
Bloggar | 10.1.2008 | 08:04 (breytt kl. 08:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)





Bloggar | 8.1.2008 | 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)



Bloggar | 7.1.2008 | 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
... og undirstrika, að það sem ég vil ekki láta gera mér, það geri ég ekki öðrum.... það sem ég vil ekki láta segja við mig, segi ég ekki við aðra og ef ég vil ekki láta tala um það sem ég geri, þá er gott ráð að gera það þá bara alls ekki...... bara svona að minna mig á og það er öllum öðrum algerlega frjálst að nota þetta líka
Í dag, hefði pabbi orðið 85 ára ef ég kann að reikna, til hamingju pabbi minn Hann er að vísu ekki viðstaddur í eigin persónu, dó fyrir rétt rúmum 7 árum síðan. Og ef hann væri viðstaddur, þá mundi hann ábyggilega segja, að hann kærði sig ekkert um neitt "vesen", en það hefði nú örugglega samt orðið eitthvað smá "vesen" í kringum það. Hann eignaðist 9 börn og var svo almennilegur að leggja það ekki allt saman bara á eina konu, hann var tvíkvæntur og báðar konurnar enn á lífi. Árnína, Björk
, Björn, Auður, Helga, Róbert, Birna og Erna, til hamingju með pabba okkar
Það rignir og ég er ekki að fara út að taka niður seríur og er ekkert ennþá orðin alveg brjáluð á jólaskrautinu, en fer að tína það smám saman niður í kassa næstu daga. Ég er lengi að koma því upp, ennþá lengur að taka það niður. En jólin voru eins yndisleg og hægt var að hafa þau, ég fékk bestu jólagjöfina sem ég get hugsanlega fengið, en það er að hafa öll börnin mín hjá mér. Í byrjun júní erum við, strákarnir mínir tveir, tengdadóttir og barnabarn, að fara til Gautaborgar til að vera viðstödd þegar hún dóttir mín útskrifast sem félagsráðgjafi ! Verkefni þessa fína sunnudags eru aðallega tvö, fara með kerti á leiðið hans pabba frá okkur öllum og vinna svo smá í kvöld. Gangið glöð inn í fyrsta daginn af öllum þeim dögum, sem þið eigið eftir ólifaða og verið ofsalega góð við hvort annað
Bloggar | 6.1.2008 | 09:25 (breytt kl. 09:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í fréttum er þetta helst í morgunsárið, að hermaður var rekinn úr þýska hernum af því að hún fór í brjóstastækkun. Og ástæðan sem gefin upp er í raun stórkostleg : "það er aukin hætta á meiðslum" ! Ég er að reyna að sjá fyrir mér, hvernig konan getur mögulega slasað einhvern með brjóstunum á sér, gæti hún rotað einhvern með þeim á æfingum eða yrðu ef til vill fleiri árekstrar á svæðinu af því að allir eru að góna á brjóstin á henni ? Fengi hún nú heiðursmerki, væri þá hætta á að það stingi augun úr einhverjum ? Ætli sú staðreynd að hún vill fá að vinna sem herlæknir hafi kannski eitthvað með þetta að gera, brjóstin svo stór að það er hætta á að hún sjái ekki fram fyrir þau og skeri fingur af við öxl eða.....
Það eru tveir karakterar svolítið til umræðu þessa dagana og mér finnst þeir báðir frekar skringilegir. Annar er leikhúsgagnrýnandi og heitir Jón Viðar, maður sem ég hélt alltaf að væri bara leikin persóna, svona eins og Silvía Nótt. En hann er til í alvöru og hefur svo sterkar skoðanir á leikhúsum og öllu sem tengist þeim og getur ekki setið á sér að moka yfir liðið, öllu sem honum dettur í hug, að hann er ekkert á frumsýningavinalistanum lengur. Það sem ég hef lesið eftir hann er stundum svo dónalegt að mér finnst það ekkert hafa með gagnrýni að gera, frekar einhverskonar vanlíðan og geðvonsku. Skyldi einhver ímynda sér að það sé hægt að þagga niður í honum, með því að neita að gefa honum miða í leikhúsið. Verður hann ekki bara ennþá fúlli af því að hann þarf að borga sig inn ?
Hinn karakterinn heitir Ástþór og hann ætlar enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta Íslands..... Æi, af hverju er hann að þessu ? Er fattarinn í honum alls ekki í lagi ? Eða á hann bara svo mikið af peningum, að hann veit ekki hvað annað hann getur gert við þá ? Ég get gefið honum margar hugmyndir um hvar peningarnir hans kæmu sér betur en í enn einu vonlausu forsetaframboðinu. Annars er honum alveg frjálst að bjóða sig fram, en ég vil fá að sjá að það þurfi fleiri til að skrifa undir hjá fólki sem vill fara í forsetaframboð, svo það sé þá eitthvað að marka.... kannski 5000 en ekki bara 1500 hundruð. Ég gæti örugglega fengið 1500 manns til að skrifa á svona lista hjá mér, mundi kannski nota sömu aðferðina og þegar ég var að koma gamla bílnum mínum gegnum skoðun hérna á árum áður !
Jæja eldsnemmaálaugardagsmorgnihugvekjan mín er búin, enda kominn tími á það, ef þið eruð ekki bara löngu hætt að lesa þegar hér er komið sögu.... Gangið glöð og hress inn í daginn og hafið það sem allra best
Bloggar | 5.1.2008 | 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)





Bloggar | 4.1.2008 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
..... með ekta íslenskri ofdrykkju. Þá er ég ekki að tala um þá sem þjást af alkóhólisma, ég er að tala um hrokagikkina, sem aldrei taka sér orðið alkoholismi í munn, nema þá í tilraun til að gera illgirnislegt gys að öðrum með því, af einskærri minnimáttarkennd og dytti ekki í hug að láta grípa sig dauða við að viðurkenna, að þeir þyrftu kannski að fara að hugsa eitthvað lengra en bara til næsta helgarfyllirís. Og ég er að tala um fullorðið fólk..... fullorðna fólkið sem á að vita betur og á að vera komið með meiri reynslu en unglingsbjálfi með brennivínsflösku... Fullorðið fólk sem veit alveg, af margendurteknum tilraunum á sjálfu sér, hvaða áhrif alkóhól hefur ! Fullorðið fólk sem ber virkilega ekki meiri virðingu fyrir sjálfu sér en það, að það drekkur brennivín sér til óbóta og notar til dæmis fj.... áramótin til að afsaka helv....þambið. Það er ein af ástæðunum fyrir því að mér finnst ekkert gaman um áramót, mér finnst langflestir einblína bara á fyllirí. Gamla árið endar kannski ekkert mjög illa, bara svona aðeins "íðí", en dettur ekki í hug að láta þar staðar numið og byrja svo nýja árið mun verr... Bullandi eitthvað helíum rugl, eins og heilinn sé algerlega farinn úr sambandi og allt dottið úr hillunum þar, jafnvægið fer veg allrar veraldar, týna jakkanum og jafnvel skónum, veskinu, símanum, lyklunum, skynseminni, minninu, vitinu og heilsunni..... Og þetta gerir fullorðið fólk sjálfu sér, í alvöru, fullkomlega viljandi ! Þetta get ég bara ómögulega skilið... mér þykir allt of vænt um sjálfa mig til að geta hugsað mér, að fara svona með mig ! Hvað er svo gaman við að vakna, undir kvöld daginn eftir og þurfa að fara að tína sjálfan sig og veraldlegar eigur sínar saman, drepast úr hausverk, þorsta og alls konar vanlíðan og muna ekkert hvað var gert eða sagt og jafnvel ekki hvar maður var eiginlega... hvernig maður komst heim undir morgun, hverja maður hitti og af hverju er horft svona undarlega á mann lengi á eftir... Fullyrða svo, alveg fram í rauðan dauðann, að maður hafi sko verið úti að skemmta sér og það hafi verið alveg ofsalega gaman..... Ok, ég er hætt, en ég bara varð... Gangið glöð inn í daginn og gætið hófs í helv... áfenginu...ok, ok, ég er alveg hætt... í bili
Bloggar | 3.1.2008 | 07:51 (breytt kl. 08:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)





Bloggar | 2.1.2008 | 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eins og vanalega fór ég upp í gistiheimilið um miðnættið og horfði þar út um gluggann á mína einka flugeldasýningu niður á AkureyriÞetta var auðvitað mjög flott eins og alltaf og ég vona sannarlega að allir hafi komist óslasaðir frá ósköpunum. Við fengum nokkur boð um að mæta í partý, en ég nennti ekki í eitt einasta, sérstaklega ekki þegar það á að fara að skella sér af stað klukkan 2 að nóttu til..... þá er löngu komið fram yfir minn háttatíma, þó svo að það séu áramót. Og þá er ég auðvitað fúl og leiðinlegur félagsskítur og svo framvegis, en það er þá bara þannig, ég met það miklu meira að vakna hress og fersk og þá líklega um svipað leiti og partíljónin eru að skrölta heim til sín. Svo skal ég alveg fara og heimsækja þetta sama fólk daginn eftir og þiggja kaffi, en þá er ég ekki jafnvelkomin
Svona í alvöru talað, að sitja og hlusta á misjafnlega drukkið fólk röfla um allt og ekkert og oftar en ekki fara að rífast og vera með leiðindi og stæla, það er sko alls ekki mín hugmynd að skemmtun, ég mundi frekar horfa á eldhúsdagsumræður á Alþingi, sem mér leiðist alveg hreint svakalega að gera. Ég held ég þekki bara eina manneskju sem verður ekki leiðinleg með víni og það er besta vinkona mín, enda er hún dama
Annars er þetta fínn dagur, svona fyrir utan helv... rokið alltaf hreint.... útiseríurnar eru hreinlega foknar úr sambandi og ég fer kannski, en bara kannski út á eftir og set þær í samband aftur. Það er einhvernvegin miklu huggulegra að setjast bara með kaffibollann og bókina eftir Agatha Christie og halda áfram að reyna að komast að því með Hercule Poirot, hver myrti ræstingakonuna ! Gangið glöð inn í nýjan dag á nýju ári og þakka ykkur öllum fyrir gamla árið
Bloggar | 1.1.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)

Bloggar | 31.12.2007 | 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar