




Bloggar | 11.2.2008 | 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
.... einu sinni voru blöðin á þessum fáu blómum sem ég á, græn.... flest húsgögnin eru með grárri slikju, samt er ég nokkuð viss um að ég keypti alls ekkert þann lit..... þegar gengið er of hratt á gólfunum hérna, gýs upp grá þoka sem verður til þess að ég villist í 80 fermetra íbúð.... það eru harðir sólar á öllum sokkunum okkar... þetta sem á höfðinu á öðrum kallast hár, líkist mest hampi á höfðinu á mér.... ég er með kæk, renni fingrunum upp í gegnum toppinn og ryð honum frá, er að verða búin að venja mig af honum af því að hendin festist bara og svo er ég að verða gráhærð á þessu öllu saman..... held að vísu að það sé steinrykið, sem veldur.... Annars er bara flott að vera gráhærð og þá væri líka einhver nefnanlegur litur á hárinu á mér, skolhært hefur mér aldrei fundist vera litur. Það er sem sagt allt í steinryki hérna og bætir aðeins á með morgninum, þegar við förum loksins að steypa ofan í helv... skurðinn á ganginum, ofan á vatnslögnina sem er núna komin ofaní hann ! Þá kemur ný tegund af ryki, sementsrykið ! Alltaf gaman að fá svolitla tilbreytingu í lífið.... eða hvað...
Og svo er mesta verkið eftir... það er að þrífa eftir þetta allt saman ! Ég vinn við að hjálpa öðru fólki að þrífa, en það er alveg greinilegt á þessari íbúð, að ég er ekki ein af þeim sem tek vinnuna neitt ákveðið með mér heim... yrði sjálfsagt rekin ef einhver sæi þetta
Ekki það að mér liggi yfirleitt á að gera hreint hérna, ég er allt of löt til þess en ef oft var þörf, þá er núna nauðsyn.... Spúsi er alveg óður í að fá að fara að þrífa.... eða nei nei, það eru helber ósannindi, ljótt að ljúga svona upp á fólkið sitt og það löngu fyrir hádegi
Njótið þess að það er kominn laugardagur og fjúkið nú ekki í vonda veðrinu
Bloggar | 9.2.2008 | 07:19 (breytt kl. 07:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég legg yfirleitt ekki í vana minn að blogga um fréttir og er ekkert að fara að breyta því, er líklega allt of sjálfhverf til þess..... En áðan las ég frétt um fólkið í Laufási, prestsetrinu í Grýtubakkahreppi, minni gömlu sveit. Presturinn er dáinn, hann Pétur, einn mannlegasti prestur sem ég hef kynnst og það er mikið hól frá mér um prest. Ég hef alltaf haldið því fram og stend við það að konan hans hún Inga, var og er að Pétri heitnum algerlega ólöstuðum, alltaf meira en helmingurinn af öllu þarna, ég held það sé ekkert sem sú kona getur ekki gert. Annar sonur þeirra byggði sér hús á jörðinni og er þar með stórt fjárbú, en er nú gert að flytja húsið í burtu, samkvæmt þeim samningum sem voru gerðir þegar hann fékk að byggja þar í upphafi. Sem sagt þegar nýr prestur tæki við, yrði hann að fara í burtu með húsið og nú er komið að því, en þá eru allir og hann líka, algerlega á móti því að hann flytji vegna þess að þá þarf hann líklega bara að hætta búskap. En... æi, var það ekki vitað í upphafi að prestsetur erfast ekki til barna prestsins... í þessu tilviki bara því miður, vegna þess að jörðin Laufás hefur verið rifin rækilega upp í höndunum á þessari fjölskyldu. Ég hefði aldrei lagt á mig alla þessa vinnu við það, einmitt vegna þess að það var alltaf augljóst, að þau mundu ekki fá að halda jörðinni þegar presturinn væri ekki lengur til staðar. Jörðin fylgir algerlega og eingöngu prestsembættinu og einu þakkirnar sem þau fá fyrir að byggja allt upp þarna eru, að þau verða að flytja í burtu. Mér finnst þetta í raun svolítið vandræðalegt mál... Það gekk nýlega undirskriftarlisti í sveitinni til stuðnings prestssyni og ef ég byggi þar ennþá, þá hefði ég svo sannarlega skrifað á hann ! Það er kominn föstudagur, njótið hans
Bloggar | 8.2.2008 | 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)




Bloggar | 7.2.2008 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... á Öskudaginn Það er engin hætta á að ég þurfi að standa undir nafni, af því að í dag kemst maður upp með að þykjast vera eitthvað sem maður er ekki.... draugur, Silvía Nótt, kúreki, Solla stirða, Súpermann, prinsessa, indíáni, kokkur eða fyrirmyndarhúsmóðir e.t.c. En ég er ekki í búningi samt, ég á enga svuntu og hef það fyrir stefnu í lífinu að eignast hana ekki, alveg eins og það að ég bóna ekki bíla, moka ekki snjó og fikta ekki við eiturlyf. Það er sannarlega ekki hægt að segja að ég sé stefnulaus í lífinu
Ég var líka alltaf harðákveðin í að eiga ekki teppabankara, en Birna systir var svo elskuleg að senda mér einn núna fyrir jólin og fyrst ég skrifa þetta núna, þá á ég það líklega á hættu að vera orðin svuntueigandi áður en ég veit af..... svona er það, að hugsa ekki áður en maður talar... skrifar...
Ég ætla aldrei þessu vant ekkert að kvarta yfir snjónum, er nú aðeins sáttari við hann þegar hann skammast til að vera til friðs og meðan bætir ekki á. Og þó ég geti átt það á hættu að eyðileggja orðspor mitt sem snjótuðarinn leiðinlegi, þá verð ég að segja að fátt er nú fallegra en snjór í sólskini...... en mér finnst líka allt fallegt í sól.... eða næstum því allt. Annars ættuð þið kannski ekkert að vera að koma hérna inn á síðuna mína, ég held ég sé með ælupest..... Annað hvort það eða ég er ólétt... hahahahahaha ! Sjensinn ! Gangið glöð inn í daginn, ég á stefnumót við fötu
Bloggar | 6.2.2008 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)




Bloggar | 5.2.2008 | 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)




Bloggar | 4.2.2008 | 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)






Bloggar | 3.2.2008 | 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
... að ég er eftirlætisbarn tilverunnar ! Auðvitað mætti píparaskr... passlega í vinnu hingað, til að koma heita vatninu inn á ofnana rétt í þann mund sem mesta frost í sögu þessa vetrar skall á. Mig grunar nú samt að það hafi kannski hjálpað örlítið að ég var ekkert mikið hlýlegri en ofnarnir hérna, þegar ég var að tala við hann og kannski líka það að ég gefst aldrei upp og svo kannski líka það, að ég er svakalega ákveðin (lesist: frek) þegar ég vil fá mitt fram.... En takið eftir því að ég er ekki að fullyrða neitt um neitt, ég setti þarna nokkur kannski ! En aðalatriðið er, að þegar ég loksins komst nú heim úr vinnunni í gærkvöldi, rennblaut í fæturna eftir að vaða snjóinn upp fyrir hné við öll húsin sem ég fór í, þá var nú verulega notalegt að koma heim í hlýtt hús með heitum ofnum. Ég get aldrei hætt að undrast spéhræðslu fólks, held það hljóti að kallast það, þegar fólk klæðist bara því sem er í tísku í svona veðri og færð, en ekki eftir aðstæðum. Alls, alls ekki láta sjá sig í eðlilegum fötum, sem halda á manni hita og skóm sem passa fyrir færðina. Jakkaföt, bindi og blankskór telst alls ekki hentugur klæðnaður og ekki heldur hælahá leðurstígvél, stuttur jakki og flegin bolur innundir. Ég sé alltaf töluvert af fólki svona klæddu í norðan stórhríðinni hérna... Ekki tapa "coolinu" gott fólk
Mér er alveg sama þó fólk sjái mig í hlýju úlpunni minni og rúskinnsstígvélunum, í þykkri peysu og með stóra trefilinn minn, en það verður nú líka að segjast eins og er að ég hef aldrei átt gott með að tolla í tískunni..... Hef lítið nennt að standa í því síðan ég var unglingur
Verkefni þessa fína laugardags er að fara og ná í brotvél og brjóta rás í gólfið frá hitakompunni og hingað inn í íbúðina. Þar ofaní fer rör, sem tekur við affallsvatninu frá ofnunum og kemur því í svelg hérna inni. Gengur ekki að hafa grænu garðslönguna lengi svona yfir gólfið og inn á litla baðið frammi. Ég kem að vísu ekki til með að annast það verk sjálf, spúsi sér um það og ég stunda þrælahald, skilst mér
Gangið glöð inn í daginn og látið ykkur líða vel þangað til ég skrifa næst... á kafi í steinryki
Bloggar | 2.2.2008 | 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)




Bloggar | 1.2.2008 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar