Ætli ég sé ekki bara svona leiðinleg....

... og er þess vegna alltaf bara heima á Gamlárskvöld, að lesa eða horfa á sjónvarpið.... Sleeping Alls konar auglýsingar um allar mögulegar tegundir af skemmtunum um áramót, hafa einhvernvegin aldrei náð til mín. Og að halda áramótapartý er eitthvað sem ég hef aldrei nennt að gera, fólk sem ég þekki má alveg koma hingað á Gamlárskvöld og það má líka alveg sleppa því, frjálst valWink  Um síðustu áramót var ég á hækjum, þar áður var ég með gifsi á hægri handlegg, núna er ég að vinna eitthvað fram á kvöldið.... hljómar leiðinlega, en ég er samt ekkert viss um að það verði neitt leiðinlegt. Ekki nenni ég fyrir mitt litla líf að skjóta upp flugeldum og tími þar að auki ekki að kaupa neitt svoleiðis, þó hjálparsveitirnar missi þá af því framlagi mínu. Annars skil ég ekki þennan gassagang í fólki að vera að setja út á, þó að einhverjir aðrir en hjálparsveitirnar fái að selja flugelda, las blogg hjá manni sem varð hreinlega óglatt að lesa auglýsingu frá einstaklingi sem auglýsti flugeldasölu... æ æ... Er ekki bara rökrétt að þeir sem vilja styðja hjálparsveitirnar kaupa þá bara dótið hjá þeim eða er ég kannski bara svona blind eða eitthvað... Mér finnst einokun aldrei í lagi og ekkert frekar í þessum bisness en öðrum. Annars er planið fyrir þennan næstsíðasta dag ársins að eyða nokkrum, án efa bráðskemmtilegum klukkutímum, á slysadeildinni með spúsa mínum. Hann fór að finna svo mikið til í öðru hnénu á föstudagsmorguninn, kláraði samt vinnudaginn auðvitað, hvað annað og var svo slæmur í gærmorgun, að vinnu var algerlega aflýst þann daginn í "Alþjóða Kartöflusölunni Group", þar sem 50% af mannskapnum, s.s. spúsi minn, var óvinnufær. Það að hann ákveður sjálfur að fara á slysó, alveg án þess að ég þurfi að vera með haglabyssuna við hausinn á honum og hóta honum þar fyrir utan flestu illu ef hann fer ekki, þýðir bara það að hann er að steindrepast í hnénu... Gangið sem hressust inn í sælan sunnudag og hafið það sem allra best við það, sem ykkur finnst allra skemmtilegastSmile  

Öldruð kona fannst látin í íbúð sinni dögum saman.....

Fyrirgefið þið.... en var verið að finna hana á hverjum degi í marga daga ? Frekar klaufalega orðað finnst mér, alveg burtséð frá því sem gerðist..... Varð aðeins að setja út á þetta, gengur ekki að vera alltaf með með eintóm almennilegheit..... Þar fyrir utan skil ég ekki af hverju er verið að gera  frétt úr þessu, er verið að reyna að koma höggi á félagsþjónustuna eða....? Auðvitað gerir fólk sem vinnur þar stundum mistök, það er ekkert öðruvísi en allt annað fólk. En það eru bara svo svakalega margar hliðar á öllum málum og það sem ég hugsa þegar ég les þessa frétt er, að ég vona að blessuð gamla konan hafi fengið hægt andlát... bara sofnað..... Hún gæti nú til dæmis hafa látist nokkrum mínútum eftir að síðast var vitjað um hana.... vona ég líka... Blessuð sé minning hennar. Fólk sem vinnur við að hlúa að öldruðum og ég er í þeim hópi, má alltaf eiga von á að koma að öldruðum einstaklingi, slösuðum, veikum eða jafnvel látnum. Ég geng alls ekkert með þessa einu hugsun í höfðinu í hvert skipti sem ég hringi dyrabjöllu í vinnuhúsi, en ég get ekki gert að því að þegar viðkomandi svarar ekki dyrabjöllunni eða bankinu og hefur ekkert látið vita af fjarvist, þá fæ ég alltaf smá sjokk... En vegna þess að í dag eru langflestir, ef ekki allir aldraðir með öryggishnapp, þá get ég hringt í Securitas, þeir hafa lykla að íbúðunum og hleypa mér þá inn til að gá hvort eitthvað er að. En ég hef verið heppin á mínum 10 árum í þessari vinnu og ef fólkið mitt hefur ekki svarað, þá hefur yfirleitt bara gleymst að láta vita.... Það eru mannleg mistök.... Gangið glöð inn í fínan föstudag og reynið endilega að gera sem mest gaman í lífinu, það gerir það enginn annar fyrir ykkurSmile   

Jólin eru sko ekkert búin...

... sem betur fer InLove Nú eru tveir vinnudagar, allavega hjá þeim sem nenna að vinna og ég er sko aldeilis ekkert í þeim hópi ! Í dag ætla ég að fara á bæjarrölt með dóttur minni og konunni hennar, þær eru að fara að kaupa helling af Lindubuffum og súkkulaðihjúpuðum íslenskum lakkrís, handa fjölskyldu og vinum í Svíþjóð. Ég er búin að vera að vinna að útrásarverkefni fyrir sælgætisfyrirtækið Lindu undanfarin ár, í sjálfboðavinnu, með því að senda þeirra séríslensku afurðir til Svíþjóðar. Fjölskylda tengdadótturinnar er löngu fallin fyrir buffunum og vinnufélagar dóttur minnar, á sænska sósíalnum eru óðir í lakkrísinn. Stelpurnar mínar eru svo að fljúga suður í kvöld og út á morgun... snökt... Fyrir utan röltið og flugvallarferðina, ætla ég að gera svo mikið sem helst alls ekki neitt þennan daginn, enda hef ég enga eirð í mér til þess, ég hata kveðjustundir og það er náttulega ein svoleiðis í uppsiglinguCrying En, annað kvöld erum við spúsi að fara í leikhús, til að sjá Óvitana í boði dóttur hans og tengdasonar, alltaf gaman að fara í leikhús. Svo er annað leikrit sem við ætlum að sjá eftir áramótin og þó ég ætti að bjarga með því lífinu, þá get ég bara alls ekki munað hvað það heitir. Ég sá þetta sama leikrit fyrir agalega mörgum árum síðan, þegar Leikfélag Reykjavíkur kom með það hingað norður. Það var í það skiptið sem ég féll svo gjörsamlega kylliflöt fyrir snillingnum honum Gísla Halldórssyni, að ég hef ekki náð mér af því, enn þann dag í dag. Sum nöfn man ég, en önnur bara alls ekki og ég lýsi hér með eftir nafninu á fja... ég meina, blessað leikritið ! Gangið glöð inn í fínan fimmtudag, þriðja í jólum og verið dugleg í vinnunniSmile  

Annar í jólum :-)

Jóladagur og annar í jólum eru einu dagarnir á árinu, sem ég hreyfi helst ekki bílinn minn. Þar sem ég á nú að heita "höfuð minnar ættar", sem enn sem komið er telur að vísu bara 6 hausa, þá er ég í þeirri aðstöðu að geta svolítið skipað þeim fyrir..... á jólunumWink Þau koma þá til mín, börnin mín þrjú, tengdadæturnar tvær og barnabarnið.... að því tilskildu að þessar elskur séu þá yfir höfuð á Íslandi, sem er nú ekki oft. Þau komu líka í jólaísinn á aðfangadagsköld og í mat í gærkvöldi. Svo í gærdag komu yngri sonurinn, dóttirin og tengdadóttirin í kaffi, þau vorkenndu "höfði ættar sinnar" eitthvað fyrir að vera einu heima á jóladag. Spúsi ákvað allt í einu að fara í jólaheimsókn í gær, til eina fólksins sem við þekkjum, sem heldur ekki jól. Þau eru í bústað fyrir austan yfir hátíðina en búa nú samt hér í bæ, svo það er nú ekki langt að læðast alla hina dagana.... Ég fór ekki með, en sendi í minn stað verðugan fulltrúa í gervi konfektkassa, sem fékk alveg örugglega góðar móttökurJoyful  Það er víst nefnilega þannig að matur eldar sig ekkert sjálfur, hvort sem dagarnir heita jól eða eitthvað annað. Við áttum von á 6 manns, s.s. öllum mínum afkomendum og vel það, í mat um hálf sjö og spúsi fór ekki af stað fyrr en eftir hádegi og það er tveggja tíma keyrsla fram og til baka og reikniði svoGetLost  Það kom þá af sjálfu sér að kokkurinn fór ekki af bæ þann daginn og það stóð nú reyndar ekki til heldur. Ég gaf bækur í jólagjafir en fékk enga sjálf og bækurnar sem spúsi fékk falla ekki að mínum smekk, ég hef ekkert gaman af því að lesa um líf annarra, er allt of upptekin við að lifa mínu eigin lífi.... sjálfhverf kona ?Tounge  Gangið glöð inn í annan dag jóla og verið alveg sérstaklega góð við þá sem kannski eiga það ekkert endilega skilið, þeir þurfa nefnilega mest á því að haldaSmile

Gleðileg jól !

Að koma fram á jóladagsmorgun í rökkvaða stofuna, þar sem bara er kveikt á seríum og jólatré finnst mér bara með því yndislegastaInLove Allt svo fínt og svo hlýlegt og svo mikil ró, sem ég finn yfirleitt ekki fyrir á öðrum tímum. Þegar það er búið að kveikja á jólaljósum hérna í Fjallakofanum, þá er sko ekkert slökkt á þeim aftur fyrr en jólin eru alveg búin, mínar reglur, mín hefð, punktur og basta ! Nú er alvöru jólafrí hjá mér í fyrsta skipti í 10 ár, ég ætti að vera að vinna milli jóla og nýjárs, en ég ætla ekki að gera það núna, þurfti eiginlega að harka það út með frekjunni og það tókst auðvitaðTounge Þannig að núna er ég í fríi í heila viku, en ekki bara 0 - 3 daga eins og venjan hefur verið hingað til. Ég byrja svo aftur á gamlársdag í 2 tíma fyrir hádegi og á gamlárskvöld hefst ný kvöldvinnuvika og þá er ég líka að vinna alla daga, alveg sama hvað þeir heita. Börn, tengdabörn og barnabarn koma til okkar í mat í kvöld, þau komu líka í gærkvöldi í jólaísinn hennar mömmu, ömmu, tengdamömmu og nutu vel og komu í leiðinni með jólagjafirnar til okkar. Við fengum alveg fullt af gjöfum, enda eigum við samtals fullt af börnum og meðal annars fengum við, sérútbúið dagatal með myndum af Lindu Björgu og bækur og konfekt, ilmvötn sem voru keypt í Minneappolis og svo ótalmargt sem við notum næstu daga til að skoða. Yngsti sonur minn gaf okkur alveg yndislega fallegt keramikjólahús, með pínulitlum ljósleiðaraseríum, það er svo raunverulegt og fallegt og ég er alltaf að líta upp og horfa á þaðHeart Það er alltaf eitt sem mér finnst vanta um jól og það eru börn og barnabörn spúsa míns. Þau búa í Reykjavík, á Reyðarfirði og Vopnafirði, þannig að við sjáum þau aldrei á jólunum og spúsi verður að láta sér nægja mín..... Ég óska þess að allir hafi það sem best og finni friðinn sem helst ætti að fylgja þessum dögum. Gangið glöð og róleg inn í jóladaginnSmile 

 


Allir mínir yndislegu bloggvinir....

.... allir sem lesa bloggið mitt, hafa lesið það, ætla einhvertímann að lesa það og líka hinir, sem dytti aldrei sú vitleysa í hug, að fara að lesa bloggið mitt :

Ég óska ykkur öllum innilega gleðilegra jóla og farsældar, heilsu, hamingju og helst líka hárra happdrættisvinninga á nýja árinu, sem er númer 2008 í röðinni ! HeartHjartans þakkir fyrir frábært bloggár sem byrjaði hjá mér í febrúarHeart Svo verðið þið bara að ímynda ykkur flottu jólamyndirnar, sem mig hefði eiginlega langað til að setja hérna inn, með þessari jólakveðju, en gerði ekki !Tounge 

Gangið glöð inn í yndislegasta daginn á árinu, ég er að fara að pakka inn jólagjöfum og dást að jólatrénu sem ég, samkvæmt minni prívat og persónulegu jólahefð, ofskreytti í gærkvöldi Smile


Þorláksmessa !

Í gær komu hingað allir mínir afkomendur..... Það er svo sem ekki stór hópur, telur fjóra plús tvær tengdadætur, en það er nóg handa mér. Í gærmorgun stóð ég og flatti út 50 laufabrauðskökur og eftir 10 kökur fylgdi sama spurningin hverri einni og einustu, af þeim 40 sem á eftir komu : "hvernig í andsk... fórstu nú að því að láta þér detta þetta í hug manneskja ? Veistu ekki að er hægt að kaupa þetta útbreitt" !?! Jæja.... en svo komu allir mínir afkomendur og skáru út og steiktu og í einskæru þakklætisskyni býð ég þeim í skötuveislu núna í hádeginuDevil Ég hefði nú frekar viljað hafa hana í kvöld en ég er að vinna og vil helst vera viðstödd mína eigin skötuveislu. Bauð mömmu líka, hún er orðin 82 ára og hefur alveg tekist að komast í gegnum lífið hingað til án skötu, en hún þáði boðið þegar ég egndi fyrir hana með sjósignum fiski. Ég var nefnilega búin að færa henni smá sýnishorn um daginnWink Og svo ef hún nú lifir af skötuna þá keyri ég hana í búð, en afkomendurnir fara í sveitina að heimsækja föðurfjölskyldu sína. Þar eiga þau líka síðasta afann á lífi, alveg ágætis "stjúpmóður" og yndislegan 7 ára bróður sem er nú að öllum öðrum ættingjum ólöstuðum, líklega aðal aðdráttaraflið. Svo er bara að sjóða hangikjötið og setja upp jólatréð og skreyta það, búa til eitt salat og bíða eftir jólunum, ja og vinna aðeins.... Hvað er svo sem hægt að hafa það betra ? Ég segi það ekki, að mér mundi líða enn betur, ef allir hefðu það eins gott og ég og ef ég gæti þá mundi ég svo sannarlega sjá til þess.... en ég get það bara ekki nema að svo ofsalega litlu leiti. En ég leyfi mér samt að líða vel, vitandi það að ég reyni þó aðeins.... Gangið glöð inn í Þorláksmessuna með það í farteskinu, að það eru að koma jól og þolinmæðin þrautir vinnur allarSmile Speki dagsins er í boði Grýlu gömlu í FjallakofanumGrin 


Skrítnu Íslendingarnir í Danmörku :-)

Það er frétt á www.visir.isum íslenska fjölskyldu í Vejle í Danmörku sem skreytir húsið sitt hátt og lágt með jólaljósum fyrir öll jól. Það er hann Róbert bróðir minn og fjölskylda hans sem eiga þetta hús og aðaldriffjöðrin í þessu er miðjustrákurinn þeirra, sjálfur jólaengillinn hann Heiðar MárHeartFyrir þá sem lásu bloggið mitt í gær : ég er lifandi og heil heilsu, líkamlega minnsta kosti, eftir gærdaginn en mikið svakalega var hann lengi að líða..... Nóg um það, ég heyrði aðeins í dóttur minni í gærkvöldi þegar þau voru á Reykjanesbrautinni á leið norður í landWizard Hitti þær eftir hádegið dóttur mína og tengdadóttur og ætla að píska þær áfram í laufabrauðinu, ég hlakka svoooooo til.... að hitta þær ! Ekki byrjuð að búa til deigið af því að spúsi sefur ennþá, en hann vaknar eftir nokkrar mínútur og fer að vinna, í "Alþjóðlegu Kartöflusölunni Group"LoL Þeir eru að vísu bara tveir að vinna þarna en þetta er flott nafn á lítið fyrirtæki, en auðvitað grín og ég fann það ekki upp ! Það hefur vissa kosti að vinna í svona fámennu fyrirtæki en líka galla auðvitað. Einn af kostunum er til dæmis jólagjöfin : hangilæri, konfektdós og koníakflaska, veglegt. Einn af göllunum er auðvitað að hvorugur þeirra getur nokkurntímann tekið sér frí og ekki veikjast strákar mínir, þá er vá fyrir dyrum ! En þeir eru duglegir menn og þetta gengur fínt. Gangið nú glöð inn í góðan dag, elskurnar mínar allar og ég man ekkert hvaða jólasveinn kom í nóttSmile


Ég stunda vinnuþrælkun.....

.... en sem betur fer bara á sjálfri mér. Er að fara að vinna núna klukkan 8.00 til 3.30 og svo aftur frá 17.00 til 21.00. Ef ég skildi nú lifa þetta af, sem er nú eiginlega trúlegra en hitt, þá blogga ég aftur í fyrramálið, með hveitið upp fyrir haus vegna þess að laufabrauðsdeigsgerðin, sem var á áætlun í kvöld frestast til fyrramáls sökum anna hjá konunni, sem á eftir að vinna smá, laga til smá, versla smá, setja saman eitt lítið sófaborð og helst setjast niður smá..... En það eru að koma jól og það er yndislegt og dóttir mín og kærastan hennar eru lagðar af stað til landsins og það er ennþá yndislegra og þær eru núna að burðast með jólagjöfina mína einhversstaðar á flugvelli eða brautarstöð í þessum töluðu/skrifuðu orðum ! Svífið í sönnum jólaanda inn í þennan yndislega dag og hafið það sem best, bara allir ! Ég er farin í vinnunaSmile

Jóla hvað ? ;-)

Nú er búið að skreyta Fjallakofann okkar að utan og spúsi minn á allan heiðurinn af því ! Ég ætla að bíða með að fara út og taka myndir til að setja hér inn, ekkert sérstaklega jóló að fara út í rok og rigningu til að taka jólamyndir... Hér er allt svona hægt og rólega, að smella saman í undirbúningi jólahátíðarinnar, allar gjafir og öll jólakort farin af stað. Bara eftir að fara og kaupa jólagjöfina handa spúsa mínum, ég ætla að gefa honum..... he he náði þér góði, dettur ekki í hug að skrifa það  hér af því að ég veit þú lest þettaTounge Geri laufabrauðsdeigið þegar ég kem heim í kvöld og flet það út í fyrramálið og svo verður skorið og steikt á laugardaginn. Þá verða dóttir mín og tengdadóttir komnar til landsins og alveg sérstaklega þeim til heiðurs, verður svo skötuveisla á Þorláksmessu.  Ég held ekkert að þær verði voðalega hrifnar, en þær vildu fá að vera á jólunum hjá mömmu og þá er það annað hvort allt eða ekkertGrinBörnin mín verða öll saman á aðfangadagsköld heima hjá stórabróður og koma svo til okkar í desert seinna um kvöldið og ég ætla aldrei þessu vant, að búa til ís og hafa svo alveg helling af einhverri  hrikalega góðri óhollustu með honum. Ég verð að segja að ég er nú svolítið farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er að verða húsmóðurleg svona á efri árum... En ég er alveg handviss um að þetta bráir af mér fljótlega eftir jólin, reynslan segir það og ekki lýgur húnWink Gangið nú glöð inn í góðan dag og flýtið ykkur hægt, jólin koma alveg þó við séum ekki að stressa okkur út af smámunumSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband