Ég fer til tryggingafélagsins míns til að kaupa mér líftryggingu, þetta er nú bara svona dæmi, dettur ekki í hug að gera það í alvöru. Ok, ég þarf að fylla út helling af pappírum og gefa alls konar upplýsingar um alla galla, sjúkdóma og sérviskur mínar og allrar ættar minnar, alveg aftur í 17 hundruð og súrkál og ég segi auðvitað satt og rétt frá öllu heila klabbinu. Svo þurfa þeir að fá að vita hvort ég reyki og hversu mikið.... en ég er ekkert spurð hvort ég drekki áfengi og hversu mikið. Það skiptir engu máli, en... ef ég væri nú búin að fara í áfengismeðferð og mundi bulla því út úr mér, af því að ég get nú aldrei þagað yfir neinu, yrði mér þá snarlega ýtt afturábak út ? Yrði þá sagt við mig eitthvað á þessa leið : " Uhh... nei góða mín, þú hefur sýnt að þér hafi fundist þú drekka of mikið og tekið þá skammarlega skynsamlegu ákvörðun að leita þér hjálpar við að hætta því, reynt að sýna þá hálfvitalegu ábyrgð að halda þig, með Guðs og góðra manna hjálp, frá áfengi með öllum tiltækum ráðum og hreinlega reynt að taka stjórnina á lífi þínu úr höndum Bakkusar..... Svei þér, við seljum þér enga líftryggingu" ! Er þetta eitthvað á þessa leið ? Ef svo er, hvers vegna þá í andskotans ósköpunum ? Er hún virkilega ennþá við lýði þessi norðanhnífapara hálfvitahugsun lengst aftan úr grárri forneskju, að líta á þá sem aumingja og ræfla, sem hafa viðurkennt vanmátt sinn gagnvart áfengi og leitað sér hjálpar við að hætta að nota það. En hinir sem nota það óspart og í óhófi: "Æi... þeir bara drekka svolítið illa greyin, thí hí ...... " Nú er ég hætt að rífa kjaft og ætla að reyna að gera mitt besta í allan dag og vona að þið reynið það líka
Bloggar | 7.11.2007 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Bloggar | 6.11.2007 | 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)


Bloggar | 5.11.2007 | 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)



Bloggar | 4.11.2007 | 12:24 (breytt kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)


Bloggar | 3.11.2007 | 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þessi dagur byrjar vel, ég vaknaði vel eins og venjulega, það er hláka, það er föstudagur, ég er ekki að vinna um helgina og ég er að fara á pósthúsið með pakka handa henni Kötu minni, hún á afmæli á mánudaginn. Yngsti ormurinn minn bakkaði á, í hálkunni, á bílnum sínum, hann slapp með skrekkinn, en bíllinn ekki alveg. Ég fór í kerfi, smástund, eins og alltaf þegar það kemur eitthvað fyrir börnin mín, en að lagaðist fljótlega, það má alltaf gera við bíl.... Spúsi minn fékk svo símtal frá einum syni sínum í vikunni, sem er útgerðarmaður fyrir austan, útgerðin hans telur tvo báta. Minni báturinn hans hafði sokkið við bryggjuna, af því að einhver hálfv... hafði skilið eftir vatnsslöngu, sem lá út af bryggjunni og ofan í bátinn hans, svo rann bara vatnið þangað til báturinn fylltist og sökk. Þetta er eitthvað svo fáránlegt..... En það má alltaf kaupa nýjan bát eða gera við þennan eða hvað svo sem er gert við þær aðstæður, en mér finnst bara gott að hann sökk ekki úti á helv... rúmsjó með drenginn innanborðs. Mér er illa við sjóinn, hann er búinn að taka allt of marga frá okkur..... Jæja... Gangið glöð inn í góðan dag og munið að það er að koma helgi
Bloggar | 2.11.2007 | 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


Bloggar | 1.11.2007 | 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)


Bloggar | 31.10.2007 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)


Bloggar | 30.10.2007 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)

Bloggar | 29.10.2007 | 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar