur eru, þá er það bara besta mál og sýnir okkur hvað elsku stelpan mín er þá mikið sveitabarn í sér. Sem kemur sér afskaplega vel af því að hún og fjölskyldan eru að flytja heim frá Svíþjóð í sumar, í næstumþvísveit austur á landiKissing Högni minn á kannski einhverntímann eftir að fá að súpa seiðið af því að kalla húsið mitt bæjarhús ! En svo er hann kannski svo mikið malbiksbarn að hann veit ekki betur..... svo líklega fyrirgef ég honumGrin Það þótti sko alls ekki neitt virðulegt eða fínt á nokkurn hátt hér í den, að búa í bæjarhúsunum ! W00t Takk Birna mín, þetta verður ennþá glæsilegra þegar þú ert búin að koma og mála aðeins með mér, ég veit þér finnst það svo gaman og ég er búin að kaupa nýja kaffivél, sem getur hellt upp á allar tegundir af kaffi og líka kakó og teSmile Nú er ég orðin agalega stressuð, það lýsir sér í því að mér finnst ég verða að gera allt í einu en kem engu í verk.....Joyful En það er allt í lagi, þetta er gott stress og ég kann alls konar ráð við því, ég get til dæmis setið og gert ekki neitt eða rifið mig upp á rassg... og gert eitthvað eða skrifað á lista, það sem ég þarf að gera og farið svo eftir honum ! Allt til í þessu !LoLNjótið dagsins yndislega fólk, ég ætla að gera það líkaSmile Og munið eftir að fara hérna inn á topplistann hans Gunnars, uppi hægra megin, þetta er virkilega sniðugt hjá honumSmile


Búið !

Við erum loksins búin að kaupa húsið og ganga frá öllu þar að lútandi ! Nú er ég búin að setja inn myndir af húsinu OKKAR  í nýtt albúm : Nýja húsið !Smile

Bless, farin heimTounge


Pokakellingin...

... það er ég... ég á ekkert heimili síðan klukkan 3 í gær... að vísu bara þangað til núna klukkan tíu fyrir hádegi í dagWink Þá förum við og skrifum undir kaupsamninginn fyrir nýja/gamla húsið okkar og lyklarnir afhendast við undirritun kaupsamningsWizardÞannig að ekki hef ég nú haft langan tíma til að setja mig almennilega inn í þankagang pokakellinga..... Tounge Ekki nóg með að ég eigi ekkert heimili í augnablikinu, ég virðist ekki vera með neinn yfirmann í kvöldvinnunni minni heldur.... Ég er búin að hringja og senda tölvupóst til að reyna að fá úr því skorið, hvort það er virkilega ekki hægt að finna einhverja manneskju til að leysa af eitt og eitt kvöld, ef við þurfum á því að halda.... það bara vill enginn tala við mig.... WounderingÉg þarf að fá frí á laugardagskvöldið af því að ég ætlaði að gera eitthvað á þessari árshátíð, sem ég virðist taka þátt í að halda og fyrst sú sem vinnur hina vikuna á móti mér en mundi gjarnan leysa mig af, verður ekki í bænum þá veit ég ekkert hvað ég á að gera.... Annað en að vinna bara og missa af öllu samanPinch  Ég hef yfirleitt haft það svoleiðis að ég geri bara allflesta hluti sjálf, það er miklu einfaldara en að vera að biðja aðra og lengi þurfti ég að hafa það svoleiðis í kvöldvinnunniCool Það breyttist og lagaðist með nýjum yfirmanni/konu, en hún er lasin eins og aðrir og fer stundum í frí líka og þá virðist hún ekki heldur hafa afleysingamanneskju.... ekkert frekar en égGetLost Jæja, en það þýðir víst ekkert að fjargviðrast yfir því hér... set allt í gang á eftir. Njótið þessa fína fimmtudags, ég leyfi ykkur svo að fylgjast með, hvort sem þið viljið eða ekkiGrin


Nú er talið niður í sekúndubrotum...... ;-)

Loksins get ég sagt:Það er í dag klukkan 3, sem við skrifum undir söluna á húsinu/gistiheimilinuJoyful   Og í fyrramálið skrifum við svo undir kaupin á framtíðarheimilinu okkar og förum að rífa og tæta út úr eldhúsinu þar. Eiginlega ætti ég að verða þreytt bara við tilhugsunina um allar framkvæmdirnar, sérstaklega þar sem ég er ekki alveg nógu hress, það herjar á mig einhverskonar flensuskítur. En ég er greinilega ekki nógu lasin til þess, að það haldi eitthvað aftur af spenningnum og tilhlökkuninni !!!W00t  Ég drakk nokkrar könnur af kamillutei með býflugnahunangi í gærkvöldi, það er ógeðslegt á bragðið... Og virkar alls ekkert, þetta var bara eitthvað svona náttúrulækningaleg samsetning að mér datt í hug að prófa og svo var líka ekkert annað til í kotinu eða ekkert sem mig langaði íTounge  Nokkrir af mínum elskulegu skjólstæðingum í kvöldvinnunni, höfðu miklar áhyggjur af því að ég væri svona kvefuð og ég fylltist þakklæti fyrir umhyggjuna....Heart þangað til þeir fóru að spyrja hver mundi leysa mig af, ef ég  neyddist til að leggjast í rúmið....GetLost Mig langaði ferlega mikið til að vera bölvuð tík og segja þeim sem satt er, að það er enginn til að leysa mig af nema ég sjálf.... En ég komst að því, mér til ánægju, að ég er ekki alveg nógu mikil tík til þessWink  Ég fullvissaði alla um að það væri her manns í viðbragðsstöðu, til að taka við af mér ef ég svo mikið sem horfði í átt að  rúminu mínuHalo Nema einum sagði ég, að ég skyldi hringja í hann ef ég dytti niður dauð.....Devil  Veriði góð elskurnar og njótið dagsins, ég ætla að fara í sturtu og reyna að ná einhverju af jukkinu úr hárinu á mér, sem uppáhalds klipparinn minn dundaði sér við að moka í það í gærSmile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband