Tvö kvöld í röð, gekk ég glottandi út úr húsi hjá skjólstæðingi með orðunum : "Ó nei, ég er ekki á nógu háu kaupi til að nenna að hlusta á svona þrugl" Skjólstæðingurinn er níræður kall, með eindæmum heilsuhraustur, það eina sem angrar hann er að það sækir í ársgamalt lærbrot og það, að ég neita að samþykkja allt sem hann segir. Hann er alger mannorðsmorðingi, svo umtalsillur að ég geng oftar en ekki bara út. Hann er landsþekktur fyrir grobb, hroka, yfirlæti, snobb, illgirni og fordóma, sem hann hefur virkilega lagt mikla áheyrslu á að koma sér upp. Oftast mýkist nú fólk með árunum, en þessi gamla karlherfa hefur tvíeflst, ef ekki þrí...
Allar hjúkkurnar eru hálfvitar sem ætlast til að hann fari í bað, neita að elda handa honum og keyra hann ekki í ríkið. Sú sem þrífur er aumingi á allt of stórum jeppa, sem hann kemst ekki upp í og hún má ekki keyra hann í ríkið. Við hinar eru svo miklir vesalingar, að við viljum ekki gefa honum upp símanúmerin okkar, svo hann geti hringt í okkur á kvöldin þegar honum leiðist og þá eigum við strax að koma hlaupandi, sjensinn
Það eina sem kemur í veg fyrir að hann finni númerin, er að hann lítur svo mikið niður á okkur, að hann leggur ekki á sig að muna hvað við heitum. Ég er margbúin að segja honum að fyrst hann á svona mikla peninga, geti hann fengið sér leigubíl í ríkið og hann geti auglýst eftir matráðskonu, en hann tímir því ekki, við eigum að gera þetta í okkar frítíma, ókeypis. Hann getur ekki eldað kartöflur, af því að hann er karlmaður.... Mitt svar ? "Nú ertu þá að segja að karlmenn séu svona heimskir, að geta ekki leyst smámál eins og að koma kartöflum í pott" ?
Fæ nú ekkert svar við því og hann verður þá bara að sleppa því að borða kartöflur, maturinn sem hann getur fengið sendan heim er óætur sko. Ég er á margan hátt ómöguleg, en ég er víst af svo fínum ættum að það má þola mig, en samt ekki nógu mikil jámanneskja að mér detti í hug að sitja þegjandi undir ógeðinu sem vellur upp úr honum. Það er eitt að vera sérvitur, annað að vera svona hræðilega illgjarn.... Þessi litli karlskítur er fyrir mörgum áratugum síðan, búinn að hrekja frá sér allt lifandi með ömurlegri framkomu og illu umtali og er fyrst að fatta það núna og heldur að peningarnir reddi öllu því sem hann er búinn að missa.... Ég get ekki vorkennt honum, þó hann eigi vissulega bágt og þegar hann fer að röfla um að hann vilji fara að drepast, segi ég honum alltaf, að því miður megi ég víst ekki hjálpa honum með það
Njótið dagsins og munið að í upphafi skal endirinn skoða
Bloggar | 21.1.2008 | 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)



Bloggar | 20.1.2008 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Datt í hug að fylgja straumnum og skipta um mynd á blogginu mínu, en þá kom svona eins og eitt smá babb í bátinn. Hvað er annars þetta "babb" ? Jæja... ég finn ekki nema eina mynd af sjálfri mér og hún er þegar í notkun. Ég er sæmilega ánægð með hana, hún er tekin í myrkri á gemsa, ekki mjög vönduð vinnubrögð, en kemur bara vel út. Ástæðan fyrir því að það eru ekki til myndir af mér, er aðallega sú að ég er alltaf hinum megin við myndavélina. Ég er alveg sæmilega ánægð með frummyndina af mér, get varla annað fyrst ég sit uppi með hana, en ég er yfirleitt ekki ánægð með myndir af frummyndinni, nema þær sem eru teknar í myrkri eða aftan af hnakkanum á mér og svo einstaka röntgenmyndir.... Og jú líka myndir af mér sem ungabarni, ég var alveg hreint svakalega fallegt ungabarn, en það er kannski ekki tekið með, ungabörn eru nú alltaf falleg.... Jæja til að leysa nú úr þessu vandamáli, tók ég myndavélina og fór að taka myndir af sjálfri mér, það má taka fleiri þúsund myndir á stafræna og einhver af þeim hlyti að finna náð fyrir augum mínum. En það var nú öðru nær, að vísu skemmti ég mér konunglega við iðjuna, en þegar ég var komin með nokkra tugi af myndum af annarri kinninni, hálfu nefi og smá hári, öðru auganu með nefi og munni og fleiri abstrakt útfærslum af andlitinu á mér, þá hætti ég bara. Var orðin þreytt í handleggjunum.... Fer kannski bara niður á sjúkrahús eftir helgina og fæ afrit af röntgenmyndinni af hægri hendinni á mér, sem sýnir að öll beinin eru gróin saman aftur, held það sé besta mynd sem tekin hefur verið af mér, ég var alveg ofboðslega ánægð með hana. Hún var tekin 6 vikum eftir slagsmál milli mín og 100 kílóa bókahillu, þar sem bókahillan sigraði með yfirburðum. Vandamálið leyst ! Njótið helgarinnar og munið að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
Bloggar | 19.1.2008 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Janúarmánuður er nú svona yfirleitt frekar aðgerðarlítill og tilbreytingarlaus finnst mér, hann líður áfram svona í hálfgerðum doða eftir hátíðina. Samt ekki alltaf, í janúar fyrir ca 10 árum síðan, var ég eitthvað að röfla um það í vinnunni að það bara gerðist aldrei neitt ! Þegar ég kom heim beið mín miði frá póstinum, um að ég ætti pakka og ég stormaði þangað og sótti hann, opnaði og innihaldið var forláta perlufesti og armband og svo fylgdi miði með gemsanúmeri..... og annar lítill miði, með verðinu á herlegheitunum, 86 þúsund ! Okí dókí, einhver illa ringlaður og tekur mig í misgripum fyrir viðhaldið sitt, ef það er þá hægt... Þetta var óskráð númer, en þegar ég hringdi til að leiðrétta þessi fábjánalegu mistök, þá var þetta maður sem ég hafði unnið með sem unglingur og við umgengumst ekkert eftir það, bara heilsuðumst ef við mættumst á götu. Hann var ekkert að taka mig í misgripum fyrir neina aðra sagð´ann, langaði bara til að gefa mér þetta ! Já einmitt það já ! Vegna þess að ég trúi ekki alveg blint á dásamlega góðmennsku fólks, sérstaklega ekki giftra manna í garð fráskildra kvenna og hafði þar að auki heyrt því fleygt, að þessi maður virti ekki alltaf hjónabandið sitt sem skyldi, sagði ég honum að hann kæmist ekkert í rúmið mitt, þó hann sendi mér rándýra skartgripi. Ha.. nei nei nei... það var alls ekkert meiningin sko.... En áður en þessu asnalega símtali lauk, spurði hann mig nú samt, hvað hann þyrfti að senda mér til að komast í rúmið mitt, ég var óvenju snögg til og svaraði : "Akureyrarkirkju, tunglið og sólina" ! Gerðist svo alveg yfirmáta andstyggileg, pakkaði þessu inn aftur og sendi í pósti, heim til hans... vonda kona
Njótið dagsins, föstudagur !
Bloggar | 18.1.2008 | 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)




Bloggar | 16.1.2008 | 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)

Bloggar | 15.1.2008 | 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Bloggar | 14.1.2008 | 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)





Bloggar | 13.1.2008 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
..... en samt ekki nógu oft, í "Áhugaverðasti bloggvinur mánaðarins" kosningunni, hjá honum Gunnari bloggvini mínum. Mér fannst það svo asnalegt og það voru líka svo margir aðrir sem mér fannst miklu skemmtilegri, gáfaðri, ferskari og hugmyndaríkari en ég. Samt sem áður var ég kosin áhugaverðasti bloggvinur eins mánaðar og ég er svakalega upp með mér af því En þá var ég að vísu svo hundheppin að það var verið að kjósa um tvo mánuði..... Svo er líka nýyfirstaðin kosning um "Áhugaverðasta bloggvin ársins" og þegar ég kíkti síðast, þá var sannarlega sú verðugasta með flest atkvæðin, en til að særa nú engan, þá ætla ég ekkert að segja neinum frá því, að ég kaus hana oftast
Ég byrjaði að skrifa blogg út úr hreinum leiðindum, fyrir akkúrat ári síðan. Þá var ég á hækjum og sá fram á að það yrði mitt banamein að geta lítið gert og komast ekki spönn úr rassi, nema í fylgd með fullorðnum og þá yfirleitt ekki þegar mig langar sem mest til að gera eitthvað, en það er sem sé á morgnana. Ég var þá fyrst á blog.central.is en færði mig svo hingað af því að systur mínar sögðu mér að gera það !
Og ég sé sko alls ekkert eftir því, enda er þetta kerfi hérna miklu einfaldara en hitt og hér er til dæmis hægt að eiga bloggvini, sem mér finnst svo frábært. Ég fæ yfirleitt ekki margar heimsóknir á hverjum degi en ég er mjög sátt við þær sem ég fæ. En ég veit alveg hvernig ég gæti aukið þær til muna, safna t.d. bloggvinum í haugum, blogga á fullu um fréttir og svo auðvitað allt kynlífstengt voða vinsælt, en ég er ekki í þeirri deild, ekki minn stíll
Njótið þessa fína laugardags í botn og takk fyrir allar heimsóknir
Púkinn hérna vill ekki samþykkja orðið : sem
Bloggar | 12.1.2008 | 08:42 (breytt kl. 08:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)


Bloggar | 11.1.2008 | 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar