


Bloggar | 30.12.2007 | 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 28.12.2007 | 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)



Bloggar | 27.12.2007 | 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)





Bloggar | 26.12.2007 | 09:27 (breytt kl. 10:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að koma fram á jóladagsmorgun í rökkvaða stofuna, þar sem bara er kveikt á seríum og jólatré finnst mér bara með því yndislegasta Allt svo fínt og svo hlýlegt og svo mikil ró, sem ég finn yfirleitt ekki fyrir á öðrum tímum. Þegar það er búið að kveikja á jólaljósum hérna í Fjallakofanum, þá er sko ekkert slökkt á þeim aftur fyrr en jólin eru alveg búin, mínar reglur, mín hefð, punktur og basta ! Nú er alvöru jólafrí hjá mér í fyrsta skipti í 10 ár, ég ætti að vera að vinna milli jóla og nýjárs, en ég ætla ekki að gera það núna, þurfti eiginlega að harka það út með frekjunni og það tókst auðvitað
Þannig að núna er ég í fríi í heila viku, en ekki bara 0 - 3 daga eins og venjan hefur verið hingað til. Ég byrja svo aftur á gamlársdag í 2 tíma fyrir hádegi og á gamlárskvöld hefst ný kvöldvinnuvika og þá er ég líka að vinna alla daga, alveg sama hvað þeir heita. Börn, tengdabörn og barnabarn koma til okkar í mat í kvöld, þau komu líka í gærkvöldi í jólaísinn hennar mömmu, ömmu, tengdamömmu og nutu vel og komu í leiðinni með jólagjafirnar til okkar. Við fengum alveg fullt af gjöfum, enda eigum við samtals fullt af börnum og meðal annars fengum við, sérútbúið dagatal með myndum af Lindu Björgu og bækur og konfekt, ilmvötn sem voru keypt í Minneappolis og svo ótalmargt sem við notum næstu daga til að skoða. Yngsti sonur minn gaf okkur alveg yndislega fallegt keramikjólahús, með pínulitlum ljósleiðaraseríum, það er svo raunverulegt og fallegt og ég er alltaf að líta upp og horfa á það
Það er alltaf eitt sem mér finnst vanta um jól og það eru börn og barnabörn spúsa míns. Þau búa í Reykjavík, á Reyðarfirði og Vopnafirði, þannig að við sjáum þau aldrei á jólunum og spúsi verður að láta sér nægja mín..... Ég óska þess að allir hafi það sem best og finni friðinn sem helst ætti að fylgja þessum dögum. Gangið glöð og róleg inn í jóladaginn
Bloggar | 25.12.2007 | 08:26 (breytt kl. 12:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
.... allir sem lesa bloggið mitt, hafa lesið það, ætla einhvertímann að lesa það og líka hinir, sem dytti aldrei sú vitleysa í hug, að fara að lesa bloggið mitt :
Ég óska ykkur öllum innilega gleðilegra jóla og farsældar, heilsu, hamingju og helst líka hárra happdrættisvinninga á nýja árinu, sem er númer 2008 í röðinni ! Hjartans þakkir fyrir frábært bloggár sem byrjaði hjá mér í febrúar
Svo verðið þið bara að ímynda ykkur flottu jólamyndirnar, sem mig hefði eiginlega langað til að setja hérna inn, með þessari jólakveðju, en gerði ekki !
Gangið glöð inn í yndislegasta daginn á árinu, ég er að fara að pakka inn jólagjöfum og dást að jólatrénu sem ég, samkvæmt minni prívat og persónulegu jólahefð, ofskreytti í gærkvöldi
Bloggar | 24.12.2007 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í gær komu hingað allir mínir afkomendur..... Það er svo sem ekki stór hópur, telur fjóra plús tvær tengdadætur, en það er nóg handa mér. Í gærmorgun stóð ég og flatti út 50 laufabrauðskökur og eftir 10 kökur fylgdi sama spurningin hverri einni og einustu, af þeim 40 sem á eftir komu : "hvernig í andsk... fórstu nú að því að láta þér detta þetta í hug manneskja ? Veistu ekki að er hægt að kaupa þetta útbreitt" !?! Jæja.... en svo komu allir mínir afkomendur og skáru út og steiktu og í einskæru þakklætisskyni býð ég þeim í skötuveislu núna í hádeginu Ég hefði nú frekar viljað hafa hana í kvöld en ég er að vinna og vil helst vera viðstödd mína eigin skötuveislu. Bauð mömmu líka, hún er orðin 82 ára og hefur alveg tekist að komast í gegnum lífið hingað til án skötu, en hún þáði boðið þegar ég egndi fyrir hana með sjósignum fiski. Ég var nefnilega búin að færa henni smá sýnishorn um daginn
Og svo ef hún nú lifir af skötuna þá keyri ég hana í búð, en afkomendurnir fara í sveitina að heimsækja föðurfjölskyldu sína. Þar eiga þau líka síðasta afann á lífi, alveg ágætis "stjúpmóður" og yndislegan 7 ára bróður sem er nú að öllum öðrum ættingjum ólöstuðum, líklega aðal aðdráttaraflið. Svo er bara að sjóða hangikjötið og setja upp jólatréð og skreyta það, búa til eitt salat og bíða eftir jólunum, ja og vinna aðeins.... Hvað er svo sem hægt að hafa það betra ? Ég segi það ekki, að mér mundi líða enn betur, ef allir hefðu það eins gott og ég og ef ég gæti þá mundi ég svo sannarlega sjá til þess.... en ég get það bara ekki nema að svo ofsalega litlu leiti. En ég leyfi mér samt að líða vel, vitandi það að ég reyni þó aðeins.... Gangið glöð inn í Þorláksmessuna með það í farteskinu, að það eru að koma jól og þolinmæðin þrautir vinnur allar
Speki dagsins er í boði Grýlu gömlu í Fjallakofanum
Bloggar | 23.12.2007 | 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er frétt á www.visir.isum íslenska fjölskyldu í Vejle í Danmörku sem skreytir húsið sitt hátt og lágt með jólaljósum fyrir öll jól. Það er hann Róbert bróðir minn og fjölskylda hans sem eiga þetta hús og aðaldriffjöðrin í þessu er miðjustrákurinn þeirra, sjálfur jólaengillinn hann Heiðar MárFyrir þá sem lásu bloggið mitt í gær : ég er lifandi og heil heilsu, líkamlega minnsta kosti, eftir gærdaginn en mikið svakalega var hann lengi að líða..... Nóg um það, ég heyrði aðeins í dóttur minni í gærkvöldi þegar þau voru á Reykjanesbrautinni á leið norður í land
Hitti þær eftir hádegið dóttur mína og tengdadóttur og ætla að píska þær áfram í laufabrauðinu, ég hlakka svoooooo til.... að hitta þær ! Ekki byrjuð að búa til deigið af því að spúsi sefur ennþá, en hann vaknar eftir nokkrar mínútur og fer að vinna, í "Alþjóðlegu Kartöflusölunni Group"
Þeir eru að vísu bara tveir að vinna þarna en þetta er flott nafn á lítið fyrirtæki, en auðvitað grín og ég fann það ekki upp ! Það hefur vissa kosti að vinna í svona fámennu fyrirtæki en líka galla auðvitað. Einn af kostunum er til dæmis jólagjöfin : hangilæri, konfektdós og koníakflaska, veglegt. Einn af göllunum er auðvitað að hvorugur þeirra getur nokkurntímann tekið sér frí og ekki veikjast strákar mínir, þá er vá fyrir dyrum ! En þeir eru duglegir menn og þetta gengur fínt. Gangið nú glöð inn í góðan dag, elskurnar mínar allar og ég man ekkert hvaða jólasveinn kom í nótt
Bloggar | 22.12.2007 | 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

Bloggar | 21.12.2007 | 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nú er búið að skreyta Fjallakofann okkar að utan og spúsi minn á allan heiðurinn af því ! Ég ætla að bíða með að fara út og taka myndir til að setja hér inn, ekkert sérstaklega jóló að fara út í rok og rigningu til að taka jólamyndir... Hér er allt svona hægt og rólega, að smella saman í undirbúningi jólahátíðarinnar, allar gjafir og öll jólakort farin af stað. Bara eftir að fara og kaupa jólagjöfina handa spúsa mínum, ég ætla að gefa honum..... he he náði þér góði, dettur ekki í hug að skrifa það hér af því að ég veit þú lest þetta Geri laufabrauðsdeigið þegar ég kem heim í kvöld og flet það út í fyrramálið og svo verður skorið og steikt á laugardaginn. Þá verða dóttir mín og tengdadóttir komnar til landsins og alveg sérstaklega þeim til heiðurs, verður svo skötuveisla á Þorláksmessu. Ég held ekkert að þær verði voðalega hrifnar, en þær vildu fá að vera á jólunum hjá mömmu og þá er það annað hvort allt eða ekkert
Börnin mín verða öll saman á aðfangadagsköld heima hjá stórabróður og koma svo til okkar í desert seinna um kvöldið og ég ætla aldrei þessu vant, að búa til ís og hafa svo alveg helling af einhverri hrikalega góðri óhollustu með honum. Ég verð að segja að ég er nú svolítið farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er að verða húsmóðurleg svona á efri árum... En ég er alveg handviss um að þetta bráir af mér fljótlega eftir jólin, reynslan segir það og ekki lýgur hún
Gangið nú glöð inn í góðan dag og flýtið ykkur hægt, jólin koma alveg þó við séum ekki að stressa okkur út af smámunum
Bloggar | 20.12.2007 | 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar